Lögberg - 08.05.1913, Blaðsíða 1
Þegar nota þarf
LUMBER
Þá REYNIÐ
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
WINNIPEG, MAN.
ö.
Furu Hurdir, Furu Finish
Vér höfum birgðirnar
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
WINNDPEG, MAN.
26. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 8. MAl 1913
NÚMER 19
Gimli kjósendur gramir
yfir aðferÖ Roblins
Áma Eggertssyni ágætlega tekið á
fyrsta fundi hans í kjördæminu.
Sjálfsagður að verða kosinn.
Fyrsti fundur Arna Eggerts-
sonar í kjördærainu var svo fjöl-
mennur, aS húsið tók ekki fleiri,
enda uröu allmargir aö hverfa frá
a<5 lokum, er komust ekki inn.
Rösklegar og snjallar ræSur voru
fluttar af frambjóSandanum, Mr.
Norris og Mr. T. H. Johnson, og
var öllum vel tekið af áheyrendum.
Agrip af rccðu Artta.
Mr. Eggertson kvaö þingmensku
framboö sitt framkomið sem mót-
mæli gegn þeirri tilraun, aS vald-
bjóöa þingmann í kjördæminu.
Þaö liti svo út, sem veritS væri aö
leggja Mr. Baldwinson á hilluna
og jafnframt líkast til um leiö,
aö reyna aö svifta þá borgara,
sem fæddir væri utanlands, beinni
hluttöku í stjórn fylkisins. Hvern-
ig sem hann liti á það, þá virtist
sér þaö háttalag tortryggilegt. Sér
fyndist, aö hann, sem Islendingur,
hefði eins mikinn rétt til aö sækja
um hvert opinbert starf sem væri
í Canada, er kosið væri um, engu
síður en hver annar löghlýðinn
borgari; hann tryöi því ekki, að
fæöingarstaöur eöa þjóðerni heföi
mikla þýðingu, þegar um veitingu
opinberra starfa væri aö ræða.
Það sem mest á riði væri þaö,
hversu hæfur maðurinn væri til aö
gegna starfinu.
Alr. Eggertson lýsti þvi, aö
hann áliti það ósamboöiö kjósend-
um í Girnli kjördæmi, sem góöum
xanadiskum borgurum, ef þeir létu
einvalda harðstjórn fara með sig
eins og þeir vildu. Minna heföi það
ekki mátt vera, einsog á stóð, en
að stjórnin hefði kosið til eftir-
manns Mr. Baldwinson's, mann
innan kjördæmisins. Ef þaö heföi
gert verið, þá heföi sér ekki dottið
í hug að bjóöa sig fram.
Hann kvaöst bjóða sig fram af
hálfu liberala og sömuleiðis af
hálfu þeirra conservativa, er yndu
þvi illa, aö óþektur maöur, einsog
Taylor, væri þeim valdboöinn sem
þingmaður.
Agrip af rceSa Mr. Norris.
Hann kvaö það stundum gagn-
legt að líta á málefni fylkisins
sem hvert annað business og
þannig vildi hann líta á aðgerðir
Roblin stjórnarinnar aö þvi er til
ráðgjafa embætta kæmi. Fyrir
15 árum, áriö 1898 heföi Hon.
Hugh John Macdonald sagt, að 5
ráðgjafar væru alt of margir fyrir
fylkið, og að einn ráðgjafi gæti
stjórnaö fvlkinu meö einum vika-
pilti. Eigi að síður heföi Roblin-
stjórnin fjölgað ráðherrum, fyrst
gert þá sex og nú nýlega sjö. Þar
á ofan væri látið í veöri vaka, við
kjósendur í Gimli kjördæmi, að
Mr. Taylor ætti einnig von á ráö-
herra embætti. Kjósen lum væri
vissara aö láta þá frétt eins og
vir.d um eyrun þjóta. — Mr.
