Lögberg - 05.11.1914, Page 1
27. ARGANGUR
FRÉTTIR AF STRÍDINU.
Við Yser.
Við þá smáu á, sem rennur út í
Ermarsund gegnum Belgíu, skamt
frá landamærum Frakklands,
aS flytja á liö til Englands, aö
sögn. Þeir hafa auglýst, að ef
nokkur Belgíumaöur taki til vopna
gegn þeim, þá skuli hegning koma
fram á skuldaliði hans.
hefir veriö barizt, þessa viku
sem fyr, með ógurlegri grimd.
Keisarinn haföi gefið út þá skipun,
aö hinar frönsku borgir viö sundið
skyldu teknar, hvaö sem til þess
yröi aö vinna. Þvi voru fylkingar
hinna þýzku sendar gegn byssn-
kjöftum bandamanna, ‘hver á fætur
annari, hversu margar sem féllu í
strá, voru aðrar þegar reiöubúnar
til áhlaupa, og svo fóru leikar að
hinir þýzku náðu stööu fyrir sunn-
an ána og héldu henni, 5000 manns
í tvo sólarhringa, meðan nokkurt
hlé varö á bardaganum, en varla
munu þeir halda þeirri stöðu nú.
Meðfram sjónum hafa þýzkir ekki
getað haldist viö fyrir árásum
landhersins og einkanlega skotum
frá herskipum Breta og vígflekum.
Ströndin er í höndum bandamanna,
aö því er viröist, alla leiö norður
undir Ostend, en fyrir ofan það
svæði, sem fallbyssur herskipanna
ná yfir, hafai Þjóöverjar sínar
fylkingar til að verjast því, að
bandamenn korni þeim á hlið og
kljúfi þann her sem þeir hafa í
Belgíu, frá liði þeirra í Frakklandi.
Meðfram ánni Yser, suðaustur til
Lille hafa grimmustu orustur stað-
ið, með sliku mannfalli, að varla
eru dæmi til i þessu mannskæða
striöi. Sagt er að Þjóðverjar hafi
mist þar 30 þús. manns, dauðra og
særðra; allar borgir i Be!gí,u hinar
næstu við vígvöll, eru fullar af
særðum mönnum og er engum
hjúkrað, nema þeim sem von er um
að grói fljótt og verði bráðlega
vopnfærir á ný; um hina er ekki
sint, þó líft væri, ef tækifæri væri
til að hjúkra þeim.
Bandamenn kannast við, að mik-
ið mannfall hafi orðið í þeirra liði,
og að dýrkeypt liafa þeim orðiö
hvert fótmál, sem J>eir unnu af
óvinunum. Þjóðverjar hafa nú aö
sögn hætt að sækja á meðfram
ströndinni og snúið áhlaupunum að
öðrum stöðum, lengra upp í landi,
einkum nálægt bænum Ypres
og hamast þar af öllu afli að liði
Frakka, en ekki unnið á.
Annars staðar á Frakklandi.
Ekki 'hefir sókninni létt með-
fram Aisne fljóti, heldur hafa stór-
byssurnar dunað þar einsog áöur.
Umhverfis hina ramgirtu Verdun
borg hafa franskir og þýzkir háð
harðan hrikaleik, enda er Þjóð-
verjum áríðandi aö ná þeim stað,
til þess að koma vistum og öðrum
flutningi sem greiðast á vígvöll í
norðurhluta Frakklands og Frökk-
um þess vegna áriðandi að verja
hann. Svo er sagt að 'hinir þýzku
hafi ekki komið hinum skæðu skot-
báknum í skotfæri vegna aðsóknar
hins franska hers, og eigi nú fult
í fangi að1 halda velli. f Vogesa
fjöllum hafa Frakkar orðið drjúg-
ari og hafa nú fallbyssur sinar á
þeim hæðum, þar sem hinir þýzku
sátu með sínar stórbyssur í upphafi
striðsins. Yfirleitt segir í skýrslu
hinnar frönsku stjórnar, að sínu
liði hafi veitt betur vikuna sem leið,
það hafi ýmist haldið velli eða
unnið litið eitt á.
/ Belgíu.
