Lögberg - 23.06.1904, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. Júní 1904.
4t‘ögbei'g
cor. W lliam Ave.{& Nena St.
Sairtniijcg, $tan.
M. PAULSON, Editor,
J. A. ELONDAL, Bue. Managcr.
UTANÁSKRIFT í
The LÖGBERG PRINTING & PUBLCo..
P.O,Boxl36., Wlnnipeg, Man.
Fjármálaskyrsla Field-
ings og umræðurnar.
Það ervenja, aC leiötogi stjórn-
arandstæöinganna á þingi er fyrsti
maöur til aö svara fjármálaræöu
stjórnarinnar og gera við hana at-
hugasemdir. Og venjulega hefir
hann safnað nægilega miklu fyrir
af athugasemdum og útásetning-
nm til þess að geta fiutt ræöu sína
viðstöðulaust eftir aö fjármála-
ráögjafinn hefir lokið máli sínu.
Út frá þessu er gengið sem
nokkuru sjálfsögðu.
En eins og vér gátum um í síö-
asta blaöi þá setti fjármálaræða
Mr. Fieldings stjórnarandstæö-
ingana hljóöa. Jafnaðarreikn-
ingurinn og fjármálin öll var í því
lagi og svo álitlegt,að útásetningar
voru óþægilegar. Árlega síðan
Laurier-stjórnin kom til valda
hafa ársskýrslur hennar sýnt vax-
andi framfarir og velgengni, en
þó tekur þessi síöasta öllum hin-
um fram. Viðskiftamál Canada
á tfmabilinu síðan Laurier-stjórn-
in tók við ráösmenskunni taka
fram, ekki einasta öllu því sem
unt er að benda á í sögu Canada
frá stjórnartíö afturhaldsmanna.
heldur bera langt af viðskifta-
ástandi allra annarra heimsins
þjóöa á tímabilinu. Þetta ganga
jafnvel aíturhaldsmenn inn á.
Þeim dettur ekki í hug að neita
því.
Og það leið heil vika frá því
Mr. Fielding hafði lokið fjármála-
ræðu sinni og þangað til Mr.
Borden tók til máls. Hann sat
og hlustaði á það, sem aðrirhöfðu
aö segja, ..waiting for something
to turn up, “ eins og Mr. Micaw-
ber; og flokksmenn hans gerðu
sér von um, að ræða hans, þá
loksins hún kom, mundi benda
þeirn á einhvern höggstað á stjórn-
inni. En allar þær vonir brugð-
ust, og það svo átakanlega, að
jafnvel afturhaldsblöðin sjá sér
e'.cki annað fært en kannast við
þaö, að ræða Mr. Bordens í þetta
sinn, eftir heillar viku undirbún-
ing, komist ekki til jafns við þá í
fyrra, sem þó var flutt undirbún-
ingslaust.
Það var ekki nema þrent í ræðu
Mr. Fieldings, sem leiðtogi and-
stæðingaflokksins gerði nokkurar
verulegar athugasemdir við:
j. Að skorðurnar sem stjórnin
hugsar sér, samkvæmt orðum Mr.
Fieldings, að reisa við dumping,
leiði til þess, að fólk fái ekki að
sitja við þann eldinn sem bezt
brennur og kaupa að þeim sem
ódýrast bjóða vöru sína; og að
með því fyrirkomulagi sé hægt
fyrir þá, sem fúsir eru til að sverja
ranga eiða, að koma fram toll-
svikum.
2. Að ákveðið sé að skerða við-
skiftahlunnindi þau sem Canada
þegar hefir veitt Bretum.
3. Að tekjuafgangur stjórnar-
innar sé óþarflega mikill.
Mr. Borden mundi, ef hann
kæmist til valda í Canada, láta
þaö verða fyrsta verkið sitt aö
færa svo upp tollinn á innfluttum
vörum, að öll útlend samkepni
yröi fyrirbygö. Hann mundi og
sé nokkurt orð hans aö marka, af-
taka meö öllu viðskiftahlunnindin
brezku. Hann heldur við þá
gömlu og úreltu kenningu, að
þegar innfluttar vörur nemi meira
en þær útfluttu, þá sé fjárhagur
landsins í hættu, og úr slíku á-
standi verði ekki bætt með öðru
en því, að hefta vöruinnflutning
með hækkuðum tollum.