Norris sýndi þarnæst fram á,
hversu báglega fylkinu hefði veriö
stjórnað, hversu skuldirnar hafi
vaxið, hve ráðlauslega farið væ i
með fylkisfé, fónakerfið eitt út af
fyrir sig hefði kostað fylkiö yfir
11 miljónir dala, en stóru loforöin
um ódýrari gjöld og betra gagn af
talsímunum, væru óefnd ennþá;
kornhlöðurnar hefðu kostað fylkiö
á aöra miljón dala og lagst lieföi
þaö viö skuldasúpuna með öllu
tapinu á þeim; meö fylkislöndin
væri sama máli aö gegna; vænar
spildur af þeim hefðu verið seldar
pólitískum fylgifiskum fyrir minna
en hálfvirði, og nú væri svo kom-
ið, aö fylkið ætti sama sem engin
lönd.
Stefna liberah.
“Þó að liberalar megi vel dæma
hart um ráölag Roblin stjórnar-
innar í meöferö á náttúru auðlegð
landsins”, mælti Mr. Norris, “þá
mundi þaö seint leiða þá til sigurs,
ef þeir heföu ekki neitt ráö fram
aö bera, almenningi til heilla. Sú
er stefna liberala, aö fylkiö sjálft
eigi aö hafa yfirráð yfir lands-
nytjum (natural resources) í fyik-
inu. Náttúran hefir feykna mikið
vatnsafl að geyma í norður Mani-
toba, sem ætti að haldast í eiga
fylkisins . Eg hugsa að í hinu nýja
landi fylkisins felist eins mikill
auður einsog í norður hluta Ön-
atrio, og eg lýsi því, að stjórn
Roblins gerði rangt, aö sjá ekki um
að sá jarðar auður væri seldur
fylkinu í hendur. En þó að þessi
auðlegð sé ekki komin í vorar
hendur, þá tókum vér liberalar
upp á síðasta þingi þaö atriði þessa
máls sem mjög er merkilegt, en
það var, að halda vatnsafli óskertu
fylkinu til handa. Það mun sönnu
nær, að í Nelson fljóti einu
saman fari meir en 7.00O.000
hestöfl til ónýtis. I Winnipeg
ánni, sem renur í vatnið beint
gegnt Gimli, er fólgið svo mikiö
afl, aö með því má snúa hverju
hjóli og lýsa og hita hvert einasta
heimili í Manitoba. Ef þetta afl
væri notað einsog vera ber, þá
gæti fylkið vel eignast álíka vinnu-
afl einsog Winnipeg borg á nú.
Höfuðborgin hefir sýnt hvað gjöra
má, og hví skyldi fylkið ekki fram-
leiða rafmagn og færa þaö út um
sveitir og bæi? Þaö er skylda
Alanitoba stjórnar aö fá yfirráð
yfir þessu vatnsafli og gæti þess
fyrir “spekulöntum”. Meðferö
þess skyldi liagað eftir því sem
gert hefir veriö i vesturiiluta
Ontario, en þar fá 32 sveitir raf-
magn frá einni og sömu aflstöð.”
Sveitaskólar.
Annan liðinn í stefnuskrá
liberala kvaö Mr. Norris vera
kenslumálin. Tillagiö til sveita-
skóla væri nú hið sama og verið
hefði á dögum Greenway stjórn-
arinnar, þó að tekjur fylkisins
væru meir en helmingi meiri nú
en þá. Liberalar álitu að sann-
gjörn skólaskyldulög væru nauð-,
synleg og sjálfsögö. og að þaö
væri skylda fylkisstjórnarinnar aö
gefa hverju barni kost á sæmilegri
fræðslu. Einu riði hverju barni á,
— bæði rússneskum, íslenzkum,
ítölskum og canadiskum — og þaö
væri að kunna sæmilega enska
tungu. Góðra vega væri þörf, svo
aö börnin gætu sótt skólana. í
stuttu máli væri stefna liberala
þessi í skólamálum, — aö hafa
góöa skóla í sveitum, sanngjarna
skólaskyldu og góða vegi til þess
að gera eins hægt fyrir að sækja
skólann og mögulegt væri. Hversu
mikil þörf væri á skólaskyldu lög-
um mætti sjá af því, að í Winni-
peg borg einni væru 10.000 börn
á skóla aldri er ekki kæmu i skóla.
