Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1907, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1907, Síða 3
XXI. 19. Þjóðvilinn. 75 Úr Dýrafirði erritstjóra „Þjóðv.“ ritað: Vetrarfarið hefir verið liér mjög ervitt, svo heyþrot hafa orðið hjá sum- j um, en ekki mjög almennt, aptur mjög fáir laf- lags færir. Á páskadag brá til hagstæðs bata um hálfsmánaðar tíma, en kólnaði aptur með sumartunglinu, og nú er frost og loftið snævi þrungið, sól fær ekki að sjá. Viðast munu skepn- ur vera vel i holdum, enda er þess þörf, sumir ir gefa mjöldoig og korn með útbeitinni. Annars er allt tíðindalaust héðan, fiskiskipin eru komin út og nokkur þeirra hafa komið inn aptur, eptir mjög stut-ta útivist, og kvarta mjög um storma og óróa úti fyrir, fisk-afli hjá flestum lítill enn, og misjafn, eitt skip kom í gær með 5000, það mun vera hæðst allra skipa hér. Mannalát og slys engin, sem betur fer. Laiisn frá prestsþjónustu, án eptirlauna, hefir fengið Péfur Helgi Bjálmarson á Helgastöðum. Skipstrand. Frakkneskt fiskiskip strandaði 8. þ. m. skammt irá mynni Jökulsár á Breiðamerkursandi. Skip- verjar björguðust allir í land. Frá Tröð i Álptafirði í Isafjarðarsýslu hvarf nýskeð hús- maðurinn Gísli Benediktsson. Ekkert hefir til hans spurzt. Halda menn, að hann hafi ráðið sér bana, enda var hann sagður bilaður á geðs- munum nokkrum dögum áður. Gísli var hniginn á efra aldur. Hann var mesti dugnaðar og atorkumaður í æsku. Sumargleði höfðu stúdentar í E-eykjavík, sem vandi þeirra er til. Var þar góður mannfagn- aður. Þar flutti Gruðmundur Finnboga- son sumarra?ðu, en Sigurður skáld Sig- urðsson hafði ort þessar vísur: Svo hart lék oss vetur í Vík — eins og fyr hér var sjaldan komandi út fyrir dyr. Hjá sumum fraus bjórinn í botn fyrir jól, — í bindindi margan í hjartanu kól. En nú hefir vorgyðjan sent, okkur sól og sumar að ylja hvert hjarta, er kól; og perlandi sólve;gar blessa hvert blóm, að bikarar, hjörtu og glös standi ei tóm. Einhver ónefndur maður sendi þessa vísu: Sumarhug og sumarþrá sumar vakna lætur, sumar í auga, sumar á brá, sutnar við hjartarætur. Salir voru þar allir tjaldaðir með ís- lenzka fánanum og haun blaktaði og yfir Iðnaðarmannahúsinu, jsamkomustaðnum, meðan á hátíðinni stóð. * * * A sumardaginn fyrsta höfðu margir undið upp íslenzka fánann. Var það allra manna mál, að þeir hefðu engan fána séð svo fagran og spáðu því, að langt mundi verða að bíða þess sumardags, er hann blaktaði eigi á stöngum Islendinga. Sú spá var og á hvers manns vörum^ að skammt mundi þess aðbíða, að alríkis- fáninn saknaði vinar í stað, er reykvikska kaupahéðna verndin á honum væri sjálf- dauð og til einskis annars nýt en að vera eptirmæli og ámæli þessara 40 vernd- ai anda alríkisins(H) | rökkrunum. (Úr óprentuðu safni Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi.) FYRIR MANNDAUÐA í VESTMANNAE YJUM. Haustið 1904 var Magnús trésmiður Isleifsson (frá Hanastöðum) að smíða Vest- manneyjakirkju að innan. Smiðir vóru fleiri, en hann var yfirsmiður. Þá var smíðinni nær lokið, er þau tiðindi urðu, sem hér skal segja. Magnús kom einn morgun, sem optar, snemma áð kirkjunni og er hann kom inn, heyrði hann upp á loptinu því líkast, sem verið væri að smíða þar: hefla við, kasta