Lögberg - 17.04.1913, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. APRÍL 1913
Y
tLiga
traust skilið
TILTRÚ er eitt hið þýðingar mesta
og merkasta atriði í hverju verki og
viðviki lífsins.
Ekkert kaupir smjerbóndinn eins
áriðandi fyrir hann eins og rjóma-
skilvindan er, sem SPARAR eða
EYÐIR peningum bæði að vöxtum
og gæðum smjers í hvert sinn sem
hann lætur mjólk í hana TVISVAR
Á DAG, 365 DAGA Á ARINU.!
sex mánuði upp að
tuttugu árum eftir
endingu vélarinn-
ar.
Þaðan stafar það,
hve áríðandi er, að
kaupa einungis þá
vél, sem hægt er
að TREYSTA Al-
gerlega, að keypt
sé einungis sú
BEZTA og ÞOLN-
ASTA. Hver sem veit hvað rjóma-
skilvinda er, veit, að þetta má með
sanni segja um De Laval, hina fyrstu
og um 30 ár mælikvarða veraldar-
innar á gæði rjómaskilvinda. Ein-
hver kann að segja eitthvað líkt um
aðrar skilvindur, en enginn kayp-
andi getur haft eins mikla tiltrú til
að því sé svo varið.
Hin nýja De Laval handbók, 72
bls. á stærð, þarsem merkileg smjer-
gerðarmál eru rædd af fróðustu
mönnum, er bok sem hver kýreig-
andi ætti að eignast. Verður send
ókevpis. ef þetta blað er nefnt. Nýr
Catalog fyrir árið 1913 sendist sömu-
leiðis ókeypis ef um er beðið.
Skrifið næstu skrifstofu.
DE LAVAL DAIRY SUPPLY CO. Ltd.
WINNIPEC. V^NCOUVER. MONTREAL.
PETERB0R0
Alþýðuvísur.
ÞaS var annan dag páska 1875, er
askan mikla féll yfir Austurland,
rnest þó í Norðurmúlasýslu, að Pétur
Pálsson, sem í mörg ár hafði verið
við hákarlaveiðar fyrir norðan og
austan ísland. var staddur á Fjarðar-
öldu, sem er verzlunarstaður við Seyð-
isfjörð; hitti hann þar mann, sem
hann ekki þekti, og ávarpaði á þessa
leið : “Hver er þessi maður?” Svar-
ið var: “Sá, sem fyrir þér stendur”.
Urðu þeir svo vel kunnir hvor öðrum.
Þetta var skáldið Jón Mýrdal. Þegar
hann sneri aftur til átthaga sinna á
norðanverðu íslandi og kvaddi P.
Pálsson, fékk hann honum bréfmiða
með þessum spaugvísum árituðum,
sem hvergi eru til nema hjá þeim sem
þetta ritar:
Korða hlyn af kærleiks rót
kominn þér fjærlendan,
þú hefir vinar vakið hót
við mig þér ókendan.
Ó, það raun eg illa met,
önd sem kvillar mína,
að eg launað aldrei get
alla snilli þína.
Happa rýr þótt hagurinn
haldi mér í skefjum,
þér má skýrast þanki minn
þessum hér í stefjum.
Þú nær hér um hvala braut
hvetur þóftu jórinn,
ætíð þér sitt opni skaut
auðs með gnóttir sjórinn.
Fáðu allskyns fiska þar:
flyðru, steinbít, hnísu,
þorsk, hákarlinn, hámerar,
hrognkelsi og ýsu.
Svo höpp ei fundin verði veil
vogs um sleipur breiðar,
hafðu stundum heim á seil
hrefnu og steypireiðar.
Blómgist jörð og baganum
burtu snúið fái,
fjölgi hjörð í haganum,
hagsæld búið nái.
Verði njóti hrings svo hér
hrindi grimmu böli,
elds úr gjótu askan þér
öll að himnamjöli.
Harma skúra firrist föll,
friður sæfi trega,
þér náttúran þannig öll
þjóni æfinlega.
