Lögberg - 21.04.1910, Page 6

Lögberg - 21.04.1910, Page 6
LÖGBBRG, MMTUDAGTNN 21. APRíL 1910. Erfðaskrá Lormes eftir Charles Garvice “ÞakklætiS eitt er létt í vasa, Miss Stanhope,” sagöi hann. “En mikils þyki mér þa« vert. aö þér skuluð trúa mér. Eg finn aö þér hyggiS mig ekki sekan lengur.” “Þaö er satt,” svaraöi hún látlaust. Cyril laut niöur og kysti á hönd hennar. “Eg vildi óska þess,” sagöi hann, “aö aldrei kæmi . þaö fyrir yö,ur aö rata i aðrar eins raunir eins og mig hafa hent nú.” Síðan rétti hann úr sér og bætti viö: “En þessari baráttu er ekki lokiö enn þá, og og þaö er ekki víst að Philip Dyce gangi aö lyktum sigri hrósandi af hólminum.” “Eg vona ekki,” sagði Sesselía meö miklum sann- færingarkrafti, “en hvert ætliö þér nú aö fara?” spuröi hún. Cyril stökk á bak. “Eg veit varla,” sagöi hann, “mér hefir veriö skipaö burt af lándareigninni, en eg er aö hugsa um að þrjóskast við því fyrst í stað.” “Ætlið þér aö koma til Howth kastala, Mr. Kingsley?” spuröi Sesselia. “Nei, sagöi hann. “Þér trúið þvi sem eg segi og treystiö mér, en óvíst aö aðrir geri þaö 'þar. Ef Beaumont lávaröur væri kominn heim, þá mundi eg geta sagt honum alla málavexti, en eg hefi enga heim- ild til að ónáöa greifann eöa frú hans.” “Þér ættuö aö konia.” sagöi hún alvarleg. Cyril hristi höfuðið, lyfti hattinum og reiö af stað. • I ' * * * Dr. Thorne var góöur læknir og gekk ríkt eftir því, að fyrirskipunum sínum væri hlýtt. Hann haföi lagt fast aö Mrs. Wetherell um aö líta eft'ir því, að Leola kæmist ekki í neina ákafa geös- hræringu. En liúsfreyjan á Lormesetrinu haföi ekkert skeytt þvi, og varö nú að gjalda þess. Hún haföi reynt að leyna þvi sem allra bezt, aö hún væri hið minsta veikluð. Þegar hún kom heim af dansleiknum var hún heitmey Philip Dyce — heitmey hans og væntanleg eiginkona og lífsleiötogi.. Hún var rugluð og ráöafá þegar hún kom heim, meö æstar taugar og hljóm fyrir eyrum eins og niö •sterkra vatnsfalla, og þann niö heyrði hún lengi lengi síöan og olli henni mikilla óþæginda. Henni var ó'mögulegt að festa hugann við neitt -og því síöur aö ígrunda nokkur atriöi til hiítar. Hún mundi þaö aö luin hafði lofast Philip Dyce, og reyndi aö gleyma þeim sem henni hafði brugöist; en aldrei gat hún slitiö mynci Cyrils úr liuga sér; rödd hans fanst henni bergmála í eyrum sér og alt af í ásökunar- rómi. Hún haföi kulda og hitaflog á víxl. Hún var rnikinn liiuta næturinnar í leiðslumóki milli svefns og vöku, og gleymdi Cyril aöra stundina og aöra stundina því, aö hún var unnusta Philip Dyce. Kvenfólk á hægt með aö gera sér grein fyrir á- standi hennar, en þaö er ofurefli karlmanna aö gera þaö eöa lýsa því. Þegar hún fór á fætur um morguninn. var hún svo þjökuö og köld eins og hún hefði sofið alla nótt- ina úti í snjóskafli. Hún hafði slept allri von um aö sjá eða frétta nokkuð af Cyril, eftir að hún sá brét" gamla Mars- dens. Þegar hún kom ofan til morgunveröar litln fvrir hádegi var hún istilt og róleg. Mrs. Wetherell kysti hana og sýndi henni móöur- lega umhyggjusemi. “Er þaö satt. kæra Leola?” spuröi hún. “Er hcvað satt?” spurði Leola aftur, því hún vissi ekki hvað um var að ræða. “Aö }>ér séuð trúlofuö Mr. Dyce?” =agði Mrs Wetherell með ákefð. “Hefir hann komið hér i morgun?" spurði Leola stutt í spuna “Já, }>aö er satt.” Mrs. Wetherell dró hana aö sér og strauk I.