Þaö'an segja fréttir hallæri og
hungursneyð meðal J>ess fólks, sem
ekki hefir flúið land, fyrst og
fremst meðal J>eirra fátæku, og
sömuleiðis meðal bjargálna og
efnafólks, því að herinn þýzki hef-
ir etið upp hvað sem ‘hönd á festi,
en uppskera fyrir fórst að miklu
leyti, akrar voru troðnir eða kornið
fúnaði og varð ónýtt, vegna þess
að menn skorti til að vinna þá.
Um hálfönnur miljón af Belgíu
fólki hefir flúið til Bretlands, en
sumt til Hollands eöá Frakklands,
einstaka er að byrja að koma til
J>essa lands. Samskot eru hafin
víðsvegar til að forða fólkinu frá
hungurdauða og ganga Bandaríkin
þar rösklega að verki. Sendiherra
þeirra í Belgiu stjórnar því líkn-
arverki af þeirra hálfu. Þjóðverj-
ar eru sagðir hafa mikinn viðbún
að; þeir hafa flutt köfunar báta til
stranda þar, alla leið heiman frá
sér og loftskip sín er sagt að þeir
dragi þar saman, svo og smíði
brynjaða byröinga til þess ætlaða
Portugal með.
Þjóðverjar hafa sent herlið til
Angola, sem Portugal á vestan til
í Afríku og er sagt að þar hafi
komið til vopna viðksifta. í ann-
an stað er sagt, að Portugal hafi
sent herlið til vigfvallar í Belgíu, og
lærjist þar nokkrar þúsundir af j
hermönnum J>ess lands í fylkingum
Breta. Sumir segja að um 25,000
af hermönnum Portugals séu i
orustum með bandamönnum, en
um sönnur á þeim fréttum er ekki
að vita. Hitt er víst, að til upp-
reisnar kom á tveim stöðum í
nefndu landi af konungs sinnum,
sem stóðu í móti því, að landið
tæki þátt í stríðinu.
Sjóorusta í Kyrrahafi.
Fyrir strönd Ohile í Suður-
Ameríku hittu fimm þýzk herskip
þrjú ensk ásamt kaupfarí, sem
fallbyssur hafði innanbirðs. Tókst
J>ar orusta í stórviðri og ósjó, er
lauk með því, að tvö herskip Breta
fórust, með allri áhöfn til samans
1550 manns. Annað þeirra hét
Monmouth, 9800 tons, fimtán ára
gamalt, hitt hét Good Hope, þrett-
án ára gamalt skip, 14,100 tons að
stærð. Það sprakk í loft upp eftir
orustuna. Hið þriðja herskip Breta,
Glasgow, smá beitisnekkja, komst
til lands ásamt kaupfarinu. Aö
hin þýzku1 herskip leiti norður á
við, til vesturhluta Canada, þykir
varla líklegt, enda mundi ekki
varnarlaust fyrir í norðurhluta
Kyrrahafs og getið er þess að her-
skip séu þegar á leiö komin að
leita uppi hin þýzku skip.
Tyrkir komnir á hólminn.
Tyrkir hafa verið tortryggilegir
frá j>ví stríðið hófst. Til þeirra
flýðu tvö af herskipum Þjóöverja,
er Tyrkir þóttust kaupa og héldu
þeir hinum þýzku skipshöfnum eftir
sem áður, tóku J>á að vígbúa her, með
þýzkum tilstyrk, að sögn, og mjög
höfðu þeir þýzka menn í ráðum með
sér. En kyrru héldu þeir fyrir þar
til i vikunni sem leið, að herskipun-
um ]>ýzku skaut upp í Svartahafi,
söktu þar nokkrum skipum Rússa og
skutu á borgir, sumar varnarlausar.
Tveim dögum seinna afsakaði stór-
vezir Trykjanna J>etta, kvað þetta
vera gert af misgáningi og baöst
undan reiði. Honum var svaraö
með því, að fleira. þyrfti en orðin
ein til að ná sáttum og með það yf-
irgáfu sendiherrar bandamanna
Miklagarð. Bretar lögðu herskip-
um fyrir borgir í Tyrkjalöndum ná-
lægt Suez skurði og tvístruðu þar
liði þeirra. Frönsk og ensk skip
fóru til Dardanella sunds og létu
skot ganga á hin sterku hamravígi
þar, en Rússar búa her í skyndi fyr-
ir sunnan Kaukasus fjöll og austan
Svartahaf og ætla að halda honum
suöur til móts við Tyrkja her. Þýzk-
ar fregnir segja, að J>ar hafi þeir
300,000 manns undir vopnum, en
15,000 í Egyptalandi. Tyrkjasol-
dán er páfi Múhameðs trúar manna
og vænta þýzkir, að hann geti æst
upp í ]>eint trúarofsa og fengiö þá
í krossferð móti kristnum mönnum,
einkum í löndum Breta. En ef að
vanda lætur, þá fær Tyrkinn skömm
og skell af sínum afskiftum af stríð-
inu. Hið sanna mun vera, aö
flokkadráttur er þar meðal þeirra,
sem ráða, vilja sumir, einkum flokk-
ur Ungtyrkja, styðja Þjóðverja og
hafa þeir orðið yfirsterkari hinum,
sem hlutlaust vildu láta stríðið.
