Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.01.1912, Blaðsíða 3
XXVI. 8.
ÞJOÐVILJINN.
11
við þvi, að nóg verði á boðstólunum af
þeirri vöru.
Evík «/, 1912.
Sk. 7/i.
Fiá Eyrarbakka.
Verkmannafélagið „Báran“ lék gamanleik á
Eyrarbakka 17. des. siðaBtl. — Sjónleikurinn két
„Gamli Tobbi“. —
Kvennfélagið á Eyrarbakka efndi og til
skemmtunar, er fór fram 28. des. síðastl. — Þar
béit hr. Einar E. Særaundsgon fyrirlestur um
starfsemi félagsins: liknarstarfsemi, kvennfrelsi
•o. fi. — Skrautmyndir voru og sýndar, o. fl.
baft til skemmtunar, —
Á gamla-árskvöld voru blys borin, leikfimis-
æfingar um hönd hafðar, sýnd skrautljós, flug-
eldar o. fl.
Sund þieyttu og fimm menn á nýársdag, og
varð Ingvar Loptsson hlutskarpastur. — Hann
synti 25. faðma á 57 sekúndum. —
Ad ventistar.
—o—
Herra ritstjóri!
Út af tveim smáfréttagreinum í Þjó.ðviljan-
'Um 17. þ. m. skal og biðja yður um að taka
eptirfarandi leiðréttingar í heiðrað blað yðar:
i. Hr. 0. J. Olsen sótti ekki um kgl. stað-
festingu sem forstöðumaður ný> safnaðar,
beldur ætlaðist haun til þess *að verða
forstöðumaður hins gamla safnaðar. Þar
eð eg hvoi'ki var afsettur né hafði sjálf-
ur Jagt niður embætti mitt, þá liggur það
í augum uppi, að stjórnarráðið gat eigi
annað gjört en synjað beiðni Olsens.
2. Eg er ekki nýgenginn úr þjónustu út-
lenda advontistafélagsins, heldur er það
komið á 8. ár síðan. En sú staða kem-
ur ekkert við stöðu mína sem forstöðu-
manns aðventistasafnaðarins i Reykjavík.
Sá söfnuður hefir aldrei verið háður neinu
útlendu kirkjuvaldi. Laun hafði og sem
trúboði flokksins, en ekki sem forstöðu-
maður Keykjavíkursafnaðar.
Revkjavik 22. jan. 1912.
David Ostlund
Forstöðum. S.d. adventistasafnaðar Rvikur.
Bæjarstjórnarkosningiii.
—O —
Sjaldan hefir íslenzkum konum gefist
betra færi á því að sýna hvort þeim er
alvörumál að fá aukin rét-tindi sín, en
konum hér í Reykjavík nú við bæjar-
stjórnarkosninguna, sem í hönd fer.
Nú stendur svo á að tveir pólitiskir
flokkar, sem eru hinir andvígustu, hafa
sett upp kjörlista, hvor á mót-i öðrum,
sem hafa það báðir saman, að hvor-
ugur hefir konu á sér. En svo er einn
flokkur karlmanna enn, sem likl. býst
við að slíta menn úr báðum flokkum, en
sá er verkmannafélagið »Dagsbrún«. Éað
félag setur einnig upp lista og mun engin
kona á honum vera.
Konurnar standa því svo vel að vígi
við þessar kosningar, sem unnt er. Þeim
er engin hvöt að styðja hina list-ana, þar
eð engin kona er á þeim, og síður en
svo. Karlmennirnir hafa gengið fram
hjá þeim, og ætti ekki t-il að vera betri
iögeggjan til þeirra um að fylkja liði,
og standa sem einn maður við kosning-
una. Þær hafa einungis einn lista og þurfa
því ekki ad sundrast. Karlmennirnir hafa
8 lista, og hljbta að sundrast. Aldrei hefir
nokkur vegandi staðið betur að vígi, en
reykvískar konur nú. Þeim er nú í lófa
lagið að koma að þremur efst-u kon-
unum á listanum, ef þær vilja, og eru
samhuga.
Konurnar i Keykjavík ættu að athuga
þetta vendilega. Það hefir nefnilega afar-
mikla þýðingu fyrir málstað þeirra fram-
vegis. Verði þær nú samtaka og vmni
þann sigur, sem þeim er sjálfgefinn, þá
hlýtur það að álítast vottur þess að þær
vilji nota þau rétt-indi, sem þær hafa og
eigi því skilið að fá þau aukin, en taki
þær hinn kostinn, að sundrast með karl-
mönnunum, svo þær komi ekki að nema
einni eða engri þá er ekki annars von,
en þess, að svo verði álitið, að þeim sé
engin alvara, þó þær þykist- vilja hafa
réttindi, og einkum mun það verða t-alið
órækt vitni þess, að þær séu því ekki
vaxnar að nota rét.tindi, hvorki þau, sem
þær hafa nú, og því síður meiri.
