Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.12.1908, Page 3
Þjöbvjljnin
219
XXII., 55.
Öveitt prestsem'bætti.
Annað prestsembsettið í Reykjavík verður bráð-
lega veitt, iíklega þó eigi fyr, en í næstk. marz-
.mánuði.
Laun prestsins verða ákveðin eptir nýju
prestalaunalögunum.
Fé týnist í sjó.
í bríðarbylnum 27. nóv. síðastl. kvað Einar
bóndi Gottsveinsson, í Hjarðarnesi á Kjalarnesi,
hafa misst í sjóinn megnið af fó sínu.
Lausn fríl sýslumannsembætti.
Sýslumaður Marínó Hafstein í Strandasýslu
hefir fengið lausn frá embætti, sakir heilsubrests,
frá 1. apríl næstk. með eptirlaunum.
Óveitt embætti.
Bæjarfógetaembættið í Reykjavík er auglýst
til umsóknar, og er umsóknarfresturinn til 26.
des. næstk. — Launin eru 3500 kr. og skrif-
stofufé 1400 kr.
Enn fremur er sýslumannsembættið i Stranda-
sýslu auglýst til umsóknar, og er umsóknarfrest-
ur til 14. janúar næstk. — Launin eru 2500 kr.
BEYKJAVÍK 6. des. 1908.
Tiðarfurið. Rigningar og stormar fyrri hluta
vikunnar, en stilt veður með hægu frosti nú um
helgina.
„Laura“ lagði af stað til útlanda 29. f. m.
Meðal farþegja var ráðherra H. Ha/stein i
þeim erindum, að bera fyrir konung i ríkisráði
lagafrumvörp, sem lögð verða fyrir alþingi.
Hlutabréf í Faxaflóagufubátnum „Ingólfur11
fást enn keypt, og má í því skyni snúa sór til
gjaldkera hlutafélagsins, kaupmanns Jóns Pórð-
arsonar í Reykjavík.
Eyrirlestrá um dularfull fyrirbrigði hélt Ein-
ar HjörleiJsson 23. og 27. f. m., og voru þeir
báðir mjög fjölsóttir.
f 21. f. m. andaðist bér i kaupstaðnum bús-
frú Ragnheiður Magnúsdóttir, kona Péturs mynda-
smiðs Leifssonar, á þrítugs aldri.
Hún var dóttir Maguúsar B. Blöndals í Stykk-
ishólmi.
Tombólu til ágóða fyrir ekknasjóð Reykja-
víkur var haldin í Bárubúð hér í kaupstaðnum
5. og 6. þ. m.
Ný trúlofuð eru ungfrú Emilía Sighvatsdóttir,
bankastjóra Bjarnasonar og Jón Kristjánsson, er
stundar nuddlækningar hér í kaupstaðnum.
Kosning í niðurjöfnunarnefnd [kaupstaðarins
fór fram 28. f. m., og hlutu þessir kosningu:
Guðm. Guðnmndsson, Vegamótum.
Guðm. Þorkelsson, Phlshúsum.
Gunnlaugur Pétursson.
Halldór Daníelsson, hæjarfógeti.
Jes Zimsen, kaupm.
Jón Brynjólfsson, kaupm.
Jón Magnússon, Skuld.
Jón Þðrðarson, kaupm.
Kristín Jahobsson.
Kristinn Magnússon, kaupm.
Mottlras Þórðarson.
Páimi Pálsson, kennari
Siyui ður Briem, póstmeistari.
Sigvaldi Bjarnason.
Þorsteinn Þorstein&son, skipstj.
Kjósendur voru alls 2850, en af þeim tóku
að eins 323 þátt í kosningunni.
Alls var kosið um 6 lista, og komst enginn
að af einum listanum.
Telefónfólagið, sem á talþráðinn mill Reykja-
víkur og Hafnai-fjarðar hélt fund 18. f. m., og
hefir það nú selt hlutafélaginu P. J. Thorsteins-
S07i & Co. talþráðinn fyrir 3000 kr. —
Hluthafar i fólaginu vor# alls 60, og upp-
hæð hvers hlutar 50 kr., en nú fær hver hlut-
hafa borgaðar 100 kr.
í verzlunarhúsum Jes Zimsen’s hér í kaup-
staðnum verða 8. þ. m. seld á uppboði um 150
sk//. af saltaðri löngu, er dignað hafði í skipi,
sem strandaði í Vestmannaeyjum.
Hr. Bjarni Jðnsson frá Vogi hefir haldið al-
þýðufyrirlestra í vetur í Iðnaðarmannahúsinu
hér í Reykjavík.
Hr. Sigfús Emarsson, söngfræðingur, stýrði
samsöng í Bárubúð 2. þ. m., og aptur kvöldið
eptir. — Söngskemmtanir þessar voru vel sótt-
ar, enda þykir hr, Sigfúsi Einarssyni fara það
mjög vel úr hendi, að stýra söng.
Frú Ásta Einarsson lék á hljóðfæri lag eptir
Lange-Miiller, og annað eptir Weber, og jungfrú
Elín Matthíasdóttir söng nokkra söngva ein.
