Lögberg - 09.07.1914, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
9. JÚLÍ 1914.
3
Heilsa og langlífi.
Hvers vegna dóu brúðkaupsgest-
irnir í Cholet?
í nóvember í vetur var brúS-
kaup haldið í bænum Cholet i
Frakklandi. BoSsgestirnir voru
38. Þar var glaumur og gleöi.
krásir margar á borð bornar og
munngát gott. SíSasti rétturinn.
sem borinn var fram, var feikna
stór kaka, með eggjafroSu á yfir-
boröinu (gateau á la creme royale)
í veizlulok fór hver gestanna
heim til sín, en eigi leiS á löngu
áSur en þeir allir veiktust, aS
meira eSa minna leyti. Þeir fengu
ákafa magaverki og síSan uppsölu
hvaS eftir annaS, þangab til aS
hreint galliS gekk upp úr þeim.
En þar á eftir, eSa jafnframt, kom
niSurgangur sérlega dlkynjaSur
og líktist því sem vant er aS fylgja
Kóleru eSa Arsenikeitrun. Eftir
nokkra daga þung veikindi, meS
þessum hætti, dóu 10 af þeim,
en hinir 28 náSu allir fullri heilsu
eftir misjafnlega langan tíma.
Hvernig stóS nú á þessum voSa-
veikindum ?
Sá orðrómur gaus fljótt upp, aS
um eitrun væri aS ræSa, og var
því hafin rannsókn í málinu.
Menn grunaði fljótt, aS í kökunni.
sem fyr var nefnd, hefSu veriS
einhver efni, sem hefSu valdið
sýkingu boSsgestanna. En svo
vilcli til, aS aðrir en boSsgestimir,
sem höfSu neytt þessarar köku.
en eigi annara rétta, höfSu lika
orSiS hættulega veikir.
MatreiSslukona sú, sem bakaS
hafSi kökuna, var nú grunuö um
græsku og tekin fyrir. ÞaS vitn-
aðist um hana, aS hún hafði áöur
búiS til samskonar köku, og höfSu
menn orSiS veikir af. Ekkert
sannaSist þó í málinu. Matseljan
sór sig og sárt viS lagSi, aS hún
hefSi engum viljaS vinna mein, og
féllust menn fljótt á sögusögn
hennar, þvi hún hafSi af öllum er
þektu hana, veriS talin valinkunn
sæmdarkona.
Sem betur fór, hafði kakan
ekki verið öll upp étin, svo hægt
var aS senda sýnishom af henni
til rannsóknarstofu í París. ÞaS
kom strax i ljós, aS ekkert venju-
legt, eins og Arsenik eSa þesshátt-
ar lyf, voru í kökunni, og vom nú
læknar og vísindamenn lengi aS
rannsaka efni hennar, án þess aS
komast aS nokkurri niSurstöðu.
En loksins tókst þó hinum fræga
bakteriufræSingi, Chantemesse, aS ]
finna sérstaka bakteríutegund í :
kökunni, sem hann gat sýnt og
sannað aS olli hinum afarhættu-
legu veikindum.
Chantemesse fann aS þessi
bakteríutegund var náskyld tauga-
veikisbakteríunni aS útliti og eðli.
Hann gat ræktaS hana og fylgt
vexti hennar og viSgangi. Og
hann fann, aS þegar liann ræktaSi
hana i eggjum, sem voru nokkra
daga gömul og farin aS skemmast,
þá þreifst bakterían sérstak'ega
vel og myndaöi eiturefni, sem gat
valdiS öldungis samskonar veiki
og veizlugestirnir höfðu dáið af.
Þaö var aöeins í eggjafroðunni.
sem bakteriurnar fundust. Hann
fann aS ef hann setti bakteriurn-
ar í eggjafroðu, svipaöa þeirri sem
ofan á kökunni var, þá þrifust
bakteriurnar vel, en urSu þó ekki
hættulegar. En þegar hann lét
froöuna standa nokkra daga, svo
aö skemd fór aS koma i hana, þá
mögnuðust bakteríurnar og mynd-
uöu hiö lífshættulega eitur. Hann
sýndi meS mörgum tilraunum á
dýrum, aS veikin hagaöi sér öld-
ungis eins og á hinum óhamingju-
sömu veizlugestum. ÞaS upplýst-
ist nú, aS veizlukakan hafði staS-
iS nokkurn tíma, áöur en veizlan
hófst, svo aS froðan hafði fengiS
nægan tíma til aö skemmast.