Hljóttu blessan, hér eg bað,
hrella spell ei megi,
njóttu þessa unz þig að
elli að velli fleygir.
Hafliði Hjarandason.
Það var i dal einum í Eyjafirði, að
drengur og stúlka, sitt frá hvorum bæ,
sátu yfir kvífé þar í dalnum; komu
þau stöku sinnum hvort til annars og
léku sér að smásteinum, blómum og
ýmsu fleira, sem’ börnum er títt. Um
þau kvað Sigluvíkur-Sveinn, sem fyr
var nefndur, spaugvísur þessar:
Augun mæna ástar veik,
eftir væna halnum
bíður frænings ekru eik
í laufgræna dalnum.
Angurs dróma engan ber
, í geðfróma salnum,
veifir skjóma vanur er
að vökva blóm í dalnum.
Eitt sinn mættust Norðlendingur og
Austfirðingur og fóru þeir að hnota-
bitast, eins og oft hefir átt sér stað
með menn úr þessum landsfjórðung-
um. Báðir þóttust góðir og hvorugur
öðrum minni. Þá varð Norðlendingn-
um ljóð af munni og kvað:
Bali, skjóla, byða, kolla, bakki, tussi;
öll eg bind í einu vessi
Austfirðinga nöfnin þessi.
Austfirðingurinn svaraði og gerði
þeim norðlenzka upp orðin :
Á kvíldardaginn kvildi jeg mig
og kvalinn tók að snæða.
Kvur er það sem kvefsar mig?
kvur mun svona ræða?
S. J. A.
Herra ritstjóri Lögbergs. Ef þér
viljið vera svo góður að taka i yðar
heiðraða blað nokkrar vísur sem vant-
ar í sambandi við aðrar, sem nýlega
hafa birst í blaði yðar, þá sendi eg fá-
einar. í viðbót við vísurnar í 9. nr.i:
“Margur klagar missir fjár” o.s.frv.,
sendi eg þrjár: 2., 4. og sjöundu, og
læt þess getið um leið, að bæjarnafnið
lærði eg Selhaga í staðinn fyrir Gil-
haga, en veit samt ekki hvort réttara
er; má vera að einhver af lesendum
blaðsins viti það. Vísurnar eru vona:
2. Fénu metinn fylgja vann
furðu jökul barinn,
Jóni getinn, Jón hét hann,
jarðar vök í fallinn.
4. Vera i laumi mörg er manns,
máls er glaumi þjónar,
núna drauminn heyrðu hans
hirðir strauma tónar.
7. Ekki er fréttin stefja stór,
stíllinn skartar varla;
rættist þetta, þannig fór,
það var rart jeg kalla.
Þessar vísur eru eignaðar Gísla
Konráðssyni; því trúi jeg naumast;
líann var bæði skáld og mentamaður
og mér þykir sjálfsagt að hann að
minsta kosti haft þær allar undir sama
bragarhætti.
Eg hefi heyrt sagt frá að þeir hafi
eitt sinn verið staddir í samkvæmi einu
Gísli Konráðsson og Magnús Steph-
ensen; gestir hafi verið orðnir hreif-
ir af víni og Gísli liafi verið að kveða
þeim ljóðmæli sín en þeim lítill gaum-
ur gefinn; þá hafi Magnús sagt:
Hér að kveðir. kvæðin þín
kalla jeg heimsku tóma,
það er að fleygja fyrir svín
fögrum Rinar ljóma.
Ath.—Jón Thóroddsen kvað vísuna,
en ekki Magnús, eem þá var Iöngu dá-
inn. — R.
Nýlega stóð í blaðinu vísa: “I jarð-
sprungpi furðu fast”; hún er þar ekki
rétt; þær vísur eru fleiri og sendi eg
þær sem eg hefi heyrt og kallast:
Gránuvísur:
Nú er Grána fallin fríð,
fór hún hörmulega:
þess jeg aldrei bætur bíð,
byrgja verð þó trega.
