Lögberg - 19.08.1891, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.08.1891, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, MIÐVIKUDAGINN .19 ÁGÖST 1891. S ögbcrg.. öefið út a5 57ít Hlaia Str. Winiiipcs. af The Lögberg Printing Publishing Coy. (Incorporated 27. May 1890). Ritstjóri (Editor): EINAK HJÖRLEIFSSON BUsiNJtss manager: MAGNÚS PAULSON. AUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar í eitt skiptij 25 cts. fyrir 30 ortí eða 1 þuml. dálkslengdar; 1 doll. um mánuSinn. Á stærri anglýsingum e'ða augl. um lengri tíma af- sláttur eptir samningi. BÚSTADA-SKIPTI kaupenda verður að til- kynna skrijtega og geta- um fyrverandi bú- stað jafnframt. UTANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU blaðsins er: TKE L(ÍGBEF(C PÍJINTiNC & PUBLISK- CO. P. O. Box 368, Winnipeg, Man. UTANÁSKRIFT til RITSTJÓRANS er:. EDITOlt LÖOBERG. P. O. BOX 368. WINNIPEG MAN. --- MIDSIKUD. ig. AGÚST i8gi-- £2£~ Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild, nema hann sé skuldlaus, þegar haDn segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld við blað- ið, flytr vistferlum, án þess að tilkynna heimilaskiftin, þá er það fyrir dómstól- unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett- vísum tilgang'. I3T Eftirleiðia verðr á hverri viku prent- uð í blaðinu viðrkenning fyrir móttöku ailra peninga, sem því hafa borizt fyrir- farandi viku í pósti eða með bréfum, en ekki fyrir peningum, sem menn af- henda sjálfi* á afgreiðslustofu blaðsins' því að þeir menn fá samstundis skriflega viðrkenning. — Bandaríkjapeninga tekr blaðið fullu verði (af Bandaríkjamönn- um), og frá Islandi eru íslenzkir pen ingaseðlar teknir gildir fuilu verði sem borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í P. 0. Money Orders, eða peninga lle- gistered Letter. Sendið oss ekki bankaá- visanir, sem borgast eiga annarstaðar en í Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylg fyrir innköllun. Mr. Mercier, stjórnarformaðurinn í Quebecfylki, verður fyrir hörðum árásum um þetta leyti. Ilonum hefur ver- ið borið á brjúi af mótstöðumönn- um sínum, að hann noti trúarbrögð- in á allt að f>ví ósæmilegan hátt til fiess að halda sjálfum sjer við völdin, og nú hafa f>ær ákærur fengið nytt líf og nýjan biturleik. E>að er ekki nein nj bóla í Quebec-fylki, að trúarbrögðin sjeu notuð í pólitiskar ílokksþarfir, og hefur sumt verið miður frynilegt eða sæmilegt, sem upp hefur kom- ið í því sainbandi. iDegar Sir Ilector Langevin, til dæmis að taka, leitaði sambandspingskosning- ar I Charlevoix árið 1877, hafði hann á sjer gullkross, sem páfinn hafði lagt sjerstaklega blessun sína yfir. Þessi kross var sýndur á ræðu- pöllunum sem sjerstakt og ómót- mælanlegt merki þess, í hve mik- illi hylli pingmannsefnið væri hjá Píusi páfa 9. Klerkarnir hótuðu sóknarbörnum sínum hörðu, ef þeir virtu þennan kross að vettugi og mörkuðu ekki kjörseðla sína á þann hátt, sem páfinn mundi kjósa. Síð- ar urðu umræður um þennan kross á sambandsþinginu. Einn af þing- mönnunum frá Quebec-fylki miniat- ist á það, hve vel Sir Hector hefði leitazt við að færa sjer í nyt við kosningarnar heiður þann sem hann hefði af páfanum þegið, en kvart- aði jafnframt yfir því, að hann hefði gleymt að skýra kjósendun- um frá því, hrað mikið blessun páfans og krossinn hefði kostað. í það sinn vakti þessi athugasemd hneyksli mikið, því að í henni lá það, að páfinn hefði selt blessun sína fyrir veraldlega fjárinuni. All- ir Ijetu þá svo sem það væri und- ur ljótt og illa gert að gefa slíkt í skyn. En samt sem áður munu