Lögberg - 04.12.1913, Síða 6

Lögberg - 04.12.1913, Síða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. Desember 1913. Fátæki ráðsmaðurinn. Saga eftir OCTAVE FEULLET. Þessar ömurlegu hugrenningar uröu því þung- bærari, sem l'engra leiö, og reyndi eg að leita mér hug- hreystingar hjá minni gömlu vinkonu, ungfrú de Porhoét. Henni var ökunnugt um hvaö mér bjó í brjósti, eöa lét svo' aö minsta kosti, en i tilsvörum sínum fór hún, ef til vill án þess aö gera sér grein fyrir, sinni mjúku konuhönd um blæðandi sár hjarta mins. Þessi gamla kona virtist vera ímynd samúðar og rósemi, og af því aö hún sýnd:st lifa í æðra hugarheimi, en jx>rri manna, fanst mér streyma frá henni traust og sál- arþróttur, sem verkaði friðandi á mínar æstu tilfinn- ingar. Með blýant í hönd sat eg tímum saman við upp- dráttabók mína og byrgði mig þannig inni i kirkjunni gömlu konunnar, svo að eg gleymdi þá stundina sorg- um minum og raunum. Eg svo fór eg á hverjum degi á fund gömlu kon- unnar í öðru skyni, en að afla mér hughreystingar. Eg vildi ekki að hún yrði vör við áhugaleysi hjá mér að þvi er málaferli hennar snerti, svo að eg hélt áfram að rannsaka skjalasafn hennar með sömu nákvæmni, eins og eg hafði gert. Eg fann i safni: þesfeu nýjar og nýjar frásagnir ættar okkar og lýsingar á siðum og háttum fyrri tíma, sem mér þótti gaman að, og það svo mjög, að hug- urinn festist 1 bili við hið umliðna og harmar mínir urðu léttbærari. Þrautseigja mín hér um varð til þae:ss, að hugsjónir ungfrú Porhoét fyrntust ekki; hún sýndi mér og frá- bæra þakklátsemi, meiri heldur en eg átti skilið; því að mér var þessi fyrirhöfn ekki annað, ;en til af- þreyingar í raunum mínum. Þvi nær sem dró brúðkaupsdeginum, dvinaði sú ákafa kæti. er ungfrú Margrét hafði látið á sér sjá, eftir að alt var fastráðið um ráðahag hennar, oghún varð að minsta kosti öðru hvoru þunglyndisleg eða lét á sér sjá deyfðarlegt kæruleysi. Eg varð jafnvel var við það einusinni eða tvisvar, að hún einblindi á mig ráðaleysislega og vandræða- lega. Frú Laroque léit einnig til min með óró og kvíðafullum svip, eins og hún vildi spyrja mig ein- hvers, en kæmi sér þó ekki að því. í fyrra dag vildi svo til, qð eg var staddur einn inni hjá frú Laroque, þvi að ungfrú Helouin hafði verið send fram með einhver skilaboð; alt í einu"vari5 okkur báðum þá orðfall, rétt eins og við hefðum tekið okkur saman um að þagna, en samtalið hafði þó verið allfjörugt áður en ungfrú Helouin fór. Eftir að við höfðum þagað stundarkorn, þagði frú Laroíjue með önuglegum drýgindum. — Þér kjósið hálfkynlega trúnaðarmenn yðar, herra Ódiot. —'Trúnaðarmenn mína, frú mín góð? Eg veit ekki við hvað þér eigið. Að undantekinni ungfrú Porhoét, hefi eg ekki gert neina manneskju hér að trúnaðarmanni minum. Eg væri. fús til að trúa þvi .... og eg trúi því .... en það er engan veginn fullnægjandi! . .. . í sömu sv:fum kom þá ungfrú Helouin aftur inn og sleit þá samtali okkar. Daginn eftir — í gær — hafði eg farið burt úr höllinni snemma morguns, til að lita eftir viðarhöggi í skógum nokkrum þar i grendinni. Klukkan 4 snéri