Lögberg - 28.11.1895, Blaðsíða 7

Lögberg - 28.11.1895, Blaðsíða 7
HERGMTIjFTMLÖDAGINN 28 NOVEMBER 1895 r Islands frjettir. Rvík,‘l9. okt. 1895. Bardastr sýslu vestanv. 28 sept.: „Þurrviðrið opj góðviðrið hjelzt pangað til rúmri viku fyrir rjettir eða 13. þ.'m. Þá brá til sunnanáttar, storma og rigninga, stundum stór- felldra eða pá krapajelja; hefur sú veðrátta haldizt siðan. Hæstur hiti 19. f. m. X 13 gr. R. Aðfaranótt hins 21. s. m. fraus fyrst svo vart yrði, og 30. s. m. festi fyrst snjó á fjöll. Þar sem sláttutíminn var óminni- lega perrisamur — ávallt perrir, nema að eins hæg væta hálfan mánuð á túnaslætti, — pá varð heyskapur í langbezta lagi, heyin bæði mikil og góð. Grasvöxtur var líka í bezta lagi víðast. t>að, sem slegið hefur verið l^ viku fyrir rjettir, er enn óhirt. Heimtur eru enn eigi fullsjeðar, en munu líta útfyrir að vera í betra lagi, enda var gott veður göngudaginn. Lítill er afli, enda ógæftir miklar nú um nokkurn tíma. Þilskipin hafa víst aflað í minnsta lagi. Taugaveikin er enn að stínga sjer hjer niður á stöku bæjum. Ög eigi er laust við fleiri kvilla“. Aflabrögð. Hjer hefur verið nokkur reitingur undanfarið, og suður 1 Garðsjó mikið góður afli frá pvl viku af p. m., pegar gefið hefur: 30—50 I hlut af rfgfeitum stútung og porski- Sömul. nokkur afli í Höfnum. FjÁekaupskip. Hingað kom 16. p. m. norðan af Sauðárkrók gufu- skipið „Colina“, rúmar 2100 smál., eign peirra Mr. Wattsons í Glas- gow, roeð Mr. Franz og fjárkaupa- -aðstoðarmenn hans, fermt 5,200 fjár, er peir höfðu keypt í Skaga- firði og Húnavatnssjfslu austan- verðri og gefið fyrir 10—16 kr. í pen ingi*m. Skipið hjelt áleiðis til Glas- gow samdægurs, og er væntanlegt hÍDgað 25.—26, p. m. eptir fjárfarmi, sem hjer bíður, hátt á 6. pús., er keypt hefur verið mest austanfjalls, og nokkuð í Borgarfirði, fyrir líkt verð og nyrðra. Frá peim Zöllner & Co. kom h'ngað gufuskip í gærkteldi eptir fjárfarmi. Heitir „Loughton“, 1486 smáh, skipstj. F. F. Welford. Mannalát. Nóttina ndlli 22.— 23. f, mán. (sept.) drnkknaði í Djúpa- dalsá í Eyjafirði Jónas læknir Jóns- son frá Hrafnagili á leið framan úr Sölvadal; hafði verið sóttur pangað. Muo hafa. lent utanvaðsins í nætur- myrkrinu. Hinn 9. f. mán. andaðist úr sulla- veiki að heimili sínu, Síðumúlaí Hvít- ársíðu, húsfreyjan Halldóra Þórðar- dóttir sál. Sigurðssonar á Fiskilæk, gipt fyrir fám árum hreppstjóra Þor- steini Líndal Salómonssyni; pau áttn saman einn son, sem er á lífi. Dáinn Jón A Jounsen, fyr sýslu- maður í Suður Múlasýslu, andaðist hjer í bænum 14. p. mán. Gufubáturinn „Elín“, er strandaði á Straumfirði 21. f. tnán., var seldur á uppboði 15. p. m. fyrir 301 kr., og varð Jón Jónsson, skip- stjóri í Melshúsum á Seltjarnarnesi, hæstbjóðandi. Annað strandgóz par fórfyrir um 500 kr. Skipströnd. Tvö kaupskip strönduðu vestra í bylnum 3. p. m. annað á Haukadalsbót í Dýrafirði, að nafni „Patreksfjörð11, eign konsúls N. Chr.Grahms,og hitt á Ólafsvik, „Axel“ eign Salómons Davidsens stórkaup- manns í Khöfn; var hálffermt ísl. vör- uni. „Patreksfjörð“ fór í spón og bjargaðist skipshöfnin naumlega, al- veg slypp,- Af „Axel“ var og skips- liöfníp dfegin á land á streng. J&jið var í sama veðrinu, að gufu- skipjð'Stamford strandaði, sleit upp við Jlrísey 1 Eyjafirði. Gufuskipið „Asgeir“ ætlaði að draga Stamford á flot áptur, en veíti henni að eins á hliðina og par með búið. ; Rvík 26. okt. 1895. Skipströnd. Tvö pilskip braut við Hrtsey, önnur en Stamford, 1 ofsa- iiríðinni 3. p. m.: ejlirzkt hákallaskip ( g norskt kaupskip. Ennfremur braut sunnlenzka fiskiskútu á Reyðarfirði, er Anna hjet, eign Guðmundar bónda I Nesi við Seltjö.