Lögberg - 20.06.1907, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.06.1907, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚNÍ 1907 LÍFS EÐA LIÐINN EFTIR HUGH CONWAY. Eg varö gagntekinn af tilhlökkun. Þ.essu var ómögulegt aö neita. Eg átti þá að fá að sjá hana einu sinni enn, sitja við hliðina á henni i nærri þrjár klukkustundir, og svo að skilja við hana—skilja við hana fyrir fult og ait. Klukkan þrjú var eg kominn til “Floral Hall” og beið þar. Vagni frú Estmere var ekið þangað, Val- entínus og Claudina komu út úr honum. Mér fanst hún hrökkva við þegar hún sá mig, en svo heilsaði hún mér samt ofur rólega. Valentínus setti upp vandræðasvip, sneri sér að frænku sinni og sagði: “Eg verð að biðja Þig afsökunar, Claudína mín. Mér þykir mjög slæmt að nú stendur einmitt svo á, að eg verð að hitta mann í mikilvægum erindagerðum t kveld. Þess vegna hefi eg beðið Filippits að vera í minn stað og annast um þig fyrir mig. Nú sá eg Claudínu í fyrsta sinn bæði hrygga og reiða. Hún leit fyrst á Valentínus og svo á vaguinn, sem var kominn á stað aftur. Ef Valentínus hefði ekki verið búinn að skipa ökumanninum að snúa við heimleiðis, mundi hún vafalaust hafa stigið aftur inn t vagninn. Hún rétti úr sér, sneri sér að Valentínusi og sagði þóttalega: “Ef eg hefði vitaö, að Þú þurftir öðrutn störíurn að gcgna, þá hefði eg getað setið heima. Eg hefði þá ekki bakað Mr. Norris annað eins ónæði og þetta.” “Eg get getið því nærri, Claudína min góð,” svaraði hrekkjanmitrinn, og lét sér hvergi bregða. „Eg efaðist ekki um það, að Þú mundir hafa setið heima og mist af þessum síðasta samsöng. Þess vegna einmitt sendi eg Filippusi hraðskeyti. Þú ætt- ir heldur að Þakka mér fyrir hugulsemina og svo ætt- uð þið nú að fara að komast á stað. Hérna eru að- göngumiðarnir, Filippus.“ Cfatidína tók síðan i hönd mér og sagði ekkert frekara. Valentínus kvaddi okkur svo hlæjandi og þaut á stað. Og eftir litla stund vorurn við sezt, hvort við annars hlið, í miðjum salnum, þar sem sam- söngurinn átti að fara fram. Við komitm þangað snemma, eða leikhúsfólkið var þá á eftir tímanttm. Þegar búið var að afhenda okkur skemtiskrána, sneri Claudina sér að mér og sagði: “Eg ímynda mér, að óþarfi sé fyrir mig að segja yður að eg var alls ekki nein orsök í því að þér voruð ónáðaðir þetta til að fylgja mér.” “Verið þér ekki að hafa orð ttm þetta. Eg vona að þér skemtið yður á samsöngnum.” “Valentínus á ekkert með að fara svona að,” hélt liún áfram. “Hann er hugsttnarlaus og ruddalegur á stttndum.” “Já, en hann er það ekki alt af. Vera má að það sé einmitt þetta kæruleysi og hugsunarleysi, sem gerir ir hann svo aðlaðandi.” “Þér eruð vinur hans, og þér reynið Þvt að berja í brestina, sem hann hefir.” “Eg er vinur hans, eða held að minsta kosti að eg s4 t>að,” sagði eg í einkennilegum rómi. “Eg er bara frænka hans, eins og Þér vitið, og þó að mér þyki innilega vænt um hann, þá hefi eg þrek til að benda honttm á gallana.” “Eftir því, sem eg kemst næst, Miss Neville, þá hflt eg að vinátta ykkar Valentínusar væri meira en frændsamleg ” . Hvað feginn sem eg hefði viljað, gat eg þó ekki gert að því, að bitttr gremjtthreimur heyrðist glögg- lega í rödd minni. Claudina leit niður fyrir sig og blóðroðnaði. Hún horfði á skemtiskrána sina, og lét sem hún hefði ekki heyrt Það sem eg sagði. “Þey!” sagði hún brosandi. “Við verðum að hlusta. því söngurinn er að byrja.” Um leið og hún sagði þetta, kvað við söngurinn tnnan úr salnttm. Það var “Naviganti”, sem sungið var. Hár maður holdskarpur og dökkeygður söng diskantinn, lágur