Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.06.1912, Side 3
XXVI. 27.-28.
ÞJÓÐVILJINN.
107
i
>1-
-«í
i f
“ ^
. •' V
» * K
\
}
Á liinn bóginn fóru þeir 9. apríl síð-
astl. ófarir miklar við Jopnlta, og misstu
þar nokkur hundruð manna, er féllu, eða
urðu sárir.
Komið hefir og til mála, að Banda-
menn skerist i leikinn, til að koma friði
á í Mexico.
Panania.
I Panama-lýðveldinu hafa um hríð
verið innanlands-óeyrðir.
Hafa Bandamenn og ráðgert, að sker-
ast þar í leikinn.
Marocco.
Frakkar hafa nú ný skeð lagt fyrir
Mulai Haf'íd, soldán í Marocco, samning,
er heimilar þeim verndarrétt yfir Marocco.
Soldán hefir þó eigi viljað skrifa undir
samninginn að svo stöddu, og er mælt,
að hann vilji heldur segja af sér, en
gera það.
Þjóðasamningurinn um yfirdrottnan
Frakka yfir Marocco hefir vakið megna
gremju hjá þarlendum mönnum, eins og
vænta mátti, bæði gegn Frökkum og
soldáni.J
Hafa þeir því gripið til vopna, bæði
gegn Frökkum og gegn soldáninum.
10. april síðastl. áttu 25C0 Marocco-
manna orustu við frakkneska hermenn
við Hamman-fljótið, og fóru svo leikar,
að Frakkar stökktu að lokum Marocco-
mönnum á flótta, eptir nokkurt mannfail.
í höfuðborginni Fez hafa hermenn og
risið gegn soldáni, enda höfðu þeir eigi
fengið sér mála greiddan, síðan 1. febr-
úar þ. á.
Sátu þeir, og ýmsir borgarbríar, um
höll soldáns, #r síðan fréttist.
Persaland.
Hershöfðingi Muhamed’s Alí’s, fyrver-
andi soldáns, Salah ed Dauleh að nafni,
lét ný skeð hengja alla presta í grennd
við Kermarshah; en hver átyllan hefir
verið til þessa tiltækis hans, vitum vér
eigi.
Einn af frændum Muhamed’s Alís, er
Zill es sultan er nefndur, og lengi hefir
verið landfiótta, er nýlega kominn til
Persalands, og er búist við, að hann reyni
að vekja uppreisn í Suður-Persalandi.
Indland.
I borginni Bombay sprakk Vj^ smá-
lest af sprengiefni (>dynamít«) ný skeð
í lopt upp, og biðu 9 menn bana.
j Svo varð hrysstingurinn mikill, að
gluggarúður sprungu á margra mílna
svæði.
Egyptaland.
Á ánni Níl vildi það slys til í apríl-
mán. þ. á., að farþega-skipi hlekktist á
og — sökk.j
Prjú hundruð ferðamenn voru á skip-
inu, og drukknuðu 50 menn, ýmrsa þjóð-
erna.
Litla-Asía.
Fornmenja-gröpt hafa amerískir vís-
indamenn nýlega byrjað í rústum Sardes-
borgar.
En Sardes var í fornöld höfuðborgin
í konungsríkinu Lydía, og þar var Krösus
auðgi konungur (563—546 f. Kr.).
Sardes var um þær mundir auðug og
skrautleg borg, en var á fjórtándu öld-
} inni e. Kr. gjörsamlega lögð í rústir af
Tímur grimma.
Nú er að eins óverulegt þorp þar í
grenndinni, sem borgin mikla, með öllum
glaumnum og gleðinni, var í fornöld, og
heitir það Sart.
Kína.
jjt Lýðveldisforsetinn í Kína — Yuan
Shi Kai — hefir nýlega gefið út boðskap
þar sem numið er úr gildi bannið gegn
því, að Mongóli megi t. d. giptast öðrum
j en Mongóla, maður úr Mandsjúriinu öðr-
um, en manni úr Mandsjúriinu o. s. frv.
Sömuleiðis er þar og bent á, að hætta
ætti, að klemma saman fæturnar á kvenn-
fólkinu.
| Þing Kínverja hefir nú ný skeð lagt
smiðshöggið á stjórnarskrá ríkisins.
^ r Yæntanlega verður nú og friðsamara
í rikinu en verið hefir um hríð.
ueyrðir voru töluverðar í borginni
Nanking 12. april þ. á., — kveikt í borg-
inni á ýmsum stöðum.
