Lögberg - 25.06.1914, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.06.1914, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚNl 1914. LU. Tnrmto. á ttftfnttttaa. Otlendingurinn. SAGA FRA SASKATCHEWAN eftir RAlvPH CONNOR f>aö var ínesta lukka fyrir Pére Garneau aS Kalman hafði valiö þessa leiö til flutninga, sama kveldiö sem hann haföi ákveöið að fara ofan aö Valsá. Garneau var uppgjafa prestur frá Noröur Saskatchewan héraöinu, og haföi þjónað í 20 ár. Haföi hann feröast bæði landveg og vatnsveg á meðal Kynblendinganna, og annast bæöi um þeirra andlegu og timanlegu velferð. Hann hafði einnig unnið á meðal Indiánanna á þessu svæöi. Gamli presturinn var sannkölluö hetja; hann hræddist hvorki mótstööu né erfiðleika, en var þó ljúfur eins og bam og viö- mótsþíður eins og engill. En timinn haföi daprað honum sjónir og dregið afl og staðfestu úr höndum hans. í þetta skifti var hann aö fara eftir ánni á litlu kænunni sinni. ísjaki í ánni komst undir bátinn og hvolfdi honum; straumurinn bar hann langt niður eftir ánni. Hann kallaöi á hjálp, en röddin var lag og veik og enginn hefði heyrt hann né komiö til liö- veizlu heldur, ef ekki heföi viljað svo til, aö Kalman var aö setja kænu Browns á flot, þegar þetta vildi til. Hann tók nokkur sterk áratog, og var búinn aö ná haldi á prestinum innan fárra augnablika. Hann flutti hann þegar inn í hospitalið meö aöstoö Browns. Hann bjargaöi einnig kænunni hans og flestu af þvi, er hann haföi meðferöis. Þegar Garneau haföi verið tvo daga í hospítalinu undir umsjón Browns og hjúkrun Irmu, haföi hann náö sér nógu vel aftur eftir innkulsiö og hrakninginn til þess aö halda áfram feröinni. “Eg skal aldrei gleyma gestrisni ykkar og aö- hlynningu,” sagöi hann viö Brown, morguninn sem hann kvaddi. Það var á þriðja degi eftir komu hans. “Viö skulum heldur aldrei gleyma veru þinni,” svar- aði Brown. ‘‘En þér liggur ekket á að fara i dag; ]>ú ert ekki búinn aö ná þér nógu vel, og þar aö auki þarf eg aö biöja þig að gera nokkuð fyrir mig eöa okkur. Þaö er hér Galizíukona hjá okkur, sem er rétt í andlátinu. Hún vildi ekkert hafa saman viö séra Klazowski aö sælda. Hún var ósátt viö hann og eg held aö þú gætir hughreyst hana. “Klazowski, Klazowski,” sagöi Garneau. “Hann er ekki góöur maður. Eg hefi heyrt marga tala um þann mann. Hann verður aldrei framar liöinn sem prestur; þaö er alveg áreiöanlegt. Lofaöu mér að sjá aumingja konuna." “Kalman veröur kominn heim í kveld, og hann getur túlkaö fyrir þig,” sagöi Brown. “Kalman, já, hann er góöur drengur hann Kal- man. Hann var prestinum þrándur í götu; var ekki svo?” Um nokkra daga að undanförnu haföi Rósenblatt verið í nýlendunni; hann gerði sér far um að kynnast fólkinu og koma sér í mjúkinn hjá því; safna sér öll- um mögulegum upplýsingum og spyrjast fyrir. Sá sem einna fyrstur bauð honum aðstoö sina var Portnoff gamli og fornvinur hans' einn fjörgamall; gráhæröur, alskeggjaöur og skeggið stóð í allar áttir eins og úfiö hár á hundi. Augun voru tindrandi, en lágu langt inni í höföinu. Portnoff kallaöi þennan vin sinn Malkorski. Portnoff virtist hafa talsverö áhrif meðal þjóöar sinnar og þess vegna gerði Rósen- blatt hann að formanni eins verkamannaflokks, sem vann fyrir hann. Þaö var Portnoff sem gat gefiö Rósenblatt nákvæma lýsingu á námunni. En sama kveldiö