Lögberg - 08.04.1893, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.04.1893, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG LATTGARDAGINN 8. APRÍL 1893. % ö g b zx g. Gem“ út a« 57S Msiin Str. Winnipes af The Löfberg Printin^ Sf Tublishinq Coy. (Incorporated 27. May 1890). Kitstjóri (Editor); EINAR HJÖRLEIFSSON BUSINESS MAN’AGER: JOIIN A. BLÖNDAL. AUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar í eitt kipti 25 cts. fyrir 30 orð eða 1 þuml. dálksiengdar; 1 doll. um mánuöinn. A stærri auglýsingum eBa augl. um lengri tiroa at- sláttur eptir samningi BÚSTAD A-SKIPTI kaupenda verSur a« til nynna skn/lega og geta um fyrverandi bú stað jafnframt. UTANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU blaðsins er: THE LÖCBEHC PRINTINC & PUBLISH. CO. P. O. Box 368, Winnipeg, Man. UTANÁSKRIFT til. RITSTJÓRANS er: EDITOR LÖOKERG. p. O. BOX 368. WINNIPEG MAN. — Laugardaginn 8. apr 1893. — Samkvæmt, landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild, nema bann sé skuldlaus, þegar haDn segir upp. — Ef kstipandi, sem er í skuld við blað- ð flytr vistferlum, án þess að tilkynna beimilaskiftin, þá er það fyrir dómstól- unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett- viRnin tilgang’. Eptiiieiðis verður hverjum þeim sem sendir oss peninga fyrir blaðið sent viður- kenningfyrir borguninni á brjefaspjaldi, hvort sem borganirnnr hafa til vor koinið frá Umboðsmönnum vorum eða á annan hátt. Ef menn fá ekki slíkar viðurkenn- ingar eptir hæfllega lúngan tíma, óskum vjer, að | eir geri oss aðvart um það. — Bandaríkjapeninga tekr blaðið fullu verði (af Bandaiíkjamönnam), og frá Islandi eru íslenzkir pen- mgaseðlar teknir gildir fullu verði sem borgun fyrir blaðið, — Sendið borgun í l’. 0. ifoney Orders, eða peninga í Re gútered Letter. Sendið oss ekki bankaá vísanir, sem borgast eiga annarstaðar en i WiuDÍpeg, nema 25cts aukaborgun fylg fyrir innköllun. HÖRMULEGT SLYS. Skurður. sem Jjessa dagana er verið að grafa á Point Douglas, rjett hjá Ogilvie-millunni, hrapaði niður á fjóra íslendinga á fimmtudaginn var, meiddi J>rjá mennina stórkostlega og varð hinum fjórða að bana. Maðurinn, sem missti lífið, hjet Jienjamln Jónsson Jónssonar, prests í Reykjahlíð. Hann var kvænt- ur systur Jóns alpingismanns Jóns- sonar á Reykjum, var pryðilega vel greindur maður og lesinn, en bláfá- tækur. Hann lætur eptir sig konu °g prjú börn, hvert öðru yngra. Deir sem skaðazt hafa eru: Arni Þórdarson, kvæntur maður hjer I bænum. Hann er ekki beinbrotinn, en skorinn og marinn á höfðinu. Hann er ekki talinn í lffshættu. Ólafur Ilannesson, ókvæntur maður á þrí- tugsaldri, lærbrotnaði. IlcUji Eqj- ertsson, 17 ára gamall piltur, er hættu- legast meiddur af peim sem komu lif- andi 6t úr slysinu. Hægri handlegg- urinn er brotinn og auk pess eitthvað af ryfbeinunutn, og hefur eitt ryfbrot- ið sært lungun. Hann var í mjög mikilli liættu staddur, pegar síðast frjettist af spítalanum. Skurðurinn, setn mennirnir unnu við, er grafinn fyrir Ogilviesmillu-fje- lao-ið, en ekki fyrir bæinn. Yerk- stjórinn, sem tekið hafði að sjer að grafa skurðinn, er Mr. Lee. Hann er alkunnur hjer í bænum, ekki sízt fyr- ir [>að, hve hraparlega kærulaus hann er með að stofna lífi ir.anna í hættu við skurðagröft. I>að Ieikur orð á hinu sama með fleiri verkstjóra hjer I bænum, en einna verst orð hefur p^ jafnan fario af honum í pessu efm. Og að pví er snertir pennan