Lögberg - 04.12.1913, Page 1

Lögberg - 04.12.1913, Page 1
Pegar nota þarf LUMBER Þá REYNIÐ THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. WINNIPEO, MAN. iilef i. Furu Hurdir, Furu Finish Vér höfum birgðirnar THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. WINNIPEG, MAN. 26. ARGANGUR Heiðurssamsæti. Á þakklætishátíöardegi Banda- ríkjamanna sem bar uppá 27. f. m. mintust íslendingar í Minneota Minn,, séra Björns B. Jónssonar prests og forseta kirkjufélagsins. Var honum þá haldið heiðurssam- sæti til minningar um 20 ára langa prestsskapartíð. Samsæti þetta fór fram i kirkju St. Pauls safnaðar í Minneota, kl. 3 síðdegis, en á undan hafði farið þakklætisguðsþjónusta kl. 11 f. h. í heiðurssamsætinu, sem var hið rausnarlegasta í alla staði, tóku þátt ekki að eins safnaðarmenn í Minneota, heldur og utansafnaðar- fólk íslenzkt, sem þar var búsett. Samsætið hófst með þvi að sunginn var sálmurinn 291 í sálma- bókinni. Því næst hóf G. B. Björnsson máls, og ávarpaði heið- ursgestinn og konu hans og afhenti þeim gjafir frá samsætisfólkinu, honum $300.00, en henni $52.50. Þá talaði Bjarni Jones um tuttugu ára endurminningar. Þessu næst B. B. Gíslason um séra Bjöm “sem prest utansafnaðarmanna”. Næst var flutt kvæði það, “Vor Björn”, eftir Þórð Gelli, sem hér fer á eftir. , „Vor-Björn“ Lag: Hin dimma, grimma hamrah. Að standa vígs á velli fast með virtum hermanns dug, og bugast ei við klota kast tié kröftug örva flug; og hörfa hvergi böls á braut, þótt blind á falli hríð en sækja djarft i sárri þraut er sigur merking fríð. Vér heiðrum þann með hermanns rétt sem hnigur í broddi lýðs,; það hæfir ei síður helgri stétt að halda velli stríða; og bera fram með Kristi kraft hin kröftugu trúar mál, og ljós það eigi láta taft er lýsir hreinni sál. í dag vér höldum minni manns, sem með oss þreytir skeið, og leiðsögn undir ljúfri hans vor leið því skyídi greið. Hann brýtur fyrir oss báru köst á boða vöxnum sjá þvi stjórn hans æ er stefnuföst, að stýra oss hættum frá. Það stórt er verk á storma ver að stýra valtri skeið, og berast aldrei blind á sker á brimólgandi leið; og halda i réttu horfi knör þá hrönnin yfir slær, unz lent er þeirri lands í vör hvar löðrið ei til nær. Og safna viltri sauða hjörð úr svörtum úlfa geim, og hafa á henni vöku vörð og venja að stöðli heim; svo enginn týnist aflinn sá er eitt sinn fundinn var, sú menning lifir helg og há til helgrar minningar. Þér hjálpi guð í hverri neyð, vor hetjan frægðar ung, ei hugfallast á hálfri leið þótt hafaldan sé þung. Vér þekkjum vel þitt stóra starf, og stríð í sókn og vörn, og vitum líka þess til þarf, já, þrek, og trú, vor Björn. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 4. DESEMBEK 1913 NÚMER 49 Síðan talaði Jón B. Gíslason um “tuttugu ár undir kirkjuveggnum”. Þá flutti P. V. Petersen erindi er hann nefndi “Á ferð með prestin- um”. A„ B. Gislason talaði um “forseta kirkjufélagsins í “Sam- son”-stríðinu” og St Gilbertson ræðu er hann nefndi “minni for- setans”. Að lyktum bar séra B. B. Jóns- son fram þakkar-avarp til sam- komunnar, fyrir þá vírðing og vin- semd, sem þeim hjónum væri sýnd með samsæti þessu og þakkaði hin- ar höfðinglegu gjafir. Samsætið fór mjög vel fram og var hið skemtilegasta, og ljós vott- ur þeirra miklu vinsælda, sem séra Björn B. Jónsson, að maklegleik- um, á að fagna í sinum söfnuðum, eins og víðar, því að hann er beztu hæfileikum búinn og mesti skör- ungur bæði í kirkju og utan. Samur við sig. Þess var getið fyrir nokkru, að einn af ráðherrum Bretastjómar, póstmálaráðgjafinn Herbert Sam- uel, ferðaðist um endilangt Canada fram og aftur og hélt ræðu um það sem fyrir hann hafði borið, í kveðjuveizlu, sem honum var hald- in í Montreal, lofaði mjög landið, dug og framkvæmdir landsmanna og einkum áhuga þeirra á mentun og fræðslu ungdómsins. Eina und- antekning kvaðst hann þó hafa orðið var við, þá, að '1 Manitoba væru engin skólaskyldu lög, svo að það væri algerlega komið undir áhuga foreidranna, hvort börnin í því fylki gengju á skóla ellegar ekki. Undir þetta var tekið af öðr- um merkum mönnum, þar ámeðal skólameistara við McGill háskóla í Montreal, og stefna iylkisstjórnar- innar i Manitoba lordæmd af þeim. Þessum hefir nú stjórnar- formaðurinn Roblin svarað á þann máta, sem honum er eiginlegt. Hann gaf hinum brezka ráðgjafa nafn, og kallaði hann “jelly-bag”, sem mun mega útleggjast ‘flot- baggi’ eða ‘gorvömb’, en það þykir miður heppilega að orði komist af stjórnarformanninum, meðal ann- ars af þeirri ástæðu, að hann sjálf- ur er alla tíð að vaxa á þverveg- inn. en sá er nafnið var gefið, er mjór einsog þvengur. t annan stað skoraði Sir Rodmond á Mr. Asquith að setja þennan samverka- mann sinn, póstmálaráðgjafanh, ’i barnagarð, til að kenna honum mahnasiði; það þótti heldur ekki viðurkvæmilega talað, þvi að Mr. Samúel er einstákt prúðmenni í tali og framgöngu, en Sir Rodmond er einhver mesti frekjumaður í orðum, sem þetta land á; hann er alþektur um alt Canada fyrir þann ágalla og gerist nú viðkunnur um alt hið brezka ríki fyrir hið sama, þv'i að ýms blöð á Bretlandi hafa tekið málið til uinræðu, fengið fréttaritara hér í fylki til að segja frá fræðslumála ástandinu, og standa með Mr. Samuel að þessu máli. Það er engin furða, þó að Sir Rodmond “agti fyrir smá- herra” þá sem leggjast í móti hon- um hér í fylki, er liann geysist á hendur hinum tignustu mönnum í brezka ríkinu með fúkyrðum. Mörg blöð conservativa hér í landi hafa lýst vanþóknun sinni á þessu framferði Roblins vors og sum sl<órað á hann að biðja afsökunar á frumhlaupi sínu. — t einum smábæ í Nova Scotia misti kona e'nkabam sitt fyrir nokkrum mánuðum, hún syrgði það svo mkið, að henni fanst lífið óbærilegt og réð sjálfri sér bana. Maður hennar var læknir og þau ekki fyrir löngu gift. — Skip kom af síldveiðum til Qúebec borgar og segir skipstjóri þá sögu, að mjög skæð veikindi gangi' að sildinni i ár. Innýfli hennar grotni í sundur og álítur hann líklegt, að sjúkdómur þessi breiðist út til annara fiska. Mörg þúsund tunnur af rotnaðri síld l'ggja á landi, þarsem veiðin er mest