Lögberg - 06.07.1899, Blaðsíða 8
8
LÖGBER0, FIMMTUDAGINN 6. JULÍ 1899.
Skyrtur
Fyrir hitann
$
Vér höfum nú stórt úrval af skyrtum sem eru hæfilegar
fyrir hitana sem nú eru að koma.
Utanyfirskyrtur af nýjustu gerð með silkibrjosti alla-
vega litar, W. G. R. vörur, hver á $1.50.
Ljóraandi skyrtur, óstífaðar, án kraga, fyrir $1—$.150
Hvaða tegund sem yður vanhagar um af skyrtum
getið þér fengið hór, og þurfið eigi að borga einu centi
meira fyrir en þær eru verðar.
Hoover & Town.
68o Main 5treet.
Næst Clifton House.
Ur bœnum
°g grendinni.
Hinn 29. f. m. var kjörskráin fyr-
ir St. Andrew’s kjördæmiðyfirskoðuP,
og var að eins 3 DÖfnum bætt & hana,
sem sýnir, að þvínær öll nöfn, er á
henni áttu að vera, voru á henni.
Nokkur nöfn (18) voru numin af
skránni og fáein nöfn leiðrétt.
Skóla stúi.kur.
Mörg föl og veikluð skóiastúlka, sem
hefur þjáðst af taugaveiklun og lélegu
btóði, hefur fullkomlega náð siuu fyira
fjöri og lífi með þvi að brúka Dr. A. W.
C’hases Nerve Food. Hið heilbrigðislega
útlit í andlitinu og hýrleiki augans. segja
til, þegar þetta eDdursköpunarafl er að,
t æta og byggja upp likamann.
Maður nokkur, S. Winton að
naÍDÍ,varð fyrir járnbrautarlest á Suð-
austur-brautinni á laugardaginn var
og beið bana af. Hafði hann verið
að stela eér fari með lestinni, og datt
af henni og lenti unðir vagnhjól-
unum. Heimili manns þessa er sagt
að verið hafi í Sturgeon Falls í Ont-
aúo-fylkinu.
Þrkyttir af ad reyná
ýmsar samsetningar, áburði og samsuður,
og hræddir við uppskurði, tugiroghundr-
uð manna hafa látið tilleiðast að reyna
Dr. A. W. Chase’s Ointment sem lækning
við gilliniæð og læknast að fullu. Við
hina fyrstn tilraun hverfur kláðinn með
öllu, og það er mjög sjaldan að bað þarf
meira en einár öskjur til þess að lækna
sjúkdóminn að fullu.
í fyrrakveld (4. þ. m.) gaf síra
Húnólfur Marteinsson saman 1 hjóna
band (I húsi Stefáns kaupmanns Jóns
sonar, 651 Elgin avenue, hér í bæn-
um) f>au Mr. Sigurbjörn Kristjánsson
og Miss Eiríku Sigurbjörgu Svein-
björnsdóttur, bæði til heimilis hér í
bænum.
GIGT GE.TUR EKKI ÁTT 8JER STAf)
þegar Dýrunum er haldið í heilbrigðu á-
standi með því að brúka Dr. Chases kid-
ney Liver Piils. Gigtin orsakast bara af
þ\l, að nýrun eru ekki fær um að hreinsa
óhollar sýrur semeru í blóðicn. Dr. A.
W. Chases, KidDey Liver Pills geia
nýrunhraust og starfardi, og fær um
að vinr.a sittverk hvað blóðið snertir, og
útiýma (annig orsök til gigtarinnar.
B \er skt mtur ein pilia, Aðeins 25 cents
askjan.
Mr. Snjólfur Sigurðsson, bóndi í
Álptavatns-Dylenpunni, kom bingað
til bæjarins á sunnudaginn'var og fór
aftur heimleiðis i gær. Með honum
fór Mr. Sigurbjörn Guðmundsson,
sem i nokkur undanfarin ár hefur búið
í Þingvalla-nýlendunni i Assa., en
ætlar nú að verða bóndi í Álptavatns-
bygðinni, hér í fylkinu.