maður; gildttr og dökkeygður, með mikið yfirskegg, söng bassann, en feitlagin kona, enn Þá dökkeygðari en karlmennirnir báðir, með sýnileg- an skegghýung á efri vörinni, söng milliröddina. Margar aðsendar, mismunandi skærar stjörnur frá ttalíu skintt á sönghimninum þetta kveld; en eg skeytti litið um sönginn. Mér fanst hann auðvitað ; þægilegt vögguljóð til að halda mér i Þeirri huglát- legu leiðslu, 'sem eg var í, þar sem eg sat og horfði í sífellu á yndislega vangann á Claudinu, rétt við hlið- ina á tnér. Ekkert af Þvi, sem eg heyrði, gat jaínast við það.sem eg sá. Ekkert jafnast við áriægjuna af þvt að horfa á kinnina á henni og það sem sá«t af snjóhvítum hálsinum á henni milli ljósjarpa hársins og kjólkragans hennar. Eg var öldungis fttllviss urn það, að engin ein einasta af öllum Þeim aragrúa af konum, sem þarna vortt saman komnar, gat ja.fnast við Claudínu. Engin þeirra var eins íturvaxin og tígttleg sem hún, engin svo handnett, engin klædd jafn-smekklega. Og Það var Estmere, sem hafði hlotnazt að ná í hana, þessa aödáanlegtt friðtt kontt. Og eftir tæpa tvo klukkutíma mundi það eitt liggja fyrir að bölva heimsku minni og svikum við vin min, fyrir það að hafa leyft mér að örfa þá ást á ný, sent eg hafði á unnustu hans. Skelfíng vildi egjhafa gef- ið rnikið til að hafa kynst Claitdinu áður en hún trú- lofaðist Valentínusi, eða að \'alentínus ltefði ekki verið vinur minn! En hlustaði Claudína nú á sönginn tneð meiri at- hygli en eg Eg get ekki sagt það nteð vissu. En nokkuð var það, að þegar við fórum að tala um sam- sönginn á heimleiðinni, þá vorunt við bæði því nær jafn-klók um hann. Við mundum ekki nöfnin á mörgttm söngmönnunum né heldttr eftir söngvununt, nema örfáum. — Claudína var fjörmikil stúlka og vildi jafnaðarlegast heldttr ganga heim af skemtisam- komttm en aka í vagni. “Eg fæ oftast höfttðverk þegar eg liefi setið á heldur lélegum samkomum eins og þessari, nenta eg gangi heim,” sagði hún. „Eg veit, að það er langttr vegur til St. John's Wood, en ef yðttr er sama, þá vil eg heldur að við förutn gangandi. Eg er hissa, að Valentínus skuli ekki koma.” Valentínus lét ekki sjá sig. Við biðum þó eftir honum stundarkorn, og logðttm síðan á stað tvö ein heimleiðis. Á leiðinni töluðutn við ekki mikið saman. Eg treysti mér ekki til að ræða við hana um hversdags- lega smámuni, og hún virtist ekki fús til að brjóta upp á neintt sérstöku umtalsefni. Þegar við vorum komin á fáförttltt götttna, sent lá beint til St. John’s Wood og því nær heim að húsi frú Estmere, þar sem við urðum að skilja, fórum við að verða dálitið málhreifari. “Hvernig stendur á Þvi, að þér hafið ekki heim- sótt okkur nú uni langan tíma?” spttrði hún þá. Eg stamaði einhverju út úr mér um það, að eg hefði verið í önnum. Eg sá Það á henni, að hún trúði mér ekki. “Valentínus segir, að þér séuð ekki heil- brigður,” mælti hún enn fremur. “Er það satt?” “Eg ímynda mér, að það sé sjóloftið, sem eg þarfnast. Annað held eg ekki að sé að mér. Eg hefi lofað Valentínusi að fara með honttm til Bourne- mouth í vikunni sem kemur.” “Já, hann sagði okkur frá því. Frænktt þótti fjarska vænt um Það. Hún hefir orðið allra mesta uppáhald á yður, Mr. Norris. Þér ættuð að vera upp með yðttr af því.” “Eg er það líka,” svaraði eg. “Hún er einhver sú indælasta kona, sem eg hefi kynst.” “Já, það er hún sannarlega, Mr. Norris—indæl- asta kona er hún. Hún hefir oft átt andstætt um dagana. Það tná bæði ráða Það af að sjá ltana í sjón og heyra það á málrómnum hennar. Finst yður ekki hægt að þekkja manninn mikið af