Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.07.1908, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.07.1908, Side 1
Verð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 30 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og i Ameriku ioll.: 1.50. B&rgist fyrir júnimán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. — .—.!•== Tuttuöasti og annar árgangur. —1=-— =-— -*—2xrm 1= EIÖANDI: SKÚLI T.H O R O D D SE N. - I Dppsögn skrifteg, ógild I nema komið sé til útgef- 1 anda fyrir, 30. dag júní- j mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninui borgi skuld sína fyrir blaðið. M 34. Bessastöðum, 25. júlí. 1908. iandhelgin. Stór-Mskalegt réttindaafsal. íiétturinn til fiskveiða í landhelgi er íslenzkt sórmál — landhelgin er íslenzk. Hún er það, ekki aðeins eptir þeim náttúrunnar og manna lögum, að ísland á eitt, og að fullu, að ráða öllum sínum málum. Hún er líka íslenzk eptir hörmungar- ástandi því, er ofríki Dana og istöðuleysi og sundurþykkja Islendinga hefur skapað, og vér eigum nú við að búa. Hún er að vísu ekki talin sórstaklega í stöðulögunum, en ssgt er þar, að fisk- veiðar sóu sérmál Islands, og virðist eÍDka- rétturinn til veiðiskapar í landhelgi að hljóta, að teljast þar til. En hvernig sem menn líta á það, þá tekur það af öll tvímæli í þessu efni, að það er samkvæmt heimild í islenzkum lögum — lögum, sem Alþingi hefir sett og konungur staðfest í ríkisráðinu — að Danir hafa rótt til fiskveiða í landhelgi. Þeiin lögum geta Islendingar einir ásamt konungi sínum ávalt breytt, og þar með títilokað alla aðra en innlenda menn frá veiðiskap í landhelgi. Gæzla fiskveiðaréttarins er lika sér- mál nú. Fyrst og fremst, er það, að hafi menn á annað borð réttindi, þá hsfa þeir líka leyfi til þess að verja þau fyrir ólögmæt- um ágangi annara. — Til þess að aðrir geti haft einkarétt tii varnanna, verða þair að minnsta kosti að hafa sórstaka heimild, og þá heirnild skortir Dani. Að Danir hingað til hafa haft strandvarnirn- ar á hendi, getur alls eigi breytt þessu, því að það hafa þeir gert samkvæmt vilja Islendinga, og sem borgun fyrir réttinn til veiðiskapar í landhelgi. Auk þess er það að Islendingar borga til strandvarn- anna beinlínis sönnun fyrir því, að hér sé um íslenzkt sérmái að ræða, því að það er skýrt tekið fram í stöðulögunum, að til sammálanna borgi íslendingar ekkert. í raun og veru er ástandið því þann- ig, að Danir og íslendingar gera skip út í fólagi til strandvarnanna, sem líka er mjög eðlilegt, þar sem báðir hafa veiði- róttinn. Það hefur líka ómótmælt viðgengist, að íslenzkir lögreglustjórar, án aðstoðar danska herskipsins, tæku erlend skip, er staðinn eru að ólöglegum veiðum í land- helgi, en það hefðu þeir ekki getað, ef að Danir einir hefðu rétt til þess að verja landhelgina, eða vörnina mætti að eins framkvamia með herskipum, eins og upp- kastsmenn nú halda fram. Verði frumvarp milliiandanefndarinn- j ar að lögum, verður á þessu gagngjör j breyting. Samkvæmt því er gæzia fiskveiðarétt- ar þegnanna sammál, að vísu uppsegjan- legt, og ODnfremur stendur þar, að moð- an því ekki er sagt upp, njóti Danir og Islendingar jafnréttis að því er fiskveið- ar snertir i iandhelginni umhverfis Dan- mörku og Island. — Það er og skýrt tekið fram, að vér Islendingar megum því að eins auka strandvarnirnar, að Dan- ir gefi þar til samþykki sitt. Danir einir hafa því rétt til þess að verja landhelgina; hvað ílla sem þeim kynni að sýnast heppilegt, að rækja þá skyldu sína, þá mega íslendingar ekki úr því bæta, nema moð þeirra samþykki, þótt þeir sjálfir vilji bera allan kostn- aðinD. Það liggur og í augum uppi, hve afaró- heppilegt það er, að þar sem tveir eiga saman rótt, og báðir vilja nota