Lögberg - 05.11.1914, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. NÓVEMBER 1914.
7
Frá Þorleifi í Bjarnar-
höfn.
('Úr “Sunnanfara.’y
Þorleifur dvaldi oft langvistum á
ísafirfii viS læknisdóma, eins suöur
i Borgarfir?5i og í Stykkishólmi, en
j>á var hann fluttur frá Hallbjarnar-
eyri inn aS Bjarnarhöfn, sem hann
haftSi keypt og bjó þar til dauöadags.
Fyrir utan aðrar gáfur var Þorleifi
sál. lánuð fjarsýnisgáfa, líkt og fs-
feld “snikkara”, og gat hann séð
gegnum holt og hæðir. Til að mynda
veturinn 1847, vildi það sorglega slys
til, að bátur fórst á leiðinni út í
Krossnesi í Eyrarsveit. Þar bjó þá
Ámi sýslumaður Thorsteinsen. Á
bát þessum voru þrenn hjón: Bjarni
stud. Bjamason og kona hans Sol-
veig, bróðurdóttir sýslumanns, Er-
lendur Jensen “snikkari” og kona
hans Katrín Sigurðardóttir, Einar
Pétursson húsmaður og kona hans
Guðný Pálsdóttir, og Sigurður ÞOr-
björnsson lausamaður. Alt þetta
fólk, 7 að tölu, átti heima í Stykkis-
hólmi. Þetta fólk druknaði í bezta
veBri á svokölluðum Bollaleiðum, að
menn halda. Nú vom allir rólegir
hér, og engum manni í EyrarsVeit
datt í hug, að neinir væm á ferð
þann dag. Þenna sama dag, sem
báturinn fórst, var Þorleifur á ferð
frá Ólafsvík, því þangað hafði hann
verið sóttur til einhvers sjúklings.
Nú gengur hann sem leið liggur inn
i Búlandshöfða og svokallað Búland,
sem er innan verðu við höfðann;
þar mætir hann pilti, sem er að svip-
ast eftir kindum fyrir húsbónda hinn
«r átti heima í Kirkjufelli. Hann
heilsar drengnum fljótlega og segir:
■“Það hefir orðið skiptapi hér frammi
'i sveitinni í dag.” “Nei,” segir
drengurinn, “ekki veit eg til þess, og
það veit enginn hér.” “Og samt hef-
ir það orðið,” segir Þorleifur fljót-
lega og heldur áfram og hraðar sér,
Og nemur ekki staðar fyr en í Bár,
Og hittir Ólaf Guðmundsson, sem
þar bjó, og spyr hann, hvort nokkur
hafi farist hér fram undan. Ólafur
kvað nei við því. En nú var komið
niðamyrkur, svo ekki var hægt að
leita fyr en daginn eftir. Þá var
brugðið við og farið að leita með
allri Bárarfjöru og inn að Vatna-
búðum, og þar fanst Guðný sáluga,
koffort og ýmislegt dót. — Nú má af
þessu sjá, að Þorleifur hefir hlotið
að sjá skiptapann, þar sem enginn
maður í sveitinni varð þess var. Hon-
um kom engin fregn um það, og
þess vegna hefir það verið fjarsýni
hans, sem olli því, að hann sagði, að
svona væri komið. Eg vil geta þess,
að þetta er fyrsta sagan um fjarsýni
Þorleifs, sem eg heyrði þegar eg
var barn, og var hún í allra munn-
utn.
Að endingu vil eg lýsa útliti Þor-
leifs sál. Hann var lítill vexti, and-
litið mátti heita frítt, smáeygur
mjög, beint nef, og liður á nefinu,
fullur að vöngum og' rjóður í kinn-
um, fremur kinnbeinahár, hakan
stutt og ávöl, spékoppur í annari
kinninni, cnnið hátt og bratt, en ekki
kúpt; þungbrýnan mátti hann kalla,
og voru brýrnar mjög loðnar að
framan, en gott bil var á milli
þeirra, og var altaf eins og léki blítt
bros um þetta fremur litla andlit.
Og ekki hefi eg séð eins fallegar
hendur á erfiðismnni, því þær voru
jafnan mjallhvítar og táliðugar.
5. Apríl 1914.
Anna Thorlacius.
III.