-n, nýkomna austur pangað til haustfiskiveiða. Mann- björg varð af öllum skipunuro. StEA NDFERÐASKIPIÐ TlIYRA kom hjer loks í gærdag norðan um land og vestan, degi síðar en pað átti að fara hjeðan. Hafði fylgt áætlun allt til Húsavíkur, en tafist mjög úrpví, mest við ferming og afíerming, 2—3 daga á sumum höfnum (Akureyri, S'glu- 6rði, ísafirði o. s. frv.) Þrjár tilraun- ir gerði pað að ná gózi og farpegum á Skagaströnd, en veður bann»ði, nema hvað fyrsta bátaferðin út ! pað heppnaðist, mtð nokkurn flutnii g, en pá tók fyrir, og urðu farpegar paðan allir (15) eptir, flest kaupafólk sunn- lenzkt og allmikið af varningi, bæði kaupafólks og annara. Ekki lánaðist heldur að ná vörum í skipið á Blöndu- ós, sem til stóð. Með farpega, er á land áttu að fara á SkagastrÖDd, fór skipið slðan til SauðárkróRs aptur. Hingað komu með skipinu margir tugir farpegja, flest kaupafólk; Páll Jónsson vegfræðingur með vega- vinnuflokk sinn af Austfjörðum; skips- höfnin af fiskiskútunni „Önnu“ fiá Nesi, o. fl. Enn fremur kand. Jón Jakobson alpm. frá Víðiroyri með frú sinni. Skipið ætlar aptur á mánudaginn 28. p. m. heimleiðis vestur fyrir land ocr norður. n Skipastól misstu einkum Ey- firðingar talsvert af í veðrinu 3. p. m. með pví að pví fylgdi einnig dæmafár sjávargangur (flóð); tók skipin, opna báta, /mist út. eða pau brotnuðu 4 landi. Veðrið var óstjórnandi, — ó bjargandi skipum pó að mannafla skorti ekki. Llkir skaðar urðu I Þiugeyjarsyslu sumstaðar, einkum á Húsavík; tjón á bátum og bryggjum par í kaupstaðnum áætlað 7—8000 kr. Fjárskaðar höfðu otðið mjög miklir fyrir norðan og austan sum- stafar I margnefndu fimmtudagsveðri 3. p. m., einkum í Þingeyjarsjtslu, en Ófengnar enn gieinilegar skyrslur um pá. Til dæmis nefndur einn bÓDdi I Norður Þingeyjarsyslu, er missti öll lömb sín, um 100, og 40 ær. Fjeð bæði fennti og hrakti I vötn. Jafnvel hesta fennti ekki óvíða, og drapst eitthvað af peim. Gufubáturinn Elín. Kaup- andi hennar, Jón Jónsson skipstjóri, hefur komið henni á flot og fleytt henni hingað suður aptau I öðru skipi, „Njáli“, í góðu veðri og rnannlausri; befur bætt pi.ð á henni leka til bráða- birgða. Liggur hún nú lijer á höfn- inni. Kaþólskue klekkur, danskur maður, Frederiksen að nafni, er hing- að korninn með „Tbyra“ og sezt að hjer í Landakoti, trúarboðsstofnun- inni frá dögum Baudoins. Með róm 8000 FJÁR fór gufuskip peirra Zöllners & Co., „Loughton“, af stað hjeðan 22. p. m. áleiðis til Eng- lands. Þar af voru frek 3800 frá Stokkseyrarfjelaginu, rúm 500 frá pöntunarfjelagi Arnesinga og hitt úr Myra- og Borgarfjarðarsyslu, flutt á skipsfjöl á Akranesi. Um eáðaneytisskipti væntanleg í Danmörku hefur flogið fyrir lausa- frjett með síðasta fjárkaupaskipi, með peim atvikum, að Nellemann íslands- ráðgjafi eigi að verða dómsforseti I hæstarjetti — pað embætti er nú laust—, og par með muni hinir ráð- gjafarnir einnig segja af sjer, eu Klein, hæstarjettardómari, íslands ráðgjafi 1874, nefndur