Skutu hermenn á borgar-lýðinn, er
flýði úr borginni hópum saman.
Japan.
Eldfjallið Míharayama á eyjunni Os-
hima er nýlega farið að gjósa.
36
rJeg er Convalette hertogafrú, eða — svo að eg kveði
svo að orði, sem enn réttara er — frú Garosse, konan
þín! Hsb, hæ — lítið á bann! Er það að furða, þó að
eg hlypist brott frá honum? Mikil ósköp! Þá hefi eg
betnr geymt fríðleikans, en þú, vinurinn miun! Þú hefur
ekki fríðkað með aldrinum!“
„Þegiðu, svika-hylkið þitt!“ mælti ofurstinn, með
þrumandi röddu. „Jeg er eins og guð minn góður, og
þú, hafði gjört mig! En hvar er barnið okKar?u
rÞarna!u svaraði hún, og benti á Virginíu, sem
skalf öll, og nötraði.
Skein nú og heiptin, og beiskjan, út úr andlitinu
á henni, er hún stóð augliti til auglitis frammi fyrir þeim
manni, eem hún hafði áður hlaupizt brott frá.
Hertogafrúnni var það og ljóst, að nú væri lokið
öllum yfirráðum sinum, að því er Virginíu SDerti.
Þóttist hún vita, að hann myndi nú heimta, að fá
dóttur sína til sín, og hefði þá lögin sín megin.
Ofurstinn veitti þó heiptinni, sem skein út úr augna-
ráði hennar, alla eiga eptirtekt, því að hann hafði eigi
augun af barninu sínu, sem orðið var allra laglegasta
stúlka.
En Virginía gerði nú ýmist, að horfa á móður sína,
sem hún mátti þó heita ókunnug, eða á föður sinn, sern
móðir hennar hafði sagt henni, að fallið hefði í ófriði.
rGaston!u mælti hún. „Er þetta satt?“
„Alveg áreiðanlegt, Virginía!“ svaraði hann. „Gfar-
osse ofursti er faðir þinn!u
Að svo mæltu leiddi hann hana til gamla hermanns-
ins, og veknaði honum þá um augun af gleði.
25
yfir hné sér og kveikti á ný í pípunni sinni. „Gaston
minn“, sagði hann síðan, „getið þér sætt yður við að
tefja stutta stund, og blýða á gamlan karl, sem elli fær-
ist yflr, «ða er vinkona yðar svo óþreyjufull eptir taðm-
lögum elskhugans, að ekki megi dvelja, ha, ha, sú var
tiðin, að jafnvel jeg var fullslyngur í því, að leika við-
kvæman elskhuga, þó ekki sjáist það á mér núna, og
þér mættuð vel ætla að jeg væri að segja yður einhverja
fjarstæðu“.
Þjónn ofurstans setti nú flösku, og glös á borðið,
og er skenkt hafði verið í glösin, drukku báðir hermenn-
irnir skál keisarans.
„Fjandinn taki mig!“ mælti ofurstinn, og tottaði
pipuna ákaft. rEinu sinni drakk eg og skál konungs,
er var Bourbonna ættar, en ekki var það í einlægni.
„Jeg var þá í riddaraliöi Lauzun’stt, mælti hann
enn fremur, rog þegar stjórnarbyltingin hófst, var eg
— þrátt fyrir 25 ára herþjónustu — enn eigi kominn
hærra i tigninni, en það, að eg var liðsforingi. — En
allt gjörbreyttist, er Bonaparte kom til sögunnar“.
„En nú verð eg, að vikja snöggvast að öðru“, hélt
ofurstinn áfram máli 6Ínu, — „víkja að því, er eg gekk
að eiga fegurstu stúlkuna í Lorraine. Það var árið 1790,
og vorum vér þá í Verdun“.
Garosse ofursti blés nú út úr sér stóreflis reykjar-
stroku, og mælti síðan, er reykjarmökkurinn var ögn
farinn að dreifast: „Það var nú þegar í byrjuninni það,
sem eigi hefði átt að vera, en það sér maður nú opt eigi,
fyr en það er orðið um seinan. — Sá, sem UDgur er,
bærir eigi, fyr en hann rekur sig á, og það veit eg, að
það, sem eg segi yður núna, látið þér, sem gleymt só,