Lögberg


Lögberg - 05.03.1914, Qupperneq 2

Lögberg - 05.03.1914, Qupperneq 2
2 LOGBERG, FIMTUDAGINW 5. MARZ 1914. Vel plœgður akur geíur ávöxt um uppskerutímann Me8 mörgum tilraunum og vísindalegum athugunum hefir sannast alveg nýlega hversu ráSlegt og jafnvel alveg nautisynlegt þaS er, atS undirbúa jarSveginn hæfilega, á8ur en hann er plægfiur. Náttúran geymir raka undir sverSinum, sem fer upp og nærir plönturnar meS hár- æi5a aSdráttarafli. Sá kraftur vinnur því a8 eins vel, a& JarCvegurinn sé vel undirbú- inn og þéttur, þaS er aC segja, jarðvegurlnn verSur aö vera kekkjalaus og mulinn svo, a5 hvergi finnist stór loftgöt til aö draga úr þvi aS rakinn leiti upp I sáörótina. Hvort upp- skera bregst eSa ber góðan ávöxt, er oftlega komiS undir þvl, hvort rakinn helzt og geym- ist I jaröveginum. Há, þykk áburSarskán, kornstengur eSa rusl er til fyrir st.öðu, og háræöavatniB tepp^ ist vi8 brestinn I botni skorunnar, því verSa plöntunrnar aS vera komnar upp á vatniíS I sáS beSInu. fær ná ekki I rakann úr neBri lögum jarS.vegsins, undir sverSinum. þetta má hefta me8 því á8 diska á8ur en plægt er. Diskingin ekki a8 eins mylur moid- ina og þar meS kemur I fullkomiS samband skorubotns og plóggarSs, heldur ver8a allir ábur8arkögglar, jurtaleifar og rusl er ofan á liggur skori8 I smá-parta og keyrt ofan 1 sáBbeSin. þegar diskaS er, skerast háin (stubble) og blandast moldinni, svo aS þegar hún er plægS ofan I svörS, verSur rotnunin hraSfara og svarSarlagiB legst þétt aS jarSveginum næst fyrir ne8an sig. ViS þaS aS diska er jörSin undirbúin til skjótrar upptöku raka, ef væta kemur úr lofti eSa snjór bráSnar, og hindrast meS þvl aS jarSvegurinn fari undir vatn. Ef diskherfi er notaS skynsamlega og á réttum tíma ár eftir ár, þá'vex viS þaS upp- skeran stórkostlega. fetta hefir sannast ár eftir ár meS mjög nákvæmum tilraunum. Af öllum hlutum er gott sáSbe8 merkileg- ast, en þa8 má bezt undirbúa meS þvl aS nota diskherfi. Deere BA tegund Diskherfa Eina svepjanlega diskherfiö Hi8 þriBja handtak meS sínu afarsterka á- taki leggur til þrýsting, sem meS þarf til aS skera niSur hnúska e8a gar8a ,án þess aS miShluti vélarinnar fari á kaf. Hver hluti er út af fyrir sig. AS éins sá partur, sem rekst á fyrirstöSu, lyftist upp frá jör8u. Ef herfiS er alt ósveigjanlegt, þá verSur aS lyfta þvl öllu frá jörSu og verSa, þá stórar skellur óskornar eftir. Endingargott herfi. Á tegundinni B. A. er há hvolf stálgrind, hreint öll úr kolstáli. Diskblööin eru úr bezta efni og mjög vel fáguö. Boltar allir úr þykku stáli og vel hno8aSir. (ill vélin tek- u rlItiS á sig vi8 hverja mótstö8u, sem henni er hleypt á. Gœða herfið, búið til af John Deere verk- smiðju, sem gefur á- byrgð fyrir gœðum. Það hefir alla kosti sem slíkt á- hald þarf að hafa til að bera,en hreint enga parta, sem ónauð- synl gir eru Auðvelt í meðförum BæSi fyrir keyrslumenn og hesta . Handtök sett á hentuga staSi. Diskar renna vel á umgerS úr hörSu hlyntré. Oliukönnur ofan á grindinni tiltælcar og nær ekki ryk né ó- hreinindi til þeirra. Tunga á hjólum stend- ur fram úr og má snúa hjólunum, og kem- ur þaS alls ekki niSur á hestunum, þó aS hjðlin fari yfir fyrirstö8u. Sköfur - halda hnffunum alveg hreinum alla tlma. þær má setja á miSbik