stunduð eystra. — Fertug kona var nýlega tekin föst i Toronto, sökuð um að vera gift tveimur eiginmönnum, án skilnaðar frá þeim fyrri. Seinni maðurinn var kornungur og var sonarsonur systur brúðarinnar. — Góð mjólkurkýr af Jersey kyni er það sem bóndi nokkur keypti nýlega af fyrirmyndarbúi i Michigan. Hún mjólkaði á einu ári 18.783 pund af mjólk, en úr þeirri mjólk fengust 1.183 pund af sméri. Sú mesta ársmjólk fir einni' kii er menn hafa áður þekt með vislsu hér í álfu, var 17.258 pund. — í litlum bæ í Ontario, hefir dómari vandamál til úrskurðar. Svo er mál með vexti, að ein góð búkona í bænum, Mrs. Brown, átti hænu er tók upp á því að leggjast frá hænsnabúrinu og sitja og sofa á girðingu er næsti nágranni' hafði reist á lóðamótum. Mrs. Brown leiddisit þetta útstáelsi hænunnar og vildi taka hana af girðingunni, en nágrannakonan varð fljótari til og greip hana og kvaðst mundi halda henni1, þangað til leiga væri borguð fyrir girðinguna, er hæn- an hafði notað fyrir hvílurúm. Mrs. Brown tók það ráð að stefna grannkonu sinni um stuld og hefir ekki stórvaxnara né flóknara mál komið '1 þeirri borg. Tuttugu og tveir vottar voru leiddir fram og höfðu allir langa sögu að segja. Hænan heitir “Sarah” og er all- fræg orðin í Ontario. — Bókhaldari þess félags, sem legggur tvöfalda teina á Superior braut C. P. R., fór á rjúpnaveiðar einn dag um siðustu mánaða mót, en er hann kom ekki aftur það sama kveld, voru fengnir niu Indi- ánar til að leita í skógunum um- hverfis. Þeir leituðu í viku, en fundu ekkert. Tiunda daginn eft- ir að maðurinn hvarf, fór Indiáni ofan fljót í barkarbáti og þóttist heyra kvein, og gerði viðvart jafn- skjótt og hann kom til bygða. Var strax brugðið við og haldið til þess staðar, er Indiáninn visaði til, fanst maðurinn í gryfju, er hann hafði grafið sér og hulinn skógar- laufi. Hann var borinn tvær míl- ur til næstu tjalda, og sagði hann svo frá, að hann hefði skotið tvær rjúpur fyrsta daginn og etið þær svo næsta dag, en siðan verið mat- arlaus i átta daga. Hann var hræðilega kalinn á höndum og fót- um og dó tveim stundum eftir að heitri næringu var helt ofan i hann. — Tveir grimuklæddir menn gengu inn í verzlunarhús eitt i Minneapolis, höfðu hönd á um- j slögum, er kaupgjald verkamanna j hafði verið látið í, og i voru 1200 dalir, gengu burt með byssurnar á lofti og héldu leiðar sinnar í stol- inni bifreið. Ekki varð þeim náð. ’ — Próf. E. E. Prince, sem er j æzti umsjónarmaður fiskiveiða hér ' í landi, hefir fundið upp merkilegt áhald, én það /er lyftivél í fossa, | er silungur og !ax komast ekki upp af eigin ramleik. Áhald þetta í er sett þar í fossinn, sem vatns- megnið er minst, helzt til hliðanna og fiskurinn leiddur með v’irgirð- 1 ing frá miðju foSsins í kassa, er lyftist upp af þunga vatnsins sjálfs og skilar af sélr fiskinum fyrir ofan fossbrúnina. Þessi vél hefir verið reynd í sumar og gefist vel, að sögn, í fjörutíu feta háum fossi'. — Eitt sltærsta og fegursta her- skip ítala er strandað á skeri í Mesina sundi og óttast menn að það brotni '1 