skurð, sem petta hörmulega slys varð í, pá verður ekki annað sjeð af peim fregn- um, sem oss hafa borizt frá áreiðanleg- uin, kuunugum mönnum, en að par sje um glæpsamlega vanrækslu að ræða. Gryfjan, sem mennirnir voru í, var 20 feta djúp, og engar slár eða stoðir voru til að halda henni uppi, að minrista kosti ekki, þegar slysið kom fyrir. Nokkrir vanir og ótrauðir skurðamertn hafa heldur gengið iðju- lausir en sinna pessu verki, af pví að peir póttust sjá, að pví væri svo mikil I hætta samfara, að ekki væri við pað eig^ndi. Annaö einsog petta ætti ekki að verða látið gánga orðalaust af. Sje rjett skýrt frá öllum atvikum, pávirð- ist liggja í augum uppi, að mögulegt mundi vera að fá verkstjórann dæmd- an til að greiða bætur fyrir petta mikla og hörmulega slys. Annað mál er pað, hvort pað borgar sig, að fara að leggja út í pann kostnað, sem máls- sókn er samfara, pví að sagt er, að maðurinn sje alveg eigrialaus. En al- varlega ælti pess að ver'ða gætt, hvort ekki er ástæða til að hið opinbera skipti sjer af pcssn, og liöfði sakamál gegn verkstjóranum fyrir glæpsam- lega vanrækslu. Eitt ættu íslenzkir verkamenn að minnsta kosti að hafa hugfast: að láta ekki pennan verkstjóra stofna fleiri mönnum af pjóð vorri í hættu. Þeir ættu að taka sio saman um, að vinna ekki hjá pessum manni framar, og gera allt sem peim er unnt til að hrinda honum frá slíkri verkstjórn framvegis í pessum bæ. £>að er peg- ar komin of mikil reyndu á pað, að hann er óhæfur til slíkra hluta. Ann- aðhvort hefur maðurinn ekki fullt vit á pví verki, sem hann á að stjórna, ellegar kæruleysi hans er hið svívirði- legasta. Það gerir minnst til, hvort af pessu tvennu pað er, sem í raun og veru á sjer stað. Hvorttveggja er jafn-óhafandi, par sem ræða er um verk, sem allrar varkárni parf til pess að pau stofni ekki lífi manna og heilsu í hina mestu hættu. Og svo að eins eitt enn. Menn ættu ekki að gleyma ekkju hins látna manns, konunni, sem situr allslaus með sorg sína og prjú kprnung börn, og mun auk pess vera mjög heihu- tæp. Ef hún vill nokkra hjálp piggja, pá ætti pá lijálp ekki að bresta Vest- ur-íslendingar hafa tiltötulega látið stórrje af hendi rakna, til pess að bjarga sóma íslands, seœ kallað er, og koma sjera Mattliíasi Jochumssyni á sýninguna í Chicago. Vafalaust telja margir meun pað gott verk. En menn mega ekki gleyma pví sem nær möun- um liggur fyrir pví sem fjarlægara er. Og með allri lotningu fyrir sóma ís- lands og sýningunni í Cbicago o. s. frv., pá stendur oss enn nær að rjetta peim hjálpnrhönd, sem standa mitt á meðal vor í skorti og sárustu raunum. HEIMILID. [Aðsendar greinar, frumsamdar og þýdd- »r, sem geta lieyrt undir „Ileimilið", verða teknar með þökkum, sjerstaklega ef þær eru um hiiskap, en ekki mega þær vera mjög iangar. llitið að eins öðrumegin á blaðið, og sendið nafn yðar og heimili; vitaskuld verður nafni yf.ar haldið leyndu, ef þjer óskið þess. Ut- nriáskript utan á þess lsonar greinum: Editor „Heimilið“, Lögberg, Box 368 Winnipeg, Man.] HREINN STROKKUIÍ. Eitt af aðalskilyrðunum fyrir að geta búið til gott smjör, er að strokk- urinn sje hreinn og alveg lyktarlaus. Smjörgerðarnlaður einn,sein orðlagður hefur verið fyrir, hvað hann byggi til gott stnjör, segir úm petta atriði: Fyrst áður en strokkurinn er brúkaður, skal strjúka hann vandlega innan með klút, vætturn í volgu vatni. £>ví næst skal hella í hann brennandi vatni, og ef minnsta