e8a egg eSa losa þær al- gerlega af ef þurfa þykir, og létta meS þvl dráttinn. Marga aSra sérstaka kosti hefir Deere tegundin B. Hún er fremst allra diskherfa. MeS þvf herfi geta bændur fengiö meiri upp- skeru án frekari útgjalda, tímaeySslu eSa áreynslu. Skrifið eftir bók vorri „Bigger Crops From Better Seed Beds“. Hún geymir stórmikið af hentugum Ieiðbeiningiim. Vor nýja bænda vöruskrá er tilbúin, hin fullkomnasta, er nckkru sinni hefir útgeíin verið. Send ókeypis. John Deere Plow Company, Limited Winnipeg, Regina, Saskatoon, Calgary, Lethbridge, Edmonton róSur afli á einn bát fyrir 1 ýmsra hluta osr oft í hagkvæmara pr komin út og verSur send kaup- endum þessa viku. (Er þa8 2. hefti af 2. Arg.) NÝ SAGA <SM eftlr skáldið J. MAGNÚS BJARNASON, sem lieitir: í RAUÐÁR- DALNUM byrjar a8 koma út í þessu hefti. Sag- an er löng og mikil og heldur áfram a8 koma út 1 Syrpu um langt skeiS. Fer sagan fram í Winnipeg og ann- arssta8ar I Rau8árdalnum — eins og nafniB bendir til — á írumbýlingsár- um íslendinga hér I álfu, og mun mörgum forvitni hana a8 lesa. — Forlagsréttur trygSur. Inniliald þessa heftis er: MóStrin. Saga—Jar8stjarnan Mars. Eftir Jóhann G. Jóhannsson, B. A. — Staurar. Saga eftir Egil Erlendsson.—• Sjóorustan milli Spánverja og Eng- lendinga 1588. Eftir Sir Edw. Creasy. (pýtt af séra GuSm. Árnasyni).— í RauSárdalnum. Saga eftir J. Magnús Bjarnason.—þáttur Tungu-Halls. NiS- url. Eftir E. S. Vium.—Svipur Nellie Evertons. Saga.—Flöskupúkinn. Æf- intýri.—Dæmisögur Lincolns. Árgangur Syrpu — 4 hefti — kostar gr.OO. Hvert hefti í lausasölu 30c. Gerist kaupendur Syrpu strax, þvl grunur minn er sá, aS upplagiS hrökkvi hvergi viS eftirspurninni. — Næsta hefti I Aprll-lok. ÓLAFUR S. THORGEIRSSON, 'l’als. G. 3318. 678 Sherbrooke St. WINNIPEG. MAN. Fiskiveiðar við ísland 1913 Eftir Þorstein Júl. Sveinsson. I, Strandveiðar. Róðrarbátar. Þessi veiöi er stunduS um alt land, þar sem bygS liggur aS sjó, en á mismunandi timum árs á ýmsum stöðum, eft'r ]>ví hvenær búast má við fiski- göngum upp að hverjum staö. Á Raxaflóa, í Ólafsvík og við Isa- fjarðardjúp er veiði stunduö alt áriö, og á Norðurlandi og Aust- urlandi vanalega frá Maí byrjun fram aö jólaföstu. A öörum stöS- um töluvert mismunand'i eftir fiski- mergS og veSurlagi. Yfirleitt hafa róðrarbítar aflaS vel þetta ár. ViS Faxafióa og austanfjalls verSur meSal-hlutur um 500 fiskar á vetrarvertiSinni, sem álitinn er meSalhlutur nú h:n seinni ár. Á VestfjörSum og NorSurlandi mikiS góSur afli og á austfjörSum ágætis afli sumarai'r uSina, alt aS 100 skp. á bát meS þremur mönnum. Vélabátaveiðin, sem einnig er stunduS frá flestum veiSistöSum landsms, hefir víSast hvar gefist fremur vel. ViS Vestmannaeyjar telst til, aS meSalafli um vertíSina hafi veriS nál. 16 þús. f:ska á bát, og á Faxaflóa um 20 þús. fiska á bát, jafnlangan tíma, en þar byrj- ar veiSi töluvert seinna en í Vest- mannaeyjum. Á VestfjörSum var aflinn frem- ur rýr, aS undanskildum þeim bátum. sem fóru sumarmánuSina norSur i- Húnaflóa og öfluSu þar fremur vel. Á NorSurlandi var mjög góSur afli, einkum um voriS og á AustfjörSum ágætis afli, og beztur eins og vant er á NorSfirSi, þar veiddu sumir bátar hátt á þriSja hundraS skp., en meSal afli mun hafa veriS nálægt 160 