Lögberg - 08.05.1913, Side 6
6
LÖGBERG, FIMTTTDAGINN 8. MAÍ 1913
MIUONIR BREWSTERS.
e f t i r
GEORGE BARR McCUTCHEON.
XV. KAPITULI.
Ekki um aS villast.
9
1 einu blaðinu sem mintist á hinn fyrirhugaða
dansleik Brewsters, var afkáraleg prentvilla í yfir-
skrift greinarinnar um það efni, sem varð mörgum
hlátursefni, ]>ví að í stað þess að segja að efnt væri
til dansleiksins af unnusta Miss Drew, var sagt að
það væri auður liennar sem héldi dansleikinn. Monty
og Miss Dréw þótti þetta samt ekki hlægilegt, og
Auðmannasynirnir sem hentu mikið gaman að þessu,
gátu ómögulega skilið i þvi, hví Monty tók þessu
dauflega.
“Hann er svo ástsjúkur að hann getur ekki haft
hugann á neinu nema ungfrúnni", sagði Harrison
eitt kveld er þeir félagar höfðu safnast saman að
kveldverði, eins og þeim var títt í þá daga.
“Slíkt er engin dýjung”, sagði Bragdon íbygginn.
“Þegar rnaður verður ástsjúkur, þá leynir það sér
ekki á skapsmununum. Trúlofað fólk gerir sig sekt
í ýmsu hlægilegu athæfi, er það mundi aldrei henda,
ef skynsemin fengi að njóta sín.”
“Jþeja^ ef Mpnty i.er enn ást'fanginn af ÍMiss
Drew, þá þykir mér hann láta einkennilega í ljós
ást sína”, skaut Subway Smith inn í og við það varð
steinhljóð. Mörgum hafði dottið þetta sama í hug,
en enginn hafði komið sér að, að segja það. Þá grunaði
að eitthvað bvggi* undir, vegna þess, hvað Brewster
var þögull um þetta efni, eftir veizluna sem De Mille
hafði haldið.
“Þetta eru líklega ekki annað en venjulegir
dutlungar í trúlofuðum persónum, sem að eins skerpa
kærleikann”, sagði Bragdon. En fleira sagði hann
ekki, því að í þessu kom Monty sjálfur og nú settust
þeir að borðum.
Aður en .kveld var kornið höfðu “Auðmanna-
synirnir” fengið að vita allar helztu fréttirnar við-
víkjandi dansinum. Monty gat þess alls1 ekki, að
dansleikurinn væri haldinn í heiðursskyni við Miss
Drew, og það var áberandi að nafn hennar var ekki
á boðsgesta-skránni. Þegar Monty hafði tilkynt
Auðmanna-sonunum ráðgerðir sínar viðvíkjandi
étansleiknum, skorti mikið á að þeir gætu fallist á
þær, þó að þeir væru bæði hugkvæmir um skemtanir
og gjarnir til fjáreyðslu.
“Nogper” Harrison gat þess til með mikilli al-
vörugefni að dansleikurinn mundi kosta B/rewster
að minsta kosti $125.000. Auðmanna-synirnir litu
hver til annars, en Brewster glotti kuldalega og gaf
vini sínum hæfilega ofanígjöf fyrir framhleypnina,
og sagði að síðustu, “eg er viss um að “Nopper”
reynir að sitja um niðursett verð á giftingarglófun-
utn sínum.”
1
Harrison vildi ekki láta hann eiga hjá sér og
svaraði: "Eg held að það væri þó skynsamlegra,
með allri virðingu fyrir þér, heldur en ákefðin sem
í þér er að koma miljónum þínum ofan í hvern þann,
sem opna vill munninn fyrir bitum af borði þínu.”
“Eg sé ekki betur en fólk gleypi þær með beztu
lyst rétt eins og súkkulaði-brjóstsykur”, svaraði
Brewster.
Nú greip Pettingill fram í með mælsku sinni og
hrópaði: “Vinir mínir og herrar!”
“Hverjir eru vinir og hverjir herrar?” spurði
Van Winkle.
En listamaðurinn lét ekki rugla sig, en hélt áfram :
“Leyfið mér að gera ykkur kunnuga okkar mikla
Krösus — þeim eina sem nú er uppi. Hann hefir
messing í marmara stað og gerir flugdreka úr
fimtíu-dollara seðlum. Hann etur silfur og drekkur
gullblöndu. Lítið á hann herrar mínir, manninn sem
eyðir þrjátiu þúsund dollurum í blómakaup.”