allmargir hafa trúað því þá, að blessun páfans mundi ekki hafa verið með öllu gefins. Nú er Mr. Mercier borið á brýn af mótstöðumönnum sínum, að hann haíi fetað í fótspor Sir Hect- ors Langevins í þessu efni, að eins farið miklu lengra en trúarbvóðir haris í konservatíva flokknum. Fyrstu árin eptir að hann tók við ráð- herrastörfum ljet hann sjer nægja blessanir frá páfanum, en hann varð líka mjög óspart fyrir þeim lilunn- indum. Hvenær sem einhvers stað- ar átti að fara fram kosning til fylkisþingsins í Quebec, kom hrað- frjett frá Rómaborg um það, að nú hefði páfinn enn einu sinni bless- að stjórnarformanninn þar. Ótví- ræðlega er gefið í skyn af mót- stöðumönnum Merciers, að liann liafi borgað fyrir þessar blessanir. Atvik eitt, sem varð suður í Bandaríkjunum fjrir fáeinum mán- uðum, telja þeir og að styr]ch mál- stað sinn mjög. Þar var verið að reyna að stofna banka, sem átti að standa undir stjórn kaþólsku kirkj- unnar. Deim sem gerast vildu hlut- hafendur í þessum banka var með- al annars bent á það sem mikils- verð hlunnindi, að páfinn hefði blessað fyrirtækið. Nú vildi svo til að einum af helztu mönnum ka- þólsku kirkjunnar, Corrigan erki- biskupi, gazt ekki að fyrirtækinu, og hann kom þvi þá upp, að svo auðvelt væri að fá þessar páfa- blessanir, að þær gætu ekki haft mjög mikla þjðingu. Erkibiskup- inn staðliæfði, að blessunar-eyðublöð mætti liaupa , í pappírsbúðum í Rómaborg ; svo væru þau send rík- isritara páfans, og kærou þaðan aptur undirskrifuð og innsigluð af páfanum. í>að er á þennan hátt, eða einhvern mjög svipaðan, að mótstöðumenn Merciers hyggja, að hann hafi komizt yfir blessanir sín- ar. Degar þær komu tveimur eða þremur dögura á undan kosningum, höfðu þær mikil áhrif á kaþólska alþjðumenn, og þeir hugðu, að með þessu væri páfinn að benda þeim á, að þeir ættu að gefa því þing- mannsefni atkvæði ’sitt, sem ætlaði að stuðla að því að Mr. Mercier hjeldi völdunum. Deg'ar blessr.nirnar fóru að verða nokkuð margar, og þar af leiðandi liætt við að þær mundu missa krapt sinn, varð Mercier riddari hins heilaga Gregóriuss. Síðar fjekk hann sjerstakt leyfi til að halda guðs- þjónustur í húsi sínu, og þáði af páfanum heilög ker, sem nota skyldi við guðræknisathafnir. Næst var hann gerður að greifa af hinu helga rómverska ríki. Að lokum kom hann úr Frakklandsferð sintii í vor með ýmsa helga dóma, þar á með- al tvo parta af blæju Maríu meyjar, og liafa þeir blæju-partar verið af- hentir yfirmönnum kaþólsku kirkj- unnar í Quebec með iiinni mestu viðhöfn. Aldrei fyr hefur nokkrum snepli af blæju Maríu meyjar ver- ið sleppt út úr Norðurálfunni, að sögn, en nú voru Mercier fengnir í hendur þessir partar í sjerstöku virðÍDgar skyni fyrir trúrækni hans og starf í þjónustu hinnar kaþólsku kirkju. Allar þessar kirkjulegu virðiag- ar, sem Mr. Mercier hefur þegið, telja mótstöðuraenn hans hreinasta húmbúg og tál, sem notað sje til að ginna með fáfróða alþjðu. En það sem einkum veldur því að nú er svo mikið um þetta atriði talað, er það, að njjar og alvarlegar sak- ir er farið að bera á formann Que- bec-ráðaneytisins. Hann á að hafa verið fátækur maður fyrir fimm ár- um, en vita nú naumast aura sinna tal. Hann á að hafa þegið stórfje að gjöf af mönnum, sem komast vildu að samningum við stjórnina um vinnu þá, sem hún þurfti að fá leysta af hendi. Þessir menn eiga að hafa gefið honum hús það sem hann bjr í, silfurborðbúnað hans og vagn, og jafnvel loðkápu og feldi til að skjla sjer í vetrar- kuldunum. Jafnframt eiga og þess- ir menn að hafa lagt óspart fje fram við kosningar til