Lögberg - 03.02.1910, Side 1
23. AR.
WINNIPEG, MAN., Fimtudaginn 3. Tebrúar 1910.
NR. 5
Stórflóð í Parísarborg.
200,000 menn húsviltir. Eignatjón $300,000,000
kvatt frá Samarkand til aS skakka j
leikinn, en fékk eigi bælt uppþotiö j
niSur, og halda hránnvíg Múham-
edstrúarmanna á Persum enn á- j
fram. Um fimtíu manns hafa ver-
iö drepnir en fjölda margir særöir.
Vegna sífeldra og afskaplegra
rigninga á Frakklandi, hefir gíf-
urlegur vöxtur hlaupið í ár og
fljót víösvegar um landiö, og vald-
iö mjög miklum skemdum.
Mestur skaði hefir oröiö af
ffóðum þessum í höfuöstaö lands-
ins, Parísarborg. Signu-fljót, sem
rennur um borgina miöja, hefir
vaxiö svo ákaflega, aö slíks eru
engin dæmi, vatniö oröiö rúmum
30 fetum hærra en venja er til.
Mest var flóöiö á fimtudag og
föstudag í fyrri viku, en hefir smá-
rénaö síðan, Vatniö fylti öll ræsi
og jarðgöng í bænum og sprengdi
víða upp götnr og gangstéttir, skol-
aöi burt flóðgörðum og gróf und-
an húsum svo aö þau hrundu. Fólk
varö aö flýja úr híbýlum sínum
víðsvegar, og sagt er aö 200,000
manna séu húsviltir, og ekki all-
fáir hafa druknaö, en 'óvíst hve
margir.
Eins og nærri má geta, sló á-
köfum ótta á borgarlýð, þegar jæssi
ósköp dundu vfir, og er sagt aö
sumir hafi oröið vitskertir' og ráö-
iö sér bana. Ljós slokknuðu víöa
í bænum af því að vatnið flóði inn
í gasstööina; umferö stöðvaöist
víða, m. a. varö ekki komist yfir
brýrnar á Signu, og ein þeirra var
sprengd í loft upp til aö veita vatn-
inu framgang.— Fjöldi manna var
j vistalaus og var ókeypis fötum og
j fæði útbýtt eftir því sem unt var.
Bæöi Ameríkumenn og Englend-
ingar hlupu ujjdir bagga meö hin-
um bágstöddu. •
Hermenn og lögreglulið geröu
j alt sitt til aö stemma stigu fynr
flóðunum og verja forn skraut-
hýsi og merkisstaði bæjarins skemd
um. — Flóðið hefir nú stórum rén-
að, en alt er enn á tjá og tundri í
borginni og alls ekki séð fyrir af-
leiðingarnar af flóöinu. T. a. m.
eru menn hræddir um aö pest geti
komið upp í borginni þegar minst
varir.
1 Ekki vita menn, hversu mikið
tjón muni af þessu leiöa, en lausleg
ágizkun aö eignatjón nemi um
$300,000,000.
------o-------
Þingiö í Tyrklandi kom saman í
fyrri viku. Þar lýsti nýi stórvezír-
inn Hakki Bey, yfir því, aö stjórn-
in hefði fastráðið að gæta vand-
lega allra þeirra réttindá, er hún
hefði á Krít, en hins vegar væri
hún fús til að veita Kríteyingum
ýmsar réttarbætur.
Keisarinn í kína hefir nýskeö
gefið út skipun, þar sem bannað er
eftirleiðis mannsal í Kína.
Fréttir.
Horfurnar á Indlandi eru aö
veröa ískyggilegar, og j>aö er þeg-
ar orðið alkunnugt aö brezku
stjörninni gengur erfiölega aö fá
duglegan mann og vel hæfan til að
takast á hendur landstjórnianerfiö
takast á hendur landstjórnina.
Starfið er ekki fýsilegt, þvi hver
breski embættismaðurinn þar eystra
hefir verið drepinn á fætur öörum.
