Lögberg


Lögberg - 18.07.1895, Qupperneq 6

Lögberg - 18.07.1895, Qupperneq 6
6 LðGBERG, FIMMTUDAGINN 1 S Jl)LÍ 1895 Islancls frjettir. Rvík 8. júní ’95. UjEKAÐSVAT.VABRIJIN. Bl'ÚÍn á eystri lijeraðsvötnum við Hegranes albúin og vígð af syslumanni Jó- hannesi Ólafssyni á sumarJaginn fyrsta, 25. apríl; var viðstatt á fjórða hundrað manna, enda var veður fagurt °o kyrrt. Var f>að hin bezta skemmt- un. Aðal-brúin yfir Hjeraðsvötnin er 110 áln. á lengd og 3J al. á breidd, utanmál; pallurinn er úr 3 þumlunga plönkum og grindur utan með; brú pessi stendur á 4 trjestólpúm og á austurbakkanum á grjótstöpli 25 álna löngum og 3£ áln. háum; stólparnir eru gerðir úr 10—12 ál. löngum trjám og 10 buml. digrum, rekuum 7 —8 fet ofan í grunninn; í tveimur þeirra eru 8 stoðir og í tveimur 5 stóðir, og um 2 ál. milli stoða, sem aptur eru samantengdar með laus- holtum og skakkskífum. Hið vestur- enda brúarinnar er grjótstöpull hlað- inn smálækkandi, tekur pá við hörð sandeyri, og er eptir henni lagður 5 ál* breiður grjótgarður 210 ál. langur, til varnar pess, að Vötnin rífi eyrina. Þi hemur hin minni brú yfir kvísl við vesturbakka Hjeraðsvatnanna, 20 ál. löng og jafnbreið, en nokkru veik- ari; við báða enda hennar eru grjót- stöplar. Bryrnar eru 2 ál. fyrir ofan vatnsflöt í flóðum og er yfifbygging á biðum. Kostnaðurinn nær 8.000 kr., eins og nú stendur (ekki 10.000 kr., sbr. ,,t>jóðólf“). Yfirsmiður var Bjarni E narsson (úr Borgarfirði). Sumardagurinn fyrsti var J>ví miklu meiri gleðidagur fyrir oss nú, en nokkru sinni áðer. [ísafold] Iívík 17. maí ’95. Ma ynai.át. 26. f. m. andaðist húsfrú Margrjet Jóusdóttir, kona As- geirs hrappstjóra Guðmundssonar á Arngerðareyri á Langanesströnd, vel- metin sæmdarkona. Skömmu síðar Ijest húsfrú Kristín Kristjá’nsdóttir, kona Jóns Arnasonar á Höfðaströnd í Grunnavík. Tvö bjaRndýk, er komu á land með hafíshroða á Ströndum á útmán uðum, voru unnin, annað í Barðavík, hitt í Trjekyllisvík. Rvík 24. maí ’95. ÓtEPURmN í bænum er alveg ó- þolandi um pessar mundir, sjerstak- lega í miðbænum með öllum sorp- rennunum og safngryfjunum, og f Vesturgötu pó enn verri, erhelst muu stafa af grútarbræðsluhúsum Geirs Zoega kaupmanns. Hvað gerir bæj- arstjórnin eða hin svonefnda heil- brigðisnefnd til að ráða bót á þessu? Ekkj vitund að pví er sjeð verður. Um þennan heilsuspillandi sóðaskap og, bæjarsmán væri óskandi að lækn- arnir vildu rita sem allra fyrst, og krefjast algerðra umbóta á þessu. Þá kynni því að verða einhver gaum- ur gefinn. Jarðarför Þórarins prófasts Böðvarssonar fór fram að Görðum í fyrradag með allmikilli viðhöfn. Bisk- upiun og 4 prestar (sjera Jóh. Þor- kelsson, sjera Þórh. Bjarnason, sjera Arni Þorsteinsson á Kálfatjörn og sjera Júlíus aðstoðarprestur Þórðar- soa) lijeldu þarræður. Alfflestir em- bættismenn úr R»ykjavík voru þar staddir við sorgarathöfnina. Rvík. 31. maí ’95. Dáinn hjer í bænum í fyrradag