Margan fráan fékk jeg hest,
fóru af þeim sögur,
þó réð Grána bera bezt
beina minna drögur.
Það var oft um frónið fríð,
þótt fyndist engin gata,
í náttmyrkri og níðahríð
náði hún samt að rata.
Harðsnúin í vatni var,
vætti ei hrygg á sundi,
hálsinn reisti, höfuð bar,
hugurinn þar við undi.
Eins og hjól um breiða braut
brunaði, það var gaman,
heita mátti hún hesta skraut
í hegðun allri saman.
Fót fyrir fót með tryppum tveim
töm að vana þekkum,
halda vildi að húsum heim
hér ofan frá brekkum.
í jarðskoru furðu fast
fæti óvart rendi,
svo að beinið sundur brast,
síðan lífs kom endi.
Upp á sjálfan öskudag
á féll heljar slysið,
héðan af ekki hef jeg lag
að hugsa um reiðar glysið.
Lof sé þeim sem lénti mér
ljónið reiðar fína;
erfi bagan endar hér
eftir Gránu mína. u>aíIU.Uua')
fiY. F&U n.i<v*v.a»c I y
Vísan i 10. númeri Lögbergs þ. á;:
“Sannleiks anda magnast morð”, er
eftir Brynjólf Björnsson, Konráðsson-
ar, sem fyr hefir verið getið í Lögb.;
hann var svikinn um vinnu; eg man
margar víur eftir hann. Brynjúlfur
átti hest, sem hann nefndi Hvíting;
kvað hann oft um hann vísu og set eg
hér þrjár:
Það til hlítar stund fær stytt,
v stjörnu ýtir boða,
fannar hvíta faxið þitt,
fákurinn nýti, skoða.
Það álita mega menn,
I meins ei bíta kjörin,
ríður Hvíting undan enn
álma nýtur börinn.
Hvítings gæði meta má
\ meir en klæða hrundir,
Hann því svæði aldrei á
eykur mæðu stundir.^
Þessi vísa er líka eftir hann:
Handar jaka hrundin svinn,
hér eru slakir trygðavinir;
þú átt að taka málstað minn,
mitt í bak þá naga hinir.
Þessa vísu hefi eg heyrt eignaða
Bjarna Björnssyni, bróður hans:
Glitruð sólin glaðværðar
gengin er til viðar;
vill mér hjólið veraldar
velta á ýmsar hliðar.
Og þessa vísu hefi eg heyrt eignaða
Jóhanni Björnssyni:
Kolbeinn prjónafoldir fær,
fer það dónalega honum,
eftir skóna skilja þær
í skeifnaljóna herbergjonum.
Valgerður Björnsdóttir sagði mér,
að Sigurlaug móðir þeirra hefði eitt
sinn verið til heimils hjá Páli á Geys-
ir; þá hafi Símon Dalaskáld komið
þar og hún beðið hann að gera um
sig vísu; hann spurði hana að nafni;
hana langaði til að leika dálítið á hann
og segist heita Snjálaug; þá segir
hann:
Heitir Snjálaug hrundin álafýra,
honum Páli eflaust í
ástarbálin kveikir ný.
Hún svarar:
Hvergi Snjálaug hölda bálar sinni,
ísum strjálar auðarrún,
ástar bálið slekkur hún.
Tvær vísur, sem hér fara á eftir orkti
stúlka til hennar:
Þú ei móðinn missir hót,
mörkin góða ■falda,
þó hristi óðum hönd og fót
hjartans blóðug alda.
Þú ei blandar trygð með tál,
trú í vandamálum,
með sterkan anda og stóra sál
stendur á granda hálum.
Staka eftir ókunnan höfund:
Forlög koma ofan að,
örlög kring um sveima,
álögin úr ýmsum stað,
ólög fæðast heima.
Eg vildi einhver vissi upphafið á
þessari vísu og setti í blaðið; eg held
hún sé ættuð af Siglufirði:
hugar akurs blikna blóm
böls í hrakviðrunum.