ár hennar silkimjúkt. “Eg vona aö þér verðið hamingjusöm, góöa mín,” sagöi hún meö tárin í augunum. Leola brosti beisklega. “Eg vona, aö eg veröi álíka hamingjusöm í hjónabandinu eins og fólk flest. Mér sýnast fæstir vera nieir en í meðallagi ánægöir.” Mr~. Wetherell hugði vandlega aö henni. “Fjöldi fólks er mjög hamingjusamur,” sagöi hún. “og stúlka sem er nýtrúiofuð ætti að vera þaö.” “Eg er £f tiJ vill ólík flestum öðrum stúlkum,” sagöi Leola. “Mr. Dyce sýnist vera sérlega vel ánægöur,” sagði Mrs. Wetherell . “Eg hefi aldrei séð liann slíkan. Eg vildi aö hann biöi þangaö til þér kænuiö ofan, en hann kvaðst ekki vilja vera að gera yður ó- næði.” Leola varö niöurlút. “Hann er einstaklega nærgætinn,” sagöi hún kuldalega. Andlitiö á henni var aöra stundina brennandi heitt en kalt hina stundina. Hún reyndi aö borða, en gat varla komið niöur neinum munnbita. Hún var heitmey Philip Dyce. Alt fólkið í ná- grenninu hlaut aö vera búið aö fá vitneskju um þaö eftir einn sólarhring. Þá mundi Cyril fá aö heyra það. Því betra. Þaö var ekki nema jafngott þó að hann fengi aö sjá það, aö hún syrgði hann ekki alt of lengi. Nú kom Lady Vaux. Leola sat við eldinn; \xt<S var hrollur í henni þá stundina — og Lady Yaux kom þangað til hennar og iagöi litlar hendurnar með dýrindisglófum á á axlirn- ar á Leolu. “Mikið skelfing liggur nú vel á mér! Eg gat ekki stilt mig um að hljóða upp yfir mig þegar Philip sagöi mér þaö. Og eg þykist viss um, aö þér verðið hamingjuisöm. Hann sér ekki sólina fyrir yöur, og hann verður afbragös eiginmaður.. Eg hefi fylstu á- stæðu til að halda það, jafngóöur bróöir eins og hann hefir reynst mér. Aldrei sá eg hann skifta sinni sínu, aldrei! O, eg er alveg viss um, að þér verðiö ánægö.” “Eg vona að Mr. Dyce verði hamingjusamur,” sagði Leola. “Mr. Dyce!” andæfði Lady Vaux. “Þér verðið aö kalla hann Philip, kæra Leola. Þér hryggið hann sárlega, ef þér haldið áfram að kalla hann ,Mr. Dyce‘.” “Eg held ekki að hann sé sérlega auðhrygður,” sagöi Leo'a og furðaði hana sjálfa á }>essu ktildalega svari sínu. “Jú. yöur er auðgert aö hryggja iiann,” sagði I.ady \ aux. “Eg liefi aldrei séð mann jafnástfang- inn eins og hann er, og furðar mig ekki á því vegna þess, að þér eruð fallegasta stúlkan í öllu héraðinu, góða mín.” Leola brosti aftitr. “Eg er ekki vön að skjalla fólk, allra sízt kven- fó’.k,” sagði Lady Vaux. “Þér eruð indæl og Philip er mesti lánsmaöur að hafa náö ást yðar. En hann á þaö að vístv skilið, því að hann fékk ást á yður strar þegar hann sá yöur fyrsta daginn, isem þér komuð ti! Lormesetursins.” Leola hrökk við. Daginn sent hún hafði komið ti! Lormesetursins! Hún var nærri farin að óska þess, að hún hefði aldrei þangaö komiö. Hún lét lmgann hvarfla aftur til örbyrgðartím- anna í Paradísar marghýsinu í Camden-Dæ, og virtist henni sem sá títni hefði veriö stórum ákjósanlegri en hlutskifti hennar nú — húsfreyjttnnar á Iæ>rmesetr- inu, heitrrveyjar Philips Dyce. “En nú verö eg aö fara,” sagði Lady Vamx. “Eg sagði Philip aö eg mæfti til að fara og segja yður hvað eg væri ánægð. V'erið j>ér sæl, kæra Leola!” Og hún kysti I.eolu aftur áðttr en rítn fór út úr herberginu. Leola andvarpaöi feginsamlega. þegar hún var farin. “Og þetta á að veröa mágkona min!” sagði hún við sjálfa sig. Hún þoldi ekki vinsamlegt augnaráð Mrs. Weth- ereil hvíla á sér. Hún fór inn í söngherbergið og reyndi að spila, en tónarnir sem hún náöi úr hljóð- færinu urðit