“Að viðbættum Vínar-söngflokknum, sem kostar
tuttugu og niu þúsund”, bætti Bragdon við. “Og þó
er sagt að þögnin sé gullvæg.”
“Og svo eru þrír söngvarar látnir skifta á milli
sín tólf þúsund dölum. Slikt er blátt áfram glæpur”,
hrópaði \ an Winkle. “Yfir á Þýzkalandi eru þeir
látnir syngja i heilan niánuð fyrir hálfri þeirri
upphæð.
“Það er leiðinlegt að heyra til ykkar menn”,
tautaði BrevVster og reyndi að slá þessu upp í gaman.
“Eg ætla að eins að biðja ykkur að koma á dansleik-
inn og láta ykkur ekki leiðast. En hérna ykkur að
segja vildi eg heldur láta standa mig að því að vera
að kaupa isrjóma hjá Huyler, heldur en að efna til
þessa dansleiks. En—”
“En þá langar okkur til að vita ástæðuna. Hver
er hún?” spurði Subway og hallaði sér áfram
áfergislega.
“En”, hélt Monty áfram, “nú hefi eg fastráðið
að halda dansleikinn, og dansleikur skal það verða,
sem mörgum verður minnisstæður.”
Samt sem áður gat Brewster, þó að hann léti
kæruleysislega, ekki fengið hugrekki til að segja
Margrétu frá þessari og annari eyðslusemi sinni.
Hann lét sér nægja að geta þess við hana, svona í
almennum orðum, að hann kæmist að miklu betri
kaupum um flest, en hann hefði búist við nokkurn-
tíma. Hann hló að ýmsum sögum, sem hún þóttist
hafa heyrt um fjáreyðslu hans og kvað þær ekki ná
nokkurri átt. Og er hún heyrði þessar fullyrðingar
hans, hvarf henni kvíði úr huga og hún varð glaðleg
á svip, eins og hún átti að sér.
"Eg býst við að hún haldi mig flón”, sagði
Monty, er hann fór út frá þeim mæðgum, eftir eina
slíka umræðu, “en hvað mun hún þá halda um mig,
þegar komið er að árslokunum næstu, og eg verð
rétt að segja orðinn öreigi?” Honum féll það hvað
þyflgst að þegja yfir því við Margrétu, hvað knúði
hann fram í því einkennilega kapphlaupi, sem hann
var að þreyta — kapphlaupi eftir fátæktinni. Hann
sárlangaði til að segja henni upp alla söguna, en sat
þó á sér um að gera það.
Undirbúningurinn undir dansleikinn hélt alt af
áfram, og í vetrardeyfðinni hélt þetta hugum sam-
kvæmisfólksins vakandi. Ráðgert var að þetta yrði
dansleikur á spanska vísu, og við margar te-veizlur
var vonin um það hátíðahald eins og himnesk sending
til að fjörga samtal gesta. Eins og vant var þegar
um fjáreyðslu Montys var rætt, féllu mörg háðsyrði
í hans garð, én þó leyndi sér það ekki að hinir aladd-
insku skemtunar-hættir hans, löðuðu að sér hugi
margra manna. Þó að látin væri í veðri vaka van-
þóknun á tiltækjum hans, lá á bak hjá flestum hulin
aðdáun á hinum dæmafáa kjarki mannsins. Og það
voru næsta fáir sem datt í hug að skerast úr leik að
hjálpa honum við fjáreyðsluna. Þáð var svo auðvelt
að fylgja honum fram á fremstu brún hyldýpisins
og lofa honum svo einum að halda áfram og fram
af. Brewster heyrði að eins óminn af þessu, því að
hann hafði þaggað niður í Harrison með nýjum
verkum og Pettingill með fögrum framtíðarmögu-
leikum. En þessi ómur álengdar fekk litið á hann,
einkanlega vegna þess, að hann var önnum kaíinn
við að semja reikninga, sem skörðuðu stórum 5
teknadálk hans. Það gat ekki hjá því faríð að dans-
leikurinn stækkaði það skarð drjúgum, þrátt fyrir
uppbótina sem hann hafði fengið úr hlutakaupunum.