sem hann gerði það, komu þeir báöir til Browns, Portnoff og Malkorski. “Eg þekki mann,” sagöi Portnoff, “sem vill fá aö vita nákvæma lýsingu á námunni. Getur verið aö hann hafi í hyggju aö kaupa hana.” “Hvað heitir hann?” spuröi Brown. “Rósenblatt" svaraði Portnoff. “Rósenblatt! Það nafn Iætur mér kunnuglega í “Ekki laust viö þaö.” svaraöi Brown hlægjandi. “En eg held að presturinn hafi eiginlega helzt verið þrándur i sinni eigin götu." “Já. það er víst alveg rétt; en það er nú meiri ógæfa en nokkuð annað,” svaraöi gamli maöurinn. Veika konan skriftaðist; meðtók sakramentið, og sofnaði svo svefninum langa i ró og næði. “Sonur minn,” sagöi presturinn við Kalman, þeg- ar athöfninni var lokiö. “Eg vildi gjama láta þig skriftast.” “Þakka þér fyrir,” svaraði Kalman. “En eg skriftast ekki fyrir mönnum, heldur aöeins fyrir guöi.” “Ó, guö hjálpi þér, sonur minn; trú þín hefir haggast fvrir áhrifttm þessa ógttölega prests, Klaz- owskis.,r “Nei, langt frá,” svaraöi Kalman. “Eg hefi verið aö lesa biblíuna; þaö eru þó nokkur ár siðan eg byrjaði á þvi; og eg hefi verið í náinni vináttu við góöan mann, sem hefir kent mér að þekkja guö og frelsara minn Jesús Krist. Eg reyni aö fylgja honum eins og Pétur og hinir postularnir. En eg trúi ekki lengur á sama hátt og Galizíumenn trúa; ekki heldur eins og Grikkir né Rómverjar.” “Sonur minn,” hrópaði presturinn upp yfir sig meö skelfingti. “Þú ert þó ekki trúvillingur? Þú hefir ekki gengið af trúnni?” “Nei, eg hefi ekki gert það; eg reyni að lifa samkvæmt vilja Krists.” Gamli presturinn reyndi lengi aö hafa áhrif á hugarfar Kalmans. Hann bað hann og grátbændi, en ekkert dugöi. Það var auöséð aö honum var innileg alvara og }>ótti innilega fyrir því, aö þessi velgeröa- maður hans hafði “gengið af trúnni”. Kenningar Browns, og umfram alt líferni hans, hafði mótað alt hugarfar og lif Kalmans. Hannl skoðaöi nú alt á sama hátt og hann; tók hann sér til daglegrar fyrirmyndar. Næsta morgun var gamli maöurinn feröbúinn. “Alla þá blessun, sem er i mínu valdi aö veita gef eg þér fyrir gestrisni þina viö ókunnan mann og hjálpsemi við sjúkan bróöur,” sagöi harin viö Brown. “En hvilikt sorgarefni, aö þið skulið fara villir vegar i trúarefnum. Eg skal biöja fyrir ykkur báð- um, bömin min, biöja fvrir ykkur oft og lengi,” og hann brosti bliðlega um leiö og hann sagöi þetta. “Þakka þér fyrir; þakka þér fyrir,” sagði Brown vingjarnlega. Bænir góös manns veita bless- un, og meö ánægju minnist eg oröa meistarans mikla “Sá sem ekki er á móti mer, hann er með mér.” '‘Já, þaö er satt; þaö er satt,” svaraði gamli presturinn; svo fór hann af staö og kvaddi vingjarn- lega. evrum. Þaö er langbezt aö láta Kalman vita um þaö tafarlaust,” sagöi Brown. "Það verður að vera gert í kveld,” sagöi Mal- korski ibygginn. “Það er áríðandi. Portnoff getur fariö.” Portnoff féllst á þaö. Næsta morgun fór Kalman til Wakota. Þegar Rósenblatt kom til nýlendunnar, var e."ns og himin og jörö fengi alt annað útlit í augum hans. Hann sá í huga sinum blett i rússneskum skógi, þar sem snjór- inn var troðinn og blóðugur. Hann gat ekki lmmdið þessari sjón frá hugaraugum sinum. Hann ruddi úr sér allri sögunni viö Brown meö ekka og grátstöfum. “Og faðir minn hefir svariö það að hann skuli drepa hann; en ef hann efnir ekki það loforð, þá verö eg að gera