súr- eðt myglu- lykt er eptir í honum, sknl láta oóda saman við pað. Aður en vatnið kólnar svo, að maður poli að halda hend nni niðri í pví, skal hella pví úr og Játa í hann samstundis kalt vatn, eins kalt, eins og pað fæst í brunnum. En pessu vatni verður einnig fljótlega að hella burt, pví pað á einnngis að vera til pess, að kæia strokkinn ajitur; en pví meiri sem rjóminn er, pví meira parf að kæla liann. Þegar búið er að skaka, pá skal pvo strokkinn aptur vandlega, fyrst úr köldu og svo úr brennandivatni, en láta vatnið aldrei kólua í lionuin meir en svo, að pað sje snarpheitt á hend- inni. Gott er að gefa honum líka sólarbað litla stund, hvenær sem sól- skin er glatt, og aldrei sje hann látinn standa byrgður svo lopt nái ekki að ieika um hann. Aðferó pessi er ekki einungis við strokkinn, heldur líka öll trjeáhöld, setn liöfð eru við smjör- gerð. Smjörkornin eru opt skemmd í skökunni, með pví að paú eru látin vcrða of stór. Þau skulu aldrei vera látin verða stærri enn baunir. Þeir som hezt heppnast smjörgerðir hjá, segjast hætta að stiokka, pegar pau sjeu á stærð við högl. £>að hefur opt verið staðhæft að kýr mjólki töluvert betur en ella ef peim sje gefin undanrenning. Á Iowastationiniji hefir nú verið tilraun gerð að fóðra kú á nýmjólk um tíma, pví næstá undanrenningu, og seinast 4 engu nema grasi; og varð sú raunin á, að pann tímann, sem hún hafði ein- tómt gras, mjólkaði hún tveim pund- um tneira á dag heldur en pegar hún fjekk undanrenninguna úr sjálfri sjer í ofanágjöf. Gott múrlím til að g3ra við sprungnar stór, má búa til með pví að kaupa í lyfjabúðinni „pulverised iron“ og efni sem kallað er „liquid water- glass.“ £>essu skal hnoða satnan í hart deig,og fyllasvo meðpvi sprung- urnar á stónni. Hita svo stóna, að pað porni íljótt. Skemmdu ílöieli má koma í samt lag aptur með pví að taka tvær skeiðar af „ammonia“ og blanda saman við einn bolla af heitu vatni, og pvo svo flöiel- ið úr pví með stífum bursta; og skal núa |>ví vel inn í loðnuna, svo allir blettir og brot hverfi. £>á skal halda flöielinu yfir fiötu, lieitu já-rni, pangað til gufan lyptir upp loðnunni, og pað er orðið alpurt. Gamlan kopar má láta lít.a út eins og nýjan, með pví að hella á hann sterku „ammonia“, núa pví á með hörðum busta, og pvo að end- ingu úr hreinu vatni. Margföld reynsla hefur sýnt hvað nauðsynlegt sje að. sá snemma til lauks, svo hann geti verið farinndálít- ið að spretta áður en purkarnir og hitarnir lcoma. £>að ætti að rækta miklu meiri lauk hjer í Manitoba en gert er, svo ekki pyrfti að flytja hann inn í fylkið. Stundum hefur verið lítið um lauk í Winnipeg, og er hann par ætíð í háu verði. HROSSA - HJAL. (Aðsent.) Herra ritstjóri! Jeg ætla að fara pess á leit, að p jer takið pessar fáu línur í yðar lieiðraða blað, Lögberg. Það er nokkuð óvanalegt að við, hrossin, ritum í blöð; við erum vanari við að krafsa klakann, en að halda á penna og semja ritgerðir okkur til varnar, og húsbændum okkar til leið- beiningar. En pað virðist pó ekki veita af pví. £>ess vegna ræðst jeg í að brjóta ísinn, og vona að einhverjir af mínum háttvirtu vinum og ættingjum mjer greindari og pennafærari komi á eptir og láti svo til sfn heyra í blöð- ununi, að húsbændur okkar reki i rogastans yfir ritsnilld okkar og pekkingu, og hætti alveg að kalla okkur skynlausar skepnur, en játi okkur sína meðborgara! Og pú heiðr- aði lesari, opna nú báðar hlustir og tak vel eptir