Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.12.1908, Síða 2
218
Þj ÓÐVILJINK
xxn., 55.
Hitt or þa?, að menn hafa álitið, að
þjóðræðÍDU yrði fullnægt, moð því að
leggja valdið í hendur hinum kjörnu full-
trúum þjóðanna — og sé um fleiri flokka
slíkra fulltrúa að ræða, þá í hendur þess
flokks, sem kosinn er með rýmstum kosn-
ingarrétti.
Þess vegna er það, að sé þing tvískipt,
og i öðru þinginu eigi sæti konungkjörn-
ir og sjálfkjörDÍr menn, annaðhvort ein-
göngu, eða ásamt nokkrum þjóðkjörnum
mönnum, en í hinDÍ þjóðfulltrúar einir,
þá er þingræðisvaldið hjá því þingi, sem
skipað er þjóðkjörnum fulltrúum einum.
Hjá oss lslendingum er þingið óskipt,
því að ágreining milli deildanna má stund-
um útkljá í sameinuðu þingi. Norðmenn
hafa og óskipt þing, er þó er í 2 deildum.
Þar sem þannig er ástatt, hlýtur þing-
ræðisvaldið að vera hjá sameinuðu þingi,
en ekki deildunum, annari eða báðum.
Þetta er heldur engum vandkvæðum
bundið hjá Norðmönnum, því að þar eru
allir þingmenn kjöroir af þjóðinni.
En hjá oss kveður konuDgur 6 menn
til þingsetu.
Auðvitað væri það hreint og beint
brot á þingræði, ef þeir hefðu áhrif á
það, hver völdin hefði. Og auðvitað er
slíkt fyrirkomulag úrelt með öllu, ósam-
rýmanlegt þingræðinu, og ætti þvi að
hverfa hið bráðasta.
En til þess að afnema konungskosn-
ingarnar þarf stjórnarskrárbreytingu, og
þar til því verður við komið, sem heízt
ætti að vinda bráðan bug að, verður að
finna einhver róð, til þess að draga úr
voða þeim, sem þingræðinu getur stafað
af þessu úrelta fyrirkomulagi.
Réttast væri, úr því ekki er hægt að
hafa sætin óskipuð, að konungkjörnu þing-
mennirnir gerðu sér það að fastri reglu,
að greiða aldrei atkvæði um neitt mál,
smótt eða stórt. Þeir sætu þá á þingi,
til þess eíns að fullnægja kröfurn stjórn-
arskrárinnar; en reyndar gætu þeir jafn
framt, væru þeir sérfróðir um einhver þau
mál, er fyrir þingið kæmu, komið þing-
inu að ýmsu leyti að gagni, þótt ekki
greiddu þeir atkvæði.
Og það var einmitt meðfram tilætl-
unin með ákvæði þessu, að koma í veg
fyrir, að þingið færi á mis við sérfróða
menD, er því væru nauðsynlegir og gagn- j
legir.
En með því þetta myndi þykja hart
aðgÖDgu, og sú regla er komin ó, að ráð-
herrann efli lið sitt á þingi, með því að
skipa í konungkjörnu þingsætin menn,
sem honum eru fylgispakir, þá virðist
eina úrræðið, að þeir leggi niður þing-
mennsku, er ráðherra sá víkur úr völd-
um, sem þá hefir kvatt til þingsetu, ef
mótstöðuflokkurinn kemst þá til valda.
Mundi það og mælast mun betur fyr-
ir, en ef ráðherra, sem orðið hefði undir
við kosningar, færi að reyna, með tilstyrk
konungkjörnu sveitarinnar, að tefja um-
bætur þær, er mótstöðumenn hans, með
meiri hluta þjóðarinnar að baki sér, vildu
hafa fram. r
Nýjar bækur.
Saga Jóns Ólafssonar Indíafara. Sam-
in af honurn sjálfum (1661). — Með at-
hugasemdum eptir Sigfús Blöndal. — I.
hepti. — Kaupmannahöfn lí)08. 186
bls. 8vo
Bók þessi er ein af bókum þeim, sem
Kaupmannahafnardeild hins islenzka bók-
menntafélags hefir gefið út í ár, og kem-
! ur seinni parturÍDn að líkindum að ári.
HöfuDdurinD, Jón Ólafsson, var fædd-
ur að Svarthamri í Norður-ísafjarðarsýslu
7. nóv. 1598, og fór víða um lönd, með-
al anDars til Indía, og hefir hann ritað
sér til minnis hið markverðasta, er hann
sá, og heyrði, og skrásett á efri árum
8Ínum. — I fyrri partinum, sem hér ræð-
ir um, skýrir hann frá uppvaxtarárum
sínum, og síðan frá för sinni til Englands,
dvöl sinni í Lundúnum, og síðar í Dan-
mörku, Rússlandi og í Noregi.
Lýsir höfundurinn mjög ýtarlega ýmsu,
er fyrir hann bar á ferðura þessum, bæði
! mönnum og staðháttum, og segir frá ýms-
j um atburðum, sem honum hafa þótt þess
! verðir, að eigi gleymdust. — Verður því
I eigi Deitað, að ýmislegt er þar til týnt,
sem smávægilegt er, og iitla, eða enga,
þýðingu hefir nú á dögum, svo sern rysk-
ingum, o fl. glæpum.
Bókin mun vafalaust þykja skemmti-
leg, að minnsta kosti sumir kaflar henn-
ar, og margt mun lesaudanum þykja skrít-
ið, og furða sig á, að í letur var fært; en
þá má eigi gleyma því, að bókin er rit-
uð fyrir meira, en tveim öldum.