Mest hefir aö þeim manndrápum
kveðiö- upp ásíökastiö og er talið
víst aö undir rói Brahma þrestarn-
ir. Enn hafa leynilögreglumenn
þó engan kost átt á aö komast fyr-
ir um það fyrir víst hverjir aðal-
hvatamennimir eru. En það er
kunnugt, aö Brahmaprestar hafa
ráö á fjölda sjálfboðaliða er fúsir
væru til aö drepa hvaða Englend-
ing þar eystra, sem væri. Þeir
telja það sem sé ékki glæp að vega
Englendinga held.ur þjóðernis-
skyldu. Curzon lávaröi er aö
nokkru leyti kent um óhug þann,
er Indverjai hafa á Bretum, en
sumpart nýrri þjóöernis hreyfingu
er hefir aö berópi * “Asiu handa
Asíumönnum”— Eins og kunnugt
er, hefir verið setið um líf Minto
lávarðar og bonuim veitt banatil-
ræöi oftai en einu sinni, og vill
hann losna við embœtti sitt. ^lac-
Donell lávaröi hefir verið boöiö
landsstjóra embættiö, en óvíst að
hann fáist til að taka það að sér.
setja þingið og halda hásætisræð-
j una í þinghúsinu. Conservatívar
' erti á móti þessari tillögu, og þykir
sem keisaratjgninni sé hnekt með
þeSsu, en liberalar eru tillögunni
meömæltir og telja keisara hana
sæmdarauka.
Bóluveiki megn gengur í Kína
um þessar mundir. Sagt er að lát-
ist hafi i bænjm Chang-Chaw ein-
um, sem er i Fukíe.n fylkinu, þús-
und manns siðastliðna viku.
ir hans sér hann séra Friörik í anda
sitjandi viö skrifborö sitt, og lýsir
hann þessari dýrlegu sýn með þess-
uin velvöldu orðum:
‘‘Hann er svo hógvær i öllu
þessu moldviðri, að mér dettur i
hug, að guösengill vaggi sér í
rólu yfir skrifboröi hans.”
Ur bœnum.
* —
Ó. Johnson kaupmaöur frá
Elfros, Sask., vat hér á ferö eftir
helgina. Hann ætlaði suður til
Duluth snögga ferð áöu.r en hann
færi vestur aftur.
meini. Hann var rúml. miðaldra
maöur, hafði dvaliö hér í bænum
fjölda mörg ár. Jarðarförin fer
fram frá útfararstofui A. S. Bar-
1 dals á föstudaginn kemu.
Barnaskólar undir beru lofti
hafa þótt gefast mjög vel í Lund-
únum sérstaklega ef börnin eru
veikluð af skorti eða öðrum á-
stæðum. Er ráðgert að fjölga
þeim skólum á Englandi mjög
bráölega.
Hon. G. P. Graham, járnbrauta-
mála ráðgjafi í Ottawa hefir ný-
skeö lagt skýrslu fyrir þingiö um
menn þá, sem látist hafa af slysum
við byggingu meginlandsbrautar-
innar nýju síöastl.þrjú ár. Alls
hafa farist þann tíma 114. Skýrsl-
urnar bera það með sér, aö slysfar-
irnar séu að mestu leyti að kenna
gáleysi verkamanna á meðferð
sprengiefnis.
Kosningarnar áBret-
landi.
Kosningarimman mikla er um j
garð gengin, að eins ókosið í þrem 1
kjördæmum, og bérserksgangurinn }
genginn af stjómmálagörpnum í |
svip.
Frjálslynda stiornin hefir fengiö j
sigur, en meiri hluti hennar er litill,
og stórum minni en við síðustu!
kosningar.
Flokkaskiftingin er nú þessi:
Liberalar kosnir..........274
Unionistar kosnir ...... 271
Verkamenn kosnir .... 40
Nationalistar kosnir .... 82
í þessum kosningum hafa Union-
istar unnið 125 sæti, miðaö við síð-
ustu kosningar, en liberalar og
verkamenn hafa unnið 26 sæti, otf
er þá vinningur íhaldsmanna 90
sæti.
Allir ráðgjafarnir voru endur-
kosnir.
Brezka þingið tekur til starfa 21.
þ. m., og er mörgum geturn aö því
leitt, hvað Asquith ætli nú að gera.
Hann brá sér til Frakklands í fyrri
viku sér til hvíldar og heilsubótar.
Það hefir flogiö fyrir, aö hann
væri alvarlega veikur og gæti svo
farið, að hann yrði að láta af
stjórn.
Nokkrar breytingar veröa gerö-
ar í ráðaneytinu, en eni þó ekki
fastráðnar enn.
Rhodes verðlaun aft-
ur veitt Islending.
Þvi hefr lengi verið viö
brugöið hve isleiizkir nemendur
gætu sér góöan oröstír við háskól-
ana hér í landi. Nýr vottur um, aö
slíkt er ekki markleysuhjal, er þaö,
aö nú hafa Rhodes verölaunin aft-
ur veriö veitc rngum og efnilegum
islenzkum r.á- .smanni hér i bæn-
um, herra Joseph Thorson, á Mani-
toba College.
