Lögberg - 30.05.1888, Blaðsíða 2
LOGBEEG-
MIDVIKUi). 30. MAl 1888.
ÚTOEFENDUR:
Sigtr. .Jónasson,
Bergvin .lónsson,
Arni Friöriksson,
Einar Hjörleifsson,
Ólafur Þórgeirsson,
SigÆröur J. Jóhannessbn.
Allar upplýsingar viðvikjandi verði á
auglýsingum í „Lögbergi" geta menn
íengið á skrifstofu Llaðsins.
Hve nær sem kaupendur Lögbergs
skipta um bústað, eru Þeir vinsamlegast
beðnir, að senda skriflogt skeyti
um Það til skrifstofu blaðsins.
Utan fi öll brjef, scm útgefendum „Lög-
bergs“ eru skrifuð víðvíkjandi blaðinu
ætti að skrifa :
The Lögberg Printing Co.
14 Iíorie Str., Winnipeg Man.
SKÝRSLAN
optjr hr. Jón Ólafsson um búnaö-
arástand íslendinga í Argyle-ný-
lendunni, sem prcntuð er í þessu
blaði, mun mörgum ]>ykja fróð-
leg. Eins og skýrslan er einkar-
nákvæm og greinileg, eins mun og
óhætt inega fullyrða að hún sje
áreiðanleg. Hr. J. Ól. fer um það
svofeldum orðum í brjefi til vor:
„Jeg þori vel að ábyrgjast að
ekkert sjc of eða vantalið. Hver
einasti búandi hefur sjálfur talið
fram eignir sínar og skuldir, án
þess að komið haíi í ljós, eða að
jcg geti þekkt nokkra hvöt til
þess að segja það meira eða minna
en það, sem þetta var á þeim
tíma, sem safnað var til skýrsl-
unnar“.
Höfundur skýrslunnar hefur
haft mikið fyrir að semja hana.
Hann á miklar þakkir skilið, eigi
einungis af útgefendum Lögbergs
og sveitungum sínum, heldur og
af öllum þeim, sem annt er um
að komast að því sanna um,
hverníg þeim Islendingum líöi, sem
setzt hafa aö á bújörðuin hjer úti
á landinu. Skýrslan sannar það,
sem allt af hefur verið sagt af
þeim mönnum, sem nokkuð þekk ja
til þessa máls, og sem liafa viljað
segja satt. Landnámsmenn grípa
ckki upp neinn störauð fyrstu
áriö, en fari þeir hyggilega að
ráði sinu, lifa þeir góðu lífi og
grœða jafnt og þjett dálítið á
liverju ári. Og mun sá staður
vera til á hnettinum, þar sem
efnalausir menn, sem ekki hafa
átt kost á að læra neitt sjerstakt
til hlýtar, og ekki hafa á neitt
að treysta nerna vinnu sína og
náttúrugreind, geta búizt við betri
úrslituin svona upp og niður ?
Auk þess eru þessir rnenn sínir
eigin herrar, og það er þ(5 sann-
arlega nokkurs um vert. þeir
vita það bezt, sem gengið hafa
fi’á einum húsbánda til annars,
senr misst hafa vinnu, þegar þeinr
hefur hvað rnest legið á, sern ef
til viíl hafa orðið fyrir skætingi
íyrir sakleysi, og sem stundum
hafa verið sviknir um laun
sín, eptir að þeir lrafa stritazt og
sveizt mánuðunr sarnan.
Og svo vonum vjer að þessi
skýrsla verði kefli upp í rnunn-
inn á þeim, sem mest ánægjan
þykir í að telja mönnum trú um
aö íslendingar sjeu hjer allir við
dauðann. Ónnur eins gögn, eins
og þessi skýrsla er, ættu sannar-
lega rneir en að vega upp á móti
sögum Sigurðar karlsins Gíslason-
ar og annara fáráðlinga — að vjer
ekki tölum um Ben. Gröndal og
aðra ringlaða rugludalla.
En jafnframt vonurn vjer, að
skýrslan verði mörgum góðum
i dreng til uppörfunar og liugar-
I hressingar, þegar honum liggur
viö- að . „missa möðinn“, eins og
opt lcann að verða í andstreym-
inu. því að skýrslan sýnir það
Ijóslega, að hjer er þó ekki til
einskis barizt.
IIITT OG DETTA IIM OG FRÁ
AMERÍKU heitir lönor grein, sem
stóð í „Dagblaðinu“ í Kristjaníu í
Noregi fyrir okki löngu síðan. Dað
er vel rituð grein og skemmtiieg.