málrómnum?” Eg játti því, og fór nokkrttm fleiri maklegttm orðttm um frú Estmere. “Hún á svo fáa vini,” mælti Claudina enn frent- ur, “svo mér þykir vært um, að einn skuli hafa bæst í hópinn; tryggur vinur, ímynda eg mér. Eg vona að þér reynist henni svo. Ætlið þér ekki að gera það, Mr. Norris, hvað svo sem þér síðar kunnið að heyra um hana gott eða ilt?” “Eg vona að eg heyri aldrei neitt ilt um frú Est- mere,” svaraði eg, hálf hissa á hve alvörugefiu hún var. “Getur verið ekki“, sagði hún. “En nú erttnt við komin heim. Ætlið þér ekki að koma inn og drekka bolla af te hjá okkttr?” “Nei, þakka yðttr fyrir,” sagði eg tneð áherzht, “ekki í kveld.” Hún lagði ekkert að mér með það,. Eg býst við að hún hafi getið sér til um ástæðuna fyrir þessari sýnilegu ókurteisi í mér. Þegar við komum að hliðinu sagði eg: “Hér ætla cg þá að kveðja yður, Miss Neville. Eg býst helzt við, að eg sjái yðttr ekki aftur áður en Þér farið burt héðan. Það verða líklegast mörg ár þangað til fundttm okkar ber aftur saman. Fg vona að þér hugsið til mín endttr og eins.” Eg nagaði mig í handarbökin fyrir hreintinn, sem var í rödd minni þegar eg sagði þessi fátt orð, en mér var ómögulegt að gera við því. Eg var að skilja við Claudíntt. “Hvert hafið þér annars hugsað yðttr að fara ettir að þér hafið heimsótt vini yðar t Shropshire?” spurði eg, því að mér fanst eitthvert dálítið hugnun- arefni í þvt að geta hugsað um hana á einhverjttm \issum stað. “Eg er hætt við að fara til Shropshire,” sagði hún nteð ltægð. “Vinkona mín ein er lögst j/eik. Eg heyrði það ekki fyr en í gærkveldi. Það kotn rttgl- ingi á alla ferðaáætlun mína.” “Hvert farið þér þá á lattgardaginn, þegar þér i farið héðan ?” spttrði eg. “Eg ætla ekki að fara á lattgardaginn. Frænka | hefir talið mig á að fara með sér að sjónttm, til j Bournemottth, svo að ef þér verðið henni samferða þangað, þá sjáumst við bráðum aftur.” Eg var sem steini lostinn. Mér var haldið í heijargreipum miskunnarlausra örlaga. Blóðið þaut með ofsahraða um æðar mínar. Eg vissi varla hvað eg sagði. Eg hafði beðið skipbrot fast upp í land- steinunum, en eg tók á því, sem eg haföi til, heiöri míntim og mannorði til bjargar. “Eg get ekki farið þangað—eg ætla alls ekki að fara þangað,” hrópaði eg. “Mér er ofboðið nt:ð þessu. Eg afber það ekki!” Claudína leit niður fyrir sig. Hún krafðist j engrar útskýringar á þessum einkennilegtt orðttm. “Þá lteld eg viö verðunt að kveðjast,” sagði hún ofur blíðlega og rétti mér höndina. “Já, verið þér sælar,” sagði eg. “Verið þér sæl- ar. Þér vitið, Clattdina. hvers vegna eg get ekki j farið til Bournemouth. Eg er vinur Valentínusar, j og heiðarlegttr maðttr,að eg held,með óflekkuðu manti- j orði. En ef eg umgengst yður einutn degi lengur, mundi eg gleyma allri vináttu, heiðri og öllu nenta I ástinni, setn eg ber til yðar. Fyrirgefið mér og ver- ið þér sælar.” Eg óskaði ekki eftir neintt svari og beið heldttr ; ekki eftir því. Eg greip um hönd hennar sem j sriöggvast, slepti henni samstundis aftur, og þaut svo ! á stað eins fljótt og eg gat, eftir rykttgu brautinni, og j leit aldrei um öxl fyr en eg var kotninn í hvarf við j húsið. Og enginn lánleysingi hefir vtst bannsungið í tilverunni meira ett Filippus Norris gerði þá. En j hafði eg nú samt staðið við orð mín og reynst vini ! míntim trúr? VTIT. KAPITUU. “l*að er í lifrinni á þér.” sagði Valenttnus, þeg- j ar hann kom daginn eftir og sá hve fölur eg var og j tckinn til augnanna. “Það er í lifrinni á þér. Eg j veit. Itvernig sú veiki hagar sér. Eg fæ þetta iðu- | lega í