Lögberg


Lögberg - 30.11.1899, Qupperneq 4

Lögberg - 30.11.1899, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. NOVEMBER 1 90. LÖGBERG. Gefið út að 309^2 Elgin Ave.,WiNNiPRG,MAN »f The Lögberg Print’g & Publising Co’y (Iucorporated May 27,1890) , * Ritstjóri (Editor): Sigtr. Jónasson. Business Manager: M. Paulson. aUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar í eltt skifti 25c. fyrir 30 ord e()a 1 þml. dálkslengdar, 75 cts um máuudinn. A stærri auglýsingnm um lengri tíma, afsláttur eflir samningi. HCSTAD\-SKIFTI kaupenda verdur ad tilkynna sk^illega og geta.um fyrverandi bústad jafnfram Utanánkript til afgroidslustofu bladsins er: The Logberg Printing & Publishing Co. P. O.Box 1292 Winnipeg.Man. Utauáskrlp ttilritstjóranser: Editor Iittgberg, P O.Box 1292, Winnipeg, Man. Samkvœmt landslögum er uppsögn kaupenda á ladf óglld, nema hannsje skaldlaus, þegar hann seg t upp.— Kf kaupandi, sem er í skuld vid bladid flytu »1 tferlum, án þess ad tilkynna heimilaskiptin, þá er þad fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönnumfyrr reUvísum tilgangi. FJMMTUDAGlNN, 30. NÓV. 1899. Avarp Mr. Greenway’s til kjósentla í Mountain- kjördænii. Herrar mínir.—þetta er í átt- unda skifti, á tuttugu ára tímabili, uð ég æski eftir atkvæðum yðar og i'ylgi sem umsækjandi um þing- mensku fyrir Mountain-kjördæmi i Manitoba-þinginu, og það er í fjórða skifti, að ég, sem stjíirnarformaður þessa fylkis, bið kjósendurna, að láta í Ijósi velpóknan sína á stjórn minm Eg hef fyllsta traust á því, að í iiönd farandi kosningar fari svipað og þær hafa farið nú í þrjú skifti í jöð, sem sé: að stjórn mín komist til valda með miklum meiri hluta. FRAMFAHIH FVLKISINS. Hvað viðvíkur hinum afar miklu framförum, er átt hafa sér stað í fylkinu á síðari árum, þá hygg ég að mér sé óhætt að segja, að þetta hefur að nokkru .eyti verið afleið- ing af heppilegri löggjöf og vitur- legri stjórnarskipun. Vér höfum ætíð álitið það óhrekjandi sannindi, »ið akuryrkju-iðnaðurinn lægi til grundvallar fyrir velgengni vorri, svo vér höfum þar af leiðandi æfin- lega látið oss sérlcga umhugað um að bæta hag nýbyggjanna og styðja nð framförum þeirra. Löggjöf vor, viðvíkjandi eignum sem eru uudan- Jægnar lögtaki, hefur nú fengið þá i eynslu, að það er áreiðanlegt að liún Jiefur haft hin heillaríkustu áhrif. Framfarir fylkisins og hinn viðun- aniegi hagur bændanria, er hvort- tveggja sönnun fyrir því, að stefna stjórnarinnar hefur verið heppileg og rétt. Framtíðin getur vafalaust geymt enn meiri frairifarír í skauti sínu, og það hefur stór mikla þýð- ingu, að hinni núverandi framfara- stefnu vorri sé haldið áfram. JÁRNBRAUTA MÁL. Stjórn vor hcfur æfinlega látið sér uinkar ant um að auka járn- brautir fylkisins, bæði til þcss að Jandið gæti bygst og eins til þess að mynda samkepni meðal brautanna. Vér höfum komið því til leiðar á siðastliðnum tólf árum, að hér um bil ellefu hundruð mílur af járn- brautum hafa verið bygðarog afleið- ingarnar Jiafa sýnt sig að vera hin- ar æskilegustu. Vér höfum æfin lega gert það, sein í voru valdi hef- ur staðið, til að gera bændum sem allra þægilegast að ná til markaðar með vöiur sínar, og vér höfum stutt að því, eftir beztu föngum, að flutn- ingsgjald með járnbrautum lækkaði °g yrði sem allra minst. þetta livorttveggja er mér óhætt að segja uð liati að miklu lcyti tekist. Við- víkjandi