Lögberg - 27.02.1913, Blaðsíða 1
SENDIÐ
KORN
YÐAR TIL
ALEX. JOHNSON & CO.
5S42 ORAIN EXCHANOIÍ, WINNIPEO
INA ISLENZKA KORNFÉLAGS 1 CANADA
BÆNDUR
Því ekki senda okkur hveiti ykkar
til sölu. ViB getum útvegað hæsta
verð á öllum korntegundum. Við er-
um íslenzkir og getið þið skrifað okk-
ur á íslenzku. •, í
ALEX. JOHNSON & CO., Winnip^7MH
26. ARGANGUR
ISLENZKI
LIBERAL KLÚBBURINN
heidur mjög áríðandi fund á vana-
legum stað og tlma næsta þriðju-
dagskvöld, aiiir meðlimir alvarlega
ámintir að sœkja fundinn. . Eink-
um er framkvæmdarnefndin beðin
að mœta í tíma, þareð mjög áríðandi
málefni liggja til umræðu. •
M. MARKÚSSON, forseti.
Gjaldkeramálið.
Svolátandi símskeyti var Lögbergi
sent frá Reykjavik 21. þ.m.: “Hall-
dór Jónsson sýkna'ður.” Á skeytið að
taA:na það, að dómur hefir nýskeð
verið kveðinn upp í sakamáli þvi er
höfðað var í fyrra gegn Halldóri
Jónssyni, gjaldkera við Landsbank-
ann, og hann sýknaður af þeim sök-
um er á hann voru bornar. Eru þau
málalok’ fagnaðartíðindi öllum vinum
Halldórs Jónssonar og staðfesta það
góða traust, sem þeir hafa alt af borið
til hans, er þektu hann bezt.
Lítil ádrepa um þing-
störfin.
Á'ú er fylkisþingi slitið.
Lkki er hægt að segja, að það
úafi safnað gloríu að höfði
stjórnarinnar er nú situr að völd-
um. Aðal verk stjórnarinnar Var.
það, að skýra frá, að stórmikill
tekjuafgangur væri í fjárhirzlum
fylkisins. En því miður eru þaðj
mest ímyndaðar tölur með litlu
sannleiksgildi. Ótal smá lagabreyt-
ingar voru aö vísu gerðar. en eng-
in ný, heillavænlegri stjórnarstefna
tekin.
í byrjun þingsins voru fagraiþ
vonir gefnar um stórvægilegar
framfarir i hinum nýja hluta fylk- j
isins. En í þinglokin sýndi það
sig, að öll fögru loforðin voru ekki
betur haldin en það, að það var alti
sem gert var, að byggja dómhúsl
og nokkra fangaklefa í Le Pas og
að $10.000 þyrfti til löggæzlu í hin-
um nýja hluta fylkisins.
Eftir því sem á þingið leið,
virtist hið afarnauðsynlega mál,
um járnbrautarálmu til Hudson’s
Bay brautar, fjarlægjast meir og
meir. Og að lokum misti þingið
alveg sjónir á því. En vonandi
kemur það síðar á dagskrá.
Meira en helmingurinn af frum-
vörpum þeim er fyrir þingið komu,
voru hömruð í gegn á síðustu
stundu. Mörg þeirra hefðu þó
þurft nákvæmrar íhugunar með.
Eitt af þeim var vegamálið, sem
kostar fylkið stórfé. Þá fór ann-
að mál í gegn umræðulaust, sem
leyfir stjórninni að taka $300.000
að láni, til hinnar nýju þinghúss-
byggingar.
Það virðist auðsætt, ef dæma
má eftir ræðuin fylgifiska stjórn-
arinnar, að þeir líti allshugar að-
dáunaraugum á gerðir stjórnarinn-
ar í nútíð og framtíð. Þeir fræða
kjósendur á því, að aldrei hafi
fjárhagur fylkisins verið glæsilegri
en einmitt nú og að tekjuafgangn-
um verði mokað upp í stóra hauga
ár. frá ári. Þeir segja að talsima-
kerfinu hafi verið lyft svo hátt
upp úr feninu sem það væri í fyr-
ir tæpu ári, að það standi nú öllum
talsímum á sporði. Borið var það
uppí sig af stjórninni, að Mani-
hafi nú í fyrsta sinn í æfa lang-
an tíma, fengið fleiri innflytjendur
heldur en hin sléttufylkin, en þó
voru litlar aðgerðir hafðar því
máli til framkvæmda fyr en ein
mitt um það leyti, sem þessi mikli
innflutningur var sagður standa
sem hæst. Stjórnin horfir nú sem
fyr fram á mikil eyðsluár. Hinn
nýi búnaðarskóli fylkisins verður
því dýr, um það lokið er og þar á
ofan bætist þinghús byggingin nýja,
er hy.rja'ð verður á innan skamms.