hann í fyllsta mæli, þá sé öll gæzla réttarins í hendi annars aðilans. Lendi hagsmunum þess- ara aðila saman, þarf ekki um það að vill- ; ast, hver ber hærra lilut frá borði — auð- vitað sá sem kefir löggæzluvaldið á sínu bandi. En þetta hefir Dönum ekki þótt nóg. Þeim hefir ekki þótt nóg, að vera einráðir um, hverjir fengju að fiska í landhelgi. Þeim hefir ekki þótt nóg, að vór fæl- um þeim, að éta fiskinn frá oss. Samkvæmt uppkastinu er engin ís- lenzk landhelgi til, heldur að eins land- helgÍD urnhverfis Danmörku og ísland — þar er auðsjáanlega að tæð um < ina heild — landhelgi hinnar dÖD'-hu ríkis- heildar. Yér oigum því, með því að samþykkja uppkastið, að afsala oss sjónum við strend- ur landsins í hendur danska ríkinu, og það er einu sinni ekki svo vel, að vér eigum að fá nokkuð í aðra hönd, vér eig- um að gefa Dönum sjóinn. Finnst mönnum nú, að Danir hafi gert svo vel til vor, að þeir eigi það skilið? Finnst íslendingum, að þeir séu svo rikir, að þeir hafi ráð á að gefa slíka gjöf? Hingað til hefir trú menna á framtíð þessa lands, að raiklu leyti byggst á þeirri von, að ísiendragar myndu ausa miklum fjársjóðum úr kinum fiskisæla sæ við strendur landsins. Og nú er ætlast til að íslendingar sjálf- fari að drepa þessa von. Hvað segja ærlegir íslendingar? Það eru þeir, sem hafa úrskurðarvaidið. Það eru þeir, sem eiga að skera úr því, hVort gefa eigi erlendum mönnum aðalbjargræðisuppsprettu þessa lands, eða ekki. Það eru þeir, sem eiga að skera úr því, hvort þeir vilja búa þannig í hend- urnar á niðjum sínurn, að þeir ef til vill verði að flýja land sakir bjargarskoits, eða ekki. Getur nokkur siðferðislega óspiltur mað- ur verið í vafa um, hvernig sá úrskurður muni falla? flmennui kosningarrétiui. II. Ef vór etingum hendinni í vorn eig- in barm Islendingar, þá sjáum vór, nð mjög fer því fjarri, að kosningarréttuiinn sé almennur hjá oss. Útilokaðir frá að verða þess réttar að- njótandi eru: (auk þeirre, er eigi hafa 25 ára aldri, hafa flekkað mannorð, oða ekki eru fjár síns ráðandi) vinnumenn, menn er þiggja sveitarstyrk, eða þegið hafa, nema hann sé endurgoldinn eða eptirgefinn, vissar stéttir manna svo framarlega sem þær ekki borga ákveðið útsvar, og loks allar konur. Allar þessar takmarkaDÍr virðast oss óþarfar og skaðlegar. Eða hví skyldu vinnumenn síður en lausamenn vera færir um, að greiða at- kvæði? — Meðan atkvæðagreiðslan var opinber, getur hugsast, að álitið hafi verið, að þeir væiu svo háðir húsbændum sín- um, að hætt væri við, að þeir mettu meira þeirra vilja en sína eigin sannfæringu, enda þótt sá ótti alla jafnan mundi hafa reynet ástæðulaus; og ýinsir aðrir en vinnu- menn eru öðrum svo háðir, að hættan er alveg jafnmik.il eða meiri. — En nú þeg- ar atkvæðagreiðslan er leynileg, og þann- ig um hnútana búið, að það er gjörsam- lega ómögulegt, að vita með sanDÍndum, hvernig einstakir kjósendnr hafa greitt atkvæði, þá verður ekki þessi ástæða og að vorri hyggju engin ástæða færð fyrir því, að neita vinnumönnum um kosning- arrétt. — Auk þess ættu bændur nú í fólkseklnnDÍ að hafa það hugfast, að ekki mun það laða menn í vinnumennsku, að af þvi leiðir missi borgaralegra róttinda. Þá eru þurfamennirnir. Það er að vísu eðlilegra að svipta þá þessum rétti en vinnumeDnina, eigi fáum vér sairtt séð, að það sé rétt. — Menn muDU segja að þurfamenn eigi ekki nokkurn rét.t á að taka þátt í stjórn þjóðfélagsins, vegna þess að þeir séu byrði á því, er aðrir menn verði að bera, og þeir menn, sem byrðar þjóðfélagsins hvíla á, eigi einir rétt á, að ráða máluin þess. En það er ekki rétt. Fyrst og fremst bera þurfamennirnir opt sinn hluta af þjóðfélagsbyrðunum, þótt ekki borgi þeir

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.