síðara atríðinu, nefnilega fiutningsgjaldinu, vildi ég bæt i því viö, að ég er sannfærður um, að það ma tti fá enii meiri lækkun á því í íramtíðinui. ])að cr ásetningur vor að starfa í sömu átt og að undan- förnu, með þeim einbeitta ásetningi, að gera eins vel við bændurna, í þessu efni og mögulegt er. Ég hef lengi haldið því fram, að járnbrautir gætu, með góðum hagnaði, flutt hveiti héðan til Lakc Superior fyrir lOc. liver hundrað pund, eða jafnvel minna. Ef slík Hutningsgjalds-lækk- un fæst ekki hjá þeim félögum er eiga þær brautir, sem þegar eru bygðar, þá er ég með því, að vér leit- um fyrir oss annarsstaðar í þeim til- gangi að bæta úr þörfum vorum. ADFEUD EFRI DEILDARINNAR. Ég þarf varla að taka það fram, að oss liefur fallið mjög iUa sú að- ferð efri deildar sambandsþingsins, að fella lagafrumvarp, erneðri deild- in liafði samþykt, um það að greiða fylkinu nokkurn Iiluta af peningum þeim er því bera fyrir seld skóla- lönd.og sem sambandsstjórnin hafði ákveðið að láta af hendi. það er álit mitt, að sjóður þessi sé að réttu lagi fylkisins eign og að það eigi heimting á að fá fnll umráð yfir þeitn Jöndum, er sett hafa verið til siðu til afnota fyrir skólana, og megi verja þeiin til að standast þann kostnað sem mentamálin hafa í för með sér. Alt það, sem stríðir gegn þessari lmgmynd, skoða ég sem algerlega rangt gagnvart þeim ’mönnum, sem þegar hafa tekið sér hér bólfestu. FJARMÁL. Fjármálum fylkisins liefur, á minni stjórnartíð, verið stýrt með varkárni og sparsemi. Ég geri lítið úr þeirri lúalegu og algerlega á- stæðulausu tilraun, sem gerð liefur verið af mótstöðumönnum vorum.til að koma inn ótta hjá mönnum við- víkjandi fjárJiags-ástandi fylkisins. Hið sanna er, að fylkið stendur sig svo veJ, að það getur hæglega mætt öllum sínum útgjöldum, og láns- traust þess, á þeningamörkuðum heimsins, hefur aldrei verið betra en einmitt nú. VÍNSÖLUBANN. Síðan seinustu almennu fylkis- kosningarnar fóru fram,Jiefur leynd- arráðið geflð út dómsúrskurð, við- víkjandi löggjafarvaldi hvors um sig, sainbandsþingsins og fylkis- þingsins, áhrærandi vald þeirra til að innleiða vínsölubann eða uð tak- marka tilbúning og sölu áfengra drykkja með lögum. En þar sem þessi dómsúrskurður var álitinn ó- ljós að sumu leyti, þá leituðum vér þar að anki álitságætra lögfræðinga á málinu. þegar málið kom til um- ræðu á síðasta þingi, þá lýsti ég yfir því, að það væri áform stjórnarinn- ar að koma fram, & næsta þingi, með lagafrumvarp víðvíkjandi banni á sölu fifengra drykkja, að svo miklu leyti sem fylkið hefur vald til þess, og þessi ytirlýsing stendur enn ó- högguð og er því eitt atriðið í stjórn- arstefnu vorri. SKÓLA-F Y RIRKOMULACID. í síðasta skifti sem ég bað uin atkvæði yðar, var aðalmálið, fyrir yðnr að athuga, árás sú, er þdver- andi sambandsstjórn hótaði að gera á skóla-fyrirkomulag vort. þessi árás var þi styrkt af þeim mönnum, í þessu fylki, sem nú eru mótstöðu- menn vorir, en vér gátutn samt sem áður, þrátt fyrir þeirra mótstöðu, verndað skóla-fyrirk.omulagið og skólarnir verða með þessu fyrir- komulagi svo lengi sem inér auðnast að njóta trausts og hylli kjós- endanna ÆD.STA SKYLDUVERKID. Undir eins og flokkur vor er kominn aftur til valda, þá er það ásetningur minn að halda áfram sömu framfara-stefnunni, scm verið liefur mark vort og mið að undan- förnu. ílg mun æfinlega líta á hag bændanna, sera sérlega