Lögberg - 14.07.1894, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.07.1894, Blaðsíða 1
Louberg er gefiS út hvern miðvikudag og laugardag af ThE LöGBERG PRINTING & PUBLISHING CO. Skrifstola: Atgreiðsl jstoia: ricr.tcmiðja 148 Princess Str., Winnipeg Man. Kostar $2,oo um árið (á íslandi 6 kr. borgist fyrirfram.—Einstök númer 5 cent. Lögberg is puMished every Wednesday anl Saturday by TllE LöGBERG PRINTING & PUBI.ISHING CO at 148 Princess Str., Winnipeg Man. S ubscription price: $2,00 a ycar payable advance. Single copies 5 c. ROYAL CROWN * * SOAP Kóngs-Kórónu- Sápan er ósvikin kún skaðar hvorki köndumar, andlitið eða fínustu dúka, ullardúkar klaupa ekki ef hún er brúkuð. tessi er til- búin af The Royal Soap Co., Winriipeg. A. Friðriksson, mælir með kenni við landa sina. Súpan er 1 punds stykkjum. Umfram allt reynið hana. FRJETTIR CANAUA. Samning pann milli Canada og Frakklands, sem Ottawastjórnin vildi ekki ráða pinginu til að sampykkja, með því að kann væri svo óhagkvæm- ur fyrir Canada, lætur hún nú pingið staðfesta pessa dagana. Er slíkt hinn aumasti ósigur fyrir fjármálaráðherra stjórnarinnar, og jafnframt sönnun fyrir f»ví, hve mikils Tupperarnir mega sín. Eins og lesendur vorir munu minnast, var pað Sir Charles Tuppor, sem samninginn gerði fyrir Canada hönd. — Rjett þegar blað vort er að fara í pressuna, frjettist, að Debs for seti hafi boðið að hætta verkfallinu, og taka aptur til vinnu hvervetna, nema hjá Pullman. Kemur pað þar fram, sem miklum meiri hluta manna í þessu landi vitanlega kefur pótt, að óviturlega hefur verið stofnað til þessa verkfalls, og líkindin súralftil fyrir pví þegar frá byrjun, að það gæti haft nokkuð annað en tjón í för með sjer $2,500 ætlar Ottawastjórnin að verja til bryggjugerðar aðGimli sam- kvæmt auka-fjáráætluninni, tnse lögð var fyrir þingið á fimmtudagskveldið. Fyrir nokkru síðan var það staðhæft og því trúað i Njfja íslandi, að Mr. líradbury hefði útvegað $10,000 hjá stjórninni til þessa fyrirtækis, og er þvi ekki mótvon, þótt N/-íslending- um þyki nú vonir sínar bregðast í meira lagi. BANDARIKIN. Af verkfallinu mikla er það helzt að segja, að það virðist sem stendur ekki ætla að verða eins stórkostlegt eins og horfur voru á um miðja vik- una. Stórmeistari Vinnuriddaranna hefur skorað á fjelag sitt um þvert og endilangt landið að leggja niður verkið, en þeirri áskorun hefur al- mennt ekki verið sinnt, þótt það hafi verið gert á sumum stöðum. Reynd- ar lieyrist það eptir verkfallsmönnun- um, að þeir búist við sigri, en frjetta- ritarar blaðanna sýnast ekki hafa trú því, enda er allmikið af lestum farið að ganga eptir þeim járnbrautum, sem engin umferð var um meðan verkfallið stóð scm hæst. Allmiklum tfðindum þótti það sæta, að sfðari hlut þriðjudagsins var Debs, forseti fyrir American Railway Union, tekinn fastur í Chicago, ásamt flciri leiðtógum verkfallsmannanna. Var þeim gefið að sök samsæri um að stöðva flutning ápósti 13andaríkjanna. Verkfallsmennirnir