En nú var eftir aS vita, hvaðan
þessar vondu bakteríur höföu
komist í kökufroðuna. Til þess
aö rannsaka þetta spursmál sér-
staklega. fór Chantemesse til
Cholet.
ÞáS er kunnugt oröiS um ýms-
ar bakteríur, en þó einkum barna-
veikis- og taugaveikisbakteríur, aS
þær geta sundum lifaS langan tíma
í sjúklingunum, eftir aS veikin er
um garS gengin. Þær sýkja eigi
sjúklingana sjálfa á ný, en geta
sýkt aöra meS þeim.
Nú þótti Chantemesse sennilegt.
aS bakteríurnar hlytu aS stafa frá
þeim, sem heföu fariö meS kök-
una, og sérstaklega frá þeim, sem
hefSu fjallað um kökufroðuna.
Bárust nú böndin aftur aS mat-
reiðslukonu þeirri, sem hafði búiS
til kökuna, og sem áður er um get-
ið. Hún ein hafði handleikiö kök-
una og þevtt flautimar ofan á
hana. F.ins og fyr var sagt, hafði
áður komiö fyrir þessa konu, erj
hún bjó til kökur, aS kökurnar 1
höfSu sýkt menn. Chantermesse J
rannsakaSi því nákvæmlega þessal
konu og hann fann í hægðum j
hennar einmitt þá bakteríutegund,
sem um var aS ræða. í innýflum
þessarar konu var aragrúi af
bakteríum, sem voru meinlausar
henni sjálfri, en sem gátu, undir
vissum skilyrðum, orSiS lifshættu-
iegar fyrir aSrar manneskjur.
Nú opnuöust augu allra. Nú
var iausnin fengin á þeirri gátu.
hversvegna veizlugestirnir veiktust
og dóu. MatreiSslukonan haföi ó-
afvitandi sáS út bakterium af hönd-
um sínum, er hún bjó út kökuna.
í kökufroöunni höfSu bekteríurn-
ar fengiS tíma til aö dafna og
magnast. Konan ætlaði sér eigi aS
vinna neinum mein; hún vissi eigi
hvaS hún gerði. En engu að síöur
var hún stórsek, eíns og margar
matreiSsIukonur. Hún var sóði;
hún þvoSi sér sjaldan um hendurn-
ar, eSa aldrei þegar mest reiS á.
nefnilega þegar hún hafði gengiö
til þarfenda sinna.
Sagan af veikindum brúökaups-
gestanna í Cholet er lærdómsrík
hugvekja. Hún kennir okkur hví-
likt eitur og ólán óhreinar hendur
geta byrlaS mönnum. —
Húsbændur! SjáiS jafnan um,
aö vinnukonur og aörar matseljur
eigi jafnan kost á þvottavatni, sápu
og handklæSi, er þær sýsla meS
matinn.
Steingr. Matthíasson.
('Norðurland)
Frá Islandi.
VerSlaun viS fjöllistaskólann í
Kaupmannahöfn fengu í vor 3 Is-
lendingar aö afloknu prófi. Rik-
harður Jónsson hlaut hæztu verö-
laun, sem skólinn veitir. Einnig
hlutu verSlaun Kristín Jónsdóttir
og Guömundur Thorsteinsson, mál-
arar.
Nýkominn er út fyrirlestur Dr.
Ágústs Bjamasonar um rannsókn
dularfullra fyrirbrygöa,. 32. blaS-
síöu bók.
Stærsta kvikmyndahúsiS í bæn-
um ('gamla Bio), hefir Jóhann
Jóhannesson bæjarfulltrúi keypt
nýlega.
FríkirkjusöfnuSur er myndáöur
í FróSárhreppi á Snæfellsnesi, og
hefir séra Ólafur Stephensen veriS
kosinn forstöðumaöur hans, og fékk
sú kosning ráðherra staðfesting
30. f. m.