Joseph Thorson er agætum hæfi-
leikujn búinn, og hér við skólana
hefir enginn námsmaöur staðið
Albert Johnson, sonur Kristjáns
o.g Guðrúnar Johnson í Duluth
andaðist 25. Jan., af afleiöingum
af uppskurði, sem gerður var á
honum vegna botnlangabólgir. Al-
bert heitinn var tæpra 18 ára, mesti
efnispiltur, hafði stundað nám og
átti í þann veginn að fara að út-
skrifast. af Duluth High School.
Systurnar Miss Jóhanna og Miss
Bertha Reykdal frá Ideal P. O.
komu til bæjarips s. 1. föstudag.
Aðfaranótt föstudagsins 28. f.m.
andaðist hér j bænum Miss Ingi-
björg Bjömsdóttir Olafsson, aö
511 Beverley str. Hún var 24 ára
| gömul, fædd 9. Maí 1885 í Húsa-
J vík i Norðurm.sýslu. Hún háfði
lengi þjáðst af hjartasjúkdómi, er
| loks dró hana til bana eftir mjög
miklar þjáningar. Jarðarför henn-
! ar fór fram frá Únítarakirkjunni
; síðastliðinn mánudag 31. f. m.
Prestarnir séra Rögnvaldur Péturs
son og séra Guðmundur ÁrnasOn
[ töluðu i kirkjunni.
Eins og kunnugt er, fór herra
: Halldór S. Barral á stað til íslands
á sunnudaginn var í erindum fyrir
; Dominion stjórnina. Hann hefir
J því gefið frá sér farbréfasöln og
fargjaldasendingar til íslands, en
1 við þvi hafa aftur tekið Bildfell
og Paulson fasteignasalar hér í
bænum. Þeir taka nú á móti far-
gjöldum handa fólki frá íslandi og
J selja farbréf til íslands og annara
staða í Noröurálfu. Þeir gefa og'
allar upplýsingar og aðstoö og leiö-
beiningar í sambandi viö alt, sem
að þgssu lítur, og gera sitt ítrasta
til þess aö verða * hlutaðeigendum *
; hjálplegir í þeim efnnm, eins og
!herra Bardal hefir ætíð reynst. —
Skrifstofur þeirra eru að 520 Uni-
on Bank, Winnipeg. Talsíini 2685.
Skírnir (83. ár, 4. heftij nýköm-
inn. Efni: María Jóhannsdóttir:
Endurminningar. Guðm. Björns-
son: Um starf og stjórn sjúkra-
samlaga. Briet Bjarnhéöinsdóttir:
j Ágrip af upptökum og sögu kven-
j réttindahreyfingarinnar í Ameríku.
j Steingrímur Mattldasson: Að
| verða úti. Enn fremur Erlend tið-
indi og ísland
Stefán Eiríksson bóndi viö Dog
Creek P. O., var hér á ferö i vik-
unni. Lét liann vel af högum landa
: þar nvrðra.
Helgi magri hefir orðið viö tíl-
! mælum manna um aö halda Þorra-
blót í vetur. Það veröur haldið í
j Manitoba höll 16. þ. m. og má bú-
i ast við mikilli aðsókn.
Jarðskjálfti á íslandi.
Blaðiö Decorah Posten flytur
símskeyti frá Seyðisfiröi dags. 22.
f m., er skýrir frá, að harður jarö-
skjálftakippur hafi fundist á ís-
landi þann dag, en engum skemd-
um valdiö. Sama dag sýndi jarö-
skjálftamæli'rinn hér í St. Boniface
aö jarðskjálfti heföi orðiö einhvers
staðar í mikilli fjarlægð. Sjálfsagt
hefir þai5 veriö þessi jarðskjálfti,
læiirit
Joseph Thorson.
C. P. R. félagið hefir í hyggjui
aö byggja margar nýjar brautir sern mæiirinn varö var viö.
: hér í Norðvesturlandinui á þessu !
j ári, og ætlar aö verja um þrjátíu j
miljónum dollara í þvi skyni.
Frá Pembina.
Graham ráðgjafi i Ottawa hefir
nú lýst yfir þvi að stjórnin ætli að
bænum, láta byggja Hudsonsflóa brautina
svo fljótt sem unt sé. —
ma ofviöri hafa verið viö
strendur Evrópu i vikunni
•iö og skiptapar miklir orðið
5ursjónum og víðar.