þess að halda honum við völdin. Yinsar fleiri sakir eru á hann bornar, sem allar siferta meðferð á almenning* fje; hin síðasta og alvarlegasta af þeiin öllum er sú, að 100,0('0 doll- urum, sem veittir höfðu verið af Quebec-þingi til járnbrautalagninga, hafi alls ekki verið varið til þess sem til var ætlazt, heldur hafi það fje gengið allt í pólitiskar flokksþarfir. Vel ber þess að gæta, að þetta eru að eins ákærur, en ekki sann- aðar sakir. Hvað mikið eða lítið kann að vera satt í þeim, er enn ómögulegt að segja. í konserva- tíva flokknum er fögnuður mikill út af þessum ásökunum; þeim meg- in þykja þær koma á hentugum tíma, rjett ofan í lineykslin, sem komizt hafa upp í stjórnardeild þeirri sem Sir Ilector Langevm stjrði þangað til í síðustu viku. Rannsókn liefur verið hafin af járn- brautanefnd ölduneadeildarinnar í Ottawa út • af ákærunni um þessa $ 100,000, sem veittir voru til járn- brautar, en eiga að liafa farið allt annað. Mr. Mercier mótmælir því, að sú nefnd hafi nokkurn rjett til að rannsaka það mál, vegna þess að fje það sem uin *r að ræða hafi ekki verið veitt af sainbands- þinginu, heldur af þingi Quebec- fjlkis. En þau mótmæli virðast ekki vera á miklum rökum byggð. Að minnsta kosti líta Jms af helztu blöðum frjálslynda flokksins—að vjer ekki tölum um blöð íhaldsmanna— svo á málið, að ekki dugi fyrir Mercier að þverskallast gegn þeirri rannsókn, kannast að sönnu afdrátt- arlaust við það, að engin líkindi sjeu til, að sú rannsókn verði óvil- höll, en benda jafnframt á það, að til brautar þeirrar (Baie des Chaleurs brautarinnar) sem um er að ræða, hafi sambandsstjórnin lagt fram $ 525,000, og halda því fram, að þar sem orð leiki á því að miklar misfellur hafi verið á meðferð þess fjár, sem ætlað hefur verið þessari braut, þá sje full ástæða til þess að sambaadsstjórnin skipti sjer af málinu. Hegningarlögin. —o-- Dómsmála-ráðherrann í Ottawa, Sir John Thompson, hefur lagt fyrir þingið frumvarp til nýrra hegning- arlaga, og er það lengsta lagafrum- varpið, sem nokkurn tíma hefur verið lagt fyrir Canadaþing, 340 blaðsíður og 1005 greinir. Eptir þessu frumvarpi eiga ensku hegn,- ingarlögin að vera numin úr gildi hjer í landi. Hingað til hafa saka- menn verið dæmdir eptir þeim. Iíiel, til dæmis, var dæmdur sekur um landráð eptir enskum lögum, og það hefur komið fyrir, að menn hafa verið teknir fastir hjer í landi fyrir samsæri eptir gömlum lögum frá ríkisárum Elisabetar drottningar. Ekki er búizt við að þetta frum- varp komizt gegn um þetta þing, en að ári eru iíkindi til að það verði að lögum, og fari svo, þá má ekki þar á eptir höfða mál á móti neinum manni fyrir brot gegn nein- um lögum, sem gefin hafa verið út af þingi Stórbretalands og írlands, nema tekið sje fram í þeim lög- um að þau gildi í Canada. Vitaskuld hefur því verið hald- ið af enskum hegningarlögum, sern ráðherranum hefur þótt við eiga lijer í *landinu, og hefur verið mik- ið verk, að búa til eina heild úr því og þeim iögum, sakamálum við- víkjandi, sem gefin hafa verið út hjer í landinu. Auk þess er í frum- varpinu bætt við Jmsum njjurn greinura, sem hvorki hafa áður stað- ið í enskum nje canadiskum lögum, og eru sumar þeirra allþjðingar- miklar. Eitt merkilegt atriði í frurn- varpinu eru bendingar þær sem þar standa um það, að hve miklu leyti dómstólarnir skuli taka það til greina, þegar ákærðir menn afsaka sig með vitfirring. Hafl hinn á- kærði á þeim tíma sem hann framdi glæpinn verið svo viti firrtur eða 574 fyrir svivirðing, og í því skyni hef jeg fengið ykkur alla til að koma hingað. Jeg ætla að lesa upp játn- in'guna, og þegar þið hafið fengið að vita sannleikann, vil jeg fá ykk- ur alla til að halda honum leynd- um, úr því Mark Frettlby er dauður, og enginn maður, hefði neitt gott af því að glæpur lians yrði almenningi kunn- ur.