Lögberg


Lögberg - 23.07.1914, Qupperneq 8

Lögberg - 23.07.1914, Qupperneq 8
LÖGBERG. EIMTUDAGINN 23. JÚLÍ 1914. Bibe HibboN COFllf Blue Ribbon KAFFI Og Bökunar-duft Blue Ribbon nafnið fel- ur í sér alt sem bezt er. Biðjið ávalt um Blue Rib- bon kaffi, bökunarduft, te Jelly-duft og Extracts. Það reynist alt ágœtlega Peninga lán Fljót afgreiðsla H. J. EGGERTSON. 204 MclntyreBlk. Tal. M.3364 VEGGJALÚSAEITUR vort er mjög notað. Þa8 er óbrigð- ult, efnasamsetningin fyrirtak. ÞaS skemmir hvorki húsmuni né fatnað. Mjög auö velt að nota. Glasið kostar að eins 25 cent. — Ef þú þarft að hreinsa til, þá fáðu þér annað hvort duft eða eitt glas frá okkur; hvort- tveggja kostar 25 cent. C. REISS, 575 TORONTO St. Fón. Sherbr. 3529. THE WINNIPEG SUPPLY S FUEL GO. Limi 298 Rietta St. - Winnipeg STÓR-KAUPMENN og SMÁSALAR VERZLA MEÐ mulið grjót og óunnið.snið- inn byggingastein, fínan sand, möl, „plastur" kalk, tígulstein og alt annað er múrarar nota við bygging- ar, Einnig beztu tegundir af linum c*g hörðum kol- um, Vér komum tafarlaust til skila öllum pöntunum og óskum að þér grenslist eftir viðskiftaskilmálum við oss. Talsími: Garry 2910 Fjórir sölustaðir í bænum. Ur bænum Alllr kaupcndur nögbergs eru vln- samlega beðnir að staiula vel og drengllega í skilum við blaðið, og sjerí- lagi eru þeir, seni skulda enn fyrir ár- ganga, fleirl eða fœrri, beðnir að styðja blaðlð með því að borga rögg- samlega og fljótt. Nú er eg loksins búinn að fá þrjú ‘‘car load” af “granite” leg- steinum, sem eg hefi verið að bíða eftir í þrjá mánuði. Svo nú ætla eg að biðja þá, sem hafa verið að biðja mig um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina i sumar, að finna mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gjöra eins vel og aðrir, ef ekki betur. Yðar einl. A S. Bardal. Þessir islenzkir nemendur Mr. Thorsteins Johnsons, tóku próf hins 3. árs við Toronto Conserv- atory of Music, í fiðluspili: Gunn laugur Oddson, Selkirk, Man., hlaut fyrstu einkunn. Wilhjálm ur Einarsson, Lögberg, Sask. hlaut aðra einkunn hærri, í fiðlu- spili, en fyrstu einkunn í tónfræði. Laugardag 18. þ.m. voru gefin saman í hjónaband að 120 Emily St. hér í bæ, Edward Lawrence Johnson og Andrea Ingjaltlsson. Hjóna- vígsluna framkvæmdi séra Björn B. Jónsson. Ungu hjónin fóru á mánu- daginn norður að Árborg og verður þar heimili þeirra framvegis. íslendingadags söngflokkurinn und- ir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar æf ir sig af kappi, enda farinn ^ið stytt- ast tíminn. Nýútkomið hefti Eimreiðarinn- ar. Innihald: Nokkur kvæði eftir Jakob Jóli. Smára. Heimförin, eftir Önnu Thorlacius. Dómsdagur eft- ir Gunnar Gunnarsson. Ölafur á Kjörseyri, eftir Finn Jónsson á Kjörseyri. Um vínanda og áfenga drykki, eftir Valdimar Erlendsson lækni. Trúfrelsi og kenningafrelsi. eftir Gísla Sveinsson lögmann. Loki og Sigyn. Vörn ‘Hranna’- dómarans í Skírni, eftir ritstj., og rugl um Hcannir eftir St. D., serTT ekkert kemur málinu við. Og loks hin venjulega ritsjá. Kristján Arnason frá, Leslie og María Ólafsson frá Foam Lake voru géfin saman í hjónaband 9. Júlí. Mrs. G. Laxdal frá Leslie hefir | verið í bænuip um tíma að undan- förnu. Hún lagði af stað heimleiðis