liina framfaramálið sem stjórn-
in var sinnandi á þessu þingi, var
tillaga um að vernda og eiga vatns-
afl innan fylkisins. Sú tillaga
kom frá mótstöðuflokk stjórnar-
intiar og fekk hálfhuga og óákveð-
ið fylgi í orði hjá stjórnarinnar
mönnum, þó ekki greiddu þeir at-
kvæði gegn henni.
Allar aðrar tillögur og tilraunir
til framkvæmda, sem fram komu
á þingi, brá stjórnin fæti fyrir.
Tillagan um kensluskyldu innan
fylkisins kom fram á ný; flutt af
Donald A. Ross, með miklum
kunnugleik og nýjum rökum,
Stjórnarformaðurinn forðaðist að
segja af né á um það, hvort hann
væri með eða móti því máli, heldur
skaut sér bak yið gildandi lög, og
hleypti þannig fram af sér ábyrgð-
inni. Kenslumála ráðgjafinn
fColdwell) tók þá kynlegu stefnu
að skyldulög væru óframkvæman-
leg. Niðurstaðan varð hin samaj
sem fyr. og fylkið er ennþá án
þeirra laga um þetta mál, seni ná-
lega hvert annað mentað land í
lieiminum hefir, og sjtómarfor-
maðurinn lætur sem ábyrgðina af
því beri að leggja á annara herðar
en sínar.
Mótstöðuflokkurinn á þingi bar
fram tillögu um beina löggjöf og
studdi hana með bænarskrá, undir-
ritaðri af fjölda manns víðsvegar
um fvlkið; sannaði flokkurinn með
ræðum sínum að þessi löggjafar
aðferð ’hefði reynzt afbragðs vel,
þar sem hún væri komin á, bæði
í löndum Breta og annars staðar.
Stjórnar formaðurinn og hans að-
stoðarmenn svöruðu með því helzt.
að þessi aðferð væri ekki brezk.
og veifuðu enska flagginu með
miklum ákafa.
Bindindismálið fekk enn á ný
hnekki af hálfu . stjórnarinnaf.
t>eir sem berjast fyrir því máli
gengu á fund stjórnarformannsins
og skoruðu á hann til fylgis. Svar
hans var á þá leið, að “local
option’’ og afnám vínveitingakránna
gætu ekki staðist á einum og sama
stað, og það var alt og sumt, sem
af honum fekkst í því nauðsvnja-
máli.
Margt var fundið að aðgerðum
stjórnarinnar og má þar fyrst og
fremst nefna Macdonakl hneyxlið.
Sir Rodmond hafði engu til þess
að svara, að kúgun og lagaleysi
hef'ði beitt verið, nema brigzlum
um mótstöðumenn sína. En þegar
Mr. Norris greip orð hans á lofti
og skoraði á hann að láta ransaka
það mál, þá neitaði hann. öll
önnur ráð til að, koma ábyrgð fram
og leiða hið sanna fram, var tekið
fyrir af stjórninni, og sumt af því
með kynlegu móti. Ræða Thos
H. Jbhnson í því máli er að ágæt-
um höfð. Með því að stjórnin
hafnaði ransókn í því rnáli, þá
hefir hún ekki hnekt þeim ásökun-
um, sem á hana hafa verið born-
ar.
f fónamálinu komu fram ýms-.
ar nýjar upplýsingar, þar á meðal
það, að nú borga menn 5 dölum
meira hver, fyrir fóna sína heklur
en áður, þegar Bell félagið átti þá.