skp. á bít. H afskipaveiði. —^ bilskip. Þegar maSur veitir því eftirtekt hvar þilskipin eiga heima- er þaS aS eins á öSrum helming lands:ns frá Reykjanesi norSur um land af Langanesi. Þessum skipum fækkar óSum, einkum viS Faxa- flóa. Yfirleitt má segja aS skip þessi hafi aflaS í góSu meSalIagi. Á skipum frá Faxaflóa er meS- alafli um 70 þúsund fiskar, á sk:p- um frá VestfjörSum um 37 þús- und norSlenzku skipunum um 60 þúsund, en á síSastnefndu skipun- um er fiskurinn einna minstur, en aftur á móti beztur fiskur á sunn-' anskipunum. Botnvörpungar. Flest af þessum skipum eiga heima f Reykjavík, aS eins tvö á Vestf jörSum, þau stunda veiSi alt áriS aS undanteknum þremur þeim minstu. I byrjun hvers árs leggja þessi skip afla sinn á ís og geyma hann hannig og sigla svo meS hann til Englands og selja hann þar. Er þá vanalega nægur fiskur, einkum út af VestfjörSum. Þegar veSur hamlar ekki, fylla þeir skip- in á viku tíma, en oft viU hin oblíða vetrarveSrátta tefja veiði þessara skipa. ÞaS er frábrugSiS um fisk, sem seldur er til Eng- lands, aS aflatalan er mjög óglögg- ur mælikvarSi á fjárhæö þá, er afl- inn gerir, heldur er mest komiS undir fskiverSinu á staSnum, þeg- ar skipiS kemur aS selja afla s:nn, en verSiS er mjög breytilegt. í þessu efni hafa islenzku botn- vörpungarnir veriS fremur hepnir þetta ár, aS eins undantekning hafi skip:S ekki fengiS upp kostnaS sinn í hverri ferS, en aftur á móti oft selt meS mjög góSum hagnaSi. Seint eSa snemma í Febrúarmán" uSi hætta þessi, skip aS sigla meS afla sinn til Englands í fs og byrja þá aS salta aflann og leggja hann hér á land til verkunar, og helzt þaS óbreytt þar til skipin hyrja síldveiSi seinnihluta sumarsins, þau sem taka þátt í þeirri veiSi, eSa þar til í September, aS þau aftur byrja aS sigla meS fisk:nn fsvar- inn til Englands, á sama hátt og í byrjun ársins. í byrjun saltfisksvertiSarinnar var afli fremur lítill, mest rýr fisk- ur og ufsakendur, en þegar á ver- tíSina leiS byrjaSi ágætur afli. Mest e ns og vant er á Selvogs- grunni, svo aS skipin hvaS eftir annaS komu inn me5 fullfermi; einnig var mjög góður afli hjá þessum skipum á vorvertíS, ýmist út af AustfjörSum eSa út af vest- urlandinu, beggja megin v'S ísa- fjaröar djúp'S. Aflinn hefir þetta ár veriS í góðu meSallagi aS tölu til, þegar litiS er á alt landiS, en aflinn talinn 1 krónum, hefir víst aldrei náö eins hárri tölu, sökum hins óvanalega góSa verSs á fiskinum. Fiskvciðar mánaðarlega. Hér fer á eftir yfirlit yfir hvar helzt hefir veriS stunduS veiSi í hverjum mánuSi, og hvern’g fiski- skipin flytja sig eftir fiskigöngun- um. Janúar. Nokkurnveginn afli á vélbáta bæöi á IsafirSi og í Vest- mannaeyjum og suSurströndunum. t»ar voru helzt ÞjóSverjar. Febrúar. ViSunandi afli á vél- báta í Vestmannaeyjum, mjög Iitill afli viS Djúp. Botvnörpurgar halda sig mest út af VestfjörSum og í lok mánaSarins viS suSur- landiS. Þilskipin frá Faxaflóa leggja út í fvrstu vetrar ferS og róSrarbátavertíS er byrjuS sunnan- lánds viS OarSskaga. Marz. Fjotnvörpungarnir halda s'g frá IngólfshöfSa vestur aS Skaga. GóSur afli i lok mánaSar- ins, rýr afli í veiSistöSunum og Vestmannaevjum. Apríi. OóSur afli hjá öllum, er stunda veiSi á tilgreindu svæSi, ennfremur er dágóSur afli í