Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.07.1908, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.07.1908, Qupperneq 4
136 JÓÐV IL JIIS N. XX [1. 34. Neytið „Perfect" skilvindan. Sem sönnun fyrir yfirburðum „Perfect*1 skilvindunnar, skal hér með tilgreina eitt af binum ótalmörgu vottorðum, sem send hafa verið hlutafél. Burmeister| & Wain, frá málsmetandi mönnum. „Haustið 1906 fékk mjólkurbúið hér 2 nýjar „Perfect“ skilvindur frá hluta- félaginu Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn. Eptir að hafa notað skilvindurnar eitt ár og látið gjöra eigi all fáf.r rann- sóknir á mjólkinni, get jeg með ánægju slegið föstu, að fitan í mjólkinni, eptir skil- in, hefir minkað úr 0,13^ sem hún var meðan vér notuðum „Alfau skilvinduna, niður í 0,09^> síðastliðið ár og gefur það aukinn ágóða, sera nemur að meðaltali 0,04^ og eykur smjörupphæðina (úr 5,424,000 mjólkurpundum) um 1850 pund, eða kringum 1800 krónur, sem hagurinn hefir verið við að nota „Perfect“ skilvinduDa eitt ár. Það gleður mig að geta gefið skilvindum hlutafél. Burmeister & Wain miu beztu meðmæli. ' Durup mjólkurbú pr. Durup 10. jan. 1908. Lars Chr. Korgen, formaður“. „I sambandi við hið ofanritaða get eg skýrt frá að skilvindurnar, eptir að hafa verið notaðar l1/^ ár hafa mjög mjúkan og rólegan gang og að við höfum enn engaD viðhaldskostnað haft á þeim. Jeg get því mælt með „Perfect" skilvindunni sem óvanalega góðri og sterkri vinnuvél. Durup mjólkurbú 11. jan. 1908. H. Bjerre, mjólkurbússtjóri“. EINKASALI Á „PERFE0T“ SKILYINDUNNI TIL ÍSLANDS. Jakob Gunnlögsson. Köbenhavn K. hins heimsfræga Sérhverjum, sem óskar að ná hárri, og hamingjusamri, elli, er ráðið til þess, að neyta daglega þossa heimsfræga melt- ingar-heilsubitters. MagaKrampi. Undirritaður, sem í 8 ár hefi þjáðst af magakvefi, og af magakrampa, hefír fengið fulla heilsu, eptir að hafa neytt I úr 6 fiöskum. Jörgen Mikkelsen, bóndi Ikan. TaugaveitLlu n. Jeg, sem þjáðst hefi mörg ár af ó- læknandi taugaveikiun, og þar af leiðandi svefnleysi, og máttleysi, hefi fengið tals- verðan bata, síðan eg fór að neyta Kína- lifs-elexirsins, og neyti eg því að stað- aldri þessa ágæta heilsubitters. Thora E. Westbirk. Kongsgötu 39. Kaupmannahöfn. Brjósttoölga. Eptir það, er eg hafði lengi þjáðst af brjóstbólgu, og árangurslaust leitað lækn- ishjálpar, reyndi jeg Kína-lifs-elexír Valdi- mars Petersens, og hefi, með því að neyta þessa ágæta heilsubitters stöðugt, fengið aptur heilsuna. tíans tíemminr/sen Skarerup pr. Yordingborg. Girsetið yðar gegn eptirlíkingum: Athugið nákvæmlega, að á einkenn- ismiðanum sé hið lögvarða vörumerkimitt Kínverji, með glas i hendi, ásamt merk- inu YA i grænu lakki á flöskustútDum. 204 hana, síðan hún kvaddi hann í gestaherberginu, og er þetta óráðin gáta enn í dag“. „Yar þetta þá öl! sagan!“ kölluðu margir í senn, er eg þagnaði. „Hvað varð um veslings unga manninn? Kom faðir hennar aptur? Getur það verið, að ekkert hafi kvisazt um það, hvert hún hefir flúið? Haldið þér, að hún hafi fyrirfaiið sér, eða dáið af hræðslu?“ I stað þess að svara, stóð jeg upp. — Jeg hafði eigi haft augun af frú Lettelier, meðan eg sagði sögu mína, og var það orðið mér óþolandi. Jeg leit nú á hÍDa áheyrendurnar, og mælti: „Það er aldrei rétt, að draga úr áhrifum sögu, sem maður segir, með því að gefa of miklar skýringar. — Sparið yður spurningarnar; þið fáið enga frekari vit.n- eskju í dag“. Að svo mæltu gekk eg fram í eldhús, þar sem eg hafði nóg að starfa. Kl.tima siðar, er eg gekk eptir ganginum, opnaði frú Letellier dyrnar á herbergi sínu. „Frú Tiuax“, mælti hún. „Saga yðar hefir haft mjög mikil áhrif á dóttur mína. — Henni finnst hún enn ó- geðslegri, en nokkur draugasaga, og ímyndar sér stöðugý að hún sjái uugu konuna. — Jeg er hrædd um, að þetta haldi fyrir henni vöku, og hafi slæm áhrif á heilsu henn- ar, nema þér segið, að sagan sé ekki sönn, og að þér hafið búið hana til, til þess að skemmta gestum yðar“. Jeg brosti, eins og hún, og horfði beint í augun á henni. „Dóttir yðar þarf ekki að vera hrædd“, mælti jeg. „Sagan var uppspuni eins og þér gizkuðuð ó. — Jeg vildi skemmta gestum mínum, og hefði aldrei dottið í 205 hug að segja sögu þessa um mitt eigið hús, hefði hún verið sÖDn“. „Er saga yðar þá að eius tilbúningur, og ekkert, sem liggur til grundvallar fyrir henni?“ Hún sagði þetta blátt áfram, eins og hún ætlaði sér að blekkja mig; en mér sýndist henni þó eitthvað brugð- ið, þótt eg léti hana ekki sjá það á mór, að jeg veitti því eptirtekt. „Mór veitir mjög auðvelt, að búa til skrítlur“, svar- aði eg því mjög látlaust; „en auðvitað er sjaldan neinn fótur fyrir þeim. — Jeg væri hrædd i mínu eigin húsi, ef slikur atburður hefði gjörzt hér“. Hún gerði sér upp kuldahlátur. „Mér datt strax í hug, að sagan væri ósönn“, svar- aði hún, „en hugsaði þó, að verið gæti, að eitthvað lægi til grundvallar“. Jeg hrissti höfuðið, og sagði stillilega: „Verið ekki að fást um þetta frekar; saga mín átti ekki við neinn sannan viðburð að styðjast“. Hún gladdist auðsjáanlega, og mælti: „Dóttur minni mun þykja vænt um þetta. - Hún er enn mjög ung, og tilfinninganæm, sro að allt, sem sorglegt er, hefir mikil áhrif á hana. — Beztu þakkir, frú Truax, og sofið nú vel“. Jeg bauð henni og góða nótt, og hvor fór til her- bergis síns. Um hugsanir hennar var mér jafn ókunnugt, sem henni um hugsanir mínar. 9. okt. 1791. Frú Letellier nefnir .aldrei fornafn dóttur sinnar, og vitum við þvi ekki, hvað hún heitir.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.