Af viðureign
Rússa við Austurríkis her og Þjóð-
verja i Póllandi eru engin stórtíðindi
sögð. Rússar reka þá undan sér
jafnt og þétt, en hörð virðist vörn-
in á undanhaldinu. Við Prezmysl
hafa Rússar tekið 4,000 fanga af
setuliðinu, sem útrás gerði, en ekki
er vígið unnið enn. í Austur Prúss-
landi er aftur orðin sókn af Rússa
hendi. Þeir þýzku vona, að Rúss-
inn verði nú að skifta liði sínu, þeg-
ar Tyrkinn er kominn til sögunnar,
og vænta, að sér fari þá að ganga
betur. En svo er ríki Rússa mann-
margt, að ekki þurfa þeir aö minka
her sinn til muna til að snúast við
Tyrkjum, heldur safna liðinu í þeim
héruðum, sem næst eru áhlaupi
Tyrkjans.
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGtNN 5. NÓVEMEER
1914
NUMER 45
Lestir til Islendinga-
fljóts.
Frá Islendinga fijóti íór hin fyrsta
lest til Winnipeg á mánudags
morguninn var og var þarmeð
reglulegur Iestagangur hafinn milli
þessara staða. Lestir fara frá
Fljótinu kl. hálf sex að morgni og
koma kl. 11,45 fyrir hádegi, fara
héðan aftur kl. 2,45 síðdegis.
Með hinni fyrstu lest komu hing-
að nokkrir menn að norðan, þeir
Bjami Marteinsson, M. Briem, S.
Þorvaldson M. P. P., Stefán
kaupm. Sigurðsson, og Þ. Þórar-
insson, að undirbúa skemtiferð
héðan úr borginni norður að Fljóti,
er farin verður meö sérstakri lest,
er leggur upp héöan mánudaginn
þann 9. þ. m., kl. 9 aö morgninum.
Fariö fram og til baka verður nið-
ursett. Aðeins 2.35 frá Winnipeg.
Fljótsbúar ætla að taka rausnar-
lega við gesturn, hornleika flokkur
verður til skemtunar, rænuhöld og
söngur á fram að fara i kirkjunni,
en ókeypis góðgeröir verða veittar
í skólahúsinu.
Leiðangur á sjó.
Þýzkaland á átta eða niu herskip
til og frá um höfin. Af þeim eru
þrjú frægust. Eitt er ‘Karlsruhe’,
er leikur lausum hala í Aflants-
ha,fi og hefir unnið þar á 13
brezkum kaupförum; elt hefir það
verið öðru hvoru, en ekki tekizt að
ná því; kol og nauðsynjar hefir
þaö tekið til og frá í leynivogum
Vestindia eða af skipum til þess
útgerðum frá ýmsum stóðum í
Ameríku, er sum hafa veriö tekin.
Annað af þessum víkinga skipum
Þjóðverja heitir ‘Ntrmberg’, og
snýzt til og frá um skipaleiðir í
Miklahafinu, ásamt nokkrum öðr-
um herskipum, en hefir ekki gert
stórmikinn usla. Hið þriðja heit-
ir ‘Emden’, heldur sig) í Indlands-
hafi og hefir unniðl mikinn geig
siglingum Breta og allra banda-
þjóðanna. Um 20 brezkum kaup-
förum hefir það sökt, og skotið á
eina beitisnekkju brezka, til stórra
skemda og nú fyrir nokkrum dög-
um skauzt J>aö inn á brezka höfn í
Sunda nýlendu fStraits Settlee-
ment) og sökti rússneskri her-
snekkju og frönskum fallbyssu
bát, sem þar lágu. Emden læddist
dularklædd að J>eim, hafði bætt við
sig einum fölskumi strompi og
hafði japanska fánann á stöng og
komst meö því móti að hinum skip-
unurn, án þess þau vöruðu sig á.