Málrúnavísa um Jóns nafn:
Péturs góma grips fiskar
gyn á bekra konum,
jögun tóm án temprunar,
tvistrar blómum glaðværðar.
Gáta.
Fjall á íslandi,
fornmanns nafn á íslandi,
gjá á íslandi,
einn af ásum,
vatn á Islandf.
Þegar utustu stafirnir eru lesnir ofan
frá og niður til vinstri handar kemur
út nafnkunnugt fjallsheiti á Islandi;
en þegar utustu stafirnir eru lesnir
neðan frá og upp til hægri handar, þá
kemur út nafn eins hins frægasta
fornmanns, sem verið hefir á Islandi.
Ráðningin er í því fólgin að finna
út þessi nöfn. Nöfnin :
Hengill,
E-gill,
Kötlugj á,
Lok-i,
Arnarvatn.
Eg hefi verið að hugsa um að senda
einhveru tíma til blaðsins gátuna
þessat: “Fór eg eitt sinn á fiskum
viða”. Það er dálitil ferðasaga í ráð-
rúnum. Eg hefi verið að vonast eftir
að sjá hana í blaðinu; hún er mjög
vandlega samin og þess verð, að koma
fyrir almennings sjónir; verið getur,
að það sé búið að prenta hana, og bið
eg Lögberg gera svo vel og fræða mig
um það, því eg fer þá ekki að senda
hana eða eyða tíma til að skrifa hana.
Aths.—Gátan er prentuð í sérstök-
um bæklingi fyrir 20—30 árum.—R.J
Nokkrar ritvillur liafa orðið í síð-
ari málrúna ritgjörð. minni; eg get
ekki verið að eyða rúmi til að leið-
rétta það, nema þrjár, ef Lögberg vill
gera svo vel. Fyrst í Magnúsar nafn-
inu, að sullur ætti að þýða neyð, ekki
nabba; 2. eg hélt að réttara væri að
kalla jörðina hnött, en ekki knött, og
3. að stungin týr þýddi d. Þarna ber
ekki saman við stafróf það, sem Mr.
Berg^únson hefir lært; hann segir að
dauði sé d og plástur p; eg veit ekki
hvernig á því stendur, nema ef vera
skyldi að því hafi verið breytt seinna
og þessi orð hafi verð sett í stað þerra
stungnu; eg vil að eins taka það fram,
að týr á ekki að vera stungin til að
tákna t, því orðin, sem stungin eru,
eiga að merkja annan en sinn upp-
hafsstaf; en hver annar af ásum sem
stunginn er merkir týr, t, því týr var
handarvana.
Að endingu þakka eg gömlu Dakota
konunni og Mr. Bergvinsson drengi-
lega vörn í mínu máli,\því eg er viss
um að hún hefir ráðið rétt nafnið Jó-
hann; jökull samþýðist aldrei sól í
málrúnum og elfa verður ekki e, og
Mr. Bergvinsson hefði ekki sent mál-
rúnavísu með rugluðu nafn sinu, ef
hann hefði ekki vitað þess dæmi.
Eg hef dálitið hugsað um málrúna-
vísu þá, sem Mr. J. J.D. setti i Lög-
berg og nefnir ekki höfund að; eg get
ekki fengið nafn út úr henni, með
stöfum i réttri röð; eg get fengið Sig-
urðar nafn út úr henni í rugluðum
stöfum, en það getur ekki verið það
rétta, þvi hann segir þeir séu í réttri
röð; nú veit hann nafn mannsins, þess
vegna bið eg hann vera svo góðan og
segja mér það í gegn um blaðið, ef
það fæst til að flytja það; mér þykir
gaman að vita, hvað mér hefir tekist
illa.
Árnes P. O., Man.
Mrg. H. Guðmundsson.
Lát tiginnar konu.
