Lögberg - 06.07.1899, Page 4
4
LÖGiJEKG, FIMMTUDAGINN 6. JULÍ. lí-99.
LÖGBERG.
Cefið út að 309^2 Elgin Ave.,Winnipeg,Man
af The Lögberg Print’g & Publising Co’y
(Incorporated May 27,1890) ,
Ritstjóri (Editor): Sigtr. Jónasson.
Business Manager: M. Paulson.
AUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar í eltt skifti 25c.
fyrir 30 oró eáa 1 þml. dálkslengdar, 75 cts um
inánndinn. A stærri auglýsingnm um lengri
tíraa, afsláttur efíir sainningi.
BÖSTAD \-SKIFTI kaupenda veráur ad tilkynna
sk^iflega ög getajum fyrverandi bústad jafnfram
Utanáskripttil afgreidslustofti blaósins er:
Thc Logberg Printing & Publishing Co.
P. O.BOX585 I
Winnipeg,Man.
Utanáekrip ttil ritstjórans er:
Editor Lögberg,
P *0. Box 585,
Winnipeg, Man.
Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupenda á
iadiógild,nema hannsje skaldlaus, þegar hann seg
vupp-—fóf kaupandi, sem er í skuld vi<3 bladid flytu
■ 1 tferlum, án þess ad tilkynna heimilaskiptin, þá er
þad lyrir dómstólunum álitin sýnileg sðnnumfyrr
rettvísumtilgangi.
FJMMTUDAGINN, 6. JÚlA 1899.
KIIlKJUpINGID.
í síðasta blaði skýrðum vér frá
hinu helzta sem gerðist á kirkju-
þinginu að Hallson t'ram á mánu-
dagskveld 26. f. m. Nú skulum vér
í fám orðum geta um það sem gerð-
ist frá þeim tíma til þingloka.
1 mÍ88Íónar-málinu gerðist
það, a^S hinum ýmsu ísl. prestlausu
bygðum var skift niður milli presta
kirkjufélagsins til að heimsækja á
árinu. þá var ákveðið, að fá síra
Rúnólf Marteinsson til að þjóna
í kirkjufélaginu frá þeim tíma að
síra Jón Bjarnason kemur heim aft-
ur og fram að næsta kirkjuþingi.
Enn fremur var ákveðið, að kalla
sira Stephan Paulson (er vígðist í
vor og er nú prestur f einni af und-
irborgum New York-borgar)til þess
að koma hing&ð vestur og ganga i
þjónustu kirkjufélagsins hið allra
bráðasta, gegn ákveðnum launum.
Viðvíkjandi ^unnudagsskúla-
málinu var ákveðið, að verja hálf-
um degi í sambandi við næsta
kirkjuþing til þess að ræða um
sunnudagsskóla-starfsemi, og mæti
þar fulltrúar frá hinum ýmsu sunnu-
dagsskólum í kirkjufélaginu. Nefnd
var kosin til að undirbúa málið milli
þinga.
Málið um inngöngu kirkjufé-
lagsins í General Council fór þann-
ig, að ákveðið var að fresta aðgerð-
um í því til næsta kirkjuþings, að
bðru en því, að scnda mann á þing
General Councils í liaust, til að sýna
bróðurhug kirkjufélagsins. Síra
N. Stgr. Thorlakson var kosinn til
fararinnar, en síra B. B. Jónsson
til vara.
Grundvallarlaga-breyting sú,
er borin var upp og samþykt áj
kirkjuþingi í fyrra, var nú aftur
samþykt, og er því orðin að lögum.
1 sálmabókar-málinu var sett
nefnd, til að undirbúa það frekar
undir næsta kirkjuþing, og voru
kosnir í nefnd þessa: síra Jón
Bjarnason, síra F. J. Bergmann og
síra N. Stgr. Tfaorlakson.