Mikið er rætt um einkennllegar
reytingar á þingreglum í Þýzka-
indi um þessar mundir. Það hef-
r verið venja síðan rikisdagurinn
:om saman fyrst á árum Vilhjálms
eisara gamla, a ö keisari setti
ingið og héldi hásætisræð-
una í höll sinni, en aö þvi búnu
æmu þingmenn saman í þinghús-
iu. Nú hefir einn þingmaöurinn
Schrader að nafni getið sér all-
aikla frægð með þvi aö leggja það
il og berjast fyrir því, að fá þessu
ireytt þannig, að keisari skuli
Af byltingunum i Nicaragua er
það að segja, aö Madriz forseþ
fór þess á leit aö fulltrúar af hálfu
stjórnarinnar og byltingamanna
kæmu saman i Greytown til aö
reyna að koma á friði. Ekkert
varð af því, en byltingamönnum
fanst. sem þetta mundi vera boðið
í þvi skyni að eins að fá frestað
málum. Yar þá eigi sýnna en slægi
i bardaga, en svo varð þó eigi. Þá
J varð og uppvist um samsæri gegn
Madriz forseta í höfuðborginni og
er mælt að hann hafi af þeim sök-
um látiö handtaka allmarga af con-
t servatívu leiðtogunum er andvígir
eru stjórninni, og hafa viðsjár með
'mönnum eigi verið meiri annan
tíma i Nicaragua en nú.
Uppreisn er sögð i South Phon-
gau og Korea. Hafa margir Jap-
anar verið af lífi teknir.
I Frá Bokara fréttist um bylting-
ar miklar, sem risið hafa út úr trú-
málum milli Persa og Múhameds-
manna í Persíu. Múhamedsmepn
eru hinir æstustti og teljast eigi
vilja hætta óeirðum meðan nokkur
persneskur maður haldi þar em-
bætti. Herliðið rússneska var til
Mann j af naður.
Kirkjumáladeila íslendinga vest-
an hafs, hefir vakið allmikla eftir-
tekt á íslandi, svo sem sjá má af
greinarstúfutm þeim, sem hér fara
á eftir.
Lögrétta segir 5. f.m.:
“Séra Jón Bjarnason hefir oft
verið ávarpaður í íslenzkum blöö
um hér austan hafs nú á síðkast-
iö, og að jafnaði ver en skyldi.
Því hvaö sem segja má um
kirkjumálaþrætuna milli þeirra
séra Friðriks Bergmanns, þá er
það víst , að mikill er rnunur
mannanna: séra Jón skörulegur,
hreinskilinn og falslaus, en séra
Friðriic hræsnin og uppgerðin
tóm. Þetta hvorttveggja er aug
ljóst af hverri línu, sem þeir
skrifa, enda er það erkihræsnari
okkar Austur-íslendinga, sem
hér hefir verið aðalloftunga séra
Friðriks.”
Guðmundur Friðjónsson á Sandi
ritar t Noröurland um kirkjumála-
deiluna og gerir upp í milli prestr
anna. Hallmælir séra Jóni óspart,
enda á hann sín i að hefna, en lofar
séra Friðrik að sama skapi — eða
vel það, og þegar hann les ritgerö-
honum jafnfætis í lærdómi síðast-
liöin fimm ár. Hann gekk fyrst
hér á Carlton skólann
áður en hann byrjaði nám á Coll-
ege. Þrjú ár hefir han.n verið viö
nám á Manitoba College og getið
sér ]>ar mikinn heiöur.
Fyrsta áriö fékk hann fimm
verðlaun og annaö árið fjögur.
Þriðja árið voru ekki veitt nema
ein verölaun og hlaut hann þau.
Hann lýkur námi við skólann í
vor.
Hann er vel aö sér ger um í-
þróttir og hefir getið sér frægöar
fyrir þær. Mælskur er hann með
afburðum og hefir þegiö fyrstu
verðlaun í mælskusamkepni oftar
en einu sinni og mætt sem fulltrúi
Manitoba háskólans i kappræðu
viö háskólanemendur í Norður-
Dakota. Hann er forseti Tlhe Uni-
versity Debating Union og forseti
The Literarv Society of Manitoba
CoLlege. Við ritstörf ýmiskonar
hefir hann og fengist, og sýnt þar
góða hæfileika sem í öðru, og hefir
þetta alt oröið til þess, aö afla lion-
um þeirrar sæmdar, sem raun er á
orðin. Hann býst við að fara til
Oxford á næsta haustl.