Eina fjarsýnissöguna man eg eftir
Þorleif sáluga í Bjarnarhöfn, og var
eg við9tödd þegar hún gerðist, og
er hún á þessa leið:
Andrea dóttir Árna sýslumanns
Thorsteinsens í Krossnesi i Eyrar-
sveit giftist kaupmanni Guðbrandi
Guðbrandssyni i Grundarfirði, og
eftir eins árs hjónaband lagðist hún
á barnssæng einn laugardagsmorg-
un. Var þá Þorleifur sóttur inn í
Bjamarhöfn, og var hann hjá henni
I 2 nætur, en ekkert gekk. Eg var
þá með honum til aðstoðar, var eg
þá 18 ára gömul.. Á mánudagsmorg-
uninn var læktnir E. Lind sóttur inn
5 Stykkishólm, sem þá var héraðs-
læknir hér. Aðra nóttina, sem eg
vakti, sagði Þorleifur við mig eins-
lega: “Það er bezt að sækja Lind,
«n það verður ekki til neins.”
"Vegna hvers?” spurði eg. “Þegar
hún sat á brúðarbekknum, þá sá eg,
að hún átti ekki eftir nema eitt ár
ólifað.” “En ef þér hefðuð nú fæð-
ingartangir, mundi hún þá ekki geta
lifað?” spurði eg. Þvi svaraði hann
engu, en sagði einungis: “Þér sjáið
nú til.” Nú kom Lind nóttina eftir.
Hann náði barninu dattðu. Svo fór
Þorleifur og Lind, hver heim til sín.
I 3 daga var hún að smáhressast, en
4. daginn hnignaði henni alt í einu,
og 5. daginn þá dró af henni. Þá
var sent í skyndi inn í Bjamarhöfn,
að sækja Þorleif. Maðurinn, sem
sótti hann, hét Helgi. Það er vani
að æja hestum í svo kölluðttm
Eyrarbotni, en í þetta sinn datt Helga
ekki í hug að æja, og riður áfram.
Þá kallar Þorleifur til hans og seg-
ist vera kominn af baki, segir honum
að gera hið sama,. Þorleifur sezt
ÞETTA ER 5 DALA ^IRÐI FYRIR ÞIG
Vér ætlum að komast eftir hvaða svör vér fáum við þessari auglýsing. Skerið hana úr blaðinu og sendið oss
og skal það gilda sem $5 borgun fyrir þriggja mánaða kennslu í hverri deild skóla vors sem er.
Greinileg skýrsla um störf vor veitt ef óskað er. Skrifið eftir skólaskýrslu vorri.
ESTABL/SHED
niður og styður hönd undir kinn.
Helgi verður órór og spyr Þorleif,
hvort ekki eigi að halda áfram, þar
sem líf manns liggi við. Þorleifur
gegnir ekki strax, en eftir litla stund
segir hann við sjálfan sig: “Alt
grætur, vein og harmur. Hana nú,
þar dó hún. Móðir hennar er kom-
in úr Krossnesi, og er þarna líka.
En eg fer samt, það veitir ekki af að
hugga.” Þýtur á bak og ríður út í
Grundarfjörð. Það stóð heima,
að Andrea var fyrir stuttu dáin, er
hann kom. — Svona fór ætíð, ef
Þorleifur sagði eitthvað fyrir, þá
gekk það eftir. Einnig stóð það
heima, að sýslumannsekkjan í Kross-
nesi var þar viðstödd, er Andrea var
að deyja. Systir og tveir bræður
voru þar líka. Og það var satt.
þar var harmur þungur og sár.
Enginn gat tára bundist af að sjá
aðra eins hrygðarmynd, þótt vanda-
laus væri. Allir söknuðu sárt, þess-
arar elskulegu konu, er alt hafði gott
af guði þegið, eins og það fólk var
og mun verða mörgum fögur fyrir-
mynd. Og þvi þaut Þorleifur á bak.
I fjarsýni sinni þoldi hann ekki að
horfa á þetta fólk, sem allir elsk-
uðu, Krossnesfólkið, engjast saman
af harmi, án þess að koma og reyna
að hugga; rneir að segja, gera lífg-
unartilraunir
Svona var hann. Blessuð sé
minning hans!
5. April 1914.
Anna Thorlacius.
banabfkegn.
