Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.06.1912, Side 2
106
ÞJÓÐVILJINN.
XXVI., 27.-28.
ÞJÓÐVILJINN.
Vorð árganofsins (minnst 60 arkir) B kr. 50 a.,
orlendis 4 kr. 50 a. o<r í Ameríku doll.: 1,50.
Borgist fyrir júnímánaðarlok. Uppsögn skrifleg
ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag
júnímánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni
borgi skuld sína fyrir blaðið.
garði gerð, að eptir þeim hækka gjöldin
ár frá ári, án nokkurra tiltekinna tak-
marka.
Vigfús Gudmundsson.
LJ t 1 ö n d.
—o—
Þaðan hafa enn borizt þessi tíðindi í
lítlendum blöðum:
Danmörk.
Ráðgert er, að Danir taki í vor 90—
100 millj. króna ríkislán, og hafa fjár-
málamenn þeirra í því skyni verið að
leita fyrir sór, — í Englandi, og á Frakk-
landi.
Búist var við, að lánið fengist með
B1 /2°/0 vöxtum, en »Titanic«-slysið — voða-
slysið, sem getið var um í 18.—19. nr.
blaðs vors —, hækkaði í svip peninga
á markaðinum, og því enn eigi að vita,
er síðast fréttist, hver niðurstaðan yrði,
að því er þetta danska ríkislán snertir.
f 24. apríl þ. á. andaðist danski mál-
arinn E. R. Eileisen.
Hann var fæddur 1817, — bóndasonur
frá Fjóni.
Málaði hann einkum landslags-myndir,
og seldust málverk hans eigi að eins í
Danmörku, heldur og í Ameriku, á Þýzka-
landi, Englandi, og í Rússlandi, og má
því ætla, að talsvert hafi þótt í þau spunn-
ið, — þótt verið geti, að stafað hafi að
vísu engu síður af dugnaði hans, eða af
atvikunum, sem æ skapa leikinn að miklu
í lífinu.
I næstk. janúarmánuði (1913) verða
50 ár liðin, síðan er leikritahöfundurinn
J. Chr. Hostruv (f. 20. maí 1818, — dá-
inn 21. nóv. 1892) varð sóknarprestur í
Frederiksborg á Sjálandi.
Til minningar þess atburðar, hafa
nokkrir menn tekið sig saman um, að
efna til samskota, svo að Hostrup verði
reistur minnisvarði í hallargarðinum í
Frederiksborg.
En Hostrup er, sem kunnugt er, einna
mesta uppáhalds leikritaskáldið, sem Dan-
ir hafa átt, og þarf því fráleitt að efa, að
samskotasöfnunin fái þar góðan byr.
Noregur.
Arið 1914 verða hundrað ár liðin, síð-
an er Norðmenn losnuðu undan yfirráð-
um Dana.
Ætla þeir því — til minningar um
þenna fagnaðar-atburðinn — að halda
sýningu í Kristjaníu, eða þar í grenndinni,
fyrir allt landið, og vanda til hennar,
sem föng eru á.
Stórþing Norðmanna veitti því nýlega
hálfa milljón króna til sýningarinnar, og
ráðgert er, að til hennar gangi enn frem-
ur 800 þús. króna gróði, er áætlað er,
að verði á ríkis-lotteríi.
Sjálfsagt má gera ráð fyrir því, að
mannmargt verði í Kristjaníu, er sýning-
in hefst, og að þangað sæki þá menn úr
ýmsum löndum.
Svíþjóð.
Þing Svia hefir ný skeð rætt trum-
varp um afnám dauðahegningarinnar,
og náði það að vísu samþykld annarar
þingdeildarinnar, en var/fellt í hinni, —
nær því eigi fram að ganga að svo stöddu.
Bretland.
William Tebhit — maðurinn, sem 4.
marz síðastl. veitti Leopold Rotschild bana-
tilræði i Lundúnum, en særði í þess stað
annan mann, eins og getið hefir verið
um í blaði voru — hefir nú ný skeð
verið dæmdur i 20 ára typtunarhúsvinnu.
Þýzkaland.
Liebknecht — en hann er * einn af
aðal-foringjum jafnaðarmanna á Þýzka-
landi — fórust nýlega orð á þá leið á
þingi Prússa, að »Rússland væri siðlaus-
asta, og fyrirlitlegasta landið í norður-
álfunni«, og veitti þingforsetinn honum
þá ofanígjöf, þar sem vinaþjóð Þýzka-
lands ætti í hlut.
Óefað verða þeir þó eigi margir, er
of djúpt þykir í árinni tekið, þótt Lieb-
knecht kvæði svo að orði, sem hann
gerði.