þorska- net í GarSsjó, e:nkum á vélbáta, og einn'g dágóSur afli enn á f jarS- arbotnum á hinum suSlægari Aust- fjörSum, einnig i 1 þorskanet og mjög góSur afli á vélbáta meS lóS- ir, en langt úti. I byrjun þessa mánaSar hófst þilskipaveiSi norS- an- og vestanlands. Maí. I miSjum mánuSinum hætta menn aS mestu leyti aS stunda veiSi í suSurverunum frá HjörleifshöfSa til Reykjaness, ai) \,Testmannaeyjum meStöldum. etí um líkt levti bvrja róSrar alment a Vestur- NorSur- og Austurlandi. Þilskipin halda sig mest út af vest- urlandinu og botnvörpungarnir frá Gerp: sunnan um landiS aS Horn- bjarg', alstaSar yfirleitt góSur afli. Júní. FiskiveiSarnar reknar á sömu stöSum og á sama hátt og í Maí. AlstaSar fremur fregur afli. Júlí. FiskiveiSarnar reknar á sama hátt og í Jún’i. Um miSjan þennan mánuS hefst síldveiSin viS norSurland, og taka þátt í henni ýms skip aS norSan, nokkrir botn- vörpungar frá suSurlandinu og mikill fjöldi erlendra skipa; veiSist mest á svæS'nu frá Húnaflóa aS Langanesi, fremur góSur afli hvaS- an sem spyrst. Agúst. Sömu ástæSur viS fiski- veiSarnar og í Júl'i Þessi mánuSur reynist oft einn af afladrýgstu mánuSum ársins. September. Um Iok mánaSarin'' hættir síldveiSin aS mestu, og öll þilskip aS heita má bæSi á SuSur- Vestur- og NorSurlandi, þau sem ekki hafa hætt í byrjun mánaSar- ins, en þaS er hiS algenga bæSi á Vestur- og NorSurlandi. Botnvörpungar sem fengist hafa viS síldveiSar bvrja aftur á botn- vörpuveiSi, og selja þá afla sinn til Englands varSan 1 ís. Október. Þá er fiskveiSunum svo háttaS: Botnvörpungarnir clreifa sér jafnt kringum alt landiS- I^íSrar á Vestur- og NorSur- Iandi aS mestu hættir aS undan- teknum einstökum stöðum. Á Austurlandi eru þaS helzt heimilisfastir menn, sem fara til veiSa þegar gefur. Á þessum stöSum eru veiSar reknar alt áriS: viS ísafjarSardjúp, Ólafsvík og Sand og viS GarS- skaga. Þetta ár var haustiS aflasælt hvar sem til spurSist og meS hvaða lagi sem veiSin var stunduS, en þó einkum hjá botnvörpuveiSurum út af Vesturlandinu. I Nóvember og Desember hald- ast ve’SihlutfölIin hin sömu og i Október, en róSrar eru þí strjál- ari sökum gæftaleysis. Til skýringar útveg vorum má geta þess aS ár:S 1912, gengu hér á landi eftir skýrslum vátrygging- arsjóSsins skip fjórróin eSa stærri. Skip menn Þilskip •• 154 2895 Mótorbátar . . . . • ■ 236 i9Si RóSrabátar .... ■• 321 2427 Botrvörpungar . . • • 17 578 Samtals .. . . 728 7848 Veðrátta. ÁriS byrjaS: fremur blítt, en þegar leiö á fyrsta mánuSinn komu hret og stormar af ýmsum áttum, sem hélzt fram í Marz, en frosta- litiS og snjólétt, og aldrei nein af- takaveSur; voriS fremur kalt og« vindasamt. SumariS varS aftur breytdegra. þegar tillit er tekið til alls landsins. Þar sem NorSlendingar og Aust- lendingar muna naumast aSra eins blíSu, en Sunnlendingar naumast aSra eirs óþurkatíS og sólarleysi. Olli þetta Sunnlendingum þungrar áhyggju út af fiskverkun sinni, og um tíma var útlitiS afar-ískyggi- legt, þar sem nokkrir kaupmenn urSu aS borga bætur fyrir að geta ekki afhent fisk sinn, sem þeir höfSu selt áSur, á réttum tima. En þá hjálpaSi eftirspurnin á fiski vorum, sem alt af fer vaxandi, ár frá ári, svo aS kaupmenn munu aS síSustu naumast hafa orSiS fyrir tilfinnanlegu tjóni, þar