Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.06.1912, Qupperneq 7
XXVI., 27.-28. ÞJÓÐVILJINN. 111
í þágu sveitarinnar — var í skólanefnd,
og í sóknarnefnd. — Hann var og sím-
stöðvarstjóri á Flateyri hin siðustu árin.
Auk þess er Bóas heitinn stundaði
landbúskapinn þau árin, er hann var
bóndi, stundaði hann og öðru hvoru sjó-
inn, og var um eitt skeið skipherra á
þilskipi. — Bókaverzlun hafði hann og
á Flateyri, ásamt öðrum manni þar, ept-
ir það, er hann fluttist þangað.
Bóas heitinn var greindur maður, á-
reiðanlegur í viðskiptum, og stilltur og
hógvær i framgöngu, og margt vel um
Jiann, enda naut hann og jafnan álits
sveitunga sinna, og annara, er kynnu
Iiöfðu af honum.
f Látin er í maimánuði þ. á. ekkjan
Gudrún Gisladótth í Skálavík í Vatns-
fjarðarsveit i Norður-Isafjarðarsýslu.
Hún var ekkja Gunnars heitins Hall-
dórssona) alþm. og mun hafa verið kom-
in um áttrætt.
Helztu æfi-atriða hennar væntir ,Þjóðv.‘,
að geta síðar getið.
f 11. júní þ. á. andaðist i Akureyrar-
kaupstað húsfrú Snjólaug Þorvaldsdóttir,
kona Sigurjóns j óhannessonar frá Laxa-
mýri.
Meðal barna þeirra hjóna er Jóhann
skáld Sigmjónsson í Kaupmannahöfn.
Reykjavík.
—o— 17. júní 1912.
Tíðin mjög hagstæð, og smáfelld ýring, eða
úrkoma öðru hvoru síðustu dagana. — Flýtir
það fyrir grassprettunni.
„Sterling11 kom hingað frá útlöndum að kvöldi
11 júni þ. á.
Meðal farþegja, er hingað komu með skipinu,
voru: Kaupmennirnir Lefolíí og Ólafur A. Ól-
afsson, — ennfremur frú Bentsen (tengdamóðir
síra Bjarna Hjaltested’s).
Þá komu og eigi allfáir Danir, er hér verða
i sumar við landmælingar (8 undirforingjar, og
18 dátar), og heitir sá Jakobsen, er yíirmaður
þeirra er.
f 6. þ. m. andaðist hér í bænum Ingimund-
ur Guðmundsson að Eskihlíð, 35 ára að*j aldri,
— sonur Guðmundar á Bei-gstöðum, er margir
hér í bænum kannast við.
Ingimundur sálugi var talinn dugandi maður.
Fyrir uppdrætti, og áætlanir um hafnargerð-
ina fyrirhuguðu, samþykkti bæjarstjórnin ný
skeð að greiða hr. Gabríel Smith í Kristianíu
10 þús. króna.
Hr. Torfi Bjarnason, fyr búnaðarskólastjóri í
Ólafsdal, hofir dvalið hér í bænum nokkra und-
anfarna daga, — fór heimieiðis héðan með
„Vestra“ 15. þ. m.
Strandbáturinn „Austri“ lagði af stað héðan
10. þ. m.
Meðal farþegja, er héðan fóru með skipinu,
voru: Guðbr. Jónsson (ritstj. ,,Sunnanfara“),
Haraldur ljósmyndari Blöndal, er ætlaði til Vík-
ur í Vestur-Skaptafellssýslu, Páll prófastur Jóns-
son á Svalbarði, og kaupmennirnir Kreyns (frá
Rotterdam á Hollandi), og Ólafur G. Eyjólfs-
son o. fl.
Lestrarfélag kvenna hér i bænum hefir ný
skeð sótt um 200 kr. fjárstyrk úr bæjarsjóði, til
þess að koma á fót „les-stofu“ handa skólabörn-
um“.
Verður þeim liðsinnt þar, til að læra lexíur
sínar, og fá síðan skemmtibækur, til að blaða i,
hafi þau tíma aukreitis.
Fyrirtækið einkar gott, og á það skilið, að
fá góðan byr hjá bæjarstjórninni,
Lúðrafélagið brá sér skemtiför héðan, með
„Ingólfi11 (Faxaflóabátnum), upp á Akranes 16.