Að því er snertir ýmsar upplýsingar,
sem í bókinni eru um siði og háttu manna
á seytjándu öldinni, í þeim löndum, sem
höfundurinn kom í, sem og að því er
til staðlýsinga kemur, hefir bókin tals-
verða þýðingu.
BókinDÍ fylgir uppdráttur af Kaup-
mannahöfn, eins og hún var 1618, í henni
er og mynd af Lundúnabrú um 1600 o. fl.
I IjóIí Unga Islatids
er nafnið á fjögra arka kveri, sem útgef-
• andi barnablaðsins „Unga íslands-4 hefir
í ár gefið út. — Kverið er úrval af kvæð-
um og sögum Jónasar HaJlgrímssonar, og
verður að líkindum kærkomin mörgum,
sem eigi hafa tök á því, að eignast kvæð a-
bók Jónasar.
Annað kver, sem börnum er ætlað,
hefir útgefandi „Unga lslandsM einnig
gefið út í ár, er nefnist „BarnasögurM. —
I kveri þessu, sem eru tvær arkir, í litlu
8 blaða broti, eru þessar sögur: Grullgæs-
in, Hans og Gréta, Gott dæmi og Páfa-
gaukurinn.
I kverinu eru og 4 myndir.
Barnasögur þessar verða börnunum
kær gjöf.
Breiðafjarðarg'afaMturinn sokkinn.
Talið, að þrir mcnn Iiaíi farizt.
Gufubáturinn „Geraldine“ iagði 26. nóv. síðastl.
af stað frá Stykkishólmi, og átti að fara til
Reykjavíkur; en er skipið var komið á móts við
Lóndranga, brotnaði st\rrið. .
Veður var bvasst á austan, og brakti skipið
síðan undan veðri aðfaranóttina 27. nóv.,ogvar
um dagmál komið all-nærri landi. í grennd við
svo nefndan Víkurböfða fyrir norðan Dritvík;
vörpuðu þeir þar atkeri, en atkerisfestin slitn-
aði skömmu síðar, svo að skipið rak til bafs,
enda var þá norðaustan bvassviðri, og kafalds-
bylur.
Brátt urðu skipvorjar þess nú varir, að skip-
ið var oiðið lekt, og urðu 4 af skipverjum að
standa í austri, svo að skipið sykki ekki, frá
því um hádegi á föstudaginn (27. nóv.) og alla
aðfaranóttina Jaugardagsins, og t-il nóns þann dag.
Skipstjóri á „Geraldine“, Jön Arnason að nafni,
sex básetar, og þrir farþegjar, urðu að bafast
við á þiljum uppi, og höfðu þar ekkert til
matar.
Um nónbilið á laugardaginn (28. nóv.) rakst
skipið á grunn, milli Lóndranga og Dritvíkur, í
all-miklu brimi, og veltist svo að eigi varð geng-
ið um þilfarið.
Skipsbáturinn er verið hafði á floti á þilfar-
inu fór þá útbyrðis, og fór stýrimaður, og
þrír hásetar, þegar ofan í hann; en með því
að skipstjóra þótti auðsætt, að eigi yrði
bjargast á bonum í land, þótt örskammt væri,
kastaði bann kaðli niður í bátinn, ng náði einn
hásetinn i hann, og var dreginn aptur upp á
skipið; en skipsbáturinn bvarf, og bafði eigi til
hans spurzt, er siðast fréttist, og talið mjóg hætt
við, að þeir hafi allir farizt.
Á bátnum voru:
1. Stýrimaðurinn, Jón Arnason að nafni, tii heim-
ilis í Reykjavík, kvæntur maður, er á eitt
barn.
2. Jðn Ólafsson, kvæntur maður, til beimilis
á Akranesi.
3. Sigurður Magnússon, ókvæntur maður, til heim-
ilis á Miðseli i Reykjavík.
En skipstjóra, básetum öðrum, og farþegjum
varð það til lífs, að enskur botnverpingur, sem
sóð hafði ljós, er þoir lótu loga á siglutoppnum,
kom að, og bjargaði þeim, að eins tíu mínútum
áður, en „Geraldine11, sökk; en engu fengu þeir
bjargað úr skipinu af fatnaði sínnm, né öðru.
Skipið hafði tekið 200 sk//. af saltfiski í Ólafs-
vik til verzlunarinnar „Edinborg“, og er talið
liklegt, að fiskurinn hafi verið vátryggður. —
Skipið var og vátryggt í Kaupmannahöfn
fyrir 27 þús. króna, sem er 3/4 að virðingar-
verði þess.
Skipið var eign kaupmanns Tlior Jensen’s o. fl.
Maður fyrirfór scr.
24. nóv. þ. á. fyrirfór maður sér á Hofsós,
skaut sig til bana. — Maður þessi hét Sigurð-
ur Símonarson, trésmiður, 32 ára að aldri. —
Hanu var maður ókvæntur, og átti ekkert barn.
Hefir óefað verið geðveikur.
l’cningar fundnir i jiirðu.
Gamlir peningar fundust í haust, er var, í
jörðu í Geldingaholti í Skagafirði, 41 að tölu.
— Elzti peningurinn er frá 1588, og er þýzkur.
Hkólinn á Ilvitilrvöllum.
Þar eru alls 32 nemendur í vetur, og eru 8
stúlkur, en 24 piltar.
IIús brunnið.
Að kvöldi 30. nóv. síðasti. brann smíðahús á
Akureyri, eign Antons trésmiðs Jenssonar. —
Húsið var og notað til ibúðar uppi.
Fokiu kirkja.
Kirkjan að Reykjum í Öltusi fauk í ofsa-veðri
27. nóv. þ. á., kvað hafa oltið um, og færst um
16 fet af grunni.