Hvaö mundi afleiöingin ve öa aö
20 árum liðnum? Með engum
þróast glæpir og veikindi eins vel
og óupplýstu fólki, því að þegar
öllu væri á botninn hvolft væri
heilsa fólksins komin undir því,
hvernig fólkiö sjálft væri að sér
gert.
Agrip a>f rccðu T. H. Johnsons.
Komið var fast aö miðnætti,
þegar Mr. Johnson stóö á fætur,
enda kvaðst hann mundu tala í
styttra lagi. Hann kvaö sér ekki
þykja sem hér væri um pólitíska
orrahríð að gera, heldur ættu
kjósendur í Gimli aðeins aö skera
úr því, hvort þeir. vildu kjósa
mann og útnefna sjálfir eöa hvort
þeir vildu líöa öðrum aö gera þaö
fyrir sig. Það liti út fyrir aö
einhver í Winnipeg hefði útnefnt
mann, sem enginn þeirra hefði
nokkurntíma séð. Mr. Eggertson
hefði verið útnefndur af íbúum
Gimli kjördæmis, og þvi stæði
bardaginn ekki milli liberala og
conservativa, heldur milli Gimli
búa og einhverra óviökomandi
(manna. Hann vissi ekki til að
neinn vildi kannast viö aö hann
hefði bent á Mr. Taylor. Og
vissulega hefði enginn á Gimli
játað þá sök á sig. Fyrir sitt
leyti kvaöst hann sjá eftir Mr.
Baldwinson af þingi, en sú eftir-
Ávarp til kjósenda
í Gimli-kjördœmi
Samkvæmt óskum mjög margra
kjósenda í Gimli kjördæmi, hef eg
afráðið að gefa kost á mér sem
þingmannsefni í næstu aukakosn-
inu, sem fram fer í því kjördæmi.
Með því að gefa kost á mér í
þeirri kosningu, veit eg að eg verð
við óskum og kröfum kjósenda í
kjördæminu á þá leið, að þeir fái
sjálfir tækifæri til að skera úr
því, hver verða skuli fuhtrúi
þeirra, og að því máli verði ekki
ráðið til lykta fyrir þeirra hönd
af óviðkomandi mönnum. Kjósend-
ur finna til þess, sem vonlegt er,
að þeir séu notaðir sem peö í póli-
tískum leik, af þeim flokk sem nú
situr að völdum í fylkinu, og
hljóta aö una því illa. Þó aö hinn
síðasti þingmaður kjördæmisins
léti sér líka, að segja pvi lausu til
þess aö ábata sjálfan sig, þá mætti
það ekki minna vera, en aö kjós-
endur fengju fult frjálsræði til að
kjósa eftirmann hans. Ef svo
væri gjört, þá eru lítil líkindi til
aö þeir mundu kjósa mann’, sem
flestum þeirra er rqeö öllu ó-
kunnur og hávaði þeirra hefir
aldrei heyrt nefndan nema ef til
vill í sambandi við það, að hann
hefir orðið að lúta i lægra haldi
i öðrum kjördæmum við undan-
farnar kosningar.