Hinn 29. Ágúst þóknaðist algóð-
um guði að burtkalla Mrs. Sigriði
J. Víum. Hún var fædd að Kálfs-
hóli í Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu
1845, var dóttir Magnúsar Jónssonar
sonar Jóns Vídalíns og konu hans
Guðnýjar Bjarnadóttur.
Árið 1870 gekk hún að eiga eftir-
lifandi mann sinn, Jón Sigurðsson
Víum frá Finnsstöðum. Reistu þau
bú að Fossgerði og bjuggu þar þang-
að til 1882 að þau fluttust til Ame-
ríku; fyrstu þrjú árin bjuggu þau í
Pembina, N.D.; svo námu þau heim-
ilisréttarland nálægt Gardar, N. D.,
°g bjuggu þar þangað til fyrir tíu
árum síðan að þau fluttust hingað
til Uppham, N.D.
Þeim hjónum varð tiu barna auð-
ið, sjö stúlkur og þrír drengir; sex
af þeim eru dáin, en fjögur eru á
lífi; þau eru: Mrs. B. Magnússon,
Mrs. J. J. Phillips, Mrs. G. Árnason,
allar búsettar nálægt Upham, N. D.,
og S. J. Sigurðsson við Ethridge,
Mont., og er hennar sárt saknað af
þeim ásamt elskandi eiginmanni.
Þau hjón voru búin að vera 44 ár í
hjónabandi þegar hún lézt.
Sigríður heitin var ástrík móðir og
eiginkona, glaðlynd á heimili og var
hún elskuð og virt af öllum, sem
kyntust henni.
Hún var jarðsett 3. September af
séra Friðrik Hallgrímssyni í grafreit
Melanktons-safnaðar.
Blessuð sé minning hinnar látnu.
Vinur hinnar látnu.
Mrs. Sigríður J. Víum.
Það er svo ljúft fyrir lúna
að leggjast til hvíldar
að afloknum ströngum dags starfa,
er stundum var heitur,
en stundum svo napur með næðing,
er nam inn að hjarta,
og knúði fram tár, sem að tengdust
við tilfinning hlýja.
Og loks, þá er sól var að setjast
að sjá þá til baka
og finna, að handleiðsla herrans
er hugsjónin dýrsta,
Og blómin sín tíu að telja,
þótt talan ögn breytist,
því sex höfðu visnað hún vissi
þau voru því horfin.
En vonin, sú von, sem ei fölnar,
hún vissi að blómin
í gróðrarstöð guðs voru plöntuð,
að geymast þar fegri;
hún fól þessi fjögur, sem lifa,
í frelsarans hendur,
og gekk svo með gleði til hvildar,
þvi gott er að blunda.
En eitt var, sem angraði hjartað
að aftni lífdaga:
hún megnaði’ ei lengur að leiða
sinn lemstraða’ og blinda;
hún fól hann því forsjónar höndum
til fullnaðar leiðslu;
hún vissi, að tíminn er tæpur
unz tengjast þau aftur.
Nú sefur þú síðasta blundi
við sólarljós himins,
það vermir þitt seinasta svefnhús
með sælunnar geislum;
því guðs náð er meiri en maður
það megi út reikna:
hún leiðir oss líðandi, veika,
til ljóss heima sælu.
Tíðarfar á Islandi.
Skaðaveður.
I Lögréttu segir Björn hrepp«tjóri
í Grafarholti svo frá:
Eftir að vorótíðinni Iinti viku af
Júlí gerði góða tíð og þurka til miðs
Ágpist. Jörð fór ekki að spretta fyr
en batnaði og byrjaði sláttur því
ekki alment fyr en um og eftir 20.
Júlí. Margir voru því naumast bún-
ir að slá og hirða tún, er aftur brá til
óþurkanna, og nú í vætutíðinni var
víðast slegið aftur fháinj, það sem
fyrst hafði verið slegið; þvi til þessa
tima hefir jörð verið að spretta.
Grasvöxtur var því orðinn í betra
lagi og höfðu safnast mikil hey úti.
Alt var gagnvott, því mikið rigndi,
einkum nú í September. En laugar-
daginn 12. Setpt. brá til norðanveðurs
með hinum mesta ofsa, þar sem veð-
urnæmt er. Kjalnesingar eru veðr-
um vanir, og þó býsna þeir þetta.