aftur i fyrra dag og María dóttir hennar með henni- Gunnlaugur Tryggvi, sem um nokkra mánuði var ritstjóri Heims- kringlu, kemur hingað í vikunni úr Islandsförinni, ásamt fleiri löndum. Mælt er að hann hafí lagt af stað samstundis er kunnugt varð að Roblin myndi hahga—við völdin. Jungfrúrnar Lára og Lilja Eirík- son frá Wynyard, Sask., dvelja hér í borginni um sýningartímann. Vigfús Sigurðsson Grænlandsfari, ætlar að halda uppi bifreiðaferðum eftir Fagradalsbrautinni í sumar; og mun það koma Héraðsbúum að góðu gagni. , Hr- Jón Guðjónsson fiðlukennari, frá Hallson. N. D., kom inn á skrif- stofu blaðsins á föstudaginn var; kom hann norðan frá Árborg í Nýja íslandi og hefir verið að skemta lönd- um sínum þar nyrðra með fiðlunni. Hann hafði samkomur á þessum þrem stöðum: Árborg, Framnes og Víðir, og lét hið bezta yfir því, hve vel samkomnrnar voru sóttar, þegar tekið er tillit til kringpimstæða, svo sem mikilla hita, anníkis og hálf illra vega. Mr. Guðjónssoh biður Lög- berg að skila þakklæti sínu til allra, sem hann kyntist á ferðinni, fyrir hlýjar og" góðar viðtökur. Séra Jón Helgason háskólakennari frá Reykjavík, sem hingað kom vest- ur nýlega, prédikaði í Tjaldbúðinni fyrra sunnudag. Þótti það mörgum nýstárlegt, að heyra tónað við það tækifæri. Séra Jón fór suður til N.- Dakota í vikunni og séra Friðrik J. Bergmann með honum. Mr. og Mrs. Jóhannes Borgfjörð frá Leslie og Rannveig dóttir þeirra komu til bæjarins . um sýninguna; fóru þau til Álftavatnsnýlendu og Nýja Islands að heimsækja skyldfólk sitt og kunningja. Þau lögðu af stað heimleiðis á þriðjudaginn. ÞEGAR þér komið að skoða Rafeldavélina sem þér haf- ið ráðgertað kaupa.þá lof- ið oss að sýna yður þvottavél- arnar og straujárnin ódýru og góðu. JOHNSON’S ElECTRiC C00K0, LTD. 281 Donald St., á móti Eaton's. Talsími Main 4152 Guðni BrBynjólfsson frá Churrh bridge kom til bæjarins fyrra þriðju- dag. Var hann að finna Dr. Brand- son og leita sér lækninga við mein- semd í vörinni. Dr-. Brandson skar meinsemdina búrtu á fimtudaginn og líður Guðna ágætlega vel. Hann fór heim á þriðj udaginn. Mrs. Steinun Inga frá Foam Laek hefir dvalið í Winnipeg um tveggja vikna tima- Hún kom með veikan son sinn 6 ára gamlan. Dr. Brand- son skar hann upp við kviðsliti og fer hann heim í næstu viku heill heilsu. >á halda hinar dásamlegu lýsingar íesandanum bjargföstum. World Film Corporation hefir nú lagað þá sögu fyrir kvikmynda sýningar, og mun hún þannig lifa hundruð ára í hugum fólksins og á leiksviðínu og varpa nýju ljósi yfir marga merkis atburði. Verkið var unnið á ítalíu og sýnir alla merkustu atburðina í sögunni: hina brennandi ást blindu stúlkunnar til húsbónda síns Glaucus, og hina ægilegu byrði, sem hjarta hennar varð að bera, þegar hún komst að því Jóna hafði unnið hjarta hans. At- riðin eru sönn eins og þau gerðust; þarna er sýnd hin harmsögulega niðurstaða, sem varð af tilraunum hennar til þess að ná ást hans. Ást- ardrykkurinn, sem hún gaf honum og sem eyðilagði Glaucus. Síðasti hlut- ínn sýnir greinilega hin ægilegu eld- gos Vesúviusar, sem gereyðilagði Pompeii. Að öllu samanlögðu verð- ur þessi mynd að teljast ein sú allra merkilegasta, sem framleidd hefir verið- “The Last Days