Mr. Sveinbjörn Sigurðsson, bóndi
i Grunnavatns-bygðinni, og kona
hans, ásamt þremur börnum þeirra
hjóna, komu hingað til bæjarins síð-
astl. laugardag og dvelja hér að lík-
indum fram í næstu viku, til að vera
á sýningunni. Dau hjón komu hing-
að aðallega til að vera við brúðkaup
dóttur sinnar, sem getið er um á öðr-
utn stað i þessu blaði.
Vinnur dag og nott.
Dr. Kings New Life pillurnar
eru kraptmeíri og starfsamari en nokk-
ur annar hlutur. Hver pilla er sykr-
uð, heilsusamleg kúla, sem breytir
þróttleysi i krapt og deyfð í fjör.
Pær eru ótrúlega góðar til að byggja
upp heilsuna. Aðeins 25 c., allstaðar
seldar.
Eftirfylgjandi fólk frá Nýja-ís-
landi hefur verið á ferð hér í bænum
undanfarna daga: Guðni Thorsteins-
son, kaupm. á Gimli; Jón Jódssod,
kaupm. á Gimli, og Mr. Magnús
Hólm frá Gimli; Mr. Halldór Bryn-
jólfsson, Mr. Gisli Sveinsson og Mr.
öddur Anderson, bændur í nánd við
Gimli; Mrs. Sigurðsson (kona St.
kaupm. Sigurðssonar) frá Hnausa
pósthúsi.
Raudheit ur bissunni,
var kúlan er hitti G. B. Steadman
Newark, Mich., í þrælastríðinu. Hún
orsakaði slæm sár er ekkert gat lækn-
að í tuttugu ár. En þá læknaði hann
Blucklen’s Arnico Salve. Læknar
skurði, mar, bruna, kyli, líkþorn, vört-
ur og alla börundsveiki. Bezta með-
alið við gylliniæð, 25c. askjan. AIl-
staðar selt. Ábyrgst.
Dað er verið að yflrskoða kjör-
skrárnar fyrir Winnipeg-kjördæmin,
þrjú, þessa dagana, og eru aftur
haldsmenn að sinni gömlu iðju, að
reyna að bola þeim íslendingum sem
tilheyra frjálslynda flokknum burt af
skránum. Meðal þeirra mörgu ísl., er
aftarhaldsmenn eru að reyna að „stela“
af skránum, eru þeir sem fylgir: Mr.
Guðjón Thomas (gullsm.iður), Mr.
Sigurjón Snædal (á Youngstræti) og
Mr. Dorsteinn Guðmundsson (á Syndi-
cate str. Pt. Douglas), alt menn sem
eru vel þektir og hafa átt heima hér í
bænum í mörg ár.
Bréf komu í fyrradag til fólks
hér í bænum frá síra Jóni Bjarnasyni
og konu hans. Bréfin eru dagsett í
Leith á Skotlandi 23. f. m., og voru
þau hjón og síra F. J. Bergmann þá
stödd þar á póstskipinu „Botnia“, á
leið frá Kaupmannanöfn til Reykja-
víkur. Þau dvöldu 4 daga í Noregi
og 4 daga í Kböfn. Allur hópurinn
var við góða heilsu, er bréfin voru
skrifuð. „Botnia“ átti að leggja af
stað fiá Leith nasta dag, 24. júní.
Helzta þörf Spénverja.
Mr. R. P. Olivia í Barcelona á
Spáni er á veturnar I Aiken4 S. C.