Yiðvíkjandi „Sameiningunni"
var ákveðið, að halda ritinu áfram í
sama formi o. s. frv. og áður, og var
útgáfunefndin, sem var síðastliðið
ár, endurkosin, þar á meðal Mr. J.
A. Blöndal sem féhirðir. Reikning-
ar „Sam.“, er lagðir voru fram yfir-
skoðaðir, sýndu, að ekki hafði kom-
ið inn nóg á árinu til að mæta út-
gjöldunum — að blaðið skuldaði
nokkuð og að það á mikið úti af ó-
greiddu andvirði sínu eins og áður.
Reikningar kirkjufélagsins voru
lagðir fram yfirskoðaðir eins og
vant er, og sýndu þeir að tekjur
þess (að meðtöldu því sem var í
sjóði samkv. næsta reikningi á und-
an) höfðu verið $604.40 á árinu,
en útgjöldin $228.03. í sjóði átti
kirkjufélagið því nú á síðasta þingi
$376,37. Gjald í kirkjufél.-sjóð á
þessu ári var áætlað að skyldi
vera $175.00.
Samþykt var að halda næsta
kirkjuþing í Selkirk-bæ, Manitoba,
A þriðjudag flutti síra N. Stgr.
Thorlakson fyrirlestur „Um steina“,
og þótti mörgum hann ágætur.
Á miðvikudag voru umræður
„Um innblástur heil. ritningar", og
innleiddi síra B. B. Jónsson þær með
langri og góðii ræðu (fyrirlestri).
Engir nema kirkjuþingsmenn tóku
þátt í þessurn umræðum.
pakklætis-yfirlýsing samþykti
kir k jufélagið til safnaða síra J. A.
Sigurðssonar fyrir hinar bróðurlegu
viðtökur og rausnarlega viðurgjörn-
ing kirkjuþings-mönnum til handa.
* *
Áður en vér ljúkun* máli voru
um þetta síðasta kirkjuþing, viljum
vér fara nokkrum orðum um við-
tökurnar, sem kirkjuþings-fulltrúar
og kirkjuþings-gestir áttu að fagna
hjá söfnuðum þeim er þingið var
haldið hjá í þetta sinn, og fyrir-
komulagið, sem haft var við að hýsa
og fæða allan þann mikla hóp.
Allir langt að komandi fulltrú-
ar og gestir komu með járnbraut til
Hamilton, sem er dálítill bær á aðal-
hraut Great Northern-félagsins milli
Winnipeg og St. Paul. þaðan eru
um 20 mílur vestur til Hallson,
þangað, sem kirkjuþingið var haldið.
Grein af sömu járnbraut liggur að
vísu gegnum Cavalier-bæ, sem er
um miðja vega milli Hamilton og
Hallson, en hún liggur út úr hinni
brautinni svo sunnarlega, að ein-
lægara og ódýrara var (einkum fyrir
þá er koinu að norðan) að fura ein-
ungis til Hamilton með járnbraut
þeir, sem stóðu fyrir að taka á móti
kirkjuþingsmönuum, höfðu því næga
og ágæta vagna, með fjörugum og
efldum hestum fyrir, til taks í
Hamilton þegar járnbrautalestirnar
komu þangað, og óku menn á þeim
vestur til Hallson á 2 til 3 kl.stund-
um, því vegurinn er góður. Vega-
lengdin frá Winnipeg til Hallson er
um 110 mílur, eins og farið er, og
voru menn einungis um 6 kl. stund-
ir að fara hana.—Fjöldi af nýjum
rúinum hafði verið settur í allstórt
og vandað fundrhús, sem er ör-
skamt frá kirkjunni, er þingið var
haldið í, og sváfu flestir kirkjuþings-
menn þar. I öðru húsi, þar rétt hjá,
var borðsalurinn, með mörgum borð-
um, drifhvítum dúkum og vönduð-
um borðbúnaði, og mötuðust fulltrú-
ar og gestir þar. Fæðið var svo
gott og margbrotið sem á bezta hót-
eli væri, og má nærri geta hvaða
fyrirhöfn og kostnað þetta hefur
haft í för með sér svona úti í sveit.