samræmislausir og rödd hennar sjálfra' var óiþýö og hás og þó að glaður eldttr logaöi á arni fanst henni þar inni hráslagalegt og óyndislegt. Litlu síöar kom þjónn inn og tilkynti komu Mr. Lyce. Hann var ásjálegri en nokkru snini áðtir þegar hann kom inn, með sigurhróssbros á vörum og ttng- Vgan roða t kinnum, en að jafnaði var hann fóllpitur. Hann hafði borið sigttr úr býtum í baráttunni og mátti þvi vel vera kátur og ánægður. Hann kom inn í dagstofuna með hattinn í hend- inni og stóð Leola upp í móti honum. Kveldið fyrir hafði hún lofaö að veröa konan hans, og var því ekk- ert eðlilegra en að hanu vonaðist eftir aö fá að kyssa hana, en Leola gekk rólega á móti honum og rétti honum höndina kuidalega, og gerði hann eér aö góðu að kyssa á hana. Kuldi hennar verkaði illa á hann og svifti hann kjarki. Philip Dyce brast aldrei þrek þegar við aðra var aö skifta en Leolu, en ást hans til hentiar dró kjark úr honum, og hann þurfti nú stuwdarkorn til að ná sér aftur. Hann færði stól að legttbekknum, sem hún hafði sest á, og hallaði sór áfram og reyndi að tala rólega og skipuJega eins og hann átti að sér, en það tókst ekki sem bezt. “Eg er kominn hingað snemma dags,” sagði hann. “en eg vona samt, að eg sé ekki óvelkomitm þó aö eg komi tímanlega,” bætti hann viö hikandi. Leola svaraði engu en leit til hans meö kæru- ieysislegtt og sljólegu augnaráði. ' Sannleikurin ’ier sá, læola—” hann þagnaði, “að mig langar til að tala við þig um heimilishagi.” “Heimilfehagi ?” sagði Leola. Henni hafði þótt svo dæmalaust vænt um, þegar Cyril Kingsley kom í slíkum erindageröum skömmu áöur. Philip Dyce kinkaði kolli og sneri hringnum á fingri sínttm. “Ef Mr. Ford hefði verið hér, þá mundi eg ekki hafa verið að ónáða yður — hann mttndi hafa lagfært þaö; en héðan af er það skylda mín aö vernda þig gegn öllttm óþægindum.” Leola beið með mikilli eftirvæntingu eftir þvt aö hann segði hvaö hann ætti viö. “Mér felltir illa að vera^að brjóta ttpp á þessu tali” — rnælti hann, “en þessi Kingsley kann að komá hingað aftur—” Leola hrökk við og leit ttndan. Um leið og hún heyrði nafnið nefnt þaut blóðið fram í kinnar hennar, en brátt fölnaði hún aftur og varð kuldaleg eins og líkneski á að sjá. “En livað þá?” spurði Leola. “Hvað viJdirðu að eg gerði, ef hann skyldi nú koma?” spurði hann blíðlega. “Hann er enn bá þjónn þinn — viltu láta hann vera kyrran í vi'stinni?" “Nei,” svaraði Leola eftir stundarþögn. “Nei, vitanlega væri það ógerningttr,” svaraði Philip Dyce rólega; “það er nú í hvers manns mu ,m; hér nærlendis, hvernig fór fyrir honum. Honunt hefir hepnast að ná mikilli hylli hjá alntenningi hér um slóðir, og—” “Hvað vildirðu. að eg gerði?” greip Leola fratn í. Henni var orðið kalt til Cyril Kfngsley, en það gat hún ekki þolað, að annar maðttr og það I’hilip Dyce, væri að bakbíta hann. “Eg! Óskir mínar fara algerlega eftir þínutn vilja,” sagði Philip Dyce blíðlega. “En vildir þú ekki láta hann fara?” “Jú, hann verður að fara ef hann kemur aft:; ” svaraði Leola með titrandi vörttm; “ en eg býst ekki við að hantt komi aftur.” “Eg hygg að að hann komj,” sagði Philip Dyce, og ekki að ófyrirsynjtt, “og á eg ]>á að segjahom.m ttpp vistinni?” Leola hikaði istundarkorn við. “Já,” svaraði lutn loksins lágt og veikhtJega. “En þá verð eg að fá ttmboð frá þér til þcss,” sagði Philip lágt. “Hann kann að koma aftur með dóttur Marsdens og gera okkttr