það.” "Kalman, drengurinn minn,” sagði Brown. “Mig furðar það alls ekki, þótt svona'liggi á þér. Þaö er langt of gott fyrir kvikindið aö vera drepinn. En þú getur ekkert gert í þessu. Hefndin er ekki okkar, heldur drottins.” "Ef faöir minn svíkst um að drepa hann,” sagði Kalman rólega. “þá skal eg gera það.” “Þú mátt ekki hugsa svona, og því síöur tala svona,” svaraöi Brown. “Við erum staddir í Can- ada en ekki á Rússlandi. Þú ert kristinn maöur en ekki heiðingi.” "Eg get ekki að því gert,” sagöi Kalrnan. “Eg get ekkert séö nema blóöuga snjóblettinn heima á Rússlandi.” Hann tók höndunum fyrir augun og hrystist af áköfum ekka: “Eg verfí aö drepa hann!” “Og viltu þá stofna lífi þníu i hættu? eyðileggja þína eigin framtíð? heldurðu að þaö væri rétt fyrir þig að svifta sjálfan þig um aldur og æfi öllu því, sem þínar helgustu tilfinningar eru tengdar við? Og hvernig helduröu aö systur þinni og Jack og mér liði á eftir? Og hvernig heldurðu aö—aö öllum vinum þinum liöi ? Vildir þú fórna öllum vinum þínum fyrir þessa einu syndsamlegu ástríðu? — Þvi hún er syndsamleg, Kalman.” “Eg veit þetta alt. Eg veit aö eg fórnaöi öllu meö því, en héma inni ('hann baröi sér á brjóstj er eitthvað, einhver hátalandi rödd, sem aldrei þagnar, fyr en þetta er gert — fyr en eg sé blóö þessa manns.” “Guð hjálpi þér, Kalman. Og þú kallar sjálf- an þig lærisvein hans, sem baö fyrir þeim sem líflétu hann. Hann sem sagöi: “Faðir fyrirgef þeim Brown varö alvarlegur: “Kalman, þú gætir ekki skynseminnar. Þú veröur að taka þessu eins og kristinn maður. Þetta er ekki flókið mál, þaö er ekki lengur á milli þín ög óvinar þins; það er milli þín og guös þíns. Ert þú viö því búinn aö hafna drotni þín um í kveld, og segja að öllu leyti skiliö við hann? Hlustaöu nú á mig, Kalman!” Brown tók biblíuna sína, fletti henni og kom of- an á þessa setningu: “Ef þér fyrirgefið ekki mót gerðamönnum yöar, fyrirgefur yöar himneski faðir ekki heldur misgerðir yöar.” Mundu eftir því Kal- man að þessi orö voru töluð af munni hans, sem fyr irgaf þeim, er honum voru verstir; þeim sem eyðilagt höfðu hans helgustu vonir; hans háleitustu málefni; þeim sem sært höfðu hjarta hans djúpum sárum. Kalman, þú dirfist ekki aö gera þetta!” En Kalman fór brott að finna fjandmann sinn í Nátthaukagili. En undir morguninn lá hann í skóg- inum, i haröri og ákafri baráttu viö sjálfan sig. öðru megin var hiö ólgandi slavneska erfðablóö, sem heimtaði hefnd; hiö sterka eöli hans til þess að varð- veita minningu móöur hans; hún kallaði á hefnd; ranglæti þaö sem hann sjálfur heföi oröiö aö þola, kallaöi á hefnd; en á móti þessum röddum, þessum kröfum, var aöeins þessi eina setning: “Faöir fyrir- gef þeim, þeir vita ekki hvað þeir gera.” Áöur en vikan var liöin, kom Portnoff gamli blaöskellandi til Browns og sagöi honum að Rósenblatt heföi farið snemma þá um morguninn niður aö Höfn, þar sem landskrifstofa stjórnarinnar var. “Þaö er eitthvað viövikjandi námunni,” sagöi hann. “Það lá ágætlega á honum. Hann geröi mér ágætt boð þegar hann kæmi aftur. Bara að þetta væri Rússland,” sagöi gamli stjórnleysinginn. “Já,—já—á,” sagöi Malkarski vinur hans, meö djúpu röddinni. “Viö skyldum ekki vera lengi aö láta hann vita hverjir við værum.” jSvo hann fór í morgun,” sagöi Brown, “hvað er langt síöan?” Tvær klukkustundir.” Kalman var 10' mílur