Eg vil taka það fram, að eg er
enganveginn ókunnugur flestum
kjósendum i Gimli kjördæmi. Eg
hefi átt þar heimili nokkurn tíma
ársins, um mörg undanfarin ár,
°& eg get me® sanni sagt,
aö eg þekki þarfir þess
héraös sæmilega vel. Eg kann-
ast fyllilega við þá erfjðleika,
sem fólkið hefir haft við aö
striða þar, aö undanförnu, og þó
aö margt hafi breyzt til batnaðar,
þá er þar enti margra umbóta
vant. f engu kjördæmi Manitoba
er svo brýn þörf á aö stjórnin
hefji framkvæmdir með ráði og
fyrirhyggju, svo aö landkostir í
þeim parti fylkisins komi aö fitll-
um notum, og héraðið dragist ekki
aftur úr öðrum fylkishlutum á
framfara brautinni. Hvergi ann-
arsstaðar í fylkinu er eins sár og
brýn þörf á ríflegum tillögum til
vegagerða og brúa. Eg held þvi
fram, að ef því fé, sem veitt er í
því skyni, hefði veriö útbýtt með
sanngimi, þá hefðu íbúar Gimli
kjördæmis hlotiö stórum riflegri
skerf, heldur en raun hefir á
orðið aö undanförnu. Eg er sann-
færöur um, aö menn sjá þaö vel
sjálfir, að þaö er ekki nægilegt aö
fáein hundruð dollara sé veitt til
þessa, stöku sinnum, þegar kosn-
ing er í nánd, ekki sízt, þegar þaö
fé alt of oft er látið i hendur
dyggra flokksþjóna, er hafa varið
því öllu meir eftir því sem flokkn-
um var hentugast í svipinn, heldur
en samkvæmt því sem almenningi
kom að sem beztum notum. Ibú-
ar kjördæmisins þurfa aö taka
höndum saman við stjórnina með
ráði og fyrirhyggju, meira fé þarf
að leggja fram úr fylkissjóði og
eyða því þar sem það kemur al-
menningi að sem beztum notunj,
en með engu móti nota það til að
launa pólitískt flokksfylgi.
Ekki hefir Roblinstjórnin ein-
göngu vanrækt skyldur sínar viö
kjördæmiö aö þvi et umbxtrr
innanhéraðs snertir, heldur hafa
fjártillög hennar til skóla verið
hér sem annars staöar í fylkinu,
alt of naum. Þaö er miklum erf-
iðleikum bundið að halda uppi
skólum í strjálbygðum héruðum,
og það sem Gimli-menn hafa af-
rekað í því efni, sýnir ljóslega
hvað ant þeim er um mentamál.
Ef fylkisstjórnin legði meira fé
af mörkum, þá væri hægt að bæta
skólakensluna stórmikið og með
því móti sjá betur borgið uppeldi
hinnar ungu kynslóðar.
Það er óþarfi fyrir mig aö
þessu sinni, að fara mörgum orö-
um unt Roblinstjórnina. Hennar
aðfarir hafa ekki veriö þannig, að
þær hafi verið vel þokkaðar af
réttsýnum mönnum, mönnum sem
lita á alla hluti meö sanngirni og
dæma réttvíslega um þá. Eitt hiö
vænlegasta tákn timanna nú sem
stendur er þaö, aö þeim kjósend-
um fjölgar óðum, sem afla sér
sjálfstæðra skoöana á opinberum
málum, í þessu fylki. Menn eru
farnir aö lnigsa sjálfir, meir og
tneir, i staö þess að leyfa nokkr-
um pólitískum flokk, að hugsa
fyrir sig. Því meir sem andi
sjálfstæðrar hugsunar eflist í
fylkinu, því nær færist hin nú-
verandi fylkisstjórn sinum niðu'-
lögum. Eg vonapt til þess aö
kjósendur i Gimli-kjördæmi muni
sýna í næstu kosningu, aö þeir eru
menn sem hugsa sjálfir og ráöa
sjálfir dómum sínum og reynist
upp yfir þaö hafriir, að taka við
nokkrum “dúsum” frá þeim mönn-
um, sem álíta sig vera pólitíska
einvalda í þessu fylki. Ef kjós-
endur í Gimli aðeins vildu sýna
sjálfstæði sitt, þá veit eg fyrir
víst, að þeir menn, sem bera
ábyrgðina á því ástandi, sem nú
ríkir, mundu fá réttmæta ofaní-
gjöf.
Mikill hluti kjósenda í kjör-
dæmi yðar er útltndur að ætt.