eg aftur heimleiðis, og rakst þá við snöggan bug á veginum alt í einu á ungfrú Mar- grétu. Hún kom þar riðandi einsömul. Eg ætlaði að heilsa henni virðulega og halda svo áfram, en J)á stöðvaði hún hest sinn. — En hvað þetta haustveður er yndislega gott, herra Ódíot, sagði hún. — Já, alveg ljómandi! Og þér eruð að ríða úti yður til skemtunar, ungfrú? — Já, eg er að nota þær frelsisstundir, sem eg á enn eftir, eins og þér sjáið, og eg misbrúka þær líka, Jivi að eg er hér í hálfgerðum vandræðum út af þvi að vera stödd hér ein .... fólkið heima þurfti að láta Alain gera eitthvað .... og aumingja Merwin minn er haltur .... þér viljið víst ekki slást í förina með mér? — Jú, með mestu ánægju. Hvert ætlið }>ér ungfrú? — Mér hafði komið til hugar að riða yfir að Elfarturninum. L'm leið benti hún með svipu sinm á meðalháan fjallsihnúk, sem lá hægra megin vegarins. — Þér hafið víst aldrei, eftir því sem mér er kunnugt, farið þá leið, sagði hún. — Nei, það held eg ekki, mig hefir oft langað til þess, en eg veit varla hvernig á þv'i stendur, að aldrei hefir orðið neitt úr því. — Jæja, þá er einmitt vel til fallið að við förum þangað í dag, en nú er orðið býsna framorSið, svo að við verðum að flýta okkur. Eg snéri hesti minum við, og við lögðum af stað og hleyptum á spnett. Eftir að við vorum komin af stað, tók eg að reyna að gera mér grein fyrir þessu uppátæki, er aug- sýnilega var af yfirlögðu ráði gert. Mér fór að koma til hugar þegar frá leið, og við nánari ihugun þá hefði hún tekið að verða veiktrúaðri á róg þann, er borinn hafði verið milli hennar og mín. Hún var visast farin að efast um sannleiksgildi frásagnir ungfrú Helouin, og hún hafði því nær sem færi gæfist hugsað sér að gefa mér einhverskonar uppreisn, því að hún fann að eg átti það skilið. Af því að hugurinn var fullur af þessum ímynd- unum, hirti eg sára lítið um það, hvert við færum. Oft hafði eg heyrt minst á Elfar-tuminn, eftir að eg kom i þjónuistu "þeirra mæðgna. Hann var ein þeirra fommenja, er einna mest þótti til koma þar í grend, og eg hafði aldrei farið svo eftir veginum, sem liggur hjá Rennes og Josselin, niður til strandar, að mér ékki yrði starsýnt á hina feikna-miklu turn-súlu, er sást J>aðan gnæfa við himin á víðáttu-mikilli heið- inni; en alt til }>essa tima hafði mér ekki veizt tóm til að fara og skoða hana nákvæmlega. Við hægðum reiðina, meðan við vorum að fara i gegnum þorpið Elfi, en yfir því hvildi einkennilegur miðalda-svipur. Lág húsin og dökkmáluð eru með sama sniði eins og þau voru fyrir fimm eða sex öld- um. Margur mun vist imynda sér, að hann sé staddur í draumaheimi, er honum verður litið inn um vind- augu i húsveggjunum, er vírnet eru fyrir, og sér þar glitta í kvenfólk spinnandi á rokka, í glorulegum bún- ingi og talandi á undarlegar tungur og óskiljanlegar. Mörgum dettur víst i hug, er slíkt sér, að þessar eitikennilega búnu manneskjur i hálfrökkrinu, séu vofur, sem gengið Iiafi úr gröfum sínum, tíl að leika einhverja söguþætti frá löngu liðnum öldum, að ein- um einasta áhorfanda ásjáandi. Við J>á hugsun er eins og farg