öllttm óskttnda nema þú—” Orð hans höfðtt þær verkanir, sem hann ætlaðist til. Þegar hann hafði borið fram þessa lýsingu á Cyril og Polly Marsden — ispratt Leola upp og brann úr augitm hennar afhrýðiseldur. “Hann skal ekki,” sagði hún og gekk yfir að skrifborðinu. “Þarna.” sagði hún um leið og hún rétti Philip skjal, og titraði cll á beinunum “Ef hann kemur aftur, þá er hér ttppsögn hams; Itann vcrðttr að fara strax — ttndir eins!” “Eg skal sjá til þess!” svaraði Philip Dyce, og tók við is'kjalimt1 með vel dutdu hlakki. “Hann skal ekki troða þér um tær héðan af, ef eg má ráða. Og nú ætla eg að biðja þig, kæra Leola, að reyna að gleynta ölJtt þessu leiðinlega máli. Þú gerir það! Hvers vegna ætti það líka að vera þér óánægjuefni framar?” “Mér er það ekkert óánægjuefni,” sagði hún og sneri sér að honum. “Eg ætla að gleyma því.” Hatm greip hönd hennar og kvsti á ltana inni- lega. “Eg veit, að þér hefir fallið þetta illa,” sagði hann blíðlega. “Þú bamt svo mikið traust til hans, °g það gerðum við reyndar öll. Fólki geðjaðist yf- irleitt veJ að honum.” “Við skuJum ekki vera að minnast á hatin framar. Þú ltefir tekiö við skjalinu, er ekki svo?” sagði hún. “Jú,” svaraði Philip, “og eg verð nti að fara. Má eg kotna aftur i dag?” “Þú mátt koma hvenær sem þér sýnist,” svaraði Leola og reyndi að brosa. Undir eins og ltann fór hné hún titrandi niður á stól. “Hvað hefi eg gert?” sagði bún stynjandi við sjálfa sig. “Hann kemur aftur, og þá fær Philip Dyce honum þetta >kjal. Eg hefi rekið hann burtu eins og þræl, og fæ aklrei, aldrei að sjá hann aftur.”’ Rétt á undan hafði henni verið drambsemi og af- brýði rikust í huga, en nú var það ástin, er náði valdi yfir henni og pyndaði hana með sínum margvíslegu og sáru pMttm. “Eg fæ aldrei að sjá lrann aftur! Hvað hefi eg gert?” En Philip Dyce var ánægður. Hann hafði með sér dóminn yfir Cyril Kingsley, og beið nú þess með óþreyju, að hann hitti mótstöðumann sinn, til að leggja smiðshöggið á alt sitt svívirðileg.i vélabrugg. “Ef Cyril Kingsley kenntr til Tvormesetursins, ]>á skaltu gæta þess vandlega, að hann nái hvorki tali af Mrs. Wetherell eða húsfreyjunni,” sagði hann við brytann. Og hann vissi að sér mundi verða vel hlýtt. Vinnufólkið er næmt fyrir öllum breytingum á heimilisháttum og öJlum í Lormesetrinu var nú orðið það ljóst, að Philip Dyce mundi áður langl- um liði verða húsbóndi þar. Hann hafði leikið hlutverk isitt rnjög vel og þó hafði hann ekki enn tekið á öllui seni hann hafði til. Hann hafði leikið fram ým9um mönnum í svika- tafli sínu. eins og peðum á skáklx>rði. og tafl hans stóð prý^ilega. En hann var isamt ekki fuHviss um lokasigur; hann vissi það gerla, að hverflyndi manns- hjartans er mikið og langt var frá því að hann gæti verið ugglauis. enn þá. , Þegar ’hann skildi við Leolu, fór hann beint heim að Furnstöðum þar sem systir hans beið hans. Hún var kát og státin mjög, en brá illa við að sjá alvörusvipinn, sem var á andliti hans. “Jæja, Philip,” sagði hún, “kemurðu frá kærust- unni þinni?” “Eg kcm frá Lormesetrinu,” sagði Ivann nokkuð kuld'alega. “Og frá Leolu, elskunni henni Leolu,!” sagði Lady Vaux. “En hvað eg hata hana. Láttu ekki liggja svona hörmulega á þér, Philip. Hver getur gert við því? Hún er líkust steinlíkneski — köhht og óhreyfanJegu. En eg ætla annars ekki aö vera að VEGGJA- GIPS Vér leggjum alt kapp á að búa til TRAUST,-’ VEL ^FINGERT GIPS. „Empire“ Sementsveggja Gips, Viðar Gips Fullgerðar Gips, o. fl. o. fl. Einungis búið til hjá Manitobd Gypsum Co„ Ltd. WINNIPEG. MAN. Ckrifið eftir bók um þetta efni, yður ^ mun þykja gaman a he niðra Iienni, því að hún er orðin sama sem mágkona mín! Nú skal eg játa það, Philip, að þú ert laginn í þér. Þ.