Einkum er liún rituð fyrir Norð-
tnenn í Noregi, en fiest í lienni
mun mönnum þykja fróðlegt að lesa,
Irvar senr þeir eiga heima, ef þá
annars langar til að fræðast nokk-
uð um Ameríku — og það þó þeir
eio-i heima vestan Atlantshafsins.
o
t>ví að sannast að segja þekkja
menn nauðalítið til Ameríku, þó
að rnenn t. d. hafl fiut/.t frá ís-
landi fyrir nokkru síðan til landa
sinna hjer, og svo allt af verið á
sömu stöðvunum. Vjer tökum því
ýnrsa kafla upp úr þessari grein.
Mörgum mun þykja fróðlegt að
sjá lýsingu þá, sem höfundurinn
gefur af viðtökunum, sein innflytj-
endur fá í stórbæjunum austur á
Atlantshafsströndinni, og örðugleik-
unum á að komast þar áfram.
Menn geta þá borið það sainan við
það, sein menn hafa orðið fyrir
hjer í Norðvesturlandinu.
Höfundurinn lýsir fyrst viðtökun-
um, sem menn íá í Castle Garden
í New York, en gerir svo ráð fyrir
að maður hafi sloppið gegnum hann
og líti undrunaraugum yfir New
York, risabæinn, sem aldrei sefur.
„Loksins eiga þá að rætast allir
draumar manns um velgengni og
auðsæld; það er víst enginn út-
flytjandi til, sem hefur ekki iitið
út yfir Atlantshafið, þegar er hann
hafði stigið fæti sínum á land, og
fundið hugrekki bærast í hjarta
sínu af hugsaninni um ]>ann dag,
sem koma ætti eptir svo og svo
langan tíma, þegar hann stigi aptur
á skip með vasabókina troðfulla af
amerikönskum bankaseðluni.
t>á er hver maður heppinn, sem
á brausta handleggi, og getur lát-
ið jarnbrautina fara með sig langt,
langt vestur í landið, hamrað þar
saman bjáikahús og farið að eiga
við jörðina; liann verður ekki var
við annan mun á ættjörðinni og
nýja staðnum en þann, að hjer er
jarðvegurinn feitari, skógurinn víð-
áttumeiri og trjen stærri.
Allt öðru máli er að gegna um
allar þær þúsundir se m verða eptir
í stóru bæjunum á Atlantsliafsströnd-
inni; þar verður lífið mun örðugra
og vonbrigðin ólíkt fleiri.
Kunnr menn , einhverja iðn, þá
er mönnum nokkurn vecinn borjrið,
og vanalega fá menn þá hráðlega
einhverja atvinnu, sem nóg kaup
er við til að borga mat og húsnæði
o<r iafnvel dálítið af fötum. En
kunni menn enga iðn, en hafi þar
á móti fengið háskóla- hernaðar- eða
verzlunar-menntun, þá koinast menn
fyrst í liann krappan, og það svo
að marki er.
Menn reyna þá fyrst að fá ein-
hverja atvinnu í þeirri grein, sem
menn hafa fengið menntun í; en á
meðan verða menn að lifa á þeim
skildingum, sém menn hafa haft
með sjer heiman að. Menn hlaupa
úr einuin stað. í annan, leita í dac-
hlöðunum, gefa sig fram á vistar-
ráðs-stofunum (Engagenrentsbureau),
mcnn grátbæna konsúlatið um að-
stoð. En ekkert dugar, allt hregzt.
Loksins getur svo viljað til einn
góðan veðurdag, að svo virðist, sem
ætli að fara að rætast fram úr fyrir
manni; það kotna boð frá vistar-
ráðsstofunni. Nú eru menn millj
vonar og ótta, þangað til menn eiga
að koma, og menn eru þangað
komnir á mínútunni. Mr. þann og
þann vantar mann á skrifstofuna,
rnenn fá brjef til lians og fara að
finna liann. Yfirmaðurinn spyr fyrst,
hvað maður hafi verið lengi í Anre-
ríku; það er ekkert notalegt að
verða að svara, þegar maður hefur
ekki verio þar lengur en svo sem
tvær vikur, allra sízt, þegar maður
kann ekki ensku betur en svo, að
inaður staniar o £ allt stendur í
manni. Hinir skrifararnir flissa bak
við skrifborðin, og yfirmaðurinn
hiær sjálfur að þessari einstöku
ensku, sein maður talar; það er
ekkert til, sem kemur því eins til
leiðar, að Ameríkumenn líti niður
á mann, eins og það að kunna ekki
málið. Jafnvel Þjóðverjinn, sem
hefur verið þar árum saman, en
sem þó enn kemur með sína hörðu
sarnhljóðendur, soni hann gotur
aldrei vanið sig af, hann lítur með
fyrirlitningu á nýkomna græningj-
ann, og lætur ekki aðra menn
vinna fyrir sig, en þá, sem tala
ensku reiprennandi, betur en hann
sjálfur.
