Lögberg - 13.05.1893, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.05.1893, Blaðsíða 2
LÖGBERG LÁUGARDAGINN 13. MAÍ. 1893 9 ö g lu r g. 'leíiff út aö 148 Prinoess Str., Winnipeg Man. *f The /.ögbenr Priníing óe Publishing Coy. (Incorporated 27. May 1890). KrrsTfóRi (Editor): EINAR /IJÖRLEIFSSON businkss manager: JOHN A. BLÖNDAL. AUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar í eitt kipti 25 cts. fyrir 30 orð e'ða 1 þuml. dálkslengdar; 1 doll. um mánuöinn. Á stærri auglýsingum eöa augl. um lengri tima aí- sláttur eptir samningi. bÚsTAD A-SKIPTI kaupenda verður að til kynna skn/.ega og geta um fyrverandi bú stað jaínframt. i.’TAN^SKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU blaðsins er: THE LOCSEHC PRINTINC & PUBLISH- CQ. P. G. Box 368, Winnipeg, Man. UTANÁSKRIFT til RITSTJÓRANS er: EWTOR LfiOREKO. P. O. BOX 3fiS. WINNIPEG MAN. • -LAUGAKDAGIVN l3. MAÍ 1893. -- Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild, nema hann sé skuldlaus, þegar hann segir upp. — Ef kanpandi, sem er í skuld við blað- ið flytr vistferlum, án þess aft tilkynna heimilaskiftin, þá er )>að fyrir dómstól- unum áiitin sýniieg sönuun fyrir prett- vísum tilgaDg'. Eptirieiðis verður hveijnm þeim sem sendir oss peninga fyrir blaöið sent viður • kenning fyrir borguninni á brjefaspjaldi, hvort sem borganirnar hafa til vor komið frá Umboðsmönnum vorum eða á annan hátt. Ef menn fá ekki slíkar viðurkenn- ingar eptir hæfilega lángan tíma, óskum vjer, að þeir geri oss aðvait um það. — Bandaríkjapeninga tekr blaðið fullu verði (af Baudaríkjamönnum), og t'rá íslaudi eru íslenzkir pen- iugaseðlar teknir gildir fullu verði sem borgun fyrir blaðið. — Seudið borgun í P. o. Money Chdem, eða peninga 1 Re giHered Letter. Sendið oss ekki bankaá vísanir, sem liorgast eiga annarstaðar en í Winuipeg, nema 25cts aukaborgun fylg fyrir innköllun. FRAMTÍÐ I’ÓLITISKU FLOKK- ANNA í BANDARÍKJUNUM. Um jsetta efni standa tvær grein- ar 1 aprílnúmerinu af hinu merka New York tímariti Forum, iínnur eptir re- públikanskan senator, hin eptir merk- an mann í demókratiska fiokknum, forseta Columbia-skólans. Vjer lát- um Lijgberg færa lesendum sínum útdrátt af pessum greinum. I pessu blaði liefur formælandi Repúblíkan- anna orðið; í næsta blaði mun Demó- kratinn taka til máls. I. BoRFUIí OG SKYI.DA KEPÓBLfKANSKA KI.OKKSINS. Eptir Henry (Jabot Lodye, senator. Hvenær sem almennar-kosn- ingar fá pau úrslit, að annar flokkur- inn vinnur inikinn sigur og hinn byð- ur mikinn ósigur, þá heyra menn ymsa menn staðhæfa, að sá flokkurinn sem undir hefur orðið, sje nú alveg að hverfa úr sögunni. Dað er ef til vill syud að krítisjera setningu, sem er bæði svo einföld og svo ánægju- leg fyrir f)á sem trúa henni, en pað vill svo illa til, að pað virðist ekki vera nokkur fótur fyrir henni í reynslu manna. Fjölda margar kosningar hafa fram farið, og fjölda margar eiga eptir að fara fram, og hagur pólitisku flokkanna mun framvegis verða upp og niður, eins og hann hefur verið að undanförnu. Þetta er lærdóinur sá sem mannkyussagan kennir, en par á móti ei lítið að græða á yfirlysing- um einstnkra manna um trú peirra á flokk sínum. Fátt er til stöðugra en flokka- skiptingi-r undir stjórn, sem er full- trúi fyrir vilja almennings, og pó að auðvelt sje að breyta nöfnunum, þá breytist mjög lítið sá vanalegi munur, sem á flokkunum er. Flokkaskipt- ingar hvíla, pegar allt kemur til alls á mismun, sem er á mannlegu eðli. á peim mönnuin, sem prá framfarir og þeim sem eiiiKum