til borðum o. þvl. Datt honum fyrst í hug, að smið- irnir væru komnir þangað. En óðara áttaði hann sig á því, að það gat ekki verið. Hann var ávalt vanur að læsa kirkjunni sjálfur á kvöldin, hafalykilinn hjá sér og ljúka henni fyrstur upp á morgna. Og svo var enn í þetta sino. Vildi hann þá vita hvort hann yrði nokk- urs vis og hljóp upp á loptið. En þá hættu smíðalætin, og var þar engan mann að sjá. Þá er hann kom aptur ofan af loptinu, komu smiðirnir í kirkjuna. Sagði hann þeim þetta. I því sama lagði megna nálykt í nasir hans og hafði hann lika orð á því við þá. Litlu síðar voru 5 lík borin í kirkjuna i einu, og smiðirnir beðn- ir að smíða kistur utanum þau. Þeir smið- uðu þær á kirkjuloptinu. — Þessir menn 176 Þó að Deering léti því leiðast til þess, að fara að skýra frá þeim atburðum, gat það ekki gert honum — Stefáni Huse — neitt rnein. Fórsjónin virtist því hafa hagað atvikunum mjög heppilega. En óhugsandi var það þó ekki, að allt kynni að komast upp. En gat. það verið skylda hans, að tefla Hfi mínu í hættu, vegna þessa manns — dauðlegs fjandmanns hans? María kynni ef til vill að svara spurningunni ját- andi. En hún var lika engill, en hann lúið og heilsubilað gamalmenni. Um þetta var hann að hugsa fram og aptur, og hafði enga eyrð í sér. Svo þreif hann hattinn sinn, og yfirhöfnina, og bjóst til að fara út. Að lokum tók hann einnig hvítu rósina úr glugg- anum, og lét hana i brjóstvasann sinn. Þegar hann hafði því næst slökkt á lampanum, lauk hann hægt upp hurðinni, og flýtti sér út í nátt- myrkrið. Bann virtist hafa elzt um heilt ár, síðan hann las kvöldblaðið að þessu sinni. XXIX. kapítuli: Stefán Huse í húsi White’s. Þegar komið var langt fram á kvöld, sást gamall maður, er var í iðnaðarmanna-búningi, þrengja sér gegn- um mannfjöldann, er stóð fyrir f'raman hús White’s: Lögregluþjónn, er þar var staddur, ætlaði að aptra 173 Huse hló hæðnislega, og ætlaði rétt að eta blaðið með augunum. Hann sá í blaðinu, að Stanhope hafði kært, og að talið var sannað, að ákærði hefði verið þar, er morð- ið var framið, er skotið hljóp úr skammbyssunni. Akærði þrætti harðlega fyrir, að hann væri valdur að glæpnum, en hafði þó játað, að hann, og Sam. White, hefðu verið fjandmenn árum saman. „Tekinn fasturF mælti hann, afar-kátur. Yeiddur, eins og tóa í greni! Fallinn á sjálfs sins bragði! Jeg er frjáls!“ Hann fór nú aptur að lesa blaðið og rak þá augun í nýja grein: „Meira um morðið! Ákærði meðgengur ekki! Sökinni þó haldið áfram! Siðan Deering, ofursti, var tekinn fastur, hefir hann að eins krafizt þess, að grennslast sé eptir, hvar Thom- as Dalton sé "iður kominn,þar sem nauðsynlegt sé, að hann sé leiddur, sem vitni. — Eins og kunnugt er, hvarf nefndur Thomas Dalton frá hoimili sínu, á Mark- ham-torgi nr. 6, fyrir fjórum vikum, og hefir ekki sézb síðan.“ Blaðið skalf i höndinni á Dalton, er hann las þetta. „Hvað!“ mælti hann. „Honum skal ekki takast það! Hann er að gera sér von um, að draga mig raeð sér, en — það getur hann ekki! Hvers vegna? Af því að Thomas Dalton er horfinn af jörðunni, og sést aldrei aptur. — Jafn vel einka-dóttir hans veit ekki, hvar hanu er niður kominn! Dagur frelsisins er runninn upp!

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.