svöruðu með því ftð reyna að fá samskonar mál höfðað framkvæmdarstjórum járn- brautafjelaganna, með því að stöðvun á póstflutningi sje alveg eins mikið þeim að kenna eins og verkamönnun um. Enn er óvíst, hvað úr þeirri málshpfðun verður. Ospektir út úr verkfallinu hafa engar átt sjer stað sfðustu daca. Cleveland forseci hefúr lofað að setja nefnd til að rannsaka orsakir vcrkfallsins. ÍTLÖXD. Jarðskjálptar miklir hafa verið í Tyrklandi nú I vikunni. Fjöldi húsa hcfur hrunið í Miklagarði og fleiri borgum. í Galata varð jarðskjálpti 10 mönnum að bana, og eitt þorp, Adabazzaar, hefur, að sögn gjöreyðst. I>að virðist eigi vera hættulaust að vera lögreglumaður á Fiji-eyjun- um. Á einni eyjunni voru lögreglu- menn fyrir skömmu að ganga eptir sköttum hjá mönnum. Eyjarskeggj- ar tóku skattheimtumönnunum á þá leið, að þcir rotuðu þá alla og átu all- marga þcirra. Á eyjunum er brezk- ur landstjóri, Sir John Thurston. Hann lægði rostann I eyjarskeggjum með hersveitum. Hinn 15. þ. m. andaðist að Flögu í Vatnsdal merkisbóndinn Árni Er- lendsson, rjett sextugur að aldri; hann bjó mestan sinn búskap á Hóla- baki og Flögu. Átti hann FJögu og hafði h/st þar jiryðilega. Hann var dugnaðar og atorkumaður, og dreng- ur hinn bezti. Kennarakennsla. Að aflokinni kennarakennslunni f vor við Flens- borgarskóla gengu þessir undir próf, með hjer tilgreindum einkunnum: 1. Halldór Jónsson, sonur Jóns hreppstjóra Olafssonar á Sveinsstöð- um; aðaleink. dável (5,00). 2. Einar Guðmundur Þórðarson, sonur Þórðar bónda Bjarnásonar í Kirkjuvogi; aðalcink. dável (4.88). 3. Valgerður Bjarnadóttir, dóttir Bjarna bónda Sigurðssonar í Hrauns- ási; aðaleink. dável mínus (4.52). 4. Siggeir Sigurðsson, sonur Sig- urðar bónda Sigurðssonar f Saurbæ í Holtum; aðaleink. vel (4.00). Prófdómendur voru þeir skóla- stjóri Morten Hansen í Rvík og I>ór- arinn prófastur Böðvarsson í Göiðum, til þess kjörnir af stiptsyfirvöldunum. Rvík 30. maí 1894. Afli nokkur að tölu til bæði hjer og syðra, en smærð og rýrð söm og áður. Góður afli á Eyrarbakka og Stokkseyri. Islantls frjettir. (Niðurl. frá 3. bls.) Rvfk 26. maf 1894. Larus Þórarinn Blöndal, SV.SLUSIAÐUR, r. dbr., Ijezt 12. þessa mánaðar eptir örstutta banalegu af afleiðingum inflúenza-veikinnar, setr. um það leyti geysaði sem liarðast um Húnavatnss/slu og bysna-skæð. Hann var sonur hins þjóðkunna valdmanns- skörungs Bjarnarsyslumanns Auðuns sonar Blöndal (dó 1846) og fæddist að Hvammi í Vatnsdal 16. nóvember 1836, fór í Reykjavíkur lærðaskóla 1851, útskrifaðist þaðan með 1. ein- kunn, kvæntist 21. ágúst s. á. Ivrist- ínu Ásgeirsdóttur Finnbogasonar á Lambastöðum, sigldi samsumars til háskólans og tók til að stunda lækn- isfræði, en hvarf frá því sfðar og nam lögfræði, og tók embættispróf 1865 með II. betri aðal-einkunn. Kom sfð- an til Reykjavíkur í för með Hilmari Tinsen, sem þá gerðist lijer stipt- amtmaður, og var á skrifstofu hans hin næstu missiri og landfógctans, Jar til er