Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.07.1908, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.07.1908, Side 2
184 Jpjóðviljinn XXII., 34. beina skatta; og væri það rétt, að þeir einir, sem bera byrðarnar sóa nokkurs ráðandi um ’pjóðmál, þá hlýtur lika þar af að leiða, að þeir sem mest bæru ættu mestu að ráða en eins og þegar hefur verið tek- iðfram, þá er ekkert vit í, að miða kosning- arréttinn eða gildi atkvæða við efnahageða skattgreiðslu. Það sem mest ríður á er að kjósendur hafi nægilega politiska þekk- ingu, og nægan drengskap til þess að nota hana. Það liggur í augum uppi, að sveit- arómagi getur verið vitrari, þekkingar- meiri, og betri drengur en margur stór- bóndinn eða embættismaðurinn; og það mun vera í meira lagi vafasamt, hvort sumir þeirra manna, er nú standa fram- arlega í íslenzkri politik, bera af sveitar- ómögum í því efni. Það er nóg byrði fyrir ærlega menn, og því miður eru það ekki bara ódreng- irnir, som fara á sveitina, að þurfa að vera upp á aðra komnir, þótt ekki bætist þar við sviptiog borgaralegra réttinda, er gera þá að eipskonar úrhrök- um þjóðarinnar. Ennfremur ætti að felía burt það skil- yrði, að sumar stóttir þurfi að greiða á- kveðið útsvar, til þess að öðlast kosning- arrótt, af ástæðum þeirn er áður hafa ver- ið taldar. Sterkar ástæður mega og þeir menn hafa, er taka vilja á sig þá ábyrgð, að útiloka meira en helming þjóðarinnar — ailar konur — frá hluttöku í lands- inálum. Ekki er ósennilegt, að á næsta þingi verði gerð breyting á stjórnarskránni, hver sem afdrif sambandsmálsins annars kunna að verða, og þá ætti að breyta kosn- ingarskilyrðunum á þá leið, að allir fulJ- veðja lcarlar otj konur, er hafa öflekkað mannorð Jengju kosninaarrétt. Með þvi að ekki mun þykja hættu- laust, að í stjórnarskránni standi að eins fullveðja, án þess að ákveða nokkurn ald- ur, því að þá gæti þingið, að þjóðinni fornspnrðri, útilokað fjöldamannafrá kosn- ingarrétti, með því að hækka lögaldurinn, en hins vegar hlýtur að reka að þvi, að lögaldurinn verði lækkaður niður í 21 ár, eins og þegar er búið að gera í nærfelt öllum löndum, nema Danmörku, þá færi bezt á þvi að gera það um leið, og setja svo í stjórnarskrána, að allir þeir karlar og konur, er náð hafa 21 árs aldri, og hejðu öflekkað mannorð, og eigi verið svipt fjár- ráðum, skgldu hafa kosningarrétt. Verði iögaldurinn fyrst lækkaður seinna meir, og 25. ára aldurstakmarkinu haldið í stjóinarskránni, þá hlýtur af þvi að leiða að allmargir fullveðja menn verða ókosn- ingabærir, oða ef menn telja það óhaf- andi, sem vér teljum sjálfsagt, þá verður til þees að kippa þvi í lag, að breyta stjórnarskránni, sem ema og menn vita hefur þingrof, og ýmsa aðra fyrirhöfn og hostnað í fiir með sór. Sambandslagafrumvarpið. (Fres-nir úr héruðum). Lagaskólastjóri Lárus H. Bjarnason, hefir verið á ferð um Snæfellsues, i kosn- ingarerindum. — Fyrsta fundinn hélt hann að Þverá í Hnappadalssýslu, og vann frægan sigur, hafði 2X13 atkv. I 1, ann- an á Búðum, þar urðu fylgismennirnir ekki nema, ei.nir 13, en mótstöðumenn- iimir 12. — Þaðan hélt L. H. B. til Ól- afsvíkur, en svo óvænlegar voru horfur uppkastsmanna þar, að iagaskólastjórinn gekk af fundi; fylgdu honum menn hans, að því er stjórnarblöðin skýra frá; var síðan samþykkt tillaga á móti frumvarpinu með j 40 atkv. Næsti fundur var í Q-rundar- j firði, þar hafði Lárus 8 fylgismenn, 2 ! i voru á móti, nokkrir greiddu eigi atkvæði. \ Síðasti fundurinn var í Stykkishólmi. | Fundarstjóri var kosinn Quðmundur sýslu- I j maður Eggerz með 23 atkv. I 22, en rit- j I ari Hjálmar kaupmaður Sigurðsson. Um- f ræðurnar voru heitar og langar, og komu j fram 3 tillögur, ein um að taka enga á- j lyktun í raálinu, hún var felld með 43 j atkv. ; 29, önnur um að veita frumvarp- i inu fylgi, er fékk sömu afdrif, felld með 44 atkv. ; 28. Loks var þriðja tillagan j samþykkt með 43 atkv.; mótatkvæða var j ekki leitað; hún er svo hljóðandi: „Fundurinn tolur að vísu fruinvarp j sambandslaganefndarinnargeymaýmsa j kosti, en hafa þó jafnframt svo mikla galla, að óráðlegt sé að samþykkja það, án mikilvægra breytinga, er fari í þá átt, að tryggja iandinu fullveldi yfir ölluin sínum málum“. Meðan á síðustu atkvæðagreiðslunni stóð, fór fundarstjóri, sem aiiur var á bandi lagaskólastjórans af fundi, og