pví, sem jeg hef að segja pjer. Jeg vil pá fyrst, lesari góður, gefa pjor bendingar viðvíkjandi með- ferð á ökkur, hrossunum, á vorin, fyrst pegar pú fer fyrir alvöru að brúka okkur; pá erum við eðlilega linari en seinna að sumrinu, pað er að segja, ef við liöfum haft lítið að gera yfir vet- urinn, pví við innistöðuna liafa vöðv- ar, taugar og jafnvel skinn okkar lin- azt, og pola pess vegna illa vinnu fyrst í stað. £>að er pví mjög áríðandi fyrir pig að fara gætilega með okkur fyrst í stað, svo við getum dugað pjer framvegis; til pess að ofpjaka okkur ekki, parft pú ekki annað en að hvíla okkur opt fyrstu 2—3 dagana, pegar pú byrjar að sá akur pinn eða búa hann undir sáning, og máttu ekki fara eptir pví. pó sum af okkur vilji hani- ast áfram; pví mörg hross eru svo húsbóndaholl, að pau ætla sjer ekki af, uppgefast svo eptir fáa daga, og fá pá vilja sinn og húsbónda-hollustu borgaða með svipu höggum. En til að varna meiðslum, parf nánari aðgæzlu, og meiri pekking. Fyrst er að sjá um, að aktygin fari okkur vel, einkanlega kragarnir; peir mega ekki vera pröngir, um fram allt, ekki of stuttir; sjeu peir of stutt- ir, prengja peir að hálsæðunum, og pað getur í hitum orsakað heilaveiki, Blind Slag, sem kemur af pví, að blóðið hefur ekki frjálsa.frtmrás. £>ú getur ímyndað pjer, hvort muni borga sig betur fyrir pig, að eyða svo sem 83 fyrir nýjan kraga, eða tapa 8200 hesti kannske fyrir trassaskap. Til pess eru dæmi. Þegar pú ert nú búinn að sjá um að aktygin sjeu eins og pau eiga að vera, pá er næst fyrir pig að hafa svitapúðana hreina; skaf úr peim svita og hár á hverju kveldi, og pegar pú hvílir okkur úti á akrinum, pá lyptu kraganum frá bógunum á okkur; pað kostar pig ekkert, en veitir okkur mikla hressing. Á kveldin, pegar dagsverkið er búið og pú kemur með okKur preytt og sveitt heim frá vinn- unni, pá gleymdu ekki að hafa fötu við hendina og fá pjer ískalt vatn í hana, láta par í töluvert af salti og pvo okkur um bógana, áður enn við kólnum. I>-‘tt,i lcostar ekki mikið, en getur sparað okkur marga kvala- stund, og p jer óánægju og kostnað, að jeg ekki nefni skömni. Nú held jeg að pjer sje farið að leiðast petta mas, og pví vil jeg hætta; en ekki get jeg skilið svo við pig. að minna pig eklti á, að við hrossin erum ekki heyrnarlaus. Þess vegna parft pú ekki að reka upp petta stóra og langa Whoa!, pó að við sjeum eitt- hvað óstillt; við heyrum, pó pú talir lægra og gegnum pjer betur. Við verðum hrædd við orgið, höldum að einhver ósköp sjeu á ferðinni og vilj- um náttúrlega flýja voðann. En ef pú talar lðgt við okktir, heyrum við, að pað crt pú sjálfur en ekki dýrið ó- arga, og kemu’- pá ekki til neinna stympinga. £>inn vin og pjenustu reiðubúinn. Dakóta-Bill FRECiN BRJEF. Spanish Fork, Utali 27. mar/. ’Ö3. IJorra ritstjóri! Af pví jeg hefi ekki um langa tið sjeð í blaði yðar neinar frjettir frá Utah, frá löndum vorum, sem hjer eiga heima, pá vil jeg skrifa yðar heiðraða blaði litla frjettagrein, pó hjer ha.fi fátt borið til tíðinda í vetur, sem markvert, er. Tíðarfar hefur verið hjer með harðasta móti í vetur, eptir pví sem hjer gerist; veturinn byrjaði fyrr en að undanförriu; seint í Nóvcmber rak niður talsverðari snjó ineð frosti, og £>á kom góð hláka, og var blíðviðri, fram í Janúar; en síðan hefur öðru- hvoru verið snjógangur; pó hafa góð- ir dagar komið í milli; allan pennan mánuð hefur verið snjógangur öðru hvoru, en optast