Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.03.1909, Síða 4
60
ÞjÓÐVILJiNN.
XXIII., 15.
MAííJíALÁT. Látin er ný skeð húsfreyjan j
Ouðrún Jón8<ióttir, á Látrum í Mjóafirði i Norður-
Isafjarðarsýslu. — Hún var eiginkona Jóns bónda
Siyurðssonar á Látrum, er lifir hana ásamt einni
dóttur þeirra, uppkominni.
„Þjóðv.“ væntir þess, að geta síðar getið helztu
sefiatriða hennar.
veikin fremur að magnast. — Tvö börn þar ný
dáin úr lungnabólgu, er þau fengu upp úr kíg-
hóstanum.
Yerðlag á blautum fiski befir nú verið lækk-
að fyrir nokkru, og er verð á flöttum fiski: mál-
fiskur 5 aur., smáfiskur 4 aur., og ísa 3 aur., pd.
f§jfar-mikilli ónocrgœtni
„Lögréttu11 getur þess i blaði sinu 24. marz sið-
asth, að frú nokkur í Reykjavík bafi orðið „brjál-
uð“, sakir hluttöku í „andatrúarstarfseminni“,
því að sé það satt, sem „Lögrétta“ segir um
veikindi frúarinnar, þá er trúlegt, að þeir, sem
benni eru nánastir, hafi nóg að bera, þótt eigi
sé þvi bætt ofan é veikindin, að fara að auglýsa
þau um allar jarðir, og bnýta þar við ýmsurn
illa viðeigandi ummælum, sem ritstjóri „Lög-
réttu“, fráleitt getur staðhæft neitt um, hvort
sönn eru, eða ósönn.
Kæmu lík veikindi fyrir ritstjóra „Lögréttu11
eða einhvern þeirra, sem bonum eru nánastir,
skiidist honum að likindum, bve þokkalegt at-
bæfi bann aðhafðist, er bann birti ofan greinda
blaðagrein í „Lögréttu11.
Ekki má til minna ætlast, en að ritstjórar
blaðana geti stillt sig um, að nota veikindi ná-
ungans, til að sýna óvildarhug sinn til annara.
Skipstrand.
18: marz þ. á. strandaði enskt botnvörpuveiða-
gufuskip við Fossfjöru á Síðu. — Skip þetta hét
„Sir Franois Drake“:
Skipverjar komust allir lifs af.
Barnaveiki
hefir stungið sér niður í Bolungarvíkurverzl-
unarstað.
REYKJATlK 25. marz 1909.
Bezta tíð hér syðra hefir haldizt til þessa.
„Yesta“ kom hingað frá útlöndum 27. þ. m.
norðan og vestan um land. — Meðal farþegja
er komu með skipinu, voru: Jón tíauti, Sigurður
Jónsson á Yztafelli, og frú Unnur Benedildsclóttir
á Húsavík.
Mikið um netafisk i Garðsjónum, að þvi. er
spurzt hefir úr verstöðunum við sunnanverðan
Faxaflóa.
Frá ísaflrði.
eru belztu tiðindi 26. marz þ. á.: Premur
mild tið þar síðustu dagana, en áður afar-stirð
veðrátta. — Sjógæftir mjög stopular, og fisklaust
að kalla þá sialdan, er á sjó gefur, hvort sem
róið er grunnt, eða sótt á djúpmiðin.
Kíghósti hefir gengið þar í kaupstaðnum, og
„Þjóðvi]jans“ héríbæn-
um, sem skipta um bú-
staði, eru beðnir að láta
vita af þvi á afgreiðslu blaðsins í Yonar-
stræti 12 (beint á móti Bárunni).
P |T
Elflri árgangar .Ðjófly’.
Nokkur eintök af eldri árgöngum
„Þjóðv.u,,yfir árin 1392— 1908 (frá byrjuu
„Þjóðv.u unga“), alls seytján ár-
gangar, eru til sölu rneð góðum kjör-
um, hjá útgefanda blaðsins.
'■■'--!!! Séu allir árgangarnir keyptir £
einu, fást þeir fyrir talsvert minna en
hálfvirði, —fyix* iðeins tuttugu
osr íimm krónur og íimmtíu
aura.
Ef að eins eru keyptir einstakir ár-
gangar, einn eða fleiri, fást þeir fyrir
helming hins upprunalegakaupverðsbalðs-
ins.
Borgun greiðist útgefenda í pen-
ingum, eða innskript við stærri verzlan-
ir landsins, og verður blaðið þá sent kaup-
andanum að kostnaðarlausu.
