Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.05.1907, Blaðsíða 4
92
ÞjCf) VILJI.NN
lítil. — í héraðiuu Telcorman hafa 3 þús.
bændur, er hlut áttu að uppreisninni,
verið settir í varðhald. —--------
Bandaríkin. I blaði voru hefir áður
verið minnzt á sakamálið gegn 7haiu,
milljóna-eiganda, er 25. júni f. á. myrti
Wliite, auð;nann í New York, er átt hatði
vingott við konu hans, og urðir þær lykt-
ir máls þessa í bráð, í apríl þ. á., að kvið-
dómendur urðu eigi á eitt mál sáttir, svo
að búist er við, að rnálið verði eigi tekið
ur, og nokkur manndráp, sölubúðir rænd-
ar, sykurekrur eyddar o. s. frv. — Spunn-
ust óeyrðir þessar út af verkfalli kola-
nema. — Yæntanlega tekst Bretum þó
bráðlega að koma aptur á friði. —------
Chilí. I grennd við höfuðborgina
Yalparaiso hafa i apríl orðið all-mikil
eldgos, og 25. apríl urðu þar ákafir jarð-
skjálftar, svo að segja má, að ekki sé
cin báran stök, þar sem borg þessi hrundi
í rústir fyrir fáum raánuðum.
Borgin Valdevia er og talin grafin í
fyrir að nýju, fyr en á komanda hausti.
— Móðir Thaw’s kvað hafa boðið fram
stórfé, til þess að syni hennar sé sleppt
úr varðhaldi, en eigi hafa dómendurnir
viljað verða við þeiru tilmælum hennar
f Látinn er nýskeð í New-York dansk-
ur rithöfundur, Paul Harboe að nafni, að
eins 28 ára gamall. — Hann hefirsamið
skáldsögu o. fl.
Canada. I kolanámu í grennd við
Ottava hættu 5 þús. verkmanna vinnu i
apríl.
I brc zku Columbíu sambykkti þingið
ný lög, er fara í þá átt, að hiodra inn-
flutning Hindúa, og Japansmanna, og hef-
ir landstjórinn skotið þvi til brezku rik-
isstjórnarinnar, hvort staðfesta skuli lög
þessi, er fara í bága við samninga Breta
við Japana. — — —
Mexico. Þar voru jarðskjálftar miklir
15. apríl, og hrundi fjöldi stórbýsa, eða
skemmdist að mun. Ætla menn, að jarð-
skjálftar þessir stafi af eldsumbrotum í
Kyrrahafinu, í grennd við Mexico-strendur.
Á St. Lucia, brezkri eyju í Vestur-
Indíum hafa í apríl orðið talsverðar róst-
ösku.
Egyptaland. Cromer lávarður, er verið
hefir fulltrúi Breta á Egyptalandi í sið-
ustu 24 ár, og ráðið þar flestu, þó að
Khedivinn hafi stjórnina að nafninu til,
hefir nú sótt um lausn, sakir heilsubrests,
og hafa Bretar skipað Eldon Gorst, lá-
varð, i hans stað.
í höfuðborginni Cairo urðu rósturnokkr-
ar 21. apríl, með því að vagnstjórar, er
gjört höfðu verkfall, réðu á rafmagnsspor-
vagna, og gerðu mikinn skaða, enda gekk
borgarmúgur í lið með þeim. — Varð
herlið að lokum að skakka leikinn. —
Indverjaland. Bretar eru all kvíðnir
því, að þar verði uppreisn, með því að
mælt er, að Hindúar, og Mahomedstrúar-
inenn, i héruðunum Decca, Narayanganj,
og Mymensingh, séu teknir að hervæðast.
Kina. Mælt er, að 10 rmilj. manna
liði þar bjargarskort, og séu 3 millj. nær
dauðvona af hungri. — —
•...........
XXI., 23.-24.
V ei zlunarfréttir.
Frá Kaupmannahöfo eru ritstjóra
„Þjóðv.“ 1. mai þ. á. ritaðar þessar verzl-
unarfréttir.
Saltfiskur. Norðmenn hafa aflað mikið
við Lófótinn, og var aflinn 27. april orð-
inn yfir 36 millj. fiska, sem er taLvert
meira, en í fyrra, enda fiskurinn feitari.
— Fisksöluhorfur eru því tæplega eins
góðar, sem áður. — Fyrir fallegan mál-
fisk mundu nú fást 74—75 kr., fyrir smá-
fisk 63—64 kr., og fyrir isu 53 kr., skpd.
Ull Horfur lakari, en áður, svo að
yfirleitt er búist við lægra verði, en í
íyrra. —
Harðfiskur verður að likindum í injög
háu verði, tæpast lægri, en 200 kr. skpd.
Æðardúnn selst, sem stendur, á 12—
121/., kr. pd.
Li/si. Þorskalýsi 27 - 28 kr., hákarls-
lýsi 33—34 kr., og sellýsi á 34 kr. —
Hrogn eru nálega óseljanleg. —
Sundmagi selst líklega á 80—90 aur.