Októbermánuði, þegar hnetur eru orðnar full- þroskaðar. Eg httgsa að þér skáni þegar Hú ferð með okkttr til Bournemouth í næstu viktt. Eftir á að Ityggja þá fer Claudína með okkur. Hún ætlar ekki I til kttnningjanna í Shropshire.” “Itg veit það. Hftn sagði mér það í gær. Eg I lteld annars, að eg ætti hvergi að fara. Mér verður j ofattkið.” t “Ekki er liætt við því. Það verðttr leiðinleg ferð, ef þú ferð ekki líka. Við Clattdina erurn fyrir- myndar elskendttr, sem engan angra. Hve nær meg- tttn við búast við þér?” “Einhvern tima seint í vikunni,” svaraði eg, þvt að eg hélt að það yrði hægra fyrir ntig að losna, með því að senda bréflega afsökun, en að fara að þrefa ttm það þarna*við Valentintts. Eg vissi að það yrði erfitt. Mánudaginn næstan á eftir lögðu þau öll á stað frá Lundúnaborg. Eg sá engan annan af fjölskyld- unni áður en þau lögðtt á stað, en Valentínus. Frú Estmere skrifaði einkar vinsamlegt bréf, og lagði að ntér að konta á eftir þeim ttndir eins og eg gæti, og lét í Ijósi hve leitt sér þætti að heyra, að eg skyldi ekki vera vel heilbrigður. Strax eftir að eg hafði fengið fulla vissu ttm að*þau væru farin, létti mér .töluvert og eg fór að leitast við að kæfa ást mína. Eg hlaut að gera það. En þrátt fyrir alla viðleitni mína í því efni, gat eg samt ekki gleyrnt Claudínu. Eg sat klukkustundum saman í öngum mínum út af því og leið frámunalega illa. Eg sá loks að þetta dugði ekki. Líklegt var að eg hefði gott af því að breyta til. Eg ásetti mér að minsta kosti að reyna það. / Eg liefi getið Þess áður, að auk æruverða klúbbs- ins, sem eg hafði gengið í, þá hafði eg líka gerst með- limur annars klúbbs, sem meira fjör var í. Það var fámennari klúbbur, alment kallaður “Æskumannafé- lagið”, og voru þar margvíslegar skemtanir um hönd hafðar, er ungum mönnum á mínum aldri voru hug- þekkar. Það voru líka fjörmiklir piltar, sem til- heyrðu þessum félagsskap, og margt líkt með þeim mörgum hverjum. Þarna fékk maður góðan mat, og vínin þar voru óaðfinnanleg. Fjörugar viðræður og hárhvöss svör voru þar jafnan á takteinum í reyk- ingasalnum, og margir meðlimir klúbbsins voru ágæt- ir vist- og “piquet”-spilarar. Eg hafði jafnan haft gaman af að spila Þau spil er útheimta hugsun og kunnáttu, og hafði spilað nokkrar “rúbertur” í þess- um klúbb á stundum. Þar var venjulegast ekki spil- að um háa vinninga, og fyrir mér hafði tap og gróði hér um bil staðist á til þessa. Vitanlega var fjár- glæfra spila-klíka ein í klúbbnum, og fyrir kom það að kvisaðist um að þar hefði stórfé gengið milli manna, en hingað til hafði eg ekki orðið var við neitt af þvi tagi. Valentínus og Victor, kunningi okkar begTíja» voru meðlimir klúbbs þessa, auk margra ann- ara, sem mér geðjaðist vel að og eg hafði gaman af að hitta þar. Þar sem eg hafði nú ásett mér að breyta til um lifnaðarháttu mína og leita nýrrar dægrastyttingar, hændist eg helzt að Æskumannafélaginu. Mér var Þar þá fyrst fyrir að fara að spila vist, og eigi leið á löngu, þar til eg varð ákaflega fýkinn í að spila hana. Eg var heldur ekki búinn að spila þar nema nokkur kveld í röð þegar fjárhættuspila seggirnir fóru að hafa augastað á mér sem væntanlegri féþúfu, og tóku mér því tveim höndum. Gekk svo í allmörg kveld, og eg fann skjótt og þótti vænt um að í spilasollinum, og í æsingnum sem fylgir vinningi og tapi, hvarflaði hugur minn frá Claudínu. Eg hafði skrifað Valen- tínusi og sagt honum, að mér væri ómögulegt að hitta þau í Bournemouth. Skammarbréfinu, sem hann sendi mér aftur um hæl hafði eg ekki brjóst á að svara aftur. Á að gizka tiu