í burtu hjá námunni. Þetta var hættuspil. Kastaðu hnakknum á klárinn minn, Portnoff,” sagði hann. “Eg verö aö flýta mér niður aö Höfn.” “Það væri langbezt aö drepa þennan náunga,” sagöi Malkarski gamli rólega. “Hvað segiröu?” spuröi Brown byrstur. “Faröu undir eins i burtu!” Brown bjó sig af staö í skyndi, sendi Kalman orö og fór. Hann varö að fara 40 mílur, og hestur- inn var mesti jálkur. Rósenblatt var tveimur klukku- stundum á undan honum, og sjálfsagt vel riöandi. Þaö gat samt skeö að hann færi sér hægt; en eftir- förin er altaf erfið, sérstaklega þegar hatur og hefnd- arþorsti er annars vegar. Eftir fimm klukkustunda haröa reiö var Brown kominn á sléttuna sem Höfn var á. Þegar hann kom inn á sléttuna, sá hann Rósenblatt fáeinar milur á undan sér. Rétt um sama leyti sem Brown sá Rósenblatt, varö hann þess einn- ig var aö Brown var á eftir honum. Þ'að var því Brown hugsaði sig um stundarkorn. Hvaöa er- indi gat hann haft? Var þaö mögulegt aö vanrækt hefði verið að skrásetja landið? Hann vissi hversu hægfara French var, og sá það í huga sét\ aö ekkert var líklegra, en aö hann heföi dregiö þetta, þangaö til þaö var orðið of seint. French var ennþá í burtu. hörð kappreiö þaö sem eftir var vegarins. En hest- ur Browns var þreyttur og drógst á eftir; þegar Brown því kom á landskrifstofuna, fann hann þaö aö umsókn hafði nýlega verið lögö fram fyrir 160 ekr- um af námalandi beggja megin við Nátthaukagil. Brown varö ekki um sel; hann stóð stundarkorn á skrifstofunni og mælti hæversklega — alvarlega; “Em engin bréf hér, sem sýni að umsókn hafi verið lögö inn fyrir þessu landi áður?” “Alls engin,” svaraöi umboösmaöur, “Þessi maður hefir aldrei séð námuna,” sagöi' Brown, og benti umboðsmanninum á Rósenblatt. “Hann er ekki maðurinn sem fann námuna.”.” “Hver er hann þá?” spuröi umboðsmaöur. “Það er ungur kunningi minn, sem heitir Kal- mar Kalman. Eg get svariö það.” Svo sagöi hann söguna um þaö hvernig Kalmn fann námuna, og bætti viö einstöku'smáatriðum viðvíkjandi mannorði Rós- enblatts, sem hann hélt aö gæti haft áhrif. Umboðsmaðurinn hlustaöi á meö hluttekningu og athygli. ■kOg hvaö er langt síðan hann fann námuna?” spurði hann. “Kringum sex mánuði,” svaraði Brown. "Og hvers vegna var ekki beiðni send hingað?’ spurði umboðsm. Brown þagði. “Stjómin getur ekki boriö ábyrgð á vanrækslu manna," sagði umboösm. “Þiö verðið aö kenna sjálfum ykkur um þetta; það er ómögulegt aö breyta því héöan af.” Dyrnar voru opnaðar ; Brown snéri sér við og sá Rósenblatt brosandi út undir eyru. Án þess aö Brovn geröi sér glögga grein fyrir, gaf hann Rósen- blatt rokna löðmng; hann slangraði á gólfinu og féll út i hom. Hann stóö þó bráðlega upp aftur og spýtti og ræskti sig. “Eg dreg þig fyrir lög og dóm,” hrópaöi hann. “Eg kalla þig til vitnis,” sagöi hann viö umboösm “Hvað gengur aö þér?” sagöi umboðsmaðurinn. “Eg sá ekkert. Eg sá ekkert athugavert viö þaö, þó þú hlypir út í hom og fleygðir þér þar á gólfiö. Faröu undir eins út úr skrifstofunni, óþokka kvik- indiö þitt! Flýttu þér!” Umboðsmaöurinn setti báðar hendurnar á skrifstofuborðiö og hljóp yfir þaö Rósenblatt flýöi óttasleginn. “Kvikindið að tarna!” sagöi umboðsmaðurinn. “Mér er uppsigaö viö þessa þræla, sem sitja um að ná eignum annara manna. Þér fórst þetta ágætlega,’ sagöi hann viö Brown, og tók