Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1914, Qupperneq 5
ÞJOÐVIKJINÍ*
13/
ll Eimskipaíelas fslanfls.
Með því að margir hlutafjársafnendur hafa snúið sér til stjórnarinnar með
tilmælum um, að lengdur verði hlutaáskriptarfresturinn, meðal annars með tilliti
til harðindanna* á] þessu vori, og þar af leiðandi örðugleika almennings með fjár-
framlög nú, þá hefir stjórnin ákveðið, að framlengja frestinn til 1. nóvember þ. á.,
þarmg að þeir, sem þá hafa skrifað sig fyrir hlutum í félaginu, og greitt þá, öðl-
ist að öllu leyti sömu réttindi sem stofnhluthafar. Jafnframt eru allir hlutafjár-
safnendur vinsamlega beðnir um að halda áfram söfnuninni.
Reykjavík 6. júlí 1914.
Stjórnin.
XXVIII, 38.-39.
Belveiðaskip ferst i hafis.
Norskt selveiðaskip, frá Álasundi. fórst ný
ekeð í hafíshroðs, út und»n Vestfjörðum.
Annað norskt selveiðaskip „Samson“ að nafni,
iékk bjargað skipshöfninni, 10 mönnum, og kom
peim til ísafjarðar 9. þ. m. (júlí).
Ey rarbakka-Iæknishérað.
Þeir sem sótt hafa um Eyrarbaktca-læknis-
hérað eru:
1. Gisli héraðslseknir Pétursson á Húsavík
2. Ingólfur héraðslæknir Gislason á Vopnafirði
3. JKonráð Konráðsson, settur læknir í Eyrar-
bakka-læknishéraðinu og
4. Ólafur héraðslæknir Lárusson að Brekku i
Fljótsdal
Fjöldi héraðsbúa hafa mælt með Konráði
Konráðssyni, hvaða þýðingu, sem það kann nú
að hafa.
25 ára prestskapar-afmæli.
Sóknarmenn síra Eggerts alþm. Pálssonar á
JBreiðahólsstað í Fljótshlíð héldu honum, og konu
hans, frú Guðrúnu Hermannsdóttur, sýslumanns,
eamsæti að Grjótá í Fljótshlíð 19. júli þ. á, til
jminningar um 25 ára prestsþjónustu sira Eggerts.
Jafnframt voru þeim hjónum þá og gefnar
'góðar gjafir.
Maður drukknar.
Gamall maður, Þorvaldur Guðmundsson að
nafni, verzlunarmaður á Akureyri (hjá Havsteen
etazráði), drukknaði ný skeð á höfninni á Akur-
•eyri.
Börn brenna sig í Laugunum.
Tvö höJn skaðbrenndust i Laugunum við
• Reykjavík litlu eptir miðjan júlí þ. á.
Óveitt prestakall.
Bergstaða prestakall í Húnavatnsprófastsaæmi
er nú nýlega augfíst laust til umsóknar, og er
• nmsóknarfresturínn til 20. ág. þ. á.
En Bergstaðaprestakall eru: Bergstaða-, Ból-
ataðahlíðar- og Holtastaða-sóknir.
Heimatekjurnar eru:
a, eptirgjald eptir pi'ests-setrið . . 100 kr.
b, prestmata.........................116 —
Brauðið veitist frá fardögunum 1915.
Hússtjórnarnámsskeið.
Tvö hússtjórnarnámsskeið er nú í ráði, að
Jhaldin verði að Eyrarbakka á komanda vetri.
Fyrra námsskeiðið frá 15. okt. til 15. des. þ.
á., en hið siðara frá 5. janúar til 5. marz næstk.
Við kvennaskólann i Reykjavík verður og
haldið 6 vikna hússtjórnarnámsskeið, frá 16.
-úgúst næstk., ef nægileg hlut-taka fæst..
-,,í slendingasun dið“
er nú ákveðið, að þreytt verði við sundskál-
ann á Skerjafirði sunnudaginn 23. ágúst næstk.
Sundið er alls 500 stikur.
Keppt verður um sundbikar íslands.
Lögreglustjóri á Sigluíirði.
Cand. júr. Júlíus Havsteen, sem um hrið
var settur sýslumaður í Eyjafjarðarsýsu, og bæjar-
fógeti á Akureyri, gegnir lögreglustjórn á Siglu-
firði í sumar (um sildveiðatimann).
Hjálpræðisherinn.
(Foringja-skipti)
Hr. N. Edelbo, sem um hrið hefur verið yfir-
maður Hjálpi æðishersins hér á lanái, fór alfar-
inn héðan, með „Sterling11, 24. júli þ. á.
Danskur maðnr S. Grausland að nafni, er nú
Lekinn við forustu hersins bér á landi, — hefur
áður verið deildarforingi i hernum í Danmörku,
Lausn frá sýslumansembætti.
Hr. Sigurður sýslumaður Þórðarson i Arnar-
holti hefur nú nýlega sótt um lausn frá sýslu-
mannsembættinu i Mýra- og Borgarfjarðarsvslu,
«akir heilsubre.ts.
Frá Bíldudal
(i Arnarfirði)
er „Þjóðv“. ritað 24. júni þ. á.: Tiðin hefir
verið hér afar hörð. Veturinn skall á i miðjum
október, og var með harðasta mótL Fyrri hlut-
inn var afskaplega illviðrasamur, og skiptust
stöðugt á frostkafaldsbyljir og bleituskafaldsalög,
svo jörð mátti heita gersamlega notalaus skepn-
um. Um miðjan janúar gerði góða og bagstæða
hláku. Var jörð þá alauð i bygð. Með febrúar
gerði afskaplega kafaldsbylji af norðri með frost-
hörkum, og hélst sú átt fram yfir páska, þótt
niinkaði i kaföldunum og komu þá stöku sinn-
um allgóðir dagar. Siðan hefur mátt heita stöð-
ug vestanátt með stormum. rigningum, og bleytu-
kaföldum, og ekki ósjaldan orðið alsnjóa í byggð,
þótti loyst hafi upp að deginum.