Taugaveikl, hafi orsakað miklar þrauir
í hnakkanum. En öll kvölin hvarf við
i að brúka Electric Bitters bezta með-
alið í Ameríku við slömu blóði og
taugaveiklan. Hann segir að Spán-
verjar þarfnist sjerstakloga þessa á
gæta meðals. Allir I Ameríku vita
að það læknar nýrna og lifrarveiki,
hreinsar blóðið, styrkir magann og
taugarnar og setur nýtt líf I allan lík-
amann. Ef veiábyggður óg þreyttur
þarfru þess við. Hver flaska ábyrgst,
að ein s 50. Allstaðar selt
Dominion-dagurinn, 1. júlí, var
haldinn hátlðlegur um alla Canada
eins og veDja er til. Fóru fram ýms-
ar skemtanir þann dag hér í bænum,
og Bkemtiferðir voru farnar með sér-
stökum lestum til þriggja staða, Iiat
Portage, West Selkirk og St. Anne.
Er sagt að 1700 manns hafi þann dag
farið til Selkirk, 700 til Rat Portage,
og um 500 til St. Anne. íslenzki
hornleikaratiokkurinn lék fyrir þá
sem fóru til St. Anne, og fékk hann
hrós roikið i blöðunum morgunin cftir
fyrir hve vel hann hefði leyst starf
sitt af hendi.
Fyrir nokkru slðan var maður
héðan úr bænum, J. A. Richardson að
nafni, tekinn fastur í St. Paul, ákærð
ur um skjalafölsun og peningaþjófn-
að úr sjálfs síns heodi. Hefur svo
gengið í stappi siðan að fá hann
framseldan en nú hefur Bandaríkja-
stjórnin loks orðið við kröfunum og
látið manninn af hendi og verður
hann fluttur hingað til bæjarins þessa
dagana.
Fyrra mánudagskveld hvarf Mr.
Alex Taylor, bóksali hér I bænum, og
vissu menn ekkert hvað af honum
haffti orðið, þar til á fimtudagskveldið
var, að llk hans fanst hér I Rauðá. Er
þess getið til, að hsnn hafi verið á
gangi annaðhvort á Main Street-
brúnni eða Osborne Street-brúnni,
yfir Assiniboine-ána, og dottið út af,
en af hvaða orsökum er auðvitað öll-
um hulið enn sem komið er. Mr.
Taylor var einkar vel kyntur maður
hér í bænum og hafði einhverja hina
stærstu bóka- og ritfæra- verzluu hér I
vesturlandinu.
Hætt komin.
Þakklætisorð skrifuð af Mrs. Ad
E. Hart, I Groton, S. Dak.:—„Fjekk
slæmt kvef er snjerist upp I tæringu.
Fjórir læknar gáfu mig upp sem ó-
læknandi. Jeg gaf einnig sjálf upp
hugann og hugsaði að þótt jeg fengi
ekki að lifa með vinum hjer, þá mundi
jeg fá að sjá þá aptur hinumegin.
Manninum mlnum var ráðlagt að
reyna Dr. Kings New Discovery fyrir
tæringu, hósta og kvef. Jeg reyndi
það, brúkaði alls átta flöskur. Það
læknaði mig og jeg er nú heilbrigð
kona.“—Allstaðar selt fyrir 50c og $1.
Ábyrgst, penÍDgum annars skilað
aptur.
Þeir Finnbogi Hjálmarsson, aðal-
jón Guðmundsson og Ólafur Jóhann-
esson, frá Grafton, N.-Dak., sem vér
gátum um fyrir Dokkru slðan að hefðu
komið hingað norður til að skoða
land, komu aftnr hingað til bæjarins
slðastl. mánudagskveld og fara heim-
leiðis I dag. Þeir skoðuðu sig um
við Winnipegosis-vatn, vestanvert, og
á vesturströnd Manitoka-vatn, og
geðjast þeim svo vel að þvl, sem þeir
sáu af landinu hér nyrðra, að þeir eru
fastráðnir I &ð flytja sig hingað norð-
ur og byrja búskap eins fljótt og þeir
geta selt eignir slnar þar syðra. Vér
eigum von á, að þeir riti dálitla grein
um landskoðun stna og birti hana í
Lögbergi innan skams.
Stúkan „Loyal Geysir“, I O O.F.,
M. U., nr. 7119 heldur fund þriðju-
dagskveldið þann 11. þ. m. á Unity
Hall.—Áríðandi að allir meðlimir
sæki fundinn.