Söngflokkur Sigfúsar Einarssonar (konur og
karlar) söng nýtt lag, eptir Sigfús, við kvæði
Þorsteins Erlinyssonar um Jónas Hallgrimsson:
„Hór fékk okkar glæstasta gigja sinn hljórn11
o. fl.
Karlmenn sungu og einir sér fáein lög, og
þótti það takast mjög vel.
„Sterling11 lagði af stað frá Leith 5. þ. m.
og getur því komið hingað á miðvikudaginn.
26. f. m. andaðist Halldór járnsmiður Ólafs-
son, á Bræðraborgarstíg hér í Reykjavík, hann
var um fertugt.
Úr styrktarsjóði W. Fischer’s hefir þessum
ekkjum nýlega verið veittur styrkur, 50 kr.
hverri.
1. Arnbjörgu Guðmnndsdóttur, Keykjavík
2. Arndísi Þorsteinsdóttur „
3. Ingigerði Þorvaldsdóttur „
4. Jónínu Sigurðardóttur „
5. Onnu Gunnarsdóttur „
6. Sigurveig Runólfsdóttur „
7. Helgu Jónsdóttur Hafnarfirði
8. Steinunni Jónsdóttur „
9. Ingibjörgu Jónsdóttur, Keflavík
10. Snjófríði Einarsdóttur „
| 11. Theódóru Helgadóttur „
40
ekki verið notuð, því að ekkert sézt i þeim af þangi,
sem vant er að setjast í netu,
„Haíið þér þá aldrei gengið úr skugga um það sjálf-
ur, hvort þeir flytja tollskyldar vörum í land?“ spurði
Frank.
„Nei, enda myndi það vera bráður bani. — Dettur
yður i hug, að þeir slepptu mér, ef þeir vissu, að jeg
ætlaði mér, að ljósta upp um þá? Jeg hefi opt reynt, að
horfa á þá gegnum kíkinn minn, en þeir eru svo slæg-
ir, að þeir lenda rétt undir klettunum, og eru einatt á
milli þeirra, svo að þeir sjást ekki héðanu!
„Og hvert lialdið þér, að þeir flytji tollskyldu vör-
urnar?u
„Jeg skal segja, hvað eg hygg!u mælti Myers. „Þeir
sækja varninginn út í skip, sem að nóttu liggja við at-
keri hér um bil tiu mílufjórðunga undan landi, flytja
hann á land, og þvert yfir eyjuna, til strandarinnar hinu
megin. — Þar býr maður, er Jón Raffles heitir, frændi
gamla Konks, og hjá honum eru þær látnar í hús, og
næstu nótt eru þær síðan fluttar í bátum yfir Albemarle-
sundið til Osceola. - Svona hygg eg, að þeir hagi
því“.
„Til Oseeola, yfir Albemarle-sundiðu, greip Frank
ifam í. „Hvers vegna gera þeir sér þessi ómök? Til
þess að selja varninginn í Osceola, þurfa þeir sannarlega
ekki að flytja hann þvert yfir eyjuna. — Skipið get-ur
f’arið beina leið til Osceola.u
„Það væri allt of mikil liætta, hr. liðsforingi, þvi að
Deggerhead-grynningin aptrar þvi, að komist verði,
nema um flóð. — Skip það, er tollskyldu vörurnar, sem
koma á undap tollgreiðslu, eru fluttar á; ristir tólf fet, en
37
í, var litið en notalegt, og var þaðan yndislegt útsýni
yfir hafið, eyjuna, og þorpið.
Þar var járnrúm, skápur, dragkista, borð, tveir stól-
ar, og bókaskápur. — I bókaskápnum voru ýmiskonar
bækur vísindalegs efnis, og nokkrar skemmtibækur.
„Eru bækur þessar yðar eign, eða hafa þær verið
keyptar fyrir fé, sem skotið hefir verið saman, til að koma
á fót dálitlum bókasöfnum á stöðvahúsum þeim, sem af-
skekktust eru?“
„Bækur þær, sem eru vísindalegs efnis, eru eign min,
en hinar bækurnar voru sendar oss nýskeð, og er þess
eigi að dyljast, að vér höfum haft afar-mikla ánægju af
þeim, enda er lífið hór einmanalegt, og leiðinlegt, nema
rótt þá tímana, sem vér gegnurn störfum vorum. — Það
er því líkast, sem vér værum á eyði eyju úti á reginhafi,
og verður því hver að bjarga sér, sem bezt getur.
Berry, sem var einstaklega minnugur, hefir þegar
lært Mark Twain, og skemmtirit nokkurra annara rit-
höfunda utan bókar, og þylur þau upp fyrir hverjum
:sem hafa vill.
Tumer skemmtir sér á hinn bóginn við það i tóm-
stundum sínum, að temja stóra kráku, sem hann keypti
af einum af fiskimönnunum.u
„Það getur verið nógu skemmtilegt", mælti F ank,
og brosti. „En hvað gerið þér yður til skemmtunar i
tómstundum yðar, liðsforingi?„
„Jeg leik á fíólín“, svaraði hinn.
„Þá er rétt, að jeg æfi mig i því, að leika á flautu,
meðan eg dvel hór“, mælti Frank; „en spjöllum nú um
•alvarleg málefni!u
Að svo mæltu settist hann niður, og benti undir-