spón. Sundið var al- ræmt til forna og var þá trú rnanna, að óvættir bvggju i björgunum beggja vegna, er seiddu til sin skip með friðleik sínum og fögrum söng; voru þeim nöfn gefin, hét önnur Skylla og hin Karybdist — Tveir menn voru sendir ný- lega i loftförum af Spánverja her í Marokko til að njósna um liðs- afla Máranna. Þeir komu aftur sárir mjög, höfðu hætt sér helzt til nærri herbúðum óvinanna og særð- ust hættulega af skotum þeirra. Hvorugur hafði mátt til að hræra sig ur flugvélunum er þeir komu niður. — Kvenréttinda valkyrjur lierja nú á Englandi með miklum ofsa, brenna hús og varning þarsem þær koma þvi við. Nýlega brendil þær viðárbirgðir við Tempsá, nálægt Oxford, til 100,000 dala. Meðan þeir timburhlaðar voru að brenna, tóku sig til stúdentar, með ýmsum borgurum, geröu aðsúg að skri'f- atofu kvenvarga þessara er þær áttu í staðnum, snöruðu kvenfólk- inu út á götu og bnttu alt, sem þeir fundu, þeim tilheyrandi, mélinu smærra. — Shogunar voru þeir nefndir er höfðu yfirstjórn Japana hers, frá því árið 1185, hver fram af öðrum, í sömu ætt. Það vald var af þeim tekið árið 1867, er Japans keisari, sem nú er dauður, gerð’st einvaldur '1 landinu. Síðastur af þessum Shogunum eða herstjórum var prínsinn Tokuyawa; hann dó í vikunni sem leið; honum féll svo nærri er Iiann var tekinn af völd- um, að hann lifði einn út af fyrir sig alla æfi með fjölskyldu sinni og lét engan ókunnugan sjá sig. — Enn eitt tröllauk:ð loftfar er smiðað af Zeppelm, í stað þess sem sprakk á dögunum og varð 28 manns að bana. Hið nýja sk:p á að smiðast svo, að ekki geti sprung- ið eða eklur kviknað í þvi. Á föstudaginn annan en kemur, þann 12. Desember. verður borin undir atkvæði borgara í Winnipeg 275.000 dala fjárveiting úr bæjarsjóði til Almenna spitalans, til þess að standa6t kostnað af liinni stórkostlegu viöbót, er bygð hefir verið við hann i ár. Spítalinn þarf að vaxa með borginni og landinu. Til hans sækja sjúklingar aðalbga úr bænum og margur fær þar athvarf, sem engan á að og ekki getur staðið straum af sjúkdómslegu s nni. Þarfari stofnun getur ekki vor á meðal. Honum er prýðilega vel stjórnað, þar eru sjúklingar stundaðir af hinum beztu læknum, og yfirleitt stendur spítalinn ekki neinum öðrum á baki hér í landi og jafnvel ekki í allri álfunni. Það þarf drjúgan skilding til að halda slikri stofnun við, hafa alt sem íullkomnast, byggingar og útbúnað og aðhjúkrun. Borg- arar bæjarins ættu að gera sitt ýtrasta til að láta ekki þessa bráðnauðsynlegu stofnun lenda í vandræðum; þeim má þykja vænt um hana og þykjast af henni, því að aðrar fullkomnari getur ekki-í landi voru. Öllum góðum mönnum er ætlandi, að styrkja hana með at- kvæði sínu, þann 12. þ. m. ' f — Einn af sonum Svíakonungs, er heitir Vilhjálmur, giftist fyrir fáurn árum ungri stúklu, náfrænku Rússa keisara, auðugri og i fjör- ugra lagi, að sögn. Hún er nú farin frá bónda sínum og komin til föður síns, sem býr 1 Parísarborg við glaum og alls næg‘-. Keisiar- inn er sagður hafa gefið leyfi til skilnaðar og höll þá hina skraut- legu