Eg er það lika. Eigi að síður
vil eg taka þaö fram, aö eg leita
ekki fylgis yðar af þjóöernisleg-
um ástæöum. Eg veit, aö kjósend-
ur í Gimli-kjördæmi eru umfram
alt hollir þegnar Canada lands og
aö þeir þykjast af því aö vera
canadiskir borgarar. Aö beita
þjóöernismálum í pólitík, er
næsta óhyggilegt, meö því
að þarmeð tálmast eftirsókn þess
göfuga takmarks, aö Canadaþjóö-
in verði ein, óskift heild, jafnvel
þó að sú þjóö eigi að telja ættir
sínar til margra fjarlægra landa.
Eg mun ekki skoöa mig sem full-
trúa nokkurs einstaks þjóöernis,
heldur sem canadiskan borgara,
er vill af öllu' afli reyna aö gera
skyldu sín sem fulltrúi alls kjör-
dæmisins í heild sinni, en ekki
neins eins hluta þess sérstaklega.
Að endingu vil eg skora á alla
kjósendur í Gimli kjördæmi til
fylgis við mig, þá sem álíta aö fylk-
inu verði það að mestu gagni, aö
Iskift sé um stjórn. Eg skora á þátil
| fylgis sem álíta aö fylkinu beri að
stjórna, ekki fáum í hag, heldur
öllum almenningi til heilla. Eg
skora á yöur alla að líta á málin
með sanngirni og án pólitískra
hleypidóma. Ef yöur skyldi þókn-
ast aö kjósa mig sem fulltrúa
yðar, þá skal eg ávalt beita allri
orku til að eiga traust yöar skiliö
og gera alt sem í minu valdi stend-
ur, til aö efla hag og heill kjör-
dæmisins.
Virðingarfylst
ÁRNI EGGERTSSON.
/ ISLENDINH
FULLTRUA VDARI
sjón sefaðist nokkuð af þeirri
von, að í staö hans sendu Gimli-
menn á þing, mann í mótstöðuflokk
stjórnarinnar. Mr. Eggertson væri
einn af þeirra eigin mönnum í
kjördæminu. canadiskur borgari,
sem heföi í alla staði gefist vel.
Hvern betri fulltrúa gætu þeir
fengið ?
Um kosningabrellur conserva-
tiva talaði hann á þá leið, að þær
væru ótrúlega óskamfeilnar. Hann
vissi af vega eftirlits mönnum,
verkfræðingum og vegavinnustjór-
um vera komnum á vettvang er
segöu fólki, af því, hver ógn af
vegabótum yröu gerðar ef Mr.
Taylor yrði kosinn. Hann þekti
sjálfur einn mann, er verið heföi
skrifstofuþjónn í einni stjómar-
deildinni um mörg ár, en væri nú
kominn á kreik og létist vera verk-
fræðingur. Sá maður heföi aldrei
fengist neitt við verkfræðinga
störf. Hann gæti víst varla ratað
götu, hvað þá heldur búið til veg;
eigi að síður væri hann nú á
vakki sem vega eftirlits maður,
vegna þess að kosning stæði til á
Gimli. Það væri storkostleg ó-
svífni aö reyna að múta fólki meö
þeirra eigin fé og kjósendur í
Gimli kjördæmi ættu aö láta það
ótvírætt í ljósi, að þeir vildu ekki
þoli fulltrúa, er ekki áliti það
skyldu sína að verja opinberu fé
til almennings heilla, hvað sem
flokksfylgi liöi.
Auk þeirra þriggja, sem að of-
an eru nefndir, töluðu þeir Mr. J.
P. Sólmundson á íslenzku, svo og
sveitarstjórinn Rojeski og S.
Ostrowski.
Verður Macdonald
hneykslið endur-
tekið?
Þingmaður af Galiciu manna
kyni, nýlega kosinn til þings í
Alberta, er kominn til Gimli, til
þess að lialda fund með kjósend-
um af sinum þjóðflokk í kjördæm-
inu, og með honum samlandi hans,
er gefur út blað 1 Edmonton.
