Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.06.1912, Side 5
XXYL, 27.- 28.
ÞJOÐYILJIÍvN.
109
2. Hjörtur, unglingspiltur. 15 ára að aldri,
sonur nefnds Guðra. Diðrikssonar.
3. Ari Arason, Reykvíkingur, sem biðir hin-
ir fyrgreindu, 49 ára að aidri.
4. Bjarni Jónsson, frá Laxnesi í Kjós.
Brot úr vélarbátnuin bvað hafa rekið á Mýr-
unum (f Vogi, og að Okrum).
Ijullbvúðkaup.
31. mai siðastl. var gullbrúðkaup bjónanna
Kolbeins Eyjólfssonar og Kristinar Guðmunds-
■dóttur í Kollafirði, — flmmtiu ár liðin, síðan er
jþau giptust.
Heimspekispróf.
Ellefu stúdentar luku heimspekisprófi við
háskólann 5. júní þ. á.
Hlutu þrír ágœtiseinkunn: Kristín Ólafsdótt-
ir frá Hjarðarholti, Pétur Magnússon og Vil-
mundur Jónsson.
Fyrstu einkunn hlutu þessir fimm: Einar E.
Hjörleifsson, Jón Ólafsson, Páll Pálmason, Stein-
dór Gunnlaugsson og Þórhallur Jóhannesson.
Aðra betri einkunn fengu tveir: Arni Jóns-
son og Jakob Kristinsson, og
Aðra lalcari einkunn: Axel Böðvarsson.
Frá ísafjarðardjúpi.
Þaðan að frétta fremur treg aflabrögð á vor-
Vertíðinni, sem nú stendur yfir.
Brotin bannlögin.
Tveir menn tektaðir. Þær urðu lyktir á brot-
inu gegn bannlögunum, sem getið var í 24.—25.
nr. blaðs vors þ. á.:
að vélameistarinn á „Ceres“ hlut 300 kr.
sekt, og
að Nielsen klúbbstjóri var og sektaður um
200 kr.
Liklega fara menn sér þá varlegar hér eptir.
Innbrotsþj ófnaður.
Þýzkur maður brauzt nýskeð inn í úrverzl-
un Helga úrsmiðs Hannessonar hér i bænum
(Rvík), og stal þar alls 126 úrum, — ætlaði síð-
an að bregða sér til útlanda einhvern næstu
daganna.
En tiltæki haná varð uppvíst, og var hann
því litlu síðar tebinn fastur, og situr nú í gæzlu-
varðhaldi, og biður þar dóms sins.
Minningarhátíð háskólans.
Til minningar um Priðrik konung VHI. hélt
háskólinn sorgarhátið 3. júní þ. á.
Hátíðahaldið fór fram í sal neðri deildar al-
þingis, og kófst á hádegi.
Hafði þangað boðið verið ýmsum bæjarbúum,
yfirmönnum danska varðskipsins o. fl.
Reetor báskólans, hr. Björn M. Olsen, setti
hátiðina, og söng „söngfélagið 17. júní“ síðan
fyrsta kaflann i kvæðaflokk, er ort hafði hr.
Þorsteinn Gíslason (ritstjóri „Lögréttu11), en Jón
sagnfræðingur Jónsson las síðan upp miðblut-
ann.
Reotor háskólans flutti síðan minningarrseðu
um Friðrik bonung VIII., og að henni lokinni
söng „söngfélagið 17. júní“ síðasta kaflann í
bátíðaljóðunum.
Þar með var sorgarathöfninni lokið.
Salurinn var tjaldaður svörtu, og sorgarblæj-
um einnig sveipað umhverfls mynd Friðriks
konungs VIII., er hékk þar i salnum.
Laust prestakall.
Sandfell (Sandfells og Hofs sóknir) í Austur-
Skaftafells prófastsdæmi veitist frá fardögum
1912. Heimatekjur kr. 107,40. íbúðarhússlán
kr. 1500,00 með lánskjörum laga 1907.
Umsóknarfrestur til júlí loka.
Mannalát.
—O—
t SkúliÞ. Sivertsen
frá Hrappsey.
Eins og getið var nm í 9.—10. nr.
blaðs vors þ. á., andaðist Skúli Þ~
Sivertsen, fyrrum óðalsbóndií Hrapps-
ey á Breiðafirði, aðfaranóttina 29. febr.
þ. á.
Hann var fæddur í Hrappsey á Breiða-
firði, 24. nóv. 1835.
Foreldrar hans voru merkishjónin Þor-
valdur umboðsmaður Sivertsen í Hrappsey
og kona hans, Ragnhildur Skúladóttir,
sýslumanns á Skarði, Magnússonar Ket-
ilssonar. — Skúli heitinn ólst upp hjá
foreldrum sínum, nema hvað hann var
um tíma við nám á Kvennabrekku, hjá
sira G-udm. Einarssyni, er þar var þá
prestur, enda mun þá hafa verið í ráði,
að hann stundaði skólalærdóm, þó að það
færist fyrir, með því að hugur hans hneigð-
ist þá fremur að verklegum störfum.
