Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1909, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1909, Blaðsíða 1
j ZJppsöifn nkrifleo ögilrf nema komið sé til útgef- J anda fyrir 30. dag júní- niánaoar, og kaupandi I samhliða uppsögninni I borgi skuld sína fyrir blaðið. Verð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aurog i Ameriku rfoll.: 1.50. Borgist fyrir júnimán- aðarlok. —-.... |= TuTTUSASTI 00 ÞHIBJI ÁK0ANGUB. =1-- ■ ' —- -Sk- | RITSTfJOKI: SKtJLI THORODDSEN. =| M 44. Reykjayík, 30. SEPT. Útlönd. —o— Helztu tíðindi er borist hafa frá út- löndum, eru: Danmörk. Eitt af gufuskipum „sam- einaða gufuskipafélagsins“ sökk Dýekeð í Norðursjónum, og týndu þar tólf menn lífi, en nokkrnm var bjargað. — Skip þetta hét „Lolland“, en skipherrann Níelsen, og var hann einn þeirra, er drukknuðu. B. águst síðastl. var á eyjunni St. Thomas afhjúpað líkneski Christiáns konungs ní- unda. f 11. sept. þ. á. andaðist O. Siesby, fæddur 12. ág. 1828, og hafði hann ver- ið hraðritari í ríkisþinginu yfir 50 ár, frá 1850—1902. 7. des. næstk. eru 500 ár liðin siðan bærinn Nysted hlaut kaupstaðarréttindi, og hefur verið ákveðið, að minnast þess með hátíðahöldum 7. júní 1910. Taugaveiki hefir gert vart við sig í borginni Skive, og sýktust þar 40 einn daginn. Eptir öll veizluhöldin í Kaupmanna- höfn til fagnaðar við dr. Coolc, heimskauts- fara, gerði Kaupmannahafnarháskóli hann að heiðursdoktor J. C. Christensen hefir nýlega höfðað meiðyrðflmál gegn ýmsum blöðum, er flutt hafa árása-greinar gegn honum, út af afskiptum hans af .á/óerfí-hneyxlinu, og skipun hans, sem hermálaráðherra. — Andstæðingar hans safna um þessar mund- ir í ákafa undirskriptum undir“áskorun í þá átt, að hann sé látinn víkja úr ráða- neytinu, en fylgismenn hans senda hon- um traustsyfirlýsingar. Hervarna-frumvarpið var til umræðu, í landsþinginu, er siðast fréttist, og mun nefndarálit þar hafa birzt’litlu eptir miðj- an sept. — Talið víst að málið nái fram að ganga á þinginu sakir sambræðings milli stjórnarflokkanna og hægrimanna. Bretland. Nýlega hélt Rosebery lá- varður ræðu í borginni Glasgow. — Hann var um eitt skeið formaður frjálslynda flokksins, og forsætisráðherra Breta, og vakti ræða hans því all-mikla eptirtekt. — Andmælti hann fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar í ýmsum greinum, kvað skatta-ákvæði þeirra myndu verða til þess, að efnamenn kæmu fé sínu á vöxtu í öðrum löndum, og réðust í færri fyrir- tæki, en nú, og skapaði það atvinnuleysi í landinu. — Yæri engu líkara, en að stóreignamenn væru skoðaðir, sem glæpa- menn. Rosebery lávarður er nú talinn geng- inn úr frjálslynda flokknum, og er það íhaldsmönnum all-mikill ávinningur. Gizkað er á, að efri málst.ofan muni synja fjárlögunum samþykkis, og að þess verði þá ef til vill skammt að biða, að stjórnin rjúfi þingið, og efni til nýrra \ kosninga. — — Frakkland. í borginni Carmaux laust nýskeð niður eldingu, og lenti á presti er flutti ræðu í prédikunarstól i kirkju sinni. — Fékk prestur brunasár mikil, og tungan varð máttlaus. — Svissaraland. 10.—11. sept. voru á- kafar kafaldshriðir á fjöllum i Svissara- landi, og urðu þar nokkrir menn úti. — ítalía. Hertoginn frá Abruzzerne, frændi Ítalíu konungs, sem kunnur er af rann- sóknarferðum sínum, kleif nýskeð upp á fjallið Godwin Austen, sem er 28,250 feta hár tindur í Himmalaya-fjallgarðinum — Hann komst þó eigi hærra en, 24,600 tet; en það er 7C0 fetum hærra, en nokk- ur hefir áður klifrað á fjöll upp, að því er kunnugt er um. — ö-rikkland. Forsætisráðherraun, er tók við stjórninni af Rhállis-ráðaneytinu heit- ir Mauramichalis, og er enn ókunnugt um, hvort hann nýtur fylgis meiri hluta þings. — Það var uppþot af hálfu liðsforingja, er ráðaneytisskiptunum olli, og mislíkaði liðsforingjunum það ekki hvað sízt, að Geor^konuDgur hefur falið sonum sinum æfstu embætti í hernum. Sumar fregnir fara í þá att, að liðs- foringjauppþotið hafi aðallega beinzt gegn konungsættinni, en því kvað þó vera mót- mælt af hálfu liðsforingjanna sjálfra. Austurríki. 