Með vorinu fór fé viða að falla,.og jafnvel
þar sem nóg hey voru Kenna menn það vondri
nýtigu á heyium sökum óþurkanna í fyrra.
Atvinnulitið en hér i kauptúninu siðan er
Milljónafélagið hætti, enda er aðeins önnur verzl-
unin (H. B. Stephensen & Co) sem nokkra vinnu
veitir. Vinnulaun eru hér 25 aurar á klukku-
timann fyrir karlmenn, en 15 aurar fyrir kvenn-
fólk.
Héðan ganga nú aðeins 4 þilskip til fiskjar,
og einn mótorhátur á síldarveiði. Lögðu þau
út eptir páskana. Afli fremur góður þá sjaldan
að geíur að standa á fiski.
Aflatregt hefur verjð á opna báta. Þó var
brognkelsaveiði allmikil hér á firðinum um tima.
Þorskafli er nú hæst 200 með bát á dag, en
gæftir eru óstöðugar og nýlega Sarið að fiskast
svo teljandi sé.
Heilsufar manna hefir verið allgott síðastlið-
inn vetur. Þó hafa tveir kvennmenn farið héðan
á Heilsuhælið á Vifilsstöðum Hettusótt var að
stinga sér niður hér í vor, en var að sögn mjög
væg.
Lltið er hér talað um stjórnmál nú um þess-
ar mundir, enda hafa menn nóg að hugsa um
að reyna að bjarga skepnum sinum f harðind-
unum. Flestir fylgja hér sjálfstæðisstefnunni.
Almenn óánægja með forðabúrslö^iin. Þykir gjaJd-
ið hátt. Menn eru fyrir löngu orðnir leiðir á á-
lögunum, og gjaldþoli flestra meira en nóg boðið,
einkum þar sem harðærið kreppir faBtloga að.
Mörgum þykir þingið gera lftið í þá átt, að bæta
kjör verkmanna og annara lægri stétta.
Ungmennafélag var stofnað hér síðaBtliðinn
vetur. Hefur það gengist fyrir leikfimis- og söng-
kennsiu hór f kauptúninu. Stofnandi þess og
forseti er Svafa Þorleifsdóttir frá Skinnastað.
[vtuipend ur
nÞióðviljaDSu, sem breyta um bústaði,
eru vinsamlega beðnir að gera afgreiðsl-
unni aðvart.
Frá Vestur-lslendi ngum.
Síra Bjöm B Jönsson, forseti Kirkjufélagsins,
er ný fluttur til Winnipeg, — orðinn prestur
fyrsta lúterska safnaðarins þar, í stað síra Jóns
sáluga Bjnrnasonar.
Ungfrú Magnea Guðrún Bergmann (dóttir síra
Friðriks), og Alexander Gordon Paulson, voru 10.
júní síðastl. gefin saman f hjónaband.
Síra Friðrik Bergmann,, faðir brúðurinnar,
framkvæmdi hjónavígsluna.
Mjög fjölmennan söngflokk, er í verða hátt
á annað hundrað manna (að moðtöldum söngflokk-
um allra ísl. safnaðanna f Winnipeg), segja síð-
ustu fsl. blöðin, að hr. Brynjoliur JÞorláksson
hafi þá þegar verið farinn að æfa, til þess að
syngja á Islendingadeginum, 2. ágúst næstk.
Sunnudagaskólar og Ungmennafélög, f Winni-
peg gengust fyrir þvf, að fjöldi barna, foreldrar
þeirra, og annara, fóru skemmtiför til Selkirk
20. júní sfðastt.
Skemmtu börn og fullorðDÍr, sér þar síðan, í
skemmtigarðinum í Selkirk, á ýmsar lundir, á-
samt Selkirk-íslendingum, er slógust þá og f
hópinn, og tóku þátt í fögnuðinum.
Fieykjavík.
---- 31. júlí 1914.
Tíðin fremur köld sfðustu dagana, og þó sól
og hlýindi æ annað veifið, eða þá dag og dag
f bili.
Samsöng hélt „Söngfélagið 17. júni'1 í G.unlu
Bío sunnudaginn 19. þ. m. (kí. 4 e. h), og var
uann vel sóttúr.
Félagið hafði boðið alþingismönnum, að vera
▼iðstöddum samsönginn, og neyttu þeir þess mjög
þakksamlega allir, er þvf gátu við koraið.
„Sterling“ kom hingað frá mtlöndum 15. þ.
m. — Meðal farþegju hingað voru: Ungfrúrnar:
Sigríður Björnadóttir, fyr ráðherra Jónssonar og
Sigrfður Sighvatsdóttir, verzlunarmaður Jón Sf-
vertsen, Bogi Th. Melsted sagnfræðingur, stud.
mag. Haraldur Thorsteinsson, og tveir synir
Tliomsen’s konsúls: Hallgrímur og Knútur.
Ennfremur: Frú Flora Zfmsen, Th. Tnorsteins-
son kaupmaður, ýmsir útlendir ferðamenn o. fl.
Hr. Halldór Hermannsson, bókavörður Fiske-
safnsins í Amerfku, er ný kominn hingað, og
dvelur hér fram eptir sumrinu.
Ferð sfna kvað hann og nota, til að afla sér,
eða Fiske-safninu, afskripta af ýmsum skjölum
í söfnunum hér (Landsbóka- og Landsskjala-
safninu).