Lögberg - 30.11.1899, Side 5

Lögberg - 30.11.1899, Side 5
LÖQBERQ, FIMMTUDAGINN 30 NOVEMBER 1899. 5 arstjórar síSustu tvö ár í stað Mr. Andrews. það er annars ekki mik- ill uppsláttur fyrir hina íslenzku vini Mr. Andrews, hvað hann festir ólíkleg ósannindi upp, þar sem hann veit að þeir hljóta að lesa þau, í því skyni að þeir þeir trúi þeim. Mr. Andrews segist hafa verið verkalýðnum svo vænn síðan hann varð borgarstjóri, að hann eigi skil- ið að njóta þess nú. Vúr þykjumst vera því sæmilega vel kunnugir hvað Mr. Andrews hefur gert sem borgarstjóri, og getum ekki munað eftir neinu, sem hann eigi sérlegar þakkir skilið fyrir. Hann vitaskuld gaf sig fram og lét talsvert til sín taka þegar trésmiðirnir gerðu verk- fallið í vor, og það er líklegt að smiðirnir liefðu haft sitt fram ef Mr. Andrews befði látið málið af- skiftalaust. Sé slikt sérlcga þakk- arvert, þá finst oss betur við eigandi að þakklætið og viðurkenningin kæmi einhversstaðar annarsstaðar frá heldur en frá verkalýðnum. I Hiðasta sinni fyrir næstu fylkis-kosningar minn- um vér nú íslendinga á fyrirheit það, sem Mr. Macdonald hefur gefið þeim flokki manna hér í fylkinu, er æfinlega líta niður fyrir sig á alla þá, sem ekki eru af brezku bergi brotnir. Vér höfum gert oss far um að gera íslendingum það skiljanlegt, að í þessu efni er ekkert spaug á ferðum ; að komist Mr.Mac- donald til valda, þá verður heill skari íslendinga — sjálfsagt meiri hluti þeirra — sem missir atkvæðis- rétt §inn og fær hann aldrei aftur. Vér berum það traust til landa vorra, hvar sem þeir eru í fylkinu, að þeir gæti þcss, þegar þeir greiða atkvæði við í hönd farandi kosn- ingar, að stuðla ekki að því með at- kvæði sinu, að þeir fái aldrei framar að njóta þess heiðurs og þeirra hlunninda að taka tilhlyðilegan þátt í opinberum landsmálum. íslendingar eru ekki liafðir í mjög miklum hávegum hér í land- inu á meðal enskumælandi manna. J)að eru stundum tcngd fremur ó- geðsleg lýsingarorð framan við orð- ið Icelander á vörum þeirra sem á oss minnast, og aumingja litlu ís- lenzku börnin fella margt tárið, í umgengninni við börn enska fólks- ins, fyrir smánaryrðin er þau verða að þola um Jýóðflokk sinn. Dál'tið er þó þetta að breytast til hins betra þó hægt fari; en ef vér verðum með lögum settir skör neðar í mannfé- laginu heldur en hinir ensku, þá hverfur alt aftur í gamla horfið. Nei, þá verðum vér fyrirlitlegri í augum Bretanna heldur en nokkru sinni áður. Hafa menn veitt því nokkra eftirtekt hvernig Mr. Macdonald og afturhaldsmenn yfirleitt tala um Galicíumenn og Doukhobors? Dett- ur nokkrum manni í hug, að jafn- svívirðilega og fyrirlitlega hefði verið um þá talað ef þeir ættu at- kvæði í Manitoba við þessar kosn- ingar er í hönd fara? Nei, engum hugsandi manni dettur neitt slikt í hug. það er talað svona um þá af því þeir hafa engan atkvæðisrótt og Mr. Macdonald er þv( ekkert upp á þá kominn. Komist Mr. Macdonald til valda, þá verður talað nákvæm- lega eins um vorn þjóðflokk. þá verða litlu íslenzku börnin ekki öf- unasverð af því að umgangast