of Pompeii” hlýtur að seiða til sín fólkið næstu vikú. Sætasala byrjar á föstudags- morgúninn kl. 10. Snemma í næsta mánuði verða sýndir leikir frá New York, “Kitty McKay” og “The Trail of the Lone- some Pine”. Hinn fyrnefndi er nú sýndur í gleðileikahúsi í New York en kemur þaðan beina leið til Winni- peg. — The Trail of the Lonesome Pine er snúið í leik af mikilli snild af Eugene Walter, úr hinni frægu skáld sögu, sem ber sama nafn, eftir John Fox. 236 King Street, W’peg. ™*ry2590 J. Henderson & Co. Kina ísl. sklnnavöru húðin i Winnipeg Vér kaupum og verzlum meB húBir og gærur og allar sortlr at dyra- skinnum, einnig kaupum vér ull og Seneca Root og margt flelra. Borgum hæsta ver6. Kljót afgreiBsla. Gott herbergi, prýðilega uppbúið. er til leigu hjá Abrahamsons, að 620 Toronto stræti. þegar þér kaupið Séra Björn B. Jónsson er nú flutt- ur á hið nýja heimili sitt að 120 Em- ily Str. Eru menn beðnir að vitýa hans þar og beina bréfum sínum til hans þangað. Talsimi hans er Garry 3818. / sjóð Miss Peterson■ Árni Hannesson, Isafold .... $1.00 Tryggvi Hannesson, ísaf.......1.00 Árni Jónsson^ ísafold ........ 1.00 Áður auglýst.............$722.60 Undirskrifaður annast um flutning á þungum og léttum munum, hvar helzt sem er í bænum; meðhöndlun á húsmunum sérstakur gaumur gefinn. Alt verk fljótt og vel af hendi leyst, og verð sanngjarnt; reynið þetta, | landar góðir, þá munuð þið sannfær- l ast. Fón: G. 1694 Toronto stræti, ! Winnipeg. Jón Austmann. Alls 725.60 Mrs. Paul Thorlakson frá Wyn- yard var hér í bænum um sýning- una hjá skyldfólki sínu. Hún fór heim aftur á þriðjudaginn. Mrs. O. ‘G/ Olson kom aftur úr Islandsferð þann 22. þ. m. Hún fór heim i kynnisför þann 10. apríl síðastliðinn. KENNARA vantar við Geysir skóla Nr. 776. frá 1. Okt. 1914 til 30. Júní 1915- Umsækjendur tiltaki kaup og mentastig (xzrtóa. að hafa 2. eða 3 flokkis normal); tilboðum verður veitt móttaka af undirrituéum til 30. Ágúst 1914. Árborg, Man., 15. Júlí 1914. Jón Pálsson, Sec. Treas. Það ^er ekki aðeins okkar eða ykkar álits, sem vitnað er til. Það er álit allra hinna annara not- enda Remingtön, og þeir eru hátt upp í miljón manna. Og bezta sönnunin fyrir ágæti og út- breiðslu Remington, er sú, að vél er seld á hverri mínútu. Þegar þú kaupir Remington, veiztu hvað þú hreppir. Vélar með íslenzku letri til staðar. Skrifið eftir verðlista vorum, hinum síðasta, með myndum, sem sýnir ykkur 10—11 nýjar teg- undir. 220 DONALD STREET, WINNIPEG Þegar VEIKINDI ganga hjá yður þá emm vér reiðubúnir að láta yð- ur hafa meðöl, bæði hrein og fersk. Sérstaklega lætur oss vel, að svara meðölum út á lyfseðla. Vér seljum Möll^r’s þorskalýsi. E. J. SKJOLD, Druggist Tals. C. 4368 Cor. Welliqgton & Simcoe J Á einu augnabliki. Fljöt afgreiBsla viSskiftavina vorra er eitt aBal atriBiB i búB vorri. Vér látum yBur ekki biBa eftir meSölum þegar þér komið meB læknis ávisan, lengur en nauBsýnlegt er til þess aB setja meSölin samvizkusamlega sam- an. Ef þér eigiS annríkt þ& komiB hingaB meB meSalaávisanir ySar. FRANKWHALEY ^rescription 'Sruggiðt Phone Sherbr. 