Joseph Thorson er fæddur hér í
Winnipeg og er tvitugur að aldri.
Foreldrar hans eru Stefán Thor-
son, alkunnur atkvæðamaður, og
kona þans Sigríður Þórarinsdóttir,
ættuð ur Biskupstungum í Árnes-
sýsluí, og er heimili þeirra hjóna á
Edmonton stræti hér í bænum.
Mál það er bærinn hefir staðið i
viö strætisvagnafélagið hér fór svo
aö bærinn vann algeröan sigur, og
er gleði mikil i bæjarhöllinni út af
því. Nánar skal um þetta getið
síðar hér i blaðinu.
Halastjarnan, sem sást hér um
daginn, er nú farin að sj^st miklu
i óskirara,enda er hún að fjarlægjast
jörðina aftur, og ekki að furöa þó
að hún sjáist óglögt því hún er tal-
in meira en 100 miljónir mílna frá
jörðu. Halastjarnan er kend viö
Drake þann, er fann hana fyrst og
kölluö Drake stjarnan.
Eaton verzlunarfélagið ætlar að
setja á stofn stóra verksmiðju hér
i bænum. Hefir þaö keypt stóra
lóð á Hargrave stræti, 325 fet á
breidd aftan við verzlunarbúð sína
og á þar að byggja verksmiðjuna,
og mun byrjaö á verkinu mjög
'bráðlega með vorinu.
Stúdentafélagið heldur fund n.k.
laugardagskvöld i fundarsal Únit-
ara. Fundurinn byrjar kl. 8.
Íslendingar fjær og nær eru
beðnir að lesa auglýsingu Stúdenta
félagsins, sem birtist i næsta blaði.
Lögbergi er skrifað frá Pembina
31. f. m.:
“Hér var haldinn safnaðarfund-
ur í gær, eins og lög gera ráð fyr-
ir, og þó að slíkir fundir séu sjald-
an sögulegir, þá má það heita saga
til næsta bæjar, sem þar gerðist, að
þessu sinni. Séra N. Stgr. Thor-
láksson hefir þjónað Pembinasöfn-
uði undanfarin ár, og átt vinsæld-
um aö fagna, en á þessitm fundi
var þaö borið undir atkvæði, að
segja honum upp þjónustu með
árs fyrirvara, og var það samþykt
með 31 atkv. gegn 27. Þess má
geta, að flutningsmaður tillögunn-
ar var annar djákni safnaðarins,
en hinn djákninn studdi tillöguna,
jog þykir mönnum framkoma
j þeirra i meira lagi kynleg, þegar
! þess er gætt, hvert starf djáknun-
I um er ætlað i söfnuðinum. Látið
' var i ljósi, að þetta væri gert til að
I efla friðflj í söfnuðinum, en prest
; inum gefið þaö aö sök, aö hann
J væri ófriðarmaðurf!)
Þess skal getið, að alt til skamms
j tíma hefir meiri íhluti þessa safn-
j aðar fylgt presti sínum að málum,
j en Gunnl. Péttirsson, foringi minni
hlutans, hefir gengist fyrir því að
fá svo marga nýja safnaðarlimi, að
1 þessu yrði fram komið. Margt
mætti segja um þessa nýju safnað-
! armenn sem G. P. hefir fengið 1
1ið meö sér, því að kuunugir vitar
að því fer mjög fjarri að þeir hafí
verið hlyntir kirkju og kristindómí
sumir hverjir hingað til. En
‘‘nota flest í nauðum skal”, og hef-
Síðastliðinn laugardag 29. f. m.,
lézt hér i bænum Þorsteinn Holm,
eftir langa sjúkdómslegu í krabba-
ir G. P. vissulega verið í nauðum
staddur þegar hann greip til þessa
örþrifaráðs.”
D. E. ADftMS COAL CO
224 Bannatyne
allar tegundir eldiviðar. Vér höfum geymslopláss
um allan bæ og ábyrgjumst áreiðanleg vif skifti.
HÖRÐ OG LIN KOL
BÚÐIN, SEM
ALDREI BREGZT!
Alfatnaður, hattar og karlmanna klæðnaður við lægsta
verði í bænum. Gæðin, tízkan og nytserrin fara sam-
an í öllum hlutum, sem vér seljum.
Gerið yður að vana að fara til
WHITE & MANAHAN, 500 Main St., Winnipeq