Auðmanna-synirnir lágu ekki á liði sínu við að hjálpa
Brewster. Honum fanst þeir samt fremúr liðléttir,
ekki hvað sízt fyrir þá Sök, hvað þeir gátu sjaldan
verið á einu bandi, heldur sýndist sínum hvað. En
þó gramdist honum það mest, að um það eitt gátu
þeir verið sammála, að reyna að draga sem mest úr
útgjöldum hans, að auðið var.
“Hann er vís með að gefa bifreiðar og perlu-
bönd í veizlugjafir, ef við tökum ekki af honum ráð-
in,” sagði Subway Smith, eftir að hann heyrði að
Monty hafði lagt svo fyrir að kampavín skvldi drekka
alt kveklið. “Gefðu þeim kampavín fyrst”, sagði
hann, “en þegar á líður láta þeir sér á sama standa
þó að þeir fái ekki annað en eplavín.”
“Monty lætur hlaupa með sig í gönur”, sagði
Bragdon með hægð, “og þetta áform hans er aug-
Ijósasti votturinn, og útlitið hans er orðið ljótt.
Það voru heldur engin ósannindi. Brewster var
farinn að láta á,sjá. Áhyggjur og erfiði var farið
að veikja heilsu hans. Hann var orðinn fölur yfir-
litum, augun dauf, og alt fas hans bar vott um kæru-
leysi, og því gat hann jafnvel ekki leynt fyrir vinum
sínum, að hann væri ekki vel frískur.
“Það er eitthvað sem gengur að mér”, sagði
hann, “það er engu líkara en að öll líffæri mín hafi
gert samtök að því að hætta að starfa.”
Alt í einu varð hlé á undirbúnings starfinu und-
ir dánsleikinn. Tveim dögum fyr en átti að halda
hann bar þetta að, að forstjórarnir stóðu uppi ráða-
lausir og í vandræðum. Monty Brewster hafði lagst
veikur og var þungt haldinn.
Botnlangabólgu töldu læknar það, sem að hon-
um gengi, og var sagt að uppskurður væri óhjá-
kvæmilegur.
“Hamingjunni sé lof að það er þess kyns tízku-
sjúkdómur”, sagði Monty hlægjandi, og lét ekki neinn
kvíða á sér heyra. “Það hefði verið svo hlægilegt,
ef það hefði verið hettusótt, eða í blöðunum hefði
staðið: “Vegna þess að Mr. Brewster íiggur í kíg-
hósta gat hann ekki verið á dansleiknum, sem hann
hafði efnt til.”
“Þú ætlast þó líklega ekki til að dansleikurinn
fari fram nú meðan þú ert veikur”, sagði Harrison.
“Ójú, Nopper”, sagði Monty. “Þetta hafði eg
einmitt helzt viljað. Þið vinir minir heilsið gestun-
um og bjóðið þá velkomna, en eg verð heima.”
Nú settust Auðmanna-synirnir þegar á ráðstefnu,
og voru þeir allir á einu máli um það, að fresta
boðinu. Fyrst í stað var Monty alveg á móti því,
en þegar vinir hans leiddu honum það fyrir sjónir,
að hann gæti haldið dansleikinn síðar, þegar hann
frískaðist, þá linaðist hann. Hann sá að það gat
verið hagur fyrir hann, að fresta dansleiknum, til-
efni nýs kostnaðar, sem vert var að íhuga.
“Jæja, látum svo vera, en frestum honum
að eins.”
Nu varð margt að gera næstu daga, að fá
santninga upp hafna, kalla aftur boð, greiða skuldir,
og reyndu vinir Monty að firra hann fjárskaða eftir
)ví sem auðið var. Harrison og félagar hans lágu þar
ekki á liði sínu; þeir voru dauðhræddir um líf
Brewsters og komu afarmiklu til leiðar. Gardener
duldist það ekki að Vínar-söngflokkurinn heimtaði
sitt, og að Monty hlaut að stórskaðast á honum.
Gardner fanst því reynandi að gera þá ráðstöfun að
söngflokkurinn ferðaðist um landið, til að hafa upp
fé, og Monty var svo sjúkur, að hann gat ekki verið
að skifta sér af því, og lét vin sinn ráða.
Monty var ókviðinn um sjúkleik sinn, og fanst
botnlangabólgan vera sér nærri því hagræði.
“Það er nú orðin tízka að fá botnlanga-bólgu,”
sagði Monty eitt sinn við Margrétu Gray.
Hann neitaði því algerlega að fara í sjúkrahús,
en bað þess að hann yrði fluttur í gamla heimkynni
sitt til Mrsi Gray.