Enga ráðstöfun ’hefir stjórnin gert
til þess, að leggja í sjóð til afborg-
unar af talsíma skuldinni, enda er
ekki búizt við, að nokkur ábati
verði afgangs reksturs kostnaði
næsta ár. Mótstöðumenn stjórn-
arinnar gengu liart að henni í þessu
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 27. FEBRÚAR 1913
NÚMER 9
máli, sem frá upphafi hefir verið
hneyxlunarhella.
Um kornmyllu hneyxHð var
stjórnin svarafá, enda er ekki gott
að verja það mál, með því stórtapi
fylkisins og fátdæma dugleysi og
forsjáleysi, sem stjórnin hefir sýnt
í því.
Háskólamálið kom hvað eftir
annað til umræðu, en af stjórn-
inni fengust engin ákveðin svör
um það. Það svífur enn i lausu
lofti, og veit enginn hvar það lend-
ir á endanúm. í fjárlögunum fanst
áætluð 200 Ood dala summa til þess
að byggja vélahús. er menn hugs-
uðu að ætlað væri háskólanum. en
þegar til kom, var það ætlað deild
opinberra verka, og er nú eftir að
sjá, hvernig því fé verði varið.
Eitt af því, sem stjórninni er
fundið til foráttu, var meöferð á
byggingu hælisins í Brandon. Til
þess var af þinginu veitt J4 miljóu
dala, en fcúiö er að brúka til þes»
meir en 8oo þúsundir og veit eng-
inn hvar staðar nemur, að fylla þá
nít Þingmaður Vestur-Winnipeg
lofaði stjórninni góðu um það, að
það mál skyldi verða ransakað á
sínum tíma, hlífðar og frýjulaust.
Af þeim mönnum sem mestan
þátt tókti í þingstörfum er að
nefna T. C. Norrisiog Thos. H.
Johnson af mótstöðumönnum
stjórnarinnar, er báðir beittu sér
af alefli á þingstörfin. Fyrir svör-
um sátu hinumegin, stjómar-
formaðurinn Roblin, og gætti hans
fvlgismanna furðu Iitið; þeir virt-
ust nálega allir gera sig ánægða
með, að fylgja honum þegjandi og
taka trúarinnar augum og eyrum
við hverju sem hann vildi vera láta.
Karlinn verður því svæsnari i tali
og einráðari, sem hann sittir leng-
ur við völd, og stingur framkoma
hans mjög í stúf við hina kurteis-
legu og prúðmannlegu framkomu
Mr. Norris.
I
Veginn Madero.
Huerta tekur völd.
Úrslitin í Mexico urðu skjót og svip-
leg. Eftir að Madero var höndum
tekinn af sínu eigin liði, sem sveik
hann í trygöum, var æðsti herforingi
hans, Huerta, tekinn til forseta mn
stundar sakir. Um sama leyti var
bróðir Maderos myrtur, og var sá all-
mikill fyrir sér og í stjórn landsins.
Madero forseti og varaforsetinn Su-
arez voru fluttir til fangelsis, en á
leiðinni voru þeir báðir drepnir.
Segir hin nýja stjóm í Mexico svo
frá, að þeir hafi verið báðir í einni
hifreið og herlið með til að gíeta
þeirra; flokkur af þeirra liði hafi
ráðist á fylgdarliðið, og meðan á bar-
daga þeim stóð, hafi báðir stokkið úr
bifreiðinni og verið skotnir. Madero
hafði tvö skotsár í hnakkanum og
hvergi annarsstaöar; Suarez hafði
niörg sár á bringunni og kviðnum.
Tortrvggileg þykir þessi saga. og
hafa sendiherrar stórveldanna i Mex-
ico heimtað rannsókn i niálinu og
jafnvel gefið í skyn að Huerta hafi
víslega sett þetta ráð til víganna.
Daginn eftir var líflátinn annar bróð-
ir Maderos, en sá þriðji komst undan
á flótta-
Mexico er langt í burtu og fréttir
þaðan svo ógreinilegar, að ervitt
er að vita, hverjar orsakir liggja til
þeirra stórviðburða, sem þar gerast.