Jafnskjótt og koma þeirra spurö-
ist, birti hiö enska málgagn
Roblins þá yfirlýsing, er blaöið lét
sem komið hefði frá Gimli, aö
“sorapiltar liberala þyrptust inn i
kjördæmið og að fólkið vonaöist
til að stjórnin verndaði það frá
pólitískum svikum og klækjum,
með því að senda lögreglulið fylk-
isins þvi til hjálpar.”!
Conservativar gleyma engu og
læra ekkert.'
Það er ekki nema rúmt misseri
síðan Macdonald hneyxlið leið hjá,
er menn voru teknir höndum og
hneftir i verðhald og haldiö þar
án dóms og án rannsóknar. Sú
óhæfa spurðist um alt landið og
jafnvel viösvegar utn hið brezka
riki og þótti hvervetna ótrúlegt
athæfi. Þaö jxitti ótrúlegt vegna
þess, aö slíkt viðgengst hvergi
nokkurs staðar nú á dögum í
nokkru landi, heiðnu né kristnu,
þarsem skipuleg stjórn er á ann-
að borð. Hvorki í Rússlandi né
í Kína né í .Tyrklandi þykir þaö
hæfilegt nú orðið, að handtaka
menn og hneppa i varðhald og
sleppa þeim aftur án rannsóknar
og dóms. Það finst hvergi, jafn-
vel ekki nema að nokkru leyti í
hernaði, þarsem borgaraleg lög
þegja, en sverðin tala.
Þann sem goðin vilja tortima,
slá þau meö blindni. Frá vissu
sjónarmiði eru slíkar aðfarir hinn-
ar conservativu stjórnar æskilegar.
Hún snýr með þeim snöru aö sín-
um eigiij hálsi. Því frekari ham-
förum sem hún gengur í lagaleysi
og óstjórn, því skemri veröa líf-
dagar hennar. Með hverju slíku
klámhöggi, sem hún hjó í Mac-
donald, þá dregur hún sverö á
sjálfa sig og skeröir virðing sína
og tiltrú. Fátt er svo með öllu ilt,
að ekki boði nokkuð gott — það
eina sem er gott við þetta fram-
ferði er það, að þaö skapar sér
sjálft hegninguna, skjóta og visa.
í alla aðra staði er það hverjum
réttvisum, sanngjörnum og 1 g-
hlýðnum borgara hrygöar cg
gremju efni.
Conservativar viröast ekki hafa
lært af jieirri óvinsæld og óvirðing,
sem aðfarirnar í Macdonald hafa
skapað þeim og fylkinu og jafn-
vel öllu landinu. Þeir virðast
muna það eitt, að þær reyndust
drjúgar til sigurs í þaö sinn. Þeir
viröast blindir fyrir þeiin aíleiö-
ingum, sem þær eru visar aö hafa
fvrir sjálfa þá. Þeir ættu aö læra
þaö, sem allar aldir hafa kent,
síðan sögur hófust, að kúgun
fæðir af sér hatur og aö lagaleysi
getur af sér hryðjuverk.
ARNI EGGERTSSON, hlNGMANNSEFNI 1 GIMLI-KJÖRDÆMI.
KOSNINGARNAR.
Vísa þcssi er Lögbergi send frá Framnes
P. O. til birtingar.
Þessar bráÖu þingkosningar
þjóðarrétt vorn skulu ei bæla.
Vér œtlum að vera íslendingar
en ekki neinir stjórnarþrælar!
— Viö og viö heyrast fréttir um
bardaga í Morocco. Einn daginn
lenti sveit franskra hermanna í
fyrirsát og barðist í sjö stundir
viö flokk Mára, og stökti honum
á flótta aö lokum. Af þeim
frönsku féllu 18 en 40 særöust.
Af hinum innfæddu féllu miklu
fleiri.
Því var hr. B. L. Bald-
winson ekki gerður
að ráðgjafaopinberra
verka hér í Mani
toba stjórninni?