Þessi kenning Bordens er
heimska ein eins og margsinnis
hefir verið bent á og auðsannað
er með því að benda á viðskifti
Breta við önnur lcnd. Og þó
hann bendi á það og getij sýnt
þaö meö tölum, aö á síðastliðnu
ári hafi innfluttar vörur aukist og
heldur minna veriö flutt af vörum
út úr landinu, þá er slíkt ekki
nema eölileg afleiöing aukinnar
vellíöunar og hinnar stórkostlegu
fólksfjölgunar. Eftir því sem
vellíöanin vex, eftir því vaxa og
fjölga kröfurnar og innkaupin aö
sama skapi. Og meö fólksfjölg-
uninni hefir fengist aukinn og nýr
innlendur markaður fyrir inr-
lendu vöruna og vöruflutningar út
úr landinu þá eðlilega aö sama
skapi minkað. Þetta veit Mr.
Borden undur-vel, en þaö hjálp-
ar ekki málstaö hans að kannast
við það og þess vegna gerir hann
það ekki.
Sir Wilfrid Laurier svaraði
ræöu Mr. Bordens, og það ekki
eftir heillar viku undirbúning,
heldur undir eins. Hann sýndi
fram á, hvernig Canadamönnum
vegnaði betur meö tekjutollana
heldur en Bandaríkjamönnum
meö verndartollana; hvernig uú á
þessum tímum verkamenn í
Bandaríkjunum veröa vinnulausir
þúsundum og tugum þúsundasam-
an, en starfsemi og framfarir og
vellíöan heldur áfram sitt sama
strik hér í Canada. Hvernig há-
tollar á Þýzkalandi og í Banda-
ríkjunum hafa getið viðskiftaein-
okun þar og leitt til vandræða.
Hann sýndi fram á, að canadísku
tollarnir, samkvæmt Fielding-
tolllöggjöfinni, væru ekki annað
en tekjutollar eins og tolltekjurn-
ar sýna. En á meðan nokkurir
tollar séu á innflutta vöru lagðir,
þá hljóti þeir að vissu leyti að
vernda innlendan iðnað. Að
stefna stjórnarinnar sé að lækka
tollana smátt og smátt eftir því
sem kringumstæðurnar leyfa; en
stefna afturhaldsmanna aftur á
móti sé sú, eins og leiðtogi þeirra
og aðalmálgagn haía margsinnis
tekið fram, að hækka tollana og
miða þá við tolla Bandaríkja-
manna. Hann dró engar dulur á
það, að stjórnin léti ekki cana-
díska verksmiðjumannafélagið
kúga sig til að leggja 50 prócent
toll, eða neitt í þá átt, á útlendar
vörur, sem Canada-menn geta
bætt hag sinn með að kaupa. Sir
Wilfrid Laurier lét það ótvíræð-
lega á sér skilja, að stjórnin væri
fús til að létta algerlega tollinum
af steinkolum ef Bandaríkjamenn
væru fáanlegir til að gera hið
sama. Hann sýndi fram á, að
Bandaríkjamönnum væri þægileg-
ast að fá kol frá Canada, bæði frá
Nova Scotia og British Columbia,
en Ontario- og Manitoba-mönn-
um aftur á móti væri þægilegast
að fá kol frá Pennsylvania. Gangi
Bandaríkjamenn að þessu þá
mundi slíkt verða Manitoba-
mönnum hinn mesti hagur
Þá er Pétur
ef ekki er Páll.