Lady Anna, ekkja Sir John
Thonipsons, lézt á spítala í Tor-
onto á fimtudaginn, úr afleiðing-
um af uppskurði. Maður hennar
var forsætisráðherra i Canada i
tvö ár, frá 1892—94, þartil hann
dó. Samskota var leitað til þess
að ekkja hans gæti átt áhyggju-
lausa daga, og voru 25 þús. dalir
lagðir þartil úr landssjóði. Tveir
synir lifa, báðir lögmenn, og þrjár
dætur; hin yngsta giftist nú fyrir
hálfum mánuði, og er stödd hér
vestanlands. Hin látna var fædd
í Halifax, af frönskum ættum, og
var katólsk. Hún stofnaði alls-
herjar félag kvenna í Canada og
stjórnaði því um hríð. Eftir dauða
síns tigna eiginmanns settist hún
að í Toronta og bjó þar til dauða-
dags.
DÁX ARFREGPí
Laugardaginn 15. Marz lézt að
heimili sinu við Foam Lake, heið-
ursbóndinn Guðbrandur ■ Narfa-
son. eftir tveggja vikna þunga legu,
Sjúkdómur hans byrjaði með ill-
kynjuðu magakvefi, sem snérist
upp í lungnabólgu og endaði með
dauða. Alt það sem mannleg
hönd gat í té látið, var reynt hon-
um til hjálpar; 3 læknar voru sótt-
ir til hans í Iegunni, en alt kom
fyrir ekki neitt, allir vegir virtust
lokaðir að bjarga honum. Mann-
félagið á þar á bak að sjá góðum
og nýtum dreng, sem stóð ofar-
lega í hinni vesturíslenzku bænda-
röð. Guðbrandur sál. var sonur
Narfa Halldórssonar er ættaður
var frá Kálfbóli á Skeiðum
Árnessýslu og Ástríðar Árnadótt-
ur, sem þá bjó ekkja í Hákoti á
Álptanesi; hann á því tvö hálf-
systkini á lífi frá fyrra hjónabandi
móður sinnar, þau Mrs. S. Johnson
við Isafold og Mr. G. Brandsson
JflARKET JJOTEL
Viö sölutorgiö og City Hall
$1.00 til $1.50 á dag
Eigandi: P. O’CONNELL.
Úti varð 3' Febrúar Steinunn Guð-
brandsdóttir, kona Jóns jámsmiðs
Guðmundssonar í Miðjanesi í Reyk-
hólasveit. Hafði farið til næsta bæjar
en hrepti blindbyl, svo hún viltist. Lík-
ið fanst skömmu síðar.
Vcstu-strandið.
I gær kom á skrifstofu Vísis Þórð-
ur Þ. Grunnvíkingur, sagnfræðingur
af ísafirði. Hann sagði svo frá: —
Vesta kom til ísafjarðar kl. 5—6 að
1 morgni þess 17. og var allgott veður,
lagðist skipið við Edinborgarbryggju.
Um kl. ioJ/2 fréttu menn í bænum að
skipið færi klukkan 3G og flýttu menn
sér að Ijúka störfum sínum og fór
skipið á þeim tilsetta tíma. Þá var
nokkur hrið, en sást þó til lands á báð-
633; Notre Dame Phone G. 5180
REX
Custom Tailors
og FATAHREINSARAR
Vér höfum nýlega fengiö
ljómandi úrval af vor og
sumar fata efnum á
$18 til $40
Ef þú vilt vera vel búinn, þá
komdu til okkar.
Karlmannaföt hreinsuð og
saumuð upp og gert við
þau. Kvenfatnað sér-
stakur gaumur gefinn,
REX CUSTOM TAILORS
Cor. Notre' Dame and Sherbrooke St.