sem hægt var aS selja fiskinn á öllu verkun- arstigi fyrir mjög hátt verS. AS vísu voru ekki nrklir stórm- ar um sumariS, né fram eftir haust- inu hér á SuSurlandi, en sama veS- urreynd hélst yfir Októberlok, en þá byrja stormar, snjókoma og alls konar illviðri, sem helzt til nýárs óslitið aS heita má. Og um hátíS- arnar verSa menn fyrst varir viS hafís út af VestfjörSum, sem 08- um berst upp aS landi, en hverfur brátt aftur. Síldveiðar. Síldin er veidd meS reknetum og herpinótum af gufuskipum, mótor- skipum og seglskipum, sem heima eiga á íslandi, Færeyjum, Noregi, SvíþjóS og Þýzkalandi. Flest skipin leggja veiðina á land í Eyjafirði og SiglufirSi, 2 á Raufarhöfn og fjöldi reknetaskipa leggja aflann niður i fiskiskipiS og sigla sjálf meS hann -ieim. Eru þaS helzt hin stóru og vel búnu norsku síldveiðaskip, sem koma hingaS aS eins um síldveiðatímann. Á’EyjafirSi voru lagðar á land 116..00 tunnur til útflutnings og á SiglufirSi um 125.000 tn. ÞaS gef- ur auga leiS, aS slíkur tunnufjöldi þarf ekki litiö svæði á landi, þess veg^ia hafa lfka veriS gerSar þetta ár alls 8 nýjar bryggjur á síld'- stöSvunum nyrðra, meS vörupðll- tim. En þar sem nokkur hluti sildar- innar eySilegst í veiSiskipunum á leiðinni heim meS aflann og getur þvi ekki orðiS aS góðri vöru, þá er þaS selt fyrir lágt verS til verk- smiöja, sem bræða sfldina og búa til úr henni olíu og áburðarkökur. BæSi á SiglufirSi og EyjafirSi eru slíkar verksmiðjur og í fyrra bætt- :st ein við á SiglufirSi, sem stór- kaupm. Goos lét gera. og er hún hin fullkomnasta. SfldveiSin er afar-mikilsverS fyrir þessa staði, bæði beinlinis og óbeinlínis, eins og alstaðar, þar sem fjöldi manna kemur aS sækja at- vinnu, sem gefur góðan arS. Sem dæmi vil eg benda á: Söltun og umsöltun og útskipun sjálfs aflans og litlu m:nna viS aS losa úr skip- um tunnur, kol og salt. Yfirleitt gaf síldarveiðin \Vrk- smiSjuntim góðar tekjur, en eink- um })ó sildkaupmönnum, sökum hins sívaxandi verðs síldarinnar. í byrjun veiSitímans. ÞaS mun eigi ofsagt, aS meSal- verð sildarinnar á staðnum hafi veriS 18,00 kr. tunnan, en eftir því ætti afli sá, sem,út var sendur, aS nema 4,338,000,00 kr. fyrir utan töluvert af kryddsíld og alt, sem verksmiSjurnar hafa keypt og unniS. Naumast er ofsögum sagt af gullkistunni miklu viS ísland, ef menn þar eftir kynnu aS hag- nýta sér þaS, en því miður fer ntest af gróða þess fjár í vasa út- lendinga: þó er nú á seinni árum einstöku landar farnir aS sinna slikum rekstri. Hvalveiðar. Þessar veiðar, sem um eitt skeiS j voru mjög blómlegar hér viS land og gaf útlendingum feikimikinn arS, er aS mestu hætt, aS eins ein hvalstöS rekin, stöðin Hekla á HesteyrarfirSi. GerSi hún út sjö báta frá Apríllokum til miðs Sept- embers og öfluðu þeir allir til samans 63 hvali, sem ekki var aS þessi stöS hætti einnig á næsta ári, en þaS er sú seinasta, sem telj- andi sé að reki veiSar hér nú. Væri óskandi, aS ef viS ættum þvi láni aS fagna siSar, aS hvalir aftur kæmu aS ströndum okkar, þá væri útlendingum gert erfiSara fyr:r aS eySileggja þá, en IrngaS til hefir átt sér staS. Nýungar, framsókn og hnignun. Af nýungum ber fyrst að nefna hafnargerð Reykjavíkúr, sem byrj- aS var á í Maíbyrjun í vor. Mun kenna áhrifa hennar til framfara og