Lögberg


Lögberg - 19.08.1893, Qupperneq 2

Lögberg - 19.08.1893, Qupperneq 2
Q LOOBERU LAUGARDAGINN 19. ÁGÚST 1893 JJögbcrg. 'ie.ift út a« 148 Princess Str., Winnipeg Man. af 7’ c l.ö%bcr% Printinc; ár1 Publishin^ Co’y. f Incorporated May 27, ls9o). Ritstjoci (fciniTOR); EINAK HJÖRI.EIFSSON I! ISINF.SS MaNAGF.R: JOHN A. BLÖNDAL. AUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar f eitt s' ipti 25 cts. fyrir 30 orS eða 1 þuml. uálkslengúar; 1 iioU. um mánuðinn. Á staerri auglýsingum eBa augl. um lengri tima ai- sláttur eptir samningi BLSTAD A-SKIRTI kaupenda verður að til kynna skrt/cga og geta um fyrvcranii bú síað iafnframt. ÚTANASKKIPT til AFGREIÐSLUSTOFU blaBsins er: THE LuUBERC PRlNTiNC & PU8L1SH- CQ. P. O. 8ox 388, Winnipeg, Man. UTANÁSKRIfcT til R[ TSTfÓRANS er: KltlTOR LÖIíFERIS. P. O. BOX 368. WINNIPEG MAN — I AUOAUDAOtNN 19 Át}(ÍSTl893.— ty Samkvæm lanaslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild, nema hann sé skuldlaus, fcegar hann segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld við blað- ið flytr vistferium, án þess að tilkynna beimilaskiftin, þá ei það fyrir dómstól- unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett- vísum tilgangi. t#" Eptirleiðrs verður hverjum þeim sem sendir oss peninga fyrir blaðið sent viður kenning fyrir borguninni á brjefaspjaldi, livort sem borganirnar hafa til vor komið frá Umboðsinönnum vorum eða á annan liátt. Ef menn fá ekki slíkar viðurkenn- ingar eptir hætílega lángan tíma, óskum vjer, að þeir geri oss aðvait um það. — Bandaríkjapeninga tekr blaðið fullu verði (af Bandaríkjamönnum), og frá íslandi eru íslenzkir pen- ingaseðlar teknir gildir fullu verði sem borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun i V. 0. Money Orders, eða peninga í lie gistered Lette*. Sendið oss ekki bankaá vfsanir, sem borgast eiga annarstaðar en 5 Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylg fyrir innköllan. DAKOTA-FERÐ. Eptir ElNAIÍ 11.TÖELEIF8S01Í. Ánægjulegri ferð en þá er jeg fór með sjera Matthíasi Jochumssyni til íslendinganylendunnar 1 Norður Dakota fyrir og um síðustu helgi niinnist jeg naumast að hafa nokkru sinni farið. Við lögðum af stað miðvikudag- iun í síðustu viku með Northern Píicific, og ánægjan byrjaði pegar á járnbrautarstöðvunum hjer í bænum, og f><5 að kynlegt*megi virðast var Jrað Jón Ólafss m, sem olli henni í ]>að skipti. Svo stóð á, að á picnici sunnu- dxgsskólans lúterska lijer í bænum, pegar sjera Matthías var alveg ný- kominn sunnan frá Ghicago, bar pað í tal milli okkar sjera Matthíasar, að jeg skyldi fara með honum suður í Dakota, ef mjer yrði f>að unnt fyrir annríki, og varð pað að ráði gert. Jafnskjótt sem Jón Ólafssön fjekk að vita pá fyrirætlun, tók hann að róa að því öllum árum,að fá |>ví afstyrt,að v.ð sjera M. yrðu msamferða. Ilve sam- vizkusamleg meðöl hann hefur notað og hvc sa.nnar sögur hann hofur sagt í pví samiiandi ætla jeg að lofa kunn- ugum tnönnum að gizka á. En það atvikaðist einhvern veginn svo, að ckkert dugði. Sjera Mattliías skoð- aði sig frjálsan mann í pessu frelsis- ins landi, og hugðist mega ferðast með mjer. Mr. Sig. J. Jóhannesson li ifði líka ætlað að fara, en gat ekki viðsnúizt, pegar til kom, vegna ann- rikis. Jón Ólafsson var svo staddur L járnbrautarstöðvunum, pegar við vor- uin að leggja af stað. Og pað var bæði illt og broslegt að sjá framan í manninn. Yrðari svip minnist jeg ekki að hafa sjeð á ævi minni;pað var ei is og gremjan hjengi í lufsum fram- an í maeninuin — gremjan út af pví, að rógur hans við sjera Matthías skyldi engu hafa fengið áorkað. Hvorugum okkar sjera Matthíasi l.