Þar hefir fokið allur mánaðarhey-
skapur á 15 jörðum og 1 í Mosfells-
sveit. Er það svo mörgum þús. hest-
burða skiftir og skaðinn því mikill,
beinn og óbeinn. T.. d. hefir E.
Brient (ViðeyarJ mist 800 á Esju-
bergi, víða 2—300 á bæ o.s.frv., bæði
bændurnir sjálfir og aðrir, er þar
áttu heyskap. Sá víðast ekki eftir
nema litaskiftin, þar sem hið vota
hey hafði svo lengi staðið í sæti,
veðurmúgum, föngum eða flekkjum.
Til dæmis um veðrið má nefna: Á
Esjubergi fauk hlaða fyrir nokkrum
árum. Er hún var endurreist, var
svo frá gengið, að ekki skyldi bila, og
bindingsverk hlaðið í veggina m. fl.
nú sprungu þau, þakið rifnaði að
nokkru og færðist mikið til, en fór
ekki alveg. Á Völlum tók sunnan-
1 svipur fjósið og bar á íbúðarhúsið,
(er norðar stóð, og skemdi það; svip-
irnir voru jafnt af öllum áttum. Á
Leirvogstunguengjum tók upp vagn,
og bar langa leið og braut. í Varma-
dal sleit svipur anddyri frá fjósi,
drap nokkur hæns, tók taðvél og
þurkaði ána ("Leirvogsá, er þar renn-
ur allströng og var í vexti, eins og
öll vötn þáj á kafla, bar vatnið suö-
ur yfir Leirvogstungumela. Álítur
Þprlákur gamli ffaðir bóndans í
Varmadal, nú um áttræður, hefir
verið þar alla sína æfij, að slíkur
svipur hafi ekki þar komið um sína
daga.
Jafnvel á veðursældarjörðum mátti
ekki hreyfa heyi á laugardaginn 12.
Sept. Á sunnudag varð þurkað víða,
þar sem ófokið var. En á mánudag
snjóaði alt vott á ný, og festi snjó á
öllum fjöllum ofan í rætur.
, Horfurnar eystra.
Eftir manni, nýkomnum austan úr
Árness og Rangárvalla sýslurn, séra
ÓI. Ólafssyni, hefir “Vísir” þessar
fréttir um tíðarfarið 14. Sept., viku
eða hálfum mánuði fyrir réttir.
“Hann segir tíðina þar eystra
mjög erfiða að undanförnu og
hor'furnar slæmar hjá bændum at-
ment, er hann fór að austan. Flest-
ir byrjuðu slátt viku til hálfs mán-
aðar seinna en vant er. Svo kom
rosinn fram úr miðjum Ágústmán-
uði.
Heyfengur manna er því lítið
meira en töðurnar; meginið af öll-
um útheyskap var úti, er hann fór
af stað suður.
En svo kont nú um síðustu helgi
ofan á alt annað fádæma rigning
og vatnskoma á fimtudaginn, og
sökk því víða það alt í vatn, sem
áður stóð upp úr; og svo kom á
laugardaginn aftakaveður, svo við
ekkert varð ráðið; urðu því víða,
svo sem í ölfusi, mjög miklir hey-
skaðar. Það, sem var á þurru, sóp-
aðist sumstaðar að mestu leyti í
burtu, ýmist í ölfusá eða út í veð-
ur og vind.
Hann kvaðst ekki minnast að hafa
séð jafnmikið vatn t ölfusi um þetta
leyti árs.
Ofan frá Bæjaþorpi ('Kröggólfs-
stöðum, Vötnum, Þúfu (o. s. frv.J
mátti heita einn hafsjór fram í Naut-
eyrar; sá viða á kollinn á sætum
upp úr vatninu. Á þessu svæði eru
allar aðalengjar sveitarinnar.
Honum var sagt, er hann fór úr
Holtunum (8. Sept.J, að bændur
kringum Starmýri í Bjóluhverfi og
Vetleifsholtshverfi á Sandhólaferju
og víðar, væru hættir þá um stund
öllum tökum við heyskap, því þar
væri alt komið í vatn, bæði slegið og
óslegið; og mun það ekki hafa batn-
að síðan.