En Dakota-búar láta sér ekkert þess-
háttar fyrir brjósti brenna. þeir
voru bara að hugsa um að fara vel
með gesti sína að öllu leyti, enda
getum vér borið um, að þeim tókst
það framúrskarandi vel.
Veðrið var hið æskilegasta alla
dagana, sem þingið stóð yfir, nema á
þriðjudaginn, að nokkuð rigndi.
þinginu sjálfu var lokið á miðviku-
dagskveld 28. f. m., og stóð þannig
yfir 5 virka daga. Daginn eftir
(fimtudag) var kirkjuþings fulltrú-
unum og kirkjuþingsgestum haldið
skógargildi, og tókst það vel. Fjöldi
manns úr öllum ísl. bygðunum í
Pembina County sótti kirkjuþingið,
en flest fólk var þó samankomið
sunnudaginn sem kirkjurnar voru
vígðar.og aftur þegar fyrirlestrarnir
og umræðurnar um trúar-atriðið fór
fram. þá var mörg hundruð manns
saman komið.
Ganiall grautur.
Vér höfum margsinnis bent á
það áður, að íslenzka afturhalds-
málgagnið (Hkr.) hérna í bænum og
ritstj.-nefna þess eru leigð af auð-
valdsflokknum í Canada til þess
að ljúga íslenzka kjósendur fulla
viðvíkjandi landsmálum og starfi
ULL! ULL! ull!
Fyrir peninga ut i hond.
Ég kaupi alla þá ull, sem ég get fengið, og borga fyi'ii'
hana hæsta markaðsverð í peningum.
Landar mínir skulu ekki skaðast á því að láta mig
sitja fyrir þegar þeir selja ullina sína.
Vilji þeir fá peninga fyrir ullina, þá geta þeir fengið þá
hjá mér.
Vilji þeir fá sér Buggy, Sláttuvél, Sjálfbindara
eða Eldredge “B“ saumavél handa konunni, þá
geta þeir fengið þetta alt hjá mér, með beztu kjör-
um, og fært mér ULL í peninga stað.
Christian Johnson,
BALDUR, MAN.
opinbeira manna af frjálslynda
flokknum. Afturhalds- og auðvalds-
flokkurinn fyrirlítur íslendinga eins
og áðra útlendinga (jafnar þeim ætíð
saman við Galiciu-menn) og álítur
því að það sé óhætt að bjóða þeim
hvað sem er. Bezta sönnunin fyrir,
að svo er sem vór sogjum, er það, að
flokkurinn skuli nota annað eins
blað og „Hkr.“, því leiðtogar hans
vita ofboð vel hverskyns hlað hún
er og hvernig ritstjómin er, að blað-
ið er hið aumasta sorp- og saurblað,
sem ekki svífst neins. En þeir vita
ekki, að blaðið gengur svo langt í
lygum sínum og ósvífni, að það hef-
ur spillt fjarskalega fyrir aftur-
halds-flokknum, að það er orðið
margsannað, að hlaðið lýgur svo al-
gerlega og upp frá rótum í flestum
málum, að jafnvel sumir stækustu
meðhaldsmenn þess og flokksins eru
forviða—og býður við. Lögberg
hefur hvað eftir annað rekið lyg-
arnar ofan í „Hkr." svo eftir-
minnilega, að hver enskumæl-
andi ritstjóri, sem hefði orðið
fyrir öðrum eins skellum, hefði
skammast sfn, en það er öðru nær
en að ritstj. „Hkr.“ geri það. Hann
jórtrar bara sömu lygina upp aftur
og aftur, sýður upp sama grautinn
og ber á horð fyrir lesendur sína,
alveg ófeiminn. Sá maður, sem býð-
ur lesendum sínum annað eins, hlýt-
ur annað hvort að hafa mjög lágar
hugmyndir um vitsmuni, eftirtekt
og sanngirni lesenda sinna, eða hann
er svo djúpt sokkinn sjálfur, að
hann hirðir ekki hið minsta um
hvað hann segir. En sá tími kem-
ur, að þetta hefnir sín sjálft— og sá
tími er ekki mjög fjarlægur.