þýðingar- rnikið atriði. Ég mun ávalt draga þeirra taurn um leið og ég geri alt sem mér er unt til að efla hag fylk- isins í heild sinni. þetta hvortT tveggja skoða ég sem mitt æðsta skylduverk. það þarf, að mínu áliti, að eins ofurlítið af sanngjarnri yfirvegun til að komast að þeirri niðurstöðu, að mótstaðan gegn stjórninni erckki bygð á ncinni um- önnun fyrir velferð alþýðu, heldur er liún eingöngu sprottin af löngun til að fullnægja metnaði þeirra manna, sem að mestu leyti hafa komið svo fram í þýðingarmiklum opinberutn málum, að þeir hafa ver- ið eindregnir á móti því, sem miðað liefur til að efla og auka Jijnar mik- ilvægustu og þýðingarmestu fram- farir Manitoba-fyJkis. Yðar einlægur þjónn, Thomás Gueenway. Fylkis-koBningarnar. Næsta fimtudag skera fjdkis- búar úr því, með atkvæðum þeirra, hvort stjórn Mr. Greenway’s liefur umundanfarin tólf ár náð svo mikilli hylli og vinsældum, að þeir feli honum stjórn fylk'sinsum næstu fjögur ár, eða ekki. Fyrir kjósendum liggur nú tvent, sem þeim er gefinn kostur á að velja um. Annaðlivort verður frjálslyndi flokkurinn mannfleiri eða maiinfærri á næsta fylkisþingi. Verði hann mannfleiri, þá heldur Mr. Greenway áfram að stjórna fylkiuu. Verði hann aftur á móti mannfærri, þá kemst á afturhalds- og járribrautareinokunar-stjórn í fyíkinu, eirs og þar var áður cn Mr. Greenway tók við sfjórninni fyrir rúmum tólf árum síðan. Hvort af þessu tvennu verður, það er al- gerlega undir atkvæðuin fylkisbúa komið. Menn eiga þess vegna að virða það nákvæmlega fyrir sér, hvað sérstaklega mæli með því og móti þvf, að livor flokkurinn fyrir sig hafi stjórn fylkisins á hendi um næstu fjögur ár. það er nokkuð einkennilegt og eftirtektaveit .fyrir kjósendur, að afturlialdsflokkurinn, sem alt upp- hugsanlegt reynir að nota til þess að koma Mr. Greenway úr sessi, leyfir sér ekki að bera það á Mr. Greenway, að hann eða stjórn hans hafi gert sig seka í hinni minstu ó- ráðvendni á sífastliðnum 12 áium. Stærsta sökin—eiginlega eina sökin —sem notuð er gegn Mr. Greenway liér í Winnipeg um þessar mundir er það, að hann liafi ekki gefið North- ern Pacific járnbrautarfélaginu stór- fó úr fylkissjóði fyrir að byggja járnbraut, sem Jiægt var að fá bygða án styrks, og nú er verið að byggja fylkinu að kostnaðarlausu. þegar Mr. Greenway komst til valda, var fjárhagur fylkisins, í höndum afturhaldsflokksins, í svo dæmalausu óstandi, að ómögulegt var að selja skuldabréf þess, og þess. vegna ómögul' gf nð gera nauðsyn- legar umbætur innan fylkisins. Nú er sérstaklega sókst eftir skulda- bréfum fylkisins, og fjárliagurinn svo glæsilegur að eignir fylkisins, að frádregnum skuldum, eru metnar á 27 n.iillj. dollara. A margt fleira mætti benda, sem mælir mjög sterklega með því, að hið bezta, sem kjósendur geta gert, só það, að liafa stjórn fylkisins fram- vegis í höndum Mr. Greenways. Hvað mælir svo með því, að nn sé skift og Mr. Hugh John Macdon- ald sé látinn taka við ráðsmensk- unni? það er hægt að sýna það og sanna, að Mr. Macdonald hefuræfin- lega verið í flokki þeirra, sem fylk- inu hafa reynt að gera skaða. Hann var málfærslumaður Can. Pac.