Mylnueigendurnir og trjáviðar
konungarnir í British Columbia,
sem heita má að ráði trjáviðar-
verði í Manitoba og Norðvestur-
landinu og hafa leikiö menn svo
hart, aö C. P. R. félagiö skarst í
leikinn eins og áður hefir verið
skýrt frá í Lögbérgi, vegna þess
hið geipi-háa viðarverð var fram-
förum landsins til stórkostlega til-
finnanlegs hnekkis, hefir nú farið
þess á leit við Dominion-stjórn-
ina og lagt mjög ríkt á að fá toll
lagðan á innfluttan borövið frá
Bandaríkjunum sem svaraði að
minsta kosti $2.00 á hver þúsund
fet tiljþess að eiga ekkert við að
keppa og geta verið algerlega
einir um hituna. En Dominion-
stjórnin hefir veitt gúknurum
þessum eindregiö afsvar sem bet-
ur fer. Hún veit það, sem er,
að mylnumennirnir í British Col-
umbia eru vel haldnir án aukinn-
ar verndar og að mönnum í Mani-
toba og Norövesturlandinu er
þörf á því aö viöur lækki fremur
en hækki í verði, og því hefir hún
álitiö sér skylt aö gera mylnu-
mennina afturreka.
En mylnumennirnir voru ekki
af baki dotnir þó þeir ekki kæmu
sínu fram í Ottawa. Þeir höföu
heyrt þess getið að Mr. Roblin
hefði mikil umráö yfir vörufíutn-
ingum með Canadian Northern
járnbrautinni og væri hægt að fá
hann til þess aö færa upp flutn-
ingsgjald undir borövið sunnan
frá landamærunum, þá ætti að
takast að útiloka trjávið frá
Minnesota-mylnunum. Þeir fóru
því á fund Roblins. Hvað þar
hefir gerst vitum vér ekki, en
fremur er útlit fyrir, að ekki hafi
þeir fariö þangaö sömu sneypu-
förina og til Ottawa, því heyrst
hefir—og frá því höfum vér áður
skýrt—að St. Hilaire og Crooks-
ton mylnufélögin hafi fengið til-
kynningu um það, aö flutnings-
gjald undir trjávið að sunnan,
meö Canadian Northern járn-
brautinni, yrði bráðlega fært upp.
Sé það satt, að Mr. Roblin ráði
flutningsgjaldi með Canadian
Northern jár’nbrautinni innan
fylkisins, eins og hann og fylgi-
fiskar hans halda fram, og reynist
það satt, að flutningsgjald undir
trjávið sunnan yfir landamærin
verði fært upp til þess að gera
Manitoba-mönnum nauðugan \
þann einn kostinn, að kaupa all- j
an trjávið að British Columbia-
mönnum meö uppsprengdu verði, j
þá er Manitoba-mönnum nokkuð
mikið boðið. En í rauninni væri
það þó ekki nema samkvæmt
öðru hjá þeirri stjórn.
„Roblin-stjórnin er búin að fá
orð á sig fyrir það, hvað vel hún j
líti eftir hagsmunum fylkisbúa, “
segir „Hkringla. “
Ný sálmasöngsbók.
Eftir Gtinnst. Eyjólfsson.
íslenzk sálmasöngsbók
meS fjórum röddum.
Bjarni þorsteinsson,
prestur á Siglufirffi hefir j
búiff undir prentun. —
Reykjavík, ipoj.
Kirkjusöngsbók sú, sem kend
er við Jónas Helgason, hefir verið
ófáanleg í bókaverzlunum í mörg
ár, svo brýn nauðsyn bar til að
fá hana endurprentaða, eða aðra
í hennar stað. Jafnvel þó sú bók!
væri að mörgu leyti vel úr garði j
gerð, mun fáum hafa dulist það,
sem á annað borð báru gott skyn
á kirkjusöng vorn, að nokkurar
umbætur og breytingar værunauð-
synlegar. Nokkur lög virtist al-
veg vanta; og sum af þeimlögum,
sem annars eru notuð við guðs-
þjónustur, eru óviðfeldin og þreyt-
andi, jafnvel orðin æfagömul, rit-
uð í tónastigum sem nú er fyrir
löngu hætt aö nota; dnn önnur
þörfnuöust breytinga, bæði hvaö
snerti söngform ograddir, o.s. frv.
| Það var því nægiiega mikið
vandaverk að búa til viðunanlega
kirkjusöngsbók fyrir alla íslenzku
þjóðina til þess að nefnd hefði
verið sett til aðleysaþað afhendi,
eins og t. d. var gert með sálma-
bókina.^En kirkjustjórn íslands
virðist hafa verið á annarri skoð-
un. Verkið er fengið einum
manni í hendur, og sá maður er
séra Bjarni Þorsteinsson. Bókin
er nú komin fyrir almenningssjón-
ir frájhans hendi, og hún er nægi-
lega þýðingarmikið verk til þess
að þjóðin sé látin fá hugmynd
um hvernig það er af hendi leyst.