ður að jafnaði rjett vel I járnbraut- arvögnum, en fi rðin frá Winnipeg til Grafton var full af andlegri nautn, að minnsta kosti fyrir mig, og jeg held fyrir okkur báða. Jeg bafði komið við á pósthúsinu á leiðiuni suður til járnbrai.tarstöðvanna og par beið míu kæikomin sending frá ætt- jörðinni, kvæði Ilannesar Ilafsteins. Jeg stakk peim náttúrlega niður lijá injer. Og pessi ljóðrnæli, sem mörg eru svo undurfögur, og öll svo ein- kennileg og verkleg, eins og nákvæm- ara mun verða frá skýrt Iijer í blað- inu áður en langt um líður, vorum við að lesa á suðurleiðinni. Svo sem til tilbreytingar skemmti jeg mjer við hin njtju Grettisljóð sjera Matthíasar, og munu menn fá getið pví nærri, að stundirnar liafi liðið lijótt. Dr. Halldórsson í Park River hafði boðið okkur lieim til sín og boð- izt til að sækja okkur til Grafton, ef við gerðum sjer aðvart í ttma um ferð okkar. Við Iiöfðum sent honum hrað- skeyti kveldinu áður, og áttum pví von á að sjá hann í Grafton. En sú von brást, og leigðum við okkur pví hesta, vagn og íylgdarmann, norskan hótelseicranda aldraðan, 1 lstad að nafni, sem allur Ijek á hjólum af glað- lyndi og gamansemi. Þegar við vorum komnir nokkuð austur á sljettarnar, komu tveir menn á móti okkur keyrandi t loptinu, Dr. Halldórsson og fylgdarmaður hans. Fyrir einhverja handvömm telegraf- fjelagsins hafði læknirinn ekki fengið hraðskeytið fyrr en löngti eptir miðj- an dag pann daginn, og hafði hann pá tafarlaust brugðið við. Ilann kom svo upp í vagninn til okkar, og hjelt svo með okkur heimleiðis til sín. t>að var glatt á hjalla í vagninum hjá okkur, enda purftum við innan skamms á öllu okkar góða skapi að halda. Önnur eins helli-dynjandi-rigning, eins og við fengum nokkru fyrir aust- an Park Iíiver, minnist icg ekki, að nokkru sinni hafi yfir mig dunið, jafn- vel ekki í Ameríku. Vegurinn varð á svipstundu að vatnsfalli, við sáum ekki lengra frá okkur en menn sjá í moldösku-byljum, og á fáum augna- blikum uiðum við hoídvotir svo að segja frá hviríli til ilja. Okkur var sannast að segja mál að komast heim til Dr. Ilalldórssons. Og par var líka komandi! Jafn-riktnan nlegar og höfðinglegar viðtökur minnist jeg ekki að hafa nokkurs staðar fengið, fyrr eða síðar. Og pað leyndi sjer ekki fyrir bænum, aðeinhver hátíð var í húsi íslenzka læknisins pví að á pví blöktu t\ ö flögg um kveldið, Dana og Bandari’kjamanna. Jeg get ekki stillt mig um að benda með fáeinum orðum á velgengi pessa íslendings hjer í landinu. Hún er svo einkennilega ameríkönsk í góð- um skilningi, sannast að segja líkari einhverju ævintyri en bláberum, prósaiskum veruleik. Hann kom hing- að fyrir eitthvað áii síðan, allslau3 og öllum ókunnugur. Nú á hann prjá góða hesta, vagn og sleða, og skraut- legt hús með eitthvað 12 herbergjum. Um húsbúnaðinn skal jeg að eins geta pess, að par cru meðal annars 6 legu- bekkir, hver öðrum vandaðri, 600 doll- ara piano, og allt er eptir pví Engin pægindi vantar, sem manni dettur í hug að rjetta hendinni til. Aðalmagn eigna hans er pó vitanlega enn úti- standandi hjá pcim sem hann hefur hjálpað eðaaðstandendum peirra. Eng- inn vafi er á pví, að pað nemur mörg- um, mörgum púsundum dollara, en hve mörgum skal jeg láta ósagt. Svo framarlega sem hann færskuldir sínar inn bærilega í liaust, eru öll líkindi til að hann reisi fyrir veturinn spítala í Park River á eigin kostnað, en með uokkrum tilstyrk byggðarmanna, og er bin mesta pörf á pví fyrirtæki. Fólkið flykkist til lians, en hann er auðvitað í standandi vandræðum með að koma pví fyrir. Hið fegursta við pessa stórkost- legu velgengni er pó pað, hvað Dr. Halldórsson er vel að henni kominn. 