Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1909, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1909, Blaðsíða 1
verð árgangsins (minnst j 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; í, erlendis d kr. 50 aur., og í Amerí'ku ioll.: 1.50. Beryist iyrir júnlmán- aðarlnk. Þ JÓÐVILJINN. — )= Tuttuöasti oa þbiðji ábgangub. =|==— »—8^1= RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =I«**S—f— M 3.-4. Reykjayík, 31. JAN. Uppsögn skriflej ögild nema komið se til útgeý- anda fyrir 30. dag jún- I mánaðar, og kaupandi \ samhliða uppsögninni I borgi slculd sína fyrir 19 09. Stjórnmálaflokkarnir. — O— Því hefir verið haldið óspart fram af frumvarpsmönnum; að frumvarpsandstæð- ÍDgar væru sundurleitir — skiptir í 3 flokka — og fyrir því hefði það verið á- stæðulaust af hr. H. Hafstein, aðvikjaúr völdum eptir kosningaúrslitin í haust. Það hefir verið sýnt og sannað svo opt áður, að þess gerist raunar ekki þörf, að fara frekar iit í það hér, að það var skýlaust þingræðisbrot, að hr. H. H. sat þrátt fyrir kosningaósigurinn. Kosning arnar snerust um það, hvort taka ætti j frumvarpi millilandanefedarinnaróbreyttu og fyrir það beitti ráðherrann sér af fremsta megni, eða ekki, Enginn heilvita maður getur dregið það í efa, að stór meiri hlufci íslenzkra kjósenda neitaði því þverlega, að líta víð frumvarpinu, nema á því væru gerðar breytingar. Það var þessvegna alveg áreiðanlegt, að ráðherrann var í minni hlula i því máli, sem kosningarnar höfðu snúist. um ein- göngu. Það er þessvegna ómótmælanlegt, að hr. H. Hafstein og Heimastjórnarflokkur- inn — því að auðvitað hefði hann ekki setið, ef hans eigin flokkur hefði verið þvi mótfallinn —, hafa brotið þingræðið. Menn ættu að hafa ]nð lmgfi'd fram- vegis, að sá flokkur hefir í verkimi lýst sig andvígan þing- og þjóðræðisfyrirkomu- lagi, þótt hann ekki vilji við það kannast. Því hefir enDÍremur verið haldið fram, að ekki væri vist að ráðherraDn legði frum- varp millilandanefndarinnar fyrir þingið óbreytt, vel gæti svo farið, að hann fengi Dani til að ganga að oinhverjum breyt- ingum, og þá fyrst væri ástæða fyrir haDn að víkja, er rneiri hluti þings snerÍ9t önd- verður gegn því frumvarpi, er hann legði fyrir þingið. Mótstöðumenn stjórnarinnar áttu lengi vel bágt með af trúa þessu. Þeir höfðu heyrt ráðherra og fylgismenn hans lýsa þvi yfir á íundi eptir fundi, að sambands- fyrirkomulag það, er liér væri í boði, væri hið heppilegasta, sem Islendingar gætu kosið sér. Allar breytÍDgar hlutji að skemma það, og það var ekki líklegt, að æðsti valdamaður landsins vildi b?ita sér fyrir slíkt. En það hefir veríð fullyrt, og ráðherr- aDn hefir ekki mótmælt þvi, að leitað hafi hann hófanna við Dani um breyt- ingar á frumvarpinu, svo að það er sjálf- sagt satt. Hann er þá sennilega kominn að þeirri niðurstöðu, að frumvarpið sé gallagripur, og væri það auðvitað gleðiefni, það er allt af gleðilegt, þegarmenn snúa frá slæmum málstað, en viðkunnanlegra hefði verið, að hann hefði fengið blöðin sín til að hætta, að gylla þenna gallagrip fyrir þjóðinni, og skýrt almenningi frá, að hverju leyti haun hefði breytt skoðun sinni á málinu. En að því er setu hans við vö’.din snertir, skiptir það engu, hverrar skoð- unar hann nú er í sambandsmáUnu. Hann lýsti því yfir í sumar, að hann stæði og félli með frumvarpinu, er.da h’aut svo að vera AndstæðÍDgum inn! imunarinnar get- ur aldrei dottið í hug, að trúa þeim manni fyrir forustu i sjálfstæðismáli islenzku þjóðarinnar, sem lagt hefir fram alla krapta sina og beitt öliusínuáhrifavaldþtil þess að reyna að innlima Island í danska alríkið. HaDn hefir sjálfsagt gert það, af því hann I hefir álitið það landinu hagfeldast, en ís- j lenzka þjóðin lítur annan veg á það, mál og hún er þar hæztiréttur. Kyrseta ráðherrans v.uður því ekki réttlætt Og þótt hann víki nú í þing- byrjun, og biði þess