258 og 1130 Horni Sargent og Agnes St. Stúkan ísafold, I. O. F. nr. 1048. heldur sinn venjulega mán- aðarfund að 921 Banning St. Meðlimir athugi það. — Byrjar kl. 8 síðd. Gunnl. Tryggvi Jónsson, fyrver- andi ritstjóri Heimskringlu, kom frá Isiandi í gær og nokkrir menn með honum. P. S. Pálsson héðan úr bænum og kona hans fóru vestur til Leslie í vik- unni sem leið og ætla að dvelja þar 1—2 mánaða tíma hjá foreldrum Mrs. Pálsson. Friðrik Abrahamsson frá Crescent og Kristinn Abrahamsson frá Sin- clair voru á ferð i bsenum \ vikunni sem Ieið. Kristinn var að leita sér lækninga við augnveiki. Þeir sögðu útlit ágætt í sínu bygðarlagi; góð grasspretta og nægilegt regn í alt Friðrik Þ. .Ólafsson, sem dvalið hefir úti í Winnipegosis um 1 tíma, kom til bæjarins á fimtudaginn. Sagði hann afar mikla þurka þar úti. Regnsins, sem hér féll, gætti þar einskis* £ j Th. Fjeldsted frá Mikley var á ferðinni í vikunni sem leið að leita sér lækninga. Messuboð. Sunnudaginú 26. Júlí prédikar séra Friðrik Friðrikáson í Bræðraborg samkomuhúsi austan við Foam Lake kl. 1 e. h- (seínum tíma. Eftir guðs- þjónustu ávarpar hann ungmennin— flytur erindi um ungmennastarfsemi. — Sama sunnudag prédikar séra Friðrik í samkomuhúsinu í Leslie, kl. 7 e.h. Fundarhöld. 2. Séra Friðrik Friðriksson heldur fund fyrir unga menn 14 ára og eldri í kirkju Immanúelssafn. næsta föstu- dag /24. Júlí; kl. 8 e. h. 2- 27. Júlí verður fundur fyrir unglinga sérstaklega í Kristnes- skólahúsi; byrjar kl. 3.30 e. h. 3. Þriðjudagskveldið 28. Júlí verð- ur fundur sérstaklega fyrir unglinga í Leslie kl. 8 e. h. Björn F. Olgeirsson og Guðrún Erlendsson, bæði frá Mountain, N,- D., vpru gefin saman í hjónaband 3- þ.m. af séra F. J. Bergmann. Takið eftir! íslendingadags-söngflokkur Br. Þorlákssonar hefir söngœfingu á föstudagskveldið kemur kl. 8 í Tjaldbúðinni. Æfingar í næstu vikn verða þriðjudag og föstudag kl. 8 e. h., einnig í Tjaldbúðinni. Áríðandi að aliir komi á réttum tíma. Thorbergur Thorwaldson kom austan frá Harward 8. þ.m.; dvelur hann um stund í Nýja íslandi hjá foreldrum sínum og frændfólki, en tekur svo til starfa í haust við há- skólann í Saskatoon, þar sem hann hefir fengið kennarastöðu. Ásgeir Fjeldsted frá Árbórg var á ferð í bænum fyrir helgina í verzlun- arerindum. Jón Víum frá Foam Lake var á ferð í bænum um sýninguna. Jón hefir verið útnefndur fyrir þing- mannsefni afturhaldsflokksins í Sas- katchewan til næstu kosninga. Á því er enginn efi, að þar hefir flokkur- inn valið eins vel og hægt var. Jón er atkvæðamaður og dugnaðar; vel að sér og góðum gáfum gæddur og sérstaklega • vinsæll. Væri hann þingmannsefni Framsóknarflokksins, þyrfti ekki að efa kosningu hans. En Saskatchewan er eindregið á móti íhaldsflokknum vegna fram- komu hans í viðskiftasamningsmálinu og eru því nauðalitlar líkur til að sá flokkur komi sínum manni að í því kjördæmi við næstu kosningar. Wonderland. Það er gullvæg regla að koma snemma þangað sem maður--ætlar að koma og þarf að koma. Komið tím- anlega til að sjá hin afrægu mynd LusiIIe Love, sem er sýnd á mið- vikudag og fimtudag. Og Million Dollar Mystery á föstudag og laug- ardag. Á mánudag og þriðjudag eru sýndar margar aðrar ágætar myndir, sem eru skemtandi og fræðandi að efni og innihaldi. Leikhúseigandinn gerir sitt til þess að allir verði sem ánægðastir, og