Mætti því geta nærri, hvernig á-
stæður manna yrðu, er slíkt sumar
kemur eftir vorið, sem leið, með
tjóni því og hörmungum, sem því
fylgdu, að minsta kosti sumstaðar.
Hann sagði alla jörð orðna ákaf-
lega vel sprottna, hefði varla séð
jafnmikið gras í Holtum og Flóa.
Bændur sagt að jörð væri að spretta
alt fram á síðustu helgi.
Mjög víða kvað hann hafa hitnað
í heyjum hjá bændum, en honum
vitanlega ekki orðið tjón að nein-
staðar.
Rjómabúin sagði hann hafa starf-
að alstaðar eystra í sumar — þó ekki
á Landinu; en miklu minna smjör
væri þó framleitt en hin fyrri sum-
urin; valda því mest vorharðindin,
sem sálguðu lömbunum.
Heilsufar manna sagði hann yfir-
leitt gott; en þó væri lungnabólga
að stinga sér niður til og frá. Tveir
bændur í ölfusinu höfðu legið í
henni, lézt annar þeirra 10. þ.m.
fMagnús Magnússon bóndi í Ós-
gcrðij, en hinn var á batavegi, Hall-
dór Magnússon í Litlalandi, ungur
og efnilegnr bóndi.
Þrátt fyrir alt þetta, kvað hann
bændur hafa verið rólega og von-
góða, að úr mundi rætast að lokum;
mikið gæti lagast, ef haustið yrði
gott.
Væri betur að sú von rættist.
Tíðræddast hafði mönnum verið
um það, að meiri sparnaðar mundi
þitrfa að gæta í mörgum greinum
heldur en titt hefði verið að undan-
förnu.
Allmikill bylur var á Kolviðarhóli
allan fyrri hluta mánudagsins. Hell-
isheiði alsnjóa austur á mitt fjall;
úrkomulaust þó i ölfusi fram yfir
hádegi og líklega allan dagpnn. Sum-
ir báru þar heim bæði sunnudag og
mánudag.
Á tveim bæjum í Rangárvalla-
sýslu sá hann töðu á túnum, er hann
fór út um sýsluna. Kvaðst hann ekki
muna eftir, að hann hefði séð töðu
úti þar eystra á þeim tíma árs í síð-
astliðin 30 ár.
Þann 21. Sept. segir frétt af Rang-
árvöllum, að þar hafi náðst alt hey,
sein laust var, og séu bændur teknir
til sláttar á ný.
Á brezku herskipi.
Það er fyrir löngtt viðurkent, að
þau herskip bera sigur úr býtum, j
þegar til sjóorustu ikemur, sem
verða fyrri til að liitta markið, slá
það fastast og láta skoturn sjaldn-
ast skeika. Sá málsaðili vinnur
sigur, sem getur sent mest al málmt
á skemstum tíma i garð óvinanna.
Á Iron Duke eru tíu fallbyssur.
Vegur hver kúla sem úr þeim er
skotið full 2900 pund. Þetta skip
getur þvi sent 2900 punda þunga
sendingu á hendur óvinanna á ör-
fáum sekúndum. Iron Duke er eitt
af yngstu herskipum Breta.
Hvert herskip er geysimikill
fljótandi kastali. Þau eru flest
frá 500 til 575 feta löng, fara ná-
lega 21 niilu á klukkustund og
kosta frá átta til tíu miljonum dala
hvert. Á þeim eru frá sex til níu
hundruð manns.
Það kann að láta illa í eyrum að
tala um 12 þumlunga þykkar plöt-
ur. En úr þessu er ysta lag suð-
anna gert. Þessar plötur eru gerð-
ar úr hinu harðasta og seigasta
stáli, sem mannlegu hyggjuviti hef-
ir hepnast að biia til. Samskonar
plötur hlífa þeim, sem skjóta af
byssunum.
Herskip eru ef svo má að orði
komast hlaðin af vélvun, vélum tit
að lyfta kúlum og skotfærum og
koma þeim i byssumar jafnótt og
þær tæmast, vélum til að hreinsa
vatn, framleiða rafmagn o. s. frv.
En skipshöfnin dvelur í krókum og
kytnum á milli þessara véla.
