Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.10.1915, Page 2
i74
Þ j 0*j y J.jjj j.iVín.
)eyna — með munnlegu viðtali við atöku
efri deildarmenn —, ad hamla á móti
tillögum nefndarinnar, sem unnt var.
Þad tókst þá og vonum framar.
Ekki svo að skilja, að tillaga efri
deildar fjárlaganefndarinnar félli að vísu
þar í deildinni.
En svo mikid ávannst þó, að tillaga
nefndarinnar um þriðjungs-framlagið móti
landssjóðsstyrknum mardist þar þó ad
eins fiam, með eins atkvæðis mun.* * * * * 7)
Og svoua kom málið þá aptur frá efri
deild til neðri deildarinnár.
Allt valt nn á þvi — er svo var komið,
sem fyr segir — hixnt fylgid, sem mál-
inu vat ádur unnid i nedri deild fengist
nú til þess, ad kippa svo aptur i lidinn,
sem þyifti.
Að sjálfsögðu þótti meiri hluta fjár-
laganefndar neðri deildar nú betur hafa
skipast en ekki, er svo var komið í efn
deild, sem fyr segir.
Hann vildi því eigi að hróflað væri
við því sem ofan á var orðið.
Engu ad sidui i éd eg þóennávadid.
Breytingartillagan, sem eg bar fram
við svo nefnda „eina umræðu“ um fjár-
lögin í neðri deild, varð því og svo lát-
andi:
„Orðin: „og að minnsta kosti þriðj-
ungs framlag komi annars staðar
frá“ falli burt.“
Urslitin að þvi er þessa tillögu mína
snerti, urðu þá og þau, sem betur fór,
að hún var samþykkt með 16 atkvæð-
um gegn 9.
Nedri deildin hélt þvi sinu striki:
Til „brimbrjótsins11 veitast 10 þús.
krónur úr landssjóðnum hvort árið, —
án nokkurs tillags frá héradinum á móti.
Sigurinn var þvi — til allrar ham-
ingju — endurtekinn.
Betur gat það ekki farið!
í þetta horf var nú málið komið, er
fjárlögin fóru í annað skipti til efri deild-
ar, — til „einnar umræðu“ þar, sem svo
er kallað.
Og hvers var þá afefri deild ad vœnta?
Myndi hún nú sætta sig við það, sem
orðið var í neðri deild, eða færa máiið
enn að nýju í sama horfið, sem það áður
fékk í efri deild?
Síðari kostinn vildi Steingrímur sýslu-
maður, bróðir fjárlaganefndar-tramsögu-
mannsins i neðri deild,8) mjög ólmur að
tekinn væri.
Hann bar því tram tillögu þess efnis,
að færa málið þegar aptur i sama horfid
er fyr vat i efri deild, — vildi láta hér-
aðsbúa leggja fram minnst þriðjung móti
styrknum úr landssjóði.9)
Hefði þetta náð fram að ganga, þá
varð málið að fara í „sameinað þing“, —
fjárlaganefnd efri deildar hnýta orðunum: „og
minnsta kosti þriðjunos framlag komi annars
staðar frá“, — og fíkk þvf þá og fram marið í
efri deild, sem hér að ofan segir.
Sk. Th.
7) Þ. e með 6 atkv. gegn 5, með þvl að
tveir deildarmanna: Eiríkur Briem og síra Sig.
Stefánsson (einu í fjárlaganefnd efri deildar)
gieiddu þá ekki atkvæði.
Sk Th.
8) Hr. Péturs Jónssonar frá Gautlöndum.
Sk. Th.
9) Skylt þó, að geta þess, að jafn framt bar
hann þá og fram tillögu um lánreitingu úr lands-
sjoði í greindu skyni.
varð að útkljást þá á sameiginlegum fundi
beggja þingdeildanna.
En til þess kom þó, sem betur fór,
ekki.10)
Lyktirnar urdu, ad tillaga Steingrims
sýslumanns var — felld.
Algjör sigur var þvi loks — unninn.
Gledifiegnir þessar símaði eg þá og
þegar kjósendum mínum (þ. e. mönnum
í Bolungarvíkinni) mjög litlu síðar.
Svona endaði þá saga vbrimbrjóts«-
málsins á Alþingi 1915.
Rvík 27/# 1915.
Sk. Th.
íslandsbanki fær 1 millj. kr.
seðla-ankningu.
Auk seðla-aukningarinnar, er ný af-
staðið Alþingi heimilaði íslandsbanka,
sbr. 40.—41. nr. blaðs vors þ. á., hefir
konungur nú alveg nýlega gefið út bráða-
birgðalög, er heimila ráðherra íslands, að
leyfa íslandsbanka að auka seðla-iítgáf-
una onn fremur um allt að einni millj.
króna.
Skilyrðin öll hiu sömu, sem í lögun-
um, er Alþingi samþykkti i sumar, —
þar á meðal, að bankinn hafi til 50“/0
málmtryggingu.
Áskilið og að bankinn — að viðlögð-
um réttindamissir — hafi innleyst seðl-
ana fyrir lok næstk. janúarmánaðar.
Loks hefir ráðlierranti og gert það að
skilyrði, að íslandsbanki láti Landsbank-
ann — óski hann þess — fá allt að 250
þús. króna af nýju seðlunum, og þá með
sömu skilyrðum, sem hann sjálfur fær þá.