hann var settur s/slumaður í Dalas/slu haustið 1867, en fjekk veitingu fyrir henni vcrið eptir (12 maf), sat þar fyrst á Staðarfelli og sfðan f Fagradal innri. Ilúnavatns sysla var honum veitt 12. apríl 1877 og íluttiss hann þá fyrst að Stóru- b°rg — bjó þar eitt ár, — en síðan að Kornsá, þar sem hann bjó til dauða- dags. Dingmaður Húnvetninga var hann 1881—1885. Hann var sæmd- ur riddarakrossi dannebrogsorðunnar 8. aprfl 1891, en skipaður af konungi 26. febr. f vetur amtmaður í norður- og austuramtinu frá 1. júll þ. á. Börn eignuðust þau hjón 11. Lárus sál. Blöndal var atgerfis maður til sálar og líkama, og yfirvald sköruglegt, röggsamt og skyldurækið, drengskaparmaður mikill og gleði- maður, mæta-vel þokkaður, jafnt af þeim er hann átti yfir að segja sem öðrum, er höfðu kynni af honum. Ilann var lista-skrifari og söngmaður hÍDn bezti. Ilann húsaði pryðilega að Kornsá og var heimili þeirra hjóna eitt hið nafnkunnasta gestrisnis- og rausnar-heimili á landinu. I>ykir Hún- vetningum að honum sár og mikill hjeraðs-sviptir. Rvfk. 2. júnf 1894. ÍSFIRZKU MÁLAFERLIN. Ólafur nokkur Ólafsson, húsmaður á ísafirði, hafði dæmdur verið í vetur þar f 5 daga fangelsi við vatn og brauð fyrir rangan vitnisburð og meinsæri, en yfirrjettur ón/tti þann dóm 21. þ. m. og vísaði mál’.nu heim aptur til nyrrar °R ^glegri meðferðar og dómsálegg- ingar, en dæmdi undirdómarann, L. K. Bjarnason, til að greiða allan af á- fryjun málsins leiðandi kostnað, — vegna þess, að hann (undirdómarinn) hafði neitað að setja kærða þann tals- mann, er hann óskaði, nefnil. Skúla l’hóroddsen, án gildra ástæðna að dómi yfirrjettarins, heldur sett annan miður hæfan en hann, og að hann hafði, er hann tók málið fyrir af nyju, að þar til gefnu tilefni, ekki veitt á- kærða nema 2 stunda fyrirvara, og þar með eigi gefið honum löglegt færi á að gæta rjettar sfns. Rvík. 9. júnf 1894. Veðratta. Eptir fádæma lang- vinna þurka í vor brá til votviðra hjer um slóðir fyrir viku. Hofur mikið hleypt fram gróðri á þeim tíma, þó að heldur svalt hafi verið samt, eins og áður. Líkt er að frjetta af veðr- áttu að norðan nú með „Thyra“, en hvergi þó getið um haffs; hún varð hans hvergi vör. Mannai.áL Mad. Steinvör Egg- ertsdóttir, prests Bjarnasonar land- læknis Pálssonar, kona sjera Magnús ar Gfslasonar, er var prestur í Sauð lauksdal yfir 30 ár, fædd að Mosfelli í Grímsnesi 24. des. 1817; audaðist 23. apríl. síðastl. eptir stutta banalegu í inflúenza f Kvígindisdal í Grímsnesi. Systir hennar, Ingibjörg Eggerts- dóttir, sem um síðustu 30 ár hafði dvalið hjá lienni dó 25. s. m. nær 84 ára gömul, ógipt en hafði eignazt 1 son, er dó um tvítugt. Hinn 29. s. m. andaðist á saiha bæ heiðurskonan Ingibjörg Sigurðar- dóttir, 56 ára að aldri. Hún giptist 26. sept. 1859 Sigurði bókbindara Gíslasyni, bróður sjera Magnúsar, manns mad. Steinvarar. Sama dag og mad. Stoinvör, 23. april, andaðist f Saurbæ á Rauðasandi ein merkiskona, Ragnheiður Gfsla- dóttir, ekkja eptir