Höf. hefir haft mjög bundnar
hendur í þessu starfi. Hann hefir
orðið að taka tillit til þjóðarinnar
á hvaða stigi hún stóö í sönglegu
tilliti; aö bjóða henni ekki annað
en það sem líklegt er að sé henn-
ar meðfæri; aö kippa ekki burtu
eða breyta ekki um af því sem
húu var búin að læra og syngja
árum saman, jafnvel þó því mætti
breyta til batnaðar. Hann hefir
orðið að taka tillit til sálmabókar-
innar, og hann hefir orðiö að hafa
í huga, að flestir þeir, sem spila
eða veita tilsögn í kirkjusöng, eru
harla ófullkomnir í list sinni; og
hann hefir hlotiö aö taka tillit til
þess, að kirkjuSöngur lútersku
kirkjunnar er a ndrí kari, auð-
veldari og tilkomumeiri
heldur en kirkjusöngur hinna
annarra prótestantísku kirkju-
deilda, og þarafieiðandi vanda-
meira að velja ný lög, þar sem
þess þurfti.
Höf. hefir bætt inn íkirkjusöng-
i ín mörgumlögum sumumgóðum,
og er stór gróði að hafa fengið
þau. Má af þeim nefna nr. 4, 7,
24, 33, ii7ogfleiri. Einnig hefir
hann tekið mörg góö lög úr við-
bæti þeim sem Björn Kristjáns-
son safnaði. Aftur eru slík lög
sem nr. 15, 16 og 97 miður góð,
og ekki rituð í þeim anda sem
einkennir hinn lúterska kirkju-
söng. Lagið nr. 97 er svo ver-
aldlegt, að það ætti ekki að heyr-
ast í nokkurri kirkju, sízt við
bænarsálm þann sem höf. velur
fyrir texta. Viðvíkjandi nr. 16,
þá má það undarlegt virðast, að
séra Bjarni skuli ganga fram hjá
hinu tignarlega lagi sem Linde-
mann setti við þann hátt, en seil-
ast í þess stað yfir til Englands
eftir andlausum lögum. Það er
því einkennilegra sem Lindemann
er búinn að ná svo víðtækri við-
urkenningu, að hérlendar kirkju-
deildir eru að taka lög hans ísinn
kirkjusöng, en Islendingar gefa
þeim lítinn gaum, og eiga þeir þó
ólíkt hægra með að nota þau, þar
sem sálmahættir vor og Norð-
manna eru margir hverjir hinir
sömu. Höf. hefir einnig felt úr
bókinni mörg lög sem prentuð
voru í bók J . H. og er líklegt, að
mörg af þeim hafi mátt missa sig.
Eg get þó ekki annaö en séð eft-
ir laginu ,,Svo blítt er hirðis hjart-
að æ“; að sönnu var það svo illa
raddsett hjá J. H., að það mátti
heita illsyngjandi, en séra Bjarna
var trúandi til að umbæta þær, ef
hann vildi. Þaö er oímikið af
mol-tónalögum í kirkjusöngnum,
og ekki viðbætandi, ef annars er
kostur. Uppátekt hans með að
hafa lagið nr, 3 forteiknalaust er
æði sérvizkulegt og styðst ekki
við neinn vísindalegan grundvöll.
Eins og getiö er að framan er
bók þessi raddsett fyrir fjórar radd-
ir, og er ætlast til, að konur eða
unglingar syngi tvær þær efri, en
karlar tvær þær neðri. Séra
Bjarni hefir breytt röddum ífjölda-
mörgum lögum, frá því sem þær
eru í bók J. H.; en slfkt er þeirra
einna meöfæri sem lært hafasöng-
I inn vísindalega, og lært hann vel.