A. Eggertsson.
Mr. Sigmundur Guðmundsson, að
532 Sherbrook st. hér I bænum, biður
Lögberg að flytja Mr. W. F. Lee og
mönuum hans, innilegt þakklæti sitt
fyrir þá drengilegu hjálp sem þeir
hafi veitt sér, þegar hann tökutn veik-
inda var eigi fær um að stunda vinnu
sína. Mr. W. F. Lee og menn hans
höfðu skotið saman $38.00, og færði
Mr. Guðmundur Sigurðsson þeim Mr.
og Mrs. Sigm. Gnðmundsson þessa
peninga heím til þeirra á þriðjudag-
inn var. Mr. Guðmundsson segist
hafa legið veikur síðan í janúar í vet-
ur, fyrst heima hjá sér, en svo á St.
Boniface spítalanum, þar sem hann
var skorinn upp. Dr. Chown hafði
gert uppskurðinn og álltur Mr. Guð-
mundsson að lækningin hafi tekist
öllum vonum framar vel. Samt sem
áður býst hann ekki við að verða fær
til vinnu um langan ttma, ef til vill
ekki á sumrinu, með þvl það taki
mjög langan tíma að ná sér eftir
veikindin.
I.O.F.
- FUNDUR VERÐUR
í stúkunni „Fjallkonan“
næsta/ þriðjudagskveld (11 júlt) á
Northwest Hall og byrjar kl. 8. Fé-
lagskonur eru mintar á að sækja vel
fundinn og að koma I tírna.
K. Thohgkibson, F.R.
Culm
er staðurinntil að fara til ef þjer vilj-
ið fá Yellow Jack: en ef þjer viljið fá
bezta hveitimjöl sem til er á jörðinnr
ættuð þjer að fara með kornið ykkai
til Cavaiier Roller Mills. Þar fáið þjer
bezta viktina og bezta mjölið.
„PIC-NIC“
Sunnudagsskóla Fyrsta lút. safnaðar
verður haldið í Elm Park mánudag-
inn 10. þ. m. Aðgöngumiðar að
garðinum, til sölu hjá kennurum og
lærisveinum sunnudagsskólans, kosta
15 cents fyrir fullorðna og 10 cents
fyrir börn (sem ekki tilheyra sunnu-
dagsskólanum). Aðgöngumiðarnir
gilda að eins til inngöngu í garðinn,
en ekki á vögnunum. íslenzki horn-
leikara-flokkurinn spilar síðari hluta
dagsins.—Búist við góðri skemtun, og
vonandi að sem flestir íslendingar
sæki. Nbfndin.
Það fór eins og við mátti búast,
&ð forkólfar 2. ágústs-klíkunnar for-
smáðu áskorun Argyle-manna um, að
halda engau þjóðminningardag I ár.
Sumir af þessum mönnum lifa á því
að halda uppi æsingum og flokka-
drætti meðal Vestur-íslendÍDga, svo
atvinna þeirra væri farin ef ísl. hér
væru sammála í þessu og fleiri málum.
Jæja, vér öfundum þessa forkólfa
ekki af atvinnunni — og því slður þá
sem þeir gynna.
Óvanalega gott boð.
Ef þér viljið gerast kaupendur
Lögbergs og sendið $2 með pöntun-
inni, þá getið þér fengið, fyrir þá
litlu upphæð: hálfan yfirstandandi
árgang, allan næsta árgang — sem
byrjar 1. janúar 1900 — og einhverja
söguDa I bókasafni Lögbergs: Þoku-
lyðinn, í Leiðslu, Æfintýri kspt.
Horns, Rauða demanta, eða Hvítu-
hersveitina.
Kveðju-orð.