ensku börnin á götunum — annarsstaðar verður þá ekki um samneyti slíkra flokka að ræða. Sé einhverjum íslendingum sama um það, hvað þá sjálfa snertir, hvort þeir hafa fullkomin borgara- leg réttindi eða ekki, og sé þeim sama um það, hvort íslendingar, sem þeim eru vandalausir, missa atkvæð- isréttinn eða ekki, þá hugsi þeir til barnanna sinna og verji heiður þjóð- flokks síns fyrir þau. Vér efumst ekki um það, að þessa síðustu daga verður með ein- hverjum uppspunnum ósannindum reynt að hafa íslendinga góða fram yfir kosningarnar. Mr. Macdonald verður látinn skrifa bróf og þræta fyrir alt, eða éta alt það ofan í sig, sem hann hefur sagt — honum er við brugðið fyrir að geta það — eða hann verður látinn lofa að segja af sér ef stjórn hans sýni sig í því að standa við það sem hann hefur lof- að — liann hefur áður gert lík lof- orð. Engum slíkum ósanninda- bréfum, eða staðhæfingum, eða lof- orðum getur Lögberg svarað í tíma, og í því skyni hefur það verið dreg- ið fram á síðustu dagana að svara Lögbergi í máli þessu. En vér get- um að því leyti svarað þeim fyrir- fram, að alt, hvert einasta orð, sem Lögberg hefur sagt snertandi mál þetta, er satt, og öll mótmæli gegn því eru ósannindi, vísvitandi upp- spunnin ósannindi til þess að narra út, ljúga út atkvæði frá íslending- um handa þingmannaefnum aftur- lialdsflokksins. þeim dylst það ekki, mönnum Macdonalds, að hann kemst ekki til valda ef allir íslendingar greiða atkvæði með frjálslynda íioknum. þess vegna verður að hafa úti allar árar; þess vegna veið- ur alt það notað síðustu dagana, sem nokkur von er til að hafi minstu þýðingu, án nokkurs tillits til þess hvort það er satt eða ósatt. Séu nokkrir þeir til á meðal ís- lendinga í Winnipeg, sem draga minsta efa á, að það, sem Lögberg hefur sagt um mál þetta, sé satt, öllum þeim mönnum tilkynnum vér hér með, að í byggingunni á suð- austurh. á Willíam Ave. & Nena Str„ er Mr. Macdonalds eigið blað (The Morning Telegram) við hend- ina. þangað er öllum heimilt að koma til þess að sjá með eigin aug- um hvað Mr. Macdonald sagði um útlendingana og hvort Lögberg hef- ur mishermt eitt einasta orð í því máli. íslendingar! í hamingjunnar bænum látið ekki þetta verða í síð- asta skifti sem þjóðflokkur vor fær að hafa atkvæði í landsmálum ! Heyrnarlau%i or- licyrnarkljói. Vórihöfam óteljandl vottoró nm þaó. ad vor ad- ferd sé hin eina ‘sem læknar. Eyrnalokur læknas. strax. Vér rannsökum fyúkdóma-lýsingar fríttt Utanúskrift: Ludvig Hörck, eyrnalæknir, 136 W123rd. Str., New York. EFTIRTEKTAVERD AUCLYSINC. nú sei ég hesta-aktygi og uxa-aktygi »g ait ak- tygjum viðvíkjanlii, ódýrara en nokkru sinni &ður. Ég legg &h9r7.lu & [>að að leysa verk mitt vel af hendi 011 ak- tygi mín eru handsauuiuð og £tr vönduðu efni. Ég hef allskonar ki.stur og handtöskur, alt mjög ódýrt. Komið og sjáið hvað ég hef og hvað ódýrt ég sel ftður en þér kaupið annarsstaðar. Ég panta prjónavélar og sel pær & 1(8.00. Prjónavélar mfnar eru nú brúkaðar víða bér I Se! kirk og reynast ágætloga. S. Thompson, SELKIRK, MAN. Næstu