Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1912, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1912, Side 1
/ XXVI. árg. Reykjavík 31. desember 1912. . . - .. 60. tbl. Ætíð ber að heimta kaffibætir Jakobs Gunníogssonar þat' sem þér verzlið. Smeiilcl>ezti o«f drýgsti l<;i(lit>;etir*. JÞví að eins egta að nafnið Jabob Grunnlegsson og blátt flagtí með hvítum ltr'osssi standi á liverjum pakka. IJ t lönd. ! — o— Helztu tíðindin, er borizt hafa ný skeð Irá útlöndum, eru: Danmörk. 3. nóv. þ. á. voru liðin fimmtíu ár gíðan er Cloetta-chocolade-verksmiðjan var stofnuð. Stofnandi hennar var sviss- neskur maður Christoph Cloetta að nafni. En þessa er hér getið, af því að ýmsir hér á landi hafa haft viðskipti við verk- smiðju þessa, og kannast þvi við nafn hennar. Um miðjan nóv. þ. á. brá Ghristian konungur X. sér til Svíþjóðar, og ætlar síðar, að heimsækja ýmsa aðra þjóðhöfð- ingja norðurálfunnar, eins og siður er ný orðinna konunga. I fjarveru hans er Haraldur prinz, hróðir hans, skipaður rikisstjóri, og var það tilkynnt báðum deildum ríkisþingsins 13. nóv. þ. á., jafn framt því er hann var látinn rita undir eiðstaf þess efnis, að halda t.rúlega grundvallarlögin. 6. nóv. þ. á. biann herragarðurinn Geelskov. Þar tókst svo hörmulega til, að inni brunnu 140 kýr og 1200 svín. 22. janúar næstk. (1913) eru 500 ár liðin, síðan er Dana-konungurinn Eirikur af Pommern (ríkti í Danmörku, Svíþjóð og Noregi 1397—1437) gaf Skaganum, nyrzta bænum á Jótlandi, kaupstaðar- réttindi. Verður þess nú minnzt (22. jan. næstk.) með ýmiskonar hátíðahöldum, og þykir bæjarbúum leiðinlegast, að hátiðisdagur- inn skuli vera um hávetur, — geta eigi komið við ýmiskonar skemmtunum, er ella myndu um hönd hafðar. Danska blaðið „Politiken11 getur þess ný skeð, að frá eyjunni Pejö sóu árlega fluttir ýmiskonar ávextir fyrir samtals nær 50 þús. króna. Eyjan Fejö er ofur-lítil smáeyja í Smá- landshafinu (Smaalandshavet), fyrir norð- an Láland, og eru íbúar að eins um fjórtán hundruð, er lifa nær eingöngu á akurrækt. Það sem þeir fá fyrir ávextina verð- ur þeim þvi drjúg búbót. Mikil tíðindi voru það Kaupmanna- hafnarbúum, er kvenn-fíllinn í dýragarð- inum í Kaupmannahöfn eignaðist unga árið 1907, enda mun það fátítt um dýr frá suðlægu löndunum, sem i haldi eru i dýragörðum norðarlega i álfu vorri að þau geti af sér afkvæmi. Fíls-unginn, er nefndur var „Kaspar“, hefir verið í mesta uppáhald hjá Kaup- mannahafnarbúum, og var þeim það þvi sorgarfregn, er það varð hljóðbært, að stjórn dýragarðsins hafðí ný skeð selt hann dýragarði i Hannover. „Kaspar“ er því kominn til JÞýzka- lands. Kaupverðið var 5 þús. rigsmörk, — eða nær 41/., þús. krónur. 14. nóv. þ. á. hélt Kaupmannahalnar háskólinn vanalega árshátíð sína, og minntist þá jafn framt láts M idr iks kon- ungs VIII. Við hátíðahaldið var Christian kon- ungur X. viðstaddur, og ýms ættmenni hans, en þó eigi Lorísa ekkjudrottning, enda og farin að eldast. Blaðið „Politiken“ get.ur þess, að ný- lega hafi tveir menn i Arósum á Jót- landi skipt um konur, og hafi það gjörzt í bróðerni, og með góðu samkomulagi allra hlutaðeigenda. Fólkið var vinafólk, og heldur áfram að vera það. Annað mál, hvaðlöginsegjaumkvenna- skiptin, sem orðin- eru. 1. júlí síðastl. (1912) er talið, að ibúa- talan í Danmörku hafi verið orðin alls 2 millj. og 800 þús. Á síðastl. frekL sex árum hefir fóik- inu því fjölgað um freklega 200 þús., — var í febrúar 1906 alls: 2,588,919. Ekki varð enn neitt fullyrt um það, er síðast fréttist frá Danmörku, hvort grundvallarlagabreytingin — sbr. 53.