frosthægt, og pví hefur snjór ekki legið á jörð degi lengur, pví sóliu vermir hjer ve), peg- ar pessi tími árs er kominn. Nú er alauð jörð hjer á láglendi, en í fjöll- um er mikill snjór; og er snjórinn mik- ill hagur fyrir bændur, pví undir hon- um er allur jarðargróði kominn, raeð pví að hjer er ekkert vatn á sumrum annað en pað sein veitt er á löndin. fckepnuhöld ftiunu vera með lak- ara móti hjer, ng tnargir eru mjög heytK'pir, pví irenn bjuggust ekki ' ið, að purfa að gefa liverri skepriu svo langa tíð, enda er mælt, að farið sje að falla úr hor hjá sumum hjer- lendum mönnum, helzt ungviði, en engir landar hafa misstenn, enda hafa peir ekki meiri fjenað, en peir liafa fóður fyrir. Heilsufar liefur verið fremur gott lijer í vetur, nema kvef hefur stungið sjer niður, póekki hættulegt; snemma í Febiúar andaðist hjer Sophia Jóns- dóttir, kona hr. Pjeturs Yalgarðsson- ar; hún dó eptir barnsburð; hún var 29 ára gömul, og lætur eptir sig 6 börn öll í ómegð; hún var vel látin af öllum, setn hana pekktu, ráðvönd kona og dagfarsgóð. Fyrir ári síðan sameinuðu nokkr- ir landar lijer sig í fjelagsskap, fyrir hvöt og framgöngu hr. EinarH. Jóns- sonar; fjelagið hefur enn ekki starfað tnikið, nema að lialda fundi, og ræða um ýmislegt, par til nú í vetur, að fjelagsmenn byggðu sjer samkomu- hús fyrir fundahöld og skemtanir, og er pað að mestu fullgert, og hafa ver- ið lialdnir í pví nokkrir dansleikir. Fjelagsmenn lijeldu 2 dansleiki ó- kej'pis fyrir íslendinga yfir höfuð, annan fyrir fullorðna, en hinn fyrir börn; nafn fjelagsins er „hið íslenzka sameiningar fjelag,“ og mun stefna fjelagsins einkanlega vera hagsmuna- leg, og svo sú nð sumeina landa í meiri fjelagsskop, en að undanförnu ; formaður fjelagsins er hr. Pjetur Valgarðsson. Fyrstu dagana af aprílmánuði er áformað, að vígt verði musterið i Salt Lake City, og á vígsluliátíðin að standa yfir frá 6. til 18. s. m. Sagl; er, að 50,000 manns ætli að verða, við staddir; musterið hefur verið nálægt 40 ár um í smíðum, ogertaliö einhver liin merkilegasta og fegursta bygging, jafnvel í öllum heimi. Heldur lítur dauflega út með atvinnu hjer næstkomandi sutnar, netna hvað inarg-ir af löndum fara að klippa fje, og er pað góð atvinnu- grein, pann tíma sem hún stendur yfir íom er vanalega í 2—3 tnánuði. Margir af löndum hjer stunda járnbrautar-vmnu á sunirum, og suin- ir allt árið; eiris eru nokkrir setn vinnq. við kolanámu, og hafa peir í vetur liaft góða vinnu, mest snjómokstur, pví afarmikill snjór hefur verið par uppi í ’fjöllunum. Garðar, N. D. Sjera F. J. Bargmann fermdi hjer 17 ungmenni á fðstudaginn langa. Hornleikaraflokkurinn frá Moun- tain spilaði bjer laugardagskveldið 25. murz. £>að var góð skemmtun. íslen/.ku lögmennirnir frá Cavalier voru viðstaddir. I). J. Laxdal stýrði samkomunni. M. Brynjólfsson hjelt ræðu. Elín Stefánsdóttir, kvænt norsk- um bóhda í Walsh Co., skaðaðist mjög hættulega nýlega. Hún var að lypta pvottabala upp á tunnu, en varð fótaskortur, svo hún datt. Balinn fjell ofan á Iiana, og ineiddist hún svo, að hún gat ekki risið á fætur aptur. Dr Flaften 4 Edinburgli var sóttur og síðan I)r. Halldórsson I Park Ri- ver. Konan á að flytjast suður til Park River til lækniuga. voru hjer að mestu hagleysur til Jóla. Eina hreina Cream Tartar Powder.-Epgin amónía; ekkert álún. Brúkað á millíónum heimila. Fjörutíuára á markaðnum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.