i Stokkhólmi, er liann gaf frænku sinni á giftingardegi henn- ar, hefir hann gefið einkasyni þeirra, Lennart, í tannfé. — Enn beriast Kínverjar við Mongóla, og teljast hinir síðar- nefndu eiga upptökin. Þeir réð- ust nýlega á herflokk Kmverja og stöktu á flótta, og þykja Kínværj- um aðfarir þeirra undarlegar, með þvi að friður var saminn nýlega með aðstoð og fvrir milligöngu Rússa. Er hinum siðastnefndu um kent, að róa undir illindum og láti þeir Mongóla hafa bæði vopn og herforingja. — í fyrri viku giftist ein dóttir Bandarikja forsetans Wilsonsi. auð- ugum manni ungum, sem ber nafn- ið Sayre, löglærður og myndarleg- ur, að sögn. Hann er 27 ára en brúðurin 26.' Bæði hafa stundað að lita eftir fátæklingum i stór- borgum og með því móti hittust þau fyrst. Þegar brúðkaupið stóð, voru 113 ár liðin frá þv’i Hvíta höllin var reist, aðsetur forsetans í Bandarikjum, og á þeim tima hafa tólf dætur jreirra gifst þar; þessi var hin þrettánda, og er þessa getið i öllum blöðum, með þvi að ein hjátrúin meðal enskra er sú, að tölunni 13 fylgi ógæfa. — I Hazelton B. C. kom féhirð- ir Union bankans þar i bæ frá mat sinum til bankans og voru þá fimm grímuklæddir ræningjar að tæma peningaskápinn; einn þeirra særði gjaldkerann með skoti. Borgarar eltu ræningjana, er stolið höfðu um 10 þúsund dölum og voru sex menn handteknir að lokum, eftir mikinn eltingarleik, grunaðir um glæpinn. — í kirkju nokkurri á Englandi flutti prestur ræðu, og þegar úti ! var, komu til hans hjón er við messu höfðu verið, að þakka fyrir guðsorðið, en gátu þess um leið, að þau hefðu heyrt hana fyrir 68 árum, i þeirri sömu kirkju. Kom þá fram, að ræður þess prests, sem þá hafði flutt ræðuna, höfðu geng- ið til þeirra, sem eftir hann komu, og verið notaðar i viðlögum. Björn Lindal frá Shoal Lake og yngsti sonur lians Hjörtur, staddir hér í borg um miðja vikuna. Herra Stephan Thorson sækir: um borgarstjóra embætti á Gimli. Ilann er mikilhæfur maður og mun verða hinn nýtasti borgar- stjóri, ef hann nær kosningu, sem vér teljunr næsta liklegt; fleygt hefir því verið að Tærgesen muni sækja i móti honum, en það virðist nokkuð óliklegt. Nýlátinn er hér á almenna spital- anum Páll Guðmundsson frá1 Silver Bay, eftir nokkurra mánaða sjúkleik. Lætur eftir sig ekkju og sex börn ung. Hvetur Dr. B. J. Brandson landa til að rétta ekkjunni hjálparhönd. Vilj- um vér styðja þá áskorun svo sem vér getum bezt og rnælast til að landar vorir liðsinni hinni bláfá- tæku ekkju og börnum liennar, nreö nokkrum fjárframlögum. Oft hefir verið þörf, en nú er nauðsyn. Þó að snrátt komi frá hverjum eir.staklingi, getur upphæðin orðið alldrjúg, ef samskotin verða al- menn, sem vér vonuinst til að þau verði. Herra Th. E. Thorsteins- sön tekur á móti samskotunum, en blöðin Heimskringla og Lögberg flytja jafnharðan kvittun og sám- skotin berast að. A laugardaginn kom hér til borg- arinnar cand. Ásm. Guðmundsson, frá Wynyard og dvaldi hér þang- að til á fimtudag. Herra J. J. Vopni skrifar Lög- bergi ágrip af heiðurssamsæti þvi, er séra