láta sjer hugleikið, að halda hlutunum óbreyttum. Dessi grundvallar-skipting er, eins og mann- eðliðsjálft undirorpin margvíslegum : tilbreytinguni; en pó að þessi skipt- , ing verði opt óskýr, þá er þetta, þeg- j ar allt kemurtil alls, sanna skiptingin á hiuum iniklu pólitisku öfluin meöal mannanna; aðrir viíja hreyflngu, liinir kyrrstiiðu. Bæði þessi öfl eru ólijá- kvæmileg lil velfarnanar þjóðfjelags- ins, og- með deilum sínum ár eptir ár skapa þau hina pólitísku sögu frjálsr- ar þjóðar. Vor eigin sagasýnir, hve pyðingarlítil flokkanöfnin ern, og hve stöðug flokkaskiptingin er. Demókrata-flokkurinn rekur upp- runa sinn til þess tíma, er Thomas Jefferson kom skipulagi á mótspyrn- una gegn Washington og stjórnar- stefnu Hamiltons. Dað er alveg r-Jett rakið, og samt sem áður var sá llokk- ur, sem Jefferson var foringi ft’rir, kallaður Repúblíkana-tíokkunnn, og hjelt því nafni um fjórðung aldar. t>að er jafn-áreiðanlegt, þó að nafnið hafi optar breytzt, að núverandi repú- blíkanski floKkurinn er kominu í beina línu af þeim flokki, sem myndaðist í því skyni að styðja Washington og Hamilton, og hefur sá flokkur stund- uni verið kallaður Federalistar, stund- um National Republikanar og stund- um Whiggar. Federalista-flokkur- inn var framfaraflokkurinn. Hann velti um gamla confederation-fyrir- komulaginu, kom á stjórnarskránni, og stofnaði sambandsstjórninaog kom föstu skipuLigi á h»na þau 12 ár, sem hann sat að völdum. Ilaiin gerði meira að því »ð stvrkja landssijórn- ina og binda þjóðina saman með löggjöf heldur en nokkur anuar flokk- ur í þessu landi hefur nokkurn tíma gert, og þess vegna fór hann frá vöhl- unum. Jefferson og hans flokkur kom til valda 1801, ekki að eius vegna þess að sá flokku var i rauninni eða á yfirborðinu hlynntari lyðstjórnar- hreyfingum þess tínra, heldur vegna þess að hann var fyrir fulltrúi íhalds- öflin,eða enda apturlialds-öflin. Landið var orðið þreytt á breytiiigum og á- framhaldi, á þrekmikilli og fjörtigri stjórn. I>að vildi fá hvíld. Jeffer- son og áhangendur hans lijeldu fram að svo milu leyti sem þeim var unnt, apturhvarfi til gamla confederation- fyrirkomulagsins og þeirra siða, sem þá tíðkuðust, gagnvart framförum og þroskunarviðleitnf sainbandsstjórnar- innar. I>eir hjeldu frarn ströngum, gagnvart líberölutn, skilningi á stjórnarskránni; þeir hjeldn fram rjettindun hinna einstöku rikja gagn- vart valdi ríkjasambandsins. Um tíma bar lítið á þessuin aðal mun flokkanna, vegna málefna þeirra sem upp komu 5 hinni miklu baráttu Napóleons, og eptir stríðið 1812 lá veruleg tíokkaskipting um tíma niðri. En 1825 var kosinn forseti Jolrn Q. Adamt, fullkominn Federalist.i, og þá vaknaði aptur hin sama flokkaskipt- ing, jafnframt því sem framfaraflokk- urinn komst að völdunum. Hans stjórn einkenndi sig sjerstaklega með því að tollverndin var aukin og Pa- náma-congressinn konist á. Árin á eptir sátu fjárliagsleg inál í fyrirrúmi, þangað til málið um af- nám þrælahaldsins yfirskyggði allt annað. Whigga-fiokkurinn, eins og hann var þá, ljet undir höfuð leggjast að taka málið að sjer, og hvarf svo að nafninu til af leiksviðinu. Breyt- ingin var fremur á yfirborðinu en í raun og veru, því að repúblíkanski flokkurinn, sem þá koin upp, saman- stóð mestmegnis af norðan-Whiggum, með nokknrri viðbót frá Demókrötum, og hann erfði kenningar og grund- vallarsetningar Whigganna, að und- anskildu þrælamálinu. Gamla flokka- skiptingin sá'st ekki eins glöggt, en það rar framfaraflokkurinn, sem barð- ist