Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1909, Page 4
80
ÞjÓSVILJlNN.
XXIII., 20:
II
i
■■IBIIIIKIIKBKIBBIBEBKIKBCIHIIIIIEIKIIIIIIIB IIIIKIM!
Otto Monsteds
danska s-mförlíki erbezt.
Biðjið kaupmaDninn yðar um þeesi merki:
,Söley6 ,Ingólíu[r6
,Hekl a6 eða ,leaí old6.
að íhuga háskólamálið, hefir leitað ekýrelu
um háskólaejóðinn, sem efnt var til á
alþingi 1893, og var sjóðurinn við lok
ársins 1908 orðinn als 7845 kr. 17 aur.,
en af þeirri upphæð stafa 2962 kr. 47
aur. frá fjársöfnun hins íslenzka kvenn-
félags, og er ætlast til þess, að sú upp-
hæð verði serstakur sjóður til styrktar
konum, er sækja hinn væntanlega háskóla.
Háskólamálið.
Nefnd sú, er neðri deild fal að íhuga
málið (Bjarni frá Vogi, Jón Þorkelsson,
Eggert Pálsson, Jón Magnússon og Skúli
Thoroddsen) lagði það til, að frumvarpið
yrði samþykkt óbreytt, eins og efri deild
hafði samþykkt það, og koma lögin því
eigi til framkvæmdar, fyr en fó verður
veitt á fjárlögunum i því skyni.
Bókasöfnin.
Neðri deild hefir samþykkt svo látandi
frumvarp:
Amtsbókasöfn Norðlendingafjórðungs,
Austfirðingafjórðungs og Vestfirðingafjórð-
ungs, svo og bókasafn IsafjarðarkaupBtað-
ar, skulu fá eitt eintak hvert þeirra af
þeim ritlingum, bókum og tímaritum
(blöðum), sem 2 örkum eru stærri og prent-
uð eru í prentsmiðjum hér á landi, og
skulu eintök þessi afhent ásamt skrá yfir
þau, lögreglustjóra þess lögreglu-umdæmis,
sem prentsmiðjan er i, undir árslok hvert
ár, en hann annast sendinguna til safn-
anna þá er 1 ár er liðið frá útkomuárinu.
Frá þessu er undan skilið allt það prent-
að mál, sem ekki er ætlað til sölu.
Frumvarpið tekur að líkindum eigi
breytingum á þinginu.
iög, samþykkt á alþingi.
—O—
Auk fruravarpa þeirra, er „Þjóðv.“
þegar hefir getið, hefir alþÍDgi enn frem-
ur samþykkt þessi lög:
XVIII. I.ög nm samþyklit
á landsreikingnum íyrir ár-
in 1900 ogf 1907.
XIX. Lög n 1 n lög’g’ild.ing
verzlunarstaða (verzlunarstað-
anna áður allra getið í blaði voru).
Maður drukknar.
Maður fórst af fiskiskipinu „Signrfarinn11 21. j
apríl síðasti. — Skipið var f grennd við Krísu- j
vikurbjarg, og gekk sjór yfir skipið, og tók :
manninn út, en ýmsir skipverjar meiddust.
Maður þessi hét Einar Einarsson, og átti
heima í Skildinganesi. — Hann var skipherra á
„Sigurfaranum,11 og var ókvæntur maður, innan
þritugs.
Fjárskaðar.
Snemma í apríl missti Jón bóndi Halldðrsson k
Galtará í Gufudalssveit allt fé sitt í sjóinn.
Um svipað leýti missti og Arnór bóndi Ein-
arsson á Tindum i Geiradal 53 kindur i sjóinn.
Tvelr menn drukkna.
Á sumardaginn fyrsta drukknuðu tveir nienn
af fiskiskipi, sem Þorsteinn Þorsteinsson í Bakka-
búð á, og hét annar Sœmundur Gíslason, en hinn>
er nefndur Magnús, og voru báðir austan úr Öifusi.
Priðja manninn tók og út af skipinu i sömu
svipan, með þvi að mikili sjór gekk yfir það,.
en hann náðist þó lifandi.
REYKJAVÍK 30. apriUlOOO.
Tíðin ögn kaldari síðustu dagana,’'norðaust-
an blástur og veður-heiðskir.