Nú er lokið um stund flutningi á
brezku liði frá fjarlægum stöðum
og þarf því ekki herskipa til að
gæta flutninga skipanna að sinni.
Þau herskip sem til J>ess hafa höfð
verið hingaðtil, eiga nú að sendast
til að leita uppi hin þýzku víkinga
skip og elta þau inn á lflutlausra
landa hafnir, ella sökkva þeim. 1
þeim eltingaleik verða auk brezkra
skipa, þau skip sem Frakkar eiga
og Rússar, til og frá um höfin, svo
og Ástralíu menn og Japanar. Er
hætt við, að afrek hinna þýzku
skipa í eyðingu kaupfara, séu
bráðum talin.
Óróinn í Suður-Afríku.
Þess var getið, að uppreisnar
flokkur sem hershöfðinginn Moritz
stjórnaði í Suður-Afríku, var
sigraður og rekinn á þýzka lóð,
ásamt foringja sínum. I sama
mund hófst uppreisn sunnar í
landinu, í Orange ríki og vestantil
í Transvaa'l, og stjórnuðu henni
tveir frægir menn, De Wet og
Beyers, báðir alþektir úr Búa
stríðinu. Ekki vita menn með
vissu, hversu mikill máttur fylgir
óróa þeim er þessir menn hafa
vakið, en stjórn landsins haföi
vitneskju um hvað í bigerð var og
var vel við því búin, að hefja her-
skjöld í móti. Hún hefir birt
áskorun til þjóðarinnar að styrkja
sig til að halda lögum og friði í
landinu og fengið góðar undir-
tektir hjá mörgum mikils metnum
mönnum meðal Búa. Sjálfur hef-
ir Týouis Botha tekið að sér stjóm
hersins og sigrað uppreisnar menn
i einni orustu og rekið þá á flótta.
Fréttir þaðan eru strjálar.
—W. Hopkinson, háttsettur em-
bættismaður við innflytjenda stóðv-
ar i Vancouver, var drepinn af
Hindúa nokkrum, sem þóttist eiga
sín í að hefna.
Ný hætta á skipaleið.
Hingaðtil hefir hætta af sprengi-
duflum hvergi komiöl fram nema í
Norðursjó og sundinu milli Eng-
lands og meginlands Evrópu. Nú
auglýsir brezka stjómin að skipa-
leiöin fyrir norðan Irland sé ekki
hættulaus, enda kom þaö fram einn
daginn er stórt kaupfar, sem fór
þar um, áleiðis til Montreal frá
Manchester, rakst á sprengivél í
sjónum norður af Irlandi og sprakk
í sundur. Mannbjörg varð, en skip
og farmur týndist. Á það er vik-
iö í blöðum, aö þýzkir hafa með
einhverju móti komið þessari send-
ingu og líka fleirum á þessar stöðv-
ar, J>ó ekki sé uppvíst orðiðl og
ætlað þeim aö granda skipum J>eim,
sem flutti liðiö frá Canada til
Englands. Allur Norðursjór er lok-
aöur skipaferðum af sprengiduflum,
,er Bretar hafa þar stráð. Meira að
segja, stjórnin brezka hefir lýst yf-
ir þvi, að allur sjór milli Suðureyja,
fyrir noröan Skotlands odda og ís-
lands stranda, sé ófær skipum vegna
sprengivéla Því veröa öll skip, er
leita til norður Evrópu að fara fyrir
sunnan Bretland, fá sér leiðsögn þar
til settra manna gegnurn Ermarsund
að vissum staö á Skotlandi, og verð-
ur J>aöan vísaö örugga leið til Líö-
andisness í Noregi. Með þessu móti
geta Bretar haft eftirlit með öllu,
sem flutt er til Evrópu norðantil, en
að sunnan er höfnum Austurrikis
gersamlega lokað.
Stjórnarskifti.
Á ítalíu hafa enn orðið stjómar-
skifti. Ráðaneytið skiftist í tvo
flokka, eins og blöðin og væntan-
lega almenningur, vill annar flokk-
urinn halda sem snúðugast á víg-
búnaði, hvað sem það kostar, en
hinn fara hægara í stríðsbúnað, en
vera þó ti'l alls búinn, ef svo ber
undir. Báðir flokkar lýsa því, að
þeir vilji láta stríðið hlutlaust. —
Salandra heitir sá, sem fyrir stjóm-
inni var.