til forustu fyrir nyju ráðaneyti. IIeiðríkur, fagur og blíður er fyrsti vetrardagur, og var stðasti sum- ardagur í gær, eins og meiri hluti sumars hefur verið víðast um land, eitt hið fegursta sumar, er elztu menn muna. Hin snöggva og snarpa lirlð fyrstu dagana af p. m. stakk par mjög I stúf við. OTRULEOT EN SATT Þegar menn lesa pað pykir pað ótrúlegt, en samt sem áður er pað satt, að vjer höfu.n og seljum meiri vörur en hvaða helzt aðrar fjórar búðir I Cavalier County. Með pví vjer höfum tvær stórar búðir fyllttr með hinar beztu vörur sem peningar geta keypt. getum vjer gert langtum betur, hvað vörur og verð snertir, heldur en peir, sem eru að reyna að keppa við oss. Ef I jer komið 1 búðirnar munuð pjer sannfærast um að vjer erum öðrum fremri. Vjer höfum tvo íslenzka afgreiðslu menn, sem hafa ánægju af að eýna yður vörurnar og segja yður verðið. Látið ekki hjá líða að sjá oss áður en pjer kaupið annarsstaðar, pví vjer bæði getnm om munum spara yður peniuga á hverju dollars virði sem pjer kaupig. ° L. R. KELLY, ALþEKKTA ÓDYRA BUÐIN í NORÐNR-DAKOTA. MBton,......................Jl. DAKOTA WEISS & HALLIDAY Kaupmenn í Crystal, North Dakota, hafa nö fyllt búðina með nýjasta varning af öllum tegundum —ÞAÐ Ell EKKERT „FORLEGlÐ-1 SKRAN, sem peir eru að bjóða fyrir gjafverð—vörurnar eru valdar með tilliti til tízku og parfinda fyrir í hönd farandi árstírna, og peir selja eins lágt og mögulegt er, hverjum sem í hlut á. Það sem tekur svo sem öðru fram eru sjerstaklega : Karlmannalötiu, hreint makalaus; Kvennskykkjurnar — indælar; Sjölín og kjóladúkarnir 1 j ó m a n d i; J á , o g skórnir fyrir alla, alveg makalausir, pola bæði bleytu og frost, og endast hvernig sem „sparkað11 er á peim. ISLENDINGAR I N. DAK. þEGAR þJER þURFIÐ AÐ KAUPA ELDASTOR HITUN AROFN A - - EDA HVAD SEM ER - - - af harvöru, gerðuð þjer vel I pv! að heimsækja oss áður en þjer kaupið annarsstaðar. Oss er anntum að fá verzlun yðar, og vjer rnunum ekkert spara til að gera yður anægða. ADAMS HRO’S. T. H. Loiigheed, M. D. Útskrifaður af Man, Medical University. Dr. Loueheed hefur lyfjabtíð í sam- bandi við læknFstorf sín og tek ur því til öll sin meðöl sjálfur. Selur skólahækur, ritföng og fleira þessháttar. Bei nt á m óti County Court skri'stofur 1 i GLENBORO, MAN. MANITOBA. fjekk Fyrstu Verðlaun (gullmeda- Iíu) fyrir hveiti á malarasýningunni, sem haldin var í Lundúnaborg 1892 og var hveiti úr öllum heiminum sýnt par. En Manitoba er ekki að eins hið bezta hveitiland í h=>imi, heldur er par einnig pað bezta kvikfjáriæktar- land, sem auðið er að fá. Manitoba er hið hentugasta svæði fyrir útflytjendur að setjast að i, pví bæði er par enn mikið af ótekn .ím löndum, sem fást gefins, og upp- vaxandrblómlegir bæir, par sem gott fyrir karla og konur að fá atvinnu. í Manitoba eru hin miklu og fiskisælu veiðivötn, sem aldrei bregð- ast. í Manitoba eru járnbrautir mikl- ar og markaðir góðir. í Manitoba eru ágætir frískólar hvervetna fyrir æskulýðinn. í bæjunum Wiunipeg, Brandon og Selkirk og fleiri bæjum munu vera samtals um 4000 íslendingar. — í nýlendunum: Argyle, Pipestone, Nýja íslandi, Álptavatns, Shoal Lake, Narrows og vesturströnd Manitoba vatns, munu vera samtals um 4000 rslendingar. I öðrum stöðum í fylk- inu er ætlað að sjeu 600 íslendingar. f Manitoba eiga