Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1911, Síða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1911, Síða 5
XXV., 11 —12. Þjóðviljinn. 45 Varnarþing í skuldamálum Víxilmál Bankastjórarnir Björn Kristjánsson og -H. Hafstein hafa í neðri deild borið fram frumvarp þess efnis, að vixiimál, sem xísa út af vixlum, sem samkvæmt ákvæði á víxlinum sjálfum eiga að greiðast á tilteknum stað, megi sækja í þeirri þing- j há, þar sem vixiilinn á að greíðast, eins j Og þar væri varnarþing varnaraðila. Eyðing rotta með eitri. j Sveitastjórn heimilað, að verja árlega j úr sveitarejóði nægilegu fé, til að eyða j rottum með eitri. Eitrið á að bera fyrir rottur tvisvar ; til þrisvar á ári, fyrri hluta vetrar, eða þegar harðnar að fyrir frost og snjóa. Það er vitaskuld, að hér er all-víð- ast ura neyðarvörn að ræða, enda úrræðin j sannkallað neyðarúrrœði, og leitt, að þurfa I að grípa til sliks, ekki síður en þegar j tóurnar eru ginntar með eitruðuketmetio.fi. j Væri óskandí, að sem fyrst kæmi sá timi, er mönnum hugkvæmdust önuur ráð, til að útrýma rottunum — fljótt, og alveg kvalalaust. Sé til bráðdrepandi eiturtegund, sem engar kvalir fylgja, verður að sjálfsögðu, að hagnýca hana. Flutnmgsmaður frumvarpsins er sira Björn ÞorlákssoD. Hjáleigur prestssetra. Stefán frá Fagraskógi ber fram i neðri deild frumvarp þess efnis, að heimild sú sem ráðherra Islands er veitt í lögum 16. nóv 1907, til þess að selja ábúendum kirkjujarða ábýlisjarðir þema, skuli og ná til hjáleigna prestssetra, ef þær eru sérstíkt býli, og hafa sérstök ummerki á engjum og túni. Heyásetningseptirlit. og heyforðabur. Sig. Sigurðsson, þm. Árnesinga, hefur í neðri deild borið fram frumvarp, er heimilar sýslunefndum, að gera samþykkt- ir um heyásetningseptirlit og heyforða- búr. I samþykktinni á einmitt að vera á- kveðið: a. að kosnir séu á hausthreppskilum ár hvert tveir eptirlitsmenn, til þess að hafa eptirlit með heyásetningi, og meöferð og hvrðingu fénaðarí breppn- um. ferðir um hreppinn: Um veturnætur j til að mæla öll hey, og áætla með j bændum, hve mikinn fénað þeir megi ! setja á; — um miðjan vetur, til að skoða ailan fénað, og um sumarmál, til að líta eptir heyföngum, og hirð- 10^0 fénaðar og gefa einkunnir fyrir útlit hans, hirðing og umgengni. c. Að eptirlitsmönnum sé ákveðin þóknun af hreppssjóði eptir samkomulagi, allt að 1 kr. til hvors þeirra fyrir hvern búanda i hreppnum. d. Að eptirlitsmenn semji skýrslu um hverja skoðun, og innfæri í bók, sem hreppurinn leggur til, og til þess er hæf. Senda skal hreppstjóra eptirrit af skýrslu um síðustu skoðunarferð, svo fljótt sem verður, e. Að heyforðabúr só kon\ið á fótí hreppn- urn, með því móti, að hreppsnefndin semji um það við einn eða fleiri bæad- ur að taka að sér að háfa til ákveðinn heyforða af góðu heyi handa þeim bú- fjáraigendum í hreppnum, er kynnu að vera heyþurtar, eða á annan hátt að tryggja það, að ávalt só til reiðu heyforði í hreppnum, ef á þarf að halda. f. Að heyforðabúsbændum só ákveðin hæfileg borgun úr sveitarsjóði fyrir hver 100 kg. af heyi (töðu eða út- heyi), er þeir hafa lofað. Heyið sé ekki eldra en 2—8 vetra, og vel verkað. g. Að heyið só selt heyþurfum með fyrir- fram