leggist á mann, og verður sú tilfinning enn þá áhrifameiri, sakir tómleikans og þagnarinnar í J>eirri einu götu, sem til er i þorpinu, þar sem alt vitnar um grafarinnar þögn. Þegar við vorum komin gegnum Elfar-þorpið, snérum við á veg, er lá upp eftir gróðurlausri hlíð. Þaðan máttum við gerla sjá hinn geysimikla stein- turn, sem gnæfði uppi á skógivaxinni hæð, beint fram undan okkur, en var þó enn æði langt burtu.. Sléttlendri hæðinni, sem við riðum eftir, hallaði niður að mýrlægum engiteigum, er umluktir voru þéttum kjarrskógum. Þegar við vorum komin yfir að þessum kjarr- skógi, lá leið okkar eftir mjóum og ósléttum vegi, er sennilega hafði oft dunið á miðöldunum, undir hóf- um þungstigra hesta, er báru eftir honum brynjaða riddara. Um stund sáum við ekki til turnsins, og eg var i óvissu um, hvar hann mundi vera, þangað til alt i einu, að það virtjist, eins og honum hefði verið lyft upp með töfra-sprota, og gnæfði turninn fyrir okkur, upp úr }>éttu Iaufguðu limi trjánna. Turn þessi er ekki rofhrúga fornrar stórbygging- ar. Hann er enn jafnhár eins og hann var í önd- verðu, hér um bil hundrað fet, og vegna þess hvað undirstöðurnar og neðstu grjótlögin eru ójöfn og óregluleg, virðist turninn til að ’sjá, eins og feikna- mikill granit-drangi, sem nýskeð hafði verið höggv- inn með hvössum meitlum. Það var varla hægt að hugsa sér neitt byggingar- snúði áhrifameira, stórfengilegra, en }>ó þungbúnara, heldur en þessa gömlu borg, sem stóð þarna lengst úti í skógi, tignarleg í sínum einstæðingsskap, og treg til að láta undan tönn tímans. Djúp borgardiki liggja umhverfis hana, og vaxa upp úr þeim tré í skjóli múrveggjanna, en trjátopparnir ná þó varla upp að neðstu gluggagötunum. Þessi stórfengilegi jurta- gróður. sem nálega byrgir bygginguna að neðanverðu, 1 gerir turninn enn þá æfintýralegri ásýndum. Maður sem staddur er úti '1 eyðiskógi og sér alt í einu þenna merkilega turn, getur varla að því gert, þó honum fljúgi í hug munnmæli um hallarturna í þjóðspgunum gömlu, þar sem sagt var frá konungs- | dætrum í álögum, er svæfu inni 1 tuminum svo öld- um skifti. Eftir að eg hafði vakið máls á þessu við ungfrú Margrétu, mælti hún; — Eg hefi aldrei séð turninn nema að utan, en ef yður langar til að leysa konungsdótturina úr álögum, þá skulum við koma inn. Eg veit ekki betur, en að hér einhversstaðar i grendinni búi fólk, sem hefir lykil að turninum. Við skulum binda hesltana okkar og vita hvers við verðurn vísari. Þvinæst settum við hestana í dálitla rétt, sem var skamt frá turninum, og svo skildum við ungfrú Margrét sem snöggvast, meðan við vorum að leita að fólki, sem lánað gæti okkur lykil. En við fundum engan og þótti það i meira lagi leiðinlegt. • En löngun okkar til að sjá turninn að innanverðu óx því meir, sem það var meiri erfiðle:kum bundið, og við gengum upp á von og óvon, yfir mjóu tré- brúna, sem lá yfir síkisgröfina. Þegar við komum nær, urðum við heldur en ekki fegin, er víð sáum að dyrnar rambyggilegu voru opn- ar. Við þurftum þá ekki annað en ýta á hurðina, til að komast inn í þröngt og dimt herbergi