í sjúkleik sínum fann Monty það, að hann þurfti
á nákvæmni og vinsamlegri aðhlynningu og samúð
að halda. Dr. Lotless varð að láta breyta litla svefn-
herberginu hjá Mrs. Gray í uppskurðarstofu, með
nýtízku þægindum, og Monty huggaði sig við það,
að þó að hann tefðist við að framkvæma fjáreyðslu
ráðagerðir sínar um nokkrar vikur, þá skyldi hann
sjá um að veikindi sín, skyldu verða svo kostnaðar-
söm sem auðið væri. Frægir læknar og sérfróðir
voru tilkvaddir, en Brewster brá þó ekki venju sinni, |
en lét Dr. Lotless, einn Auðmannasoninn, vera kjör-
lækni sinn. Monty bar þjáningar sínar með karl-
mensku, og gaf jáyrði sitt til uppskurðarins, því að
það var eini vegurinn til að bjarga lífi hans. Fyrst
var barátta um líf og dauða, síðan lífsvon og loks
rósemi afturbatans. í sama litla herberginu þar sem
hann hafði dreymt æskudrauma sína, og lifað sínar
hrygðarstundir meðan hann var barn að aldri, heyði
hann nú þunga baráttu við sjúkleik sinn, sigraðist á
honurn, og þegar af var það harðasta, tók að rofa
aftur gegnum skugga dauöans, er yfir höfðu grúft.
En honum fanst þó. erfiðara að vakna aftur til lífs-
ms, en hann hafði ímyndað sér. Honum fanst lífs-
byrðin svo afar-þung undir að ganga á ný. Hjúkr-
unarkonan þóttist sjá að eitthvað áhrifameira þyrfti
til að hressa hann við, en fjörgandi lyfa, og kom
henni loks til hugar að fá Margrétu til að hjálpa sér.
“Maggá”, sagði hann, þegalr hiejnni var (fyrst
leyft að koma inn til hans, “veröldin er ekki vondi
eftir alt saman. Stundum hefir mér að vísu sýnst
hún nokkuð sfuiggaleg meðan eg hefi legið hérna
inni. En það er svo margt sem lýsir upp dimmuna.
f dag finst mér eins og eg eiga hér einhvern vísan
stað, — eitthvað til að vinna fyrir. Hvað finst þér
Magga? Heldurðu að eg dugi til að koma nokkru
í framkvæmd? Þú veist við hvað eg á — eitthvað
sem aðrir gætu ekki gert nærri eins vel og eg?”
En Magga vildi ekki leyfa honum að tala. Hún
vár hrædd um að hann hefði ilt af því. Hún reyndi
að sefa ákafa hans og tók að strjúka hár hans með
köldum höndum sínum. Svo skildi hún við hann,
svo að hann gæti áttað sig.
Æði margir dagar liðu þangað til Monty hafði
náð sér svo vel, að hann gat farið að hugsa um fjár-
mál, en hann vonaðist eftir að læknarnir mundu
setja upp drjúgan skilding. Við það huggaði hann
sig. En er Dr. Lotless lét hann vita að allur legu-
kostnaðurinn mundi ekki fara fram úr þrjú þúsundi
dollurum, þá lá við að Mnoty slæi niður aftur.
“Og hve mikill er aukakostnaðurinn fyrir upp-
skurðinn ?” spurði Brewster ólundarlega.
“Hann er innifalinn í þessum þremur þúsund
dollurúm,” svaraði Lotless. “Þeir vissu að þú varst
vinur minn og því voru þeir sanngjarnir í kröfum
sínum.”
f marga daga lá Brewster á heimili Mrs. Gray,
og þó að honum leiddist legan, þá bætti það mikið
um, að hann hafði Möggu þar sér til skemtunar; það
friðaði hann mikið, því rótt var honum ekki yfir því,
hvað mikill tími gengi frá, sem ekki var hægt að
eyða til fjáreyðslu. Hann gat hfeldur ekki annað en
glaöst yfir þvi, hvaö vinir hans og aðrir létu sér ant
um hann. Um það báru ljósastan vott sífeldar
spurningar um líðan hans. Alt þetta vakti á ný hjá
honum sjálfsvirðing. Læknarnir ráðlögðu honum
síðast að sigla til suðurlanda, og dvelja að Florida að
minsta kosti mánaðar tíma meðan hann væri að
hressast. Monty tók þessari ráðlegging fegins hendi,
og fól Harrison að leigja þar stað handa sér og þeim
Gray-mæðgum. Hann krafðist þess fastlega að fá
þær með sér í þetta ferðalag.