Ríkisþing Þjóðverja hefir að undan-
förnu verið að ræða eitt heraukafrum-
varpið, — og er það sizt nýlunda á
Þýzkalandi, að slik mál séu höfð þar á
prjónunum.
Spánn.
Vitisvél sprakk ný skeð í leikhúsinu
í Sevilla.
Biðu þrír menn bana, en tuttugu
fengu sár til ólífís.
Megn hræðsla greip leikhúss-áhorf-
endurna, sem von var, og þustu þeir
þegar til dyra, en eigi er þess þó getið,
að slys hafi orðið að troðninginum.
Hver valdur hefir verið að glæpnum,
var eigi upplýst orðið, er síðast fréttist.
Ungverjaland.
Þar eru nýlega orðin ráðaneytisskipti,
heitir nýi forsætisráðherrann Lukacs.
Hann var áður fjármálaráðherra.
Bandaríkin.
Vatnavextir miklir í ánni Missisippi, |
er flóð hefir yfir svæði, sem sagt er 50 I
fermílna stórt.
Hefir fjöldi húsa eyðilagzt, og menn
orðið tugum þúsunda saman húsnæðis-
lausir.
I borginni Oairo í Illínois er skaðinn
talinn 5 millj. dollara.
Slys varð ný skeð í kaþólskri kirkju,
sem var í smiðum í borginni Harnngton
í New Jersey, og hrundi meðan fólk var
þar inni. — Biðu eigi a.ll-fáir menn bana,
og um örlög 250 manna var enn óvíst,
er síðast fréttist.
Jarðskjálftar urðu nýlega all-miklir
í borginni San Francisco, en ófrétt enn,
hver skaði hefir af hlotizt, — líklega eigi
að mun.
13. apríl þ. á. brauzt maður inn í
»Hvítu höllina« — forseta bústaðinn —,
með langa sveðju i hendi, og vildi fyrir
hvern mun fá að tala við Taft forseta.
Maður þessi er sagður hafa verið veikl-
aður á geðsmununum.
f Dáinn er ný skeð Fr. D. G-rant,
hershöfðingi, — og síðar sendiherra.
Hann var sonur Ulysses Grrant’s, er
tvívegis var forseti Bandamanna (f 1885).
I borginni Lafayette í Louisiana hafa
25 svertingjar verið myrtir þrjú síð-
ustu árin, og er nú uppvist orðið, að
morðin hafa verið af völdum trúbragða-
flokks nokkurs.
Vitnaðist það 'á þann hátt, að jein af
aðal-konum trúbragðaflokksins, sem ný-
lega er látin, lét bréf eptir sig, þar sem
hún skýrði frá þessu athæfi trúbræðra
sinna.
Forsetakosning á fram að fara i Banda-
ríkjunum á komanda hausti, og keppa
þeir nú báðir um fylgi lýðveldismanna,
Taft og Roosevelt, og óvist hvor hlut-
skarpari verður, en sennilegast, að þriðji
maðurinn verði tilnefndur.
Sýning danskra, sænskra og norskra
málverka hefst í New-York í næstk. des-
embermánuði.
Málverkin verða að eins fimmtíu frá
hverju hinna þriggja landa.
Þegar sýningunni í New-York er lok-
ið, verða þau síðan sýnd i ellefu öðrum
stórborgum i Ameriku.
Slys varð í námu í siðastl. marzmán-
uði, og biðu 105 menn bana; en um ör-
lög 85 manna var enn ókunnugt, er síð-
ast fréttist.
Þrettán vítisvélar fundust ný skeð á
járnbraut, sem Knox, utanríkisráðherra
Bandamanna, átti leið um.
Mælt er, að menn nokkrir i Nicaragua
hafi verið valdir að banatilræðinu, sem
hér var fyrirhugað, og munu þeir verða
af lifi teknir.
Mexico.
Uppreisnarmenn réðu nýlega á járn-
brautarlest, og drápu þar 50 af herliði
stjórnarinnar.
Að öðru leyti er svo að sjá, sem u pp-
reisnarmönnum hafi nú síðast gengið mið-
ur, en herliði stjórnarinnar, enda ber Ma-
deiro, forseti í Mexico, sig yfirleitt mjög
borginmannlega, og lætur, sem uppreisn-
ínni muni brátt lokið.
Nýlega varð þó upgvist um samsæri
gegn Madeiro, — fyrirhugað að ráða hon-
um bana með sprengitólum.
Borginni Parral náðu uppreisnarmenn
nýlega á sitt vald, eptir tveggja daga
blóðugan bardaga.