Þó sést í blöðum ávæningur um, að
auðfélög í Bandaríkjum eigi allmikið
undir því, hverjir við völdin eru, og
er gefið í skyn að nú þegar Madero er
rutt úr vegi, hafi þau greiðan aðgang
að auðsuppsprettum landsins. Enn-
frehiur er svo að skilja, sem Huerta
verði einvaldur, álíka og Diaz var unt
mörg ár, enda var Huerta einn af
grjótpálum i liði hans og kendur við
mörg hryðjuverk að sögn. Drepið er
á það, að ekki sé ólíklegt, að Diaz
verði kallaður heim aftur, og fengin
stjórn landsins í hendur, og sjálfur
býst ltann við því að sögn. Hann er
nú staddur í Cairo á Egyptalandi og
þeir báðir, hann og J. P. Morgan,
hinn alþekti dollarakóngur frá New
N’ork.
Bruni enn.
Nálega 250 þúsund dala virði af
fjármunum fórst í bruna á þriðju-
dagsmorgun hér í borginni. Þá
kviknaði i stóru húsi á Portage
Ave., Avenue Block svo kallaðri,
sem Sir Daniel McMillan er eig-
andi að. Litil töf varo, áður en
eldliðið kom að, og stóð loginn hátt
í loft upp áður farið var að
slökkva, en fljótt sóttist það verk,
eftir að farið var að tjalda öllu
sem til var. Svo miklu vatni var
helt í eldinu. að ræsi gátu ekki
flutt burtu það flóð, rann volgt
vatnið úr eldinum um alla götuna
og eru þar síðan stórir kílar í
klakabreiðuna, en allir kjallarar i
nándinni fyltust af vatni. Það
sem ekki brann í húsinu, skemdist
af vatni og urðu allir fyrir mikl-
um skaða, er þar áttu vörur og
muni, en skaða sinn fá fkstir
bættann að fullu, að sögn, nema
Sir Daniel.
Róstur !:venna.
Allmargir póstþjónar hat'a orðið
fvrir meiðslum af því eitri og
sprengi efnum, sem kvenréttinda
konur á Englandi hafa sett í bréfa-
stokka á götum úti, og mikið af
póstsendingum hefir eyðilagst fyr-
ir það. Jafnframt sendu þær hót-
unarbréf ýmsum mönnum og eink-
um ráðherrunum. Þar á eftir tóku
|iær sig til og skemdu leikvelli
viðsvegar um land, einkum þarsem
“Golf" er leikinn. Ennfremur
sprengdu þær með dynamite liús,
sem Lloyd George var að láta
hyggja skamt frá London. og hrós-
aði forsprakki þeirra, Mrs. Pank-
hust, því verki. Við allar þessar
hamfarir er almenningur á Eng-
landi orðinn gramur og veitist að
stjórninni og einkum ráðgjafanum
McKenna, er þetta mál heyrir að-
allega undir, fyrir að ganga slælega
fram í að refsa ,»essu kvenfólki.
En stjórnin á i nokkrum vanda.
Þó að konurnar séu dæmdar í
fangelsi, þá stoðar það ekki, því að
þær neita að eta þar mat, og þvi
er það ráð tekið, til þess að forða
þeini við htmgurdauða, að troða
mat i þær, meðan hegningartími
þeirra stendur yfir. Við það veikj-
ast þær og er þá fangatíma þeirra
lokið. Sumir halda því fram, að
ef konurnar vilji ekki mat eta í
fangelsunum, þá se sjálfsagt, að
levfa þeim að evja ú- hungri.
Þær hafi unnið ti.’ hegningar með
glæpaverkum, og ef þær vilji ekki
hlýða landslögum, þá sé rétt, að
lofa þeim að devja, ef þær endi-
lega vilja. \’íða hafa þær verið
'nart leiknar. þarsem þær vildu
hafast eitthvað að. og hefir lög-
reglan hvað eftir annað orðið aS
bjarga þeint undan hrakningum.
Einn er sá af ráðherrunum, sem
aldrei heíir orðið fyrir skakkafalli
af þessum skjaldmeyjum, eða
þeirra fvlgifiskum, en það er John
Bu'ns, verkamála ráðgjafinn.