ekki, að þingið láti í ljósi álit sití: á framkomu hans,þáhefir hann samt, og fiolchur hans, gert sig sekan i hroti á þmgrœði. því verður ckki mótmælt með rökum. Aunars er allt þetta hjal um sundur- lyndi meðal stjómarandstæðinga, hugar- burður frumvarpsmanna, og annað ekki. í kosningabaráttunni í sumar skipt- I ust islc: zlcir kjó^endur og þin’mannaofni að eins í tvo flokka. Annar flokkurinn — innlimunarflokkurinn — vildi taka uppkasti millilandanefndarinnar óbreyttu, • þó voru sum<r í þeim flokki ekki ófáan- legir til þess að samþykkja einhverjar ó- verulegar breytingar á frumvarpinu, ef áður væri fengin vissa fyrir því, að þær yrðu málinu ekki að falli. HÍDn flokk- urÍDn — sjálfstæðisflokkurinn — vildi halda öllum rikisréttindum Islands óskert- um, og þvi kippa öllutn þeim ákvæðum burt úr frumvarpinu, sem færu í bága við réttindi landsmanna, og hamlað gætu framsókn og framþróun hinnar íslenzku þjóðar. Og allir mætustu menn Islond- inga hafa litið svo á — og sjálfstæðis- menn lita svo á enn i dag —,að sá eini sam- bandssáttmáli, sem Islendinger hafi gert, sé sá, er þeir gerðu við Noregskonung. og samkvæmt honum, átti ísland að vera í konungssambaDdi við Noreg, meðan ætt- leggur Hákonar konungs sæti þar að ríkj- um, en þó voru þeir lausir allra mála, ef sáttmálinn var rofinn af HákoDÍ eða niðj- um hans „að beztu manna yfirsýn11. Yægasta krafa, sem þeir menn, erlíta þannig á réttarstöðu landsÍDS, og álíta þarfir hennar heimta það, að húu hafi fullt vald yfir öllum sinuui málum, er konungssamband, að viðbættu málefna- sambandi um þau mál, sem álitið yrði, að ísland að skaðlausu gæti falið Dönum fyrst um sinn, en á þaun hátt, að þ ir fengju full umráð þeirra, er þarfu- lands- ins heimta það að Islondinga dómi. Þessi skoðanamunur gekk iíka eins og rauður þráður í gegr'!•;> nlla kos".;nga- baráttuna síðast liðiðsumar. Ocppsegj- snleg liermál og jafnrétti, og að hafa ut- anríkisa.álin öll á vaidi Dana um aldur og æfi, var að dómi allra sjálfstæðismanna óhafandi. Það er því gripið, alveg úr lausu iopti sem haldið var fram i öðru stjórnarblað- inu hér fyrir skömmu, að frumvaipsand- stæðingar hefðu að eins umboð frá. kjós- endurn sinum, til þess að samþykkja mál- efnasamband, en hefðu ekki leyfi til þoss að krefjast konungsrambands eins Sann- leikurinn er sá, að kjósendur sjálfstæðis- mannanDa hafa einmitt krafist konungs- sambands í minnsla lagi. Margir eru þeir, þeirra á meðal - og þeim fjölga' atöð- ugt — sem álíta algerðan skilnað æski- legastan. Það verður þvi sízt utn það kvartað? að það sé ekki ljóst hvað flokkana skilur. Annar ftohhurinn vill innlima Island í dansha alríhið, og kefir í verhinu synt sig andvígan þing- og þjöðrœði. Hinn vill gœta ríhisréttindanna, efta sjáij- stœði landsins, og hetdur fram þingrœðis- fyrirhonndagi. Hvað vilja menn hafa það skýrara? Sigurður Lyðsson. Útiöna. —o— Danmörk. Það er nú uppviet orðið, að þeir, sem þjó^naðinn frömdu í dóm- kirkjunni í Hróarskeldu, voru Þjóðverjar tveir, og var þýfið alls motið um 200 þús. króna. — Var annar þjófurinn, sem hét. Werniheivits, tekinn i Ribe-bæ 2. jau- úar, en hinn, sem hét Baumann, náðist í Hamborg 8. janúar. — — — Noregur. Norðmcnn hafa ákveðið, að halda sýningu mikla i Christianiu árið 1914, því að þá verða lmndrað ár liðin, siðan er þeir lýstu því yfir á Eiðsvöllum, að Noregur væri sjálfstætt ríki. — Kemur Dönum þetta ílli, með því að þeir hafa áformað, að halda sýningu árinu áður. — Svíþjóð. Svíar liafa í huga, að grafa skipaskurð milli stöðuvatnsins Váoæren og Kattegats, og er áætlað, að hann muni kosta 26 millj króna, verði hann 3 metr- ar á dýpt (1 rncter — freklega lJ/2 al.), en 86 millj. krÓDa, ef dýptin verðnr 7 metrar, og er enn óráðið, hvort heldur verður. A bæjarþinginu í Stokkhólmi hefir verið borin fram tillaga þess efnis, að

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.