Til sölu hjá ritstjóra „Þjóðv.“, Yon-
arstræti nr. 12 í Reykjavík, sem og hjá
bóksölum, eru þessar bækur:
Dulræoar smásögur á 1 kr. 50 a. —
Grettisljóð á 1 kr. 75 a. — Maðnr
og kona á 3 kr. 50 a. — Oddur lög-
maður á 2 kr 75 a.
Enn fremur sagan af Hinriki heilráða
á 0,55 o. fl.
Prentsmiðja Þjóðviljans-
134
sem af geðshræringunni hafði fengið ákafan hósta, og
leiddi hana út úr herberginu.
„Þú skalt minnast þessarar stundar!u æpti Bill á
eptir henni. „Og mér er sama, þó að þú segir Rafflos
það; — Jeg er ekki hræddur við hann!u
Hann hló síðan báðslega, og gekk brott.
Maggy hafði sezt við rúm ömmu sinnar. — Hún lá
nú lémagna, með hítasótt, og fálmaði með höndunum ept-
ir rúmábreiðunni. — Ruglaði hún orð og orð á stangli.
— Árum saman hafði hún verið, sem blaktandi skar, og
það var að eins vonin uin það, að sonur hennar kæmi
heim aptur, sem hafði hwldið í henni lífinu. — En geðs-
hræringarnar siðustu dagana hafði hún eigi þolað.
Maggy var mjög hrædd um ömmu sína, og gloymdi
því nálega sínuro eigin sorgum og áhyggjum.
Hún ásetti sór, að sega föður sínum eigi, hvað gjörzt
hafði. — Hún þekkti, hver ákafamaður hann var, og vissi,
að hann myndi vilja lumbra á Bill, en eigi vera fær um
það, fatlaður maðurinn. — En af Bill mátti vænta hins
versta, og Maggy taldi því róttast, að þegja, ekki sízt
þar sem hún varð að játa, að hún hafði espað hann; en
ienni hafði eigi verið auðið, að fara vægar í sakirnar, þar
sem henni fannst bónorð hans vera móðgun gegn sér,
ekki sízt eins og á stóð, er mynd Frank’s vakti rikt í
huga hennar.
Svona leið nú tíminn. — Maggy lagaði svaladiykk
handa ömmu sinni, lagaði koddann í rúmi hennar, og gerði
sór far um, að skilja það sem hún sagði.
Síðan sat hún hugsandi, unz Raffles kom heim seim.i
hluta dags.
Hann var ekki í góðu skapi, og auðsjáanlega eitt-
135
hvað utan við sig, svo að hann tók naumast eptir því,
sem Maggy var að segja honum um líðan Grritty’s.
Eptir að hann hafði snætt nokkra munnbita, tók
hann böggul, sem hann hafði komið með, og bjóst, að
fara að heiman.
„Ætlarðu strax burt, pabbi?“ spurði Maggy.
„Jeg þarf að finna Zeke, en kem heim fyrir kvöldu,
svaraði hann „Gættu þess vel, að mömmu vanti nú ekkert.
Að svo mæltu gekk hann brott.
Raffles gekk mjög hratt, setn leið liggur, til þorps-
ins, og nam staðar fyrir framan eitt húsið, og gægðist
inn um gluggann; en er hann sá engan inni, nema mið-
aldra konu, sem stóð við þvottabala, mælti hann:
„Er Bill ekki heima?u
„Nei“, svaraði konan, og var málrómur hennar all-
óviðfelldinn. „Fyrst hann er eigi hjá yður, veit eg eigi,
hvar hann er. — Hann er vanur, að vera einatt hjá yð-
ur, og kemur opt eigi heim allan daginn“.
„Ekki á jeg sök á þvi, frú Cunning! Gerið svo vel,
að fá honum þenna böggul, en látið hann ekki koma ná-
lægt eldi, því að þá gæti illa farið“.
„Jeg skal svei mér ekki snorta hann!u svaraði kon-
an önuglega. „Leggðu hann í gluggakistuna þarna, og
getur Bill þá sjálfur hirt hann, er hann kemur heimu.
Raffles gerði eins og konan sagði hoDum, og kvaddi.
Hélt haDn síðan rakleiðis til húss Zeke’s, og yrti
eigi á neinn sjómanna þeirra, er haDn mætti, þó að þeir
heilsuðu honuin.
Hann hitti svo á, að gamli maðurinn grúfði sig of-
an að borðinu, og var að horfa á sjókort, sem lá fyrir