vingjarnlega og þétt í hendina á honum. “Það versta er að ómögulegt er að gera viö þessu héöan af, hversu feginn sem maöur vildi.” Brown leið ver en svo aö hann gæti svarað. Náman var töpuð, og meö henni allar hinar fögru hallir, sem hann og Kalman höföu bygt í síðastliðna sex mánuði. Hann kveið fyrir aö mæta vini sinum. Á hvaða grundvelli gat hann nú beðið Kalman aö fyrirgefa þessu kvikindi, sem bætt hafði enn þá einni stórsynd viö misgerðir sínar? Það var mannlegu eöli ofvaxið að 'hrinda öllum þessu miklu misgeröum úr huga sér. Þaö var eina bótin í máli aö fjörutíu mil- ur voru á milli þeirra; það var lán fyrir Brown, tog það var ekki siður lán fyrir Kalman. Fjörutíu mílur af opinni, frjálsri sléttu, meö hlýrri og bjartri guðssól, gat gert kraftaverk í sál, sem var guði opin. Þegar þeir mættust næst, höfðu þeir báöir sigrað. Brown sagöi söguna stillilega og hægt. Honum til mikillar undrunar sýndist honum það aðeins hafa örlítil áhrif á Kalman, að hann hafði tapað námunni. Brown bjóst við aö hann murfdi veröa hamslaus af óstjómlegri reiöi. Kalman hafði yfirvegað mál sitt og unnið fullan sigur í baráttunni viö sjálfan sig. Hvaö sem fyrir kæmi og hvaö sem þaö kostaði, mátti hann ekki hafna drotni sínum. Hann ákvaö því aö leggja ekki hendur á Rósenblatt, þótt það að ööru leyti kæmi i bága viö loforð hans og þrár. Hinn á- kafi blóðþorsti, sem lifaö hafði í slavneska blóðinu svo öldum skifti, hafði safast af áhrifum krossins, og vegna þess að hugur Kalmans var hálflamaður eftir alt stríöið, haföi námutapið tæplega nokkur áhrif á hann. Brown var steinhissa. Allir nýlendubúar fyltust gremju og reiði, þegar >að heyrðist að Kalman hefði verið ræntur námunni sinni. En starfsmenn Rósenblattg og Sprinks unnu af alefli meðal fólksins. Hátíöisdagarnlr voru gerðir að reglulegum drykkjutímum; öl og annað áfengi var látið úti ókeypis á báöar hendur. öll ósköpin af fögrum loforðum vom mönnum gefin í sambandi viö starfrækslu námunnar; nóg vinna og nógir peningar. Og þegar öllu var á botninn hvolft, þá var það svo sem auðskilið, að ekki þurfti mikils að vænta af kornungum manni, peningalausum, aöstoðarlausum og jekkingarlausum. Þaö var auövitað1 slæmt aö hann skyldi tapa námunni sirini, en menn gleyma fljótt tapi og tjóni annara, þegar þeir eru aö reyna að bæta sín eigin kjör. og hafa tækifæri til þess aö láta drauma sína rætast. Náman hans Kalmans, og rangindi þau, sem hann varð fyrir gleymdist fljótt. Hann hafði verið fundinn sekur um þann ófirirgef- anlega glæp, að veröa undir i samkepni. Nýja fólkiö tók til starfa af alefli. Kofar voru bygðir við námunk, góöur vagnvegur búinn til niður að Saskatchewan ánni. Eftir þrjár vikur var alt bú- iö aö fá á sig nýjan blæ og nýtt sniö. Þaö var komið íram urri aprílmánaöar lok, þegar French kom heim aftur úr skógarhögginu, og var hann meö tvær höndni tómar eftir þrjá mánuðina. Hest- arnir voru meiddir og drepnir; þaö var það eina sem hann haföi upp úr ferðinni. Sjálfur var hann þreyttur og horaður, og hann var niðurbeygður af því, hversu illa sér heföi gengiö, og hvílíku háöi hann ætti a.