Pd- —
Síld. Hér liggja óseldar 4 þús. tn. af
stórri ísl. haustsíld, og fæst naumast 10
I kr. boð í tunnuna. — Góð millisíld myndi
I á hinn bóginn fást vel borguð, þar sem
I hörgull er á henni, —
Lambskinn hvít á 50—60 aur., mislit
á 37 aur., gölluð á 12 aur. —
Selskinn I mesta lagid1/^ kr. hvert. —
Prjönles verður að líkindum í góðu
verði seinni hlula sumars, og á næstk.
hausti, einkum alsokkar og hálfsokkar.
— Af sjóvetlingum liggur nokkuð óselt
frá f. á. — Fingravetlinga ætti ekki að
senda —
Ritsímaskeyti
til „Þjóðv.u
Kaupmannahofn 14. maí ’07
Thore-félagið.
Thore-félagið hefir keypt eimskip, er
194
„Yður skjátlast*", svaraði Deering ofursti. „Jeg hreifi
ekki minnsta fingur honum til meins; en hendi hann það,
sem ekki er nú, nema mannlegt, ber hann sjálfur, en eng-
inn annar —“
„Eins og faðir minn á banastundinni“, greip Stan-
hope fram í.
Ofurstinn sneri sér við, og sá Stanhope standa fyr-
ir aptan sig, og sízt í vinarhug.
„Jeg sé, að jeg hefi verið ginntur í gildru“, mælti
Deering, með vanalegri rósemi, „en læt þó eigifáámig,
þó að eg sjái framan i yður og jungfrúna. — En þér,
ungi maður, ættuð að grennslast eptir, hvaða glæp faðir
yðar drýgði, og hve stór syndabagginn hans Thomasar
Dalton’s er, áður en þér reynið að aptra mér frá því, að
hefna þe98 manns, er saklaus var myrtur“.
„Glæpur!“ æptu þau bæði í einn, Maria og Stanhope.
„Já, höfuð-sök“, mælti ofurstinn, harður sem 9teinn-
inn.
„Jeg hefi blekkt þig, María“, mælti Thomas Dalton,
all-stamandi. „Jeg er ekki laus við afbrot, eins og þú
hefir haft í huga. Umhugsunin um glæp, sem jeg drýgði
einhverju sinni —- löngu áður en þú fæddist — hefir
valdið mér ótta og skelfingar. — I ofsafengnu æði drap
ieg —"
„Þegiðu!“ grenjaði ofurstinn, með voðalegri röddu.
„Jeg skal segja þá sögu. — Mér er alls ekkert ílla við
ykkur, börn hinna seku, og hefðuð þið ekki sjálf lypt upp
blæjunni, myndi eg hafa þagað yfir leyndarmáli þessu
mörg árin enn, til þess að þið fengjuð ekki að vita það, sem
naurnast ínun styðja gæfu ykkar. — En nú hafið þið knúð
mig, til að rjúfa þögnina, og skal eg þvi í nafni réttvís-
203
mælti hinn. „En jafn framt heyrðist skjálfandi barnsrödd-
in segja: „Nei, jeg hefi sparað brauð handa sjálfum mér
og geymt þetta handa honum pabba mínum!“
Guð minn! Þetta voru siðustu orð drengsins míns!
Þeir höfðu drepið hann!
Tæpri ininútu siðar gaf haDn upp öndina, að mér á
sjáandi. — Jeg faðrnaði hinn magra líkama hans að mér,
og bað guð, að láta hann elcki deyja!
En hann dó, og bliðu, barnslegu augun bans lok-
uðust um aldur og æfi.
Þeir sáu sorg mina, og drápu sig þó ekki, þótt þeir
hefðu drýgt þenna voðalega glæp.
Tveim kl.stundum seinna kom hjálpin, og allir fenga
eins mikið af brauði, oíds og þeir óskuðu.
En nótt og dag sat eg yfir líkinu drengsins míns,
og bragðaði ekki mat, err beið þess, með óþolinmæði, að
morðingjunum væri hegnt fyrir glæpino.
Jeg lét nú alla safnast umhverfis lik sonar rníns, og
vorum vér þá alls 23, að meðtöldum möunum þeirn, er
færðu oss vistaforðanD.
Jeg krafðist þess, að skipaður yrði dómur, til | ess
að kveða upp dóm yfir afbrotamönnunum. — Dómara
höfðum vér að vísu engan, en tólf menn voru kvaddir i
dóm, og lýsti eg síðan sökinni, og voru morðingjarnir
til dauða dæmdir.
Þetta var í samræmi við lög vor, og myndi hver
dómstóll ríkisins hafa talið hann góðan og gildan, því að
ella voru eignir manna, og lif, i voða, og morð og rán
hefði að ósekju mátt drýgja daglega.
Mennirnir fundu, að þetta var maklegur dómur, og
þögðu báðir, gagntekDÍr af örvæntingu.