Svo verður það íir, að yfirmað-
urinn segir sjer þyki það mjög
leiðinlegt, að liann geti ekki notazt
við mann; en maður tali nrálið
svo illa, og skiptavinirnir kunni
ekki við það; en ef raaður vilji
koma aptur eptir nokkra rnánuði,
þá gæti viljað svo til, að á manni
þyrfti að halda.
Þá brást þetta líka. Örvænting-
arfullur gengur innflytjandinn út á
götuna, þar sefn allt kveður við af
harki og liáreisti; hann er svangur;
honum finnst ekki að hann hafa
efni á að fá sjer að borða, því
engin fæst atvinnan; en borða verð-
ur hann; þetta er um miðjan dag-
inn, og hann seður hungur sitt
með 10 centa Ittnch. Svo fer hann
heiin, leggst upp í rúmið, og star-
ir út í loptið. Hvað ætlar að verða
úr þessu? eptir eina viku eru pen-
inc-arnir brotnir, o«r enii'in atvinna
fáanleg; og jeg, sem hafði hlakkað
svo til að geta skrifað foreldrum
mínum, að nú hefði jeg fengið at-
vinnu á skrifstofu.
Vikan líður, og peningarnir eru
þrotnir, og hann er engu nær.
Hvað verður úr þessu? Hann kyn-
okar sjer við.^að fara að. fást við
auðvirðilegustu vinnu; það er sagt
að það sje svo illt að komast upp
úr lienni aptur. En það verða einu
úrræðin, og einn góðan veðurdag
er hann kominn ofan á bryggjurn-
ar með þungan poka á bakinu;um-
hverfis hann blandast blótsyrði um-
sjónarmannsins ’saman við hvæsing-
arnar og hávaðann frá gufuskipun-
um; rykið og reykurinn þjett eins
kafald og á Farenheit eru 102 gr.
í forsælunni. Eða hann er að klifra
með mestu erfiðismunum upp á
himinhá grindaverk utan um hálf-
gert liús; það er beint á móti sól-
unni, og hann er nreð allt að 20
þunga nrúrsteina á annari öxl-
inni; hann verður uæstum því að
canu'a allsber, o£f sólin lirennir húð-
ina, svo að hún verður hörð og
samanskorpin.
Dað er örðugt að komast upp
aptur, þegar menn hafa á annað
borð farið að fást við auðvirðilega
vinnu; hver mundi trúa því að
þessu sje svona varið í hinni ungu,
hleypidómalausu Ameríku? og þó
er því svo varið, ef til vill langt
um fremur þar, en nokkurs staðar
annars staðar. Auðuífu Ameríku-
O
mennirnir í borgunum eru þröng-
sýnir, og það í mesta máta.*
Surnir innflytjendanna vita þetta,
og þeir svelta heldur en fara að
gefa sig við auðvirðilegri vinnu,
þeir blða og bíða í lengstu lög.
Ekki I anirt frá Castle Garden
O ;
liggja ýmsar götur, þar sem marg-
ar norskar skrifstofur eru, og þar
er lieil nýlenda af skandinaviskum
skrifstofumönnum. Um þennan hluta
horgarinnar er innflytjandinn, sem
ekki vill o-anga að auðvirðilegu
vinnunni, að flækjast daginn út og
daginn inn. Hann er allt af að
vonast eptir því, að það geti þó
1) f>!> aö höf. aö öllum llkintlum hafi hjer
rjett aiS mæla, pí er þess vel gætandi, aS
þetta á alls ekki viö hugsunarhátt efnamanna
hjer veslur frá. Hjar er enginn maður lýtt-
ur fyrir aö vinna u&inn vinnu. En hugs-
unarháttur manná ( lxirgunum austur frá er
lfka orðinn að flestu lcyti líkari |>vf sem
hann er í Norðurálfunni cn hjer vestur frá.
skeð, að einhver hverfi frá stöðu
sinni, og að hann geti svo náð í
hana; í þessari óvissu von lifir
hann; en á meðan líður tíminn,
hann flækist þar og flögrar um,
sleikir sólskynið á görðunum við
höfnina með pipuna í munninum,
fer að verða alþekktur þar, og er
áður en hann veit af, farinn að
heyr§ þessum hluta bæjarins til;
hann hefur ekki nóga peninga til
að komast lengra, viljinn linast, og
hann liættir að hugsa uin að ná
sjer í atvinnu; loksins er nafn lians
nefnt meðal þeirra skandinavisk u
naftia, sem hrækt er á — og þeir,
sem eiga þessi nöfn, flækjast unr í
rennunum niðri við New York-höfn-
ina.