ákveðnu varði, sem hreppsuefnd- in hefir samið um við heyforðabænd- urna, og borgist með peniogum eða öðru sem um semst. Só borgunin greidd í skepnum og beri á milli um verð þeirra, skulu hlutaðeigendur hlita mati eptirlitsmanna. h. Að forðabúrin sóu undir urnsjón hrepps- nefndar, og að eigi sé látið hey út úr þeirn, Dema eptir tilvísun hennar. i. Að sá bóndi, er ekki hlítir ráðum eptirlitsmanna um heyásetning, fyr- irgeri rétti sínum til að fá keypt hey úr forðabúrinu, nema eptirlitsmenn sjái að öllum öðrum hreppsbúum séborg- ið. Að öðru leyti hafi allir hrepps- búar jafnan rétt til heykaupa íforða- búrinu, á meðan það endist. 91 Kenwood skýrði nú frá samsæri Roachleys (hr. Spicers) — en Defndi eigi nöfn samsærismannanna —, og hvaða þátt hann átti í því. Hann skýrði og frá þvi, er ráðist var á Katray í vagninura, frá þvi, er hann hitti Roachley, og hversu þeir urðu ósáttir. „Það er nú Ijóta heimskan!“ mælti Mallabar. „Þér áttuð eigi að slíta félagsskapnum!“ „Mér hefur“grarnist það! En svona fór það nú! Hitt datt mér eigi í hug, fyr en orðið var um seinan!" „Aðvöruðuð þér hann?“ mælti Mallabar. „Og hvers eðlis voru upplýsingarnar, sem þér öfluðuð Ratray? Voru þungar sakir honum”á hendur?“ „Engan voginn! Það var sitt af hverju um útlit hans, klæðnað, vana, lifnaðarhátttu 0. s. frv: „Og þér hafið engac grun um, hvað áformað var?“ „Alls engan!“ svaraði Kenwood. „Áttuð þér eigi hlut í ágóðanum eptir á?“ „Ekki held eg það!“ „Imyndið þér yður ekki, að þeir hafi myrt hanD?“ „Jeg er hræddur um það, en hygg þó eigi, að það hafi vakað fyrir þeim. — Jeg ímynda mér, að Ratray hafi orðið einhvers áskynja, og þá . . “ „Hafi maðuriflD, sem stundaði hann — líklega", greip Mallabar fram í. „En bíðið ögn við! Jeg þarf að hug8a mig um!“ Fjórðungi stundar síðar, reis hann upp, tók hattinn -og stafinn sinn, „Datt yður nokkuð í hug?“ mælti Kenwood. „Nei! Jeg er engu nær!“ Nú heyrðist, að barið var hart að dyrum. 84 „Þér megið það ekki!“ hvíslaði hún lágt. „Þér vit- ið ekki, hvað þér gerið!“ Hann greip í höndina á henni, og mælti, af mikilli ákcfð: „Veit jeg ekki! Kæra! Jeg veit að eins eitt, og annað hirði eg eigi um að vita“. Þau sátu nú stundarkorn, og héldust í höndur, og var, sem ákefðin, og hitinn í honum bærist til hennar. Varir þeirra mættust, og þau kysstust. Hún vafði örmunum um hálsinn á honum. „Hallur, æ Hallur!“ „Oonstance!“ Rétt á eptir sagði Hallur í ákveðnum róra: „Viljið þér giptast mér?“ „Jeg get það ekki! Jeg get það ekki! Þór vitið ekki . . .“ „Þykir yður þá ekki vænt um mig?“ spurði hann, og var röddin all-óskýr. Hafið þér að eins haft mig að háði og spotti?“ „Segið þetta ekki, Hallur, segið þetta ekki!“ „Þykir yður þá vænt um mig? Viljið þér verða konan mín?“ /(Nei! Aldrei, Hallur! Aldrei! Aldrei!“, mælti hún, leið og örvæntingafull. „Jeg get ekki —“ „Hvers vegna ekki?“ Hann leit á hana, og sá, að hún var náföl, og skelf- ingin skein út úr augunum á henni. „Ef til vill get eg sagt yður, hveroig á því stend- or“, var sagt þægílega og þýðlega fyrir aptan hann. Hallur sneri sór við, og korn auga á mann, sem var tnokkrum árum eldri, en hann, og horfði á þau brosandi

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.