dögum eftir að Estmere-fólkið hafði farið burt úr Lundúnum, kom eg inn í sal Æskumannafélagsins hér um bil klukkan tíu að kveldi.. Sex eða sjö menn voru þar fyrir, sem eg þekti, ásamt einum gesti. Hann hafði eg aldrei séð. Kunningjar mínir þar bentu mér óðar að koma til þeirra i hópinn svo eg settist hjá þeirn. Þeir voru allir aö hlæja að einhverju, sem ókunnugi maðurinn hafði sagt, er virtist hafa valið sér það hlutverk, að skemta öllum hópnum. Hann var á að gizka hálf- fimtugur að aldri, klæddur snyrtimannlegum búningi, og af látbragði hans og tilburðum mátti auðveldlega ráða aö hann var hermaður. Hann var fríðskapaður, en svipurinn ekki að sama skapi. Hann var ljós- hærður og bláeygður. en þessi bláu augu voru svo kuldaleg. að mér fanst sem þau mundu engan yl eða trygg'yndi geta sýnt. Það leit út fyrir að hann væri þaulkunnugur klúbbmeðlimunum, sem þarna voru saman komnir, og hann var að skýra frá ýmsu, sem fyrir hann hafði komið í síðustu ferð hans um Ev- rópu, og gerði það í meira lagi hispurslaust. Mál- rómur hans var hreinn og skær eins og málmhljóm- ur, glögg áherzla lögð á hvert orð og orðfærið skipu- legt. Því varð heldur ekki neitað, að það var skemtí- legt að vissu leyti að heyra hann tala, en í hversdags- legum viðræðum hafði eg aldrei heyrt nokkrum manni farast kuldalegar orð, en þessum. Kaldhæðnislegi fyrirlitningartónninn, sem lá í orðunum hvað seni hann talaði, jafnvel þó það væri þess kyns að okkur væri heilagt, hefði getað verið hrífandi, ef hann hefði eigi lýst jaf-miklu tilfinningarleysi og hann gerði. Á útliti manns þessa mátti glögglega sjá að hann hafðt notið lífsins í ríkulegum mæli, og af viöræðum hans var hægt að heyra, að hann hafði tæmt bikar nautn- anna í botn. Þó að mér litist fremttr illa á manninn undir eins og eg sá hann, gat eg samt ekki gert að Þvt að eg tældist til að hlusta á hann og hlæja með hinum að mörgum þeim snjöllu bituryrðum, sem hann sagði. “Hver er hann þessi maður,” hvíslaði eg að sessu naut mínum. “Chesham heitir hann,” svaraði sá sem eg spurði. “Hann er dáskemtilegur náungi á stundum, en þræl- menni getur hann verið, þegar því er að skifta.” “Eg get trúað þvi,” svaraði eg. í þessum svifum kom Harding, einhver beztx vistspilarinn í klúbbnum, inn. Hann leit strax til mín og eg sá, að hann var í þeim erindagerðum kominn, að fá mig “í slag”. “Nei, hvað er þetta? Er Chesham kominn aft- ur?“ sagði hann svo. “Ja, nú held eg að hægt verði, að “koma í einn hring“. Komið yfir í spilaherberg - ið! Eða er það kannske of snemt enn þá? Freeman bíður eftir okkur.” Hver verðttr fjórði maðurinn?” spttrði Chesham. Harding leit á Þá, sem inni voru og sagði: “Það verður Norris. Hann er farinn að spila mjög lag- lega.” “Mér er illa við að spila við byrjendur,” sagði Chesham. “Hvaða vitleysa. Komið þér bara,” sagði Hard- ing. Chesham stóð upp og fór á eftir Harding. Eg tók srax eftir þvt, að honum veitti hálf-erfitt að standa á fætur, og þar eð hann gekk rétt á undan mér sá eg glögt, að hann var æði mikið haltur. Þó gekk hann ekki við stokk. En eigi að siður gekk hann þráðbeinn, þó hann sjáanlega ætti mjög óhægt með það. Hann var haltur á hægra fæti. “Hann minnir mann á Asmodeus,*J og hefir meira að segja likamslýti hans,” sagði eg við sjálfan mig, um leið og við gengum inn i spilaherbergið, þar sem spilaborð var til reiðu og tvenn ný spil lágu á. *) Asmodeus var guð hégómleikans, og hjóna- bands-óhamingjunnar hjá Austurlandabúum til forna. Hann var álitinn haltur á öðrum fæti.—Þýð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.