En ástæðan, eða brýna nauðsynin,
sem knúð hefir ráðherrann til þess —
eptir að hafa ráðfært sig við „velferðar-
nefndina11 —, að leggja það til við kon-
unginn, að gefa ofan greind bráðabirgða-
lög út, hún er sú, að íslaudsbanki hafði
tjáð sig eigi geta fullnægt viðskipta-
þörfinni ella.
Verðið á íslenzkum afurðum svo ó-
vanalega hátt, að kaupmenn þarfnast að
mun meiri peninga í svipinn, en vant
er, — þarfnast þess, til þess að geta
keypt ísl. afurðirnar, og fá ekki féð apt-
ur, fyr en beir hat'a selt þær á erlenda
markaðinum.
Fæðillgardags konungs vors, Christ-
ian’s X., 26. sept. síðastl., var minnst
hér í höfuðstaðnum á þann hátt, að fánar
blöktu a stöngum,
Skipin, sem á höfninni lágu, voru
og fánum skreytt og danska varðskipið
„Islands Ealk“ skaut fallbyssuskotum í
viðhafnarskyni.
Christian konungur X. er fæddur 26.
! sept. 1870 og varó þvi hálf-nmmtugur
26. sept. síðastl.
Ráðherra sendi konungi samfagnaðar-
skeyti, og út um landið i verzlunarstöð-
unum hefir fæðingardagsins og óefað verið
minnst með fánum, blaktandi á stöngum.
10) Fjárliganefnd efri deildar hætt níi, aö
vera málið kappsmál og síra Sig. Stefánsson
teljandi sig því óbundinu, og aræddist þá „brim-
brjótnum1* þannig eitt atkvæðið.
Sk. Tb.
A Áiii, 50.
Reykjavík.
--- 8. okt. 1915.
Vætu-tíð núna síðustu dagana, og þó eigi
enn kalzar, að talið verði.
Seglskipið ,,Aquíla“, fermt um 7 þús. tn. af
steinoliu, til „Fiskifélags Islands11, og til hr.
Jónathans kaupmanns Þorsteinssonar, kom hing-
að frá New York, aðfaranóttina 3. þ. m. (okt.)
Hér ræðir um ollu-farminn, sem ráðherra —
með ráði „velferðarnefndar“ — styrkti „Fiskifé-
lag lslands“. til að geta átt hlut i.
Félagið tekur farminu hálfan.
„Geir“ (björgunarskipið) kom hingað 9. þ m.
(okt.), norðan af Akureyri.
Með skipinu kom hingað frú Stefanía Guð-
mundsdóttir (og sonur hennar). — Frúin hefir í
sumar sýnt Akureyrarbúum leiklist sína, sem
og dans ýmis konar.
E.m fromur komu og með skipinu: Magnús
stýrimannaskólakennari Magnússon, Vigfús hót-
el-eigandi Sigfússon á Akureyri (og Valgerður
dóttir hans), Jón ritstjóri Stefánsson o. fl.
„Gullfoss11 fór héðan til útlanda að kvöldi 3.
þ. m , og átti að koma við á Austfjörðum.
Með skipinu fór héðan: Guðm. sýslumaður
Eggerz og frú hans, o. fl.
„Flora“ lagði af stað héðan til útlanda
að kvöldi 5. þ. m. (okt.) og komst þó
— eptir sumum sögnum — eigi af stað
fyr en með morgninum '6. okt.).
Ráðherrann (hr. E. A.) var einn þeirra,
er tóku sér far héðan með „Floru“.
Hann fór nú með laga-bunkann allan
frá síðasta Alþingi, til að fá staðfestingu
konungs.
„Botnía“ kom hingað norðan og vest-
an um land, og síðast beint frá ísafirði,
aðfaranóttina 6. þ. m.
Fjöldi farþega var með skipiau, þar
á meðal frá ísafirði: Hálfdan oóndi Hálf-
danarssou frá Búð (í Hnífsdal), Heima-
bæjar-bræðurnir Halldór og Páll, Páls-
synir (í Hnifsdal), Karel útvegsmaður
Jónsson frá Naustum og unnusta hans,
Jóh. P. dónsson, fyr sýsluskrifari á ísa-
firði o. fl. o. fl.
Skilnaðarsamsæti var Birni lækni Blön-
dal haldið á Hvammstanga að kvöldi
föstudagsins 1. okt. þ. á.
Hann flytur nú alfarinn þaðan og sezt
að í Reykjavík, ásamt fjölskyldu sinni.
Hr. Olgeir Friðgeirsson, fyr verzlun-
arstjóri á Vopnafirði, hefir nýlega verið
skipaður sænskur vara-konsúll í Reykja-
vik, fyrst um sinn, { stað Kristjáns heit-
ins Porgrímssonar konsúls.
Nýtt blað kvað vera væntanlegt í
blaða-hópinn mjög bráðlega, ef eigi einn
af næstu dögunum.
í*að eru sjálfstæðismenn, sem andvíg-
ir eru núverandi ráðherra (hr. E. A.),
sem þar kvað standa að baki.
Raflýsingu hafa Vestmanneyingar kom-
ið á fót hjá sér nú ný skeð.
RITSTJÓRl OG EIGANDI:
SKÚLI THORODDSEN
Sk. Tb.
Prontsmiðja Þjóðviljans.