þ. m.
Ýmsir bæjarbúar notuðu þá og tækifærið og
brugðu sér þangað upp eptir.
Dönsku leikendurnir, Boesena-hjónin o. fl.,
komu hingað með „Botniu“ 11. þ. m., — og
léku hér í fyrsta skipti daginn eptir. ,
Verður ieikanna nánar getið síðar,
Leikeadur þessir sýndu sjónleiki, bæði á
Akureyri, og á ísafirði, á leiðinni hingað.
fXaupenclLir
xÞjóðviijaDSu, sem breyta um bústaði,
J eru vinsamlega beðnir að gera afgreiðsi-
uddí aðvart.
Auglýsingum, sem birtast eiga í „Þjóðv.“ má daglega skila á afgreiðslu blaðs- ins í Vonarstræti 12 Reykjavík.
82
Það lá mjög vel á Marcellot, emla var hlýtt, og
notalegt i herberginu.
Settust þau nú og b»ði i legubekkinm.
Það var eitthvað aniiað herbergið að tarna, en her-
'bergi ofurstans, — eins og það var óþægilegt, og leið-
inlegt.
Unga, laglega stúlkan, sem hjá honum sat, gerði
•og allt enn ánægjulegra.
Hann dró hana nær sér, og horfði i augUD á henni,
og skein lit úr þeim gleðin og ánægjan.
„Gfengur nokkuð að þér, Yirginía?u mælti hann,
eptir nokkra þögn. „Þú ert svo þegjandaleg, elskan
xnín!u
„Hamingjan getur og stundum gert ma*n þegjanda-
leganu, svaraði hún blíðlega, en leit þó undan, eins og
hún vildi forðast augnaráð hans, og hönd kennar fann
hann, að var köld.
„Það er eitthvað, sem þér amar*, mælti hann enn-
fremur. „Saknarðu Parísar? Leiðist pér hérna?“
Yirginía leit fljótlega kringum sig i herberginu, og
rétti upp einn SngurinD, eins og vildi hún aðvara hann.
„Veggirnir hérna hafa «yru, Gaston“, mælti hún lágt,
„og þegsr gestirnir koma hingað i kvöld, vil eg biðja
þig, að vera varkáran!“
Maraellot leit spyrjandi á hana. „Hvaða fólk er
það?“ mælti hann.
„Jeg veit ekkiu, svfaði Virginía, leit aptur kring-
um sig, þagði í svip, og hlustaði.
„En nú skal eg segja þér frá mjög naikilvægu
leyndarmáli“, mælti hún síðan. „Þú veizt, Gaston, að
æg hefi að eins verið skamma stund hjá móður minni,
29
stappaði því ótt fótum í jörðina, gekk ofurstinn út að
glugganum.
„Góður strákur, Bastien!u mælti hanD, „enda ætla
eg honum að erfa það litla, sem eg læt eptir mig, er eg
fell frá“.
II.
Gaston Maraellot hafði nóg að hugsa á leiðinni til
Rambouillet-hallarinnar.
Það var tveggja mílna vegur þaDgað, og vindurinn
var napur.
Hann sár-vorkendi ofurstanum, því að hann þóttist
þess nú vísari orðinn, að á honum hvíldu þuDgar sorgir,
þó að hann vildi, að sem minnst bseri á því.
Þeir höfðu verið saman í orustum, b»ði við Auster-
liti, og Jena.
Þeir köfðu og veitt Rússum atgöngu við Eylau, —
i kafaldshriðinni, sem þá var.
í orustunni við Friedland hafði Marcellot og i
fyrsta skipti sárorðið í ófriði, en ofurstinn sár orðið þá í tutt-
ugasta og fjórða skiptið.
Og þó að ofurstinn væri hörkulegur á svipinn, þá
var haDD þó í aðra röndinaallra ástúðlegasti maður, og ekki
var sá maður til í herdeildinni, er eigi hefði með glöðu
geði lagt sig í hættu hans vegna, því að kann var óhlut-
drægur, og réttlátur, og skoðaði sig, sem föður allra,
sem í herdeildinni voru.
Frá Versölum til Rambouillet-hallarinnar voru,
«em fyr segir, hér um bil tvær milur, og áður en kl,-