4.—8. okt. næstk. halda ýmsir fulltrúar frá ýmsum þjóðfélögum fund í Vín, til þess að ræða um heppi- leg ráð, til þess að afstýra „hvítu þræla- sölunni“; sem svo er nefnd, en hún er í því fólgin, að kvennmenn eru ginutir, í vistir til ókunDra lsnda, eð lofað þar vel launuðu starfi, en seldar síðan í kvenna- búr múhamedstrúarmanna o. fl. Rússland. Mælt er, að stofnað sé ný- lega sænskt-þýzkt félag, er ætli sér að samtengja Eystrasalt og Svartahafið með skipaskurði, og er það hið þarfasta fyrir- tæki, sem óefað hefir mjög mikla þýð- ÍDgu, að því er snertir viðskipti Þýzka- lands, og Norðurlanda við ýms héruð í Rússlandi. í Finnlandi vorufjórirmedódista-prest- ar nýlega han dteknir, allir af góðum ætt- um, tveir karlraenn og tveir kvennmenn, sakaðir um það, að hafa breytt út skeð- legar pólitískar skoðanir. — En í hverju glæpur þeirra er aðallega fóiginn, fer þó svo leynt, að almenningi er ókunnugt um það, og hefir fangelsan þessi því víða mælzt all-i!la fyrir á Finnlandi. — 19 09. Spitzbergen. í kofa á Spitzbergen fann Norðurheimsfari Dýlega fjóra menn látna. — Sátu þrír þeirra örendir við borð, en einn var hjá rúmi þar í kofanum, hafði reynt að sbreiðast þangað, en látist áður en hann fékk skreiðst í bælið. — Talið líklegt, að þeir hafi látizt af þvi, að þeir hafi neytt eitraðrar fæðu. — — — Þýzkaland. Þýzkaland hefir iengi haft það orð á sér, að óvíða væri meira drukkið af ýmiskonar öli, og kom það sér því mjög ílla, er ölgerðarmenn hækk- uðu nýlega verð á öli, og ekki hvað sizt mæltist það ílla fyrir hjá verkmannalýðn- um, er svaraði verðhækkuninni mjög al- mennt með því, að hætta að drekka öl, enda leiddi það á sumum stöðum til þess, að verðið var aptur lækkað, þó að ýmsir ölgerðarmanna setji enn við sinn keip. — Búlgaría. Á síðastl. hausti tók Ferdín- and fursti sér konungsnafn, þótt Búlgaría væri skattland Tyrkja. — Þótti stjórn Tyrkja þetta ósvinna mikil, en loks fór þó svo að lokum, að stjórn Ung-Tyrkja samþykkti nefnt tiltæki hans, og lætur haDn nú bráðlega krýna sig til konungs. Bandaríkin. Þar er nýlega dáinn E. H. Harriman, járnbrautarkóngur. — Hann var á yngri árum snauður maður, en einn af voldugustu járnbrautarkóngum Amer- iku, er hann andaðist. Hann var jarð- sunginn 12. sept. sídastl., og meðal ann- ara fylgdu honum þá um fimmtíu mill- jóna-eigendur til graíar. — Allar járn- brautarlestir hans námu staðar í 5 mín- útur, er líkkistu hans var sökkt í gröf- ina, og fánar blöktu í hálfri stöng á 500 járnbrautarstöðvarhúsum, er voru hans eign.--------- Canada. Canadamenn ætla, sem getið hefir verið i nÞjóðv.“, að koma sér upp herskipastól, en fyrst um sinn lána Bret- ar þeim tvö herskiþ til strandvarna. — Canadamenn greiða þó skipshöÍDUDum kaup, meðan er þau eru við strandgæzl- una. — — — Mexico. Tala manna þeirra, er lífi týndu í vatnsflóðinu í borginni Monterey, var alls 10 þús, en eignatjónið nemur að sögn um 50 millj. dollara. — — — Norðurfarir. 15. ágúst síðastl. reyndi Wellmann að fara á loptfari frá SpiT»- bergen til norðurheimsskautsins, en lán- aðist eigi, með því að eitthvað bilaði i loptfarinu, er komið var 20 milur norður á við. — Hann er nú, að mælt er, bætt- ur við, að hugsa til heimskautafarar, þar sem dr. Cook og Peary hafa nú náð tak- markinu. —

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.