Hinna ráðherranna þarf að gæta,
helzt nótt og dag, fyrir frekju
þeirra og áleitni. John var áður
óbreyttur verkamaður, en svo mik-
ill fyrir sér, að a'ði hann komst í
ráðaneyti liberala Og hefir setið
þar alla tíð, maður röskur og
harður, mælskumaður mikill og
hefir rnargan straum vaðið. Hann
tók málstað Búanna hér á árunum,
og komst ómeiddur úr þeirri orro-
hrið, þó aldrei hefði hann fylgd,
með því að hann er manna hraust-
astur. Þessi John Burns, verka-
mála og verzlunar ráðherra, er nú
genginn í leikinn og ætlar að stíga
á háls þessum óróa kvenréttinda
kvenfólksins, og búast allir við. að
sá leikur verði í líflegra 1agi.
Frá íslandi.
R-eykjavík 1. febr. •
Prestskosning fór fram á Hól-
um í Reyðarfirði snentma í vik-
unni. Flest atkvæði hlaut Þórður
Oddgeirssoti aðstoðarprestur í
Sauðanesi: 67. Næstur honum
fekk séra Benedikt Eyjólfsson 35
atkv. Ennfr. fekk séra Ólafur
Stephensen 19 atkv. og séra Ámi
á Skútustöðum 5. í
Kosningin er eigi lögmæt, þar
eð enginn hefir fengið helming
greiddra atkvæða, en venjan hefir
verið sú að veita þeim, er flest at-
kvæði hefir fengið.
Fjórðungamót eru farin mjög að
tiðkast hér í höfuðstaðnum. I
fyrra efndu Norölendingar og
Austfiröingar — hér staddir — til
mikilla samkvæma — og sama
sniðið er liaft í vetur. Austfirð-
ingar luku sér af á laugardag, en
Norðlendingar 'hafa sina samkomu
bráðlega.
Vestfirðingar og Sunnlendingar
eru alt tómlátari, eins^og hið fyrra
Skálholts-biskupsdæmi sé eitirbát-,
ur Hóladæmis um landsfjórðunga-
ást.
í Austfirðingamóti var fjör mik-
ið. rninni drukkin og margar ræð-
ur fluttar.
Samkomuna setti Axel V. Tulin-
ius f. Sunnmýlinga sýslum. Fyrir
minni fjórðungsins talaöi Arni
Jóhannsson bankaritari, en HalLIór
Jónsson cand. fyrir minni íslands.
—Isafold.
Sevðisíirði 6. jan.
Bæjarstjómarkosning fór fram
hér i bæmun 3. þ. m. til þess að
kjósa tvo fulltrúa í stað þeirra Kr.
Kristjánssonar læknis og frú Sol-
veigai; Jónsdóttur, sem eigi gaf
kost á sér aftur.
Kosið var um tvo lista. Á A-
listanum vorui:
Kr. Kristjánsson læknir. Sigurj.
Jöhannsson kaupm.
A B-listamnn voru;
Tr. Guðmundsson kaupm. Kr.
•Kristjánsson.
A A-Hstann íéllu 119 atkv. en á
B-listann 48.
Kosningu hlutu Kristján Krist-
jánsson héraðslæknir og Sigurjón
Jóhannsson kauþmaður.
Seyðisfirði 11. jan.
Sjómannahæli ætla Englendingar
að láta reisa á Meðallandi á sumri
komandi. A þa'ð að rúma 20
manns, og jafnan efga að vera þar
vistir og allur nauðsnylegur að-
húnaður fyrir skipsbrotsmenn. er
þangað leita.
Krabbe landsverkfræðingur sér
um byggingu hælisins.
Sigurgeir Sigurðsson, miðaldra
maður, bróðir Odds Sigurðssonar
útvegshónda í Vestdal, varð bráð-
kvaddur á gamlárskveld, skamt
fyrir innan Brimnes, á leið hér
innan úr kaupstaðnurru
Jón Stefánsson, ritstjóri “Gjall-
arhorns" á Akureyri hefir nú
keypt blaðið “Norðurland” af
hlutafélagi því, er áður gaf það
út Etlar hknn að sameina bæöi
blöðin.
Veðrátta hefir verið mjög um-
hleypingasöm undanfarið, alloftast
stormar og rigningar. Póstar hafa
mjög tafist vegna vatnavaxta.