Vér, Grunnavatnsnýlendu-búar,
kveðjum með þakklæti hjónin Bessa
Tómasson og Járnbrá Benjamínsdótt-
ur, sem fluttu I vor til Mikleyjar I
N ýja-íslandi, fyrir 11 ára ánægjulega
sambúð í bygð vorrl. Þau hjón voru
á undan öllum í flestu búskaparlegu
tilliti, og llka á undan öðrum með að
rétta nauðstöddum hjálparhönd og
láta gott af sér leiða í öllu mögulegu
tilliti. Járnbrá var yfirsetukona hjá
öllum, sem til hennar gátu náð, og
hepnaðist það vel, þóhún væri ólærð,.
svo barna-mæðurnar bera hlýtt og
þakklátt hugarþel til hennar. Þeirra
hjóna góð minning geymist lifandt
og vakandi hjá oss, og vér óskum
þeim allrar blessunar og farsældar á
hinum nýja bústað þeirra.
Ymsib Gbunnvatnsnýl. bóae.
Þar eð ég hef tekið eftir því,
legsteinar þeir, er íslendingar kaupa
hjá enskutalandi mönnum, eru í flest-
um tilfellum mjög klaufalega úr garði
gerðir hvað snertir stafsetninguna á
nöfnum, versum o.s.frv., þá býðst ég
undirskrifaður til að útvega löndum
mfnum legsteina, og fullvissa þá uu),
að ég get selt þá með jafn góðum
kjörum, að minsta kosti, eins og nokk
ur annar maður I Manitoba.
A. S- Baedal.
497 William ave. Winnipeg.
Hátt verð borga ég fyrir eft-
irfylgjandi númer „Heimskringlu‘9
IX. árg. (1895) Dr. 35., X. árg. (1896)
nr. 24, 25, 40, 41 og 51; af „Fram-
fara“: I. árg. (1878) nr. 30. Einnig
kaupi ég af „Framsókn“ I. árg. nr 1«
og 3. II. árg. nr. 1; og af „Sunnan-
fara“ I. árg. allan. Blöðin þurfa að
vera hrein og gallalaus.
H. S. Bardal,
181 King Str., Winnipcg
EF
þcr hafið ekki ennþfl
fengið ykkur reiðhjól,
ættuð þér að koma taf-
arlaust til mín. Ég
get hæglega bætt úr
þörfinni.
Ég hef nú fáein brúk-
uð hjól í góðu standi,
sem fást með góðn
verði.
B. T. BJORNSON.
Cor. King; St. Sl Market Square*
.... WINNIPEC . • • •
Í2P" Látið mig gera við hjól-
in ykkar ef þau eru í
ólagi.
\%/%/%/%'%%/%%/%%/%^%.i
rescent
»3|eYeLEs
eru mjög vönduð hjól í alla staði, búin til í bezta og stærsta hjólverk-
stæði heimsins. Arið 1898 voru 100,000 Crescent lijól seld.
Seld ódýrar en nokkur önnur verulega VÖNDTJÐ hjól á markaðnum.
Viðgerð á Bícycles í sambandi við búðina.—Komið og skoðið hjólin.
A. E. SPERA,
Manager.
HYSLOP BROS.,
P0RTAGE AVE. EAST,
WININPEG.
' '♦♦♦<
Ruby
Er botra við húsa- og fata-þvott en nokkuð annað, sein
látið er í þvottavatn, og mikið drýgra. Tvær teskeiðar í
fulla vatnsfötu. það fæst í öllum matvörubúðum. Kaupið
það og reynið. Ef það reynist ekki eins og við lýsum því, þá
skilið umbúðunum aftur og fáið peninga yðar. I hverjum
pakka af Ruby Foam þvottaefni er „coupon“. Geymið þau,
því við gefum eina af fallegu myndunum, sem við höfum til
sýnis, fyrir hver 20 „couponu". Fyrir 20 „coupons'‘ og 50c.,
eða l’yrir 50 „coupom", gefum við 3 doh. myud eða stækkaða
mynd af yður sjálfum.
* The
Canadian Chemical Works
XX 385 Notre Dame Ave., WINNIPEG.
♦♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦ ♦♦♦♦< ♦*♦«♦♦♦♦♦♦« ♦♦♦<*#
>♦♦♦♦♦♦♦♦♦*
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
I
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
I