“ veit“, sagði Calton eptir litla þögn og sneri sjer að lög- regluþjóninum, „að þjer eruð al- gerlega sannfærður um, að þjer hafið á rjettu og jeg á röngu að standa, en hvernig lízt yður á, þeg- ar jeg segi yður, að þegar Mark Frettlby dó, hjelt liann einmitt á því skjali, sem glæpurinn hafði verið unnið fyrir?“ Andlitið á Kilsip lengdist tölu- -vert. „Hvaða skjal er það?“ „Hjónavígslu-vottorð Marks Frettlbys og Rósönnu Moore, kon- unnar, sem dó úti í skrílgötunni.“ Kilsip varð sjaldan forviða; í þetta skipti varð hann það samtj 579 „Detta er allt þvættingur“, sagðí málafærslumaðurinn óþolinmóðlega. „Ekkert hefur komið fram gcgn Moreland, sem getur flækt hann inn í málið. Hvers vegna skyldi hann hafa farið að finna Frettlby, ef hann liefði drepið Whyte sjálfur?11 „En“, sagði Kilsip og kinkaði kollinum spekingslega, „ef það er satt, sem Moreland segir, að hann hafi haft frakka Whytes áður en morðið var framið, hvernig stendur þá á því, að jeg skyldi síðar finna frakkann uppi í furutrje 'í Fitzroy garðinum og tóma klóróformsflösku í vasanum?“ „Hann kann að hafa verið í vitorði“, sagði Calton. „Til hvers eru allar þessar á- gizkanir?“ ?agði Chinston óþolinmóð- lega; hann var orðinn dauðþreyttur á umræðunum. „Við skulum lesa játninguna, og þá fáum við innán skamins að vita sannleikann, svo að þetta urntal þarf ekki“. Calton fjellst á það; þeir bjugg- ust til að hlusta, og Calton byrj- aði að lesa það sem hinn látni rnaður hafði ritað. 582 segja, miður gott orð á sjer, þar sem sakamenn voru hingað fluttir, þá langaði mig þó til að fara þang- að og byrja þar nýtt líf. En því miður hafði jeg ekki efni á að kom- ast það, og jeg sá ekki annað fyrir mjer liggja, en að Jifa hinu dauf- lega lífi skrifstofuþjóns í Lundún- um, því að mjer var ómögulegt að leggja neitt upp af þeim litlu laun- um, sem jeg hafði. En rjett urn það leyti dó frænka mín, ógipt kona, og arfleiddi mig að fáeinuin hundruðum punda, og með þau fór jeg til Ástralíu, staðráðinn í að verða auðugur maður. Jeg stóð • nokkurn tíma við í Sidney, og fór svo til Port Phillip, sem nú er svo alþekkt með nafninu Melbourne, og þar ætlaði jeg mjer að setjast að. Jeg sá að þessi unga njlenda var að blómgast, þó að mig auðvitað dreymdi ekki þá um, að hjcr mundi rísa upp heil þjóð, af því að það var fyrir daga gullgraptarins. Jeg var aðgætinn og spársamur á þeim dögum, og jeg held sannarlega, að það hafi verið sælasti parturinn af lífi mínu. 571 irinn kurteislega. „Munið þjer>“ sagði Calton og leit framan í hann, „eptir liansom- kerru morðinu, sem inönnum varð svo tíðrætt um fyrir nokkrum mán- uðum?“ „Já, jeg man eptir því,“ svar- aði læknirinn í meira lagi forviða; „e* hvað kemur það erfðaskránni við?“ „Dað kemur ekkert erfðaskránni við“, svaraði Calton alvarlega, „en sannleikurinn er sá, að Mr. Frettl- by var riðinn við þann atburð.“ Dr. Chinston leit spurnaraug- um á Brian, en Brian gerði ekki nema hrissta höfuðið. „I>að kemur ekkert fangelsis- vist minni við“, sagði hann með hryggðar-svip. Orðum þeim sem Madge hafði sagt í óráðinu brá fyrir eins og leiptri í huga læknisins. Hann stóð á öndinni. „Við hvað eigið þjer?“ sagði hann og Jtti stólnum sem hann sat á, aptur á bak. „Hvernig var liann við morðið riðinn?“ „Það get jcg «kki sagt yður,‘*

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.