Enginn getur svaraö þeirri
spurningu eins vel og Sir Rod-
mond Roblin, en leyfi hafa alli.-
san vilja, til að gera tilraun til aö
ráða þá gátu, og mesta hvöt til
þess hafa nú á þessum tíma ísl.
kjósendur í Gimli kjördæmi. Fáir
hygg eg efist um, að Mr. Bald-
winson hafi næga jækkingu til að
sjá og vita, hvar og hvernig hag-
kvæmast sé að vinna að þeim verk-
legum framkvæmdum hér í Mani-
toba sem kostuð eru af fylkisfé,
og margir munu efast um að Mr.
E. L. Taylor K. C. ('sem stjórnin
nú vill láta verða eftirmann hansj
standi í þvi efni eins vel aö vígi.
Lögfræðisnám er ekkert nauð-
synja skilyrði fyrir menn í þeirri
stöðu, heldur miklu fremur verk-
leg þekking, samhliða jækkingu á
högum og þörfum héraðsbúa. Að
öðru leyti má benda á, að allir sem
þekkja Mr. Baldwinson, jafnt and-
stæöingar sem meðhaldsmenn hans,
viöurkenna að hann sé sem fjár-
málamaður, reglusamur og áreiö-
anlegur í ágætu lagi. Það eru góö-
ir, já, ómissandi kostir fyrir mann
í stöðu ráðgjafa opinberra verka;
ekki er meö þessu sagt, að Mr.
Taylor vanti þessa kosti, en ísl.
almenningi mun lítiö um þaö kunn-
ugt, hvorki til né frá. Hvaö er
þá sem líklegast er að geta sér til,
að ráöið hafi verið að Mr. Bald-
winson var ekki tilnefndur af
Manitoba stjórninni í áðtir nefnda
stööu? Er ástæðulaust að láta sér
detta i hug aö Mr. Baldwinson
hafi í j>essu efni, veriö látinn
gjalda þess hjá stjórnarflokki sín
um aö hann er Islendingur? Ef
kjósendur í Gimli kjördæminu
skyldu líta svo á þetta mál, munu
þeir nú viö þessa aukakosning
varla hika sér viö aö gefa Roblin-
stjórninni rauða stjörnu fyrir
bláa, og kjósa Árna Eggertsson
með miklum meiri hluta, yfir þing-
manns og ráðgjafa efni Manitoba
stjórnarinnar.
B. M.
Um nokkrar undantarnar kosn-
ingar hefir afturhaldið lofað kjós-
endum norður á milli vatna mestu
kynstrum af vegum og brúm, sem
ekki er farið aö bóla á enn. Til-
gangurinn auösjáanlega að blekkja
fólkið og ná í atkvæði þess. Ætti
sú meðferð ekki ein út af fyrir
sig að nægja til þess að kjósend-
ur sýndu stjórninni að þeir ætluöu
ekki að láta blekkjast í þetta
skifti, en kjósi Arna Eggertsson
með miklum meiri hluta?
Lauzon uppgjafa þingmaður
Roblinstjórnarinnar kvaö hafa
boðið $2000 úr sínum eigin vasa
til vegabóta i Gimli kjördæmi ef
stjómarsinninn verði kosinn.
Hverju finst kjósendum slíkt boö
\*ar það vegna þess að B. L.
Baldwinson er Islendingur aö hann
var ekki gerður að ráðgjafa í
Roblinska stjórnarráðinu?
Það er gallinn á kosningaloforö-
unum, að þau vilja gleymast svo
fjarska fljótt eftir aö atkvæöa-
greiðsla er farin fram.
Herra Þórarinn Breckmann frá
Lundar kom til borgar snögga
ferö eftir helgina.
KVEÐJU-STAKA
tii
ungfrú Guðrúnar Indriðadóttur.
— o—
Hcim til Fróns með frama
ferðu, sæmda verðuat.
Þér ást-þakkir færum
þarflegt hér fyrir starfið.
Ðiðjum gæfan greiði
gang þinn, æfi langa.
Berðu héðan bræðrum
beztu kveðju að vestan!
S. J. Jóhannesson.