5aðeru ótaldir peir sjúklingarnir, sem eiga lionum lífog heilsu að pakka. Og pað er fágætt að sjá slíka elju og dugnað, sem hann hefur synt. Flest- um er óskiljanlegt, hvernig maðurinn heldur heilsu með peim óendanlegu næturvökum ogónæði, sem hann á við að búa. Við sáum ofurlítið mót á pví pessa nótt, sem við gistum hjá honum. Engan dúr sofnaði hann pá nótt, var prisvar sinnuni sóttur frá miðnætti til miðs morrnins. cl Þrátt fyrir svefnleysið taldi hann ekki eptir sjer að flytja okkur norður til Gardar daginn eptir — en örðugt ætlaði honum að veita að komast af stað, sleppa frá sjúklingum, sem stöð- UEft voru að leita hans. o Dvölin í Gardarbyggðinni var samanhangandi hátíð frá upphafi til enda, og mig kynjar mjög, ef sjera Matthías verður svo gamall, að hann gleymir peim dögutn — og vona jeg pó og óska, að hann verði allra karla elztur. Læknirinn fór með okkur til sjera Friðriks J. Bcrgmanns. Þar var fyrir sjera Jón Bjarnason með konu siiini, oo; var hann miklu hress- ari, en við höfðum porað að vona. t>að varð fagnafundur milli peirra sjera Mattbíasar, sem verið hafa vinir allt frá skólatímunum. Um kveldið var fjölmenn veizla hjá sjera Berg- mann. Daginn eptir var aptur veizla hjá Mr. H. Hermann, svila sjera Jóns Bjarnasonar, sem kom vestur fyrir tveim árum, og nú er ágætur bóndi í Gardarbyggðinni. Þriðja veizlan var svo á laugardagjnn hjá Ilon. E. H. Bergman. Það paif svo sem ekki að t ika pað fram, að veitingarnar voru hinar stórkostlegustu á öllum pessum heimjlum. Eu meira mun pó sjera Matthíasi hafa pótt vert um pann fögnuð, sem var svo augsynilegur á fólkinu út af pví að fá að sjá liann, og pau mörgu, fögru og hlyju vinar- orð, sem við hann voru sögð í pess- um samkvæmum. Frá pví er við komum í Gardar- byggðina, og fram ásunnudaginn vor- uin við lengstum hjá sjera Fr. J. Bergmann, og par sváfum við á nótt- um. t>að kom sjer vel fyrir hann og konu hans pessa dagana, eins og víst optar, að pau fengu reist sjer veglegt íbúðarhús á síðastliðnu ári, pvl að í meira lagi var gestkvæmt par. Eina nóttina voru par 10 maunsaðkomandi, og pó mun ekki liafa verið pröngt um neinn, t>ar var hvortveggja að liús- ið er stórt, en svo er líka sannur danski málshátturinn, að par sern hjartarúmið er nógu stórt, par er hús- rúmið líka nægilegt. Aðalskemmtidagurinn var sunnu- dagurinn. Um miðjan dag fór fram guðspjónusta í Iiinni nyju, snotru Eyford-kirkju, sem reist hefur verið af 14 safnaðarbærtdum á heimili rausn- ar og merkisbóndans Jacobs Eyford. Sjera Jón Bjarnason ]>rjedikaði. Múgur og margmenni var par saman- komið. Að afstaðinni guðspjónustu, hjelt flestallt pað fólk, ásamt mörgu íleira, upp á Öðinssæti, sem er hæð ein á landi Mr. Antons Möllers í Pem- binafjöllunum, hjer um bil beint vest- ur af Eyford. i>aðan er útsyni hið fegursta, yndislegt að líta yfir akrana og skógarreinarnar á sljettunni fram undan manni. Fáa ókunnuira mun n gruna, hve litabreytingin er mikil á sljettunni, pegar menn sjá hann í fjarsyni, allt frá liinum dökkgrænasta lit til h ins ljósgulasta, og er pað með- al annars dálítið kynlegt, að eigi væri unnt að pekkja fullproskaðan liveiti- akur tilsyndar frá ljósustu íslenzku leirflögunum, ef pað lægi sauihliða. Á Óðinssæti voru saman komin