“Hvað verður langt þangað til eg get farið að
vinna aftur, læknir?” spurði Monty daginn áður en
sérstaka lestin lagði af stáð, sem flutti hannj suður.
Hann var farinn að sjá að þessi veikindi hans voru
að verða ískyggileg tálmsnara á áformi hans. Hann
dauðlangaði til að geta tekið til starfa á ný með fullu
fjöri og þrótti.
“Starfa?” endurtók læknirinn. “Hver er at-
vinnan mætti eg spyrja?”
“Að auðga annað fólk,” svaraði Brewster
stillilega.
“Ertu ekki ánægður yfir því, sem þú hefir látið
af mörkum við mig? Ef góðgerðafíkn þín er svo
megn, sem þú lætur i Ijós, þá hlýtur þú að vera meir
en lítið lasinn. Eg ráðlegg þér að fara mjög varlega
með þig, og ef þú gerir það, ættir þú að vera fær
um að hafa stöðuga fótavist eftir fimm til sex vikur.
Harrison kom inn rétt í því að Lotless fór út.
Magga sat við gluggann og leit brosandi framan í
hann. Hún hafði verið að lesa reglulegan eldhús
róman fyrir Brewster.
“Nú, hvað er að segja um dansl^ikinn, sem eg
ætlaði að halda?” spurði Monty og var þungbúinn
á svipinn.
“Við frestuðum honum,” svaraði Harrison, og
varð hálf forviða við spurninguna.
“Manstu það ekki Monty?” spurði Margrét og
leit upp; henni flaug í hug, að hann hefði skyndi-
lega fengið óráð.
“Eg veit það, en nú vildi eg vita, hvaða tima þið
hafið tiltekið, nær dansleikurinn skyldi haldinn?”
“Við ákváðum engan tíma, Monty, okkur var það
ómögulegt — við höfðum enga heimild til þess, vildi
eg sagt hafa.” \
“Eg skil það,. En hvað er orðið um öll blómin
og söngleikaflokkinn ?”
..Söngleikaflokkurinn er á fljúgandi ferð um
Iandið og þykir mér ekki ótrúlegt, vegna ósamlyndis
sem komið er upp í honum undir stjórn aumingja
Gardener; og gæti bezt trúað að Gardener lemti á geð-
veikrahæli eftir alt saman. En um blómin er það að
segja, að þau eru löngu dauð.
“Jæja, það verður að sitja við það sem komið
er Nobber, en nú verðum við að fara á stúfana og
“Empire” tegundir
ÞaÖ hefir alla tíð verið á-
stundan vor að láta „Em-
pire“ tegundirnar af
WALL PLASTER, WOOD FIBRE,
CEMENT WALL og FINISH
vera b é z t a r allra og
a f b r a g ð allra annarra.
Og ágæti þeirra er sann-
að og sjcnt án alls vafa.
Skrifið eftir áætlana bœklingi
Manitoba Gypsum Co., Ltd.
Winnipeg, Man.
reyna að efna til nýs dansleikjar, eg er að halda að
við ættum að geta verið búnir að koma honum í kring
um miðföstu. Þá ætti eg að vera orðinn heill heilsu.”
Margrét leit til Harrison eins og hún vonaðist
eftir aðstoð frá honum til að berjast á móti þessari
fyrirætlan Montys; þau fóru að hugsa um hvort
veikindi Montys hefðu gersamlega gert hann vit-
skertan.
>
XVI. KAPITULI.
Suður í sóllöndum.
Það var lághýsi miljónaeiganda frá New York,
setn leigt hafði verið handa Brewster. Eigandinn
hafði kosið að dvelja í ítaliu um hríð, og hafði falið
vinum sínum að leigja skemtistaðinn, sem lá á mjög
fallegum stað og var hinn vistlegasti. Brewster hafði
leigt þarna til þriggja mánaða og greiddi afar háa
leigu, Hann lét Joa Bragdon sjá um að flytja hina
skrautlegu búslóð frá New York þangað, og innan
skamms var hið nýja heimkynni orðið að hinum
dýrðlegasta dvalarstað. Monty var enn ekki orðinn-
fær um að aka í bifreið eða koma á hestbak, en bæði
bifreið og hesta sendi hann sttður og fengu vinir hans
að brúka þau óspart. Harrison var skilinn eftir
nyrðra til að undirbúa dansleikinn fyrnefnda og var
honum þó óljúft næsta það verk; sömuleiðis átti
hann að sjá um' að undirbúa væntanlega skemtiferð
á listisnekkju. Dr. Lotless, systir hans og Smith
Subway fóru suður með Brewster.