framsóknar um alt land. Þá er hin öfluga og myndarlega bryggja í Hafnarfirði, meS vöruhúsum og öllum flutningsfærum í fullkomn- asta stíl. Enn fremur hafa veriS reistir Bjargtangaviti, Kálfsham- arsviti, Skagatárviti og Flateyjar- viti. allir bráSnauðsynleg leiðar- Ijós sjófarendum. Þó ber sjó- mönnum ekki síður aS minrast samkomu hins fyrsta fiskiveiða- þings, flaggmálsins og í sambar.di v’S þaS konungsúrskurSarins, sem að þýðingu og efni er engum skyldara aS ’ihuga og ræða en ein- mitt sjómönnum, mönnum sem hvaS helzt eiga erfiða stöðu i því máli, eins og það nú horfir viS, en ef framsóknin nær sínu tak- marki, e:ga á ókomnum títna einna almennast aS sýna þióðare:nkenni vort i fánamynd. Og síðast en ekki sízt, ber að minnast Eimskipa- félags-stofnunarinnar, sem undir- búningnr var hafinn um í fyrra. ÞaS fyrirtæki hefir gagntekiS hugi flestra landsmanna, sem meS fölskvalausri viSIeitni vilja hrinda því máli áfram til heillavænlegs sigurs, þjóðinni til gagns og frama- Ejölda smáatriða mætti enn minn- ast. sem ekki er rúm fyrir í þess- um fáu lintim. Þá er aS minnast á hina hliS málsins hnignunina. Einnig mætti margt tína til af því tagi, sem gengur undir þvf nafni, en oft er ekki annaS en eðlileg breyting Þann’g má nefna hnignun opnu báta útvegsins, sem vélbátarnir leysa af hólmi; og likt er ástatt um þilskipin hér, sem útlit er fyrir, aS botnvörpungarnir vilji aS mestu útrýma með tímanum. ÞaS er eðlilegt, aS mönnum, sem ekki eru útveg því kunnugri, standi stuggur af jafn mikilli fækkun þil- skipa og átt hefir sér staS þetta ár, án þess að útvegur í öðrum stil hafi til muna aukist. Og enginn neitar, aS afturför er þaS, ef vel nýtir menn þurfa fyrir þá sök að standa atvinnulausir uppí. En þessi atriði eru svo torskilin, aS þaö þarf meira en aS lita á þau. ÞaS þarf aS gagnrýna hvort breytingin er ekki eðlileg afleiSing brevttra tíma og því í fullu sam- ræmi viS aðrar framfarir þjóðar- innar. Útvegurinn er orSinn svo m:kilsverður fyrir okkur, aS mörgu fé er víst ver variS, en þó variS væri hæfilegri fúlgu til aS ihuga hann og finna hið sanna notagildi hinna ýmsu veiSiaSferða. En bein afturför, ekki e:ngöngu fyrir Reykjavík, heldur alt landiS, er hin mikla hnignun stórverzlan- anna í Reykjavík á þessu ári, og er þaS víst nóg verkefni fyrir fróða menn aS rannsaka; og mundi sú rannsókn gefa eftirkomendum vorum mikinn fróðle'k, væru ástæðurnar rétt fundnar. ÞaS er ekki æSi oft, sem viS sjómennirnir höfum þurft aS þakka rithöfundum á seinni dögum fyrir bækur, sem snertu okkar eig- in mál, en þetta ár hefir stjórnar- ráS:nu þóknast í sambandi viS yf- irmann varðskipsins aS gefa út kver, sjómönnum til lciðbemingar, meS mörgum góðum bendingum, lögum og heilræðum, sem sjómenn nauðsynlega þurfa, og er vonandi, aS sjómenn yfirleitt sýni stjórnar- ráðinu þakklátsemi sína meS því aS kaupa ritiS, kynna sér þaS og samkvæmt tilmælum benda á galla, sem þeir finna; eða koma meS til- lögur um nýjar endurbættir á því. Eg skal leyfa mér að geta þess, aS tilætlunin var, og mun verða eftir- leiðis, aS hafa almanakið, sem er franian viS bókina stjörnufræðis- legt. Sama er aS segja um skipa- listann, sem er þeim, er þekt hafa ýms skip hér, mjög hvimleiSur og mjög fjarri réttu, en slíkt eru