Látinn er að Litlasteinsvaði í
Hróarstungu Gísli Árnason vefari,
sómamaður og vel látinn.
Kvenfélagið hélt hina árlegU
skemtisamkomu sina fyrir börn 13.
þ. m. í barnaskólahúsinu.
öllum börnum að Fjarðaröldu
og Búðareyri var boðið, svo og
foreldrum og aðstandendum barn-
anna.
Var þar saman komið um 4CX)
manna.
Börnin dönsuðu, ljómandi aí
fögnuði, kringum jólatré ljósum
skreytt og hlíiðið góðgæti, sem síð-
an var úthlutað meðal barnanna, er
skemtu sér hið bezta.
* Því næst dönsuðu börn og full-
orðnir fram eftir nóttinni og voru
danslögin ýmist leikin á píano,
fiðlu eða horn.
Veitingar voru miklar og höfð-
inglegar að vanda.
Kvenfélag Seyðisfjarðar á hér
beztu þakkir skilið sem fyrri.
Að heiman.
Reykiavík. 1. Janúar 1913.
Hcitnsóknir Vestur-lslendinga.
Blöðin frónsku geta frenmr lítið
góðra gesta að vestan, sem hér eru
lengur og skemur á ferðinni að sumr-
inu- Voru þeir óvenjulega margir
síðastliðið sumar, og hittu hið versta
sumarhret norðanlands, er menn vita
'komið hafa. Einn sumargestanna var
Arinbjöm Sigurgeirsson, Bárðdæling-
ur. og ritar hann, A. S. Bardal, langa
og skemtilega ferðasögu í Löghergi.
Einhver merkasti sumargestur vor
handan um haf var skáldið Signrður
fóhannesson. Hann var hér heima um
missiristíma og var lengst af á ferð-
inni bæði á landi og með skipum, og
alstaðar kær og heiðraður gestur.
Húnvetningur er hann að ætt og þar
bjó hann fyr búi sinu. Hann er ern og
hraustur og fjörugur með sín 70 ár,
eða betur að baki, og taldi alls ekki
vonlaust, ef guð gæfi sér heilsu og
fjör, að koma áttræður og kveðja
landið gamla'hinstu kveðju. Þetta er
önnur tslnndsferð hans; var hann hér
alllengi fyrir 18 árum síðan.
Dómkirkjan í Reykjavík.
Það er ekki undarlegt að dómkirkj-
an sé orðin oflítil. Tala safnaðar-
manna mun nú fimmföld við það er
frá kirkjunni var gengið, óg þó um
ða yfir 5 þúsundir gengið fra til ut-
anþjóðkirkjusafnaða. Mest verðtir þó
vart rúmleysis um hátiöir, og reyndist
svo nú, og þhð enda venju freniur, er
veður var hið fegursta og blíðasta-
Kirkjan er nú undir athugun og
rannsókn meistara Rögnvalds, livort
nokkur vegur sé að stækka hana, en
um leið verða og athugaðar nauðsyn-
iegar umbætur á útgöngum og stigum,
a.ð eigi standi voði af, ef eitthvaö
kær.i fyrir, svo sem t. d. landskjálfta-
kippur. Er enda búist við að alldýr
aðgerð verði nauðsynleg. Við heim-
flutning Bókmentafélagsins hlóöst enn
mikill ]>ungi á kirkjuloftið; þá litið
eftir undirstöðum stoðanna. er loftin
bera hvorutveggju. og reyndust þá
aurstokkarnir, sem bera stoðirnar,
vera mjög svo fúnir- Liggur ]>ar mold
og aur að trénu. F.r málið athugavert
og varla áhættulaust að íresta aðgerð-
inni til nnina, enda verður hún meiri
og dýrari með hverju árinu sem líður.
Hvaðan cr Gröndalsnafnið ?
Benedikt Gröndal eklri var f.æddur
um 1760 og uppalinn í Vogum við Mý-
vatn. Hajin keniur til háskólans 1786.
og ]>ótti ]>á hlýða að námsmenn ís-
lenzkir tækju sér ættarnafn.