hef- ir breytt þannig til, að seinasta sýn- ingin á Million Dollar Myátery verð- ur kl- 10.30 fyrir þá, sem ekki geta komið fyr. Walker Leikhús, Þeir sem fark á leikhús hér í borg- inni, ættu vissulega að skemta sér við að fara á hinn hrífandi leik “The Road to Happiness”, þar sem hinn stórfrægi William Hodge leikur á Walker leikhúsinu þessa viku. Ráðn- ingartími hans er útrunninn á laug- ardaginn, ekki eiungis hér í bænum, heldur er líka leiktímabilið útrunnið. Mr. WiIIiam Hodge hefir verið fjar- verandi 49 vikur,- Nú eru næstum hundrað ár síðan að Bulwer Iávarður skrifaði “The Last Days of Pom- pii" og allan þann tíma hefir bókin verið álitin ein af allra merkustu skáldsögum veraldarinnar. • Og enn 50 ára hjónaband. 14. Júní s.l. höfðu þau Jón Jóns- son og Sigurbjörg Steingrímsdóttir hér í bænum verið í hjónabandi 50 ár. í tilefni af því færðu nokkrir vinir þeirra þeim $50 og ávarp það, er hér fýlgir- G. P. Thórðarson flutti þeim ávarpið: Mr. og Mrs. Jón Jónsson. Heiðruðu hjón! Eg leyfi mér hér með að ávarpa ykkur með fáum orðum í nafni sjálfs mín og í nafni þeirra, sem hafa skráð nöfn sín undir þetta ávarp. Það var síðastliðinn laugardag að einn af þeim, sem er í hópi þeirra er skrifað hafa nöfn sín hér undir, kom inn til mín og spurði mig, hvort eg þekti nokkuð Jón Jónsson á Notre Dame Ave. og konu hans, og rétt strax áttaði eg mig á því að eg kann- aðist við manninn og spurði, hvers vegna hann spyrði að því. Jú, hann sagði mér, að það væru bágindi á ferðum hjá þeim hjónum, og gamla konan væri komin á hospítalið til uppskurðar og gamli maðurinn myndi vera í öngum sínum út úr þessu. En hann sagði mér meira; hann sagði mér, að það stæði sérstaklega á hjá þessum gömlu hjónum, það nefni- lega, að á næsta degi, sunnudaginn þann 14. Júní, væru þau búin að vera 50 ár í hjónabandi. Að gamla konan var með einhvern veikleika í öðru auganu, var mér kunnugt um, en þó vissi eg ekki fyr en þá, að sá veik- leiki var svo alvarlegur að til þess þyrfti að koma að hún yrði að gangj undir uppskurð, og hrygði það mig, er tfg heyrði þetta. En hitt var mér ókunnugt um, að' giftingarafmæli þeirra væri þenna dag, sem fyr er getið. Eg sagði vini mínum, eftir að við höfðum talast við um þetta, að gaman væri nú að gleðja þessi ald- urhnignu hjón með einhverju við þetta tækifæri. Okkur var það báð- um ljóst, að þau væru búin að lifa langa æfi eftir vanalegum mælikvarða og okkur var það og Ijóst, að þau höfðu þegið þá náð af skapara sín- um að mega lifa saman í hjónabandi í 50 ár. Og þó eg persónulega ekki sé ykkur, heiðruðu hjón, nema að litlu leyti kunnugur, og það að eins hin síðari ár ykkar hér í þessu landi, þá fanst mér að eg hafa ástæðu til að gera eitthvað í þá átt í þessu tilefni að minnast þess með ykkur, að þið væruð búin ag gera ykkar dagsverk, sem drottinn hafði lagt ykkur fyrir, að svo miklu leyti sem kringumstæð- ur ykkar í gegn um öll ykkar sam- veruár höfðu leyft ykkur að inna af hendi þau skyldustörf, sem öllum er ætlað að vinna á meðan við dveljum hér á jörðu- En það var annað, sem vakti fyrir mér líka, þegar eg var að hugsa um, með hverju væri hægt að samgleðjast ykkur í tilefni af ykkar 50 ára giftingardegi. Mér var það sem