—54. nr. blaðs vors þ. á. —1 næði fram að ganga á þinginu. í>ar veltur allt á hægrimönnum í lands- þinginu, er geta ónýtt hana, ef vilja, — neytt þess, að þeir hafa eitt atkvæði fram yfir hina, eða þar um. En reki að því, þá er mælt, að Klaus Ber íiteen"s-ráðaneytið muni rjúfa lands- þingið, og láta nýjar kosningar fram fara. Húsbiuni á Sauðárkrök. A þorlákemessu (23. des. þ. á.) kviknaði í svo nefndum Gránufélagshúsum á Sauðárkrók, og brunnu þau til kaldra kola. í húsunum, sem voru eign erfingja Stefáns heitins Jónssonar, var sölubúð hinna svo nefndu „sameinuðu íslenzku verzlana“, er þeir reka í félayi stórkaupmennirnir Holme og Tuliníus í Kaupmannahöl'n. £>ar bjó og verzlunarstjóri þeifra, Jón Pálma- son. Ásamt húsunum brunnu og innanBtokksmun- ir, og talsvert af veizlunarvarningi, þó að nokk- ru yrði bjargar. Maelt er að húsin hafi alls verið vátryggð fyrir 15 þús. króns. — Talið er líklegt, að eldurinn hafi borizt frá ofnpípu, sem líklega hefur þá eigi verið eins vel um búið, sem skyldi. Búnaðar-iiámsskeið. Búnaðarnámsskeið er áformað að haldið verði að Hvanneyri 3.—15. febrúar næstk. (1913) Ráðgert er, að Magnús dýralæknir Einarsson, Sigurður rúðanautur, og dr. Guðm. Finnbogason, haldi þar fyrirlestra. Þá verður og búnaðarnámsskeið að Þjórsár- túni 6. —11. janúar næstk., og 20.—25. s. m. að Vík í Vestur-Skaptafellssýslu, Kaupfar ferst. Fimm menn drukkna. Nokkru fyrir jólin rak að Knararnesi í Mýrasýslu seglskip á hvolfi, — en þó svo langt undan landi, að ekki fjaraði út i það. Fjöl rak úr skipinu o. fl., og sást á fjöliuni. að skipið var kaupfarið „Hekla“, eign G-arðars kaupmanns Gíslasonar i Keykjavík. Hafði það lagt af stað frá Svíþjóð 25. okt. síðastl., fermt timbri til Jónathans kaupmanns Þorsteinssonar í Reykjavík. Mennirnir, sem á skipinu voru, og allir hafa farizt, voru: 1. Skipherrann, Sigurður Móesesson, kvæntur maður i Reykjavík. 2. Stýrimaðurinn, Þorsteinn Egilsson, kvæntur maður, til heimilis í Hafnarfirði. 3. Benedikt Bnnodiktsson, kvæntur miður, er átti heima i Reykjavik. 4. Jón Móesesson, kvæntur maður, fri Hóli í Gyraiirði. 5. Jón Sturluson, ókvæntur maðui-, úr Reykja- vík. Skipið hefur borizt upp að Mýrunum í ó- veðrunum, sem gengu nokkru fyrir jólin, og að öllum líkindum hreppt þá dimmviðri svo mikil, eða kafaldshríðar, að skipverjar hafa eigi vitað fyr af, en & grunn var komið, nema skipinu hafi hvolft áður, og rekið siðan upp undir Mýr- arnar, — timbrið opt fremur óhentugur farmur, eigi hvað sízt, só það BÍnnig haft á, þilfarinu, þar sem það getur þá fljótlega kastast út í að- ra hliðina, er íllt er í sjóinn, sé eigi því traust- ar um búið. Skipbrotsmanna skýli inð Ingólfslwtða. Hr. Ditlev Thomsen, konsúll Þjóðverja hér á landi, hefur á síðastl. sumri lát- ið reisa skýli við Ingólfshöfða í Austur-Skapta- fellssýslu, sem ætlað er skipbrotsmönnum, er bera kann þar að landi. Húsið er 15. álnir á lengd. en 71/4 álnir á breidd, og sést þaðan, er bjart er veður, til Fag- urhólsmýrar, svo að skipbrotsmenn, er í skýlið komast, geta þá bjargað sér til bæjar. Rey kjavík. —o— 31, des. 1912. Stillviðri, og frost nokkur um jðlin, ogveðrið því eigi hvað sízt mjög ákjósanlegt fyrir fólkið í sveitinni, er lypt hefir sér upp og farið til kirkjunnar.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.