(Framh. síðar).
ÞAÐ MÁTTI EKKIi MINNA
VERA.
Jlr. ritstjóri Lögbergs!
Ritstjóri „IIeinskringlu“ lieflr var-
ið hálfum öðrum dálki í síðasta
blaði sínu (nr. 21, 2. ár) til 'að
refsa mjer fyrir það, að jeg dirfðist
nreð fáeinum línum, sem þjer
góðfúslega tókuð í Iilað yðar, að
finna að svörum hans ujipá spurn-
íngar frá manni í Nýja-íslandi sem
birtist í 19. númeri „Hkr“. — Glós-
unura um tilgang minn o. s. frv.
gef jeg engan gauin. Ritstj. „Hkr“.
má hafa allan þann lieiður og hug-
fró, sem þær geta veitt honum.
En nú skal jeg skýrt taka það
fram, sem jeg áður að eins gaf I
skyn, að þau svör hans, sem sjer-
staklega ræðir um, ekki að eins eru
út í hött, lieldur gætu orðið mönn-
um í N. ísl. skaðleg, ef þeir hög-
uðu sjer eptir þeim, því illdeilur,
og málafrrli gætu risið út af því
ef menn færu að þvergirða lögvegi
í því trausti að lþgvitringur „ITkr“.
hefði svarað rjett, og til að fyrir-
hyggja þetta leiddi jeg athygli
ritstj. og annara að þessum villandi
svörum lians.
Dað sem ritstj. „Hkr.“ segir í
grein sinni viðvíkjandi girðingum,
er vafningur einn. Spyrjanda er
ekki 'svarað þó ritstj. svari sjálfum
sjer rjett, og hjákátlegt svar er
það, þó eitthvað sje „óbeinlínis
kunngert“. —-
Þá kemur seinni kafli greinarinnar,
heill dálkur, sem virðist eiga að
vera sjerlega lærður fyrirlestur unr
vegi yfir höfuð að tala, ee veginn
um Nýja-ísland sjerstaklega. Dað
virðist, að þegar ritstj. var kominn
svona langt, hafi níða-þoka vafið
sig um skynsemis-tetrið lians, og
liann sje að fálrna eptir einhverju
til að rjettlæta mál sitt með, með
öðrum orðum að úr honum verði
þokuvillingur eða rjettara sagt
reglulegur „petty-fogger“. í þessu
fálmi verður ritstj. að grípa til lag-
aima frá 1872, sem eiga við vegi,
eða öllu heldur götur (trails), sem
aldrei höfðu verið löggiltar, til að
sanna að vegurinn um N. ísl. ef
til vill ekki sje löginætur.
Þetta er dásamleg sönnun fyrir
því, að vegur, sem samhandsstjórn-
in ljet mæla út þrem árum seinna
um - land, sem hún þá sjálf átti,
muni ólögmætur. Ef vegurinn hefði
verið mældur út um lönd manna,
eptir að þeir voru búnir að fá
eignarrjett fyrir þeim, hefði öðru
ináli verið að gegna, en samt sem
áður gætu einstakir menn okki að
ásekju lokað vegi, sem útmældur
er eptir fyrirmælum landsstjórnarinn-
ar I þarfir hins opinbera, en borg-
un gætu menn heimtað fyrir vega-
stæðið og landspell.
L>á fræðir ritstj. „IIkr.“ rnenn um
það, að „fylkið“ eigi „alla vegi,
sein í því eru gerðir“. Detta er
ósatt að þvf er snertir veginn unr
N. ísh, því sambandsstjórnin hefur
enn ekki afhent fylkinu hann, og
svo á fylkið ekki þá privatvegi^
sem menn gera á landeign sinni.
Jeg ætla nú ekki að fræða ritstj.
meir í þetta sinn en skal þó segja hon-
um, kempunni! að líklegra er að hann
finni það, sem hann þarf að upplýsast
um (og það er al lt) viðvíkjandi veg-
inum uin N.ísl. á landstofuin stjórn-
arinnar, en í leynihólfum í veskj-
um einstakra manna; og það liefði
verið ómaks minna fyrir hann og
gagnlegra fyrir aðra, ef hann hefði
gert það í fyrstu, í stað þess að
fara á hundavaði sjálfum sjer til
vansæmdar en öðrum til ógagns
og hnevkslis, og eyða jafnmiklu
rúmi í blaði sínu með þvættingi.