„Vesta“ kom hingað (28. tþ. m., norðan og
vestan um land. , " "“fý 'f 'o
Jarðarför Sigurðar heitins Jóussonar, fyrrum.
fangavarðar, fór fram híér"í kaupstaðnum”i“gær.
Alþingi verður eigi slitið, fyr en i .fyrsta
lagi 8. maí næstk.
Prentsmiðja Þjóðviljans'
158
Myers skimaði í allar áttir í myrkrinu, en sá alls
eDgan.
Frank tók nú ljóskerið, sem Tumer hélt á, og bar
það upp að múrvegg hússins, og sást þá, að fyrir neðan
gluggann í herberginu, sem þeir höfðu setið i, höfðu verið
teknir nokkrir steinar úr veggnum og var holan svört af
púðri.
Glæpamaðurinn hafði læðst að húsinu í myrkrinu,
látið púður í holuna, kveikt í, og hlaupið siðan brott.
Frank gekk nú fyrst úr skugga um það, að engrar
frekari hættu væri von, og gekk síðan umhverfis stöðvar-
húsið, og rannsakaði múrvegginn, sem gaumgæfilegast.
Að því loknu sneri hann sér að Tumer og mælti:
„Yertu hér úti á verði, Tumer, og akjótið tafarlau9t
hvera, er kemur að húsÍDU, svari hann yður eigi. — Gætið
vel að öllu, og skal eg síðar koma, til að ganga í yðar stað“.
„Velkomið, liðsforingi!"
En er Frank, Myers og Berry, voru aptur komnir
inn í varðherbergið, gekk Frank nokkrum sÍDnum um
gólf, mjög fölur í andliti, og beit saman vörunum.
„Hvað ímyndið þér yður, Myers?“ spurði hann, og
nam staðar fyrir framan undir-liðsforingjann, er beið þess
þegjandi, hvað hann skipaði sér.
„Það hefir verið látið sprengi-efni i holu i veggD-
um fyrir ueðan gluggann, liðsforingi!u svaraði Myers.
„Alveg rétt!“ mælti Frank. „En, sem betur fór var
púðrið skemmt, og heíir því að eins kviknað í nokkrn nf
því, en megnið af því hefir að eins sviðnað, og slokki i ð
jafn harðan. — Getum við nú, er svona svívirðilega er
að farið, vænzt bins versta, jafn vel að ráðið verði á oss
með vopnum!“
159
„Jeg er sömu skoðunar, liðsforingi!11 svaraðí Myers.
„Þorparar hætta eigi á miðri leið. — Jafn skjótt er þeir
sjá, að tiltæki þeirra hefir misheppnast, svífast þeir einskia“.
Frank hneigði sig, þegjandi, og lét þannig í Ijósi,.
að hann væri a sama máli, og gokk síðan nokkrum sinn-
ura um gólf, og beit á jaxlinn.
Hann sá, að eigi varð hjá þvi komist, að kveðja
fallbyssubátinn til hjálpar, til þess að stöðvarhúsinu, og
lifi þeirra, er þar áttu heima, væri borgið.
Ný afstaðni þorparaskapurinn kollvarpaði algjörlega
öllum loptkastölum hans. — Hinir seku urðu að sæta
hegning að lögum, og var þá sízt að vita, nema faðir
Maggy væri einn í þeirra tölu, og enn var hÚD eigi kom-
in brott af eyDni.
En hann varð að gera, sem skyldan bauð honura, og
bjóst þvi, að senda fallbyssubátnum þráðlaust skeyti, og
beiðast hans liðsinnis.
„Myere, undirliðsforingi!“ mælti hann, all-fastmælt-
ur. „Neglið brotin af hlerunum fyrir gluggana, og dragið
skáp að þeim að innanverðu. — Dragið og skápinn, sem
fanarnir eru í að hurðinni, hlaðið skammbyssurnar, og
búið út nokkra flugelda, er nota megi, ef á þarf að halda
til að gefa vísbendingu. Annað getum við ekki gert. —
Klukkan er nú níu, og klukkan eitt vænti eg hjálpar í
síðasta lagi“.
En er Myers ætlaði að fara að hlýða greindri skip-
aD, heyrðist voða-gnýr. — Það var komið afskapa-veður
og húsið lék allt á reiðiskjálfi.
I þorpinu höfðu sjómenn látið hlera fyrir alla glugga,
með því að þeir bjuggust við óveðrinu, og höfðu þar fá-