En eigi að minnast nokkuð frekar
á það—og ritdómur um bók þessa
væri ófullkominn ef gengið væri
fram hjá því—þá kemst eg inn á
atriði sem fáir skilja nokkuð í,
jafnvel ekki af þeim sem annars
fást við söng og hljóðfæraslátt;
vil eg því með fám orðum reyna
að skýra frá hvað það er, sem
einkennir góðar raddir í söng.
M a n n s röddin liggur til grund-
vallar fyrir allri raddsetningu.
Hæð þeirra eða dýpt má aldrei
yfirstíga það sem mannsröddin—
eöa sameinuð rödd karla og
kvenna—getur tekið yfir. Gegn
um margra alda reynslu og æfingu
hafa menn fundið viss tónbil sem
eru mannsröddinni eölileg; önnur
sem má brúka með varkárni og
undirbúningi; þriðju, sem manns-
röddin getur ekki sungið. Á þess-
um möguleikum í mannsröddinni
er tónfræöin bygö. Húnslæ^þVí
föstu, að í raddsetningu séu vissir
tónar sem megi brúka, og aðrir
sem megi nota meö undirbúningi,
og þriöju sem megi alls ekki nota.
Hún slær því föstu, aö
þetta skuli vera svona,
oghittskuli vera hinsveg-
ar, og fráþví megi annaö-
hvortalls ekki víkja eða
þ á á einhvern vissan og
tiltekinn hátt. En vegna
þess að hver rödd veröur aö syngj-
ast útaf fyrir sig sem sjálfstætt
lag, jafnframt og hún fellur inn í
samræmi með öðrum röddum, þá
verður aö ganga í gegn um hana
sjálfstæður söngþráöur, sem ein-
kennir hana út af fyrir sig sem
rödd, og gera hana ljúfa og þægi-
lega meöferðar. Hafi þetta hepn-
ast, þá er kallað, að röddinsé
v e 1 1 e i d d eða að g ó ð u r
söngþráður séíröddinni.
Svo þýðingarmikiðer þetta atriði,
að söngfræðingar eru reiðubúnir
að afsaka ýmsar smávegis villur í
raddsetningu ef þær geta miðað
til þess að fá góðan söngþráð í
röddinni. Viðvíkjandi kirkju-
söngslögum er það að segja, að
þau skulu ætíö raddsetjast á svo
einfaldan og látlausan hátt sem
mögulegt er. Allar skraut-harmó-
níur (ornamental harmonies) verða
að útilokast, og alt sem geti mint
á léttúð eða sérvizku.
(Meira).
Togo sjóliðsforiugi.
Nú í seinni tíð hefir ekki um
annan mann verið meira talað í
blöðunum en hinn sigursæla her-
foringja Japana, Togo sjóliðsfor-
ingja. Svo vel hefir honum
gengið að berja á Rússum að
hann hefir á fáeinum mánuðum
eyðilagt flota þeirra, eða að
minsta kosti brotið hann svo á
bak aftur, að hann getur lítið
sem engin áhrif haft á gang og
endalok stríðsins héðanaf. Hi-
rata Tatsuo, japanskur rithöfund-
ur, hefir skrifað ritgerð um Togo
sjóliðsforingja í tímaritinu ,,Re-
wiew of Rewiews“ og setjum vér
hér útdrátt úr henni:
í fyrri daga þegar Austurálfu-
siðirnir voru eingöngu ríkjandi í
Japan var öll herstjórnin í hönd-
um voldugrar hermannastéttar.
Embættin í hernum gengu að
erfðum frá föður til sonar, mann
fram af manni, og þessi her-
mannastétt réði lögum og lofum
í landinu. Togo sjóliðsforingi er
kominn af einni grein þessarar
stéttar, en munurinn á honum og
fyrirrennurum hans er sá, að
Togo er vel að sér í allri nútíðar
hermensku, og bindur sig ekki
við eldgamlar og úreltar kreddur
forfeðra sinna, enda er hann
! skarpur maður og hugdjarfur.