gegn þræiahaldinu, er stóð þrert yfir veg þann er menning nútíðarinn- ar fereptir, en þará inóti hjelt Shalds- flokkurinn dauðahaldi f þrældóminn, eins og hann hafði A fyrri tímum hald- ið í hugsjónir þær sem bundnar voru við hina gömln confederation. Degar þau mál liðu undir lok, sern stóðu í sambandi við stríðið, fóru flokkarnir aptur að fást við fjárhags- mál lík þeim sem höfðu haft forsæti 1824 til 1856; munurinn er aðallegá sá, að nú vofir ekki yfir manni í dinimunni neitt þrælamál, sem ógni með því að gleypa alit annað, sem um getur verið að ræða. Meðan Whigga-flokkurinn var uppi, voru flokkarnir alveg jafnir, og valdaskipt- ingin var mjög tíð. Wiliiam Hemy Harrison var kosinn með einhverjum hinum stórkostlegasta meiri hluta, sem nokkur forseti hefur fengið; en fjórum árum síðar beið fiokkur hans ósigur, og var þó þá hinn ágætasti af leiðtogum almennings foringi flokks- ins, en andstæðingur hans var tiltölu- lega lltt þekktur. P'jórum árum þar á eptir beið einn hinn nafntogaðasti demókratiski stjórnmálamaðurinn ó- sigur fyrir hermanni, sem var í raun og veru óþekktur, að því er snerti hans pólitisku grundvallarskoðanir. Við næstu kosningar þar á eptir kom- ust demókratar til valda ineð svo miklum meiri hluta, að þeir syndust ósigrandi. En tveimur árum síðar höfðu þeir misst úr höndum sjer full- trúadeildina, 1856 var það með naum- indum, að þeir frelsuðu forseta sinn, og eptir congress-kosningarnar 1858 hafa þeir aldrei, þrátt fyrir margar sigurvinningar, náð aptur fullkomnu valdi á öllum greinum landsstjórnar- innar, þangað til nú. Jeg ætla mjer ekki með þessu að lialda því fram. að af því að skyndi- leg pólitisk umskipti hafi orðið á Whigga-tímunum, rneð þeirra fjár- málum og svipuðu atkvæða-greiðslu beggja megin, þá þurfi yfirstandandi tímabil, sem líkist svo mjög hinu tíma- bilinu, að því ersnertir eðli málanna og jöfnuð atkvæðanna, að líkjast því að því léy.ti, að flokkarnir skiptist nú opt á um völdin. Það getur verið að það verði, og það getur verið að það verði ekki. Enginn getur sagt. það, og það er ekki til nein setning, sem meira er villandi en sú, sem sumum mönnum þykir svo vænt um, að sagan endur- taki sig. Jeg hef tilfært þessar kosn- ingar frá liðna tímanum, til þess að syna, að hinir tyeir miklu framfara- og íhaldsflokkar hafi allt af verið til, og að það sje ástæða fyrirosstil að halda, að þeir muni halda áfram, og að þeir muni skiptast á um völdin með óreglu- legum millibilum, en að það verði all- líkt um þá, þegar til lengdar lætur. Demókratarnir hafa með hönd- um tvö mikil áhugamál þjóðaritinar — tollmálið og silfurmálið <>g þau munu valda miklum örðugleikiim, og getur naumast hjá því farið, að þau verði orsök í gremju og tvístringi innan flokksins. C>að liggur í augum uppi, að það er nú skylda repúblíkanska flokksins, að standa í þessum helztu inálum, eins og í öllum öðrum málum, sem ár- vakur andstæðingaflokkur. Hann má ekki láta freistast af vonum um at- kvæði til þess að gera gælur við neina af þeim óljósu villukenningum, sem nú eru uppi, hvort sem þær eru fjárhagslegar eða þeim er öðruvísi varið. Hann verður að reynast trúr hinum miklu grundvallarsetningum, er hann játar, og sinni merkilegu sögu. Hann verður nú, eins og ávallt áður, að berjast fyrir öllum ráðstöfun- um, sem miða til framfara þjóðinni, og hann má aldrei linast í því að vera hagsmunum Bandaríkjanna dyggur, heima fyrir og erlendis. Með þessari stefnu hefur flokki.rinn komið þjóð- inni gegnum stórkostlegt borgarstríð, og