Rúmenía hlutlaus.
í Rumeniu, konungsríkinu við
Svartahaf, hafa landsmenn loks
komið sér niður á það, að eiga eng-
an þátt í stríðinu að svo stöddu, en
bíða með vígbúinn her og sjá hverju
fram vindur. Landsmenn eru af-
komendur hinna fomu Rómverja
og tunga þeirra líkari latínu, held-
ur en jafnvel ítalska og spánska; í
næstu löndum við þá, svo sem
Transylvaniu og Bessarabiu, búa
mjög margir rúmenskir menn, og
vi'lja fyrir hvem mun komast í
samband við rúmenska konungsrík-
ið. Transylvania er undir stjórn
Austurríkis og Bessarabiu eiga
Rússar, og gerir því Rúmeningum
bæði sárt og klæja, og vita ekki
með hverjum þeir eiga helzt að
vera að svo stöddu.
Liðsafnaður.
Lið er dregið saman í Winnipeg
af sléttunum, frá Vötnum til
Regina, á þ'riðja þúsund manns,
eða nákvæmlega til teldð 2180
liðsmenn og 60 fyrirliðar. Slíkt
hið sama á sér stað ‘hvarvetna í
landi voru, og er nú saman komið
lið er nemur 15,000 á vissum stöð-
um í landinu, er sent verður til
Englands bráðlega. Tilætlunin mun
vera, að hafa heila herdeild, milli.
40 og 50 þúsund manns, af Can-
ada mönnum, undir vopnum á víg-
velli og auka við það lið eftir J>örf-
um, með stöðugum liðsafnaði hér i
landi. Þessi herdeild er búist við
að komin verði til vigvallar í miðj-
um janúar mánuði. Það lið sem
hér er saman komið, þykir frítt og
rösklegt.
R. S. Robinson,
gamall borgari og vel þektur, bæði
meðal íslendinga og annara, býöur
sig fram í næstu kosningum til bæj-
arráðs. Mr. Robinson hefir lengi
verzlað með loðskinn á James stræti
og er alþektur meðal þeirra, sem hér
hafa lengi dvalið, sem vandaður
•naður, áhugamikill um hag borgar-
félagsins og ótrauður liðsmaður í
hvívetna. Þeir sem þekkja Mr.
Robinson bezt, hafa lagt að honum
að sækja um þessa stöðu, vegna þess
að þeir álita, að hann hafi þá kosti
til að bera, sem slíkri stöðu henta,
ekki sízt á yfirstandandi tíma, þegar
mikið reynir á forsjá og skörungs-
skap þeirra, sem helzt ráða fyrir
málefnum bæjarins.
Spjöll í Canada af
Þjóðverja hálfu.
Bandaríkja stjórn geröi land-
stjóm vorri viövart um helgina, að
i ráði væri meðal þýzkra þegna þar
í landi aö fremja spjöil hér. Leyni-
spæjarar Bandaríkja stjomar 'höfðu
komizt eftir undirbúningi og ráða-
bmggi þýzkra, til J>ess að eyði-
leggja Welland skurð svonefndan,
milli Erie og Ontario stórvatna svo
og jarðgöng C. P. R. brautar, sem
kend eru við Hamilton, ekki langt
þaðan. Allir leynispæjarar stjórn-
ar vorrar og löggæzlumenn C. P.
R. era sendir á J>essar slóðir, auk
herliðs sem þar hefir venð á verði. ir
Um skurð þennan er flutt mestalt
korn vesturlandsins, sem til út-
landa er sent, og verður þvi skilj-
anlegt, hvers vegna þýzkum er
meira í mun að teppa hann. Von-
andi tekst að koma í veg fyrir
spellvirki þetta og önnur, sem á-
formuð kunna að vera af óvinum
þessa lands.
Ot á land.