Það er hvorki lítið né vandalaust
verk að fæða slika skipshöfn, en
ekki kostar það mikið yfir $150'
á dag. Hverjum manni eru ætluð
20 cent á dag til matfanga. Þar
af er þeint úthlutað 12 centa virði
af mat, en átta centunum sem eftir
eru geta þeir eytt eftir vild, keypt
fyrir þau mat, eða annað ef þeim
sýnist svo. Eru þeir hlutir seldir
sama verði og stjórnin gefur fyrir
þá, að viðbættu innflutningsgjaldi
ef nokkurt er.
Auk þessa fær hver maður, um
hádegisbilið, ákveðinn skamt af
áfengi ef hann er tvítugur aö aldri
eða meira. Þeir sem ekki kæra sig
um þessar góðgerðir, fá þær borg-
aðar með hálfu öðru centi á dag;
er sagt að margir taki þann kostinn
heldur. 1
Máltíðir em bornar fram fimm
sinnum á dag. Fyrsta máltíðin kl.
Business and Professional Gards
Dr.R. L. HUR5T,
Member of Royal Coll. of Surgeons,
Eng., útskrifatSur af Royal College of
Physicians, London. SérfrætSingur 1
brjóst- tauga- og kven-sjúkdómum.
—Skrifst. 305 Kennedy Bldg., Portage
Ave. (á. móti Eaton’s). Tals. M. 814.
Tlmi til viðtals 10-12, 3-5, 7-9.
5 á morgnana; önnur kl. 8; það er
kallaður morgunverður:; miðdags-
verður kl. 12 á hádegi. Fjórða
máltíðin fer fram kl. 4 og kveld-
verður er borðaður kl. 7.
Áöur en Iagt er til orustu, kall-
ar yfirforinginn alla foringja og
umsjónarmenn saman og hel lur
fund með þeim, til þess að komast
eftir hvort alt sé til reiðu og segja
fyrir. Meðal annars verður hann j
að sjá um að nóg sé til af tilbúnum ■
mat, svo að hægt sé að fæða alla
innanborðs sæmilega, þó að atlagan !
standi lengi yfir og enginn matur sé j
búinn til á meðan.
Þá hljóma þessi orð: “Rýmið j
til á neðra þilfari; hafið alt til
reiðu!”
Þá kemst alt á ferð og flug.
Öllum stöngum og handriðum er
svift í burt eða lögð niður. Það er
litið eftir skotfærum og vopnum og
rafmagnsáhöldum. Aðrir líta eft-
ir að stýrisumbúnaður allur sé í
lagi, þvi að nú er skipinu stýrt frá
öðrum og óhultari stað en ella. j
Vélameistarar líta eftir vélum þetm,
sem knýja skipið áfram og kjmd-
arar auka gufuna. Drykkjarvatn
er sett þar sem hægt er að ná í
það og slökkvislöngvur eru settar
þar sem hægt er og fljótlegast að
ná í þær ef með þarf.
Ein af verstu hættunum sem yf-
ir vofir er sú, að sprengkúlur
óvinanna kveiki í skipinu. Þess
vegna er öllu eldfimu kastað út-i
byrðis. Stólum og stigum og öðru
lauslegu trjáverki er því kastað í
sjóinn. I stað tréstiga eru aðrir úr
vír notaðir til bráðabyrgða. öllu
öðru lauslegu er rýmt úr vegi og
þilfarið flýtur í vatni. Hver fer á
sinn stað og læknirinn meö aðstoð-
armönnum sínum er við 'hendina að
hjúkra þeint sem særast.
Þegar óvinurinn eygist, byrjar j
skothriðin. Ef til vill hitta fyrstu1
kúlumar ekki markið, fara of stutt j
eða of langt. Þær sem á eftir!
koma hitta venjulega betur.
Þannig heldur þessi hroðaleikur
áfram. Skipið skelfur og nötrar [
eins og hrísla í vindi og það hvilir
í þykkum reykjarmekki. Það hvín j
í kúlum óvinanna alt umhverfis og
þær brjóta niður reykháfa og möst-
ur, sópa í burtu öllu sem lauslegt
er og alt er brotið og bramlað.