látið liana á friðartímum öðlast hag- sæld, sem ekki eru dæmi til. Sama brautin liggur nú fyrir framan hann, og ef hann fer eptir henni, þá mun hún leiða hann ekki að eins til sigurs, heldur til þess sem betra er en sigur, varanlegra heilla fyrir landið. FLÓINN VIÐ ARGYLE- NÝLENDTJNA Bkó i\ o. 7. maí 1893. Ekki er hægt að ákjósa hentugri tíð fyrir kornyrkjuna eptir kringum- stæðunum, síðan byrjað varð fyriral- vöru 1. þ. rn., frostkali á nóttum en hreinviðris glærur á daginn, en engir á- kafir hitar, enda gengur sáningin fjör- ugt, auðsjáanlega af hinum góða gufukrapti Ameríkönsku setningar- innar: „hjálpaðu þjersjálfur, þá hjálp- ar guð þjer.“ Cypress Iíiver flæðii1 svo út úr farveg sínum að flóalðndin eru algjör- lega undir vatni, svo pósturinn teptist á fimmtudftginn >ar, áræddi ekki að leggja á tíóann. Á laugardaginn lagði hann út í íllfæruna, komst alla leið fram og aptur en helti hrossið. Af þessu óhappa flæði leiðir það, að mikill hluti af sáðlöndum nokkurra manna verði þeim ónyt í ár, af því vatnið er svo afar lengi að síga undan eða að þorna upp, að árangurslaust verður að sá nokkurri korntegund eptir þann tíma; svo er og all-líklegt að meiri hlutinn af bezta heylandinu liggi undirvatni á heyskapartímanum, eins og átti sjer staðl sumar sem leið, svo ekki verði lievjað fyrr enn ef til vill eitthvað lítilsháttar eptir upp- skeru, þegar hey er búið að missa krapt og gæði, og önnur óumflyjan- leg verk, á þeiin tiina liarnla bændum að stunda fieyskapar vinnu að nokkr- utn inun. Jeg tel þetta all-Iíklegt af því, að af tvennu illú verður mjér, eins og öðruin, að kjósa það minna illa. Af flóa bleytunni líða, að vísu, mjög margir tilfinnanlegt tjón á sáð- löndutn og einkum á heylandi, ekki einasta þeir sem lönd eiga að og í flóanum beggja megin, jiar af 20—30 íslendingar, heldur og allir þeir mörou bændur í nájírenninu, sem ekki liafa annan heyskap en þann sem þeir kaupa í flóanum. En haldist svo stöðugir þurkar að liey náist úr flóan- um á hentugum tíma, þá hlýtur hveiti uppskeran að verða hörmuleg fyrir ofþurka. l>að er illa farið að vouir manna um framskurð flóans skyldi fá breyt- ingu þá sem þær hafa tekið. I>ær voru mönnum of dyrmætar til þess að fá dauðadóm Greenway stjómaiinnar, án þess að breytast í söknuð og sára gremju við stjórnina. Fyrir kosning- arnar í fyrra sumar gat Mr. Greenway auðvitað að eins lofað sínu eigin fylgi með framskurði fióans, en engan veg- inn gat haun lofað neinu slíku fyrir hðnd meðráðauianua sinna, en svo er að lieyra á sumuin hlutaðeiirendum að þeiin Iiaii virzt, sem liann hafi gefið svo mikla vissu fyrir verkinu að full ástæða væri til þess að vænta fram- kvæmdar á því. J. Ó. SKJÖL UM TÍLBERAFRÁBYRJ- UN ÞESSARAR ALDAR. Eptir „Sunnanfara.“ f 2. númeri af „Stefni“, hinu nyja blaði Eyfirðinga, er skfrsla um tilberamál úr Eyjafirði 1703, úr dónis- málabók Eyjafjarðarsyslu. Hundrað árum seimia kom samskonar mál fyrir í sömu sfslu og sendi Ólafur Briem á Grund Fornfræðafjelaginu í Kaup- mannahöfn fjögur skjöl um það 1847. Skjöl þessi eru nú í safni Arna Ma<r- nússonnr 960, 4to XY. t>au eru al- vcg áreiðanleg og Jón syslumaður Jakohsson á Kspihóli hefur sjálfur skrifað þar nafn sitt á tveimur stöð- um. Vert þykir að skjöl þessi sjeu prentuð, þv? þau bera l jóst vitni þess að tilberatrúin var uieð fullu fjöri í byrjun aldaiinnar, þÓtt sjera Jón í Möðrufelli (sjera Jón lærði) tryði ekki á tilbera, eins og brjef hans bera með sjer. Að öllum líkindum eimir eptir af tilberatrúnni