tók með sér fundarbókina. Hefir hann liklega með því ætlað að hindra, að atkvæðagreiðslan um 3. tillöguna, er var þoim félögum mjög ógeðfelld, færi fram, en sú tilraun mis- heppnaðist algerlega, sem betur fór. — Þeir sýnast annars hafa dálítið einkenni- legar skoðanir, að því erfundarsköpsnertir, sýslumennirnir, er uppkastinu fylgja. — A fundum þessum öllum var Bjarni Jóns- son frá Vogi, er gat sér almannalof, tyrir hve óyggjandi rök hann færði að málstað sinum og annara sjálfstæðis manna, einn- ig var og á fiestum þeirra Sigurð- ur prófastur Grunnarsson í Stykkishólmi, þingmannsefni sjálfstæðismanna þar i kjördæminu. Sagt er, að L. H. B. hafi og farið inn á Skógarströnd, og ætlað að halda þar fund, en orðið að láta af þeirri fyrir- ætlun sinni, af þeirri einföldu ástæðu, að enginn kom. Við Þjórsárbrú var þingmálafundur hald- inn 14. þ. rn. Fundurinn stóð 6 stundir. Þar töluðu: Jón Ólafsson, ráðherrann, Björg- vin sýsluroaður Vigfússon, Kjartan prófast- ur Einarsson í Holti, síra Þorsteinn Bene- diktsson,ogþingmannaefni uppkastsmanna Eggert Pálsson og Einar bóndi á Geldinga- læk, allir með frumvarpinu, en í móti mæltu: Björn Jónsson ritstjóri, Sigurð- ur bóndi Guðmundsson á Selalæk ogÞórður hreppstjóri Guðmundsson i Hala. Að umræðum loknum, var borin upp tillaga, er fór í þá átt, að fundurinn teldi var- hugaverb, að hafna koítum þoira, er frum- varpið byði, en með þ /i að atkvæðagreiðsl- an var óglögg, var á endanutn eptir all- mikið þjark bókað, að engiu atkvæða- greiðsla hefði farið fram. Verðlag' á isl. varning-i á Yesturlanili var 13. júh síðastl. ákveðið, sem hér segir: Málfiskur nr. 1 . . . . 02 kr Spd. 77 77 2 . . . . 42 77 3 39 11 77 77 Langa °g smáfiskur nr. 1 ■ 52 „ 77 11 77 77 77 2 • 40 „ 77 11 77 77 77 3 • 2o „ 77 Isa nr. 1. . 42 „ 11 7! 77 2 . ■ 30 ,, 77 77 77 3 . • 20 „ 77 Keila , ■ 30 „ Upsi . 25 „ 11 Sundmagi nr. 1 . . . . 0,60 pd. 77 77 2 . . . . 0,45 77 Lýsi, alls konar . . . . 24 kr. pr. 210 tt Hvít voru 1, þvegin . . . 0,50 pd. mislit 77 77 . 0;35 77 Hvít haustull, þvegin . . 0,40 7’ mislit 77 77 . 0,25 Dúnn pd. Auk ofan nefnds verðs á saltfiski mun það uú orðin almenn venja, að þeir, sem verka fisk- inn sjálíir, fá verkunarlaunin greidd, ef þeir fara fram á það, enda verka verzlanir fiskinn ókeypis fyrir marga. Óþvegin vorul). Stórkaupmaður i Kaupmannahöfn, sem vegna þess að hann hafi heyrt, að sagt væii á íslandi að gott útlit væri með sölu á óþveginni islenzkri vorull, hefir leitað sér upplýsinga um það efni, skrifar: „Jeg hefi talað við ýmsa stórkaupmenu, sem eru vel kunnugir uilarmarkaðinum í A- meríku og Englandi, og hafa þeir allir látið i ljósi, að erfitt mundi vera, að fá nokkurt boð i óþvegna vorull, og svo væri varasamt, að senda hana þannig, því að það væri mjög bætt við, að það gæti hitnað í henni á leiðinni, og hún skemmst meira eða minna, nema hún væri því betur þurkuð“. Nýtt norskt-isleu/.kt fyrirtæki. Nokkrir íslendingar og Norðmenr. hafa nýlega stofnað hlutafólag, til þess að koma á fót niður- suðurverksmiðju i Brautarholti. Pormenn félags- ins eru: Sturla kaupmaður Jónsson og Thor Liitken hæztaróttarmálafærzlumaður norskur. Hlutaféð er 150 þús. kr. Hlutafélagið heitir „Kjalarnes“. Strand. 18. þ. m. strandaði við Langanes gufuskipið „Gvent“. Allri skipshöfninni ásamt stórkaup- manni Zöllner og Jóni alþingismanni i Múla, er voru farþegnr með skipinu, var bjnrgað, en skip- ið mun svo skemmt, að eigi verður við það gert. — Skip þetta sem í mörg ár hefur flutt vörur til og frá kaupfélögunum islenzku, er við Zöll ner skipta, var nú á loið til Sauðárkróks hlaðið kolum. l’restskosning. í Ólafsvík fór prestskosning fram fyrir skömmu. Kosinn var cand. theol. Guðmundur Einarsson, er hlaut 121 atkv., síra Sigurður Guðmundsson, sem verið hefir aðstoðarprestur þar síðustu árin, fékk 30 atkv. Próí' við Kaupmannahal'narhúskélii hafa þessir landar nýlega tokið, auk þeirra, er nefndir voru i siðasta blaði: Geir G. Zoega fyrri hluta í verkfræði með I. eink., og heim- spekispróf: Ásgeir Guunlögsson, Magnús Jóns- son. Pétur Halldórsson, Sigfús M. Jóhannsson og Sveinn V. Sveinsson með ágætiseinkunn, Al- exander Jóhannesson með I. eink., einn hlaut III. einkunn. Laust prestakail. Viðvik í Skagafirði, auglýst 20. júlí umsókn-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.