nokkur hundruð manns, og menn skemmtu sjer ágætlega. Sjera Friðrik .1. Bergmann styrði samkomunni. Auk hans hjeldu ræður: sjera Matthías Jochumsson (margar), Magnús Brynj- ólfsson, Jónas Hall, Einar Hjörleifs- son, Hon. Skapti Brynjólfs3on, Dr. M. Halldórsson, sjera Jón Bjarnason, Halldór Reykjalín og Miss Anton Möller flutti sjera Matthíasi vísur. Naumast p>rf að taka pað fram, að jafnvel pótt par væri samankomið fólk með hinum ólíkustu skoðunum á flestum efnum, og ]>ótt suma pessa ræðumenn vitaulega greini alhnikið á um y.ns alinenn mál, pá varð ekki slíks ágreinings vart við petta tæki- færi. Allt fór fram með hinni stök- ustu háttpryði, og enginn liaföi ástæðu til að fara óánægður af peitn fundi. Hið sama hugarpel til sjera Matthías- ar kom par fram eins og á prívatsam- komum peim sem lialdnar liöfðu verið dagana á undan. Eu meira var á pess- ari almennu samkomu en áður minnzt á efni, sem eru almenns eðlis, einkum landið hjer vestra með öllu pess frelsi cg proska-möguleikum fyrir eiustakl- inginn og skyldurnar við pað af hálfu peirra manna, sem vestur eru fluttir. Voru pað einkum peir bræður Brynj- ólfssynir, sein lögðu áherzlu á pau atriði, og mæltist báðum vel. Sjera Jón Bjarnason talaði og ágætlega um ísland sem sögunnar land. Á Óðinssæti skyldu loiðir oltkar sjera Matthíasar. Hann hjelt norður til Mountain til pess að vera par um kveldið á samkomu, sem Mr. Björn Halldórsson stofnaði til, og hafði hún farið ágætlega fram. Daginn eptir fór liann svo ásamt sjera Jóni Bjarna- syni og konu hans norður til Hallson til Mr. Nikuláss Jónssonar, hálfbróð ur sjera Jóns. t>ar voru pau um nótt- ina og hjeldu svo liingað til Winnipeg daginn eptir. En jeg fór á sunnu- dagskveldið með Dr. Ilalldórsson til Park River, og svo til Grafton og heim á mánudamnn. O t>að er sannarlega ánægjulegt að v’.ta sjera Matthlas fara heim með pessa Dakota-ferð sína í huganum — einkum par scm honum munekki hafa fundizt neitt ininna til unr landið nje fólkið en í Argyle. Hann hefur nú getað sannfærzt um pað af eigin sjón, hvernig nylendulíf Vestur-íslendinga er; að nylendur vorar eru ekki eyði- merkur, eins og sum íslenzku blöðin eru að halda l'ram, iieldur yndisfegar sveitir, auðugar af flestum náttúrunn- ar gæðum; og að par lifa frjálsir menn, ekki neinu villimannalífi, eins og enn virðist sitja í liöfðunum á sumum mönnum á ættjörð vorri, held- ur langum jafnara og yfir höfuð æðia menningarlífi, en nokkurn tíma hefur verið lifað af almenningi manna í nokkurri sveit á íslandi. Jafnvel póttsjera Matthías liafi á- vallt verið boðinn og búinn heiina á íslandi til pess að leiðrjetta misskiln- ing manna par viðvíkjandi lífi voru lijer vestra, pá mun óhætt að fullyrða, að honum hefur komið óvænt sú vel- gengni og pær framfarir, sem hjer er um að ræða. Að liinu leytinu mun Vestur-íslendingum ekki hafa verið fullkunnugt um eitt atriði, sem kom svo fagurlega fram í pessari Dakota- ferð, og annars hvervetna par sem sjera Matthías hefur verið meðal vor hjer vestra: pað ersá ótæmandi auður, sem maðurinn á til af mælsku, fögr- um, hjartnæmum og háfleygum oið- um. Hver sem, eins og jeg, liefur notið peirrar ánægju, að heyra sjera Matthtas dag eptir dag allsendis óvið- búinn Italda hverja ræðuna á fætur annari, allar fallegar, flestar dyrðlega skáldlegar og átakanlega hjartnæmar, hann mun liafa meiri lotning eptir en áður fyrir íslenzkri tungu, íslenzkri snilld, íslenzkri menntun, íslenzku hugsunarlífi, íslenzkum kærleik. En einkum og sjerstaklega rrun hann unna heitara en áður manninum, snm borið hefur gæfu til að miðla öðrum af öllu pessu í svo dyrðlega ríkulegum mæli. hreina Cream Tartar Powder.