dyr við Lisgar House. Til Islendingra vestan Manitoba-vai ns. Vér leyfum oss bér með allra vin- samlegast að benda yður & pað, ar vér höfum keypt úra-verzlun Mr. B’. W. Vickers, f baenum GLdstone, og höfum & boðstólum allsk mar gull- stáss, svo sem úr, klukkur, gullhringa, silfurvöru o. s. frv. Allar vörur pessar Feljurn vér með óvanalega l&gu verði. Vér vonum að f>ér verzlið við oss p>egar pér komið til bæHrins. Virðingarfyllst, Cladstor)e Jewe’ry Co. J. B. Thobi.kifson, MauaF 3r. BIÐJIÐ UM EDDY’S HUS-, HROSSA-, GOLF. OG STO- BUSTA Þeir^eudast BETUR en nokkrir aðrir, sem boðnir eru, og eru viðurkendir af öllum, sem brúka pá, vera öllum öðrumjbetri. REGLUR VID LANDTÖKU. Af öllum sectionum með jafnri tölu, sem tilheyrasambandsstjórn- inni í Manitoba og Norðvesturlandinu, uema 8 og 26, geta fjölskyldu- feður og karlmenn 18 ára gamlir eða eldri, tekið sjer 160 ekrur fyrir heimilisrjettarland, pað er að segja, sje landið ekki áður tekið,eða sett til síðu af stjórninni til viðartekju eða einhvers annars. INNRITUN. Menn n eiga skrifa sig fyrir landinu & peirri landskrifstofu, sem næst liggur landinu, sem tekið er. Með leyfi innanrfkis-ráðherrans, eða innflutninga-umboðsmannsins í Winnipeg, geta menn gefið öði- um umboð til pess að skrifa sig fyrir landi. Innritunargjaldið er fílC, og hafi landið áður verið tekið parf að borga $5 eða |(10 umfram fyrir sjerstakan kostnað, sem pvf er samfara. HEIMILISRJETTARSKYLDUR. Samkvæmt nú gildandi lögum verða menn að uppfylla beúnilis- rjettarskyldur sínar með 3 ára ábúð og yrking landsins, og má land- neminn ekki vera lengur frá landinu en 6 mánuði á ári hverju, án sier- staks leyfis frá innanríkis-ráðherranum, ella fyrirgerir hann rjetti sín- um til landsins. BEIÐNI UM EIGNARBRJF ætti að vera gerð strax eptir að 3 árin eru liðin, annaðhvort hjá næsta umboðsmanni eða hjá peim sem sendur er til pess að skoða hvað unn- ið hefur verið á landinu. Sex mánuðum áður verður maður pó að hafa kunngert Dominion Lands umboðsmanninum f Ottawa p«ð, að hann ætli sjer að biðja ura eignarrjettinn. Biðji maður umhoðsmann pann, sem kemur til að skoða landið, um eignarrjett, til pess að taka af sjer ómak, pá verður hann um leið að afhendaslfkum umboðam. $5. LEIÐBEININGAR. Nýkomnir innflytjendur f&, & innflytjenda skrifstofunni f Winni- peg ■» á öllum Dominion Lands skrifstofum innan Mauitoba og Norð- vestui sndsin, leiðbeiningar um pað hvar lönd eru ótekin, og allir, sem & pessum skrifstofum vinna, veita mnflytjendum, kostnaðar laust, leiö- beiningar og hj&lp til pess að n& í lönd sem peim eru geðfeld; enn fremur allar upplýsingar viðvíkjandi timbur, kola og námalögum. All- ar slfkar reglugjörðir geta peir fengið par gefins, einnig geta menn fengið reglugjörðina um stjórnarlönd innan járnbrautarbeltisits í British Columbia, með pvf að snúa sjer brjeflega til ritara irnaDrlkis- deildarinnar í Ottawa, innflytjenda-umboðsmannsins í Winnipeg eða til einhverra af Dominion Lands umboðsmönnum í Manitoba eða Norð- vesturlandinu. JAMES A. SMART, Deputy Minister of the Interior. N. B.