ÍSLENDINGAR í
GIMLI-KJÖRDÆMI
Greiðið atkvæði með landa
yðar Arna Eggertssyni, og
látið ekki kjördæmið ganga
undan íslendingum. Takið
höndum saman til þess,bœði
íslenzkir liberalar og con-
servatívar. Arni Eggertsson
er fulltrúi ykkar allra.
Búðin sem alla gerir ánægða
Komið hingað
og kaupið skó
sem yðurlíkar
Quebec Shoe Store
639 Main St.
3. dyr fyrir norðan Logan Ave.
Lögbergs-sögur
fást gefins með því að
gerast kaupandi blaðsins
Dr.R. L. HURST,
Member of Royal Coll. of Surgeons
Eng., útskrifaður af Royal College of
Physicians, London. Sérfræðingur í
brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. —
Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage
Ave. (í móti Eaton’sJ. Tals. M. 814.
Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9.
THOS. H. JOHNSON og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
Islenzkir lógfræðingar,
Skrifstofa:— Room 811 McArtfeur
Building, Portage Avenue
Áritun: P. o. Box 1656.
Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg
ÓLAFUR LÁRUSSON
og
BJÖRN PÁLSSON
YFIRDÓMSLÖGMENN
Annast Iögfræðisstörf á Islandi fyrir
Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og
nús. Spyrjið Lögberg um okkur.
| Reykjavik,
I
P. O. Box A 41
lceland ♦
Dr. B. J. BRANDSON
Office: Cor. Sherbrooke & William
TELEPHONE GARRV aao
Office-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h.
Heimili: 620 McDermot Ave.
Telephone garry 3S1
Winnipeg, Man.
Dr. O. BJ0RN80N
Office: Cor. Sherbrooke & Willíam
rRLEPHONEi GARRY 3SÍ*>
Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h.
Heimili: 81 O Alverstone St
TELEPHONEi garry Ttta
Winnipeg, Man.
Vér leggjum sérstaka áherzlu á aB
selja meðöl eftir forskriptum lækna.
Hin beztu meSöl, sem hægt er að fá,
eru notuS eingöngu. f>egar þér kontiS
meS forskriptina til vor, megiS þér
vera viss um að fá rétt þaS sem lækn-
irinn tekur til.
COI/CIjEXJGH & co.
Notre Dattie Ave. og Sherbrooke St.
Fhone. Garry 2690 og 2691.
Giftingaleyfisbréf seld.
Dr. W. J. MacTAVISH
Offics 724J ó'argent Ave.
Telephone Vherbr. 940.
( 10-12 f. m.
Office tfmar •< 3-6 e m
( 7-9 e. m.
— Heimili 467 Toronto Street
WINNIPEG
telephone Sherbr. 432.
J. G. SNŒDAL
TANNLŒKNIR.
ENDERTON BUILDNG,
Portage A»e., Cor. Hargrave 8t
Suite 313. Tals. main 5302.
^ Drf Raymond Brown,
SérfræÖingur í augna-eyra-nef- og
háls-sjúkdómum.
326 Somerset Bldg,
ti Talsími 7262
jI Cor. Donald & Portage Ave.
j Heima kl. io— 12 og 3—5
A. S. Bardal
843 8HERBROOKE ST,
selnr líkkistur og annast
om útfarir. Allur útbún-
aöur sá bezti. Ennfrem-
ur selur hann allskonar
minnisvaröa og legsteina
. Garipjr 2152
8. A. SIOUWP8QW Tals. sherbr, 278Ó
S. A. SIGURÐSSON & C0.
BYCCIfiCAþjEfiN og F/\8TEICN/\SALAB
Skrifstofa: Talsími M 4463
208 Carlton Blk. Winnipeg
J. J. BILDFELL
FASTEIGnASALI
Room 520 Union Bank - TEL. 26Q5
\
Selur hús og lóðir og annast
alt þar aBlútandi. Peningalán
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VERKSTŒÐI:
Horni Toronto og Notre Dame
Phone : Helmllia
Qarry 29SS Qarry SM