Oscar Nickolin tannlæknir. Hann varð bráðkvaddur. Rvík 7. júní ’95. Rosaiiivalnesi 20. maí: „Þótt veturinn sem leið hafi verið mildur, þá voru hjer hin mestu illviðri frá haustnóttum að þrettánda, sífelld rok og rosar og mörg veðrin sama daginn; febrúar og marz voru góðir, en apríl og framan af maí mjög kaldranaleg veðrátta. Skepnur hafahafnast mjög illa, fje hefur drepist í vor, enda þótt það bafi verið í góðu standi, og kvill- ar hafa stungið sjer niður í hrossum. Afli að sjó hefur brugðist með öllu, bæði haustvertíð og vetrarvertíð; það eru nær fá dæmi, hve lítill fiskur hef- or komið á land í vetuc, í þessum byggðum. í Garði, Leiru og Kefla- vík eru hlutirnir frá 70 fiskum til 300 og er þar flest talið, svo varla helm- ingur af þessu er þorskur; auk þessa hefur dilítið fengist af heilagfiski og skötu, og er það nokkur hlutarbót. A Miðnesi og Höfnum hefur aflast nokkru betur, en þó ekki vel. Eptir lokin kom síldarganga óvenjulega mikil hjer með suðurströndinni, en lítill fiskur fylgdi henni. Þeir sem róðra hafa stundað hjer síðan lokin hafa afiað talsvert af isu, helst suður f Hafnarsjó, en lítið í Garðsjó. Horfurnar fyrir almenning hjer eru allt annað en glæsilegar. Allur þorri manna lifir lijer af því, sem fæst úr sjónum, en nú hefur hann brugð- ist. Keflavík, Leira og Garður standa þó verst að vígi, þar eru svo margir þurrabúðarmenn, á Miðnesi eru þeir færri, og þar styðjast bændur nokkuð við skepnur, og verða því eigi eins flíitir fyrir, þó sjórinn bregðist. Þessi þurrabúðarmennska, sem hjer er svo mikið af, er næsta athuga verð. Þeg- ar sjórinn bregst, þá er örbyrgð fyrir dyrum. Tekjur þurrabúaðrmannsins eru svo litlar í fiskileysisárum, að það er með öllu ómögulegt fyrir þá að lifa þolanlegu lífi, ef þeir hafa nokkra fjölskyldu. Lóðargjöld þeirra eru mikil í samanburði við þær iandsnytj- ar, sem þeir hafa, og auk þess mega þeir borga fyrir uppsátur, ef þeir eiga fleytu.— Það er ólíkur aðbúnaður og líf, sem þurrabúðarmenn eiga við að búa á Vesturlandi og Austurlandi og hjer við Faxaflóa; þar lifa þeir þolan- legu lífl í flestum árum, en hjer er þurrabúðin leiðin til fátæktar, hung- urs og svo ómennsku. Heilsufar mannahefur ekki verið gott á þessum vetri; afleiðingar influ- enzunnar hafa verið að taka sig upp hjer og hvar, svo hefur slæmt kvef gengið í vor; þó hafa fáir dáið. Það þóttu nyjungar, að í góða veðrinu í marz í vetur kom hingað nokkuð af fuglum, sem enginn þekkti. Það var „Viba“ (vanellus cristatus) en hurfu aptur í apríl, Mannalát. Hinn 24. apríl and- aðist á Oddeyri við Eyjafjörð sjera Tómas Þorsteinsson uppgjafaprestur á 81. aldursári. Hann var fæddur á Eeyvindarholti undir Eyjafjöllum 7. desember 1814. Foreldrar hans voru Þorsteinn bóndi (siðar í Núpakoti d. 1840) Magnússon Einarssonar á Leir- um Oddssonar, og Katrín (d. 1843) Tómasdóttir frá Eyvindarholti Magn- ússonar Filippussonar. Er sú ætt fjölmenn þar eystra. Sjera Tómas var hóglyndur maður, háttprúður og ■ vel þokkaður. Fyrir sköromu Ijezt Sigurður Stefánsson bóndi á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, dugnaðarmaður og vel greindur. Hann var sonur Stefáns Gunnarssonar í Stakkalilíð, bróður sjera Sigurðar Gunnarssonar á Hall- ormsstað. 