Xú er í Vogalandi hvylft upp í
hrauni frá vatninu nokkuð langt upþ
fyrir voginn og myndar eins og græn-
an dal og heita ]>ar Auðnir — af því
það er hraunlaust. — Við þennan
græna dal á bernskustöðvunum kenn-
ir Benedikt sig-
Svo-sagði séra Þorláki á Skútustöð-
um Gamalíel Ilalldórsson bóndi í
Haganesi. \ ar Gamalíel yngri ntað-
tir en Benedikt Gröndal og átti syst-
urdóttur hans að konu. Séra Björn
Þorláksson er aftur heimildarmaður
blaðsins.
Benediktsnafnið er enn t ættinni,
her og vestan bafs. Er t. d. Benedikf
Einarsson, frægur læknir vestra, sagð-
ur þeirar ættar-
“Blindur cr bóklaits ftiaður:'
“Annars finst mér hér í kaupstaðn-
•jm n entunar og fróðleiksfýsn heldui
fara aftur en fram, sem eðlilegt er,
}>ar sem hingað kemur aðallega fólk
af lakara tagi úr öðrum sveitum.
- ’ Til dæmis. þegar eg i síöasta mán-
uði var að húsvitja hér i káupstaön-
um. kom eg á heimili, og voru ]>ar
hjón með f jögur börn. Elzta barnið
var komið á 10. árið. Eg ætlaði að
lúta það lesa á b<)k og la.ð u:n ein-
hverja bók til þess. Konan sagði. að
það væri engin bók til- Eg spurði
hvort ekki væri til sálmabók.—Nei.—
Eg spurði livort ekki væri til nýja
testamenti. — Nei. — Sem sagt. þar
var alls engin bók til. nema stafrófs-
kver. sent þetta barn var að stafa á. en
stafrófskverið var í öðru húsi. því
móðirin treysti sér ékki til þess að
kenna barninu að stafa. Þessi hjón
höfðu flutt hingað i kaupstaftinn í
sumar.”—(Af Vestfjörðum-) — Nýtt
Kirk jublað.
Valgerður Jónsdóttir
biskupsfrú.
L'111 miðjan dag, 28. jan., and-
aðist að heimili sínu, Laufási, hér
í bænum frú \ algerður Jónsdóttir
kona Þórhalls Bjarnarsonar bisk-
ups. Hún hafði lengi legið, og
oft mjög þungt haldin. Sjúkdúm-
urinn var krabbamein í brjóstun-
um. Hann hafði lengi verið að
búa um sig. og síðustu þrjú árin
hafði hún legiö að mestu leyti í
rúminu. Nú í vetur hafði hún
fengið kvefveiki þá, sem hér hef-
ir gengið. i viðbót. og þoldi það
ekki.
Frú Valgerður var fædd á Bjarn-
astöðum í Bárðardal 27. júní 1863.
Foreldrar hennar voru Jón Hall-
dórsson, bóndi þar. og kona hans,
Hólmfríður Hansdóttir. Jón drukn-
aði í Fnjóská veturinn 1865, en
Hólmfríður andaðist 10 árum síð-
ar. Systkini frú Valgerðar ertt
Halldór Jónsson bankagjaldkeri,
Páll bóndi á Þórustöðum í Eyja-
firði og Guðrún, kona Alberts frá
Stóruvöllum í Eyjafirði.
Þegar faðir þeirra dó var frú
Valgerður tekin til fósturs af
Tryggva Gunnarssyni síðar banka-
stjóra og konu hans, Halldóru
Þorsteinsdóttur, frændkonu sinni
og ólst hún síðan upp hjá þeim.
Hún giftist Þórhalli biskupi
Rjarnarsvni 16. sept 1887. og var
hann þá kennari við prestaskólann
Börn þeirra eru: Tryggvi kand.
theol., Svafa, gift Halldóri Vil-
hjálmssyni skólastjóra á Hvann-
evri, Björn og Dóra. Þau Tryggvi.
Björn og Dóra, eru heima hjá föð-
ur sínum.
Valgerður biskupsfrú var merk
kona, vinsæl og vel metin af öll-
um, sem hana þektu. Hið mik’a
heilsuleysi síðustu árin bar hún
með mesta þreki og þolinmæði,
svo að til þess er tekið af þeim,
sem því voru kunnugastir.