smá- gallar, sem auðvelt er aS laga. KaupiS bókina og hún mun verða ykkur aS miklum notum, hún heitir: Almanak handa islenzkum fiskimönnum. Aths. Þaö gleymdist aö geta þess viö afla vélbátanna, aS í NorSfiröi fengu einstöku bátar yf- ir 300 skp. þegar reiknaður er meS léttverkaður fiskur, svo sem Labrador, þannig fékk formaður Jón Benjamínsson 340 skp. og næstur honum var sunnlendingur- inn Bjarni Gíslason meS 315 skp., sami maðurinn sem f haust kom meS annan bát Gisla Hjálmars- sonar hingaS suSur til róðra í vet- ur og nú í lok Janúarmán. hefir aflaS 12 hundruS af ágætum fiski suður í MiSnessjó. —fsafold. Blikan á Baikan. í ljós hefir komiö, aö ekki var langt frá þvi í vetur að alt færi í bál og brand á Balkanskaganum. 1 yrkir fóru til og keyptu sér öfl- ugan vigdreka, heimtuöu ýmsar evjar í Grikklandshafi, er af þeim höföu veriS teknar, og gerðu sam- band viS Búlgara og samning um aö mega fara meS her gegnum lönd þeirra t’I þess aS ráðast á Salonika. Sá stjórnmála flokkur, sem viS völd er 1 MiklagarSi, Ungtyrkir, voru í uppnámi og vildu fyrir hvern mun hefna sin á Grikkjum og ná Saloniku, þarsem J>eir hófu stjórnmála umbylting sína og sömdu stjómarskrá Tyrk- Iands. Grikkir í Albaniu á sína hlið, vildu alls ekki í því ríki lenda, heldur ganga í sambandiö viS ætt- bræður sína, og meS þessu móti virtust ráS stórveldanna ætla aB veröa aS engu og alt ætla í bál og brand. En eftir aS forsætis ráS- herra Grikkjanna, Venizelos, fór för sína meðal stórveldanna í vet- ur, er ófriöar hættunni niðurslegiS. aö sögn. Tyrkir 'fá þrjár smáeyj- ar fyrir Dardanella sundi, er þeim þóttu nauösynlegar, Grikkir í Epirus láta sér lynda sambandið viö Albaniu og stjórn Grikklands skuldbindur s'g til aS v'iggirða ekki þær eyjarnar, sem þeim hlotn- ast, svo og aS misbjóða ekki MúhameSs játendum, seni þar eiga heima. En ein aðal ástæSan til þess aS óróanum sló niður, er þó talin sú, aS Tyrkir fengu ekkert lániö, ekki einu sinni hjá Frökkum, sem öllum þjóðum lána.— Albaniu- Durazzo, eftir langa pílagríms för meðal stjórnenda Evrópu, aðal- leg'a í því skyni, aS fá skildinga til aS byrja meS búskapinn. Út- sendarar frá Albaniu fórti för til hans og lögSu fyrir fætur hans mold, sand og vatn frá Albaniu; hann hafði konu sína viS hlið sér, er hann veitti sendimönnum áheyrn og þótti MúhameSs mönnum er í förinni vorp, þaS undarlegnr s'S- ur, aS sýna öðrum konu sína op- inberlega, meS slæðulausa ásjónu. Svo er sagt, aS kona sú eigi drjúg- an þátt í, aS hún ber nú drotningar titil. 0g er getið til, aS hún kunni síSur aS sjá en bóndi hennar, hvaS konungs staðan í Albaníu er vanda- söm. Gamli Bismarck sagði viS Ataxander er Búlgaríufursti var í átta ár: “Taktu stöðuna, þér þykir kannske nógu gaman aS hugsa til þess eftir á, að þú skyld- ir hafa komizt i hana.” Vilhjálm- ur Þýzkalands keisari hafðiönnur svör við hinn nýja Albaniukonung, er ráða hans var leitaS, baS hann hugsa af þvílíku “æfintýri”, en ekki var þaS ráS þegiS, hvemig sem nú “æfintýrinu” lyktar. En ekki vildi hinn nýji konungur setjast aS uppi í land«, einsog þegn- ar hans kvöddu hann til, heldur í hafnarbæ. þótti þaS tryggara aS sjá til vígdreka stórveldarma út um gluggana í svefnstofu sinni.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.