—Auk lands pess, sem menn geta íengið gefins, og átt er við í reglugjörðinni hjer að ofan, p& eru púsnndir ekra af bezta landi,sem hægt er eð fátil leigu eða kaups hjá jámbrautarfjelögum og ýmsum öðrum félögum og einstaklingum. 241 Stæðu til að fremja níðihgsverkið, og að hann hefði notað hina hamslausu vitleysu eyjarbúa til pess að koma fram augnamiði sjálfs sín. Það var nú aug- ljóst, hvert augnamið hans hafði verið. Þetta skýrði hvers vegna hann hafði framið glapinn, og sýndi enn fremur, að pað hafði vcrið full ástæða fyrir ótta peim og vantrausti, sem kona hans lét í ljósi í fyrsta skiftið, sem ég átti tal við hana f litla húsinu uppi í hæðinni. En Francesca leit burt frá manni sínum strax og hún var búin að skjóta pessari banvænu ör sinni, tók f höndina á Phroso og stóð [ egjandi. Kortes virtist nú takast á hecdur að vera leið- togi, með pegjandi sarapykki hinna—pví Phrosi gaf ekkert teikn—hann leit framan í landa sína, sein stóðu í kringum hann, til pess að lesa úrskurð máls- ios út úr andlitum peirra. Hann fann par leiðbein- inguna og sampykkið, sem hann var að leita að. „Við megum ekki aflffa nakkuru mann á messu hins heilaga Tryphons“, sagði Kortes. Það var auðvelt að lesa dóminn úr pessum orð- ura, prátt fyrir pað hve óbein pau voru. Eyjarbúar skildu hvað Kortes var að fara, og sampyktu dómiun með djúpri og harðncskjulegri suðu; kvennfólkiö fylgdi dæmi karlmannanna, og svipur pess varð há- tfðlegur og pað fölnaði í andliti; sökudólgurinn skildi glögt hinn óbeina d&uðadóm sinn, og hálf hné nú niður I höndum inannanna, sem öllu fremur héldu honum nú uppi en héldu honum sem fanga. „Ekki ennan dag, heldur & morgun“, sagöi Kortes. Rödd 239 daginn. En pvínær á sama augnablikinu áem áliyggj- urnar útaf mínu eigin lffi hættu (pað er hlutur sem hræðilega hætt er við að algerlega fylli huga raanns), p& fór ég að hugsa um vini mfna, sem ég vissi ekki hvað um hefði orðið; fór að hugsa um Phroso, sem hefíi sagt—ég vissi varla hvað hún hafði sagt. Skyndilega hóf hin sterka raust Kcrtesar sig hátt upp yfir hina lágu suðu og hótunaryrði pyrp- ingarinnar, og hann sagði: ,.Og hvað skal segja um pennan mann; hvað á að gera við hann, sem ég held hér, við hann Coti- stantine Stephanopoulos? Þvf haDn hefur aðhafst alt sem hÍDn útlendi maður hefur lýst yfir að hann hafi gert sig sekan I: hann hefur dregið lafði Euphro- syne á tálar; hann hefur sj&lfur játað að hann hafi drepið gamla lávarðinu, prátt fyrir af hann vissi vol að gamli lávarðurinn hafði látið undan.“ Kona Constantine’s sneri sér skyudilega að Kortes og sagði: „Drap hann gamla lávarðinn? Ilann sagði œér að pað hefði verið Spiro, sem hefði stungið hacn 1 hitanum og ryskingunum“, „Já, Spiro eða Vlacho, eða hver annar, scm hon* um datt í bug“, sagði Kortes og ypti öxlum. „Þkð var enginn hörgull á lygum I munni hsns“. En gamla gremjan var enn ekki alveg horfin pví einn eða tveir menn í pyrpingunni sögðu í nöldrandi róm: „Gaiuli lávarðurinu seldi eyua“.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.