Víðvíkjandi þessu síðasta mun hann
segja eins og þokulanda-konungur-
inn „þeir mega sletta skyrinu sem
það eiga“. En engu að síður virð-
ist mjer, að svo vel sem það átti
við urn svörin góðu „betra er autt
rúm en illa skipað“, þá eigi þetta
enn betur við um hálfs- annars'
dálks greinina.
Kaupandi „Hkr.“.
ÚR VÍÐRI VERÖLD.
Marmara-fjall hefur fundizt í Sieben-
bm gen. Marmarinn er sagður eins hreinn.
og hvitur eins og hinn heimsfrægi Carr-
ara-marmari.
*
Einn af einkennilegustu siðunum við
hirð soldánsins í Miklagarði er sá, að
drottinn rjetttrúaðra manna má aldrei.
vera í nokkurri spjör meir en einn
dag. Soldáninn mundi drýgja hátignar-
brot gegn sjálfum sjer, ef hann væri
nokkurn tíma í sömu fötunum tvodaga
Á hverjum morgni verður liann Því að
fá ný föt. Fötin sem henn hefur kast-
að, fá herbergisþjónarnir, en einkum er
þó þessi siður fjeþúfa fyrir skraddara
soldánsins, sem selur hans hátign al-
fatnað 3G5 sinnum á hveiju ári.
*
Bismarck er einn af msetu pappírs-
gerðarmönnunum í Þýzkalandi. í papp-
írsmyllunum hans við Yarzi eru að
jafnaði búin til fimmtán tons af pappir
á dag. Apótek á hann líka mörg.
Svo er hann og þriðji mesti timbursal-
inn í Þýzkalandi. Meiri timburverzlun
en liann reka að eins prinsinn af Sax-
en-Coburg-Gotha, sem á hinn mikla Thur-
ingian-skóg, og prinsinn von Fursten-
berg, sem hefur erft eignarrjettinn að
öllu timbri, _sum höggvið er í Svart-
skóginum.
*
Blöðin og landafræðingarnir í Norður-
álfunni ræða um þessar mundir með
mestu ákefð, hvað muni hafa orðið af
Stanley. Ekkert hefur heyrzt af honum
í hjerum bil tíu mánuði, eða síöan 10.
ágúst 1887 að hann fór frá Yamhunga.
Þaðan ætlaði hann til staðar, sem heit-
ir Wadelai, fyrsta staðarins, sem hann
gat komizt til í löndúm Emins paslia;
en milli Yambunga og Wadelai eru um
600 mílur, mýrlendi, en þó ekki ófært.
Síðast þegar Stanley skrifaði, bjóst hann
við að komast til landsins umhverfis
Nyanza-vatnið, og þegar hann var þang-
að kominn, hefði Emin pasha hlotið að
fá vitneskju um ferðir hans; en Emin
paslia skrifaði 2. nóvemlier, og hafði þá
ek^ert af honum heyrt. Sir Francis
Winton, sem áður hefur verið land-
stjóri í Congo-ríkinu, og því er kunn-
ugur um þessar slóðir, heldur að fyrir
Stanley hafi orðið einhver þrándur í
götu, og að liann hafi því neyðzt til að
fara langan krók á sig. Lundúna-blaðið
Olobe segir, að þar sem Stanley fór norð-
ur með miklu vötnuuum að vestan, þá
hafi hann og Emin pasha kunnað að
farast á mis; því hann ætlaði að mæta
honúm að austanverðu við vötnin. En
Parísarblaðinu Temps þykir ólíklegt að
jafnmargir menn, eins og voru með
Stanley, hafi getað farið með fram
vötnunum öðrumegin, án þess að menn
frjettu neitt um það hinumegin við vötn-
in. Ólíklegt telja menn það, að Stanley
hafi orðið fyrir launsát og lið hans drep-
ið. Hann hafði með sjer 484 menn, vel
vopnaða, og sjálfur er hann æfður og
dugandi foringi. Enn liefur þess verið
getið til, að hann hafi frjett að Emin
pasha væri óhætt—og ferð þessa fór
hann til að frelsa liann, eins og kunn-
ugt er—og að hann hafi svo snúið suð-
ur á bóginn, til þess að kanna lönd,
og rnuni koma fram einhvors staðar um-
hvervis Zanzibar.—Hvað sem um Stíinley
kann að að vera orðið, þá er það víst,
að enginn veit með vissu, livar hann
er niður kominn, eða hvort hann er
lífs eða liðinn.