Kyndarar og vélameistarar kepp-!
ast við niðri í vélarúminu. Þeir
mega búast við að lenda í greip-
um Heljar á hverri stundu, en þeir
verða að halda uppi gulunni á
meðan “fjör er í æð”. Þeir sem
við fallbyssumar standa verða!
daufir og stirðir af áreynslunni og
hávaðanum og vinna hugsunarlaust J
eins og vélar.
Ef það skip sem vér höfum haft!
fyrir augum ber sigur úr býtum, þá
kemur að því, að skothríð óvinanna
sljákkar. Þau skip þeirra sem
ekki eru sokkin, gefast upp. Yfir-
maðurinn gefur merki sem þýðir: i
“Vér höfum sigrað!” — Orustan
er unnin.
Dr. B. J.BRANDSON
Office: Cor. Sherbrooke & William
TELKI'IlOMi garrv aao
OrFicK-TfMAR: 2—3 og 7—8 e. h.
Heimili: 776 Victor St.
Telrphome garrv »21
Winnipeg, Man.
Dr. O. B.JOR\SON
Office: Cor. Sherbrooke & VVjlliajn
OíLRPHONEl GARRY SiÍM
Office tfmar: 2—3 og 7—8 e. h
Heiml I: 8te 2 KINnoODAPTR
Mnryland Street
rEMÍPHONEl GARRY TO»
Winnipeg, Man.
Dr. W. J. MacTAVISH
OrricE 724J Aargent Ave.
Telephone óherbr. 840.
( 10-1* f. m.
Office tfmar -í 3-5 e. m.
( 7-9 e. m.
— Hkimili 467 Toronto Street —
WINNIPEG
telephone Sherbr. 432.
Dr. Raymond Brown, J
»
»
»
>
»
Sérfræöingur í augna-eyra-nef- og
háls-sjúkdómum.
326 Somerset Bldg.
Talsimi 7262
Cor. Donald & PortageAve.
Heima kl. 10— 12 og 3—5
Dr. J. Stefánsson
401 BOYD BI.DG.
Cor. Portajje and Edmonton
Stundar eingöngu augna, eyma,
nef og kverka sjúkdóma. — Er
atS hitta frá kl. 10—12 f. h. og
2—5 e. h. — Talsími: Main 4742.
Heimill: 105 Olivia St. TaLsími:
Garry 2315.
J. G. SNŒDAL
TANNLŒKNIR.
ENDERTON BUILDNG,
Portage Ave., Cor. Hargrave St
Suite 313. Tals. main 5302.
Dr. A. A. Garfat,
TANNLÆKNIR
814 Somerset Bldg. Phoije Main 57
WINNIPEC, MAN.
Skríf.tofutimar: Tals. If. 1524
10-12 f.h. og 2-4 e.h.
G. Glenn Murphy, D.O.
O. eopathic PHyslcian
637-139 Soinerset Blk. Wlnnlpeg
Hagur Alberta-fylkis.
Dr. Bearman,
Þekkir vel á
Augna, eyrna, nef, kvrka sjúkdóma
og gleraugu.
Skrifstofutimar: 10-12. 2-5 og 7-8
Tala M. 4370 21S 8 meraet Blk
Blómlegan má hann kalla, eftir
því sem i sumum öðrum fylkjum
gerist um þessar mundir. Sam-
kvæmt ræðu fjármála ráðherra
Mitchell’s á ný afstöðnu aukaþingi,
verður tekju afgangur þetta ár
$1,177,000. Tekjur eru áætlaðar
alls $8,952,000, en útgjöld $7,775,- j
000. Til hluttöku i stríðinu, svo og
til hjálpar nauðstöddum Belgiu-
mönnum voni veittir 500,000 dalir.
Stjórnin i Albcrta, undir forustu
A. Siftons, er dugmikil og ötul
framfara stjóm.
Dr. S. W. Axtell.
Chiropractic & Electric
Treatment
Engin meSuI ög ekki hnffur
2S8K Portage Ave Tais. Nl. 3298
Takift lvftivélina til Reom 503
THOS. H. J0HNS0N og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
íslenzkir logfræöiagar,
Skrifstofa:— Koom 811 McArthur
Building, Portage Avenue
Áritun: P. O. Box 1050.
Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg
GARLAND & ANDERSON
Arni Aadenon E. P. Gartaad
LÖGFRÆÐINGAR
801 Electric Railway Chambere
Phone: Main 1561
Joseph T. Thorson
íslenzkur lögfræðingnr
Arttun:
MESSRS. McFADDEN & THORSON
1107 McArthnr Bullding
Wlnnipeg, Man.