fult af múr- grjóti, og hefir þarna að líkindum verið varðstofa á fyrri tiinum. Úr þessu herbergi komum við inn I hringmynd- aðan sal; hangdi þar yfir arni skjaldmerki frá kross- ferðatímunum. A salnum var einn stór gluggi og uppi yfir hon- um kross, höggvinn í steinsylluna. Næg birta var í sjálfum salnum, en skuggsýnt i hinum háu hvelfing- um uppi yfir honum. Þegar við komum inn i salinn, flaug fuglahóp- ur upp við hávaðann og þeytti yfir okkur miklu ryki ofan úr lofthvelfingunum. Við fórum upp á granít-bekkina við gluggana og gátum þaðan séð yfir síkis-grafimar og nokkuð af leifum borgarmúranna, sem voru býsna hrörlegir. Svo héldum við af stað upp eftir turninum. Eg var á undan, og ungfrú Margrét fylgdi mér rösklega eftir, þó að henni væri örðugra um gönguna vegra sliðra reiðpilsanna, sem hún var í. Dökk rökkurmóða hafði lagst yfir krónur trjánna laugaðar í haustsins dýrðlega, rauðbleika litljóma, og þaðan teygðist móðan yfir dökk fenin, grænar og gróðurmiklar engjarnar og háa hálsa, er á sló lyf- rauðum bjarma i fjarlægðinni. Og meðan við vorum að horfa á þetta fagra og víðáttumikla landslag, færðist aftanfriður og rósiemi yfir sálir okkar og þunglyndiskent ofurmagn einver- unnar lagðist yfir okkur e;ins og töfrahöfgi. Þessa stund mættust hjörtu okkar í sameigin- legri aðdáun yfir dýrð náttúrunnar, og sálir okkar urðu gagnteknar af heilögum fjálgleik; en þessi stund var og sennilega hin síðasta, er mér mundi auðnast að vera einum samvistum með konunni, sem eg elsk- aði, og þessvegna reyndi eg að halda í þessa stund með ástríðukappi, sem varð mér mikið sársaukaefni. Mér er ókunnugt um, hversu ungfrú Margrétu var innanbrjósts. Hún sat út við brjóstriðið og starði út i f jarlægðarmóðuna, en eg heyrði að hún dró and- ann ótt og titt. — Ómögulegt er mér að se-gja, hve lengi við sátum þarna; en þegar þokan tók að þéttast yfir flatlendum engjunum og siðusttu skuggarnir voru að hverfa við sjóndeildarhringinn, stóð ungfrá Margrét upp. — Nú skulúm við fara, sagði hún hálf-hátt, rétt eins og tjald værf nýfallið í einhverjum undrafögr- um sjónleik, —^ nvi er alt búið!" Hún fór að ganga niður stigann og eg á eftir. En þegar við komum að úti dyrunum, brá okkur heldur en ekki i brún, er við bundum þær lokaðar. Maðurinn, sem leit eftir turninum, hafði líklega ekki orðið ferða okkar var, og lokað turninmn, meðan við vorum upp á hápallinum! Fyrst gerðum við ekki annað en hfcja að þessu og töldum okkur lokuð I töfrahöll, en eg gerði all- vasklega tilraun til að koma okkur úr álögunum. En slagbrandurinn, sem hélt hurðinni fastri, var svo rikur í, aö mér tókst ekki að hnika honum minstu vitund. Svo tók eg að reyna að fást við hurðina sjálfa, en hvorki vildu rammgerðar hjarirnar né járnslegin eikarborðin láta undan. Þá tók eg stóra steina úr grjóthrúgunni niðri og eindengdi þeim á hurðina; verkanirnar urðu ekki aðr- ar en þær, að smá-ateinar losnuðu úr loftinu uppi yfir okkur og hrundu niður yfir okkur. Ungfrú Margrét sá, að þessar tilraunir mínar til að komast úr, voru bæði gagnslausar og hættulegar. Jíg hljóp þá út að glugganum