Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.03.1909, Síða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.03.1909, Síða 1
Verð árgangsins (minnst \ 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; J trlendis 4, kr. 50 aur., og i Ameríku ioll.: 1.50. Bsrgist fyrir júnimán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. -.. 1= TuTTUOASTI 08 ÞBIBJI ÁB8AN8UB, =| . ~- •«--gaxt|= R£I T S T J Ó RI: SKÚLI THORODDSEN. ZJppsögn skrifleg ogild nema komið se til útgdý- anda fyrir 30. dag jún- mánaSar, og kaupandi samhliða uppsögninni horgi skuld sina fyrir hlaðíð. M 15. E.EYKJAVÍK, 31. MAKZ. 1909. —o— l Sambandsmálið er enn í nefnd í neðri deild alþingie, og fráleitt þess að vænta, að nefndarálitið birtist, fyr en eptir páska, eða nokkru eptir það, er forsetar alþing- is korna úr utaoförinni. Ekki svo að skilja, að raálinu þurfi að fresta vegna nefndrar „utanfarar“, eða búast sé við því, að hún geti valdið nokk- urri breytingu, að því er snertir stefnu meiri hluta þingsins i málinu. Við kosningarnar síðastl. haust kom vilji mikils meiri hluta kjósauda mjög greinilega í Ijós, að því er til sambands- málsins kemur, og braut sjálfstæðisflokks- ins á alþingi er því svo skýr, sem frek- ast er auðið. Nú er þinginu skyit, að láta Dani sjá sjálfstæðiskröfur Islendinga, svo sem vér vitum þær róttar vera, og án þess nokk- uð sé úr þeim dregið. Það er konungssamband eingöngu, sem vér viljum hafa, og eigum tilkall til, og verði Dönum, í umboði Islendinga, falið að fara með einhver mál vor, svo sem utanríkismálin, um skemmrieðalengri tíma, þarf að vera svo vel um þá hnút- ana búið, að vór getum og sjálfir tekið að oss, að fnri rneð þes-i mál vor, án nokkurrar íhlutunar aí Dana haifu, er vór óskum, eða að undangenginni hæfilega langri uppsögn af vorri hálfu, eða þeirra, eptir því sem nákvæmar yrði kveðið á um í sáttmála þeim, er um samband ríkj- anna verður gerður. Eins og „Þjóðv.u hefir áður vikið að, þá er alls eigi þess að vænta, þótt sam- bandsmálið beri lauslega á góma við kon- ung o. fl. í utanför forsetanna, að vér verðum nokkurs ákveðins vísari ura vænt- anlegar undirtektir af hálfu Dana í sam- bandsmálinu, er á þær reynir. Danskir stjórnmálaflokkar, sein tekið hafa ástfóstri við frumvarp meiri hluta miliilandanefndarinnar, og telja sig hafa I gert oss Islendingum mestu kostakjör, myndu, sem eðlilegt er, þykjast. þurfa að ráða ráðum sínum sem rækilegast, áður en þeir gætu heitið nokkru ákveðnu um málið öðru, en í „uppkastinu“ felst. Nú stendur og svo ílla á, að danskir þingmenn eiga sem annrikast, og hafa allan hugann við hervarnamálið, og geta því alls eigi snúizt við því, að fara að eiga langa fundi um sambandsmálið, og velta bví fyrir sér, sem þurfs þykir, hvort þeir eigi að víkja frá áliti dönsku milli- landa-nefndarmannanna í því eða því at- riðinu. En á iauslegum ummælum eins, eða fleiri, danskra stjórnmálamanna, sem for- setarnir, eða einhver þeirra, kynni að eiga tal við um málið, er alls rkki byggj- andi, enda einatt hæpið að treysta því, er skýrt er frá munnlegum samræðum, að eitthvað hafi þá eigi gleymzt, eða mis- skilizt, enda orðin þá eigi svo vegin, eða yfirveguð, eins og ef um bíndandi tilboð, eða samningí\ væri að ræða. Vér gerum oss því alis enga von um, að forsetar alþingis hafi ný tilboð að færa, er þeir koma úr utanför sinni, og á það hefir nÞjóðv.