Þegar Skúli sálugi var 19 ára að aldri,
sigldi hann til Kaupmannahafnar, og
dvaldi þar einn vetrartíma, eða þar um,
til þess að afla sér þar nokkurs frama.
3. apríl 1856 kvæntist hann, og gekk
þá að eiga Hlif Jónsdtóttui, bónda Ólafs-
sonar á Helgavatni í Húnavatnssýslu, og
tóku þau þá um vorið við búi á nokkr-
um hluta af jörðinni Hrappsey; en alla
jörðina tóku þau, er faðir Skúla — Þor-
valdur Sivertsen — andaðist (1863), og
bjuggu þar jafnan siðan, unz þau í far-
dögum 1891 brugðu búi, og dvöldu síðan
34
hestsbaki undir glugganam, og átti tal við móður mína!
Ekki heyrði eg, hvað hann sagði, en tel þó víst, að þau
hafi taiað um þig, því jeg heyrði móður mína hlægja,
og segja: „Svei! Hvað ímyndið þér yður, hertogi, að
mér gangi til þess, að láta hann vera að koma sér í
mjúkinn hjá Yirginiu? Yínið skal opna á honum munn-
4nn í kvöld! Jeg skal sjá um það! Og að því er barnið
snertir, grunar bana eigi minnstu vitund!“
Marcellot stóð upp, og gekk um hríð fram og aptur
4 herberginu, en gekk siðan aptur að legubekknum, og
nam staðar fyrir framan hana, og var þá náfölur.
En áður en hann sagði eitt orð, var hurð lokið upp
alhljóðlaust, og hertogafrúin kom inn, engu síður náföl
4 framan, en hann.
Hún leit til hans reiðilega, og var andlitið viðbjóðs-
lega afskræmt af reiðinni.
„Sko, sko!“ mælti hún reiðilega, lauk upp skrifborð-
inn sinu, og tók þar ýins plögg. „A þenna hátt launið
þér mér gestrisnina, Marcellot liðsforingi, — þér, sem
líkastur sýnist alla vega litum Paradísar-tugli, en berið
þó refs-bjarta í brjósti! þér ættuð nú helzt að gana til
dyra, og ljúka upp fyrir félögum yðar, áður en þeir
sprengja upp hurðina hjá mér!“
Marcellet horfði aloeg fvrviða á hana, — hana,
sem til skamms tíma hafði verið engu síður mjúkmál
við hann, en væri hún ein af hirðmeyjum Maríu Antoin-
ettu drottningar.
„Það sver eg við drengskap minn!“ mælti hann,
„að eg akil yður alls eigi hertogafrú! Jeg er mér þess
eigi meðvitandi, að hafa gert nokkuð, er yður gæti verið
móti skapi“.
27
Dronet var náfölur, er hann sneri sér við á hests-
baki, og starði á mig.
Riðum við síðan samsíða, — jeg, með brugnu sverði,
og þess albúinn, að höggva h3nn bana-sári, ef þörf
gerðist.
„En er yður það nú vel ljóst, Garosse“, mælti hann
„hvað hlotizl gæti af dauða mínum? Vitið þér, hvað
orðið gæti, kæmist konungvagninn út yfir landmærin?
Allir konungar norðurálfunnar safna þá liði, og halda
því hingað, til þess að koma feita manninúm aptur á
konungsstólinn!“
„Guð sé oss næstur!“ sagði eg, því að eigi hafði
eg áður athugað málið frá þessari hlið;nni. »J®ja, þá
eruð þér rétti maðurinn, og læt eg þá, sem eg hafi eigi
náð yður“.
„Að svo mæltu, stöðvaði eg hest minn“, sagði ofurst-
inn enn fremur, — „og fjölyrði eg svo eigi frekar um
þetta, nema hvað mér varð það á, að segja konu minni
frá þessu, og þá var nú bjúskapar-sælunni lokið.
Hún flýði að heiman nóttina eptir. og tók dóttur
okkar með sér, og frétti eg siðan, að þær væru farnar
til Ameríku.
Það eru nú liðin sextán ár, síðan er þetta gerðist,
og veit eg sí*t, hvort þær eru enn lífs, eða liðnar“.
,Þetta er nú það, sem eg hefi grætt á pólitíkinni,
Gaston“, bætti ofurstinn við. „En gott er það þó, ef til
vill, að svo fór, sem fór“.
„Síðan hefi eg aldrei treyst neinum kvennmanni“t
mælti hann enn fremur. „Jeg giptist sverðinu minu, og
það, og jeg, höfum aldrei skilið“.