og kallaði á hjálp, eins hátt eins og eg gat, en enginn tók undir. í fullar tuttugu mínútur héít eg áfram að kalla, með stuttu millibili, en alt varð það árangurslaust. Við reyndum að kanna turninn að innan og leita að öðrum dyrum; en að utidanteknum einum, sem múrað hafði verið upp í og hinym háa glugga, sem var þrjátiu fetum ofar en díkið, gátum við eng- an annan útgang fundið. En nú var komið kveld, og rökkrið hjúpaði turn- inn dökkri slæðu1; éinn tunglskinsgeisli skauzt inn um glugga-opið og féll skáhalt á steinriðið. Ungfrú Margrétu fór smám saman að lítast ver á og svaraði ekki nema öðru hvoru ágizkunum þeim, er eg kom með til að gera hana rólegri. Hún sat hræringarlaus i myrkrinu, en eg sat í gluggakistunni, sem tunglið lý'sti upp og kallaði við og við á hjálp. En ef satt skal segja, fann eg til ósegjanlegs fagnaðar, er eg sá, að tilraunir mínar báru engan árangur. Sú óvænta ósk rættist mér, sem allir ást- fangnir karlmenn undantekningarlaust bera í brjósti: að vera lokaður aléinn inni á afviknum stað, með þeirri konu sem maður elskar. Lengi, lengi vorum við, hún og eg, einu lifandi verurnar i öllum heimi, einu verurnar sem til voru, fanst mér. Eg fór að hugsa um pll þau tákni ástúðlegrar verndar og tillætissamrar virðingar, er mér veiittist nú færi og heimild til að sýna henni; eg fór að leggja það niður fyrir mér, hvernig eg skyldi fara að draga úr kvíða hennar, telja kjark í hana, og vaka yfir henni sofandi. Eg fann til fagnaöarríks hugboðs um, að þó að mér tækist ekki á þesisu haustkveldi að öðlast ást þess- arar yndislegu, ungu stúlku, þá gæti eg þó að minsta kosti áunnið mér óbifanlegt traust og tiltrú hjá henni. En meðan eg var sem fangaður af þessum eig- ingjörnu ílnigunum, og feginleikurinn sást víst ótvírætt á mér, var eg skyndilega ónáðaður við loftkastalá- smíð mína, af þessu ávarpi, sem beint var að mér með rólegri en gremjuþrunginni röddu: — Hafa margir ódrengir verið i ætt yðar á und- an yður, de Champcey markis? Eg rétti mig upp, en hné aftur niður í glugga- kisíuna, og gat þaðan óljóst séð, hvar ungfrá Mar- grét sat i myrkrinu. Alt í einu flaug óttaleg hugsun gegnum huga minn: skyldi hún alt í einu hafa orðið brjáluð af hræðslu og hugstríði. — Margrét! hrópaði eg, án þess að gera mér grein fyrir hvað eg sagði. Þegar hún heyrði mig ávarpa sig þannig, óx reiði hennar og gremja enn meir. — En hvað þetta getur verið andstyggilegt! svi- virðilegt og frámunalega lítilmannlegt! hrópaði hún. Nú fór mig að óra fyrir þvi, hvað hún var að fara; eg gekk niður eitt stigaþrepið og spurði: — Við hvað eigið þér, ungfrú? — Það eruð þér, svaraði hún með hamslausri gremju, sem hafið mútað umsjónarmanninum héma, j til að loka okkur inni í þessum afskekta turn;! Á morgun er sama sem úti um mig .... eg er þá sví- virt í augum almennings .... og eg get þá ekki gifst j neinum öðrum en yður! Þetta hafið þér ætlað yður! Hafið nú kjark i yður til að kannast við það! En yður skal ekki verða kápan úr því klæðinu, þvi lofa eg yður og það skal eg efna! Þér þekkið m’g þá illa, ef þér getið ekki g:zkað á, að»eg