Á bókauppboSi í Berlin i vor.
var biblía ein með eiginhandar
áritan Luthers, seld fyrir 6250
mörk.
Þýzka stjórnin hefir nú ákveS-
ið aö fara aS dæmi frakka, < g
senda hingaö docent i þýzku. Mun
þetta vera sérstaklega Islandsvin-
inum, próf. Hensler i Berlin, aö
þakka. Til starfans er valinn fyr-
ir næstu tvö ár, ungur maSur Dr.
Busse, er nýlega hefir tekiö skóla-
kennarapróf í Berlin, og er hans
von hingaS i júlímánuði i sumar.
Hann hefir hlýtt á fyrirlestra
Ilanslers í islenzku, og auk þess
haft nokkra íslenzkutima hjá GuS-
mundi Hlíðdal verkfræöingi, sem
um eitt skeiS dvaldi í Berlin. —
(LögréttaJ.
KolfreyjustaSar-prestakall í Fá-
skrúSsfiröf er nýveitt séra Haraldi
Jónassyni, er þar var aöstoöar-
prestur.
FullnaSarprófi í landbúnaöar-
fræSi hefir nýlokið viS búnaSarhá-
skólann i Khöfn, Valtýr Stefáns-
son (sonur stefáns skólameistara
Stefánssonar á AkureyriJ, hann
hlaut fyrstu einkunn.
Þann 5. júní fórst bátur á
BreiSafirSi meö fjórum mönnum á.
HöfSu fjórir bátar róiS frá Sandi.
en um morguninn skall á ofsaveö-
ur. Þrír bátarnir komust aS landi.
en hins fjórSa varS saknað, og rak
hann seinna um daginn mannlaus.
Hefir líklegast hvolft nálægt Gufu-
skálum. Þeir sem druknuSu voru.
formaður bátsins, Sæmundur GuS-
mundsson, kvæntur maður meö 5
‘börn, og þrír unglingspiltar, Jón
og Eyjólfur Magnússynir, og Jens
GuSmundsson. — Sama dag fórst
annar bátur á leiS frá Stykkishó’m'
inti i Helgafellssveit. Tveir menn
druknúðu, og voru þeir Gísli Kára-
son frá Holti og Jónas Stefánsson
frá Selvöllum. Hinn fyrnefndi var
kvæntur og lætur eftir sig 4 börn
kornung í skínandi fátækt. Sá
sem af komst, nefnist Valgrímur
Siguröson, og var honum bjargað
af Bjarna Jónssyni frá Akureyj-
um. — físafold).
•
Á hvítasunnudag brann bærinn í
ÓfeigsfirSi til kaldra kola; varS
engu bjargaS af lausu fé, utan
einni kommóSu og einu rúmi.
t Ófeigsfirði býr stórbóndinn
Pétur Guðmundsson kaupfélags-
stjóri. og var hann viö guösþjón-
ustu i Árnesi meS alt sitt heima-
fólk, utan tvær gamlar konur, er
bærinn brann. Konurnar urSu
ekki varar viS eldinn fyr en hann
hafSi magnast svo mjög, aS þær
treystust ekki til þess aö bjarga l
neinu. ,
Bærinn í ÓfeigsfirSi var gamall
og allstór, og var heimiliö í öllu
hiS ríkmannlegasta. TjóniS er af-
armikiö, meö því aS alt var óvá-
trygt, bær og húsmunir.
Rannveig GuSmundsdóttir ekkja
tengdamóSir Kr. Kristjánssonar
i Winnipeg, bróöur Bjöms Krist-
jánssonar bankastjóra, andaöist i
Reykjavík 2. þ. m., 72 ára aS aldri.
Ileimili hennar var hér í Winni-
peg, sem hún hefir dvaliS í síðastl.
20 ár; var hún í kynnisför til
barna sinna. Lungnabólga varö
henni aö bana.
Lögberg mun minnast hennar
nánar síöar.