*
* *
Skeytingarleysi ritstj. „Ilkr.“,
eða fyrirlitning hans fyrir dóm-
greind lesenda, kemur fram í bulli
hans í síðasta blaði útaf því, að vér
hentum á, að honum og Mr. Símon-
arsyni bæri ekki saman um hvcr
hefði fengið hann til að líta eftir-
með skrásetjaranum í Mountain.
En nú bítur ritstj. „Hkr.“ höfuðið
af skömminni, með því svo gott
að lýsa það lýgi sem Mr. Símonar-
son sagði (eða er látinn segja) um
þetta atriði í ritgerð þeirri er birtist
í „Hkr.“ fyrir nokkru síðan. „Illt
er að eiga þræl fyrir einka vin“, má
Mr. Símonarson segja.
*
* *
þá tckst ritstj. „Hkr.“ ekki but-
ur þegar hann í síðasta blaði er að
sjóða upp gamla lyga-grautinn sinn
um samning Greenway-stjórnarinn-
ar við NorthernPacific-járnbrautar-
félagið. Hann játar nú, að greinin
um „$500 á míluna" hafi aldrei orð-
ið að lögum, en var búinn að stað-
hæfa það áður og það með, að ráð-
gjafarnir hefðu stolið þessum peu-
ingum — $93,000. Hann er ekki
einasta orðinn tvísaga, heldur marg-
saga, um þetta atriði, vesling rit-
stjórinn. Enda er það ekki furða,
því það þarf ætíð margar fleiri lygar
til að styðjá fyrstu lygina. Alt, seni
704
„Það vcit jeg öú ekki“, sagði Jón, ,pví pað
kemur »tíð dimmt ský yfir sálu mína pegar jeg
hugsa um pvílíka hluti. En jeg veit, að jeg varði
krónunni minni vel, pví einsetumaðurinn leit út fyrir
að vera mjög heilagur maður. Hvað hinn manninn
snertir, pá hafði hann ekkert heilagt við sig, svo jeg
gæti sjeð, og pað væri ódýrara fyrir mig að hiðja
sjálfur fyrir mjer, en að gefa manni sem stingur upp
kálgarð krónu til pess.“
Áður en Alleyne fjekk tíma til að svara, kom
v*gn, sem hefðarkona sat f, skandi með hraða fyrir
bugðu á veginum, og gengu prír hestar samhliða
fyrir vagninum, en á öðrum ytri hestinum reið maður
til að stýra peim. Vagninn var mjög skrautlegur,
trjevcrkið að ofanverðu málað og gyllt, undarlegar
royndir útskornar í hjólin, og yfir honum var boga-
myndaður himin úr rauðrósóttu veggtjalda-efni.
Kooan, sem sat undir himni pessum, var holdug og
hnigin á efri aldur, hún var klædd ljósrauðum kyrtli,
ballaðist upp að mjúkum sessum og var að reita
augnahér sín burtu með ofurlítilli silfur klípitöng.