pví heima um 8600 íslendingar, sem eigi munu iðrast pess að vera pangað komnir. í Maní- toba er rúm fyrir mörgum sinnum annað eins. Auk pess eru í Norð- vestur T’etritoriunum og British Co- lumbia að minnsta kosti um 1400 ís- lendingar. íslenzkur umboðsm. ætíð reiðu- búinn að leiðbeina isl. innflytjendum. Skrifið eptir nýjustu upplýsing- um, bókum, kortum, (allt ókeypis) til Hon. THOS. GREENWAY. Minister *f Agriculture & Immigration. WlNNIPEG, MaNITOBA. HVERNIG stendur á pví, að C. H. HOLBROOK & CO. selur meiri vörur en allar hinar búðirnar 1 Cavalier til ssmans f Það er ótrúlegt, en samt er pað satt. „Freight“-brjefin sýna pað. Hver er eiginlega ástæðan ? Hún er einföid og eðlileg. Faðir hans er til heimilis í St. Paul og hefnr stöðnða aðgæzln á öllum kjörkaupum á markaðinum. Hann hefur nálega lífstíðar-reynslu við verzlunjvar hinn langmesti, velkynn'asti og best pekktur kaupmaður i pessu county a moðan hann rak hjer verzlan. Þar aflaiðandi eru kaup hans mjög pjenanleg fyrir pennan part bygðarínnar, pví bann veit mjög vel hvað menn hjer helzt parfnast, par fyrir utan tekur haun mjög mikið tillit til tízku og gæða hlutanna, sem er meir áríðandi eu nokkuð annað í verzlunarsökum. Að tel ja upp öll pau kjörkaup sem við getum gefið ykkur, eða fara að liða pau sundur er næstum pví ómögulegt. Það tæki upp a!lt frjettarúrn Lögbergs. Við ætlum bara að eins að geta utn pað helzta sem við höf- um til að bjóða, t. d. öU Ijósleit ljerept sem hafa verið á 6—7c. yardið nú fyrir að eins 3 cents. lnndælt, gott vetr- arkjólatau, vanalega 25 til 30c. yardið, nú fyrir 15c. og allt annað kjólatan að pví skapi. AF KVENN- OG BARNA SKYKKJUM höfnm við mikið upplag, bæði vandaðar og með nýjustu sniðum. KVENN LODYFjRHAFNIR 00 SLOC af mörgum sortum með mjög vægu verði. Það er pess vert að koma °H sjá pær. En mikið meira er pað pó vert að hafa afnot af peim pegar vindurinn blæs um Dakota- sljetturnar og 40 gráður eru fyrir neðan Zero. KVENN SKOR frá 50c. og upp. \ fir höfuð að tala höfum við mjög gott upplag af skóm bæði góðum og ineð mjög lágu verði. KARLMANNA OC DRENCJA fatnaði höfum við yfir 1000 með mismunandi sniðum og gæðum, allt frá $1.50 til $25.00. Það er meira upplag að velja úr en við liöfum nokkurn tima áður haft, og er vand- aðri fatnaður en nokkurn tíma áður hefur verið seldur í pessu county fyrir sama verð. KARL ANNA LODYFIRHAFNIR af dýrum frá Norðurhelmskauti allt suður að Miðjarðar- að uudanteknutn Visundaloðkápum (pví peir dóu allir við síðustu forsetakosningu). MATVARA er of billeg til að auglýsast. Við pykjumjt gera vel að geta haft „Freight“ upp úr henai Að eins eitt enn. Þjer góðu og gömlu skiptavinir: Munið eptir pví, pegar einhverjir Prangarar koma eins og úlfar í sauðargæru á peninga tímum, með gamalt og forlegið rusl, bjóða pað með lágu verði, en ræna yður svo á n#sta hlut sem peir selja yður; hlaupa svo burt með peninga yðar pegar lánstíminu byrjar, eða látast ekki pekkja yður, þ<í g<etið að yður l Úma. Verzlið með peninga yðar við pá meun som hafa góða og alpokkta vöru. Menn sem kðnna að meta verzlun yðar, vilja yður vel, og hafa, og eru reiðbúnir að hjálpa yðar á tiuia neyðarinnar. ‘ Yðar reiðubúin, G. A. H0LBR00K & GO., GAVALIER, N.D. PER S. J. EIRÍIÁSON.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.