“ alls engar dulur dregið, síðan er „utanför forsetanna" bar fyrst á góma. Danir þurfa að siá sjálfstæðiskröfur Islendinga, samþykktar af alþingi í laga,- formi eigi nokkuð að ávinnasf. Og við því verður íslenzka þjóðin að vera búin, að það nægi ef til vill ekki, að sýna þeim þær einu sinni, heldur ef til vill aptur og aptur. En gerum vér það nógu opt, og ræki- lega, sigrum vér fyr eða síðar. Það verður því þrautseigja þjóðarinn- ar, sem allt veltur á í máli þessu. Iregnir frá alþingi. —aoo— VII. Aðflutningsbann á áfengi. Alit meiri hlutans Meiri hluta nefndarinnar í málinu um aðflutningsbann á áfengi farast meðal ann- ars þannig orð í álitsskjali sínu um málið: „Baráttan gegn áfengisbölinu hefir nú verið háð með þjóð vorri um síðastliðna hálfa öld, eður meir, en þó eigi með fullu fylgi nema síðasta aldarfjórðung, eptir það er inálið komst í hendur Good-Templar- reglunni. I höndum henDar hefir málinu þokað fram með sívaxandi hraða frá ör- lítilli byrjun. Ávöxturinn af starfinu er sá, að stórmikill meiri hluti þjóðarinnar hefir gersamlega horfið frá áfengisátrún- aðinum og sannfærst um, að áfengi er ekkert annað en eitur, er að eins á að vera til í lyfjabúðum, sem önnur eiturefni; en hvar sem það er notað til drykkjar, só það skaðlegt lífi og heilsu manna. Reyndin hefir og um allar aldir að und- anförnu í sögu mannkynsins verið sú, að bölið, sem áfengisnautnin hefir valdið, hefir verið eitt allra sárasta og átakan- legasta mein einstaklinga og þjóða, stór- virkara en jafn vel drepsóttir og styrjaldir. Ávextirnir hafa jafnan verið: heilsutjón, eignatjón, stórbilun á siðferðisiegu þreki mannsins, ásamt mörgu öðru sem óþarft er hér að telja. Læknar vorir, ekki sízt þeir, er framarlega standa í sinni mennt, staðfesta þennan vitnisburð um áhrif á- fengisins ótvíræðlega. Svo er og um all- an hinn menntaða heim. Hvílíkur gróðí væri það þá eigi á all- an hátt fyrir oss og niðja vora, að losna við þennan þjóðaróvin, áfengið. Hvílík- ur sómi þjóð vorri að vorða þsr á undan flestum öðrum þjóðum. Og það vill svo vel til að lega lands vors er oss í því efni til stórhagræðis. Vór hikum ekki við, að ráða alþingi voru íslendinga tii að nota nú færið til þess að samþykkja alger bannlög gegn innflutningi áfengis, og erum vér þess fulltrúa að þjóðinni muni margí'aldlega bætast víntollsmissirinn, ekki í eiua átt, hcddur í margar áttir. Vér færum þetta fram, ekki að eins í voru eigin nafni heldur þjóðarinnar. Sé hægt að segja um nokkurt mál, eð það hafi verið rækilega undirbúið, þá er það þetta mál. Só hægt að segia í nokkru iriáli: „Þjóðin vill þaðu, þá er það í þessu máli. í þessu efni skirskotum við til hinnar almennu atkvæðagreiðslu um málið 10. sept. siðastl., þar sem 60 af hverjum 100 kjósendum, er atkvæði greiddu, tjáðu sig fylgjandi áfengisbannlögum En við þessa tölu bannvina má bæta hinum fjöl- menna skara islenzkra kvenna, sem í þessu máli, sem mörgum öðrum, eru næmar á þjóðarsómann. Enn má benda á æskulýð vorn, sveÍDa jafnt og meyjar, eráreiðan- lega, að stórmiklum hluta, fylgja af alúð þessu máli. I stuttu rnáli: áfengis-bannlög fela í sér ekkert annað en réttmæta sjálfsvörn gegn þjóðspillingu, og er þvi þjóðarsómi og þjóðamauðsyn11. í minni hluta nefndarinnar eru: Jón í Múla, dr. Jón Þorkelsson og Jón á Hvanná. Kornforðabúr til skepnufóðurs. Nefnd sú, er neðri deild alþingis skip- aði, til að íhuga frumvarp um samþykktir um kornforðabúr til skepnufóðurs, kemst, meðal annars, svo að orði í nefndará- litinu. „Hugsunin, er liggur til grundvallar fyrir frumv. þessu, er sú að stiga spor í áttina til þess að útrýma úr sögu land- bímaðar vors á komanda tíma einhverjum hryggilegasta og skaðlegasta viðburði, sem þar getur átt heima, en sem þvi miður hefir of opt komið fyrir á liðnum tíma, þeim viðburði, að búfó landsmanna hefir farist fyrir hungur og fóðurskort, þegar harðindi og óáran hafa gengið yfir land- ið. — Hinar auknu og bættu samgöngur við önnur lönd og simasambandið milli vor og annara þjóða tryggja það að nokkru, að optast verður kostur þess að bæta úr

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.