> mæia fvrir flaniö og ófarirnar. Kalman sá tafarlaust hvernig alt heföi gengið og hvernie honum leið, og tók honum meö opnum örm- um; þaö var hans vegna miklu meira en, sjálfs sin vegna, sem hann harmaði námatapið. Kalman var önnum kafinn aö búa sig undir vorsáninguna. Hann ætlaði aö sá heilmiklu af öllu mögulegu sem hægt væri aö rækta, til þess aö setja á markaðinn. “Hvernig líður námunni, Kalman?” spurði French. "Eg hefi hætt við námuna, eg ætla að alda mér að búskapnum!” svaraði Kalman kátur og glaður. “Hvað er aö?” spurði French óþolinmóöur. “Við 'höfum tapað námunni, Jack,” sagöi Kal- man rólegur. Og svo sagði hann honum upp alla söguna. Þegar French aföi heyrt söguna, fór hann af stað taíarlaust. Allur drungi hvarf af honum. Hann var búinn að ná sér. “Viö skulum fara og finna Brown,” sagði hann ákveðinn. "Þaö er ekki til neins,” svaraði Kalman, og vildi forða honum frá dýpra hugarangri. Brown sá um- sóknina á landskrifstofunni, og umboðsmaöurinn sagði honum greinlega aö ekki yröi viö neitt ráðiö." “Hvað sem um það er; þaö dugar ekki aö leggja | árar i bát strax, drengur minn,” sagöi Jack. “Komdu meö mér; eða—já—kanske það væri rétt, að eg færi einn. Legðu hnakkinn á hestinn minn.” Eftir hálftíma' var French búinn að raka sig, klæddur sínurn beztu fötum og haföi aldrei litiö bet- ur út en nú. “Þú ert agætur, Jack," sagöi Kalman og dáöist aö honum. “Við eigum þó hvor annan ennþá.” “Ójá, drengur minn,” svaraði Jack og tók í 'hönd hans, "og i það er meira variö en nokkuð annaö.~^n við náum námunni aftur, ef eg heiti French.”” ÖIl deyfðin, og allur letiblærinn, sem einkent hafði French, var horfinn. 1 hverri línu í hinu fagra and- liti hans, úr hverri hreyfingu líkama hans var skrif- uö alvara, áhugi og einbeittni. Hinn fomi enski bardagahugur hafði vaknaö; að fara af hólmi sigrihrósándi eftir aö allar bjargir virtust bannaöar, þaö var eðli hans. Næstu fjórar vikur sá Kalman hann aldrei. All- an þann tíma var hann önnum kafinn frá morgni til kvelds að sá höfrum og kartöflum. Mckenzie og nokkrir Galiziumenn voru honum til aöstoðar, en erf- itt? var aö fá fólk til vinnu, því flestir vildu heldur vinna í námunni eöa jámbrautinni. Þar þótti þeim fjöragra. Loksins var öllu sáö, og akurinn beiö þess að skaparinn sendi regn og sól. Þá fór Kalman niöur til Wakota, til þess aö hressa líkama og sál. Hann þurfti að hvíla sig eftir erfiðið, en hann þurfti þess þó enn þá fremur, aö fá hlýtt og þétt vinarhandtak. Þaö fyrsta sem hann sá í Wakota, var hestur French tjóðraöur fyrir framan hús Browns, og þeg- ar hann kom rétt aö húsinu, heyrði hann glaðværð og hávaöa inni fyrir. “Halló!” kallaöi Kalman af hestbaki. “Hvað er um aö vera hjá ykkur?” “Allir þutu út úr húsinu. Brown, kona hans, French og Irma og Pálína seinust. Allir þyrptust til Kalmans og heilsuðu honum meö fögnuðr. Brown lét sérstaklega í ljósi ánægju sína. Hann réöi sér varla fyrir gleöi. Hann gekk rakleiðis; til Kalmans og sagöi: “Eg óska þér til hundraðfaklrar hamingju, drengur minn,” og þrýsti hönd hans. “Þáö er alt i góöu gengi; viö erum búnir aö vinna; húrra! húrra, húrra!” Brown haföi enga stjórn á sér, svo glaður var hann. Irma hljóp i fangið á Kalman og sagði: “Já, þaö er alveg satt, elsku Kalman,” og tók utan um höfuðið á honum og beygði hann niður aö sér, til þess að geta kyst hann. Hún var með gráthljóð í röddinni og augu hennar fyltust af tárum. “Vertu ekki hissa drengur,” sagöi French, og tók hann í fang sér, þegar Irma slepti honum. “Þau eru öll meö fullu viti. Viö erum búnir aö vinna; það ber