Phone: M. 2671.
:: ÓLAFUR LÁRUSS0N
og
BJÖRN PÁLSSON
YFIRDÓMSLÖGMENN
Annast IögfrKðiutörf á lalandi fyrir
ye»tur-Islendinga. Otvega jartlir og
hú». SpyrjiS Lögberg um okkur.
Reykjavik, . lceland
P. O. Box A 41
H. J. Pálmason
Chartered
Accountant
867-9 Somersst Bldg. Tals. N|. *73#
Thorsteinsson Bros.
& Co.
Byggja hús. Selja lóðir. Útvega
lán og eldsábyrgð.
Fónn: M. 2002. 815 Somemet Blda
lleimaf : G .7S6. Wlnnlpeg, Maa.
Nýr forseti í Mexico.
Bráðabirgða forseti Carranza
hefir lagt niðttr völd með því skil-
yrði, að hershöfðinginn Villa láti
jafnframt af sinni eftirsókn eftir
forseta tign. Ráðstefna sú, sem
jætta hefir til úrskurðar, tilnefndi
strax mann í stað Carranza, 'heitir
s:i Villareal, en í engan stað sýnist
vilja rakna úr þeim flóka, sem mál
J>ess lands jafnan vilja lenda t.
— Síðast liðið ár stunduðu 2735
stúdentar nám við háskölann í
Kaupmanahöfn; þar af voru 334
stúlkur.
Vér leggjum sérstaka áherzlu á aC
selja meCöl eftir forskrlftum lækna,
Hln beztu melöl, sem hægt er aC fá,
eru notuC elngöngu. Pegar þér kom-
ið meC forskrlftlna til vor, meglð þér
vera vlss um aC fá rétt þaC sem
læknirlnn tekur tll.
COL/CLEHGH & CO.
Notre Dame Ave. og Sherbrooke St.
Phone Garry 2690 og 2691.
Glftingaleyfisbréf seld.
♦ Palm Olive Sápa
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
t
♦
♦
♦
♦
^^♦l^^♦4^♦^^♦^t^♦^^•♦^•♦^t^♦^^ ♦♦♦■I1 t'H'H
meðan hirgðirnar endast
2 fyrir 15c
Skrifpappfrs pakkar með línáferð,
mjög stórir
Aðeina 20c. hver
E. J. SKJDLD, Druggist,
Talt. C. 4368 Cor. Welllijgton 5 Simcoe
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VERKSTŒÐI;
Korni Toronto og Notre í ’ame
Þhone
Qarry 2088
Helmllla
Oarry 800
J. J. BILDFELL
FASTCIQnASALI
Room 520 Umon Hank
TCL. 2685
Selur hús og lóOir og aonast
alt þar aClútandi. Peningalán
J. J. Swanson & Co.
Verzla með fasteignir. Sjá um
leigu á hósum. Annast lán og
eldsáhyrgðir o. fl.
1 ALBERT^ BLOCK- Portagt & Carry
Phone Main 2597
-*■ •«ODWP80W TalSí sherbr, 278«
S. A. SIGURÐSS0N & C0.
CYCCIflCAMEþN og FASTEICNASALA8
Skrifstofa: Talsíhrí M 4463
208 Carlton Blk. Winnipkg
Columbia Grain Co. Ltd.
H. J.LINDAL L.J. HALLGRIMSON
Islenzkir hveitikaupnenB
140 Grain Exchange Bldg;.
A. S. Bardai
843 SHFRBROOKE ST.
se'<ir Hkkistur og annast
jm út^arír. AUur útbún-
aður sá bexti. Enafrem-
nr selur hann allskonar
minnisvarBa og legsteina
r. • H« mlll Qa.rry 2161
n OFflce „ 300 o( 376
Nýjustu tæki
GERA OSS MÖGU-
LEGT AÐ FRAM-
LEIÐA PRENTUN
SEM GERIR VIÐ-
SKIFTAVINI VORA
ANÆGÐA
The Columbia Press,
Limtied
Book. and Coirnne* cial
Printer8
Phon« Garry2156 P.O.Bo*3l72
WINNIPBG