Hinn stóri salur á þriðja lofti
pósthússins er nú troðfullur á
hverjum degi af mönnum, sem ým-
ist leita upplýsinga viðvíkjandi
námi heimilisréttar landa, er taka
má án endurgjalds, eða taka sér
lönd. Það lítur út fyrir, að mikið
verði gert að þessu í þessum mán-
uöi. Mánuðinn sem leið vora 431
lönd tekin á landaskrifstofunni í
Winnipeg, og er sú tala nálega
helmingi hærri en í sama mánuði í
fyrra. Þá sjö mánuðina sem liðn-
ir eru af árinu, hafa 2016 heimilis
réttar lönd verið tekin hér, en að-
eins 1474 þá sömu sjó mánuði árið
sem leið. Innflutningur frá Norð-
urálfunni er vitanlega sama sem
enginn og frá Bandarikjunum stór-
um minni en vant er, og má af því
sjá, að það eru landsmenn sjálfir,
sem nú hópast út í sveitir til að
stofna þar framtíðar heimili fyrri
ig og sina.
Þjóðræknissjóðurinn.
Herra ritstjóri!
Eg sé í sl. viku blaði þínu skrá
yfir þá, sem gefið hafa í Þjóðrækn-
issjóöinn mdðal Islendinga. Við
þetta vildi eg athuga:
1. Að vel hefði verið að geta
þess, að þó sumir þessir gefendur
hafi borgað auglýstar upphæðir að
fullu, þá eru upphæðir þær, sem
aðrir eru ritaðir fyrir borganlegar í
mánaðarlegum afborgunum og bundn-
ar við 12 mánaða tíma; verða því
ekki borgaðar að fullu fýr en við
enda 12 mánaða tímabilsins. En svo
er skilið, að þessar mánaðarborgan-
haldi áfram meðan stríðið varir
og geta því að lokum orðið miklu
hærri en nú er auglýst, ef stríðið
verður langdregið, sem alt útlit er
fyrir að verði.
2. Eg vildi óska, að blöðin skori
á alla landa vora í Canada að
Minningarsjóður
Dr. Jóhs Bjarnascnar.
Á síðasta kirkjuþingi var mér
falið, að takast á hendur fjársöfnun
í Minningarsjóð Dr. Jóns Bjarna-
sonar, sem á þinginu var stofnaður.
Sökum anna hefi eg ekki getað gefið
mig við þessu verki, og hefi þar af
leiðandi ekki auglýst fjárupphæðir
þær, sem safnast hafa. En nú hefi
eg ásett mér að vinna að þessari
fjársöfnun eftir því sem kringum-
stæður frekast leyfa, og mun birta
árangurinn jafnóðum í vikublaðinu
Lögbergi.
Winnipeg, 2. Nóv. 1914.
Jón J. BildfelL
Samskat á síðasta kirkjuþingi í
Minningarsjóð Dr. Jóns Bjarna-
sonar. — Loforðin borganleg á
fimm árum.
Hvaðanæfa.
— Á eynni Hayti er alt í upp-
námi að vanda. Þangað hafa
Bandamenn sent herskipið Kansas,
að vemda sina þegna.
— Rússa her, J>eim er situr um
vígið Przmysl, stýrir velkunnur
hershöfðingi úr Bulgaríu, Dimi-
tricff að nafni. Foringjar, er und-
ir hann voru gefnir gerðu boð, að
þeir gætu ekki rönd við reist svo
og svo mörgum fylkingum óvin-
anna. Dimitricff gerði þeim boð
aftur: “Verið ekki að telja óvina-
liðið, sigrið það!” Og svo gerðu
þeir \ það sinn.
—Englands konungur hefir látið
af hendi J>rjár hallir sínar fyrir
spítala, þar sem sárum hermönnum
er hjúkrað.
— Þjóðræknissjóður Englendinga
er orðinn 20 miljónir dala. Miklu
af því fé er varið til að liðsinna
bágstöddum flóttamönnum frá Belg-
íu. Aörir sjóðir eru myndaðir til
að liðsinna bágstöddu kvenfólki, sem
oröið hafa fyrir missi í stríðinu, svo
og öðrum aðstandendum hermann-
anna.
—Maður nokkur starfar að því
fyrir stjórnina í London að búa til
byssur með nýju lagi. Þjóðverjar
vissu það og áður en stríðið byrjaði
kom til hans alþektur þýzkur auð-
maður í erindagerðum. Fyrir nokkr-
um dögum kom annar þýzkur maður
til hans, sagðist vera skrifari hins
og vera sendur af honuni. Hann
bauð hugvitsmanninum vindling, en
hann kveikti ekki í honum og lagði
hann hjá sér. Seinna var vindling-
ur sá rannsnakaður og reyndist hann
með svikum gerður, svo að banvænt
var að kveykja i honum. Mörg eru
ráðin köld um þessar mundir.
