Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1909, Síða 4
12
Þjóðviljinn
XXIII., 3.-4.
ir kjósendur vilji fá þessum spurningum
svarað?
Bæði .stjórnarblöðin hér í bænum hafa
komið út, síðan ráðherrann kom úr utan-
för sinni, en um árangurinn af förinni
hefir þar ekki staðið einn stafur.
Þeim væri þó nær að fræða þjóð-
ina um það efni, eu að vera aö spyrja
um skoðanir frumvarpsandstæðinga, sem
almenningi eru vel kunnar.
Eða hví þarf að balda öllu leyndu til
þings?
Sigurður Lýðsson.
Ritsímaskeyti.
til „Þjóðv.u
—o—
Nýtt Stjórnmálahneyxli í Danmörku?
Kaupmannahöfn 26. jan. kh 7 40’ síðd.
Asger Carstensen hægrimaður safn-
aði 30.000 kr. í fiokksþarfir, og er nú
eakaður um fjárdrátt, eða að hann hafi
mútað þingmönnum. Hann neitar ná-
kvæmri skýrsln.
Hægrimannaflokkurinn í vandræðum.
Þingið veit ekki sitt rjúkandi ráð.
(Fyrst var farið að ympra á þessu
máli í haust, það gerði einn af þeim er
féð haíði lagt fram. Carstensen svaraði,
aðeigi yrði gerð opinberlega grein fyrir því,
bvernig fénu hefði verið varið, en fullar
sönnur kvaðst hann geta á það fært, að því
hefði verið varið á heiðarlegan hátt, og
ekkert af því hefði hann sér dregið. Mun
hann og hafa gert einhverjum ílokksmanna
sinna þá skilagrein, að málið var látið
falia niður að því sinni. Eigendur ýmsra
stórra iðnaðarfyrirtækja höfðu lagt fram
féð, í því skyni að því væri varið til
„agitationar“ gegn niðurfærslu verndar-
toilanna, en þá lágu tolllög fyrir þing-
inu, og áttu verndartollmennirnir örðugt
uppdráttar, því að því nær öíl alþýða
var andhverf slíkum álögum, sem gera
I margar af nauðsynjavörum hennar tölu-
vert dýrari, en ella. Það er skiljanlegt,
þótt ósparir væru þeir á skildinginn, er
jafnmikið var í húfi, en auðvitað hafa þeir
ætfasttil aðpeningunum værivarið á heiðar-
legan hátt. Á9ger þessi Casrtesen er annars
í fromri röð meðal stjórnmálamannahægri-
manna, þótt ekki só hann þingmaður, og )
er það mikill skellur fyrir flokkinn, ef
hann verður uppvís að fjársvikum, eða
öðrú ósæmilegu atferli. — Af skeytinu
sóst það, að málið hefir verið tekið upp
að nýju, og svo lítur út, sem farið sé að
sveifa að Carstensen, en um það hvernig
því er varið, verður ekki sagt Dánar að
i svo stöddu.
Það lítur út fyrir að pólitíska siðferðis-
I ástsndið só allt annað en glæsiiegt í Dan-
j mörku, ef hér er nýtt hneyxli á ferðinni
rétt ofan í Alberti-hneyxlið mikla.
KjörcLagnr.
—o—
Þegar er farið að halda þingmálafundi
á stöku stöðum. Hafa þar komið fram
ýmsar kröfur, og skal hér vikið að einni
þeirra.
Það er kröfunni um færslu kjördags-
ins.
Nú er svo fyrirmælt, að kjördagur
skuli vera 10. september, hinn sami um
land allt.
Þetta komst á með kosningalögunum
frá 1903. Áður hafði kjördagur ekki ver-
ið frst ákveðinn, að eins svo fyrirmælt,
að venjulega skyldu kosningar fara fram
í septembermánuði.
Það var því í fyrsta skipti i haust, að
kosningar fóru fram eptir þessu nýjafyr-
ir komulagi, um land allt, og þingmála-
fundirnir sýna að dagurinn ekki hefir
reynzt heppilegur.
Um hitt virðast aptur á móti aliir
sammála, að heppilegast sé, að kjördagur
só hinn sami um land allt.
Það er og sannreynt, að það leiðir til
j réttlátastra kosningaúrslita.
Sé kosið sinn daginn í hvoru kjördæmi,
er hætt við, að úrslit fyrstu kosninganna
hafi áhrif á hinar síðari.