Frú Sveinbjörg Bjarnadóttir,
kona r Egegrt Snæbjörnssonar
verzlunarstjóra í Reykjavík, lézt
1. þ. m., 36 ára aS aldri. Daginn
áöur höfSu þau hjón mist efni-
legan son, er Njáll hét. Hún var
fríöleiks og atgerfiskona, og er
öllum, er hana þektu, harmdauði.
ÞjóöhátíSardaginn 2. ágúst í
sumar, eru 40 ár siSan Kristján
konungur 9. færöi oss stjórnar-
skrána.
Jónas GuSlaugsson hefir nýlega
skrifaS skáldsögu, sem Mouica
heitir—fádönsku auövitaS.M)— og
hefir Gyldendals bókaverzlun gefiS
hana út. Ekki fær hún sérlegt lof
í dönskum blöðum.
Látin er 1. júní Húsfrú Kristín
GuSmundsdóttir, kona Kolbeins
bónda Eyjólfssonar í Kollafiröi,
merkiskona.
Manntal þeirra Árna Magnús-
sonar og Páls lögmanns Vídalíns,
er þeir tóku páskanóttina 1703,
mun vera elzta manntal í heimi,
Arfur Wagners.
Siegfried Wagner, sonur tón-
snillingsins heimsfræga, Richards
Wagner’s, hefir nýskeö lýst yfir
þvi aS hann og kona hans ætli að
gefa þýzku þjóðinni til ævarandi
eignar, allar Wagner’s eigurnar í
Bayreuth. Þessar eignir eru fyrst
og fremst Wagner’s leikhúsiS
fræga, þar í bænum, ásamt lóöum
er því fylgja, og öllum leikhús-
tjöldum, sem eru afarmikils viröi.
Þessu fylgir og ibúðarhús Wagn-
er’s, sem Wahnfried heitir, ásamt
EITRAÐAR ELDSPÝTUR
Innan taepra tveggja ára verður það ólöglegt að
kaupa eða nota eldspýtur með eitruðum hvítum
brennisteini.
Hver einasfi maður ætti að byrja á því að
nota
Eddy’s Eiturlausu
Sesqui V Eldspýtur
°g tryggja sér þannig öryggi á heimilinu.
Áður en þú girðir grasflötinn þinn
ættirSu a8 fóna til okk-
ar og láta umboSsmann
koma heim til þln og
sýna þér allar þær teg-
undir sem vitS röfum.
G6S girSing borgar sig
betur en flest annatS er
þú getur lagt peninga I;
ekki einungis aö þaö
fegri heldur eykur og
verömæti eignarlnnar.
VerÖskrá vor og sýnis
bók kostar ekkert.
The Manitoba Anchor Fence Co., Ltd.
Henry og Iteacon Streets
Phone: tíarry 1302
VVINNIPEG
öllum handritum og menjagripum
og stórum sjóöi, sem variö er til
Bayreuth-leikanna. —
Svanur að deyja.
Hrímnóttin klæðir holt og tún,
nú hefir söngvari lokaS brún,
sem þoröi aS kveöa ófalskt fyrir
alla!
Einar P. Jónsson.
Þökk fyrir sönginn, svanur minn,
—sumartónana alia.
Varla hélt eg aS vegur þinn
væri’ á enda í þetta sinn,
heyri eg þó að dauðans klukkur
kalla.
BilaS er söngva-brjóstiS þitt,
— brostin röddin snjalla.
Hlifðarlaust dauöinn heimtar sitt,
nú heimtar hann vænsta ljósiö
mitt;
tjöldin fyrir lífsins leiksviS falla.
Sé eg nú hvar sólin rjóS
sígur aS baki fjalla. |
Ilt er aS hafa óstyrk hljóS,
eru þó verri ramföls!: ljóð,—■
| en þú hefir sungiö ófalskt fyrir
alla!
Deyjandi geisla gullin- rún
j glitrar á tindum fjalla.
Ljóf! drap bónda iyrir nokkru í
Sundan i Afriku. Hann hét Hrólf-
ur, og var upprunninn frá Iowa i
Bandaríkjunum. Hann lagSi mest
stund á þá þarflegu iðju aö kenna
Sundansbúum akuryrkju.