I’hone: Garry 5180
Næst Steen’s Dry Goods Store
, ,, ar hliðar og voru farþegar í óða-önn
1 Lallard. Guðbrandur sal. mun ag um sjg un(jir þíijum og ugðu
liafa verið 15 ára gamall þegar
hann fluttist með foreldrum sín-
um vestur um haf , og fylgdi hann
þeim til Þingvalla nýlendunnar í
norðvestur landinu, þarsem þau
námu land. Árið 1888 gekk hann
að eiga ungfrú Önnu Eiríksdóttur
frá. Áhrauni í Árnessýslu, og
byrjuðu þau sín fyrstu búskapar-
ár í Þingvalla nýlendu, en fluttu
svo til Foam Lake; þar tóku þau
framtíðar bólfestu sína. Þau hjón
eignuðust 9 börn, 5 stúlkur og 4
drengi; elsta dóttir þeirra, sem
verið hefir skólakennarí, er fyrir
stuttu gift og átti hún mann af
norskum ættum; einn dreng mistu
þau í æsku, en 8 börn þeirra eru
á lífi sem öll trega nú ásamt móð-
ur sinni góðan og ástríkan föður
og hjartkæran maka. Guðbrand-
ur sál. var 45 ára þegar hann lézt;
þessi framsóknar maður hefði
mikið látið eftir sig Hggja ef líf
og heilsa hefðu leyft honum það,
því öllum ber saman um, er komið
hafa og séð búgarð hans, að þar
hafi bæði verið hugsað og fram-
kvæmt. Guðbrandur sál. haíði
skýrar og grundaðar skoðanir og
byrjaði á engu sem hann ekki var
búinn að yfirvega til hlýtar; hann
var einn af þeini mönnum, sem
geymdi það aldrei til morguns, er
vinna þurfti í dag; honum var
sérlega vel lagið að koma ætlunar
verkum sínum í framkvæmd og
geröi það ávalt með hægð og lip-
urð, enda mun honum hafa veitt
það létt, því hann var maður stilt-
ur og geðprúður; mér finst að
þessi orð geti átt mjög vel heima
hjá honum: “Þéttur á velli, þétt-
ur í lund þolgóður á raunastund.”
Dauðsfall þetta hefir orðið mik-
ið reiðarslag fyrir nána ættingja
og vini og því fremur sem burtkall
hans bar svo fljótt að og öllum
óvænt; þeir voru líka margir er
fjær stóðu honum, sem báru til
hans sannan velvildarhug, því
hann var maður framúrskarandi
vinsæll og það er mikill raunalétt-
ir fyrir konu hans og börn, að
vita að hér eru margir að bera
með þeim byrðina.
Guð hjálpi þeim sem mistu mest:
manninn og föður, sem nú lést.
Leiddu þau drottinn liknar fús,
líttu inn í þeirra sorgar hús!
Þú sérð þar Önnu grátið geð
þú grétir þar líka henni með.
Vinur hins látna.
eigi að sér. Úm klukkutíma eftir að
lagt var frá bryggju fundu menn mik-
inn hristing og var þá skipið komið
upp á Vallarboða við Hnífsdal, er það
örskamt frá landi- Veður var hið
bezta, nærri logn og sást vel til fjalla.
Skipið var nýbúið að setja á fulla ferð
er það strandaði og háflóð var á, og
mætti því búast við að skipið sæti þar
fast.
Björgunarbátar voru settir fram,
þeir voru fjórir og tóku 15—20 manns
hver, en farþegar voru um 200. Þar
sem engin hætta var sýnileg, fóru
menn sér hægt og var enginn ruðning-
ur að bátunum. Enginn fékk að taka
neitt af dóti sínu með. Póstur og far-
þegar af 1. káetu fóru með fyrstu
bátunum, en þegar alt fólk var komið
í land, var farið að flytja farþega
farangur. Mótorbátar komu innan af
ísafirði og tóku nokkuð af fólki og
farangri, aðrir gengu, ýmist inn á Isa-
fjörð eða til Hnífsdals.
Vélarrúmið hafði fylst þegar við á-
reksturinn og gat skipið því ekki látið
til sín heyra. Ekkert var átt við vör-
urnar u mkveldið. Fjórir menn voru
í skipinu um nóttina. • Morguninn
eftir var r farrými og afturlest full
af vatni og voru vörur því orðnar
skemdar mjög. Björgunarskipið Geir
kom til kl. 7pí þá um kveldið. Næsta
dag (19.J kom Botnía kl. jyí um
morguninn og lagði af stað eftir þrjá
tima með á 3. hundrað farþega. Þá
var enn ekkert farið að hreyfa vörur
úr Vestu, er við fórum þar fram hjá.