Jón yngra Jónsson á Kvfgyndisfelli við Tálkuafjörð, 80 ára að aldri. Hinn 28. apríl ljezt á heimili sfnu Hvallátrum við Patreksfjörð sómakonan Guðrún Snæbjarnardóttir, hreppstjóra Pálssonar f Dufansdal við Arnarfjörð, 66 ára að aldri. Ur Skagafirði skrifar frjettaritari lsafoldar 30. f. mán.: Meðal þeirra er dáið hafa úr iiiflúenza hjer í s/slu, vil jeg nefna húsfrú Hólmfrfði Björns- dóttur, kona Jóseps Björnsonar bú- fræðings og hreppstjóra f Ásgcirs brekku. £>au hjón áttu 6 ung börn. Tveiin dögum sfðar andaðist á sama bæ faðir Hólmfríðar sál., Björn Pálma- son, 62 ára, n/tur og dugandi maður: hafði hann leDgi búið með miklum °K röggsemi í Ásgeirsbrekku, og verið gróðamaður og með merkari bændum í sinni sJeit. Ilinn 21. maí andaðist Daníel Ólafsson (prests I>or- valdssonar í Viðvík), söðlasmiður á 1 ramnesi, og 2 dögum sfðar aunar bóndinn á sama bænum, Bjarni Jóns- son. Enn fremur Sigurður Sigurðs- son, mikill járnsmiður á Sauðárkrók, og Geirlög Eiríksdóttir, á níræðisaldrí, á Bæ á Höfðaströnd, tengdamóðir Konráðs hreppstjóra Jónssonar í Bæ, mjöggreind og góð kona. Margir fleiri cru nýlega dánir vfðsvegar f s/slunni, og á /msum stöðum liggja menn mjög þungt. (ísafold.) Rvfk. 12. júnf 1894. Alþingiskosningarnar eru nú um garð gengnar i öllum kjördæm- um landsins, en ekki hafa enn borizt hingað fregnir um þær nema úr nær- s/slunum: í Vcstmanneyjuni var kosið 1. þ. m. og varð þar fyrir vali: Valt/r Guðmundsson dr. phil. í Kau pmannahöfn. Har voru 2 aðrir f kjöri: Sigfús Árnason, er þingmað- ur ' ar fyrir eyjarnar f fyrra og Sig- urður Sigurfinnsson skipstjóri. Var tvíkosið og skorti þá Sigurð að sögn að eins 1—2 atkvæði á við dr. Valt/r. Fór Sigurður samdægurs upp f Land- eyjar og ætlaði að bjóða sig fram í Vestur-SkaptafelIss/sIu, því að mælt var, að Guðlaugur s/slumaður mundi ekki gefa þar kost á sjer. í Mýrasvslu var kjörfundur hald- inn að Eskiholti 4. þ. m. og valinn: Halldór Daníelsson hreppstjóri í Langholti með 37 atkvæðum. Bene- dikt próf. Kristjánsson í Landakoti fjekk 35 atkv. Er mælt að Mvra- inenn ætli að ón/ta þessa kosningu, með því að s/slumaður hafi ekki boð- að kjörþingið með nægum fyrirvara, hvort sem þeini kæru verður sinnt eða ekki. Rangvellingar hjcldu kjörfund að Stórólfshvoli 5. þ. m. I>ar voru engir aðrir í kjöri en hinir fyrverandi þingmenn: Sighvatur Árnason í Eyvindar- holti og Þóiður Guðmundsson í Hala og hlutu þeir þvf kosningu í einu hljóði (72 atkv. hvor). í Borgarfirði fór kosning fram 7. þ. m.' Ivosinn var: Lórhallur Bjarnarson presta- skólakennari með 87 atkv. Ilinn fyrv. þingm. Björn Bjarnason, Reykjakoti fjekk <5 atkv. Driðja þingmanns- efnið Runólfur I>orsteinn Jónsson frá Grund á Akranesi tók aptur framboð sitt, er að kosningu kom. í Kjósar- og Gullbringus/slu voru valdir 8. þ. m. þeir f eðgar: Þórarinn Böðvarsson prófastur f Görðum með 82 atkv. og Jón Þórarinsson skólastjóri í Flensborg með 65 atkv. Auk þeirra var f kjöri Magnús Th. S. Blöndal trjesmiður