Stjórnin í Peking kvaS vera að
undirbúa tóbakseinokun í Kina,
um þessar mundir.
Frakkar vinna mjög að þvi aS
leggja járnbrautir um landeignir
sínar í Afríku. Fyrir skömmu var
vígð 170 kílómetra löng jámbraut
í SuSur-Algier, sem liggur yfir
sandeySimörk milli bæjanna
Biskra og Tuggurt. ASur fóru
fram flutningar eftir vegum þess-
um á úlfaldalestum.
m
Thomas
Johnson, M.P.P,
Thomas H. Johnson
HEFIR BARIST MEÐ DRENGLYNDI
OG DUGNAÐI MÓTI LAUNPUKRI og
SVÍVIRDINGUM STJÓRNARINNAR
OG IIÓTELANNA.
Thomas H. Johnson
HEETR BARIST ÓÞREYTANLEGA
FYRIR ALÞÝÐUSKóLUNUM og UPP-
FRÆÐSLU ÆSKULÝÐSINS.
Thomas H. Johnson
IIAFÐI EINURÐ TIL AÐ SEGJA
STJÓRNINNI TIL SYNDANNA ÚT
AF SVIVIRÐINGUM og ALLS ÓSÆM-
ANDI UNÐIRFERLIS - HREKKJA-
BRÖGÐUM við GIMLI-KOSNINGARN-
AR OG KRAFÐIST RÉTTMÆTRAR
RANNSÓKNAR.
EN ROBLIN LÉT ÞA SJALFSÖGÐU
KRÖFU EINS OG VIND UM EYRUN
ÞJÓTA.
IIEFIRÐU GLEYMT ÞEIRRI SVt-
VIRÐU?
EF SVO ER, ÞÁ FÁÐU ÞÉR UPPLÝS-
INGAR UM MÁLIÐ A EINHVERRI
AF NEFNDARSTOFUM THOS. H.
JOHNSONS.
10. Júlí hljóta að verða
stjórnarskihi
Greiðið at^vœði landa vorum Thos. H. John-
son, svo að hann geti skipað fyrsta sæti í
Mið-Winnipeg
SKRIFSTOFUR FLOKKSINS:
Central: 634 Main Street—Phone: Main 5356.
Inglis Block, Notre Dame, nál. Shet(brooke—Phone G. 2792-3-4.
644 Sargent Avenue—Phone: Sherbr. 5183.
Weston: 1456 Logan Avenue—Phone: Sherbr. 1642.
MIÐ-WINNIPEG
ROBLIN STJÓRNIN HEFIR VERID
DYGGUR ÞJÓNN IIÓTELANNA og BRENNI-
VINS KAUPMANNANNA.
ÆFINLEGA OG ALSTAÐAR Á MÓTI
SKÓLASKYLDU.
ÆTIÐ OG ÓSPARLEGA AUSIÐ ÚT FÉ
YÐAR SÉR OG SINUM FYLGIFISKUM TIL
HAGNAÐAR VIÐ KOSNINGAR.
GLEYMIÐ EKKI GIMLI-HNEYKSLINU
OG IIINUM 93,000 ÐOLL., ER KASTAÐ VAR
ÚT TIL ÞESS AÐ FYLLA KJÓSENDU.R A
BRENNIVINI OG TIL ÞESS AÐ MÚTA
MÖNNUM TIL FYLGIS SÉR.
GLEYMIÐ EKKI MacDONALD SVL
VIRÐINGUNUM, ÞAR SEM ALSAKLAUS-
UM MANNI VAR VARPAÐ 1 FANGELSI
AN DÓMS OG LAGA. ÞAÐ SÝNIR GREINI-
LEGAST SVÍVIRÐINGAR og SVIK STJÓRN
ARINNAR GAGNVART ALMENNU RÉTT-
LÆTI.
BAK VIÐ ALT ÞETTA OG MIKLU
FLEIRA STENDUR NÚVERANÐI STJÓRN
SEM KLETTUR ÚR IIAFINU, ÁSAMT SIN-
UM ÓHREINU IIJÁLPAR-ÖNDUM.
HVERNIG LIZT YÐUR A?