kýs svívirðing, klausturvist — já, jafnvel heldur dauða, en að lítillækka mig svo, að eg játaðiist yður, .... játi því, að bindast yður æfilöngu bandi! En jafnvel þó að þetta þrælslega bragð yðar hefði hepnast, jafnvel þó að eg hefði verið syo þreklitil, að eg hefði látið undarn og gifst yður — sem aldrei getur komið til mála og aldrei skal verða — þá veit eg, að það var auður minn, sem hratt yður fram til að vinna þetta níðingsverk! Hvaða maður eruð þér? Af hvaða þorparakyni getið þér verið kominn, sem gerið yður að góðu að afla yður fjár og eigin- konu, með þessu varmensku-tiltæki ? Þér ættuð að vera mér þakklátur, herra ódíót, fyrir það, að eg læt ekki að óskum yðar, þvi að þér munduð hafa iðrast þess beisiklega. Ef illmælgi al- mennings þrengdi svo að mér, að eg fleygði mér í fang yðar, mundi eg sýna yður svo megna fyrirlitn- ing, að þér munduö alveg bugast fyrir henni. Þvi skal eg lofa yður! Og þó að hjarta yðar væri jafn- ha'rt og tilfinningarlauslt og grjótveggimir hérna um- hverfis okkur, skyldi eg samt láta yður komast við — láta yður gráta blóðugum tárum!" — Ungfrú góð, sagði eg svo rólega, sem mér var auðið; eg vil biðja yður af alhuga að reyna að átta yður! Þér móðgið mig með yðar ósvifnu orðum. Gætið að hvað þér eruð að segja..........Grunsemd yðar er ekki bygð á nokkurri minstu röksemd. Eg hefi ekkert færi haft til að framkvæma þann glæp, sem þér sakið m’g um, og þó að eg hefði getað það, og þó að eg hefði haft kjark til þess, hefi eg aldrei gefið h.ið minsta tilefni til þess að þér ætlið mér s'líka varmensku. — Jú, alt sem eg veit um yður, styrkir mig ein- mitt í þeirrf trá, hrópaði hún og sló frá sér með svip- unni. Og mér þykir vænt um að hafa nú loksins sagt yður, hvað mig hefir lengi grunað um yður. Hversvegna hafið þér troðið yður inn á heimili okkar undir fölsku nafni og tekið þar að yður stöðu, sem yöur hæfðji engan veg:nn? .... Við mæðgurnar bjuggum þar rólegar og ánægðar áður en þér komuð, en með yður kom, órósemi, sundurlyndi og áhyggjur, sem við höfðum aldrei orðið varar við áður. í því skyni að rétta við fjárhag yðar, hafið þér- með fevísi rænt trúnaði okkar .... Þér hafið rænt okkur friði .... þé'r hafið leikið með hreinustu, helg- ustu og beztu tilfinningar okkar .... Þér haf.ið í miskunnarleysi traðkað á þeim og gert okkur að ólánsmanneskjum. Þetta hafið }>ér gert, eða reynt að gera, sem fy'rir sama kemur! Dr.R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Sargeona Eng., útskrifaður af Royal College of Physicians, London. Sérfræðingur í brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (á móti Eaton’sj. Tals. M. 814. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir lógfræOinejar, Skrifstofa:— Room 8n McArthur Building, Portage Avenue Áritun : P. O. Box 1058. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg ÓLAFUR LÁRUSSON ..°s BJORN PÁLSSON YFIRDÖMSLÖGMENN Annast IögFæðisstörf á Islandi fyrir Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og nús. Spyrjið Lögberg um okkur. Reykjavik, . Iceland P. O. Box A 41 Bettes Co. Peninvar lánaðir um stuttan eða langan tíma. Mortgages og Agree- ments keypt. Eldsvoða ábyrgð. 