-fél. þegar það gúknaði eittyfiröllufylk- inu og varnaoi ölluin öðrum járn- brautarfélögum inngöngu. Hann var fremstur í flokki hér í fylkinu að koma á tvískiftu skólafyrirkomu- lagi með þvingun.Trlögum. Hann Jýsti ánægju sinni yfir því, að Mani- toba-fylki fékk ekki fé það, sem um var beðið til alþýðuskólanna, fyrir aðgerðir efri deildar Ottawa þingsins. þannig hefur honum allstaðar borið að mæta fylkinu til ills. Hið eina, sem vinir Mr. Mac- donalds telja honum til gildis, er það, að hann só góðmenni, og hið skrítnasta er, að liann á ekki einu sinni þá viðurlcenningu slíilið. Hann er ekki góðmenni, heJdar ósjálfstæð ría, sem Jætur Can. Pac.-járnbraut- arfélagið og Sir Charles Tupper þvætta sér eins og hverri annari druslu. þess vegna segja kunningj- ar hans um hann í spaugi, að alt sem hann gcri hugsi hann fyrst undir liöfuðfati Sir Charles Tupp- ers, og að þegar Sir Charles Tupper taki í nefið (hann brúkar neftóbak), þá hnerri Mr. Macdonald allra auð- mjúkast. Séu fylkisbúar ekki þv( sam- þykkir að Sir Charles Tupper og Can. Pac.-járnbrautaifélagiö ráði hér löguin og lofum, þá ættu þeir ekki að greiða atkvæði með Mr.Mac- donald né neinum hans mönnum. Vilji fylkisbúar ekki láta koma hér á tvískiftum sliólum aftur, þá er vissara að stuðJa ekki til þess að verkfæri Sir Charles Tuppers kom- ist til valda. Vilji fylkisbúar ekki láta Can. Pac.-járnbrautarfélagið gúkna yfir öllum járnbrautum fylkisins og af- stýra því, að flutningsgjald verði lækkað úr því sem nú er, þá er vit- urlegra og vissara að greiða ekki at- kvæði með málfærslumanni félags- ins eða neinum ljans mönnum. Annað hvort eða: Andað hvort kemst Mr. Greenway aftur til valda, og framfarir, innflutningur og vel- líðan heJdur áfram í Manitoba; járn- brautum íjölgar,fiutningsgjald lækk- ar og allskonar atvinna og iðnaður borgar sig betur og betur. ESa þá hitt, að Mr. Greenway kemst ekki til valda, og fylkinu verður fram- vegis stjórnað af Can.Pac.-járnbraut- arfélaginu og Sir Charles Tupper með Mr. MacdonaJd í hendinni. Er það hugsanlegt, að menn séu í vafa um það, hvortaf þessu tvennu þeir eigi að kjósa? það er að minsta kosti ekki trúlegt að svo sé. Sir Charles Tupper segir að eini vegurinn til þess að Jiann kom- ist til valda í Ottawa só sá að koma vinum sfnum fyrst til valda í fylkj- unum. I því skyni hefur harm kom- ið hingað vestur með Mr. Wallace og Mr. Foster og fengið að ve3tan Mr. N. F. Davin og Mr. Hjört Lin- dal' til þess að hjálpa alturhalds- mönnum; ekki vegna Manitoba- fylkis, um það er honum ekki ant, það sýndi hann með j irnbrautar- einokuninui og í skólamálinu um árið, heldur vegna sín sj lfs, til þess hann komist sem fyrst til valda aftur og geti hækkað tollana, vakið upp skólamálið, og sóð um það að félag hans (C. P. R.) verði ekki neitt til þess að lækka flutningsgjaldið. það er sagt að Mr. Líndal eigi sér- staklega að líta eftir hag Mr. Mac- donalds í Suður- Winnipeg. Mr. Andrews þykist hafa gert svo mikið fyrir Winnipeg-bæ, að hann eigi skilið að vera gerður að þingmanni og sé manna líklegastur til þess að verða fylk'inu til gagns ef hann kemst á þing. Greenway- stjórnin sé eyðslusöm og Kti ekki nægilega vel eítir hagsmunum fylk- isins í samningum við járnbrautar- félög. þessu á svo Mr. Andrews að kippa í lag ef hann nær kosningu. Á livað Mr. Andrews og vinir hans geta bent þessu til sönnunar, er jss óljóst, með öllu ó-kiljunlegt. Hið eina, sem vér getum bent á til sam- anburðar, í sambandi við eyðslu- semi, er það, að Mr. AndreWs ferð- aðist til Englands í fyrra, i þatfir bæjarins. og eyddi í ferðakostnað nærri því $1,700.00. Mr. Greenway ferðaðist