B. B. Jónssyni var haldið nýskeð i Minneota. Segar hann að þeir J. Johnson hafi komið t!l Minneota 27. f. m. siðdegis og verið um kveldið viðstaddir mjög myndarlega samkomu, sem kven- félag St. Pauls-safnaðar hafi hald- ið. Þar flutti Gunnar ritstjóri Björnsson, nrjög snjalt erindi um það, hve nauðsynlegt væri, að leggja meiri rækt við að kenna íslenzkum unglingum islenzka tungu, heldur en gert væri. Séra Bjöm B. Jónsson mintist fyrstu stunda sinna í þjónustu safnaðar- ins og þakkaði samvinnuna siðast- liðin 20 ár. — Tiðin einstaklega mild syðra. Bandaríkjamenn að plægja og herfa. , Reykjavik 6. Nóv. Hestur datt með Eirík bónda Kolbeinsson frá Stóru-Mástungu i Hreppqin, er hann reið frá Ár- bæjarrétt. Eiríkur meiddist á höfði og Var borinn þegar heim að Árbæ. Ólafur læknir Gunnars- son var sóttur til hans úr Reykja- vik, og gefur hann góðar vonir utn hann. Þó var Eirikur nær mei- vitundarlaus fyrsta dægrið. Fiskiskipasala hefir orðið hér i bæ i stórum stíl, þar senr h/f Sjáv- 1 arborg hefir selt allan fiskiskipa- flota sinn, 10 skip samtals færéy- isku fiskiveiðafélagi. Var Gunpar bankastjóri Hafstein hér fyyir 1 Færeyska félagið að semja um ! kaupin. Mun söluverðið vera 60 til 70 þúsund kr. fyrir öll skipin. I Skipin eru öll kömin nú i vetr- arlægi hér og óvíst hvenær þáu i vérða sótt. Úr bœnum Dr. B. J. Brandson fór vestur t:l Kandahar Sask. á mámidagskveld- ið var, í lækn:serindum. Kom aft- ur eftir þriggia dægra burtuveru. Á miðvikudagskveldið 19. f. m. héldu nokkrir kunningjar Sigurð- ar Melsted lionum samsæti' á St. Charles hóteli. Voru þar saman- komnir um 20 manns, stúkubræð- ur hans úr Knigths of Pythias Færðu þeir honum að gjöf fagran og gildan gullhring, með áletruðu fangamarki félags síns F. C. B. í stúku þeirra King Edward Lodge 36, sem stofnuö var 9. Des. i fyrra, er í eru margir íslendingar, en Melsted forseti hennar. Hann er lrið mesta lipurmenni og hinn bezti félagsmaður, að allra raun, sem þekkja hann. Föstudaginn 28. Nóvember voru þau Stephan Björnsson og Guðrún Grimson, bæði frá Elfros, Sask., gefin saman í hjónaband af séra H. Sigmar, á heimili Páls Thómas- sonar fósturbróður brúðgumans. Við þetta tækifæri héldu þau Mr. og Mrs. P. Thómasson rnjög rausnarlega veizlu. Og sótti lrana fjöldi boðsgesta úr bygðinni. Að hjónavigslunni sjálfri afstaðinni, voru gestirnir sjálfir leiddir t!l borðs, sem hlað ð var allskonar gómsætum og góðum mat. Svo skerntu menn sér langt fram á nótt við ræðuhöld og söng o. s. frv. Og þegar menn fóru að hugsa til heimferðar, var framborið kaffi og súkktilaði og alskvns sætu réttir. I Ungu hjónin setjast fyrst í stað að I hjá herra J. H: Björnson, bróður i brúðgumans. íslenzki Liberal Klubburinn Heldur sinn fyrsta “SMOKER” í neðri Good Templar salnum, næstkomandi þriðudags- kveld, 9. Desember, klukkan átta. Ræðumenn : f T. C. Norris, Thos. H. Johnson, Dr. B. J. Brandson og fleiri ræðumenn. Komið snemma Nógir vindlar ! © SILFUR-BRUÐHJON 6) Bjarni Jasonsson. Guðrún Eiríksdótttr.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.