333 Main Street J. J. BILDFELL FASTEIGn asali Hoom 520 Union bank TEL. 2685 Selur hús og lóðir og annast alt þar aOlútandi. Peningalán Tals. Sher.2022 R. HOLDEN Nýjar og rúkaðar Saumavélar. Singer, White, Williams, Raymond, New Home,Domestic,Standard,Wheeler&Wilson 580 Ellice Ave., við Sherbr. St. Winnipeg HOLDEN KEALTY Co. Bújarðir og Bæjarlóðir keyptar se dar og teknar í skiftum. 580 Ellice Ave. Talsími Sher. 2022 Rétt við Sherbrooke St. Opið á kveldin FRANK GUY R. HOLDEN Sölumenn óskast til að selja fyrirtaks land í ekrutali, til ga ðan ats ræktunar. Landið er nálægt Transcona, hinu mikla iðn- óðarbóli. Jarðvegur er svartur svörður á leir. L* kert illgresi. Mikill ágóði í vændum, bæði fyr- ir þann s m kaupir og fyrir sölu- mann. Verð $385.00 ekran $20 niður og $10 á mánuði, eða með þeim kjörum; sem um semur. J. A. Kent & Co. Ltd. Fas eignasalar 803 Confet eration Life Bldg., Winnipeg, Man. HERBERGI. — Til leigu tvö uppbúin herbergi á lofti og sömu- leiðis framstofa niðri tóm. Upp- lýsingar að 631 Victor St. hjá ieigjanda, Mrs. Lovísu Benson. Lögbergs-sögur FÁST GE FINS MFÐ ÞVÍ AÐ GFRAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Telephoke garry 380 Officb-Tímar: 2-^3 og 7—8 e. h. Heimili: 776 V ctorSt. Telbphone GARRY 381 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORN&ON Office: Cor, Sherbrooke & William Tklephonei garry 3iíw Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Heimi i: Ste 1 KENWOOD AP'T’S. Maryland Street XEI.EPHOISIEI garry T63 Winnipeg, Man. Dr. A. Blondal, 806 Victor St., á horni Notre Dame Avenue Talsími Garry 1156 Heima kl. 2 til 4 og 7 til 8 e. K. Vér leggjum sérstaka áherzlu fl. aO selja meSöl oftir forskriptum lækna, Hin beztu metSöl, sem hœgt er aS fft, eru notuS eingöngu. pegar fér komií meS forskriptina tll vor, meglð þéi vera viss um aS fá rétt þaS sem lækn- irinn tekur til. COHCLEUGH & CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phone. Garry 2690 og 2691. Giftingaleyflsbréf seld. Dr. W. J. MacTAVISH Office 724J .S'argent Ave. Telephone -Sherbr. 940. I 10-12 f. m. Office tfmar 3-5 e m ( 7-9 e. m. — Heimili 467 Toronto Street — WINNIPEG TELEPHONE Sherbr. 432. Dr. R. M. Best Kvenna og barna læknir Skrifstofa: Union Ðank, horni Sherbrooke og Sargent Tímar: 3—5 og 7—8. Heimili: 605 Skerbrooke Street Tals. Garry 4861 J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave 8t Suite 313. Tals. main 5302. ^ Dr. Raymond Brown, í Sérfræöingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. í 326 Somerset Bldg. < Talsími 7262 jl Cor. Donald & FortageAve. Heima kl. io—12 og 3—5 A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. seíur líkkistur og annast Jm útJarir. Allur útbúO' a3ur sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina Ta 8 He mili Qarry 215t f» Offlco „ 300 og 375 Se A. 8IQUWP8QN Tals. Sherbr, 2786 S. A. S1GURÐSS0N & C0. BYCCIfiC/»/|E|fN og F^STEICNASALAR Skrifstofa: 208 Carlton Blk. Talsími M 4463 Winnipeg

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.