31. f. m. andaðist hjer í bænum Jón Kristjáusson, er fyr bjó lengi góðu búi í Skógarkoti í Þingvalla- sveit og var hreppstjóri, vel metinn sómamaður. Hann var kominn yfir áttrætt og hafði verið mörg ár blind- ur. Rvík 18. júní ’95. Alþingiskosning í Gullbringu °g Kjósarsýslu fór fram í Hafnarfirði 15. þ. m. Var Þórður Thoroddsen hjeraðslæknir valinn þingmaður (í stað Þórarins heitins Böðvarssonar) með 207 atkvæðum. Hannes Haf- stein landritari fjekk 85 atkv. Tví- kjósa varð, því að 4 voru alls i kjöri og dreifðust atkvæðin. Við fyrri kosninguna fjekk Magnús Blöndal kaupinaður 37 atk., Björn Bjarnason búfræðingur á Reykjahvoli 38 atkv. Hannes Hafstein 83, en Þórður Thor- oddsen 141, og skorti því ekki nema nema 9 atkvæði til að ná löglegri kosningu (meir en helming allra greiddra atkvæða). Drukknun. 17. f. m. drukkn- uðu 3 menn af bát utarlega á Eyja- firði á leið úr Hrólfsskeri. [Djóðólfur] Algengur K'vtlli. Læknadur til fulls med AYER’S ÉÉMh FRÁSAGA ÖKUMAJSTNS. „Jeg þjáðist af „Salt Rheum“ í átta ár, og á þeim tíma reyndi jeg mörg meðöl sem mjer var sagt að væru góð við þessum útbrotum á höndunum á mjer, en þau bættu mjer ekki neitt, Seinast ráðlagði einn vinur minn mjerað reyna Ayer’s Sarsaparilla. og sagði að jeg yrði að kaupa sex flöskur og taka inn úr þeim nákvæmlega eptir fyrirsögn- inni. Jeg fór eptir ráðum hans og fjeKk mjer sex fiöskur, og tók inn úr |>remur þeirra án þess að flnna að það hefði nokkur veruleg áhrif. En áður en jeg var búinn með fjórðu flöskuna voru hendurnar orðnar eins Lausar vid utbrot eins og þær hafðu nokkurntíma verið. Atvinna min, sem er að keyra fólk, út- heimtir að jeg sje úti í rigningum og kulda, og það opt berhenturjen veikin hefur samt aldrei gert vart við sig aptur.—Thomas A Johns Stratford Ont Ayep’s Sarsaparilla A Huimssyniiigiiinii. .4 i/er's Pillur Hreinsa InnýjHn. —á— AlullarogUnion Ingrain Carpets. Verkstæðaeigendurnir hafa stnt oss tvöföld stykki af gólftepfíRm, som eru yfir 100 yards hvert; þau eru of stór og of mörg; þau fyrir okkur, og til bess að minnka þetta ögn seljum við þau með mjög lágu verði í næstu 10 daga. BANFIELD’S CARPET ST0RE 494 MAIN STREET. P. 8. — Þjer getið komið og valið úr, borgað ofurlítið. og fengið það svo geymt SUMAK SKÓR. Morgan hefur hið bezta upplag i bæn- um af ljettum skóm fyrir sumarið. Allar sortir—allir prjsar, Fínir reim- anir eða hnepptir dömu „Kid“skór á $1,00 parið. Mr. Frank Friðriksson vianur í ðúð- inni og talar við ykkur á ykkar eigin máli. A. G. MORGAN 412 Main St. MANITOBA. fjekk Fyrstu Verðlaun (gullmeda- líu) fyrir hveiti á malarasýningunni, sein