Svo öldum skiftir hafa forfeður
hans stundað hermensku, ensjálf-
ur er Togo á bezta aldri. Hann
er fæddur árið 1857, eða rétt um
þær mundir er Japan fór að gefa
gætur að menningarsiðum Norð-
urálfunnar. Undir eins í æsku
gekk hann í herþjónustu. Hann
er einn úr flokki hinna fyrstu ungu
manna, sem nutu kenslu á hinum
nýja sjóliðsskóla er reistur var á
eynni Nippon. Var það hinn
fyrsti hernaðarskóli í Japan sniö-
inn eftir slíkum skólum í Norður-
álfunni.
Frá fyrstu skólaárum Togos er
ekki mikið um hann að segja,
annað en það, að hann skaraði
að engu leyti fram úr skólabræör-
um sínum. Hinn núverandi sjó-
liösráöherra í Japan, og ýmsir
þ?ir, er síöar hafa oröiö þar
merkir menn, voru bekkjarbræð-
ur hans. Þeir, sem bezt stóðu
sig á skólanum, voru sendir utan,
á kostnað stjórnarinnar, til þess
að framast. Einn meðal þeirra
var Togo. Ungur aö aldri kom
hann til Englands og var þar á
heræfingaskipi ásamt öörum ung-
um mönnum. Ekki bar þar neitt
sérstaklega á hæfileikum hans.
Á árunum 1873—'74 er hans
getiö í enskum sjóliðsskýrslum og
fær hann þar sama vitnisburð og
aðrir félagar hans á skipinu, aö
,,þeir hafi hegðað sér vel og séu
allvel að sér. “
Þegar hann kom heim aftur til
fósturjarðar sinnar, beiö hans þar
það mikla þrekvirki að endur-
skapa sjóliðið og breyta öllu hinu
forna fyrirkomulagi. Það var
stórkostlegt verkefni og um erfið-
leikana, sem það hafði í för með
sér, geta menn fengið nokkura
hugmynd, þegar þess er gætt, að
hann jafnvel varð að búa til fjöld-
ann allan af nýjum orðum, sem
ekki var hægt að komast af án til
þess að geta kent hinum ungu
landsmönnum sínum hernaðar-
vísindin á þann hátt sem vera
bar, svo að þeir gætu fylgst með
tímanum. Hann byrjaði á lægstu
tröppunni og hélt áfram upp á við
þangað til hann var búinn að
leysa hið mikla starf sitt af hendi,
en mintist aldrei með einu orði á
það, hvað rniklu hann hefði til
leiðar komið. I fyrsta sinni, sem
orð barst af honum út um heim-
inn, var þá, er hann kom á stað
stríðinu milli Japana og Kínverja.
Á þeim árum bjuggust menn að
vísu við því, að ófriðarbáliö mundi
brjótast út þá og þá einhverstað-
ar austur frá. En að Japanar
yrðu til þess að ríða á vaðið hafði
engum dottið í hug. Þeir voru
þá álitnir umkomulaus kotþjóð,
og allir bjuggust við, aö Kínverj-
ar mundu gleypa þá í sig á einu
augabragði, án þess neitt yrði
um varnir. En hér fór nokkuð á
aðra leið.-
Togo flotaforingi var staddur
með tvö herskip fram undan
Kóreu. Kom hann þá auga á
kínverskt flutningaskip er stefndi
til Kóreu, og hafði það hernaðar-
útbúnað meðferðis. Togo gaf
skipverjum bendingu um að
stöðva skipiö, og ganga sér á
vald, en því var neitað. Ástæð-
an var þó ekki sú, eins og síðar
kom í ljós, að skipstjórinn, sem
var Englendingur, hefði neitt á
móti því að gefa upp skipið, en
með honum voru kínverskir em-
bættismenn, er ekki vildu eiga
það á hættu að trúa Japansmönn-
um fyrir lífi sínu. Togo lét þá
skjóta skipið í kaf.
Þegar fréttin um atburö þenn-
an kom til Japan varð þar hið
mesta uppnám. Keisarinn kall-