ú hefir eignast bæ{Si húsfreyjuna og Lorme- setrið.” “Já," svaraði hann. “En er það nú víst?” spurði Lady Vaux og ypti öxkiim. ‘ Þesis'i Cyril Kingsley kann að koma aLur.'’ Það gerir liann sjálfsagt. En hér er cg j’icö uppsögn hans í vasanum, ritaða með hendi Lcolu.” “Er það svo?” spurði Lady Vaux. “Og eg hefi fengið hana fortölulaust. Hún gaf mér hana hiklaust,” sagði hann. “Þá hefir henni líklega ekki-þótt sérlega vænt um hann, sagði Lady V aux með áherzlu. “Hvers vegna dettur þér í hug, að henni liafi nokkurn tíma þótt vænt um hann?” spurði Iiann mcð þykkjurómi. “Vegna þesisi, að eg er kvenmaður og er séðari þér i þessu efni. Þér er óhætt að trúa því, að það hefir verið meira í milli þeiara en við höfum hugmynd UDl.” “Það skiftir engu,” svaraði hann, og bandaði til hvítri hendinni óþolinmóðlega. "Og þú ætlar að verða húsbóndi á Lormesct'-- inu?” sagði hún með aðdáun. “Hvert ertu að far.i ?” “Að færa Cyril Kingsley uppsögn hans,” svaraði liann og brosti kuldalega. “Hann kemur með lest- inni núna, og hann mun fara heini að Lormesetr:nu og verða neitað um inngöngu þar og þá get eg fundið hann.” Og lesarinn veit ]>egar hvað |>eim fór í milli á þeini fundi. En Mr. Pliilip Dyce mundi hafa komist hjá meiðsliuTi sínum, ef liann hefði sent annan mann með uppsögn Cyrils. XXXV. KAPIXULI. Það var alveg rétt af Philip Dyce að fara varlega og hera ekkert oftraiiist á því aö ráðageðir sínar liepn- uðiist; en það fór fyrir honiu'm eins og mórgum kæn- 'um bragðarefum. að þeim yfirsést ekki í aðalatriðun- um að jafnaði, heldur í smáatriðum, og það sem Mr. Dyce yfirsást nú var það, að hann gleynidi að vara s’g á Mrs. Tibbett. Hún hafði verið stödd í næsta herbergi við ]>á PliiHp Dyce og Cyril þegar þeir áttust við og lilýtt skjálfandi af hræðslu á alt sem þeim fór í milli, og lnm liafði staðið rétt við hurðina þegar Cyril fleygði Philip Dyce yfir að henni. LitLm síðar fór Mr. Dyce og Cyril á eftir honum og ]>á beið hún ekki boðanna en liljóp yfir að Lormesetrinu. Hún Iiafði liugboð uon, að Leola muali vera í herbergi sínu, svo að hún fór rakleitt þangaö og bank- aði á hurðina. “Hver er þar?” spurði Leola. “Það er eg, kæra Leola,” sagði Mrs. Tibbett. Síðan var liurðin opnuið og Mrs. Tibbett kom inn. “Skelfing er að isjá yður!” hróþaði Mrs. Tibbetk þvi að Leola var bæði föl og grát'bólgin. “En hvernig stendw á því að þú ert kornin? Hvað gengur að?” “O. kæra Tæola! Hann er kominn aftur.” Leola hrökk við og sneri sér undan. “Hver?” spurði hún hörkulega. “Hver? Auðvitað hann Mr. Cyril,” svaraði Mrs. Tibbett; “hann er kominn aftur. svo þreyttur og illa útlítandi og — og — og orffið ekki svona á mig, Miiss Leola. Hann segist aldrei hafa stn>kið með stúlkunni; og eg trúi honuim.” Að svo mæltu hné Mrs. Tibbett niður á stól og leit í gaupnir sér. Leola stóð uppi yfir henni föl og var örðugt um andardrátt. Hvað var konan að segja. “Trúið þér honum?” spurði hún svo lágt að varla heyrðist. “Já, Jiverju einasta orði, sem hann segir,” svaraði Mrs. Tibbett með áherzlu.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.