sé, ljóst, að þið væruð í hópi þeirra barna föður okkar himneska, sem heimurinn hafði aldrei leikið dátt við. Mér var það og ljóst, að •þið voruð ekki, og hefðuð aldrei hlotnast mikið af því, sem fólk al- ment sækist svo mjög eftir, auð og upphefð. Því hefðuð þi ðaldrei haft neitt af að segja; en samt var ykkur leyft að lifa það að sjá ykkar 50 ára giftingarafmæli, og svo mikið veit eg BYSSUR 1 SKOTFÆRI og alt sem að „Sporti“ lýtur ,\utt t Canada sem verzlar meÁ ^ Stcfnuð 1879 «9 "9* 3*- Sendið oss póstspjald og biðjið um nýjasta byssu-verðiistann The Hingston Smith Arms Co., Ltd. MAÍX STREET (gegnt Cjty Hall) WINNIPEG ykkar högum viðvíkjandi, að þó að ykkur hafi aldrei hlotnast meira af þessa heims auðæfum en þið frekast gátuð komist af með, þá hefir ykkur hlotnast sá auður, sem mörgum öðr- um hefir verið synjað um; sá auður er innifalinn í því,. að þið elskið hvort annað jafnvel nú hvað heitast, þegar þið nú/éins og sitjið saman haldandi hvort í annars hönd og horfið á síðustu Sólargeislana frá hinni óðum lækkandi æfisól og bíðið kvöldroðans ‘)>ögul og eftirvænting- arfull, en ókvíðin, því nú er heim^ þráin til eilífðarlandsins eðlilega vöknuð hjá ykkur, og bráðum fáið þið að komast heim; og ósk mín, og eg þori að segja okkar allra, sem hafa stutt að því að gjöra ykkur þessa stund ánægjulega í tilefni af þessum heiðursdegi ykkar, það er ósk okkar og von, að þið enn megið njóta hvort annars í mörg ár og biðjum góðan guð að blessa ykkur og allar ólifaðar æfistundir. Winnipeg, 14. Júní 1914. G. P. Thórðarson, S. B. Brynjólfs- son, J. Jóhannesson, S. W. Melsted, Árni Eggertson, B- L. Baldwinson, Joseph Johnson, J. J. Bildfell, Mrs. Stevenson, H. S. Bardal, Kr. Ólafs- son, J. J. Swanson, B. Árnason, Th. Sveinsson, J. Goodman, Asg. Sveins- son, Mrs. M- Stevenson, H. Sigurðs- son, Jóh. Thorgeirsson, B. Julius, M. Paulson, Fr. Bjarnason, Th. Thórar- insson, H. Bjarnason, G. Eggertsson. Piltar, hér er tæki- færið Kaup goldiS meSan þér lærið rakare iSn i Moler skólum. Vér kennum rak ara 16n til fullnustu á tveim mánuSum StöSur útvegaSar að loknu námi, ellí geta menn sett upp rakstofur fyrii sig sjálfa. Vér getum bent ySur 1 vænlega staSi. Mikil eftirspurn eftli rökurUm, sem hafa útskrifaat fré Moler skólum. VariS ySur á eftir- hermum. KomiS eSa skrifið eftli nýjum catalogue. GætiS aS nafnlnu Moler, á horni King St. og Paciflt Ave., Wlnnlpeg, eSa útibúum i 1701 Road St., Regina, og 230 Simpson St Fort William, Ont. Þér fáið yður rakaðan og kliptan frítt upp á lofti frá kl. 9 f. h. til 1 e.h iShawsí + * t 479 Notre Dame Av. t + T 4* i+t'H H,H"i"H"i"H"i"H"i"i'++ 4* + Stærzta. elzta og + bezt kynta verzlun *' meö brúkaöa muni J í Vestur-Canada. ? 4I Alskonar fatnaöur t * keyptur og seldur + ^ Sanngjarnt verö. £ | Phone Garry 2666 í X++++++++++++++++++++++*+* KARLMENN ÖSKAST. — Fáið kaup meðan þér lærið. Vor nýja aðferð til að kenna bifreiða og gasvéla meðferð er þannig, að þér getið unnið meðan þér eruð atl læra. Þeir sem læra í vorum vinnustofum, vinna við bifreiðar og gasp'invélar. Þeir sem tekið hafa próf hjá oss fá frá $5 til $7- á dag. Eftirspurn hefir aldrei ver- ið meiri. Vér ábyrgjumst stöðu, ef þér viljið byrja lærdóminn inn- an næstu 10 daga. Komið strax. Komið eða skrifið eftir ókeypis skýrslu með myndum. The Omar School, 505 Main Street. Beint á móti City Hall. Winnípeg. 