Að vísu mætti koma í veg fyrir þetta,
með því að banna að opna atkvæðakass-
ana, þar til kosið hefði verið í ö'lum kjör-
dæmum.
Og sjálfsagt væri að reyna það, ef
ekki er hægb að finna dag, sem getur
verið öllum mönnum viðunandi.
Yafalaust bætti það og mikið úr skák,
ef mönnum væri leyft að greiða atkvæði,
þótt eigi mættu þeir persónulega á kjör-
þingi kjördaginn. Sh'k fyrirrnæli hafa
Norðmenn í kosningalógum sínum, sór-
staklega vegna sjómanna.
En hvað sem því líður, er það full-
70
„Hann gekk snúgugt, eins og hann hirti ekkert um
heimirn, og sízt um þorpsbúau, mælti Maggy. „Þú hef-
ir að líkindnr vísað honuin á dyr?“
Konks hniklaði brýrnar.
„Ekki að þessu sinni, — En spyrjum að leiks-
lokum?u
„En hvaða erindi átti hanD?“ spurði Maggy, og
tyllti sér á bekk hjá ofninum, og fór að koma hárinu á
sér í flóttur. „Mig furðar að hann skildi koma hingað,
því að við höfum engin kynni af þeim, sem í stöðvar-
húsinu eru“.
„Jeg er yfirvaldið hérna, Maggy. — Hann krafðist
liðsinnis míns, til að hegna þeim, er skemmt höfðu siglu-
tréð hjá stöðinniu.
,Það var Bill Cunning, sern það gjörði, og það
var heimskulega að verið!u mælti unga stúlkan. „Hvað
varðar oss um þá, sem í stöðvarhúsinu eru? Látum þá
eiga sig, og hugsum um sjálfa oss; þá hafa hvorugir
neitt yfir öðrum að kæra! Og hvers vegna ætti að vera
óvinálta á milli?“
„Það skilur þú ekki, baro!“ svaraði Zeke hikandi.
„Hvi ekki? Sarna segir faðir minn ætið, en mér
sýnist það eigi, nema eðlilegt, að stjórnin hafi sent þá
hingað, til þess að gera skipum, er fram hjá fara, aðvart
um, ef óveðurs er að vænta. — Ekki geturn við annað,
en felt oss vel við það, því að margir af þorpsbúum eru
og í siglingum, og slæmt þætti þeim, ef „Maurinn“
stranduri, því að þá drukknuðu hásetarnir Jón Mulligan
Jack Tappers, Haraldur Miller og Fred Pike, og þá yrði
örðugt uppdráttar. Jeg hefi opt heyit föður minn segja
79
an til ömmu sinnar, og þurrkaði svitadropa af enni
hennar.
Frauk stóð nú upp, með því hann þóttist sjá, að
hann yrði oinskis frekari vísari; en garnla konan vildi
fyrir engan mun, að hann færi.
„Nei, nei!“ mælti hún lágt. „Hann má ekki fara!
Svei Maggy! að vilja, að hann fari, drengurinn minn!
Mór sem þótti svo vænt um, er Dan kom heim aptur!“
„Hver kom heim aptur, amnaa?14 spurði Maggy.
„Gamla konan blandar mór líklega saman við eitt-
hvert skyldmenni sitt“, mælti Frank. „Ekki hefi jeg get-
að skilið hana öðru vísi“.
„Takið henni það ei óstinnt upp“, mælti Maggy.
„Hún hefir eigi gjört það í neinu íllu skyni“.
„Jeg hefi heldur eigí skilið það svo“.
„F>að er fallegt af yður!“ mælti hún brosandi, og
sneri sér síðan að Gritty. „Komdu amma! Þú ert ekki
vel hraust! Reyndu að sofna ögn!“
„Fjarri fer þvi!“ svaraði Gritty. „Jeg verð hérna
hjá Dan, og hann fer ekki eitt fet.!“
„En hann er úti á hafi, amina! mundu það!“
„Nei, nei! Hann stendur hérna!“ mælti gamlakoc-
an reiðilega, og benti á Frank.
„Þessi maður!“ sagði Maggy, og geiflaði efri vörina
fyrirlitlega. „Það er gagnókunnugur maður. — En komdu
nú, og háttaðu, amma!“
Hún sinnti engu mótmælum gömlu konunnar, en
tók hækjuna, sem lá á gólfinu, rótti henni hana, tók hönd-
inni um öxl henni, og leiddi haoa síðan inn í hliðar-
horbergi.
„En jeg vil ekk:!“ rnælti Gritty, all-önug. „Þið