Botnía lagðist litla stund fyrir fram-
an Vestu og fór Aasberg skipstjóri
yfir í hana. — Vísir.
Reykjavík, 5, Marz 1913.
Dáin er hér i bænum síðastl- fimtu-
dag húsfreyja Margp"ét Sveinbjarnar-
dóttir, kona Ólafs járnsmiðs Þórðar-
sonar, fædd 1833 _ Hafði hún lengi
legið þungt haldin. Hún var tvígift
cg vrar fyrri maður hennar Þorvarður
Ólafsson á Kalastöðum við Hvalfjörð.
Eignuðust þau 6 börn, 4 syni og 2 dæt-
ur, er úpp komust, en nú lifa af þeim
3: Þorvarður prentsmiðjustjóri og
bæjarfulltrúi hér í Reykjavík, Árni
bókbindari og Þóra, bæði í Ameríku.
Margrét heitin var góð kona og vel
gefin.
Það er auglýst framan á Isafold á
laugardaginn, að hr. Sig. Hjörleifsson
sé “frá þessum mánaðamótum látinn
af ritstjórn ísafoldar.” —Lögrétta.
Jón Pétursson á Berunesi, bóndi og
alþingismaður, var í heldri manna
röð. Hann var bróðir Björns alþing-
ismanns og Únítara-prests, og fleiri
voru þeir bræður, synir séra Péturs
Jónssonar. Það var eitt s>nn, að
gestir Voru komnir að Berunesi og
sátu að veizlu með bónda, og var steik
á borðum. Þar var þá vinnumaður
Jón gamli Þorvaldsson, höldalegur
karl, ættaður úr Hornafirði, og sat
með grautarask sinn, mqðan gestimir
mötuðust. Þá kvað hann:
Drottinn kemur að dæma snart
dróttir heimsins ringar,
þó lifi á steik og spili óspart
spozklegir heimsgæðingar.
S. J. A.
Frá íslandi.
Reykjavík, 21. Febr- 1913.
I bréfi frá lafirði, rituðu 17. þ. m.,
tendur: “Argasta tíð, fiskileysi og
sæftaleysi voðalegt, svo til vandræða
horfir. — Samskot hafin, bæði af ein-
stökum mönnum og félögum til hjálp-
ar bágstöddum í bænum.”
Fataþjófnaður hefir verið allmikill
á tsafirði undanfarið. Mestu stolið af
fatasnúrum. Nú er búið að ná í þjóf-
inn, unglingspilt, Ingibjart að nafni,
og er hann settur í varðhald ásamt
gamalli konu, er hann hafði fengið
mikið af hinu stolna í hendur.
Hvaðanæfa.
— Sjö ára gamall sveinn, stend-
ur til að verði rikasti maður heims-
ins ef hann lifir. Það er sonar-
sonur gamla Rockefel'ers, oliu-
kóngs. Eignir þess aldraða eru
virtar fast að 1000 miljón dala,
og ef sveinninn erfir helminginn
af því, og standi það á vöxtum í
50 ár, þá hefir hann um 2500 mil-
jón dali til þess að lifa á í ellinni.
ALLAN LINE
Konungleg Póstgufuskip
VETRAR-FERDIR
Frá St. John og Halifax Frá Portland
til til
Liverpool og Glasgow Glasgow
FARGJOLD
A FXltSTA FARRÝMI...$80.00 og upp
Á ÖORU FARRÝMI........$47.50
Á pRI».TA FARRÝMI.....$31.25
Fargjald frá Islandi
(Emigration rate)
Fyrir 12 ára og eldri....... $56.1®
“ 5 til 12 ára.......... 28.05
“ 2 til 5 ára........... 18,95
“ 1 til 2 ára........... 13-55
“ börn á 1. ári........... 2.70
Allar frekari upplýsingar um gufuskipaferðirnar, far-
bréf og fargjöld gefur umboðsmaður vor H. S. BARDAL
horni Sherbrooke og Elgin, Winnipeg, sem annast um far-
gjalda sendingar til íslands fyrir þá sem til hans leita.