'eg&ja * sjóö þennan það sem þeir
mega sanngjarnlega missa frá eigin
þörfum.
2. Eg hafði beðið bæði blöðin að
lofa Þjóðræknissjóðs ávarpi nefnd-
arinnar að standa um mánaðartíma,
svo xað mætti festast i hugum lesend-
anna, og mér skildist að það mundi
verða gert, með því að málið er al-
varlegt og þýðingarmikið, en blöð-
unum útlátalaust að styrkja það á
þann hátt.
4. Eg vildi óska, að blöðin skor-
uðu á alla Islendinga, hvar sem J>eir
búa í Canada, að tilkynna um tillög
sin i sjóðinn, hvort heldur Þjóð-
ræknissjóðinn eða sjúkra—Red Cross
—sjóðinn, til þess hægt verði að fá
yfirlit yfir það, sem frá íslendingum
kemur máli þessu til styrktar. Með
þessu er ekki átt við þá sérstaklega,
sem leggja tilög sin inn til íslenzku
blaðanna, heldur alla landa vora,
hvar sem þeir búa, sem eitthvað
leggja í sjóðinn, hvort heldur í
Winnipeg eða annarsstaðar í Can-
ada. Eg álit nauðsynlegt, að blöðin
nái nákvæmri skýrslu yfir gjafir
vorar, því mér dylst ekki, að sá timi
kemur, að það verður nákvæmlega
íhugað af hérlendu þjóðinni og
blöðum hennar hvern þátt hinir
ýmsu þjóðflokkar í þessu mikla landi
taka í landvörn rikisins með fram-
lagi fjár og manna, og þá væri
skemtilegra og betra afspurnar, þeg-
ar borgaraleg og þegnleg hluttaka
vor er vegin og metin, að verða ekki
allra léttust fundin.
B. L. Baldztn'nson.
Aths.—Út af þvi, sem hér stendur
ritað, og svo má skiljast, sem rit-
stjóri Lögbergs hafi ekki sint beiðni
um að ávarp um tillög i Þjóðræknis-
sjóð birtist oftar en einu sinni í
blaðinu, þá skal þess getið, að rit-
stjórinn minnist ekki þess, að slík
málaleitan hafi verið borin upp viö
hann. Það er ekki líklegt, að hann
hefði sýnt tregðu eða pretti í þvi
efni, með því að blaðið hefir hvaö
eftir annað flutt ritstjórnargreinar
til að brýna þörf og nauðsyn þessara
samskota fyrir almenningi.
Að öðru leyti ber að taka máli Mr.
Baldwinsonar sem bezt, og þeirra
manna, sem ásamt honum bindast
fyrir samskotum meöal vor í Þjóö
ræknis og sjúkrasjóði. Allir vita, aö
þörfin er brýn, og skyldan kallar til
vor ekki síður en annara landsins
borgara. Sömuleiðis viljum vér fús-
lega birta fréttir af tillögum í sjóði
J>essa, bæði J>eim sem féhirðir sam-
skotanna, bankastjóri T. E. Thor-
steinsson, veitir móttöku, og öðrum
—Ritstj.
Mr. og Mrs. Th. Oddáon....
Árni Eggertsson ...........
Jón J. Bildfell............
B. S. Benson ............
Jónas Jóhannesson..........
Jón J. Vopni ..............
Jón B. Jónsson.............
séra R. Marteinsson .......
Ólafur Anderson ...........
S. B. Erickson ............
H. S. Bardal ..............
Gunnl. Jóhannsson..........
Sigurjón Sigurðsson .......
Tryggvi Ingjaldsson .......
Jónas Samson ..............
Séra Guttormur Guttormsson
séra K. K. Ólafsson .... „
S. S. Hofteig ......... ...
J. H. Frost ...............
Helgi Thorláksson .........
Magnús Einvarðsson ........
Th. Björnsson .............
John Hörgdal ..............
Brynjólfur Jónsson ........
Daniel H. Bachman ..........
Jón Hannesson .............
Siguröur Jónsson ..........
Sigurjón Gestsson .........
Valdimar Eiríksson ........
Helgi Ásbjörnsson .........