—“Lögr”.
Winnipeg þuian.1 2 3 4 5 6 7 8)
Gamankvœði til G. Indriðadóttur.
Kátt er um jólin. koma þau senn.
þá kann að vera að upp líti
Winnipeg-menn.
Jólin veita yndið og ánægjuna bezt,
úti sjá þeir stúlku og járnbraut-
arlest.
Alt er komið fram, sem að um sím-
að varft,
þar sjá þeir að þar ekur Guðrún
i garð.
“Hepp, hepp og húrra2j hrópa
þeir í “dúr”
og Hclcji inagri^) lyftir henni
vagninum úr.
Sophía BildfelLJ kyssir hana á
kinn; .
“Komdu sæl og blessuð! eg leiði
þig inn.
í þessari álfu má enginn fella tár."
Og Ijær henni svo gullkamb a'ð
greiða sitt hár.
Séra Jón og Láru sækir hún heim
með silkihlað um ennið hún geng
ur frá þeim.
Þórðarson og Bergmann, og f jölda-
margar frúr
fagna þau öll Guðrúnu vetrar-
ferðum úr.
“Fyrst Guðrún er komin.sú kær-
asta hnoss,
þá lifir blessað þjóðernið lengur
hjá oss.”
Helffi magri kemur að sækja liana
á svið
saman er þar komið hið fríöasta
lið.
Svo “krossa” ]>au öll “stríturnar”5J
tuttugu og tólf
til þess er þau koma upp á leik-
sviðs gólf.
Stúlkan hoj)par létt yfir hallandi
fjöl,
sem hérna á að syna jökla og
möl.
Ladies og gentlemennój líða þa
um tjöld
lærir hún vel hlutverkin sú glað-
væra öld.
“Húsið er traöfult og hringt i
annað sinn!”
þá stirna bros á vörum og blikn-
ar mörg kinn.
En þjóðernisbaráttan get'ur þeim ei
grið,
í guðs nafni verður að halda þvi
viö.
“Tjaldið er uppi. og allir okkur
sjá!”
,Eði mikið fa.s er á Guðrúnu þá.
Halla kastar barninu í gapandi gjá.
])að gríj)ur hverja taug að horfa
þar á.
“Þessi “mussus”7J Halla er mis-
indis kind” —
mennirinir segja — “og af vit-
firring blind”.
Af hatrinu og ofsókn og hörku var
hún blind.
Hverfa lög í útlegð, og örlög
bæta synd.
að lokum sættir fólkið útlaganna
ást,
seqi aldrei hcr í lifi nokkru sinni
brást.'
Tjaldið er fallið, og eg trúi því
enn,
að titri gamalt þjóðerni um
Winnipeg-menn.
Ladies og gentlemenn klappa þýtt
og þétt,
og þarna fer upp tjaldiö. sem
var nú rétt.
Ýmsir kalla Guðrún! Kemur hún
sett:
kyssir hún á hönd sína og þá er
hún nett.
Heim krbssa menn stríturnar
tvö þúsund og tólf,
til þess að þeir komist á lok-
rekkju gólf.
Gleyma fæstir heimþránni, — gat-
an er köld:
Gengur ekkert “strítkar”8J til
Islands í kvöld?”
Indr. Einarsson.
—Birkibeinar.
1) OllsbMkkaþulan var altaí I huga
mér meðan betta var skrifað, og heii
vísuorS tektn úr hennl sumstaSar.
petta var sent nokkrum dögum eftir
aS GuSrrtn fór af staS.
2) Englendingar hrópa “hepp hepp
húrra’ ’þegar viS hrópum húrra.
3) Helgi magri hetir félagiS, sem
baS hana aS koma vestur.
4) Prú Soffía Bíldfell er vinkona
GuSrúnar.
5) “Krossa strituna” — cross the
street (t ensku—ganga yfir götuna
sérmAl Vestur-ísiendlnga.
6) Frúr og hefSarmenn.
7) “Mussus” rudda framburBur á
mistress, sem táknar gifta konu.
8) Stritkar—sp-eet car—götuvagn,
haft um sporvagna ft sérmfill Vestur-
fsiendinga.