jafnvel um þessar mundir. Ekki sjást úrslit málsins á skjölunum, en líklega liefur málið fallið niður, jjví „gjordemóð- irin“ (ylirsetukonan) hefur eflaust getað svntfram á, að æxlið á Guðrúnu stafaði ekki af tilberasugum, en það hefur eflaust vakið gruninn um til- berahaldið. (Ó. D.) P[roJ Mjcmoria], Af þvi eg er að sannri raun um það kominn, að bæði nágrannar mínir og máske marírir aðrir liafa mitt D O heiinili forþeinkt um, að [áj þvl sje h/st og alið af niírium eða minna völdum nokkurt djöfullegt illvætti, er fólk tilbera nefnir, sem það segir að stcli mjólk úr málnytuskepnuni sfnum, en skaði sjálfar skepnurnar herfilega og menn segja að þetta sat- ans dyr, eða livað það er, kynni af mannahöndum að hertakast ef þeir fái að leita J>ar sem það sje fyrir, þess vegna b:ð jeg yður, niitt góða yfirvald, fvrir guðs skuld, s.ð skikka einhverja jjá allra grannskygnustu og aðgætnustu menn til að leita að þessum tilbera á bæ mínum uppi og niðri, í krók og kring, sem allra bezt verður, upp á það að jeg og mfnir kynnum lijer eptir að fríast frá þessu skelfilega skammarrygti, að djöfull sje hjá oss í fóstri hafður, til að gera fólki skaða, eins og jeg veitfvrir guði og samvizku minni, að þetta rygti er frá upphafi til enda fullkomnasta andskotans lygi. Björk f Sölvadal, 16. apríl, 1804. Kristján Ólafsson. Til Hr. syslumannsins J[ónsj Ja- kobssonar. Svo blygðunarfult seni það er, að enn nú skuli finnast slfkar lijátrú- arfullar innbyrlingar lijá fólki um þessháttar ónáttúrlegra hluta tilveru sem framanskrifaður Memóríal um - getur, eins nauðugur gerði eg það að uppsetja þennan Meraóríal til yðar veleðlaheita vegna sóknarmanns mfns Kristjáns á Björk. Jiar liann og hans Jjykjast ei annars rólegir illrvgt- ið umborið getu, nema sú eptiræskta leit framgeing verði,h verja, en þó jeg áliti í sjálfu sjer svo heimskulega að ei verði orðum að komið að leita þess sem nokkurs sem ekkert er — hl/t jeg þó nauðugur viljugur manns- ins rólegheita vegna, að þrengja sjálfan mig til, heldur að leggja með en móti manninum, að hann fái bón sína um leitina uppfylta, Jjað allra- fyrsta skeð gæti, upp á J>að að þeir hjátrúarfullu og hrekkvísu meðal al- múgans, sem þessa og [jvflfkti lygi temja sjer, gætu heldor <jer til blygð- unar, á eptir reka nefið í [jrekk sinnar eigin heimsku og illgírni. Möðruíelli d[ag| 17. April, 1804. J|Ón | Jónsson. Uppá frainanskrifaða Begjæring, beskikkast hjer með [hjreppstjóranir ra[onsieu|r Haldór á Yxnafelli og mfonsien Jr Jón á Samkomugerði ásamt Gjordetrioder madame Guðríði á Melgcrði það allrafyrsta, að gjöra grandgæfilegiistn rannsókn á Björk svovel hjá konu Kristjáns sem tnóður konu Kristjáns, samt í öllum liíbylum hjónanna, hvort [jar finnst nokkur syo- kallaðu^ andskota tilberi, eður inerki til hans í bænuin eður utan húsa, svo- leiðis að |>au með eiði síðan, ef ]>örf ■ krefnr, staðfesti Jjá nú gjöraudi raim- sókn, en þeii ra iindirskrifuð forrjett- ing sendist skriHeg til sysluniHiinsins [>að fyrsla. Billeg ómakslaun belal- ar Kristjáu til- viðkomenda. Espihóli d| agj 17. Apríl, 1864. .I| ón | Jakobssen . Rjett útkoperað testerar. Jjón | Jacohson. Original forretmng. Anrio 1804, þaun 24. Aprílis vor- um við undirskrifaðir til staöar að Björk í Sölvadal ásamt gjordetnóður inadamc Guðríði Olafsdóttur að Mel- gerði, eptir skikkun Hr. syslumaims lireina Cream Tartar Powder. Engin amónía; ekkert álún. Brúkað á inillíótnun heimila. Fjörutíuára á markaðnuiu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.