f Hafnarfirði og fjekk hann 17 atkv. Reykvíkingar kusu 8. þ. m.: JÓU Jcnsson yfirdómara cptir tvöfalda kosningu. Við fyrri kosn- inguna fjekk Jón 86 atkv., Hannes IJafstein landritari 68, og Halidór Friðriksson 25, en við hina síðari fjekk Jón jafnmörg atkvæði sem fyr, Hannes 70 og H. Kr. Fr. 13. í Árness/slu var kjörfundur hald- inn að Ilraungerði 9. þ. m. Kosn- ingu hlutu: Gunnarsson r. af dbr. bankastjóri með 115 atkv. af 180, er greidd voru og Þorlákur Guðmundsson f Fífu- hvammi með 103 atkv. Ilannes Þor- steinsson ritstjóri fjekk 75 atkv. og Bogi Melsteð 68. Hval, um 40 álna langan, rak n/lega í Breiðuvfk eystra (millum Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar). Á Klyjipstaðarkirkja þar reka og fjekk Dvergasteinspresturinn (Bj. Þorláksson) O. Wathne til að sækja hann, en þá er í Breiðuvfk kom, var hvalurinn horfinn. Ilöfðu bændur þar í grenndinni dregið hann á land á óhultari stað (í svonefndri Kjólsvlk) og voru teknir að skera hann. Ætla menn að mál rísi af þessu, því að Dvergasteinspresturinn heldur fast á sfnum hJut, bændurnir toga á móti, ábúandinn í Kjólsvfk heimtar land- hlut og Wathne vill fá citthvað fyrir snúð sinn. Tvíbýli lijartans. Gleði og Sorg heita systur tvær, sali hjartans tvo byggja þær. Sorg b/r í öðrum — nú sofnuð frá grát, syngur í hinum Gleði kát. Gleði er hávær og gamansöm, grátþung er Sorg og amasöm. Gleði, þú mátt ekki glymja’ of liátt, getur skeð systir þfn vakni þá brfitt. Jón Runólfsson. í ritstjórnargrein f sfðasta b'aði Lögbergs er kvcðið svo að orði: „Og heilmikill málarekstur þarf að vcrða hvervetna til þess að yfirvöldin hafi lcyfi til að tálma þvf, að verkfalls- mennirnir fremji ofbeldisverk.“ Þnð er alveg rjett, að það þarf málarekst- ur til að senda út herlið, en það tr naumast rjett, að kasta skuldinni fyiir öll ofbeldisvcrk, er framin hafa verið þcssa dagana, á verkfallsmennina. Allir foringjar verkafjelaganna, þó sjcrstaklega Debs forscti, hafa haið- lcga bannað verkafjelagsmönnum að fremja ofbeldisverk; en þótt anarkút- ar og skríll láti ekkctt tækifæri ónct- að til hryðjuverka, þá cr ekki rjctt að skella þvl á verkafjelögin. Lögreglan í Chicago hefur el ki heldur verið frí við það að fremja of- beldisverk. Þegar Debs forseti vrr tekinn fastur um daginn, ljet hún greipar sópa um skrifstofu hans, 6- upprifin prívat brjef vo-u ekki friðhclg. Hvort rjettvísi Bandarfkj- anna muni taka slíkt til greina leiðir tíminn í ljós, en fari svo að slíkt verði látið afskiptalaust af hendi rjetfvfs- innar, þá er slíkt voðavald vissulcga hættulegra fyrir heill þjóðanna, held- ur cn verkafjelögin. Því þó að auð- valdið liafi f liði með sjer lögreglu og dómstjórn landsins nú, þá er það að öllum líkindum að eins tfmaspursmál, hversu lengi þjóðin þolir slfkt. En eitt er víst, að eptir þvf sem fjötrarn- ir eru harðsnúnari og sterkari, ejitir þvf verður hvellurinn hærri, þegar þeir hrökkva. S. Th.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.