haldin var í Lundúnaborg 1892 og var hveiti úr öllum heiminum sýnt þar. En Manitoba er ekki að eins hið bezta hveitiland í heimi, heldur er þar einnig það bezta kvikfjárræktar- land, sem auðið er að fá. Manitoba er hið hentugasta svæði fyrir útflytjendur að setjast að í, því bæði er þar enn mikið af ótekn um löndum, sem fást gefins, og upp- vaxandi blómlegir bæir, þar sem gott fyrir karla og konur að fá atvinnu. í Manitoba eru hin miklu og fiskisælu veiðivötn, sem aldrei bregð- ast. í Manitoba eru járnbrautir mikl- ar og markaðir góðir. í Manitoba eru ágætir frískólar hvervetna fyrir æskulýðinn. í bæjunum Wiunipeg, Brandon og Selkirk og fleiri bæjum munu vera samtals um 4000 íslendingar. — í nýlendunum: Argyle, Pipestone, Nýja íslandi, Álptavatns, Shoal Lake, Narrows og vesturströnd Manitoba vatns, munu vera samtals um 4000 rslendingar. í öðrum stöðum í fylk- inu er ætlað að sjeu 600 íslendingar. í Manitoba eiga því heima um 8600 íslendingar, sem eigi munu iðrast þess að vera þangað komnir. í Maní- toba er rúm fyrir mörgum sinnum annað eins. Auk þess eruíNorð- vestur Tetritoriunum og British Co- lumbia að minnsta kosti um 1400 ís- lendingar. íslenzkur umboðsm. ætíð reiðu- búinn að leiðbeina ísl. innflytjendum. Skrifið eptir nýjustu upplýsing- um, bókum, kortum, (allt ókeypis) til Hon. THOS. GREENWAY. Minister »f Agriculture & Immigration. WlNNIPEG, MaNITOBA. Em ^garií) og allt arid u.m Icriiip- fást allskonar tegundir af bczta tóbaki, sígörum og pípum 1 Army & Navy Tobaksbud fyrir verð, sem á við tímann. Þeir hafa ágætt reyktóbak í luktum ílátum og pípur af öllum mögulegum sortum fyrir eins lágt verð og hægt er að fiuna nokkurs staðar í bænum. Komið og fáið ykkur rf fn. W. BROWN & CO. Stórsalar og Smása r. 537 Main Str. 248 hræðslu, og allt fór að snúast fyrir augum mjer, og það nærri leið yfir mig“. „Og hvað vildu þau þjer?“ spurði jeg. „Jón frændi minn ljest hafa mikla ást á mjer, og fór fram á að jeg giptist sjer. Hann sagði, að hann kæmi frá afa mínum, sem væri mjög reiður út af því að jeg strauk, og mundi aldrei fyrirgefa mjer með öðru móti; en ef að jeg gæfi samþykki mitt, skyldi hann strax fara með mig til Rose Cottage og að mjer yrði fyrirgefið allt, sem jeg hafði af mjer brotið“. „Hverju svaraðir þú?“ spurði jeg, og þrýsti henni fastar að mjer. „Jeg veit það varla; jeg varð svo hrædd, þegar jeg sá þennan kvenumann aptur, að- mjer fannst ó- mögulegt að koma upp orði“, sagði Clara. „En þú neitaðir honum“, sagði jeg áhyggju- fullur. „Ó, já, svaraði liún; mjer væri ómögulegt að giptast honum — jeg vildi heldur deyja. En hugs- aðu þjer, að þessi hræðilegu augu skyldu aptur festa sig á mjer? Jeg yrði þá magnlaus — og hlyti að hlýða því sem þau vildu vera láta. Ó, við skulum ílýja hjeðan tafarlaust — mjer er sama hvert, bara að jeg komist burt frá þeim!“ „Er það mögulegt?