einnig til Englands, í þixrfir fylkisins, og eyddi rúmum $700.00 í ferðakostnað; en þetta bendir á nokkuð í gagnstæða átt. Hvað það snertir að gera viturlega og heppi- lega samninga þá höfum vér það til þess að benda á, að Mr. Andrews gekk inn á að láta Winnipeg-bæ kaupa gamla vatnsverkið |fyrir margar þúsundir dollara meira en bæjarfulltrúarnir vildu ganga að, og félagið, sem vatnsverkið átti, áleit viðunanlega borgun. Hann liefði þannig látið bæinn borga stórfé fyrir ekkert ef bæjarfulltrúarnir ekki hefðu haft vit fyrir lionum. Mr. Greenway, aftur á móti, gat gert og gerði svo viturlega samninga um lagningu Dauphin-járnbrautarinnar, að hún kostaði fylkið ekki eitt ein- asta cent. þegar maður rifjar þetta upp fyrir sér og gefur því skynsamlega og óhlutdræga yflrvegun, þá virðist ekki mikið mæla með skiftum. það af ráðsmensku Mr. And- rews í bæjarstjórninni, sem mönn- um í Mið- og Suður-Winnipeg er einna minnisstæðast, er það, að hann kom því til leiðar með atltvæði sínu, að heymarkaðurinn var fluttur norðaustur á Point Douglas. Og Mr. Andrews eiga menn það að þakka, að 30 þúsuridum doll- ara var, algerlega að þarflausu, varið til þess að byggja nýju slökkviliðs- stöðvarnar, og álögurnar á bæjar- búa þessvegna auknar. Mr. Hugh John Macdonald á Andrews, og Sir Charles Tupper og Can. Pac.-járnbrautar-félagið ciga Macdonald. þessvegna, þó ekki væri fyrir neina aðra ástæðu, væri rangt og óviturlegt að greiða atkvæði með Mr. Andrews eða neinum öðrum liðs- nianni Mr. Macdonalds. Áður en Greenway-stjórnin ltomst til valda var Manitoba-fylki og stjórn þess i höndum Can. Pac - járnbrautar-félagsins. Komist mál- færslumaður þess, Mr. Macdonald, til valda, þá nær það aftur haldi á fylkinu. Og þá verða fylkisbúar ekki öfundsverðir. Allir þeir, sem greiða atlívæði með Mr. Macdonald, í Suður-Winni- peg; með Mr. Andrews, ( Mið-Winni- peg; með dr. Neilson, í Norður- Winnipeg; með dr. Grain, i Selkirk; með Mr. Baldwinson í Gimli-kjör- dæmi; með andstæðingum Mr. Green- ways, í Mountain; ireð þingmanns- efnum afturhaldsmanna, hvar sena er í fylkinu, greiða atkvæði með því, að Mr. Macdonald koinist til valda, að Can. Pac.-járnbrautar-félagið verði æðsta valdið í fylkinu, að flutningsgjald með járnbrautunum verði ekki lækkað og að borgara- legt frelsi allra útlendinga verði skert. Að þetta sé rétt ályktað er auð- velt að sarina með Mr. Macdonalds eigin orðum. Hann hefur marg-oft lýst yfir því, að Sir Charles Tupper sé sinn herra; en allir vita að Can, Pac.-félagið er Sir Clmrle.s Tapper ekki með öllu óviðkomandi og að Mr. Macdonald er málfærslu- maður þess. Mr. Macdonald hefur lýst yfir því afdríttarlaust, að járn- brautar-félögin geti ekki staðið við það að lækka flutningsgjaldið, og hann hefur mjög afdráttarlaust lýst yfir því, að þegar hann komist til valda þá láti hann með lögum skerða borgaraleg réttindi útlendinganna. Mr. Andrews hefur látið festa upp skjal á byggingu þcirri á Ross ave. hór í bænum, sem hin íslenzka starfsnefnd hans mætir í. þar er prentuð upphæð sú, sem Winnipeg- bær skuldar, og sagt að hún hvíli á fylkinu og só Mr. Greenway að kenna. Fylkis-skuldin er 2 millj- doll. minni heldur en skuld bæjar- ins, eða ekki nema $2,500,000, og bæjarskuldin hefði verið talsvert lægri en hún er ef Mr. Greenway eða Mr. MeMillan befðu verið borg-

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.