Jeg er viss um að margur karlmaður
sem nú er á báðum áttum, mun verða ein-
dreginn mót-i auknum réttindum kvenna,
ef konurnar í Reykjavík láta sigurinn
ganga sér tír greipum í þetta sinn. Úr-
slit næstu bæjarstjórnarkosningar hérna
í Reykjavík, geta tafið fyrir jafnrétti
kvenna við karlmenn um tugi ára.
Arni Arnason.
*
Ritstjóri „Þjóðv.“, sem mælir með lista sjálf-
stæðismanna, sem birtur er á öðrum stað í blaði
voru — lætur þess gotið í sambandi við fram-
an prentaða grein hr. Arna Arnasonar frá Höfða-
hólurn, að í sjálfu sér skiptir það eipi niáli,
hvort sá, sem kosinn er, er karl eða kona, sé
hann starfinn vel vnxinn. — Hitt aðal-atriðið, að
konur, sem karlar noti sem bezt kosningaréttinn.
Annars færi bezt á því, að karlar og konur
kæmu sér i sameiningu saman um listana, og
er leitt, að svo hefur eigi getað orðið að þessu
sinni. Bitstj.
44
Hann kippti nú svo snöggt í bandið, sem hann var
bundinn með við stólbríkina, að það slitnaði, og hljóp
hann nú þegar til dyrai
Warner stökk á eptir honum, og jarðvarpaði honum
ú gólfið.
Enda þótt Damby vissi, að hann átti lífsit-t að verja
hafði hann þó enga krapúa ámóts við mótstöðumann
sinn, en þreif þó svo fast um höndurnar á honum, að
dálítill tími leið, áður en Warner gat losað svo vinstri
höndina, að hann gæti náð í rýtinginn, sem í brjóstvasa
hans var.
En jafn skjótt er hann hafði náð i hann, rak hann
hann hlífðarlaust í brjóstið á Damby.
í sama augnabliki heyrðist hræðsluóp úti, svo að
Warner varð hræddur, sleppti tökum áDamby, og spratt
upp.
Stndly, er setið hafði við borðið, og haldið höndun-
um fyrir andlitið, meðan er þeir Warner og Damby áttust
við, leit nú upp.
Ópið hafði heyrzt inn um gluggann, og stökk Studly
því út að glugganura, og dró upp gluggtjöldin, og leit út.
Hann sá, að kvennmaður lá þar, og þekkti þegar,
að það var Anna.
Studly hrökk við, og greip höndunum fyrir augun
af hræðslu.
Anna hafði séð allt, sem gjörzt hafði, og voða-glæp-
urinn, sem þeir höfðu framið, tíl þess að losna við vitnið
gegn sér, var því til einskis! Nú var komiö nýtt vitni
til sögunnar!
Studly spurði sjálfan sig, hvort Warner myndi gera
henni sömu skilin, sem Damby.
41
Warner fór siðan inn í herbergið, lokaði hurðinni,
og dró dyra-tjaldið frá, til þiss að vita, hversu þaðan
sæist inn í berbergíð.
Loks kom hann aptur, og hafði þá tvö hengingar-
bönd meðferðis, og minntist Damby þess þá, að hann
hafði séð þau inni í herberginu.
„Hann hlýtur að hafa heyrt, og séð allt engu miður,
en hefði hann staðið við hliðina á okkur“, mælti hann
lágt við Studly.
„Þér vitið hvernig legu húss þessa er háttað“, mælti
hann enn fremur við Damby. „Húsið stendur á bersvæði,
og stoðar því eigi, þó að þér æpið! Þér verðið því að
þegja, eins og steinninn, sé yður annt um líf yður! Og
í þvi skyni, að yður detti eigi í hug, að flýja, bind eg
yður við stólinn“.
Að svo mæltu þreif hann lengra bandið, vafði því
um mittið á Damby, og batt hann við stólbrikina.
Dambj' spyrnti alls ekki á móti.
Hann sat grafkyrr, fölur og hræddur, en var þó ekki
eins órólegur, eins og kapt. Studly, er stóð úti í horni,
og skalf allur, og titraði.
„Jæja“, mælti hr. Warner. „Þér játið þá sjálfur,
Walter Damby að þér I '"1 i tíu mínútur verið þarna inni
í herberginu. Þá hljóti t ér og að hafa beyrt, og séð
allt, sem gerðist hér inni? Er eigi svo?u
„Jau, sagði Damby.
„Hvai eyrðuð þér?u spurði Studly. „Við höfum
að eins rætt nm viðskipti ýmis konaru.
„Það var laglegt!u mælti Damby. „Haldið þið ekki
að eg hafi kannazt við gimsteiana? Þeim var atolið söruu
nóttina, sem Middleman var myrturu.