“ hugsaði jeg með mjer. Gæti ekki verið, að einhverjar dyrnar væru ólæstar; eða, öllu heldur, gat ekki verið, þar að þau hjeldu »ð við værum lokuð inni í herbergjum okkar, að þau 253 „En þú myndir ekki— ó, neí, nei; þú gætír ekki gcrt það!“ hrópaði jeg upp í bænarróm. Hún þagði stundarkorn, en sagði síðan með lágri rödd. „Nei, jeg myndi ekki gera það; því jeg álít að þið sjeuð bæði saklaus, jafnvel í huga ykkar!“ „Himininn blessi þig fyrir þessi orð!“ kallaði jegupp. „Himininn hefur aldrei blessað mig“, sagði hún þung í bragði, „og mun heldnr aldrei gera það. Það hefur verið bölvan yfir mjer síðan jeg fæddist. Ungdómsárum mínum eyddi jeg innan um óþrifnað og í niðurlægingu, en sál minni bauð við ástandi mínu. Jeg hafði mjög næmar tilfinningar fyrir öllu, sem gat gert mig hlægilega, og var full af sjálfselsku; og það var gert gys að mjer fyrir rauða hárið, ólið- lega vöxtinn og undarlegu augun. Ó, ef jeg bara hefði vitað hvaða afl var í augum mínum, hve eptir- minnílega skyldi jeg ekki hafa hefnt mín á þeim^ sem hæddti mig! Þegar kjör mín bötnuðu, reyndi jeg að losa mig við fortiðina. Jeg las og lærði, jeg auðgaði anda minn, en öll breyting á kjörum mínum var í því innifalin, að í staðinn fyrir að umgangast guðlastandi skríl, varð jeg að umgangast guðlast- andi hræsnara. Svo fjekk jeg ást á honum! Ó, hvað jeg elskaði hann! Ást hans átti að flytja mig burt frá þessu öllu saman — endurfæða mig. Og svo yfirgaf hann mig og djöfullinn, tók sjer bústað í sál minni í stað hans, Það vantaði aðeins eitt á til 252 Jeg snautaði út úr hérberginu cíns og barinn hundur. Jeg þorði ekki einusinni að líta upp á hana. Seinasta höggið var riðið; og það, scm olli mjer mestrar angistar, var, að jeg fann að jeg átti það skilið. Júdit gekk á undan mjer ofan stigann og inn í herbergi mitt, en jeg fylgdi henni eptir eins og í draumi. Hún setti ofan í við þjónustukonuna, sem vaknaði með andfælum þegar við komum inn, fyrir trassaskap hennar að láta mig fara út úr herberginu; hún vildi ekki hlusta á afsakanir konunnar, lieldur skipaði henni að fara út úr herberginu. Jeg hafði eins og ósjálfrátt sest á rúmið. „Bara að jeg gæti dáið!“ hugsaði jeg með mjer. Júdit starði fast á mig um hríð, og það var eins og ofurlítill meðaumkvunarsvipur kæmi á hana við að horfa á örvænting mína. „Sílas“, sagði hún í öðruvísi róm en hún hafði nokkurntíma áður talað til mín í, „jeg gæti fyrir- gefið þjer ef þú hefðir ekki farið eins að ráði þínu gagnvart þessari stúlku, eins og þú hefur gert; en þffi hefur farið með hana eins og svívirðilegur, óvandað- ur hundur; þú hefur náð ást hennar án þess að láta hana fá minnstu vitneskju nm, hvernig á stóð fyrir þjer. Þú hefur stofnað mannorði hennar í hættu með atferli þínu í nótt. Setjum svo að jeg skyldi nú breiða það út hjer eptir, að jeg hefði komið að' þjer, eiginmanni mínum, um miðja nótt í svefnher- bergi hennar og dýrnar verið lokaðar—

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.