W. R. ALLAN
364 Main St., Winnipeg. Aðalumboðsmaður vestanlands.
— Flokkur franskra hermanna
var á ferð í eyðimörku suður af
Moroceo Réðst þá á hann mikil
sveit Mára og léttu ekki aðsókn-
inni fyr en hið franska lið var
þrotið að skotvopnum og gekk þá
af hverjum manni dauðum nema
tveim sem komust á hest og sögðu
þessi tíðindi. Mannfallið meðal
Máranna hafði verið ógurlegt.
LUMBER
8A8I1, DOOR8, MIOIJLDING,
CEHENT og I1ARDWALL PLA8TER
Alt sem til bygginga útheimtist.
National Supply Co.
Horni McPhilips Notre Dame Ave.
Talsímar: Garry 3556 I trivvmro
“ 3558 WINNIPEG
The Birds Hill
Búa til múrstein til prýði utan á hús.
Litaður eftir því sem hver vill hafa.
Skrifstofa og verksmiöja á
horni Arlington og Elgin
WINNIPEG, - - . MANITOBA
D. D. Wootíj Manager
Fón Garry 424 og 3842 Hver múrsteinn pressaður
Hann byrjaSi
smátt
eins og margir aðrir, en
eftir tvö ár hafði hann
svo mikið að gera, að
liann varð að fá sér hest
og vagn til að komast
milli verkstöðva til eft-
irlits. Eftir 4 ár varð
liann að fá sér bifreið til
þess. Enginn liefir gert
betur og liitt sig sjálfan
fyrir en
G.L.STEPHENSON
‘ The Pl.mber"
Talsími Garry 2154
842 Sherbrook St., W’peg.
Domínion Hotel
523 Main St. Winnipeg
Björn B. Halldórsson, eigandi
P. S. Anderson, veitingam.
Bifreið fyrir gesti
Sími Main ÍJ3I. Dagsfæði $1.25
i Th. Björnsson, I
Í Rakari
( + Nýtízku rakarastofa ásamt
-J. k n a 111 e i k a b o r ð u m
X TH. BJÖRNSSON, Eigandi
♦ DOMIMON HOTEL. - WINMPEQ
R08INS0N
& Co.
Limited
KVENKÁPUR
Hér eru nýkomnar fallegar kápur
handa kvenfólki, skósíðar, víðar,
með smekklega kraga og uppslög-
um á ermum, með ýmislegum lit og
áferð. Allar stærðir. Þetta er sér-
stök kjörkaup á .
Skoðið þær í nýju
deildinni á 2. lofti.
$6.75
JAPANSKT POSTULÍN
Nú stendur yfir stórkostleg kjör-
kaupa útsala á japönsku postulíni,
Það er handmálað og hver og einn
mun undrast, að vér skulum geta
selt það með svo vægu verði. Eng-
inn hefir rá5 á að láta þessa sölu
fara fram hjá sér, svo lágt sem vérðið
er og postulínið prýð legt.
75c virði fyrir......
25c
ROBINSON
& Co.
Llmited
Ef þér viljiS fá hár og skegg
vel klipt og rakað
þá komið til
WIUINGTDN SM8ÍB SHDP
Þessi rakstrarstofa hefir skift
um eigendur og Kefir verið
endurbætt að miklum mun.
Vér vonum að þér litið inn
til okkar,
H. A. POOLE, eigandi
691 Wellington Ave.
Goast Lumber
Yards Ltd.
185 Lombard St. Tals. M. 765
Sérstakir Talsímar
fyrir hvert yard.
LUMBER
%
YARDS:
1. St. Boniface . . M. 765
eftir 8ex og á helgidngum
2. McPhilip St. . . M.766
3. St. James . . . M. 767
Aðalskrifstofa . . . M 768