ekki á ööra. Kalman sat enn á hestbaki; hann leit framan í >au á víxl og vissi ekki hvaö hann átti aö hugsa eöa segja. Brown hélt áfram aö hrópa gleöihróp og veifa hattinum sinum. Loksins snéri hann sér aö Mrs. Brown. “Þú sýnist vera meö fullu viti aö minsta kosti, hvað sem um hitt er,” sagöi hann. “Kannske þú viljir gera svo vel og segja mér hvaö þau eru aö fara meö?” Mrs. Brown tók í báöar hendur hans og mælti: ‘Þáu eru aö segja þér frá því, aö viö erum öll svona ánægö, aö viö ráöum okkur ekki fyrir fögnuði. Viö höfum náö aftur námunni þinni.” Dr.R. L. HURST, Member of Royal Coll. of S«rg«0Mi Eng., útskrifaöur af Royal Colleg* vtí Physicians. London. Sérfræöingut i brjóst- tauga og lcven-sjúkdómum — Skrifst. 305 Kennedy Bldg. PorKn«* Ave. (a móti Eaton’sJ. Tals. M. 814. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir lógfræBingar, Skrifstofa:— Koom 811 McArthur Building, Portage Avenue Áritun: P. o. Box 1656. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg r T T T T LSSON J | ÓLAFUR LÁRUSSON BJÖRN PÁLSSON YFIRDÖMSLÖGMENN 4 Annast Iögfrœði**törf á Islandi fyrir - yeítur-Islendinga. Otvega jarSir og nú*. Spyrjið Lögberg um okkur. Reykjavik, •- lccland P. O. Box A 41 + ♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦»■♦■♦+++++4» 4 » » »»~4 GARLAND & ANDERSON Arni Anderson E. P. Garlaad lögfræðingar 801 Electric Railway Chambers Phone: Main 1561 Joseph T, Thorson íslenzkur lögfræðingur Aritun: MESSRS. McFADDEN & THORSON 706 McArthur Building Winnipeg, Man. Phone: M. 2671. Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William TELEPHONK GARRvagO Officb-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Heimili: 776 Victor St. Telephonk garry 381 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORNSON Office: Cor. Sherbrooke & William rni-KPHONElGARRY 32l* Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Haimi i: Ste 2 KENWOOD tP T'l. Maryland Street Telephonei garry T03 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérataka áherzlu 4 a selja meCöl eftir forskrlptum lækntv Hin beztu meBöl, sem hægt er sB tá, eru notuC eingöngu. pegar þér kotmVt meB forskriptlna til vor, megiB vera viss um aB fá rétt þaB sem iækz.. irinn tekur til. COLCSLEUGH & CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooks H Phone. Garry 2690 og 2691. Glftlngaleyflsbréf s.ld. Dr. W. J. MacTAVISH Office 7244 •S'argent Ave. ^Telephone .Sherbr. 940. ^ < 10-1* *• Office tfmar I 3*5 e. m. ( 7-9 e. m. — Hbimili 487 Teronto Street _ WINNIPEG TkLBPHONE Sherbr. 432. ^^*****^**^^ * * *» ^ ^ ** ~ J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave St Suite 313. Tals. main 5302. rr r i Or. Raymond Brown, t J( SérfræBingur í augna-eyra-nef- og £ háls-sjúkdðmum. |r J 326 Somerset Bldg. [ 1 Talsimi 7262 Cor. Dcnald & Portage Ave. (T ’ Heimakl. ið—12 og 3—5 || Lögberqs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞV[ AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAX! A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. selur likkistur og annast tun útfarir. Allur útbðn- aður sá bezti. Ennfrem- nr selur hann allskonar , minnisvarDa og legsteina Tm's. Heimili Qarry 2161 ,, Offlce „ 300 og 979 H. J. Pálmason Chartered Accountant 807-9 Somers.t Bldg. Tals. ty. 273« /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.