8. A. 8IOURD8ON Tais. sherbr, 2786 S. A. SIGURÐSSON & CO. BYCCIf+CAIVtE+iN og Fi\STEICNi\SALAR Skrifstofa: * 208 Carlton Blk. Talsími M 4463 Winnipeg YJARKET | JOTKI- Wonderland Viö sölutorgiö og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Fy/irspurn. Hver sem veit um utanáskrift til Jóhanns Sveinssonar, sem kom frá Reykjavík á íslandi síðast í mai eða fyrst í júní síðastliðið sumar og fór þá til Norður Dakota. er beðinn að senda áritan hans til Þorsteins Jónssonar, Couvin P. O.. Alta. iTiI skýringar. Jóhann fór til Islands um jólin og þá var hann búinn að vera í Ameríku um 10 ár, og áður en hann fór til Ameríku yar hann síðast í Holti i Reykjavík. KENNARA vantar til Laufas, S. D. nr. 1211, yfir 8 1 mánuði, byrjar 15. sept. næstkomandi. — Einn mánuð uppihald, frá 15. des. Helzt óskað eftir kennara sem hafi 2. próf “normal certificate”, gild- andi í Manitoba. Tilboðup, sem tiltaki kaup ásamt æfingu o^s. frv.. verða meðtekin af undirrituðum til 15. ágúst. Geysir, Man. 7. júlí 1914. B. Johannson, Sec. Treas.. KENNARA vantar fyrir Lundi skóla nr. 387 yfir 8 mánuði, sem hefir annars eða þriðja stigs kenn- arapróf. • Kenslan hyrjar 15. sept- ember og varir til 15. desember. 1914. Byrjar ivo kenslan aftur 1. jariúar og endar 30. júní 1915. Lysthafendur sendi tilboð sjn til undirritaðs fyrir 20. ágúst næst- komandi. Tilboðin taki fram hvaða mentastig umsækjandi hafi og einnig hvaða kaup hann vill hafa um mánuðinn. \ f Icelandic River, 15. júlí 1914. Jón Sigvaldason Sec. Treas. Lucille Love 12. partur Sýndur Miðvikudag og Fimtudag í hverri viku Million Dollar Mystery 3. partur Sýndur föstudag og laugardag. Auk Þess á mánudaginn og þriðjudaginn „Won in The Clouds. KENNARA vantar við Brú skðla- hérað Nr. 368. Kennsla byrjar um 17. Ágúst 1914. Umsækjandi verður að hafa annars eða þriðja flokks kennaraleyfi og segja hvaða reynslu hann hefir og hvaða kaup hann ætl- ast til að fá. — Brú P.O., Man., Harvey Hayes, fjármálaritari. Dugnaður og vandvirkni er bezta auglýsing til allra. Allir óska eftir góðri undirstöðu undir hús sín og góðri plastringu. Þaö fáið þið ef þið snúið yður til Bjarna Sveinssonar, 1 929 Sherburn St. Eða reynið Garry 3923. Spurningar KENNARA vantar fyrir 9 mánuði við Kjarna skóla nr. 647 Byyar, 1. september. Umsækjandi þarf að hafa “Second” eða “Third Class Professional Certificate”. Tilboðum veitt móttaka til 15. Ágúst 1914. Skafti Arason, Sec. Treas. Husavick, Man. 1. Hvar á húsmóðir sú að leita réttar síns, sem verður fyrir því ranglæti að nágrannar hennar án allra orsaka frá hennar hendi gjöra að kveldlagi heimsókn á heimili hennar . til að skaprauna henni, brúka við hana stráksleg svívirðingar orð og hóta að reka hana út úr húsinu? 2. Er það nokkur málsbót und- ir svona kringumstæðum þó þessir menn hefðu með sér vín, í plássi. þar sem með lögum er bönnuð vín- sala? Svör. 1. Mennina verður að kæra fyr- ir hlutaðeigandi friðdómara. 2. Það er engin málsbót að mennirnir höfðu með sér áfengi; heldur þvert á móti. /

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.