Bjarni Pétursson .,..... ..
Séra Björn B. Jónsson .....
Kristján Helgason .........
John J. Myers..............
C. B. Jónsson ............
séra Jóh. Bjarnason .......
séra Fr. Hallgrímsson .....
séra C. J. Olson ..........
séra H. Sigmar.............
séra N. S. Thorláksson ....
G. Egilsson................
J. Pétursson...............
Kl. G. Jónasson ...........
B. Frímannsson ............
S. E. Davíðsson ...........
S. Loptsson ...............
.... $5,995
... 5,000
... 4,000
... 1,000
.... 3,000
... 3,000
.... 100
.... 200
.... 100
.. 50
.... 500
.... 100
.... 500
.... 100
50
150
150
50
50
25
10
25
50
25
10
25
10
25
10
10
25
150
25
50
25
25
50
25
50
50
100
20
25
25
25
100
$25,000
Gefur miljónir.
John D. Rockfeller hinn yngri
hefir gefið út tilkynning um það,
að úr líknarsjóði J>eim sem við
hann er kendur verði gefnar “mil-
jónir dala ef með þarf” til líknar
bágstöddu fólki í Norðurálfunni.
Stjómendur sjóðsins hafa í
hyggju að senda menn til Norður-
álfunnar, til aö grenslast eftir hvar
og hvemig þessi hjálp geti komið
að sem beztumj notum. Er þegar
búið að leigja skip lyrir $275,000
dali til að flytja matvæli og aðrar
nauðsynjar og fer fyrsti farmurinn
til Belgíu.
— Um $200,000 og 5000 tonn af, ;----------
matvælum og fatnaði er Jægar bú-' Drengir nokkrtr vora að leika
ið að safna í Canada, til að hjálpa sér a árbakkanum í Brandon og
þeim sem bágast eiga í Belgiu. i ^mu aufU a höggul í brúnum um-
1 búðarpappir. Einn nrengjanna
— Stöðvarhús C. P. R. félags- sparn fæti við bögglinum svo að
ins í Tache brann til kaldra kola í bréfið rifnaði. Brá drengjumun
vikunni. Stöðvarstjóra tókst að heldur en ekki í brún er þeir sáu
Slys í borginni.
Tveir menn mistu lífið í bifreiða-
skála á Broadway, með því móti, að
gaskaggi úr stáli sprakk með ógur-
legum krafti; mennirnir voru að
nota gasið, höfðu pípu úr því og létu
loga á endanum, til þess að bræða
málm í loganum. Eitthvað bilaði,
sem menn vita ekki með vissu hvað
verið hefir, stáltunnan sprakk, og
svo mikið afl fylgdi þeirri spreng-
ingu, að annan manninn tók út úr
byggingunni og fanst hann eftir á
fyrir utan dyr, sundur flakandi í
sárum og ekki eitt óbrotið bein í
hans líkama. Hinn maðurinn lá rétt
J>ar sem hann hafði verið við vinnu
sína, hafði slegið niður á steingólf-
ið svo hart, að úriö sem hann hafði
i vasanum, hafði orðið flatt og
þunt eins og kaka, og maðurinn mik-
iö lemstraöur. Líf var með honum,
en engin ræna, og gaf hann upp önd-
ina skömmu síðar. Nokkrir aðrir
menn voru að verki í skálanum og
köstuðust til af loftþrýsting, er af
sprengingunni stafaði, en meiddust
lítið eða ekki. Veggir í bygging-
unni skektust og rifnuðu, héngu J>ó
ttppi, en gluggar brotnuðu í næstu
húsum. Annar af þeim dánu var
ekkjumaður, sem átti níu ára gamla
dóttur fyrir að sjá, hinn var ein-
hleypur ttngttr maður.
—1 Chicago keppast 220 konur og
stúlkur um að komast í lögreglu-
þjóna stétt. Ein þeirra var 225 pund
á þyngd; þegar henni var tjáð, að
löggæslukona mætti ekki þyngri vera
en 190 pund, þá kvaðst hún skyldi ná
þeirri þyngd, ef hún fengi viku-
frest. og var henni það veitt. Síðan
hefir hún ekki lagt sér annað til
bjarga helztu áhöldum sínum og að í bögglinum var nýborið svein- munns en ísmola við og við og einn
öllum skjölum. I barn, örent. og einn sopa af vatni.