-Engin amónía; ekkert álún. Brúkað 4 nftilliónum heimila. 40 ára 4 markaðaum. t tJóu P.jetursson Skjölrl. Áður var í Lögbergi með fám orðum minnzt á lát Jóns Pjeturssonar Skjöld að Hallson. Jarðarför hans fór fram frá heimili hans 6. p. m. að viðstöddu mjög miklu fjölmenni. Sjera Fr. J. Bergmann lijelt hús- kveðju. Ilann lyoti hinum látna sem stilltum í lund og hæfileikamanni miklum, er pó mundi liafa enn betur komið í ljós, ef liann hefði fengið að ganra skólaveginn. Hann hafði ein- initt verið í sjerstökum skilningi -gæddur peim hyggindum, sem í hag koma — peim hyggindum, sem Ijós verður af í lífinu, pegar pau fá full- komiega að njóta sín. Og pótt hann væri ekki skólagenginn maður, hefði hinn menntað anda sinn svo vel, að viðræður hans hefðu opt verið skemmti legri en margra skólagenginna manna, Hann var vinfastur maður og manna höfðinglegastur lieim að sækja. ■ T>ó var hann einn af peim mönnum, sem margir dæmdu ranglega, pví að hann var fremur dulur í skapi. En peir sem bezt pekktu hann, og mest um- gongust hann, unnu houm hugástum. Lund hans var viðkvæm, pótt ekki bæri hann pá viðkvæmni utan á sjer. Fyrri konu sína, Þórunni Guðrúnu Jónsdóttur Þorgrfmssonar prests að Hoftegi, liarmaði liann mjög ásamt sex börnum, er hann varð á bak að sjá. Setnni kona hans, sem nú lifir hann, lieitir Sigríður Sigurðardóttir Gunnlaugssonar á Berunesi í Beru- firði. Egill heitir sonur peirra. Sjera Fr. .1. Bergmann flutti líkræðu í kirkjunni á Mountain, sem full var af fólki. Sjera Jón Bjarnason var og viðstaddur jarðarförina og hjelt líka ræðu. ASKORUN. Samkvæmt áðtir augiystri fund- ar-sampyklst íslenzka verkamanna fjelagsins, er hjer með skorað á alla meðlimi fjelagsins, sem nú eru hjer í Winnipeg, og sem skulda fjelaginu mánaða tillög síii fyrir 4 mánuði eða meira, að borga eða semja um borg- un á poim við fjelagið ekki seinna en á fundi Laugardagskveldið 19. p. m. Winnipeg 15. ágúst 1893. Benidikt Frímansson, Forseti. RAFURMAGNSLÆKNINGA STOfc'NUN. Prófessor W. Bergman læknar með rafurmagni og nuddi. Til ráð- færslu er Dr. D'físchabault ein sjer- stök grein Professorsins er að nema burtu yms lyti, á andliti, hálsi, hand- leggjum og öðrum líkamspörtum, svo sem móðurmerki, hár, hrukkur, frekn- ur o. fl. Kvennfólk ætti að reyna hann. Telephone 557. Manitoba Music Housc. hefur fallegustu byrgðir af Orgeluin forté-Pianóum, Saumavjelum, Söng- bókum og music á blöðum; fíólínum, banjos og harmonikum. R. H. Nunn&Co. 482 Main Str. r. O . Box 407. Fyrir peninga út í hðnd. Sirloin Steak and Roast.............i*2c. Round Steak..........................I0c. Porter Ilouse and Roast .............loc. Rib Roasts ..........................loc. Shoulder Roasts... 8c. Chuck Roast...........................6c. Chuck Steak.......................... 6c. Shoulder Steak....................... 8c. Boiling Beef........ . • • .....4C. to 6c. Aðrar kjottegundir tiltölulega eins billegar; Búðin er opin á hverju kveldi til kl, lo til aö Sefa daglauna mönnum tœkifæri til að fá virði penijiga sinna. DOYLE & CO. llorninu á M n og James Str. Phone. 755. Munroe, W est & Mather Mdlafœrslumenn o. 8. frv, Harris Block 194 Kiarket Str. East, Winnipeg. vel þekktir meðal íslendinga, jafnan reiðu búnir til að taka að sjer mál þeirra, gera yt'ir þá samninga o. s. frv.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.