l>að virtist sem enginn gæti verið óhultari og á-
hyggjulausari en kona pessi, en bjer kom aptur
imynd mannlegs lífs ljóslega fram, pví að á sama
augnabliki,rjett pegarAlleyne stýrði hestisínum út af
veginum til pcss að lofa vagninum að fara fram hjá,
losnaði eitt hjólið af möndli sfnum og rann sfna leið,
en allt valt á hliðina — útskurðurinn, veggtjalds-
himininn og gyllingin — og Já í hrúgu á veginum,
713
Á leiðinni frá gistihúsinu hjá Pitt’s Deep til
Twynham-kastala fjekk Alleyne að heyra hina undra-
verðu sögu peirra Sir Nigel’s Loring og Aylwards,
frá pvf peir urðu viðskila við pá fán, sem uppi stóðu
af Hvltu-hersveitinni í óláns-skarðinu í Spánar-fjöll-
um, pangað til peir komust til Englands. Sagan var
á pessa leið: Eptir að Sir Nigel raknaði við úr ó-
meginu, var hann og Aylward, sem einnig var tek-
inn til fanga, fluttir í flýti niður að ströndinni, f pví
skyni að flytja pá sjóveg til kastala riddara pess er
hafði tekið pá til fanga; en á leiðinni hertók Barbary-
sjóræningi nokkur skipið scm peir voru íluttir á, svo
að f staðinn fyrir að mannúðlega hafði verið farið með
pá sora herfanga á sjianska skipinu, voru peir gerðir
að galeiðu-prælum og urðu að strita á róðrarbekkj-
um sjóræningjanna. E>egar sjóræningja-skipið kom
í höfn f Barbary-landinu, drap Sir Nigel Márann, sem
var foringi á pvf, og síðan synti hann og Ayl.
ward yfir að kaupskipi, er sjóræningjarnir höfðu náð
og flutt með sjer inn á höfnina, og sigldu peir pv
burt til Englands. Kaupskijnð var hlaðið dýrmætum
farini, svo peir fengu parna góð ómakslaun, auk pess
að ná aptur frelsi sínu. Alleyne hlustaði á söguna
um petta á leiðinni í gegnum skóginn, allt pangað
til peir sáu hinn svarta kastalaíurn f Twynham teygja
sig upp í loptið fram undan sjer og hina rauðu sól,
sem var f pann veginn að sfga til viðar, spegla sig
í Avon-firjni. Það er óparfi að lýea gleðinni í Twyn-
ham-kastala um kveldið, eða skýra frá hinum rík-
708
löng skrúðfylking var á leiðinni tíl hínna gömlu,
bogamynduðu dyra hennar og leiddi brúðurina til
pessa andlega brullaups. Agata leiksystir var par í
broddi fylkingar og bar hið háa gullkrossmark, og
svo báru prjár nunnur reykelsis-ker, en tuttugu og
tvær nunnur, í hvítum kyrtlum, stráðu blómum á
báða bóga og sungu sætlega um leið. Þá kom
nunnuefnið og fjórar pjónustumeyjar, og gekk hún
með niðurbeygt liöfuð, sem var skreytt hvítum blóm-
un, en á eptir peim gekk abbadfsin með ráðaneyti
sitt af öldruðum nunnum, sem voru strax farnar að
reikna út í huga sfnum hvort ráðsmaður sá, er annað-
ist klausturjarðirnar, mundi einnig geta haft umsjón
með Twynhamkastala-jörðunum, eða hvort liann
mundi purfa aðstoðarmann, til pess að hægt væri að
skrúfa sem allra mestar tekjur út af pessum tilvon-
andi eignum klaustursins, er pað fengi með pessari
nýju nunnu.
En, vei fyrir allar ráðagerðir og áform par sem
ást, æska og, umfram allt, auður berst á móti peiro.
Ilver er hann, pessi fcrðavelkti, ungi maður, sem
dirfist að ríða svo gapalega gegnum raðirnar af star-
andi borgurum? Þvl stekkur hann svona skyndi-
lega af baki og horfir svo undarlega í kringum sig?
Sjáið hvernig hann ryðst í gegnum röð reykelsis-
beranna, hrindir Agötu leiksystir úr vegi sfnum,
tvístrar hinum tuttugu og tveimur meyjum, sem
strá blómum á veginn og syngja svo sætt—og nú
stondur hann frammi fyrir nunnuefninu, rjettir út